Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

miðvikudagur, desember 31, 2003

Móóóóóralll

ég var að lesa bloggið hennar Dísu og sá að hún var að telja upp gjafirnar sínar, og hún sagðist hafa fengið tvo diska... annar þeirra var Nýtt upphaf (hvað er nú það?) og hinn var Halldór Laxness...
Here´s the thing, ég keypti geisladisk handa vini mínum og handa Dísu og ruglaði þeim sem sagt saman eftir að ég var búinn að pakka þeim inn. Ég meira að segja hló þegar einhver skækjan í vinnunni var að spurja hvort ég væri nokkuð að rugla þeim saman. Vinur minn fékk Muse sem er sosum allt í lagi, en ég stórefast um að Dísa fíli Mínus neitt sérstaklega. Þetta átti líka að vera geðveikt sniðugt því ég veit að Dísu fannst frekar gaman á tónleikunum hjá þeim. Eins og ég segi; mórall.

þriðjudagur, desember 30, 2003

sjitt, bíllinn hennar jennu til sölu! en ég var of seinn...

og já, fannst ykkur ekkert athugavert við þennan póst? ég gleymdi nebbla að linka á bloggið sem ég var að tala um... en mér finnst sem sagt þetta hér blogg vera frekar fyndið, eða allavega fyrstu póstarnir.

sunnudagur, desember 28, 2003

Töff ökumaður

Ég hef verið að velta fyrir mér möguleikum mínum til að vera meira kúl þegar ég er að keyra.
1. Skipta út volvonum fyrir gamlan benz.
2. Hafa alltaf bara eina hönd á stýri og láta samt olnbogann á henni vera í glugganum, þó það sé kalt.
3. Vera með CD-player og fullt aftursæti af hátölurum og mögnurum.
4. Sólgleraugu og topplúgu, skítt með það að við búum á Íslandi.
5. Ekki gefa stefnuljós undir neinum kringumstæðum, það er bara merki um að maður sé óöruggur bílstjóri.
6. Vera skítsama um aðra ökumenn og hámarkshraða.
7. Komast uppí hundraðið á sem skemstum tíma, og skipta um gír geðveikt harkalega.
8. Stilla sætið þannig að það er eins og maður sé að horfa á sjónvarpið í Leisíbojnum heima.
9. Ilmspjald með nakinni konu á mótorhjóli.
10. Bara félaga og kynþokkafullar stelpur sem farþega, ekkert gamalt fólk.
11. Og vitaskuld aldrei að nota öryggisbelti.
í skammdeginu hér á norðurhjara veraldar

já, þið hélduð kannski að ég væri bara hættur en það er nú ekki svo.
Ég hef eytt síðustu dögum í að éta og horfa á sjónvarpið, tjilla í tölvunni og hitta ættingja. Það þykir mér þægilegt. Munaði minnstu að ég gerði eitthvað í gær, eins og að fara í afmæli eða pool, en ekkert varð úr því. Ég horfði á báða United-leikina og voru þeir hin besta skemmtun. Gaman að sjá byrjunina á Everton-Man.Utd. þegar að Butt tók skot frá miðjunni eftir tveggja sekúndna leik sem fór rétt yfir. Meira að segja Alex Ferguson hló, og það telst sko til tíðinda (fyrir ykkur sem fylgist ekki með fótbolta þá eru það svona álíka mikil tíðindi og að Davíð Oddsson komi útúr skápnum, eða allavega mikil tíðindi).

Áðurnefnt afmæli var tvítugsafmæli hjá systur minni og söndru. Þess vegna voru foreldrar mínir boðnir og ég skutlaði þeim og náði í þau. Þegar ég kom að ná í þau sá ég svoldið fyndið. Nefnilega einhverfan vin minn hann Andra Frey Hill, reyna að kyssa Uglu nokkra Egilsdóttur. Þvílíkur höstler; "neinei, bara svona vinakoss... svona, opnaðu nú munninn..." Þetta var svooo fyndið og krúttlegt (er gay að segja "krúttlegt"? ég tek ekki sénsinn á því aftur).

miðvikudagur, desember 24, 2003

uuu, já, og gleðileg jól allir mínir kæru lesendur. Hafið það gott yfir hátíðirnar og reynið að finna jólaandann í ykkur. Ef þið finnið hann ekki má alltaf grípa til vínandans.

Þorláksmessukvót: "og af því að við Megas fengum okkur sitt hvorn hálfan líter af kók í dag, þá viljum við bara segja Merry Christmas" Svo mælti syngjandi hluti Súkkats, á tónleikum Megasukk.
Við pabbi lágum í hláturskasti þegar við heyrðum þetta, og svo ákvað pabbi að reyna að hella smá vatni í jólatrésfótinn, en það gekk ekki því hann var búinn að fá sér aðeins í fótinn. Hahahahahahaha.
það eru að koma jól

jújú, eins og skáldið sagði. Fatta annars ekki alveg málið með þessa Þorláksmessu. Ég sé nákvæmlega enga ástæðu til að hafa þennan dag eitthvað hátíðlegan, en kvarta ekki því hann er jú betur borgaður í vinnunni. Af hverju er hann eitthvað merkilegri en aðrir dagar? Jú, það er náttla eitt við hann að hann er dagurinn fyrir aðfangadag, en ég sé samt enga ástæðu til að halda hann hátíðlegan.
Í vinnunni í dag fékk ég að kyssa allar stelpurnar undir því yfirskini að ég þyrfti að óska þeim gleðilegra jóla. Smooth. Svo gerðum við geeeeðveikt fyndið...
Þannig er að við Elli fengum þá hugmynd að gefa kvenkyns yfirmanni okkar jólagjöf, til að sleikja hana upp. Reyndar var það Elli sem kom með þessa hugmynd. Og þá datt mér í hug að gefa henni, dadara, leðursvipu, því það er fáránlega fyndið. Og við spurðum Einar Thor hvort hann vildi vera með og hann bara; "jájá, ég hringi bara í vin minn, hann á svona búð..." Þannig að allir slógu bara í púkk, hann fór og keypti þetta, pökkuðum þessu inn og gáfum stjóranum. Hugsa sér, að gefa yfirmanninum leðursvipu í jólagjöf, það er nú fyndið finnst mér.

mánudagur, desember 22, 2003

jólarassmök

Ég bara hef ekki sjálfsagann í að halda kjafti og sleppa öllum skrifum þegar ég hef ekkert merkilegt að segja. Þess vegna kemur nú þessi póstur (eins og svo margir aðrir).
Djöfull þoli ég ekki langa skrats-kafla í rapplögum, þar sem að dídjei-inn tekur eitthvað sóló. Það er bara tímasóun fyrir hlustendur og flytjendur finnst mér.
Akkúrat þegar maður heldur að vinnan geti ekki orðið leiðinlegri, þá byrjar Elli Johnson að vinna og allt breytist til hins betra. Sá gaur er frekar fyndinn.
Í dag komu mæðgur (fertug móðir og 6 ára stelpa (eða eitthvað, what ever)) að versla og stelpan var eitthvað svona að syngja; "bráðum koma blessuð jólin", og mamman botnaði eitthvað á þessa leið; "og þá er búinn skólinn" og svo sagði stelpan bara "drjólinn". Það fannst mér fáránlega fyndið.

Þar sem ég er með eindæmum rómantískur maður (og handlaginn og góður kokkur og tillitssamur og traustur) fór ég á Love Actually í gær. Einn. Neinei, ég fór með kærri (og málglaðri) vinkonu minni henni Magneu, og Stebba vini okkar frá Akureyri. Myndin varð nú aðallega fyrir valinu vegna þess að þetta var eina myndin sem var sýnd eftir hálfellefu. Breytir því ekki að hún var bara slatti góð og fín til að komast í jólaskap (nema náttla fyrir þá sem eru of töff til að komast í jólaskap, þetta er engin kraftaverkamynd). Djöfull finnst mér Hugh Grant fyndinn. Einnig finnst mér "nýgifta konan" (veit ekki hvað hún heitir) vera alveg fáránlega flott og ég stórefast um að hún sé Breti.

laugardagur, desember 20, 2003

þið kommentið ekkert á einkunnirnar mínar. Kannski hafa bara allir miss allt álit á mér og fussa nú og sveia yfir því að mér skuli detta í hug að hafa "doktor" inní bloggslóðinni minni. Og kannski er öllum bara nett sama og vilja heyra fylleríssögur eða eitthvað skemmtilegt sem hefur drifið á, tja, daginn sem er liðinn síðan ég bloggaði síðast.

Ég var í engum stemmara á þessu balli á miðvikudaginn sem er leiðindamál. Reyndar er ég voðalega slappur þessa dagana enda vinnandi slatti mikið. Ekkert jólaskap heldur, þó kominn sé 20.desember. Ég veit ekki hvað málið er, kannski hefur Smáralindin þessi leiðindaáhrif.
Og yfir í skemmtilegheit, já, smá svona good cop/bad cop fílingur. Ef þið skiljið hvað ég á við.
Nei, mér dettur ekkert skemmtilegt í hug. Ég fékk óvæntan glaðning samt í vinnunni í dag, eiginhandaráritun frá Sveppa og Audda. Það var nú gaman. Ekki veit ég hver var svona góður að plögga þessu, en við Anna vorum þau einu sem fengum svona. Allt hið dularfyllsta mál. En ég er farinn að sofa, vinna frá 10-20 á morgun og 10-22 á sunnudag. Úff púff.

föstudagur, desember 19, 2003

uuuu, já, ég náði í einkunnirnar fyrir þessa haustönn í dag. Þær voru svona, en hafið í huga að einkunnir eru nú bara einhver óskilgreindur kvarði á hversu auðvelt þú átt með að læra bækur utan að og hve góður þú ert í að sleikja upp kenarann.

Efn203: fyrsti áfanginn sem hefur hvarflað að mér að ég myndi falla í. Ég fékk 8 og er ánægður.

Eðl103: fokkin 9 sem er svoldið undir mínum væntingum. Kom í ljós að ég gerði einhverjar asnavillur á prófinu, en ég meina, skítur gerist.

Stæ603: massaði 8 þarna sem hlýtur að teljast jákvætt.

Ísl303: mikil vonbrigði að fá 8 þarna (já, ég hef metnað). Aðallega af því að ég fékk 8,7 á lokaprófinu. Sem sagt lækkað kennaraeinkunnin mig, svo að ég reifst og skammaðist í Ásgrími íslenskukennara sem undir lokin virtist vera að taka sönsum. En svo hitti ég hann á ballinu og mér finnst eins og hann hafi sagt að það hefði ekki verið hægt að hækka mig. Ég lamdi hann... næstum. Mórall.

Líf103: líka vonbrigði með 8 þarna. Skoðaði prófið og var heildareinkunnin mín 8,4+. En Vala var ekkert á því að breyta þessu, það finnst mér nú brútal. Svona harka er held ég bara einkennandi fyrir fangaverði, ekki líffræðikennara.

Spæ313: fyrsta 7an mín í MH. Hvort eð er bara skítaáfangi með skítakennara. Já, ég segi það blákalt!

Svo var líkamsræktin náttla 10 enda Logi Ólafs gæðablóð með meiru.
Við erum að tala um meðaleinkunn uppá 8 sem er slappt hjá mér og ég veit það.
Ég var að pæla að skrifa eitthvað um ballið en ég geri það kannski frekar á morgun, mér verður alveg óglatt við tilhugsunina.
já, þetta MH/Versló jólaball, don´t get me started. Takk fyrir það. Og að öðru. Gellan í Sock Shop virðist ekki hafa tekið eftir hinu hrikalega kalda veðri sem ríkir í höfðuborginni, og mætir hiklaust í pilsi í vinnuna. Eða þá að hún hefur bara ákveðið að gefa skít í veðrið, og þá er þessi klæðaburður mjög hentugur.

P.S. þetta er geðveikt fyndinn brandari, ef þú hlóst ekki lestu þá yfir þetta aftur og ef þú bara hreinlega nærð þessu ekki eða finnst þetta ekki fyndið vil ég spurja; "hvað er málið?"

miðvikudagur, desember 17, 2003

Upp um pilsið

Úff, ég get dáið hamingjusamur núna. Þannig er mál með vexti að Sock shop og intersport eru með sameiginlegan lagergang í smáralindinni og ég fór fram, eftir kærkomnar ábendingar Signýjar, og sá gellu í stuttu pilsi, tja, vera að beygja sig fram. Það var nú hressandi. Kannski ýkjur að ég geti dáið hamingjusamur, en samt gaman.
Íslensk glæpamynd?

ég var að glugga í fréttablað gærdagsins og fór að pæla; af hverju segjum við "glugga í". Neinei, ég fór í miklum mun skemmtilegri pælingar, eða alla vega meira spennandi. Því ég rakst á litla klausu um að leikstjórinn Eli Roth hefði verið hér á landi í tilefni frumsýningar hrillingsmyndarinnar Cabin Fever. Þá var einnig mynd af honum uppvið Búnaðarbankann í Skógum (þar sem ég átti heima krakkar!) og undir stóð eitthvað á þessa leið; "spilar Búnaðarbankinn í Skógum hlutverk í næstu mynd Eli Roth".
Og þetta þótti mér djöfulli sniðugt því hluta af þeim endalausa tíma sem ég hafði til að hugsa á þessum afskekta stað, þá datt mér í hug að gera bíómynd þar sem að íslenskir krimmar rændu búnaðarbankann í skógum (dísös, köllum hann bara BS). Á einhverju Nóa albinóa tímabili var ég að vísu að hugsa um að gera þetta sjálfur, en það er önnur saga. Svo útfærði ég hugmyndina smám saman og á endanum var ég eila kominn með söguþráð.
Ok, myndin byrjar á því að það er einn góður gaur (og geðveikt klár) sem er orðinn of háður einhverjum svona fíkniefnum og tekur þess vegna dópið sem hann átti að selja og notar sjálfur. Dílerinn hans verður alveg fjúríus og hótar að drepa hundinn hans (en þeir eru alveg heeeeví góðir félagar, og það mun koma fram í byrjun myndarinnar) ef hann komi ekki með pening á næstu 3 dögum. Þá eru góð ráð dýr en hann fær heimskan félaga sinn (sem á að bjarga myndinni með því að vera heví fyndinn) til að koma með sér í rúnt um landið þar sem þeir ræna hvern sveitabankann á fætur öðrum (þegar það eru engir viðskiptavinir, sem sagt næstum alltaf). Þeir gera þetta mjög snilldarlega, binda starfsfólkið saman og loka inní kompu og setja skilti á hurðina sem segir "lokað í dag". Svo rúnta þeir bara og ræna og eru komnir með feita fjárhæð, en spennan magnast því það er alltaf svona innskot í bankana sem þeir hafa rænt og sýnt hvernig gjaldkerunum gengur að losna (og til dæmis gæti einn gjaldkerinn verið giftur og makinn verið farinn að undrast um hann). Svo á ég eftir að fullkomna endinn en annað hvort taka þeir hundinn og fljúga eikkvað burt, eða koma að hundinum dauðum og gaurinn tekur kast og fer í smáralindina með vélbyssu og drepur allt og alla sem hann sér, og er í kjölfarið úrskurðaður geðveikur.
Ég er búinn að skemmta mér alveg helvíti vel við að lesa þetta hérna blogg! Í alvörunni, ef þið hafið gaman að fyndni, tékkið á þessu.

P.S. Þessi póstur var skrifaður með stórum stöfum þar sem við átti.

þriðjudagur, desember 16, 2003

uppstokkun linkalistans er lokið.
ég vandaði mig frekar lítið þar sem ég er að fara að sofa, en ég held samt að þetta sé eins og ég vil hafa það. Pælingin er að hafa alltaf einn nýliða í kannski svona hverjum mánuði sem svo færi á listann ef hann væri góður. En nú er ég að pæla, er þetta ekki helvíti plebbalegt? Jú, þetta er plebbalegt, en testum þetta. Haha, nú er ég búinn að segja að þetta sé plebbalegt þannig að það getur ekkert fíbbl farið að segja það í kommentakerfið... Djöfull var þetta 8-mile style. Já og ég er eila að stela hugmyndinni hennar Söndru með besta blogginu, en ég mun þannig endurnýja það sirka mánaðarlega ef þörf er á. Toppsætið er samt ekkert til að halda henni góðri!

mánudagur, desember 15, 2003

nýnemarnir

já, ég verð að segja að þrátt fyrir allan þennan fjölda nýnema sem hófu skólagöngu sína í MH í haust, að þá þekki ég engan af þeim vel. Ekki sálu. Það er nú skrítið finnst mér en ég er að vísu ekki í neinum áföngum sem nýnemar gætu hugsanlega verið í. Reyndar finnst mér slatti af busunum virka leiðinlegir, en ég er náttla ekki búinn að kynnast þeim. Þess vegna var ég að pæla að smygla mér bara inní eitthvað busapartí fyrir jólaballið, og kynnast öllum sem væru þar. Því það er náttla ekki nógu gott að þekkja ekki eina manneskju í heilum árgangi, eða það finnst mér.
nýr linkur hefur litið dagsins ljós og er það Máni (oft kenndur við Emmworks) sem fær hann. Einnig er ég að velta fyrir mér hvort ég eigi að setja link á Þórð tjokkó, en ég mun bíða aðeins með það og sjá hvort að setningafræðin batnar hjá honum.

sunnudagur, desember 14, 2003

steiktur punktur is

jisús góður. Muniði eftir samviskusama Sindra sem gerði allt svo samviskusamlega og var alltaf með reglu á hlutunum (það ætti nú ekki að vera erfitt krakkar...)? Já, hann er greinilega farinn eitthvað því hér situr Sindri sem var að vakna klukkan 6... en ég meina, þetta er bara jólafríið. Fyndið samt að systir mín þurfti samt að vekja mig og að hefði ég sofið 3-4 tímum lengur hefði ég misst af æfingu (sorry ég komst ekki á æfingu, sem byrjar klukkan tíu, af því að ég svaf yfir mig). Svona gerist þegar það er enginn pabbi eða mamma eða litla systir á heimilinu. Þau eru uppí bústað að halda uppá ammælin sín, en þau eiga sko ammæli 13. 14. og 15. Fyndið?

Draumurinn: já, svo dreymdi mig náttla þessa löngu nótt/dag. Mig dreymdi að ég færi aftur á mínar fornu heimaslóðir í Skógum og ég var eitthvað að hjóla með Dísu. En svo allt í einu var ég að slumma stelpu sem heitir Telma og bjó 5 kílómetra frá skógum. Það er frekar fyndið þar sem ég hef ekki talað við hana né séð í nærri þrjú ár. Og hún var nú ekkert svona stelpa sem ég var neitt skotinn í, en svona draumar láta mann efast. Hún var líka bara hörkugóð, ég man það... skrítið allt saman.

laugardagur, desember 13, 2003

kaldhæðnislegt að jólafríið mitt skuli einkennast af mikilli vinnu, finnst ykkur ekki? Ég verð samt í fríi daginn eftir jólaball MH/Versló á miðvikudaginn, sem þýðir að ég get tjahh, slett úr klaufunum. Það var ágætlega mikið af fólki að versla, en svo þegar Idol byrjaði var vart sálu að sjá. Fyndið. Nú er Kaupás svo yndislegt fyrirtæki að þeir borga fyrir mig kvöldmatinn þegar ég er að vinna, sem er jákvætt og á allan hátt í anda jólanna. Takk fyrir það maður.

Talandi um klám, hvað er málið með að konur reyni að setja heimsmet í að láta sem flesta gaura taka sig? Ég held að metið sé eitthvað um sjöhundruð og fimmtíu gaurar. Og ef við gefum okkur að hver þeirra sé tvær mínútur að fá það þá liggur hún og lætur flengja sig í 25 tíma. Gaurarnir hljóta að vera búnir að gera sig aðeins klára þá til að þetta taki styttri tíma, ég trúi ekki að hún liggji bara í sólarhring og láti skrúva sig, það getur ekki verið. Og hvað er líka málið með gaurana sem taka þátt í þessu? Hvernig ætli sé til dæmis að vera númer 750? Rosa geðslegt eikkvað...
En er einhver þarna úti með þessar tölur á hreinu (fjölda gaura og tíma...)? Ef svo er endilega tjáðu þig.

föstudagur, desember 12, 2003

tívolí tívolí tívolí lí lí
jólafrí jólafrí jólafrí frí frí...
almáttugir æsir hvað það var notaleg tilfinning að komast í jólafrí frá skólanum. Eftir eðlisfræðiprófið fékk ég bílinn hjá pabba til að rúnta um og skoða dvd-spilara. Það er hreint ekki í innihaldsríkar og skemmtilegar frásögur færandi en here´s the thing. Þegar ég var, í góðum fíling að nálgast heimili mitt og var kominn á beygjuakreinina útaf breiðholtsbrautinni (sem fer framhjá select...) þá ákvað einhver kelling að hún vildi líka fara á beygjuakreinina þannig að hún keyrði inní hliðina á mér (eða sem sagt bílnum). Þetta var nú ekkert alvarlegt, bara leiðindarispa eftir allri hliðinni og svona... við keyrðum svo bara á næsta bílastæði og útkljáðum málin með hnúunum. Neinei, við hringdum á lögguna og kellingin sagðist bara hafa verið í tótal órétti þannig að allt er í góðu. Þessi kelling var sjúkt skrítin, frekar krípí sko (til dæmis sagði hún við lögguna að breiðholtsbrautin lægi í suður, hversu krípí er það?) og hélt ekki kjafti í eina sekúndu, en góð að vera ekki með neitt vesen.
Svo fór ég í vinnuna og viti menn, er ekki bara Anna snillingur byrjuð að vinna aftur, brún og sælleg eftir spánardvöl. Hún er góð á því. Kaupás splæsti svo í mat handa mér, ég mátti bara velja mér hvað sem er úr kjötborðinu og gos að drekka. Maður varð náttla að kunna sér hóf þannig að ég keypti mér tilboð; 6 kjúklingabita og líter á kók á 1000.

Quote dagsins; "á að setja í analinn á einhverri um helgina?" Ónefndur vinnufélagi minn. Ég kann vel að meta hispurslaust málfar.

fimmtudagur, desember 11, 2003

ég er nú meiri prakkarinn.
barasta ekkert búinn að læra undir eðlisfræðiprófið á morgun. Ekki neitt. En ég meina, eins og skáldið sagði; "eðlisfræðin er svo létt og maður fær líka að hafa með sér formúlublaðið..." Já, hví þá að örvænta? Ég mun samt programmera einhverja aukavisku á vasareikninn minn til að brillera nú pottþétt.

miðvikudagur, desember 10, 2003

próf í njálu og bókmenntasögu fyrstu árhundruð síðusta árþúsunds.

já, heyrðu, svo var þetta bara skítalétt próf sem við fengum í ísl303. Ég hafði búið mig undir eitthvað svakalegt og var því að lesa til 4 í nótt... en þetta próf var svo létt að ég held að meira að segja blindur gaur gæti tekið það, ég vona að það sé enginn blindur að lesa þetta. Hahahahahahahahaha, nei ojj, nú er ég hættur.
Annars var efnafræðiprófið frekar létt á því líka sko. Svoldil sýra samt að þarna var til dæmis spurning úr síðasta áfanga... fékk mig til að efast um að ég væri að taka rétt próf.
Sem minnir mig á þegar ég tók spænsku203 prófið mitt. Þá settist ég niður og byrjaði prófið á ólesnum texta. Djöfull sem mér fannst hann erfiður en ég reyndi samt að svara eins og ég gat. Svo kom málfræðin og maður átti að setja sagnir í þátíð, þá hætti mér nú að lýtast á blikuna og leit framan á prófið, neinei, þá var það spænska403. Frekar mikill mórall, en þetta reddaðist.

Quote dagsins; "Próftíma er lokið, vinsamlegast bíðið meðan prófunum er safnað saman... eða þangað til að sætisbeltaljósin hafa verið slökkt." Logi Ólafsson.

núna ætla ég að fá mér frekar góðan blunder (borið fram "blunner") fram undir kvölmat, ekki trubbla.

þriðjudagur, desember 09, 2003

nögl annarar stóru táar minnar er að detta af. ætli það tákni eitthvað? það myndi örugglega tákna eitthvað í brennunjálssögu...

sunnudagur, desember 07, 2003

um að gera að hafa myndina stóra, til að allir menn bæði sjónskertir og heyrnarskertir geti séð hvað þarna stendur. Annars er núna barnaafmæli hjá litlu systur minni, (þó að vitaskuld megi ekki kalla það barnaafmæli svo að hún heyri til) sem mamma mín vann baki brotnu að í gær. Allavega, þess vegna eru hér um 10 stelpuskjátur. Það þykir mér furðu sæta hversu málhaltar þær eru flestar, þær þora varla að bæra varir. Þegar ég var lítill voru alltaf heví læti og leikir og eikkvað svona, tja, skemmtilegt. En það eru náttla engir strákar núna, og þessar stelpur eru svo prúðar að þær fokkin halda fyrir munninn þegar þær hlæja. Ætli þær séu ekki bara allar uppdópaðar af einhverjum ofvirknislyfjum. En ég er búinn að vera að dæla í þær kóki og eitthvað virðist nú vera að losna um málbeinið hjá þeim. Ég er farinn að háma í mig, ummm namminamm, einhverja karamellu marengs drullunammi köku... verði mér að góðu.

laugardagur, desember 06, 2003

Ohh, doctor, you´ve done it again...

já, nú er það ekki bara dominos og pítsahöllin sem kalla mig Dr. Sindra, heldur líka Papinos. Ég braggðaði nebbla á pítsu frá þeim í kvöld, og var hún barasta helvíti ágæt. En fyrir þá sem vita ekki hvað ég er að tala um með þetta Dr. Sindri, þá skal ég segja ykkur það í sem stystu máli.
Þegar þið pantið ykkur pítsu á þessum helstu pítsastöðum, sem þið ætlið að sækja, þá þurfið þið að gefa upp nafn (og þetta nafn er svo kallað upp á pítsastaðnum þegar pítsan er tilbúin). Og ég sem sagt segi fólki að ég heiti Dr. Sindri, þannig að þegar ég kem á Dominos (sem og hina tvo staðina) þá er alltaf jafn fyndið að heyra "doktor Sindri" kallað upp. Já, svona geta litlir hlutir létt manni (alla vega manni eins og mér) lundina. Að vísu fannst stelpunni á Papinos þetta ekki rassgat fyndið þannig að ég hugsa að ég beini viðskiptum mínum til Dominos í framtíðinni, en þeir kunna að meta svona frábæran húmor.

föstudagur, desember 05, 2003

jólahjólalag

ef þið eigið erfitt með að komast í jólaskap þá mæli ég með þessu lagi! Sérstaklega hjálpaði þessi lína; "förum ekki í sjoppu nema þar séu seldir smokkar" mér að finna jólaandann og frið í hjarta mínu.
þetta er alveg ótrúlegt!
ég bara get ekki búið til fyrripart sem tengist jólunum fyrir hana Röggu. Hvað ætli sé í gangi? Kannski breytist það þegar ég verð búinn að setja upp jólaseríu inní herberginu mínu...
Þú ert sjálfur Guðjón inn við beinið...

... var inntakið í messunni sem einhver gaur þrumaði yfir mig og vinnufélaga mína á námskeiðinu áðan. Gaurinn var annars með hreint ágætan fyrirlestur um hvernig við gætum bætt þjónustu okkar, þó það hafi nú þýtt lítið fyrir mig þar sem ég er næsta fullkominn sölumaður.
Já, ég hélt að ég hefði lent í slæmum viðskiptavinum, en hann kom með miklu verri dæmi. Það var eitt sinn stelpa að vinna í Nóatúni og misjafn gaur sem kom og ætlaði að kaupa sígarettur hjá henni. Hann henti klinki á borðið og stelpan taldi það og það voru 460 krónur, en hún sagðist halda að allir sígarettupakkar kostuðu 510. Þá hreytti hann í hana að þessar kostuðu sko 460 krónur. Svo hún náði í retturnar og stimplaði þær inn, og þá var það rétt hjá kallinum að þær kostuðu 460. Hún baðst náttla afsökunar eins og góður sölumaður, en þá sagði kallinn reiðilega við hana; "ef að þetta gerist aftur þá læt ég senda þig aftur til Kína". Þá var þetta sem sagt stelpa af asískum uppruna... Djöfull getur fólk verið helvíti vont.
Annars vona ég að fólk verði í jólaskapi sem kemur til mín að versla. Alla vega ætla ég að vera hress. Spurning um að vera með jólasveinahúfu. Svo fékk ég þær gleðifréttir að meðalbarmummál samstarfsmanna minna hefði hækkað, því það er búið að ráða brjóstgóða stelpu á mínum aldri til að vinna alla vega yfir jólin. Magnað helvíti.

fimmtudagur, desember 04, 2003

ég þarf greinilega að hafa bloggið mitt vitsmunalegra, til að forðast skítkast frá fólki sem ég taldi vini mína. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort það sé einhver þarna úti sem byggir álit sitt á mér eingöngu af skrifum mínum á þessu bloggi. Það væri örugglega ekki neitt rosalega jákvætt álit. Og hvað er málið með að fólki finnist ég tala niður til kvenfólks á þessari síðu? Alveg dæmigert fyrir svona vælandi grænmetispíku eins og Huldu að vera að væla yfir því. Ég hef akkúrat ekkert talað illa um konur svo mánuðum skiptir en hún man ennþá eftir einhverju dæmi sem allir aðrir eru búnir að gleyma, vona ég. En að skemmtilegri pælingum, nú þegar ég er búinn að ausa úr skálum reiðinnar.

Ég er nefnilega kominn í svoldið pre-jólaskap. Það einkennist eins og fólk veit af pirringi og kvíða. Ég hlakka sem sagt ekki beint til efnafræðiprófsins (þó ég geti nú ekki talað um kvíða í því sambandi) og svo er ég afskaplega pirraður af því að ég var að setja upp fyrstu jólaseríuna, og var hún sett upp í stofunni. Alveg merkilegt með þessar seríur að það er alltaf ein ljósaperan sem er svona töffarinn í hópnum. Alltaf með einhverja heví stæla. Ég lenti eimmit í einni, hún var alltaf að losna af plastdæminu sem ég festi þær á. Þetta hafði í för með sér að seríumyndin í heild meikaði engan sens. Eftir miklar rökræður og teipingar var hún samt komin á sinn stað þannig að það er alla vega hægt að halda heilög jól í stofunni.

Ég er að fara á lítið námskeið í sölutækni í kvöld. Þar verður okkur kennt að pranga sem mestu inná kúnnann í hverri sölu. Neinei, okkur verður örugglega bara kennt að vera næs og hress og að kúnninn hafi alltaf rétt fyrir sér. Og að nota orðið viðskiptavinur í staðinn fyrir kúnni, þegar kúnninn heyrir til.

þriðjudagur, desember 02, 2003

móðurmálið og jólalögin...

já, það hefur margur og misjafn maðurinn sest niður og kveðið stöku í anda jólanna. Við stökuna er svo samið lag og eru sum þeirra orðin hluti af jólastemmningunni hjá fólki. En, þegar íslenskir semjarar setjast niður þá virðast þeir alltaf lenda í einhverjum vandræðum með að finna gott orð til að ríma við "jól", því hvað er betri endir á jólalagi en "gleðileg jól..." eða eitthvað slíkt.
Margir hafa notast við orðið "ból", sem er ALDREI notað undir öðrum kringumstæðum. Það þykir mér fyndið. Sumir hafa meira að segja játað sig sigraða og notað eitthvað algjörlega útúr korti, eins og til dæmis "hjól". Milli þessara orða er vitaskuld engin tenging og því ekki að undra að texti með þessum orðum verður vægast sagt fáránlegur.
Ekki að þetta sé eitthvað auðveldara í enskunni, enda christmas langt og sérkennilegt orð. En hvaða orð getum við þá notað sem rímar skemmtilega við jól? stól? nei, það er ömurlegt (sbr. "uppá stól stendur mín kanna..."). Hól? Sól? Glýseról? ja, ég skal ekki segja, ég sé bara enga tengingu...

Jólalæið mitt:
yfir hátíðarnar fólk kúrar í LAZ-Y-BOY stólum
yfir góðu sjónvarpsefni og jólalegum spólum
mönsar sína svínasteik og blandar blóði alkóhólum
því það er stemmningin á gleði´og friðar jólum...

já, ég skil vanda semjaranna. Kannski bara málið að fá orðabókarsemjaranna til að breyta yfir í betra orð, eða kannski bara láta það ekki fara í taugarnar á sér að menn syngi um jólahjól....
ég er farinn að halda að ég hafi lifað í blekkingu allt mitt líf. ég hef alla tíð haldið því fram statt og stöðugt að stærðfræði væri yndisleg og auðveld viðfangs, en eitthvað er nú calculus (stærðfræðibók sem vegur rúmt tonn og ég er að nota núna) að beina mér á aðra skoðun. skoðun mín verður væntanlega fullmótuð á miðvikudaginn, þegar þetta fokkin þriggja tíma próf er búið. ég ætla að fara að sofa. góða nótt.

p.s. engir stórir stafir, tímasóun í jafn tilgangslausum pósti.