Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

mánudagur, október 27, 2003

Fótboltamót MH

já, það er að gerast. Fótboltamót MH fer fram næsta föstudag. Þar verður væntanlega hart barist um þann titil að vera besta lið þessa íþróttasinnaða skóla. Alla vega mun ég stefna til sigurs. Mitt lið heitir Fistarar og er mjög líklegt til sigurs, af því að ég er í því. Annars er liðið svona skipað:

Sveinn Áki: Svenni mun taka markvarðarstöðuna. Ég hef spilað með honum á 2 mótum og drengurinn sá ber ekki virðingu fyrir neinum. Hann ræðst hiklaust á boltamanninn og lætur ekkert stöðva sig. Skemmst er að minnast þess þegar kjálkinn á honum skekktist eitthvað á síðasta móti. Lét hann það stoppa sig? ó nei! Hins vegar veit ég ekki hvernig hann verður í markinu, reikna samt með að hann verði fínn.

Kristján Freyr: Krissa spilaði ég með á fyrsta mótinu og veit að hann er góður. Hann er líka að æfa með mér í egilshöllinni, og þar eru náttla bara klassaspilarar sem fá að vera með. Ég myndi vilja hafa Krissa með mér á miðjunni því hann dreifir spili vel og það er góður talandi á honum. Veikleikar: Gæti verið með meiri tækni og markvissari skot.

Einar: Einar er þokkalegur leikmaður. Hann hefur að vísu frekar lítið úthald, enda reykir hann eins og vitleysingur. Hann mun spila frammi líklega. Hann getur nebbla klárað færin, en nennir pottþétt ekki að hlaupa mikið. Helstu veikleikar Einars felast í því að hann verði jafn ónýtur (sökum ölvunar) og síðast þegar ég spilaði með honum.

Ragnar: Raggi er þokkalega góður og mun tvímælalaust vera einn af máttarstólpum liðsins. Hugsunin er pottþétt hjá honum og hann framkvæmir ágætlega. Raggi gæti stjórnað vörninni af stakri snilld, og mundi ég mæla með því. Veit ekki alveg í hverju veikleikar hans felast, því ég held að hann sé skynsamur og fær í sendingum.

Helgi: Mjög líkur bróður sínum, Ragga, en eitthvað lélegri. Hann er ekki nógu áræðinn með boltann, en getur dekkað menn vel í vörninni. Þess vegna finnst mér vörnin vera hans staður, en hann gæti samt alveg spjarað sig á miðjunni (eins og Raggi). Helgi þolir áfengi vel og mun það því ekki hafa slæm áhrif á hann eins og vill henda suma.

Sverrir: Hmmm, ég veit nú bara ekkert hvað hann getur í fótbolta. Hann er hávaxinn, sem er gott, en líka rauðhærður, sem er jú alltaf neikvætt. Hann er frekar yfirvegaður, sem ég kann vel að meta, og held að komi að góðum notum þegar skipuleggja skal vörn. Því mæli ég með honum þar.

Sindri (ég): Þokkalega langbesti leikmaðurinn í liðinu, þegar sá gállinn (er þetta rétt skrifað?) er á honum. Ótrúlegt úthald, snerpa og færni gerir þennan mann að einum þeim svalasta og besta sem um getur á knattspyrnuvellinum. Einnig hefur þessi maður gríðarlega útsjónarsemi í sendingum og skotum. Helstu veikleikar felast í lítilli baráttu, en sú mun samt ekki vera raunin á föstudaginn!

Klappstýrur:
Helga: flottur barmur, fínn rass.

Elín: lítil brjóst, en nettur rass.

Hjölli: engin brjóst, ágætur rass.

hlutverk klappstýra felst í að vera sexí og láta okkur fá áfengi þegar við erum þyrstir.

Liðinu mundi ég sem sagt stilla upp svona:
Í marki: Svenni
Í vörn: Sverrir - Raggi - Helgi
Á miðju: Sindri - Krissi
Frammi: Einar

Óskið okkur vinsamlegast góðs gengis.

sunnudagur, október 26, 2003

Akstur í umferð (húmor)...

mér finnst ég ekki nógu góður bílstjóri. Líklega þarf ég bara meiri æfingu. Þeir segja að æfingin skapi meistarann. Sumt fólk sem ég þekki er svo góðir bílstjórar að það þarf ekki einu sinni að gefa stefnuljós...

laugardagur, október 25, 2003

Þrískipt færsla (þannig að ef þú ert leiður á einni færslu, byrjaðu þá bara á næstu;)

frændi minn kom ásamt mestum hluta familíu sinnar, til landsins í dag, en fjölskyldan er búsett í Svíþjóð (og var ég eimmit hjá þeim síðastliðið sumar). Því gerði ég mér leið útá nes til ömmu minnar í kvöld, en þar dvelst fólkið. Á leið minni heim varð ég samferða einni merkilegustu frænku sem sögur fara af, nebbnilega henni Guðbjörgu (a.k.a. Gugga). Við röltum útí strætóskýli og tókum þristinn á þetta. Já, og á þessari leið okkar um bæinn fékk ég þann mesta fyrirlestur um borgina okkar sem ég hef fengið á jafn stuttum tíma (reyndar hef ég aldrei fengið fyrirlestur um borgina, en þetta verður alla vega seint toppað). Hún minnti mig svoldið á Arthúr Björgvin Bollason nokkurn. Þess ber að geta að frænka mín var vel við skál. Því miður er það eina sem ég man að það eru einhverjar götur einhvers staðar niðrí bæ sem heita bárugata og öldugata af því að þær eru svo nálægt sjónum. Og svo man ég líka að hún sagði að sinnepið á Bæjarins bestu væri frábært (ok, what else is new?). Alla vega, skemmtilegur rúntur með skemmtilegri frænku.

Í göngutúrnum sem við áttum niðrí strætóskýli löbbuðum við framhjá girðingu sem ekki sást í gegnum. Nema hvað að allt í einu heyri ég þetta rosalega urr og gelt, og náttla hrekk gjörsamlega í kút (sem gerði ekkert nema æsa hundinn). Ég held ég hafi sjaldan orðið svona hræddur. Nema jú, síðast þegar nákvæmlega þetta sama kom fyrir mig. Þá var ég reyndar útá Spáni og var að labba framhjá girðingu sem sást í gegnum, og allt í einu kemur alveg brjálaður hundur og kastar sér á girðinguna, geltandi og urrandi. Sjitt, hvað ég var hræddur.

En svona talandi um hræðslu, þá held ég að ég hafi aldrei orðið jafn hræddur og þegar ég datt oní Hörgá í Eyjafirði þegar ég var u.þ.b. 6 ára. Það var um vetur og var smá ís úti við enda beggja hliða árinnar. Hundurinn minn, hún perla, var eikkvað að rölta á ísnum, en ég á bakkanum, og svo allt í einu (djöfull er ég að nauðga "allt í einu"-frasanum í þessari færslu) brotnaði ísinn undan henni. Þar sem ég hafði ekki hugmynd um að hundar kynnu að synda, skellti ég mér á magann og útá ísinn og reyndi að grípa í hana, en ekki vildi betur til en svo að ísinn byrjaði að brotna undan mér. Ég fór á kaf en svo heppilega vildi til að lopapeysan mín festist í því sem eftir var af ísnum. Þannig tókst mér að klöngrast aftur á land, ískaldur og blautur.
Alla vega, ég hef aldrei orðið jafn hræddur og ég var þegar mamma sá mig koma inn. Auðvitað faðmaði hún mig og kyssti en svo vildi hún vita hvað hefði komið fyrir. Og þegar maður er hræddur, þá lýgur maður. Svo ég bjó til lygasögu um að ég hefði verið í sakleysi mínu að labba hjá sundlauginni á staðnum, þegar einhverjir krakkar í tíunda bekk hefðu komið og hent mér oní laugina. Mamma varð alveg brjáluð og strunsaði út og stefndi í átt til laugar. Á meðan hjálpaði pabbi mér að skipta um föt og fara í sturtu og svona. Svo kom mamma heim eftir að hafa skammað einhverja saklausa krakka sem voru í sundi, en á leiðinni heim hafði hún hitt vin minn sem var með mér að labba hjá ánni (já, ég gleymdi að minnast á það, við vorum 2 og hundurinn). Þessi svokallaði vinur minn sagði henni sannleikann og mér var sagt að vera inní herbergi og hugsa minn gang þangað til næsta morgun. Ég fékk samt að koma fram þegar barnaefnið byrjaði.

fimmtudagur, október 23, 2003

já, ég hef einmitt verið að lesa blað um þátttakendur í fegurðasamkeppni Íslands 2002. Það kemur mér mjög mikið á óvart að þegar dömurnar eiga að lýsa draumaprinsinum, þá segir engin þeirra: "hár, slánalegur, ljóshærður með leiðindasveip, grannur og með bólur". Neinei, frekar vilja þær einhverja hávaxna, dökkhærða, herðabreiða og massaða gaura. Isss. Ég er því farinn að hallast að því að það sé satt sem þeir segja, að fegurðardrottningar stíga ekki beinlínis í vitið. Ég held að þær drepi bara sárasjaldan niður fæti þar!
ég er með skemmtilega kenningu um að allir í heiminum séu geðveikir nema ég. Ég byggi þessa kenningu á því að fólki virðist almennt ekki finnast ég fallegasti maður í heimi, ekki fyndnasti maður í heimi, ekki gáfaðasti maður í heimi, og svo framvegis. Þetta myndi hver heilvita maður skilja að er hið mesta rugl, og þar með er augljóst að allir í heiminum eru geðveikir nema ég. Þetta má vitaskuld líka sanna með p-forsendunni, en út í hana verður ekki farið hér að svo stöddu.

þriðjudagur, október 21, 2003

ég ætla að tala um gelgjuskap.
Katrín er gelgja. Hún er alveg svakaleg gelgja. Og þegar hún er að gelgjast þá talar hún iðulega við mig. Er ég þá ekki gelgja? laðast ekki gelgjur að gelgjum? en hvað er gelgja? getur einhver lesið þetta hratt tíu sinnum án þess að ruglast?
Allavega, þetta eru nú meiru leiðindasamtölin. Týpísk fyrir aumingja sem nenna ekki að gera neitt í sínum málum. Fólk sem er feitt en nennir ekki að hreyfa sig, heimskt en nennir ekki að læra, fátækt en nennir ekki að vinna. Ekki það að katrín sé endilega að glíma við öll þessi vandamál en ég vona að hún hætti þessu kjaftæði og fari að hegða sér skemmtilegar í nánustu framtíð. Því við vitum öll að katrín getur verið helvíti skemmtileg.
Jójó, jólalag!

já, jólin nálgast og ég held að málið sé að skella saman einu jólalagi. Þó ekki með einhverjum óld skúl hætti, heldur á framúrstefnulegan og alveg hreint magnað hátt. Málið er, að ég ætla að setja af stað svona jólalagsbloggkeðju, sem náttla segir sig sjálft hvað er. En til að skýra það þá virkar þetta þannig að ég myndi byrja með tvær línur á nýju jólalagi, og skora á einhvern (til dæmis Uglu) að koma með næstu tvær línur. Hún myndi þá skrifa línurnar fjórar á bloggið sitt, og skora á næsta bloggara að koma með tvær línur. Þegar við erum komin með kannski þrjú átta lína erindi, myndi ég fá ljóðið í heild sinni sent til mín á doktorsindri@hotmail.com, eða þá að það yrði copy/pasteað í komment hérna. Eeeeen, til að þetta geti orðið að veruleika þarf að vera eitthvað lag. Hvaða lag gæti það verið? Endilega kommentið ef ykkur dettur eitthvað í hug. Þyrfti helst að vera eitthvað lag sem allir þekkja.

mánudagur, október 20, 2003

fríið að klárast, og ég er ekki búinn að gera neitt af viti! ég hef ekki unnið neitt, ég hef ekki lært neitt, og ég hef ekki gert handtak á heimilinu (eða þeim hluta heimilisins sem er undir minni stjórn, sem oftast gengur undir nafninu "herbergið mitt").

Hættulega margir eru farnir að lesa bloggið mitt, sem ekki hafa lesið það hingað til. Því vil ég ítreka að þetta er ekki dagbók, heldur meira svona skáldsaga. Vitaskuld byggð lauslega á sönnum atburðum. Því skyldi ekki nokkur maður taka mark á þessum skrifum, og reyna út frá þeim að gera sér í hugarlund hvernig maður ég er. Það endar bara með ósköpum.

sunnudagur, október 19, 2003

já, það er löng helgi ennþá og ég er búinn að vera að skemmta mér ágætlega. Á föstudaginn fór ég á Hard Rock að horfa á íslenska Ædolið. Ég fór reyndar ekki einn, heldur hitti ég þar frítt föruneyti af borðinu mínu. Það var hörkugaman og gott að borða. Ég pantaði mér kjúklingaborgara og þóttist nú mundu verða saddur því það fylgdu franskar með og pastasalat. Neinei, svo kom maturinn og þá var "pastasalatið" svona þrjár skrúfur í krukku og ekkert annað. En borgarinn var góður, sjitt hvað hann var góður. Það var tilfinningaþrunginn stund þegar einn gaurinn (sem var á hækjum) gat ekki sungið lagið, og fór að gráta. Það mátti heyra saumnál detta á staðnum utan að nokkur tár féllu. Þá stóð ég upp og byrjaði að klappa hægt. Annar maður stóð upp og byrjaði að klappa með mér. Og þriðji, og fjórði, og svo kona, og önnur kona, og kokkurinn kom fram og klappaði, og þjónustustúlkurnar, og að lokum voru allir byrjaðir að klappa á fullu, og svo féll fólk í faðma og grét. Frábært stund.

Svo fórum við í keilu og niðrí bæ en ég komst hvergi inn því dyraverðirnir sögðu að ég væri ekki nógu gamall. Og það var þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mínar til að útskýra fyrir honum að ég hefði fæðst í asíu og að vegna tímamismunarins væri ég tæknilega 22 ára. Þannig að ég fór bara heim.

Svo kom náttla laugardagurinn eins og hans er vona og vísa. Og í kjölfar hans kom laugardagskvöldið, eins og við var að búast. Þá var ég drifinn með í partí gjörsamlega óviðbúinn og íklæddur þvottadagsboxerunum mínum (og náttla buxum og peysu). Það var ágætt í partíinu, hitti tvo þriðju af rapptríóinu Uranuz. Þær voru sprækar. Fræddu mig um það að 50 cent væri smámæltur af því að hann var skotinn í kinnina.
Úr partíinu lá leiðin niðrí bæ hvar við röltum um og fórum inná stað sem gengur undir nafninu ellefu. Ekki fannst mér nú mjög gaman þar. Fáránlega lítill staður.
En að allt öðru sem kemur gærkvöldinu ekkert við. Hvernig veit maður hvort maður er góður kyssari? ég meina, það er ekki eins og einhver stelpa myndi segja "þú ert frekar lélegur í að kyssa". Það kemur kannski fyrir að stelpa segi "þú ert góður í að kyssa", en þær kunna ekki við að móðga mann. Og er það ókurteisi að hætta að kyssa til að gá hvað klukkan sé? ég meina, ég er upptekinn maður.

Í dag líður mér ekki vel. Ég er með magapínu og er fáránlega þreyttur. Sem betur fer er ekki skóli fyrr en á þriðjudaginn.
vegna póst sem ég skrifaði á fimmtudaginn um kórinn og það að ég væri ekki í honum vil ég ítreka eitt. Ég KANN að syngja og er mjöööög góður söngvari. Ég syng bara ekki á almannafæri og með því er ég að lýsa megnri óánægju minni með það að það skuli ekki vera komið neitt almennilegt tónlistarhús á Íslandi. En út af þessum skoðunum mínum hefur mér ekki tekist að fá inngöngu í kórinn. Það var þá skoðanafrelsi!

föstudagur, október 17, 2003

haha, hversu oft hef ég ekki lent í svona í vinnunni?
Ert þú í líkamsrækt?

ahhh, gvöð hvað það er gott að sofa út (sagt með rödd tímons). Ég vaknaði um eittleytið og hugsaði, hvað á maður að gera í svona fríi? ég komst að þeirri niðurstöðu að á meðan ég hugsaði málið væri gott að sjóða sér pasta og horfa á pulp fiction. Þrátt fyrir mikið pastaát og tveggja tíma ræmu, þá er ég ekki búinn að komast að niðurstöðu. Jú, kannski ég noti fríið í að komast almennilega í gang í ræktinni.
Það er bara einhvern veginn ekki freistandi að fara þangað. Fullt af fúlu og illa lyktandi fólki að rembast við að verða eins og einhverjar plakatafyrirmyndir. Að vísu eru inná milli svona snillingar eins og ég sem mæta þrælhressir og kátir, og svo vel lyktandi að gellurnar hópast í kringum mann. Nei ok, maður verður náttla strax illa lyktandi, en ég reyni að vera hress allan tímann og gantast í fólki til að létta þetta. Til dæmis er gaman að koma aftan að fólki sem er í einhverju tæki, og halda lóðunum niðri, og þá verður það geðveikt hissa af því það heldur að það geti ekki lyft þessu. Svo það lækkar þyngdina á lóðunum, en ég geri þetta aftur og þá svona, horfir fólkið í kringum sig, og fer svo bara úr tækinu nema að ég láti það vita....
Svo hleyp ég stundum svona eins og Phoebe í Friends þegar ég er á hlaupabrettinu. Það vekur jafnan kátínu viðstaddra.
En alla vega, ef þú lesandi góður stundar ræktina, þá mæli ég með að þú prófir stöku sinnum að slá á bakið á fólki og hressa það við. Ef allir gera þetta verður ræktin örugglega mun meira spennandi og skemmtileg. Já, ég held að ég bíði með að fara í ræktina þangað til að þetta gerist...

fimmtudagur, október 16, 2003

ok, það er einhver gaur sem leigir herbergi niðrí kjallara hérna í blokkinni. Hann var að hlusta á Marilyn Manson í botni áðan og syngja með... frekar sorglegur gaur. Spurning um að fara að blogga eða eitthvað kúl.
Já, massaði valið í gær. Það var alveg eins og ég planaði, og svo setti ég dan303, stæ363 og efn303 í vara... og þetta leggst bara vel í mig.

Af hverju er ekki neinn kór í skólanum fyrir fólk sem kann ekki að syngja en vill samt fara í kórpartí? Og af hverju er ég aldrei boðinn í leiklistarpartí? þó ég hafi reyndar ekki mætt í neinn leiklistartíma og sé tæknilega séð ekki skráður í leiklist, finnst mér nú samt óþarfi að sniðganga mig alveg. Mig langar að prófa að fara í þessi partí og gá hvort að þau eru virkilega góð eða hvort að fólk er bara að ljúga til að gera aðra öfundsjúka...
jæja, það var bolti í kvöld eins og önnur miðvikudagskvöld. Við erum sem sagt að leika okkur um 16 strákar og ætlum að vera með utandeildarlið næsta sumar. Ég veit samt ekki hvaða gæðastimpill verður á því en það verður pottþétt ógeðslega gaman.
Mitt lið vann þetta og við erum að tala um þvílíka endaþarmsþjöppun. Nei, reyndar kannski ekki, þetta var tæpt, endaði 7-6. Helvíti gott samt hjá okkur því fyrir fram var búist við að við myndum skíttapa. Vonandi að maður nái að spila almennilega á næstunni, hef ekkert verið að gera nógu góða hluti því ég er eikkvað meiddur eftir fyrstu æfinguna (og svo er táin mín blá og marin eftir þessa).

miðvikudagur, október 15, 2003

ég ætla að vera með bloggverðlaun fyrir árið 2003 og verða þau veitt þann 19. desember ef allt stenst áætlun. Þeir sem eru með góða hugmynd að því hvað verðlaunin geta heitið (Oscar og Edda er upptekið), vinsamlegast kommentið. Og þeir sem ætla að vinna verðlaun; nú fer hver að verða síðastur.
ég var að skoða gamla bloggið mitt. Alveg fáránlega fyndnar pælingar oft á tíðum hjá mér þarna áður fyrr. Alla vega finnst mér það, kannski af því að ég er með svipaðan húmor og ég sjálfur. Alla vega er þetta ein pælingin:
hver ætli sé andstaðan við pick-up línu? þú veist, svona lína sem maður notar til að losna við stelpur... til dæmis; "það er ekki nægur bjór í heiminum"... nei, barað pæla

þriðjudagur, október 14, 2003

djöfull er ég að digga kaupás núna maður. Sjitt, þetta fyrirtæki sem ég hataði svo mikið þegar ég fékk ekki kauphækkunina (sem var búið að lofa mér, tvisvar!), finnst mér núna vera bara helvíti magnað. Ekki síst fyrir þær sakir að núna hafa þeir séð sér fært að setja upp sjónvarp í búðinni til að hægt sé að sýna frá íþróttaviðburðum sem svo oft eiga sér stað á opnunartíma. Því vil ég hér með biðja Kaupás afsökunar á framferði mínu síðastliðið sumar sem einkenndist af gelgjutengdum stælum, þó vissulega hafi verið ástæða fyrir þeim. Sem betur fer hefur meginþorri þessa tíu manns sem lesa bloggið mitt að jafnaði, vit á því að taka ekki allt alvarlega sem ég segi, nema síður sé.

mánudagur, október 13, 2003

já, greinilegt að ugla hefur tapað skáldagáfunni eða eikkvað, alla vega hafði hún lítið til málanna að leggja.
Á þessu bloggi, á sér stað eitthvert skæðasta, tja, bloggstríð, eða bloggstyrjöld (eins og sumir hafa kosið að kalla þetta) sem ég hef orðið vitni að. Báðir þykja mér þessir menn standa illa að málum. Bragi (sá sem er með þetta blogg) samdi níðvísu til handa Guðmundar sem var fáránlega ódýrt kveðinn og líklega til þess eins gerð að vera með móral eða rembast við að vera fyndinn. Hið fyrra tókst, seinna ekki.
Guðmundur brást, eins og við var að búast, hinn versti við. Hins vegar fannst mér hann ekki gera rétta hluti. Hann hótaði að kæra Braga fyrir fávitaskapinn, í stað þess sem hefði komið betur út, að láta kyrrt liggja (sem ég skil alveg að ekki allir geti) eða bomba á Braga betri vísu (sem hefði verið frekar auðvelt held ég). Rifrildi þeirra hefur stigmagnast og minnir um margt á félaga mína tvo sem fóru í slag útaf skák, hvorgi þeirra vill undan láta heldur frekar gera lýðnum ljóst að þeir séu hertir þorskhausar.
En ég meina, hvað veit ég? ég þekki örugglega ekki alla málavöxtu hvort eð er. Hins vegar er ég spenntur að vita hvernig þetta endar allt saman. Ég veit hvernig málin yrðu útkljáð hérna í gettóinu...
Gestabloggarinn að þessu sinni er ekki duglegur bloggari, en þá er hún bloggar, þá er það helvíti gott sjitt. Orð upp fyrir UGLU EGILS:

Ég vil hér með þessari færslu biðjast afsökunar á að hafa sært viðkvæma sál Herkúlesar með ófögrum orðum. Ég vil taka það fram að það var ekkert illa meint, mér þykir Sindri einstaklega hæverskur og fallegur drengur sem á allt gott skilið. Ég vil líka nota tækifærið og þakka honum fyrir að hjálpa mér með mína yfirmáta fínu bloggsíðu.

Einnig vil ég biðja hann vinsamlegast um að nota ekki aðstöðu sína sem handhafa lykilorðsins míns að mikilvægum gögnum til þess að skemmileggja ýmislegt.

addaði link á Pétur sem kennir sig við beikon (ekki veit ég hvers vegna...). Þetta er helvíti gott blogg og mæli með að fólk kíki á þetta.
Góða kvöldið.
Í dag vaknaði ég hress í bragði og burstaði í mér tennurnar og fékk mér hollan og staðgóðan morgunverð. Að því loknu fór ég og vann launalaust við að hjálpa fólki að velja sér skó, hvattur af hugsjóninni einni saman. Eftir það fór ég og gaf allan minn veraldlega auð til handa fólks sem minna má sín í þessum blessaða heimi. Síðla dags var ég svo með mótmælagöngu í sitaganginum í blokkinni, til að mótmæla kynjabundnum launamun sem er enn við lýði þó að svo virðist sem ráðamenn þjóðarinnar séu ekki búnir að gera sér nægilega vel grein fyrir því. Einnig velti ég upp þeirri spurningu hví í ósköpunum litum væri ennþá skipt upp í stelpu og strákaliti, nú þegar komið er á 21. öldina. Eftir að hafa bloggað hyggst ég svo fara í sturtu, kyssa foreldra mína góða nótt, fara með faðirvorið og sofa rótt.

Nei, reyndar ekki. Í dag fór ég bara í vinnuna og gerði heimadæmi í eðlisfræði. Ekki mjög spennandi kann einhverjum að þykja, en góð eðlisfræðidæmi eru náttla engu lík. Partíið í gær var sum sé nokkuð gott, þó það hafi endað á sviplegan hátt. Ég reyndi að gera löggumönnunum ljóst, að með því að leysa upp partíið væru þeir hugsanlega að eyðileggja fyrir mér ástarsamband sem hefði endst að eilífu. Hver veit hvað koss í partíi getur leitt af sér (ekki að ég hafi kysst einhverja, það hefði samt getað gerst)? Ég mætti litlum skilningi. Einnig týndi ég bjór. Þetta eru megin ástæður þess að ég var mjög bitur þegar ég kom heim í gærkvöldi, og skrifaði síðasta póst.

sunnudagur, október 12, 2003

ég er svoooo reiður
arrrgh
ég var í partíi en neinei, þá komu bara einhverjar asnalegar löggur og sögðu að partíið væri búið og að allir ættu að fara. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mínar til að útskýra fyrir þeim að í raun væri partíið rétt að byrja, var öllum komið út. Jæja ok, var náttla frekar pirraður yfir þessu en fokkit, ætlaði bara í annað partí. Fór inn og náði í bjórinn minn en neinei, þá var einhver fokkin fokker búinn að taka bjórinn minn (alveg 2 dósir). Það á náttla bara að hengja svona fáránlegt lið! Á þessari stundu var ég orðinn svo reiður að ég hefði getað gert eitthvað sem ég sæi eftir núna. En ég er skynsamari en svo. Fór eikkvað niðrí bæ í þetta partí en það var bara leim ass og var að hætta þannig að ég bara drullaðist heim í tölvuna. En sem sagt, fjórar góðar og gildar ástæður fyrir að vera moðerfokkin brjálaður núna:
1)ég tapaði bjór
2)Ísland tapaði fyrir þjóðverjum
3)löggan drap stemmninguna
4)ég tapaði bjór
Djöfull voru íslendingar annars nálægt því að komast áfram. Ég er að segja ykkur það að ef að markið hjá hemma hefði ekki verið dæmt af, þá væru íslendingar búnir að tryggja sig á EM.
Arrrgh!
Það á að fara að koma sjónvarp í vinnuna, sem þýðir að ég mun geta horft á EM næsta sumar þótt ég sé að vinna! Jeij! Ok krakkar, ég vil bara segja eitt að lokum. Stay cool, drop out of school, yeah, stop learning and stay stupid fool...

laugardagur, október 11, 2003

Það eru væntanlega margir að spá hvernig Dr. Sindri stingur uppá að félagar hans Logi og Ásgeir, stilli landsliðinu upp á morgun gegn hinu sterka liði Þjóðverja. Liðið er þannig skipað:

                          Árni Gautur Arason (GK)

Ólafur Örn(DC) - Hermann Hreiðars(DC) - Indriði Sigurðsson(DC)

Þórður(MR) - Bjarni(MC) - Brynjar(MC) - Rúnar(MC) - Arnar Þ.(ML)

                       Eiður Smári(SC) - Veigar Páll (SC)

Annars er hópurinn svona:
Birkir Kristinsson
Árni Gautur Arason
Rúnar Kristinsson
Arnar Grétarsson
Hermann Hreiðarsson
Helgi Sigurðsson
Þórður Guðjónsson
Ríkharður Daðason
Brynjar Björn Gunnarsson
Arnar Þór Viðarsson
Pétur Hafliði Marteinsson
Eiður Smári Guðjohnsen
Ólafur Örn Bjarnason
Indriði Sigurðsson
Bjarni Guðjónsson
Marel Baldvinsson
Ívar Ingimarsson
Hjálmar Jónsson
Veigar Páll Gunnarsson
Kristján Örn Sigurðsson

Þannig að það er nú úr minna að moða en alla vega síðast. Dugnaðarforkarnir Jói Kalli og Heiðar Helgu eru meiddir eða eikkvað bed sjitt. Hvet alla til að horfa á leikinn og þeir sem gleymdu að borga afnotagjöldin geta komið og horft á leikinn í Intersport og verður boðið uppá bjór og snakk meðan birgðir endast.
jæja, það kemur alltaf sá tími á hverri önn, að maður þarf að fara að pæla í næstu önn (alla vega eins og systemið er í MH, ekki veit ég hvort það er öðruvísi í einhverjum ömurlegum bekkjarkerfisskólum). Það er ég einmitt búinn að vera að gera síðasta kortérið. Niðurstaðan er eftirfarandi:

íslenska 403:
jájá, algjört möst þar sem þetta er inní kjarna hjá mér. Áfanginn er örugglega líka alveg ágætur eins og íslenskuáfangar eru. Snýst aðallega um að lesa einhverjar bókmenntir frá því um 1500 til 1900. Það hljómar fínt.

eðlisfræði 203:
eðlisfræði 103 er bara svo heví þægilegur áfangi að ég ætla að halda áfram. Kemur sér líka vel fyrir verkfræðinám ef ég dett niðrá það. Vonandi fæ ég jesús sem kennara aftur, hann er góður á því.

íslenska 3T3:
ætlaði nú ekkert að fara í þennan áfanga, en eftir að hafa fokkað upp fyrirlestrinum um njálu ásamt félaga mínum honum Þóri, var lítið mál fyrir að hann að sannfæra mig um að velja þetta. Áfanginn snýst sem sagt um að læra að tala fyrir framan áhorfendur, hvort sem er í fjölmiðlum eða á fyrirlestri. Kemur sér vel fyrir íþróttafréttamanninn.

efnafræði 313:
æjji, ég er nú helvíti efins með þennan. Gengur nú ekkert allt of vel með 203. Ég ætla samt að tékk á honum, kannski á þetta vel við mig; lífefnafræðingur!

félagsfræði 103:
skylduáfangi. Skemmtileg tilbreyting frá því að svitna yfir eðlisfræðiformúlum og efnafræðijöfnum. Var að pæla í að hafa jarðfræði, en ég ætla að láta hana bíða betri tíma (eða bara þangað til að sá áfangi hverfur úr námsskránni).

stærðfræði 703:
eins og máltækið segir; "fátækleg er önnin ef engin er stærðfræðin". Á maður ekki að halda sig við eitthvað sem maður er góður í? Svo er líka svo gaman í stærðfræði 603, allir svo voða hressir og kátir alltaf (svoldið pirrandi til lengdar reyndar).

Já, þetta lýtur út fyrir að verða bara helvíti skemmtileg önn. Íslenska og félagsfræði er eitthvað sem hægt er að redda alltaf á síðustu stundu, stærðfræði er létt, og efnafræði og eðlisfræði fá þá bara þann tíma sem ég nenni að eyða í heimanám. Ef einhver heví skemmtilegur veit um einhvern möst áfanga fyrir mig, þá vinsamlegast kommentaðu.
Svo vil ég biðja allar sætu busastelpurnar um að velja félagsfræðiáfangann, og hressa fólkið í stæ603 að velja sjöhundruð. Einnig vil ég biðja Atla Bolla vinsamlegast um að velja efnafræði 313, til að gera hana léttbærari.

fimmtudagur, október 09, 2003

nú er mér hætt að lýtast á blikuna.... ég er ekki enn búinn að bæta við texta um beyglurnar í njálu:s
þetta verður eikkvað skrautlegt, mér finnst við bara ekki fá nógu mikinn tíma til að gera þetta, ekkert tillit tekið til þess að maður þarf að blogga og fara í fótbolta og í ræktina og í vinnuna og svoleiðis.
ég á að vera með fyrirlestur um "kvenmenn í Njálu", í íslensku á morgun, ásamt félaga mínum. Djöfull leggst það ömurlega í mig maður. Við erum komnir með texta sem dugar kannski í svona 1 til 2 mínútur. Fyrirlesturinn á hins vegar að vera kortér. Svo bætir ekki úr skák að allir fyrirlestrarnir sem voru í gær voru brjálað góðir. Þetta reddast samt kannski.

Af hverju þýðir "undir eins", "núna strax"? Það bara meikar ekki sens. Getiði komið með einhverjar líklegar skýringar krakkar?
meiddur!
týpískt...

miðvikudagur, október 08, 2003

já, nú get ég gert það hvar sem er eins og skáldið orðaði það. Ég er að tala um þráðlaust internet krakkar mínir. Það er aðalástæðan fyrir bloggleysi síðustu daga, það var verið að setja þetta upp fyrir okkur. En nú er ég farinn í fótbolta og blogga meira í kvöld. Hver veit nema ég bloggi kannski bara í bílnum á leiðinni. En til þess þyrfti ég að fá lánaða þessa fartölvu sem er í eigu systur minnar (líkt og það sé að fara að gerast...).

Fékk 6,1 í efnafræðiprófinu. Lægsta einkunn sem ég hefi fengið held ég barasta. Var með 2 stigum færra en Atli og 9 undir Stíg, þannig að þetta er ekkert til að skammast sín fyrir. Greinilega bara slatti erfitt námsefni. Ég er líka svo slappur í að taka eftir í tímum (sérstaklega þar sem kennarinn talar svoldið út og suður), en stór hluti prófsins var efni sem við höfðum farið í í tímum, en var ekki sagt frá í bókinni (mórall).

mánudagur, október 06, 2003

einhvern veginn fórst fyrir mér að læra allt þetta sem ég ætlaði að læra um helgina. Þess í stað var ég að vinna á föstudag, laugardag og sunnudag. Ég lærði samt fyrir efnafræðiprófið en beilaði á öðru.

Finnst ykkur ekki pirrandi þegar svona celebs eru að sleppa því að blogga og gefa bara skít í aðdáendur sína? Ótrúlega eitthvað "úúúú, ég er svo fræg að ég hef ekki tíma til að blogga".

Dánarfregnir og jarðarfarir. Þvílík sorg. Ég er að vinna næstu helgi og viti menn, þá er akkúrat einn sá mikilvægasti landsleikur sem íslenskt landslið hefur spilað! Djöfuls bömmer. Held samt að ég geti reddað þessu. Þannig er nefnilega að Logi Ólafs (landsliðsþjálfari) er íþróttakennarinn minn þannig að ég get örugglega dobblað hann til að láta fresta leiknum.

föstudagur, október 03, 2003

Hvað segir þú í dag, Hlöðver grís? ojnk ojnk ojnk....

spurning um að hafa oftar svona gestabloggara. Ef ykkur dauðlangar að vera næsti þá er mailið mitt doktorsindri@hotmail.com. Annars er helgin að skella á og sýnist mér hún muni að megninu til fara í lærdóm, því besti en jafnframt versti (og reyndar eini) efnafræðikennari sem ég hef haft, ákvað að leggja fyrir okkur próf á næsta mánudag. Svo ákvað geimveran sem kennir mér stærðfræði að hafa heimadæmi líka. Og líffræðikennarinn lét ekki sitt eftir liggja og bombaði á okkur einhverju heimaverkefni um blóðvökva (plasma, anyone?). Eðlisfræðikennarinn var alveg slakur en skellti samt á okkur nokkrum dæmum. Og hvað? voru þá bara allir kennararnir að setja mér fyrir? neeeei, því hinn snyrtilegi Ásgrímur (íslenskukennari) var veikur í dag þannig að haha, ég þarf ekkert að læra í íslensku...

Lyfti mér samt líklega upp eitthvað, til dæmis eru gúdd sjitt tónleikar í norðurkjallara í kvöld og gott partí á eftir. Held ég hafi samt lofað að passa, en það kemur í ljós. En þetta er ég sem sagt að fara að læra um:
Tvinntölur og tímaeiningu,
tvídiffraða hringgeira,
ljóshraða og litrófsgreiningu,
líffræði og fleira

fimmtudagur, október 02, 2003

Hver hefur ekki velt vöngum yfir hvað varð að hinum margrómaða og hæfileikaríka bloggara:

Katrínu?!

Ég, herkúles hinn sterki mun lyfta hulunni af þessu ótrúlega og dularfulla hvarfi slíkrar hæfileikamanneskju. Því að gestabloggari dagsins er engin önnur en..... (trommusláttur)

KATRÍN (gefum henni orðið):

Halló halló kæru aðdáendur. Ég er ennþá sprelllifandi og blogg mitt mun koma í ljós von bráðar. En ég verð að fara og vil enda þennan pistil með því að svara spurningu Herkúlesar. Þú ert á lausu því að þú ert karlmennskufífl og hrokinn lekur af þér eins og hunang af býflugu! Helvítis andskotans svín!

Takk fyrir....


to be continued....
Ég hef komist að því að bridge er ekki íþrótt. Ég viðurkenni óhikað að ég var að spila bridge núna áðan, ásamt fleiri framhaldsskólakrökkum. Ég segi að bridge sé ekki íþrótt, því ég og félagi minn vorum neðstir, og eins og allir vita eru strákar betri en stelpur í íþróttum. Þetta er bara einföld rökfræði. Af hverju er ég á lausu?

Annars veit ég ekki hversu vel ég á heima á þessum bridgekvöldum. Flestir eru að vísu frekar eðlilegir (og ég held að ég sé í þeim hópi), en svo er þarna fólk sem er svo stórskrýtið að það er alveg stórskrítið. Til dæmis er þarna grunnskólastrákur með blátt hár, og hann er virkilega krípí. Hann segir alltaf tóma steypu og horfir á mann eins og hann sé að íhuga hvernig sé best að matreiða mann. Svo eru þarna virkir og óvirkir alkar, verslónemar og fleira skrítið fólk.
Svo eru bridgekvöldin oft á sama tíma og meistaradeildin. Það er náttúrulega þvílík vitfirra og hálfvitaskapur. Sá til dæmis ekki Stuttgart-Man.Utd. útaf þessu:(