Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

laugardagur, janúar 31, 2004

Ég var alveg frekar hress á því í gær. Fór á gettubetur-keppni milli Versló og MH og það var þokkalegt svindl í gangi sem sést best af því að við (mh-ingar) unnum ekki. Svo var bjór lepinn og farið á karókíbjórkvöld hjá kvennó þar sem margt var um manninn og gleðin við völd. Sá halldóru nokkra (vinkona systur minnar) syngja eitthvað rólegheitalag og það var frekar fyndið. Hápunkturinn var þó þegar Krissi my man og Hrói Kravitz tóku Twist and shout og var mönnum að orði að ófáir stelpustólar hefðu blotnað því gaurarnir voru heiiiiitir.
Svo var það bara heim til krissa og svo á bjórkvöld hjá mh sem var alveg frekar misheppnað. Ég spjallaði bara við eitthvað austurríkispakk og ítali og það var bara gaman. Svo var einhver austurrísk beygla á barnum að spurja mig hvað ég vildi. Ég var ekkert alveg að fatta hana og babblaði eitthvað um að mig langaði nú alveg að kaupa mér bíl og fá betra verður. Þá sagði hún; "but what is it you want most?" og ég sagði að ég myndi nú deyja ánægður ef ég spilaði leik með Manchester United og svæfi hjá Penelope Cruz í hálfleik. Þá bara ranghvolfdi hún augunum og fór, frekar skrítin kona.
Bjössi gerði svo vel að skutla mér heim, og ég reyndi að halda mér vakandi þangað til það væri aðeins runnið af mér, en sofnaði. Mér líður því ekkert sérstaklega í dag en hristi það nú af mér fyrir partí í kvöld.

Ég hitti tvær frekar nettar gellur (úbergellur myndi ég kannski segja) á kvennóbjórkvöldinu í gær. Gott og vel en þær koma bara og spjalla við mig og segja að ég heiti Sindri og spurja hvort ég muni ekki eftir þeim. Djöfull var ég fúll að muna ekki eftir þeim, en þær hjálpuðu mér og sögðust hafa búið nálægt Skógum (ég bjó þar) og hitt mig á einhverjum böllum í grunnskóla. Djöfull hef ég verið heitur í grunnskóla, eða bara minnisstæður. Vonandi hitti ég þær aftur einhvurn tímann.

fimmtudagur, janúar 29, 2004

það er gaur sem heitir Diðrik í mh og hann er frekar nett þétt létt geggjaður á venstre kjentinum, en allavega þá ákvað hann að halda spilakvöld í kvöld í nkj. Þetta var frekar nett sko og ég held ég gæti alveg vanist þessum sætum í norðurkjallara. Svo á eftir var bara farið í púl og tja, það er nokkuð ljóst að annað hvort er þetta ekki í genunum (pabbi minn er fyrrverandi íslandsmeistari í snóker og eitthvað massíft) eða þá að þetta var bara lélegt kvöld hjá mér. Við erum að tala um að ég ásamt krissa tapaði fyrir tvem stelpum. Já, þið heyrðuð rétt, STELPUM, þið vitið, þær eru með stærri brjóst en við strákarnir, þær eru minni, leiðinlegri (að meðaltali að mínu mati, just shoot me), fallegri og með minna áberandi líkamshár en við (allavega flestar). Allavega, þá töpuðum við fyrir Helgu og Bryndísi og ég verð að segja að þær hafa snarhækkað í áliti eftir þetta.
Frekar sveitt lið annars á þessum púlstað. Fullt af ófrískum köllum með fýlusvip og hortugir í þokkabót. Fengu mig til að efast um fullyrðingar mínar varðandi það að aðeins konur verði leiðinlegar með aldrinum.
Sem sagt, frekar næs kvöld og vonandi verður svona spilakvöld endurtekið. Alveg hreint mátulegur fjöldi og rólegur stemmari. Svo er bara að massa hundrað blaðsíður í Sjálfstæðu fólki fyrir föstudaginn. Gæti reynst erfitt því ég er í skólanum til hálfsex á morgun og er búinn að lofa að hjálpa frænku minni að flytja. En eins og þeir segja; "þetta reddast".

sunnudagur, janúar 25, 2004

Kylie Minogue - Slow

ég skellti mér í að þýða þetta meistaraverk lauslega, og hyggst ég nota þýðinguna til að ná merkum árangri í Söngvakeppni framhaldsskólanna. Ef svo ólíklega vill til að ég verði ekki heimsfrægur og þar með að það geti ekki alllir fengið að heyra textann, þá er hann hér (svo er enski textinn eftir Torrini-stelpuna hérna):

hélt þú yrðir hér í kvöld
svo ég valdi besta dressið
kvennaráðin eru köld.

augu okkar mættust
ekkert er sem áður var
ekkert tekið aftur

komdu þér í gírinn
hugsaðu um mig og þig
straumurinn snýr inn

þetta er enginn vandi
snýrð mér einn og hálfan hring
ég er á þínu bandi

svo komdu og dansaðu
með, mér
haltu kjafti´ og dansaðu við mig
lá... rétt
komdu og dansaðu
við, mig
haltu kjafti´ og dansaðu við mig
hægt, hljótt

já höldum rónni
láttu ruþmann flæða um þig
ekki vera monni

veist hvað ég er að segja
en samt er ég að þegja
þú ert soddan playah

svo komdu og dansaðu
með, mér
haltu kjafti´ og dansaðu við mig
lá... rétt
komdu og dansaðu
við, mig
haltu kjafti´ og dansaðu við mig
hægt, hljótt

Lestu líkamsletrið mitt
höldum svo á-fram...

svo komdu og dansaðu
með, mér
haltu kjafti´ og dansaðu við mig
lá... rétt
komdu og dansaðu
við, mig
haltu kjafti´ og dansaðu við mig
hægt, hljóttÞið kannski fattið ekki hvernig á að syngja alla kaflana í laginu þannig að þið verðið þá líklega bara að heyra mig syngja lagið.
Strákarnir okkar og fokkin kellingar.

já, Íslendingar voru sendir heim í dag af EM, úr auðveldasta riðlinum. Það er ekki beint jákvætt. Held þeir hafi nú bara tapað því það var engin stemmning í liðinu. Maður sá varnarmennina ekki tala neitt saman eða hvetja hvorn annan. Guðmundur þjálfari var hins vegar á fullu að öskra allan tímann, sem gerði pottþétt ekkert gagn heldur stressaði bara leikmennina meira. Það var svo augljóst að það vantaði alla grimmd í liðið, sést best á því að öll fráköst (þegar markvörðurinn eða vörnin ver skot) lentu hjá Tékkunum. Urrrrrr. Og hvað var málið með síðustu mínútuna? Þorði enginn að taka skotið bara? Við áttum að taka skotið strax í staðinn fyrir að vera að spila eitthvað því við þurftum jú eitt mark í viðbót og tíminn var að renna út. En neeeeei, þeir ákváðu að spila bara boltanum uppá öruggt mark eins og jafntefli myndi gera eitthvað fyrir okkur.

Annað. Hvað er málið með kellingar? Þær eru upp til hópa alveg fáránlega leiðinlegar. Ég meina, þær eru svo ófyndnar þessar kellingar sem birtast í sjónvarpi eða sem ég hitti útá götu. Svo er eins og þeim finnist nett gaman að vera algjörar beljur. Rífast við hvora aðra um einhvern skít sem skiptir engu máli. Svo skella þær skuldinni á að nútímakonan hafi nú svo mörgum skyldum að gegna og eikkvað sjitt. Hvernig væri þá að fría sig undan einhverjum af þessum skyldum í staðinn fyrir að vera fáránlega fúl allan daginn.
Þetta finnst mér allavega frekar furðulegt miðað við að ég þekki slatta af stelpum og þær eru eila allar bara frekar skemmtilegar og hressar. Er einhver óskráð regla um að konur eigi að verða leiðinlegar svona uppúr þrítugu? Líkt og með aðrar óskráðar reglur eru einhverjar konur sem hundsa þessa reglu og eru hressar allt til dauðadags, en þær eru í miklum minnihluta.

laugardagur, janúar 24, 2004

djöfull er ég orðinn þokkalega latur gaur. Ég nenni ekki að gera neitt lengur, ekki blogga, ekki læra, ekki hreyfa mig... hvað er eila í gangi? Ég nennti nú samt að horfa á landsleikina hjá Íslandi í gær og í dag (tæknilega föstudagur í dag), en skemmti mér ekkert sérstaklega. Margt sem hægt er að gera beturhjá liðinu, allavega getur pabbi minn látið dæluna ganga allan leikinn um hvað megi betur fara hjá "strákunum okkar". Einnig fór ég á fyrstu Gettubetur keppni MH í ár og ekki þá síðustu þar sem að liðið reipaði Vestmanneyingum í óæðri með 36 stigum gegn 12. Glæsilega gert en betur má ef duga skal gegn þessum MR-ingum. Næsta föstudag mætir liðið svo Versló og býst ég við auðveldum sigri þar enda lið Versló frekar slappt á því.

Ég ætla að fara í gosbindindi frá og með næsta mánudegi og skal það standa í, uuuu, allavega tvær vikur!!! Einnig mun ég ekki neyta sælgætis á þessum tíma. Svo ætla ég líka í ræktina og ná upp stærðfræðinni og gera allt sjittið sem þarf að gera í efnafræði. Já, það eru bjartir tímar fram undan. Eða eitthvað.

fimmtudagur, janúar 22, 2004

sorrí gæs

Sorrí hvað ég er búinn að vera slappur í blogginu en síðustu dagar hafa reynt mikið á mig andlega. Nei, það er enginn dáinn. Það er heldur enginn á barmi þess. Hins vegar var síðasti sunnudagur sá hræðilegasti sem ég hef kynnst. Hann mun héðan í frá vera kallaður "svarti sunnudagurinn". Þannig er að á sunnudaginn varð Hjölli 18 ára og þar með er ég sá eini sem ekki hefur náð 18 ára aldri á borðinu mínu. Bilið á milli þess að vera átján og sautján er svoldið stórt lagalega séð, ég er ekki sjálfráða og kemst ekki á bjórkvöld á eigin skilríkjum. En það sem er verst er að nú fljúga fimmaurabrandararnir á borðinu. Til dæmis er voða fyndið að ég er sá eini sem þarf að fá leyfi til að fara í bústaðsferðina miklu í seinnihluta febrúar. Krissi er hvað skæðastur í þessu og hvet ég lesendur til að gefa honum fokkjú-merki í hvert skipti sem þeir rekast á hann.

Og já, þið lásuð rétt. Það styttist í hina alræmdu árlegu bústaðsreisu norður í land. Kem pottó með eitthvað feitt slúður úr þeirri ferð.

Ég var á æfingu. Ég var bestur. Djöfull er annars þægilegt að leggjast uppí rúm eftir fínan bolta og góða sturtu. Nú þyrfti maður bara að hafa kellingu til að nudda tærnar og slíkt.

laugardagur, janúar 17, 2004

Ælusaga-based on a true story.

"og den her novel handler om blablabla", orð dönskukennarans sveima um í höfðinu á mér og rekast á hvort annað, sem veldur pínu höfuðverk hjá mér. Það skiptir sosum ekki máli því ég er með svo mikil ónot í maganum fyrir að ég tek varla eftir hausverknum. 30 mínútur búnar, 60 mínútur eftir. Komið að fyrstu "klósettferð" hvar ég fékk mér að drekka mikið vatn og keypti mér hálfan líter af seven up. Mæti aftur í tíma, en finn strax að þetta breytti engu. Fáum frímínútur eftir 45 mínútna kennslu. Fæ mér meira vatn. Sest niður í dönskutíma og þrátt fyrir að mér finnist kennarinn hafa verið búinn að tala í heila eilífð, hefur hún ennþá nóg að segja. Ég fæ ónotatilfinningu. Síðan meiri ónotatilfinningu og stend upp. Bregð mér útúr stofunni og reyni að bera mig mannalega. Labba, labba hraðar, og hálfskokka síðustu metrana inná klósett, loka læsi lyfti klósettsetunni og sem að allt hafi þetta verið ákveðið fyrir fram kemur morgunmaturinn útum vitlaust gat en á hárréttum tíma.
Þá er idolið búið.

Það fór þá ekki þá að stelpa ynni þetta, þó þær hafi nú verið helvíti frambærilegar sumar sem tóku þátt (hint Ardís). Þetta fullvissir mig um eitt sem mig grunaði, það eru aðallega stelpur og konur sem eru að greiða atkvæði. Ég er ekkert að grínast með þetta, ég er alveg viss um að þær eru í meirihluta. Þegar ég hugsa um fólkið í kringum mig þá sé ég engan kall eða strák vera að fara að eyða pening í atkvæði í söngvakeppni. Hins vegar sé ég margar konur og smástelpur gera það. Skrítið. Er þetta bara rugl í mér kannski? Auðvitað. Það er ekkert líklegra að konur kjósi kalla heldur en konur. Hins vegar er ég alveg viss um að það eru fleiri konur sem kjósa, það er bara í eðli svo margra þeirra rétt eins og að kaupa dót á útsölu af því að það er svo ódýrt.
Sjálfstætt fólk - ný kenning.

Jaaaá. Þannig er málum háttað að þeir sem taka það skref í lífinu að velja íslensku fjögurhundruð í Menntaskólanum við hlíðarnar sem kenndar eru við hamrana, að þeir þurfa (eða ættu allavega) að lesa Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness. Tímarnir sem við mætum í eru hins vegar að mínu mati frekar (=mjög) useless, svo maður sletti nú (pælið í því hvað það væri sjúkt lélegur brandari ef að þetta væri skets í einhverjum sjónvarpsþætti og gaurinn sem segði þetta myndi skvetta vatni á viðmælanda sinn). Þar er kennarinn að koma með ýmsar hugmyndir um eitthvað sem hægt er að lesa milli línanna og blablabla. Hún sagði að það hefði verið ætlun Rauðsmýrarfrúarinnar að losna við Rósu vegna þess að hún hefði komist að því að Rósa væri að þjappa sýslumannssoninn (eða öfugt), til að rökstyðja þetta nefndi kennarinn að Frúin hefði rekist á Rósu fyrir utan herbergi hans að næturlagi.
Við Grímur komum með nýja kenningu sem á væntanlega eftir að hrista upp í Laxness-fönum út um alla jörðu.

Bjartur planaði þetta allt. Hann gjörsamlega strattaði liðið út í gegn. Fyrst kom hann Rósu og Ingólfi sýslumannssyni saman með því að ljúga í þau í sitt hvoru lagi að annað væri svo hrifið af hinu (ef þið skiljið hvað ég á við). Svo benti hann Frúnni á að þau ættu í sambandi og kom því í kring að þær hittust eins og kennari minn benti á. Og af því að Frúin vildi ekki eiga þjónustukonu fyrir tengdadóttur gerði hún díl við Bjart um að hann fengi jörðina að Vetrarhúsum ef hann tæki Rósu með sér. Þarna er Bjartur því kominn með allt sem hann hefur dreymt um; sjálfstæði, sína jörð og tjéddlingu til að þrífa og fleira sem honum finnst að konur eigi að gera.

Er þetta skotheld kenning eða hvað?

Annars vil ég votta Aalyah virðingu mína, hún var sexy. Annars er ég ekkert að grínast með þetta.

miðvikudagur, janúar 14, 2004

jójó

starfsmannafundur í vinnunni í gær (sem er þannig að yfirmaðurinn ræðir aðeins við okkur). Mér fannst nú stemmarinn ekkert sérstakur. Frekar mikið nöldur í gangi bara og ekki einu sinni "ég er samt mjög ánægð með ykkur að öðru leyti" í lokin, til að allir væru sáttir. Nú er útsalan byrjuð í þessari blessuðu búð sem þýðir að ég hef verið að vinna aðeins meira heldur en vanalega, en það er allt gott og blessað og skilar sér að öllum líkindum í næstu útborgun. Eða eins og segir í laginu; "it´s all about the money, it´s all about the dummdummdururururumm", eða eitthvað...

Ég hef verið að lesa Sjálfstætt fólk. Helvíti fín bókmennt og fíla ég Bjart aðalpersónu frekar vel. Hvernig hann talar og hugsar um konuna þykir mér afskaplega fyndið og skemmtilegt. Sjálfan dreymir mig stundum um sjálfstæðið.

mánudagur, janúar 12, 2004

Vorönn 2004

Lífið er rútína. Við borðum, sofum, elskum, hötum, hlæjum, grátum, leikum og lærum (og fleira jú) og svo borðum við og sofum aftur, og elskum, hötum, hlæjum, grátum, leikum og lærum á nýjan leik. Lífið er rútína. Að einum degi loknum kemur annar, og alltaf er nótt á milli. Við vitum ekki hvort kemur á undan, dagurinn eða nóttin, því allt gengur þetta í hringrás hins venjubundna lífs sem tilvera okkar allra er.

Eníveis, enn ein önnin er hafin í emmhá og er þá ekki að vanda rétt að upplýsa almúgann um hvaða fögum ég er í? Jú, hér er listinn:

Dan303: Beila eða ekki beila, þar er efinn. Þetta er áfangi sem ég þarf ekki að taka og hann er fyrsti tíminn minn á mán, þri og föstudögum. Hins vegar er þetta frekar næs áfangi og einingarnar mikilvægar uppá að útskrifast um jólin. Og Katrín er í honum.

Fél103: Ógeðslega næs áfangi. Ég væri til í að mæta bara með dýnu og sæng og kannski kakóbolla og ritzkex með mexíkóosti (djúp pæling) og hlusta á Þórunni Klemens segja manni sögur á sinn rólega hátt. Algjört tjill.

Ísl3T3: Að æfa sig í að flytja fyrirlestur og svona. Fyndinn kennari (samt svoldill egóisti sem kann ekki alveg að stoppa í húmornum) og fínir krakkar. Að vísu skil ég ekki alveg hvað fólk er að gera þarna, mest allt leiklistarfólk sem þarf litla æfingu í að tjá sig. Bjóst svona frekar við böns af lúðum.

Stæ703: Hehe, ótrúlegt en satt þá er þetta nú bara stærðfræði. Ekkert það frábrugðinn öðrum stærðfræðiáföngum fyrir utan hótanir kennarans um að gefa manni heimadæmi vikulega.

Efn313: Allavega tvöfalt betri kennari heldur en í 203 finnst mér. Lýtur alveg bærilega út og ég vona að ég finni mig í lífrænni efnafræði.

Ísl403: Altílæ áfangi. Eigum að lesa Sjálfstætt fólk og það get ég allavega sagt að það er til leiðinlegra heimanám. Djöfulli sáttur við kennarann því ég hef heyrt miklar horror sögur af öðrum kennurum í þessum áfanga.

Já, djöfull var þetta leiðinlegt review. Ég hef það fyrir afsökun að ég er í tímapressu hérna því bráðum kemur farið mitt heim og ég var truflaður af einhverri kóksniffandi kvensnift sem bað mig um að prenta eitthvað sjitt út.

föstudagur, janúar 09, 2004

Idol-sori

Vonbrigði. Ekki bara vonbrigði heldur hneykslun, vanþóknun á mannskepnunni (allavega þeim hluta sem byggir þennan klaka) og eftirsjá eru orð sem lýsa tilfinningum mínum núna. Hvernig í andskotanum datt þessari kúkaþjóð í hug að kjósa Ardísi útúr Idolinu? Var ekki hægt að kjósa út samkynhneigða símagaurinn með taugaveiklunarhláturinn (og þessi gaur er btw þokkalega falskur), skvapkenndu skækjuna frá akureyri sem kann ekki að syngja frekar en að vera fyndin (og það kann hún sko alls ekki!) eða þennan dómaradýrkaða sjóarahomma?!? Hvernig er hægt að horfa fram hjá þeim frábæru hæfileikum sem Ardís hefur samanborið við þetta skítapakk sem er eftir í keppninni?
Fegurð
Góðir sönghæfileikar
Hæfileikinn til að taka ráðum án þess að afsaka sig eða hlæja eins og fíbbl.
Þetta er greinilega ekki nóg. Íslenskir áhorfendur vilja eitthvað meira. Jaaaá, þeir vilja fá ættingja sinn eða vinnufélaga sinn. Þess vegna eru eftir einhver Gísli, Eiríkur og Helga sem syngja svo illa að stundum velti ég því fyrir mér hvort þau séu bara með mæk teipaðan við rassinn og hreyfi varirnar með.

Já, alla vega, ég er frekar ósáttur við þessa niðurstöðu og lýsi hér með vanþóknun minni á Idolinu í heild. Þetta er væmin viðurstyggð, ekki boðleg nema illa förnum fitubollum sem eru með of feita putta til að geta skipt um stöð á fjarstýringunni.

Uuuu, og já, það gætu hugsanlega verið einhverjar ýkjur í þessum teksta en mér er mikið niðri fyrir. Ég óska Ardísi alls hins besta í framtíðinni og vona að hún (og hennar barmur) eigi eftir að gleðja mig sem aðra (eða bara mig) í framtíðinni.

þriðjudagur, janúar 06, 2004

öflugur misskilningur

Já, ég var aðeins í ruglinu á laugardaginn sl. Þannig er að á nfmh.is er svona bókasala í gangi þar sem að nemendur geta auglýst bækur sínar til sölu, og leitað eftir bókum (en það hugðist ég gera). Ég sá þarna félagsfræðibók á góðum prís, og var frekar sáttur þegar ég sá að seljandinn heitir Birna, en ég þekki nebbla eina Birnu sem er í skólanum. Þarna var gefið upp símanúmer og ég bara; "jájá, Birna er bara búin að skipta um símanúmer". Svo sendi ég henni sms þar sem ég tjáði henni að mér fynndist hún helvíti sexí og sæt og fleira smjaðurlegt (en satt), og spurði hana svo hvort að hún vildi selja mér bókina. Hún tók bara svona líka vel í það og ekkert meira með það.
Seinna um kvöldið fór ég í ágætis afmæli hjá Uglu og hitti hana Birnu vinkonu mína. Hún kom alveg af fjöllum þegar ég bar þettta undir hana með bókina. Þá fattaði ég að ég hafði verið að senda einhverri allt annari Birnu, og með hjálp Skaramúss komst ég að því að það var þessi hérna Birna. Já, huhumm, vel gert Sindri.

p.s. Ég vil taka fram að Birna vinkona mín ER mjög sexí og sæt, eins og sjá má kannski af þessari mynd.

mánudagur, janúar 05, 2004

London calls...

Ohhh, mig langaði svo mikið til London í boði Iceland Express (þeir voru með eitthvað tilboð) en svo bara gekk það ekkert upp þessa dagsetningu sem ég vildi. Ég var eiginlega búinn að tryggja mér miða á Chelsea-Charlton sem hefði verið helvíti gaman. Reyndar talaði ég við vinkonu mína sem kannast við Eið Smára og ætlaði að tékka hvort hann gæti reddað miða. Djöfull hefði það verið magnað... Ég veit ekki alveg hvort ég á að hringja í hana og biðja hana að hætta við þetta því ég er svo spenntur að sjá hvort það myndi takast.

Hér er svo svar stjórnenda Idol-áhugamálsins á huga.is. Megi þeir rotna í helvíti.

Grein þín: brjóstin á Idol-stjörnunum send á áhugamálið: Idol var ekki samþykkt.

Þökkum viðleitnina.
hugi.is
- - - - - - - - - - - - -
Grein þín hljóðaði svo:
Það er nú löngu kominn tími til fyrir þetta áhugamál að um eitthvað sé rætt annað en frammistöðu keppenda síðasta föstudagskvöld. Og hvað er það fyrsta sem að hinn almenni borgari tekur eftir fyrir utan söngrödd keppenda, jú, það eru brjóstin (barmurinn, bobbingarnir, mjólkurbúin etc.). Því er ég hér með smá úttekt á þessum málum hvað varðar þá fimm einstaklinga sem tóku þátt síðastliðið föstudagskvöld.

Tinna Marína: Tinna hefur afar myndarlegan barm og var hún enda ekki kosin út fyrr en eftir mjög lélegt performance. Þau virðast nærri fullkomin en ef til vill er hún bara með leyndarmál Victoriu á hreinu...

Karl Bjarni: Kalli er með mjög stinnan barm, það verður ekki af honum tekið. Hitt er svo annað mál að hann er að margra mati, og þar á meðal mínu mati, of flatbrjósta og á hann því væntanlega eftir að eiga erfitt uppdráttar þegar fer að nálgast lok keppninnar.

Anna Katrín: Ég reyni bara að vera hreinskilinn þegar ég segi að Anna er með talsvert yfirgripsmikið sett af júllum. Þau eru þó full slöpp finnst mér, öfugt við t.d. Kalla sem er með svo stinn. Anna þarf þó alls ekki að skammast sín.

Jón Sigurðsson: Ég verð bara að segja að mér finnst ótrúlegt að sjá hann Jón ná svona langt með þennan barm. Ég vil ekki vera að skafa utan af hlutunum heldur fullyrði að hann er allt of flatbrjósta og þetta er eiginlega ekki neitt neitt sem er þarna. Hann hlýtur því að hafa mjög góða söngrödd sem fleytir honum áfram.

Ardís Ólöf: Úff, ég verð bara að segja eins og er að ég hrífst mjög mikið af Ardísi, og eru bobbingarnir ekki að skemma fyrir þar. Sjíííí, einn glæsilegur barmur, það verður bara að segjast.

Ég vona að fólk hafi notið þessarar lesningar og komi með sínar skoðanir á brjóstamálum þessara Idol-stjarna. Vinsamlegast hafið samt umræðurnar málefnalegar, ekkert skítkast. Takk.

sunnudagur, janúar 04, 2004

ég sé að hugi.is hefur ekki ennþá samþykkt greinina mína um brjóst á Idol-stjörnunum. Undarlegt, en ég meina, góðir hlutir gerast hægt.

laugardagur, janúar 03, 2004

Gleðilegt nýtt ár...

...og takk fyrir gömlu (beinist til þeirra sem ég hef eitthvað að þakka, hinir mega þess vegna éta skít).
Gamlárskvöldið var nú bara rólegt hjá mér og fór aðallega í að skutla djammfúsum fjölskyldumeðlimum um allar mögulegar trissur Reykjavíkur. Vitaskuld fylgdu því ævintýri og ber að nefna fyrsta skiptið sem að löggan stoppar mig (alengur fylgifiskur þess að reyna að vera töff ökumaður), en það var þó bara til að gá hvort ég væri fullur (sem er kannski ekki góð viðurkenning fyrir aksturslag mitt...). Einnig ber að nefna þegar við systir mín reyndum að fá að hringja hjá blindfullum grunnskælingum á Eiðistorgi. Gekk það ekki betur en svo að einhver gaur settist uppí bílinn hjá okkur, bað um músík og neitaði að fara. Með heljarinnar tiltalli og skörungsskap systu (hey, ég var að keyra, sénsinn að ég yfirgefi ökumannssætið) tókst þó að losna við gaurinn. Við skyldum þessa arftaka íslenskrar útíhátíðamenningar eftir í snjóskýi og drulluðum okkur burt.

Skaupið var lélegt, ég vorkenni höfundunum. Alltof mörg söngatriði (þar af fjögur með Sollu, hvað er málið?).

Ég er í sjöunda sæti á lista yfir bloggara hjá pétri eggerts. "Doktor Sindri: Sterkar lýsingar en á til að vera soldið ...innihaldslaus." Finnst þetta nú bara frekar sanngjarnt mat hjá karli. Of mikið af tæpum frásögnum úr skólanum og, uðakk, úr vinnunni líka. Get ekki ímyndað mér að margir hafi gaman að því. Þess vegna verður það eitt nýársheitið að blogga minna um svona clitshit.

Ég stóð í vörutalningu í dag í vinnunni og skaust svo til að ná í stundatöfluna uppí skóla því hann fer jú að byrja (fallinn!). Stundataflan var óhemju góð, en svo fattaði ég að það voru of fáar einingar á henni miðað við heildaráætlanir næstu tveggja missera. Því verður væntanlega einhver breyting á henni þannig að ég upplýsi ekkkert strax hvaða áföngum ég er í.

Ég var að horfa á Idol áðan. Vegna óhemju mikils skorts á sönghæfileikum (er hægt að tala um skort þegar þeir eru bara hreinlega ekki til staðar?) er ég mjög öfundsjúkur útí fólk sem kann þessa list sem er að syngja. Þess vegna datt mér í hug að finna eitthvað illkvitnislegt til að kalla þessa keppendur sem eftir eru ef ég hitti þá útá götu.
Tinna Mandarína! hahahaha... þessi er best.
Jón hommi!
Kalli hommi! nei, bíddu, ég hlýt að geta fundið eitthvað annað. Nei annars, bara Kalli hommi líka.
Anna Katrín feita belja! þetta er svona mest illkvitnislegt, en hún á það skilið því ég hef það fyrir öruggum heimildum að hún sé allt of góð með sig.
Ardís sæta og besta! já, ég get ekki að þessu gert, það er bara ekki hægt að vera illa við hana Ardísi. Ég ætla að halda með henni það sem eftir er.

hey, er ekki líka soldið grunsamlegt að maður með jafn litla hæfileika og Jón hommi hafi komist svona langt og sé að vinna hjá Símanum...

p.s. plögga fleiri áramótaheit seinna.