Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

laugardagur, apríl 30, 2005

Djöfull var það eitthvað notalegt að grilla og drekka bjór að kvöldlagi en finna ekki fyrir kulda í gærkvöldi. Ég hélt svo að þetta þýddi að það yrði skítkalt í dag en kom ekki bara þessi svakalegi sumardagur! Allavega, þá var ég í partíi hjá Arthúri í fyrsta sinn í langan tíma (btw. til hammara með ammara kallinn!) og þetta rifjaði notalega upp gamla góða tíma þegar Arthúr hélt klukkuborðspartí aðra hverja helgi. Ég get varla beðið eftir júróvisjónpartíinu hjá honum.

Liðið var einmitt að dimmitera í gær og ég hafði gaman af að sjá riverdance-dimmisjónatriðið þeirra þar sem þau vörpuðu á tjald hundruðum ljósmynda sem teknar hafa verið á þessum fjórum menntaskólaárum. Ég þurfti samt að vera að vinna í gær þannig að ég gat ekki tekið þátt í gleðinni fyrr en um kvöldið. Krissi datt víst út um 2-leytið og meikaði ekki meir (frekar slappur gaur, og þetta kemur frá mér...!) en flestir hinna voru vel hressir þegar ég hitti þau um kvöldið. Sérstaklega var Ragnar fyndinn (til tilbreytingar) enda skilst mér að hann hafi vaknað fullur í morgun.
Sjálfur stóðst ég illa þá dúndurfreistingu sem Arthúr bauð uppá og fólst í baðkari fullu af klökum og bjór. Frekar næs hjá pilti. Hann fékk í staðinn nokkrar afmælisgjafir og er gaman að segja frá því að þær voru allar keyptar í klámbúð. Það fannst mér frekar fyndið. Við erum að tala um dúkku (reyndar án gata), penis extention, gervipíku og klámmyndir... Ég veit ekki hvort þetta segir eitthvað um Arthúr.

Vinnan (intersport) var frekar erfið í dag og ég ligg bara uppí sófa núna og einbeiti mér að því að anda (gengur ekkert rosa vel, alla vega er þessi texti ekki voðalega andríkur... hahahaha... eða, segir maður það ekki? Andríkur?). Vonandi verð ég orðinn góður á morgun þegar ég á að spila fyrsta leikinn með einhverju utandeildarliði sem ég veit ekki hvað heitir. Ég þarf að sanna mig ef ég ætla að fá að spila með þeim í sumar.

Ég er ekki alveg að höndla að fylgjast með Bachelor og blogga á sama tíma þannig að ég ætla að láta gott heita núna. Ciao gellur.

sunnudagur, apríl 24, 2005

Jájá, ég var bara að versla með mömmu í gær og haldiði ekki bara að hún Dagný (sem er ennþá kærastan mín, seigur kallinn...) hafi afgreitt okkur á kassanum. Nú, þær voru sem sagt að hittast í fyrsta skipti og þetta var svona nett vandræðalegt. Mamma er nebbla ekki beint þessi "hæ og bæ" týpa heldur þarf hún alltaf að fara að bulla og röfla eitthvað út í loftið. Nú, hún fór bara að segja eitthvað kjaftæði um að við þyrftum nú að fara að drífa okkur heim til að ég gæti farið að elda (og ég hló svona góðlátlega og Dagný líka, því allur heimurinn veit að ég kann EKKERT að elda! ég er svona álíka flinkur í eldhúsinu og Arthúr er í að forðast slagsmál... sem sagt, mamma var annað hvort að grínast eða að ljúga til að láta mig líta vel út). En þegar Dagný fór að hlæja þá lét mamma sko ekki gott heita, neinei, hún færðist bara öll í aukana.
Ég held að orðrétt hafi hún sagt; "Já, hann Sindri er sko snillingur(!) í eldhúsinu og hann hefur nú oft verið kallaður Jamie Oliver Íslands!! Svo getur hann líka þvegið allar týpur af þvotti og gerir það svo listavel að hann kom til álita fyrir Fálkaorðuna í fyrra."
Ég var náttúrulega á fullu að reyna með bendingum og hnippum að koma mömmu í skilning um að Dagný vissi alveg að ég væri algjör sauður í heimilisverkum. En mamma sendi mér bara augnaráð sem sagði "þegiðu drengur, ég veit hvað ég er að gera hérna..." og hélt áfram að rugla.

Jájá, maður gat svo sem vitað að þetta yrði svolítið vandræðalegt, og það var það líka. Vonandi gengur betur að kynna Dagnýju fyrir pabba. Hann spurði mig samt vonsvikinn um daginn hvort að þetta samband með gellunni með MFHA* brjóstin væri alveg búið, þannig að maður getur ekkert verið allt of bjartsýnn á að þetta verði laust við vandræðilegheit. En það er nú bara gaman að þessu.


p.s. ég vil biðja þá sem að ætla að mæta í boltann í kvöld að mæta með legghlífar. Það verður blóð.

*MFHA = motherfuckinghugeass

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Það er komið sumar, eins og skáldið sagði, sól og gleði skín (sagði skáldið það ekki?). Aldrei þessu vant var bara hlýtt í höfuðborginni á þessum fyrsta sumardegi og ég vona að það gefi bara fyrirheit fyrir klassasumar. Þetta er líka búin að vera björt vika og ekki ónýtt að fá svona frídag í henni miðri. Gærdagurinn var mjög næs; vann spurningakeppni (var með dísu og krissa í liði) við Uglu og félaga og spilaði svo fótbolta í góða veðrinu. Nokkrir bjórar voru svo opnaðir um kvöldið sem byrjaði ágætlega en fór svo út í eitthvað rugl þegar það joinuðu okkur einhverjar sænskar gellur og allt í einu fóru bara allir að tala sænsku, en ég skil bara lítið í því tungumáli. Nei, þetta var bara fínt þarna í gærkvöldi.

Mánudagar eru yfirleitt leiðinlegustu dagarnir í vinnunni og ég bjóst ekkert við því að síðasti mánudagur yrði nein breyting á því. En þá kom bara einn af big shottunum í vinnunni og sagði við mig; "Sindri, þú ert að fara í MESTA tjillið í dag". Ég var bara "ooo jeeee, er ég að fara í THE mesta tjillið?", og gaurinn var bara "já, þúst, þetta er sko tjill, en kannski óþarfi að skella tvöföldum greini á þetta", og ég var bara "ok ok, smooth".
Og hvað fékk ég svo að gera? Jú, ég þurfti að keyra í velflesta grunnskóla höfuðborgarsvæðisins með leynilega sendingu. Þetta var sko helvíti næs og dagurinn bara enga stund að líða. Núna líður mér svolítið eins og barnaperra, þekki allt höfuðborgarsvæðið bara á því hvar grunnskólarnir eru. Klassi.

Ég þarf að fara í pro evolution þannig að bæ.

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Svona u.þ.b. frá því að ég lærði að skrifa og þangað til ég byrjaði í ísl503 hjá Bjarna Ólafs hef ég iðulega gert verkefni og ritgerðir með það efst í huga að troða (ef bara mögulegt er) einhvers konar brandara eða djóki með. Ég sé það núna hversu ósniðugt það hefur líklega verið því það er t.d. ekki ætlast til þess að doktorsritgerðaskrif og annað slíkt miðist að því að sem flestir brandarar séu þar haldnir inni.
Hins vegar hef ég stundum svolítið gaman að því að rekast á gömul (samt eiginlega ekki gömul) verkefni því ég næ algjörlega húmornum. Þetta skrifaði ég t.d. einu sinni í söguverkefni:
"Vefnaður og prjónles voru verk kvenna og var algengast að þær notuðu veturna til að leggja stund á þessa iðn. Landbúnaður virðist hafa verið í hægri þróun (þó margir sveitamenn séu vinstrisinnaðir). Þó voru menn farnir að reyna fyrir sér með þúfnasléttun sem skapar að sjálfsögðu meira land til sláttar sem gerir meira hey yfir veturinn fyrir meiri búfénað."
Ef þið komið ekki auga á brandarann þá eruði fávitar. Þorsteinn sögukennari hló altént dátt að þessu. Í seinni tíð hef ég samt fengið útrás fyrir þessa þráhyggju mína á þessu ágæta bloggi þó að ykkur finnist það kannski aldrei fyndið. Það er sko gott og blessað.

Ég var að skrifa langa rullu um dauðann en ég ákvað að stroka hana út. Niðurlagið í henni var að mér finnst ég stundum vera tilfinningalega þroskaheftur. Held næstum að tárakirtlarnir (eða hvað þessi skítur heitir) séu eitthvað bilaðir. Ég hef nefnilega oft grátið yfir fótbolta. Rökfræðilega mætti því leiða það út að mér finnist fótbolti mikilvægari en líf fólks, sem er ekki rétt... vona ég.

Jæja, það þýðir nú ekkert að röfla hérna lengur því ég gleymdi að borða kvöldmat og klukkan er orðin 11. Mig langar bara ekkert í eitthvað skítakjötfars. En maður á náttúrulega bara að þakka fyrir það sem maður hefur (bíllykla, 1100 kall og símann hjá Pissahöllinni... neinei, ég segi svona). Góða nótt.

p.s. á morgun keppi ég í spurningakeppninni Fyllerí. Gaman verður að sjá hvernig það gengur.

sunnudagur, apríl 17, 2005

Hæ hæ og halló. Er einhver hress á því búinn að kaupa sér miða á Franz Ferdinand? Er kannski orðið uppselt?
Ég er búinn að vera í góðu tjilli síðan í síðustu færslu en annars nenni ég eiginlega ekki að vera að blogga um hvað ég hef verið að gera enda kannski ekki neitt sérstaklega áhugavert fyrir ykkur að vita. Blehh.

Mig langar að fara að kíkja til útlanda bráðum.

Ég tékkaði söngkeppni framhaldsskólanna lítillega í gær. Kannski það hafi eitthvað með það að gera að Félag framhaldsskóla er að leggja upp laupana en mér fannst voða skrítið hvað það voru miklir nobodys í dómnefndinni. Enda fór það svo að MH vann ekki, sem hlýtur að teljast stórfurðulegt. Enn undarlega er þó að einhver reðursuga með 2 gógópíur skuli hafa unnið þetta og einhver rammfölsk beygla hafi fengið þriðja sætið. En ég að vísu sá lítið af keppninni þannig að mér er hollast að halda kjafti. Tókuð þið samt eftir því að fyrsta lagið, Borgó-lagið, var sungið á ensku? Ef einhver veit af hverju það var þá má sá hinn sami endilega kommenta (t.d. Steini!). Ég hallast að því að hún hafi bara verið að mótmæla því að það þurfi að íslenska textana fyrir þessa keppni.

Svo tékkaði ég líka Djúpu laugina á föstudaginn. Ég sá engan mun á henni og þegar hún var og hét. Hrikalega leiðinleg. Þessir þættir reiða sig alfarið á að keppendur séu skemmtilegir en það gerist örugglega voða sjaldan. Spyrlarnir spurja líka alltaf sömu spurninganna. Ömurlegt. Hehe, muniði eftir byrjunaratriðinu í "Maður eins og ég" með Jóni Gnarr? Það var fyndið maður...

Jæja, þetta blogg er nú farið að vera upp á frekar fáa fiska. 6 færslur á mánuði er ekki að gera sig. Ég ætla samt ekkert að vera að lofa bót og betrun (segir maður það ekki?) því þið eruð öll kúkalabbar (úhh, harður gaur!). Um daginn skrifaði ég að mér þætti voða vænt um ykkur og það var ekki einn sem svaraði og sagði "sömuleiðis" eða eitthvað í þá áttina... Kokksökkers.

p.s. ég er búinn að komast að því hvað er betra en að eiga kærustu. Það er (fyrir sjónlausan mann eins og mig) að eiga kærustu sem er með Sýn. Líka að eiga kærustu sem færir manni beikonvafðar pylsur og kók þegar maður liggur uppí sófa og horfir á enska boltann. Mér eldri og reyndari menn segja mér að vísu að svona stjan sé eitthvað sem endist ekki nema kannski 2 eða 3 mánuði. Við skulum samt sjá til.

p.p.s. Birna Katrín fær afmæliskveðjur (enda á hún afmæli á morgun) en líka skammarverðlaun fyrir að þykjast ætla að halda afmæli en hætta svo við það. Hún deilir þessum skammarverðlaunum með liðleskjunum og horsjúgandi aumingjunum sem standa að GENTS ásamt mér, því þeir nenntu ekki að hafa fund á laugardaginn. Í staðinn þurfti ég að spila pro evolution við Magga mis og Túra og þeir eru ömurlegir í leiknum.
Golli fær hins vegar hlýjar þakkir fyrir að nenna að skutlast með mig um bæinn þveran og endilangan. Hann er gull af manni.

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Þvílíkt gluggaveður. Ég hélt að sumarið væri komið þannig að ég skellti mér núna í hádeginu á bolnum í smá göngutúr á laugaveginum. Neinei, er ekki bara skííítakuldi úti og sólin svo lágt á lofti að húsin á laugavegi komu í veg fyrir að hún gæti skinið á mig. Ég var kominn á þá skoðun að þetta hefði verið ömurleg hugmynd hjá mér en þá kom helvíti hress gamall kall, ekki ósvipaður Bobby Fischer í útliti, og öskraði á mig að Reykjavík væri borgríki á Íslandi. Það fannst mér svolítið fyndið. Ég veit ekki alveg hvað maðurinn átti við en ég kinkaði bara kolli og hélt mína leið. Svo var annar gaur sem talaði upphátt við sjálfan sig um eitthvað á ensku en ég skildi ekkert hvað hann var að segja. Gaman að þessu skrautlega liði.

En er sumarið ekkert að fara að koma?

mánudagur, apríl 11, 2005

Nú er ég búinn að fara á 3 leikrit á árinu. Það hlýtur að teljast nokkuð gott. Haldi fram sem horfir verð ég þá búinn að sjá 9 leikrit þegar árið er á enda. En ég er því miður frekar viss um að þetta muni ekki halda svona áfram. Ég tími eiginlega aldrei að fara í svona "alvöru" leikhús. Leikritin sem ég er búinn að sjá eru öll leikin af skólakrökkum.

Fyrsta leikritið sem ég fór á var MH-leikritið Martröð á jólanótt. Það mátti aldeilis hlæja að því leikriti enda held ég að það hafi aðallega verið gert til þess. Reyndar var eilítill amatör-bragur á þessu enda skilst mér að ég hafi farið á lélegustu sýninguna á þessu leikriti. T.d. var byrjunaratriðið eftir hlé svona hálftíma langt því hljómsveitin datt úr sambandi og eitthvað meira vesen. Leikararnir kláruðu sig samt ágætlega frá þessu. En allavega, skemmtilegt leikrit þarna á ferð.

Næsta leikrit sem ég sá var allt öðruvísi. Þar var mikið meira gert úr glimmer og sjóvi, dans- og söngatriðum. Ég fór að sjá Welcome to the jungle sem Verslingar sýndu. Þetta er frumsamið leikrit eftir leikstjórann, sem ég man ekki hvað heitir. Söguþráðurinn var óþolandi leiðinlegur og fyrirsjáanlegur og karaktersköpun furðu léleg (eða leikararnir lélegir, ég held samt ekki). Sýningin var borin uppi af ágætlega heppnuðum dans- og söngatriðum en var allt í allt frekar leiðinleg eins og við mátti búast.

Í gærkvöldi fór ég svo á þriðja leikritið á árinu og það var sko mesta sýran. Nei ok, það var kannski ekki algjör sýra en það var alveg frekar súrt stundum. Ég var líka einhvern veginn að búast við fullt af bröndurum og kynlífi en í staðinn fékk ég nokkur djók og að sjá tippið á gömlum feitum kalli. Þetta var leikrit útskriftarnemana í Leiklistarskólanum og ég man bara ekki hvað það heitir. Það fjallar um dóttur guðs sem droppar niðrá jörðina til að tékka ástandið sem virðist vera frekar lélegt. Þetta kann að hljóma eins og ekki svo mikil sýra, en það er samt alveg mjög mikil sýra í þessu. Ég myndi segja að þetta væri frekar póstmódernískt dæmi (neibb, ég veit ekki hvað það er). En ég hafði furðu gaman að þessu og ég fékk það meiraðsegja á tilfinninguna í örskotsstund að listaverk þurfi ekki endilega að meika sens. En svo kom ég aftur til sjálfs míns og fattaði að þetta væri auðvitað bara sýra.


Helgin var alveg óþolandi róleg hjá mér og mig langar á fyllerí í vikunni. Ef ekki fyllerí þá allavega bomberman-session hjá einhverjum (t.d. einhverjum sem á Bomberman) með bjór í hönd. Hvernig væri svo að einhver herramaður myndi hósta GENTS-fund á næstunni?

p.s. ég er orðinn alveg viðbjóðslega góður í Pro Evolution. Ég tók svona 4 tíma session með Krissa á laugaradaginn og við erum að tala um þvílíkt rúst. Tölur eins og 7-1 og 5-0 voru algeng sjón. Hann fær tækifæri til að hefna ófaranna í alvöru fótbolta í kvöld, en eitthvað (það að ég er viðbjóðslega góður í alvöru fótbolta) segir mér að það muni ekki ganga eftir.

laugardagur, apríl 09, 2005

Grasið er grænt.

Ég er farinn að safna að mér efni fyrir skáldsögu sem ég ætla að skrifa. Reyndar er ég ekki byrjaður að safna efni en ég er samt svona, já, dulítið að spá í þessu. Að skrifa skáldsögu. Ég veit reyndar ekki um hvað hún á að vera. Hallast að því að hún muni fjalla um Íslending. Líklega karlmann, því kvenhugurinn er eitthvað sem ég er laaaangt frá því að skilja. Reyndar væri kannski svolítið fyndið að setja sig inn í hugarheim einstæðrar móður á fertugsaldrinum, verandi 18 ára stráklingurinn ég. Það hljómar samt ekki eins og skemmtilegur karakter í bók (einstæð móðir á fertugsaldri þ.e.). Kannski ef ég myndi láta hana lenda í einhverjum margbrotnum aðstæðum? Já, segjum bara að hún sé geðveik í hausnum. Það er nú annar hver Íslendingur frekar nöttaður á því þannig að ekki getur það talist ólíkindalegt. Ok, hún er geðveik og svo er hún líka fáránlega fátæk. Einn daginn er hún að hugsa geðveikt mikið um hvernig hún geti borgað alla reikningana og krakkinn er geðveikt vælandi á meðan hún er að hugsa. Allt í einu fær hún nóg og stingur bréfahnífnum í hjartastað barnsins og drepur það.

Og svo... hmmm, já, ég sá það strax. Það er ekki hægt að gera góða sögu um einstæða móður. Nei, ég skrifa bók um sérvitring. Sérvitringur skrifar um sérvitring. Það meikar meira sens. Muniði þegar ég skrifaði um gaurinn í bókabúðinni? Ahh, það var góður gaur. Kannski ég skrifi bara meira um hann. Mig langar í pítsu. Bæ.


Ógeðslegir brandarar flugu í Intersportinu í dag og þar á meðal voru brandarar eins og:
Veistu hver er munurinn á taílenskri hóru og 10 ára dóttur hennar?
Svar: 500 kjeeeelll.

Svo reyndi ég að segja brandara sem var geðveikt langur en þegar á hólminn var komið var ég búinn að gleyma pönslæninu. Það var svoldið kjánalegt. Allavega, mér þykir voða vænt um ykkur kæru lesendur. Ég segi það ekki nógu oft. Sjáumst.

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Lífið er eins og konfektkassi, maður velur karamellumolana úr og skilur hina eftir.
Reyndar er lífið alveg grunsamlega gott hjá mér núna og ég býst eiginlega við því að fótbrotna þá og þegar eða eitthvað þvíumlíkt. Að vísu er mútta í einhverri fýlu út í mig fyrir að ég skyldi gefa í skyn að hún væri leiðinleg. Ekki kannski "óskabrúðkaupsafmælisgjöfin" (hún og pabbi áttu brúðkaupsafmæli í dag) en þegar ég er þreyttur þá veit ég fátt leiðinlegra heldur en að hlusta á fólk láta dæluna ganga um hluti sem ekki eru hið minnsta áhugaverðir (eins og t.d. prentarar eða skólastjórar, já eða bara kennslumál almennt).

Lífið er skemmtilegt í vinnunni núna eftir smá leiðindastress og vinnuþreytu í mér síðustu daga. Er farinn að vinna mikið með nokkrum háskólakrökkum og þau eru sérdeilis spræk. Þau koma reyndar stundum með einhverja svona háskólabrandara sem ég skil ekkert (dæmi: "bíddu, þegar þú segir "þeir", ertu þá ekki að tala um okkur?" "Jú, haha, hið póstmóderníska "við"") og svo eru umræðurnar oft á hærra plani en ég er vanur að venjast. Maður lærir vonandi inn á þetta svo maður sé ekki eins og kjáni þegar maður byrjar í háskólanum í vetur.

Ég er núna farinn að velta því fyrir mér hvað ég á að gera í sumar í fótboltanum. Það eru þrjú lið núna sem ég gæti spilað með en miðað við líkamsformið þá er það 3 liðum of mikið. Þess vegna ætla ég að byrja í ræktinni á morgun eða hinn og reyna að tvöfalda úthald og vöðva á einum mánuði. Takist þetta þá treysti ég mér vel til þess að spila með öllum liðunum. Ef þetta tekst ekki þá hugsa ég að ég láti nægja að spila með ír-ingunum (ef maður á einhvern séns þar... kannski réttara að segja "æfa með ír-ingunum") og 7 manna liðinu sem Misserinn er að mixa. Hann var reyndar að bjóða mér í eitthvað 11 manna lið líka og ég hugsa að ég tékki á æfingu með þeim. Jájá, allt að gerast í boltanum. Svaka spennó.

p.s. "Esso, Skeljungur og Olís hækkuðu öll verð á 95 oktana eldsneyti um 5 krónur í gær, þau drógu svo öll verðhækkunina til baka í dag". Er þetta ekki eitthvað djúbíus dæmi? Ef það er eitthvað til sem heitir "óbeint verðsamráð" þá held ég að það sé þetta. Ég held allavega áfram að versla við Atlantsolíu og vil minna fólk á að Orkan og ÓB og þetta kjaftæði eru allt bara stóru olíufélögin í dulargervi. Pís át.

laugardagur, apríl 02, 2005

Mér til málsbóta vil ég byrja á að segja að ég ætlaði að blogga um daginn (og veginn! haha, nei djók, ég ætlaði sem sagt að blogga fyrir nokkrum dögum... magnað mál þessi íslenska) en þá sagði Blogger bara "sorrí man, no can do". Ég man ekki hvað ég ætlaði að blogga þá þannig að ég blogga bara um það sem mér dettur í hug. Hvað finnst fólki annars um að nota hið íslenska orð "röfl" í staðinn fyrir "blogg"? Mér finnst "blogg" allavega vera mjög lélegt orð en það gæti reynst erfitt að losna við það úr þessu.

Ég fór í klippingu í gær og gellunni sem klippti mig tókst ágætlega til að mínu mati. Að vísu tók hún frekar mikið af toppnum þrátt fyrir skýr fyrirmæli mín um að það skyldi hún ekki gera. Mig grunar að hana hafi bara langað svo mikið til að sjá meira af þessu fallega andliti.
Þar sem ég sat í klippistólnum rifjaði ég upp eitt af vandræðalegustu augnablikum sem ég hef upplifað. Það var þegar ég fór einhvern tímann í klippingu í Kringlunni og ákvað að spara mér pening með því að láta hárgreiðslunema (ekki svona "hitanemi"-nema heldur svona "nemandi í skóla"-nemi) klippa mig. Eitthvað var ég nú frekar mikið ósáttur þegar ég kom heim og sá hárið mitt í speglinum. Þegar ég var búinn að röfla um hvað þetta væri ömurlegt ákvað mamma að hringja bara á klippistofuna og gá hvort ég mætti ekki bara koma aftur til að laga hárið eftir mínum óskum. Svo fer ég aftur á klippistofuna og átti þetta skemmtilega samtal við einhverja klippikonu:

Klippikona: Jæja blessaður, Sindri er það ekki?
Ég: Júbb.
Klippikona: Já, þú varst eitthvað ósáttur við klippinguna þína?
Ég: Jaaaá, æjj, já, ég er nú ekki alveg nógu sáttur en það var nú bara einhver nemi sem að klippti mig.
Klippikona: Já, það var sko ég.

Þetta er annað af 2 skiptum á ævi minni sem ég hef gjörsamlega frosið af skömm og barasta ekkert vitað hvað ég átti að segja. Hitt skiptið var síðasta sumar. Þá vorum ég og Elmar félagi minn með svona "tjill-system" sem virkaði þannig að við skiptumst á að liggja í letibæli inná skólager í vinnunni, á meðan hinn var í skódeildinni og passaði að enginn labbaði inná skólager. Nema hvað að einhvern tímann ligg ég þarna og er bara að lesa í Fréttablaðinu og þá kemur stelpa sem heitir Anna (og var svona aðstoðarverslunarstjóri) inn og sér mig bara liggjandi þarna í algjöru tjilli. Ég náttúrulega stökk á fætur en svo man ég ekkert hvað ég sagði en það var eitthvað þessu líkt: "eeuuuueeeee". Og hún sagði orðrétt "hvað helduru eiginlega að þú sért að gera?!" og var mjög reið. Og þarna fraus ég alveg og ég man bara ekkert hvað ég sagði. Reyndar var ég í hálfgerðu sjokki því ég sá fyrir mér að verða rekinn samdægurs, alveg þangað til ég kom útaf skólagernum og sá Elmar liggjandi í gólfinu af hlátri. Hann hafði þá sagt Önnu frá þessu og beðið hana um að fara og þykjast vera geðveikt reið. Ahhh, það var fyndið maður.


p.s. Ég er búinn að hitta foreldra Dagnýjar. Ég vona að ég hafi gefið gott först impressjon en ég held reyndar að ég sé svoldill svona Chandler gaur í mér, ég sem sagt gefi ekki gott först impressjon. Ég var samt alveg sáttur við frammistöðuna hjá mér. Hefði samt viljað standa mig betur þegar ég tók í hendina á pabba hennar. Var ekki alveg nógu þéttingsfast handtak. Þau virkuðu samt voðalega næs, ekki það að ég hafi búist við neinu öðru.

p.p.s. Ok, í gær hélt ég að sumarið væri basically komið en svo kemur bara snjór í dag. Þetta veðurfar hérna er alveg ótrúlegt.

p.p.p.s. Hitti Hemma Gunn um daginn. Hann er alltaf jafn hress kallinn. Frábær gaur.