Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

þriðjudagur, júlí 27, 2004

skrítið hvernig formið er búið að vera í boltanum hjá mér í sumar. Fyrst fór mér geðveikt mikið fram, en svo fór mér svoldið mikið aftur, en svo fór mér aftur fram, en því miður fór mér aftur aftur. Sem betur fer fór mér smám saman enn og aftur fram, en mér finnst svoldið eins og mér sé aftur byrjað að fara aftur og þá mun það vera í þriðja skiptið í sumar sem mér fer aftur. Ég vona bara að það gerist ekki aftur.

sunnudagur, júlí 25, 2004

14 dagar í costó og counting... það verður rosalegt. Slatti af einkahúmor eftir gærkvöldið sem var ágætasta skemmtun (ég ætla samt ekkert að segja ykkur hvað gerðist eða hvað ég var að gera því ég er alveg vel þreyttur á því, og svo held ég að þið hefðuð ekkert sérstaklega gaman að því, því kvöldið var aðallega einhver svona "júhedtúbíðer"-atvik.

ég horfði á Lost in Translation áðan og ég er svona að spá í því að hafa Scarlett Johansson sem svona vara, ef mér tekst ekki að ná í Keiru (ohh, heyra í mér, bara farinn að kalla hana skírnarnafni (og fallbeygja það)). Komst einmitt líka að því að Keira (muniði ekki? Keira Knigtley...) er að deita einhvern gaur en ég veit bara ekki hversu alvarlegt þetta er orðið hjá þeim. Annars hefur maður nú heyrt að þessar stjörnur skipti um maka eins og nærbuxur. Ég vona samt að það verði ekki þannig með mig og Keiru, allavega að ég verði frekar svona eins og bíll (en ekki nærbuxur... þið fattið, maður skiptir um bíl á nokkura ára fresti.... svona brandari hjá doktornum... æjji, never mind).

Mér gekk alveg hreint skítilla á æfingu áðan, en ég neita að viðurkenna að það hafi eitthvað með gærnóttina að gera. Vonir um að koma mikið inná í leiknum á morgun dvínuðu þess vegna lítillega. Spennó spennó spennó, finnst ykkur ekki?

Heyrumst.

p.s. var bara að heyra að hótelið sem við erum á á Costó er uppá heví brattri hæð. Ekkert verið að segja manni það þegar maður keypti miðann... Ég hef samt ekki miklar áhyggjur þar sem ég er með svo hrikalega massíf læri og flottan rass (veit ekki hvort það gagnast eitthvað að vera með flottan rass, en ég er allavega með þannig). 

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Kúkur og piss hvað ég er ekkert búinn að vera að blogga í sumar. Ég held að hvað varðar blogg sé sumarið ekki tíminn. Sama og venjulega í gangi hjá mér, fótbolti og vinna. Svoldið skrítinn og lélegur leikur hjá mér í gær á móti Völsurum. Skrítinn af því að ég þekkti nokkra gutta í Valsliðinu og ég er alveg óvanur því að heilsa gaurunum sem ég keppi á móti. Þekki meira að segja frekar vel strækerinn sem ég þurfti að passa...

blablabla, ég ætlaði að segja fullt af merkilegum og alveg fáránlega fyndnum hlutum en því miður eru leiðindavinnufélagarnir byrjaðir að trufla mig. Elmar er með stórt tippi. Sjáumst.

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Heit bunan streymdi yfir axlir mínar þar sem ég hugsaði með mér; "eru árin fljótari að líða eftir því sem maður eldist?"

Þessi sturta var hins vegar yndisleg, einfaldlega vegna þess að við vorum látnir puða óvenju mikið á æfingu. Að lokinni heldur venjulegri æfingu var tekið svokallað suicide, sem snýst um að hlaupa milli keila (maður sprettar að fyrstu keilu og sprettar svo til baka, og svo strax sprettur að keilu númer 2 (sem er helmingi lengra í burtu en keila númer 1) og tilbaka, og svo sprettr að keilu númer 3 og tilbaka, og svo að keilu númer fjögur og tilbaka, o.s.frv. þangað til maður er kominn að keilu númer 5, en þá fær maður að jogga tilbaka). Ég hafði aldrei skilið af hverju þetta er kallað suicide því ég átti aldrei í sérstökum erfiðleikum með þetta áður fyrr. En nú er öldin önnur og, já, ekkert meira um það að segja. Góð saga Sindri.

Ég er búinn að komast að því að Keira Knightley er fallegasta kona í heimi. Þá er ég ekki að meina eitthvað "hey, djöfull er Jenna djúsí gella maður", nei, Keira er fegurð í sinni tærustu mynd. Ekki nóg með að hún sé svona hrikalega falleg, þá er röddin hennar líka falleg, og hreimurinn hennar, og hreinlega bara allt hennar fas. Ef ég fæ einhvern tímann að sjá hana í eigin persónu held ég að ég geti dáið hamingjusamur (og líka ef ég fæ einhvern tímann að hlaupa inná Old Trafford sem liðsmaður Manchester United, en mig langar samt meira að spjalla við Keiru).

föstudagur, júlí 09, 2004

Nú er ég kominn með á heimilið páfagauk sem ég mun passa fyrir frændfólk mitt næstu 2 vikur. Þá erum við þrír félagarnir, ég, gullfiskurinn Herkúles (merkileg tilviljun að litla systir mín skyldi skíra hann því nafni) og páfagaukurinn Skotta. Við Herkúles höfum verið að ná ágætlega saman en því miður gleymi ég oft að gefa honum að borða. Hins vegar erum við Skotta ekkert alveg að bonda (ná saman). Alltaf þegar ég nálgast búrið gerir hún sig líklega til að bíta í mig ef ég gef henni færi. Ég reyndi að spila Stuðmannadisk fyrir hana, til að skemmta henni, en hún virkaði ekkert sérstaklega hamingjusöm (jafnvel þó ég tæki undir).

Gaman að segja frá því (en ógaman að upplifa það) að ég spurði frænda minn hvort það yrði þannig að ég væri að vakna við sönginn í páfagauknum. Frændi minn fullvissaði mig um að svo væri ekki. En viti menn, fyrstu nóttina vekur hún Skotta mig upp klukkutíma áður en ég ætlaði að vakna. Eins óhemju skapvondur og ég er þegar ég er vakinn of snemma (og þegar ég segi "óhemju" finnst mér eins og það sé ekki nógu sterkt orðað), var ég ekkert voðalega heppí með þetta. En það kom svo í ljós að ástkær stóra systir mín, sem ávallt hefur tekið hag dýra fram yfir hag manna, hafði tekið teppið af búrinu (en þegar teppið er oná þegir fuglinn). Mér tókst að hálfsofna aftur eftir að hafa öskrað eitthvað skemmtilegt á systur mína, sem í þessum töluðu orðum er á Grænlandi ef ég hef skilið hana rétt. Gaman að segja frá því.

þriðjudagur, júlí 06, 2004

Hey, ég var að leika mér að þýða lagið Tipsy (sem ég hef heyrt oftar en ég kæri mig um sökum vinnunnar sem ég er í). Tjekk it (ef þið þekkið ekki lagið þá byrjar það svona "One. Here comes the two to the three to the four..."

Núll. Hér kemur einn, kemur tveir, kemur þrír,
partíið er byrjað, ég er í góðum gír,
skiptir engu hvernig bolurinn minn snýr,
hann er einsog homeblest og alveg glænýr,
greiði á mér hárið einsog tígrisdýr,
og tek svo í gelluna sem að hér býr,
reyndar er áhuginn á henni heldur rýr,
en ég þarf að láta sem ég sé ekki hýr.

Hér kemur þrír, kemur tveir, kemur einn,
leikar eru að æsast og jónas orðinn beinn,
ég reyn´að róa´nn niður en hann er eins og steinn,
orðinn alveg viss um að ég verð ekki seinn,
Svo kemur sex, kemur sjö, kemur átt(a),
upp og niður áfram, en hún er ekki sátt,
ég spyr hvað sé að og þá öskrar hún hátt:
"fíbbl þú ert að þjappa mig í vitlausa gátt"

Hér kemur eff, kemur u, sé og ká,
mér bregður og ég lýt út eins og fokkin ná,
fann enga afsökun og sagði bara "já,
ég sá þetta í mynd sem heitir Riðið beint á ská"
ég fæ annan séns svo jónas fer á stjá,
en finnur ekki gat heldur risastóra gjá,
ég er bara "sjitt, fokk, ó mæ god, vá,
þetta er mella sem allir hafa sofið hjá"


jájá, gaman að því, en ég fékk að koma inná í hálftíma í leiknum í gær (vorum að spila við Keflavík/Njarðvík). Sýndi mikla Roberto Carlos takta í vörninni, og gekk bara ágætlega. Svo afgreiddi ég Birgittu Haukdal með línuskauta. Hún er dem fæn.
þegar ég var lítill var ég alltaf að rugla saman Þýskalandi og Rússlandi... af hverju í ósköpunum ætli það hafi verið? ég sé í dag ekki margt líkt með þessum þjóðum.

laugardagur, júlí 03, 2004

Þegar ég var í sjöunda bekk (eða einhverju álíka) áttum við að gera gamansama myndasögu úr Egils sögu. Ég og Gissur vinur minn gerðum myndasögu sem mér finnst alveg fáránlega fyndin. Hún byrjar þannig að Glámur (hét ekki draugurinn það?) situr klofvega á húsþaki og syngur "ég ríð húsum, ég ríð húsum" (en eins og fólk veit kemur það fram í sögunni að draugurinn reið stundum húsum). Þá kemur Grettir út og segir: "hey, við erum með konur hérna inni!"
Æjji, mér finnst þetta allavega ennþá jafn fyndið. Kennarinn lét okkur samt breyta þessu, sagði þetta vanvirðingu við konur. Þessu var því breytt þannig að Grettir sagði: "hey, er eitthvað að mér?"
ég hef svona sirka einu sinn farið í verslunina Sautján. Það var ekkert spes lífsreynsla. Ég hef nú aldrei haft neitt sérstaklega gaman að því að kaupa föt (sem sést kannski á því hvernig fötum ég klæðist, ég veit ekki...), en mér fannst víst kominn tími á að kaupa gallabuxur. Nú, í einhverju óráði rambaði ég inn í Sautján í Kringlunni. Var svona rétt byrjaður að skoða buxur þegar einhver hommi mætti og bauð mér aðstoð.
Ég: uuuu, já, ég er bara að leita að svona gallabuxum.
Maður: jaaaaá (mjög spenntur), varstu svoldið að spá í þessum (benti á buxur sem ég hafði verið að skoða.
Ég: neee, ég veit ekki...
Maður: Prófaðu þær. Það er ekkert að marka fyrr en þú prófar þær.
Ég: nei, já, ætli það nokkuð. Já, hérna, já, ég ætla bara að prófa þær.
Ég mátaði þær og mér leið frekar illa. Þetta voru frekar þröngar buxur með einhverjum svona blettum á skálmunum.
Maður: Jæja, ertu kominn í? Leimmér að sjá! Já, þær bara smellpassa þér!
En svo blikkaði hann mig og sagði; "ertu nokkuð bara að kaupa þær af því að ég er í svona"
Þá fór ég út. Þetta var ömurlegt. Ég veit ekki hvort ég er að lýsa þessu nógu vel (en mér sýnist ég því miður ekki vera að lýsa þessu nógu skemmtilega), og enn síður veit ég af hverju mér datt þetta í hug akkúrat núna.

föstudagur, júlí 02, 2004

jájá. Einhverjir þeirra sem hafa verið að skoða síðuna mína síðustu daga hafa kannski hugsað; "hvaða djöfulsins? er gaurinn bara hættur að blogga", sumir hafa hugsað "ætli hann sé hættur? jæja, þá getur maður gert eitthvað skynsamlegra við tímann" og enn aðrir hafa e.t.v. hugsað; "sjiiiiiittt hvað ég er fullur maður, fökk, djöfull vona ég að gunni fatti ekki að ég ældi á lyklaborðið.... vá maður, ég verð að fara að sofa eða eitthvað".
Hvað sem því líður ákvað ég að best væri að hripa einhvurn smá texta hérna, til að fólk viti hvernig mér líður. Mér líður ágætlega. Ég er að vinna frá því ég vakna og til klukkan 7. Þá fer ég beint á æfingu og er kominn heim klukkan ca. níu eða hálftíu. Þá er systir mín vanalega í tölvunni þannig að í staðinn fyrir að blogga leggst ég útaf fyrir framan sjónvarpið og sofna um miðnætti.

Þannig er heimilisháttum háttað hérna heima hjá honum mér (tékkið háin) núna, að við stóra systir erum ein heima. Búskapurinn gengur ágætlega (takk fyrir að spurja).

Síðustu helgi fór ég frægðarfótboltaför til akureyris með liðinu (ekki Liðinu, heldur fótboltaliðinu), og var gaman. Unnum Þór en töpuðum fyrir KA og ég fékk að spila í svona kortér (sjibbí).

Þá er ég búinn að segja ykkur smá hvað ég hef verið að brasa og ég efast ekki um að þið hafið staðið á öndinni yfir þessari frásögn.