Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Ég er byrjaður í skólanum og það er geðveikt mikið að gera og ég get örugglega ekki bloggað fyrr en á jólunum. Kviss bamm búmm. Sjáumst.

p.s. þakka samt öllum sem mættu í partí aldarinnar á föstudaginn. Þetta var helvíti fínt þótt vottað hafi víst fyrir einhverju veseni og drama en ég var svo fullur að ég tók ekki eftir því. Carlsbergin gerði góða hluti og einnig tekíla og lakkrísstaupið hans Ragga T, en ég verð samt að segja að ég mæli ekkert sérstaklega með því að menn sem eiga það til að missa sig undir áhrifum áfengis séu að drekka tekíla (og þá er ég ekki að tala um sjálfan mig).
Spes þakkir til alla sem færðu mér gjöf. Sveitt afmæliskaka, Súpersex-bókin, bjórglös, bindi og fleira var að gera góða hluti. Einnig hljómsveitin sem mætti allt í einu og spilaði í eldhúsinu. Það var hressandi.

p.p.s. eftir forvitnilegt spjall við Dagnýju í gær hef ég komist að því að það væri alls ekki ósniðugt hjá mér að kynna mér aðeins líkama konunnar betur. Ég vil helst ekki koma upp um hvaða leyndardóm Dagný var að afhjúpa fyrir mér (mig?) en við skulum segja að ég hefði orðið álíka hissa ef hún hefði sagt mér að konur væru í rauninni með 3 brjóst. Kannski Súpersex-bókin gæti komið að gagni en því miður er ég búinn að skipta henni fyrir klámblöð.

p.p.p.s. en jæja, nú þarf ég að fara að lesa um binary og fleira skemmtilegt í bók sem heitir Java. Hún er örugglega mjög skemmtileg. Á morgun er ég í skólanum til 18:40. Það verður örugglega líka mjög skemmtilegt. Sjáumst.

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Jájá, í byrjun 20. aldarinnar flykktust (flyktust? flykktust? að flykkjast? brottfall? maður spyr sig... nei, það er líklega flyktust... nei fjandinn, ég veit það bara ekki) Íslendingar þúsundum saman til Ameríku. En núna, meiraðsegja þegar Flugleiðir (eða Icelandair) eru farnar að bjóða netsmelli á hreint hlægilegu verði, að þá nennir náttúrulega enginn til Bandaríkjanna sem gæti þá tekið með sér til baka fartölvuna mína. Mér lýst illa á að byrja í skólanum án hennar. Ég held nefnilega að fyrsta daginn í skólanum þá verði allir að metast um hver er með bestu og flottustu fartölvuna og svo á einhver eftir að spyrja mig og ég verð bara "ööö, ég er eiginlega bara með blað og blýant" eins og þvílíkur lúði. Svo er kennarinn kannski að flytja fyrirlestur og segir "já, og svona er þá Riemann-summan og ég myndi feitletra síðustu línuna ef ég væri þið... jahh, nema náttúrulega að þið séuð, hehe, séuð ekki með fartölvu... hóst*Sindri*hóst".

En kannski eru þetta óþarfa áhyggjur hjá mér. Ég fer allavega á morgun og kaupir mér glósubækur og kannski blýant og svoleiðis. Svo þarf ég að punga út einhverjum 30 þúsundum fyrir nokkar námsbækur. Mér finnst það svona frekar gróft en það er víst lítið við því að gera.

p.s. Það eru víst rétt rúmir 3 mánuðir í að desember-mánuður gangi í garð. Ég er strax farinn að hlakka til enda er desember eiginlega uppáhalds mánuðurinn minn þrátt fyrir prófastress og þvíumlíkt. Sumarmánuðirnir koma samt sterkir inn enda hata ég ekki sólina og útifótboltann.

p.p.s. Mig vantar alveg sárlega kvót fyrir þessa færslu.

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Sælir lesendur. Doktorinn heilsar ykkur hér, tja, ekki beint frá hinum venjulegu vígstöðum. Nei, nú er ég staddur þar sem gott er að búa, nánar tiltekið í Kópavogi. Sem minnir mig á það að ég er með stórfréttir. Familían Þórisson er bráðlega að flytja úr gettóinu. Foreldrar mínir skelltu sér á íbúð í Hlíðunum (svona skemmtilega stuttu eftir að ég kláraði MH) og ég verð að segja að mér lýst bara helvíti ágætlega á þá ákvörðun. Ég fékk reyndar engu um þetta ráðið og ég virðist litlu eiga að ráða heldur um herbergjaskipan. Málið er að ég á að fá minnsta herbergið og það er svo lítið að við þurfum líklega að kaupa minna rúm fyrir mig svo það sé hægt að opna hurðina. Þess má til gamans geta að forveri minn í þessu herbergi var ársgamalt barn og veggirnir eru þaktir hinum ýmsu bókstöfum barninu til gagns og gamans. Pabbi segir að það sé óþarfi að spreða í málningu og mála herbergið útaf þvílíku smáatriði.

Núna er ég í vikufríi. Fyrsta fríinu sem ég tek frá því milli Þorláksmessu og 3. janúar. Það er illa ljúft. Ég gæti alveg vanist þessu. En það þýðir víst lítið því að verkfræðin bíður handan við hornið með alla sína stærðfræðigreiningu og eðlisfræði og fleira skemmtilegt. Ég veit reyndar ekki ennþá hvernig stundataflan mín en hún hlýtur nú að fara að verða tilbúin.

Á laugardagskvöldið fann ég fyrir meiri ölvun en ég hef fundið fyrir lengi. Ég held að líkami minn hafi bundist einhverjum óskiljanlegum böndum við Carlsberg-bjór. Bragðaði hann í fyrsta skipti í langan tíma og mér varð strax að orði "hmm, líklega besti .... í heimi". Ég skil ekki af hverju ég hef beilað á kallanum svona lengi því hann reyndist mér alltaf vel. Það er allavega nokkuð ljóst að kallinn verður með í för á næstu djömmum því hann er yndislegur.

p.s. ef þið eruð að spá "hey, hver er kallinn?", þá er "kallinn" sem sagt stytting á Carlsberg. "Kallinn" er þá borið fram eins og "Halli" í "Halli og Laddi", ef þið fattið.

p.p.s. Nú man ég. Ég hætti að drekka Carlsberg vegna þess að ég hataði Liverpool of mikið eftir að þeir keyptu Luis Garcia. Þeir spiluðu líka svo leiðinlegan fótbolta á síðasta seasoni að fólk dó actually úr leiðindum sem horfði á þá spila. Og Carlsberg er sem sagt einn aðalstyrktaraðili Liverpool en ætli maður láti sig ekki hafa það.

mánudagur, ágúst 22, 2005

Hey kids, ég bið ykkur ekki oft um greiða en ég er í smá bobba núna. Málið er að frændi minn býr í bandaríkjunum og keypti fyrir mig fartölvu fyrir skólann. Hjónaleysin sem ætluðu að taka tölvuna með til Íslands beiluðu hins vegar þannig að núna er tölvan mín bara föst í Flórída. Ef þið vitið um einhvern eða eruð sjálf að fara til Bandaríkjanna þá endilega látið mig vita í síma 867-7076 og frændi minn getur þá póstsent hana hvert sem er innan Bandaríkjanna.

p.s. Er ekki Arthúr í Bandaríkjunum? Vitiði hvernig maður getur náð í hann?

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Kynþokkafulla útvarpsröddin mín fékk að njóta sín aðeins á fm957 í gær. Það var einhver kvikmyndaleikur í gangi og Pésilíus snillingur í vinnunni vissi svarið. Hann vildi samt ekki hringja eða eitthvað þannig að ég reyndi að ná inn og viti menn, það tókst. Hér er svo samtalið sem ég átti við útvarpsmanninn (það sem er feitletrað er það sem að heyrðist í útvarpinu eftir að gaurinn var búinn að klippa samtalið til):

Gaur: FM góðan dag
Ég: Já, eruði ekki með einhverja kvikmyndagetraun?
Gaur: Einhverja kvikmyndagetraun? Við erum sko með brjálaða kvikmyndagetraun sem enginn getur. Veist þú svarið?
Ég: Já, kannski, er þetta nokkuð úr Cape Fear með Robert de Niro?
Gaur: Jahá! Heyrðu það er bara hárrétt hjá þér! Glæsilegt...
-hér kom svo eitthvað bull þar sem hann spurði hvað ég héti og hvar ég væri að vinna og svona...-
Ég: Og fæ ég svo ekki einhverja vinninga?
Gaur: Hahaha, jú, heldur betur! Heyrðu ég ætla að leysa þig út með þvílíkum gjöfum. Þú færð tvær kippur af Pepsi MAX! DVD-disk með strákunum og síðast en ekki síst... POTTÞÉTT 38!!!
Ég: Jájá
Gaur: Hvernig finnst þér þetta?
Ég: Ja, þetta er bara fínt.
Gaur: Er þetta fínt? Er þetta ekki frrrrábært?
Ég: Ha jú, þetta er frábært maður.
Gaur: Svo er það bara ein spurning að lokum sem ég verð að spyrja...
Ég: Nú, hver er hún?
Gaur: Hver er svo uppáhalds útvarpsstöðin þín?
Ég: Úff, hehe, viltu fá hreinskilið svar?
Gaur: Þú verður bara að segja mér, hver er uppáhalds útvarpsstöðin þín?
Ég: Ja, það er eiginlega x-fm þessa dagana.
Gaur: Já, hehe, en þú verður eiginlega að svara þessari spurningu til að fá vinningana...
Ég: Já ok, það er fm957.


Nú er bara spennandi að vita hvort einhver setur DVD með Strákunum eða Pottþétt 38 á óskalistann hjá sér fyrir jólin svo það nýtist mér eitthvað að hafa átt þetta kostulega símtal.

p.s. Ég er nokkuð viss um að konan sem ég var að afgreiða þegar þetta heyrðist í útvarpinu hefur haldið að ég væri mongólíti því ég hló svo mikið að þessu.

mánudagur, ágúst 15, 2005

Kvót dagsins, eða kannski tilvitnun dagsins, er nokkuð sem að bloggarar eiga það til að redda sér á. Maður hefur ósjaldan rekist inn á bloggsíðu og af asnaskap lesið heila færslu sem gjörsamlega ekkert er varið í. Eftir slíka færslu ætti maður að hugsa "hmm, af hverju skýtur þessi gaur sig ekki bara eða allavega hættir að blogga?" En þessu tekst ólíklegasta fólki að redda með "kvóti dagsins". En það verður þá líka að vera gott kvót. Ég hef líklega nánast aldrei notast við kvót dagsins en fullvissa sjálfan mig um það að það sé ekki vegna þess að ég umgangist lítið af fólki sem missi út úr sér gullkorn stöku sinnum. Ég veit eiginlega ekki af hverju ég kvóta ekki villt og galið á þessu bloggi því maður hefur nú ósjaldan skrifað óprenthæfan skít hérna sem engum geðjast og síst mér sjálfum.

En yfir í annað. Hafi þið orðið vör við miklar drunur í gærkvöldi þá gæti það verið vegna fagnaðarlátanna á Leiknisvelli þegar ég skoraði enn eitt glæsimarkið í sumar. Ég var einmitt markahæstur í leiknum og hef að sjálfsögðu verið stoltið uppmálað síðan.

Dagný er ennþá á Spáni. Helvíti skítt maður. Vonandi skilar hún sér í upprunalegu ástandi.

Ég átti afmæli á laugardaginn og ég hata alla sem óskuðu mér ekki til hamingju og þeir mega brenna í helvíti, jafnvel þó ég þekki þá lítið. Afmælisdagurinn fór í að horfa á mikinn fótbolta enda erum við pabbi orðnir áskrifendur að Enska boltanum og hann byrjaði um helgina. Þetta var því helvíti góður dagur. Ég tók drykkjuna á þetta deginum áður því ég var að keppa á sunnudeginum. Blablablabla blablablabla bla.


Kvót dagsins:
(smá forsaga) Ég var að spila með Vinningsliðinu um daginn og við töpuðum 2-1. Svo var ég á leiðinni heim en á bílastæðinu hjá Leiknisheimilinu sá ég kunnuglegan rass á skokki. Þá var þar mætt Tinna Mark (sem ku einmitt hafa dillað Beyonce-rassinum framan í vini mína á síðustu þjóðhátíð hef ég heyrt) sem var að vinna með mér í Intersport. Ég átti við hana þetta spjall sem mér fannst alveg ótrúlega fyndið en er svona smátt og smátt að gera mér grein fyrir að er kannski ekki svo fyndið á prenti (og hér er kannski komin ástæðan fyrir skorti á "kvótum dagsins" hjá mér):

Sindri: Er bara verið að skokka? (En hvað ég er gáfaður...)
Tinna heyrir ekki neitt því hún er með iPod.
Sindri (aðeins hærra): ER BARA VERIÐ AÐ SKOKKA?
Tinna: Úffpúff, nei hæ! Ha, jájá, alltaf að skokka... Hvað varst þú að gera?
Sindri: Æjj, ég var að spila leik í Carlsberg-deildinni.
Tinna: Núnú, með hvaða liði?
Sindri: Hehe, Vinningsliðinu.
Tinna: Nú, til hamingju.
Svo var hún rokin...

p.s. Ef þetta verður ekki í síðasta skiptið sem ég verð með "kvót dagsins" sko...

laugardagur, ágúst 06, 2005

Ég er alveg hættur að geta talað þannig að ég get allt eins bloggað bara. Því er samt ekki um að kenna að ég sé orðinn svo feiminn að ég tjái mig ekki í máli. Ástæðan er einfaldlega sú að ég var með hálsbólgu og kvef og svo ákvað ég að spila fótboltaleik og vinna á útsölu og núna er hún bara næstum alveg farin (röddin þ.e.a.s., ef þið eruð frekar athyglisbrostin á því).
Ég er búinn að prófa ýmislegt til að hressa hálsinn við og fá aftur silkimjúku englaröddina sem ég var með, en í staðinn hljóma ég eins og, þið vitið, bara einhver gaur sem er með geðveikt ráma rödd. Ég prófaði eplaedik og gammel dansk (ekki þó samanblandað), hálsmola og sitthvað annað en það gengur ekkert. Reyndar er þetta dálítið svöl rödd. Ég er að hugsa um að búa til fyrstu talhólfskveðjuna mína á meðan röddin er svona. Kannski maður taki bara líka þátt í Idolinu ef þetta endist eitthvað. Spurning líka um að viðhalda þessu bara með kaldri sturtu á morgnana.

Djöfull fæ ég mikla kjánatilfinningu stundum þegar ég horfi á Kastljósið. Einn gaurinn þarna gæti ekki lesið á lifandi hátt af textavél þótt hann væri að lesa Faðirvorið (hvenær verður svo Faðirhaustið samið? Nei, róa Spaugstofubrandara...) og svo eru sumir þarna bara svo fökt á því að viðmælendurnir tala þetta lið bara í kút. Ég fékk eiginlega nóg þegar ég sá þáttinn í kvöld og komst að því að þessir gaurar geta ekki einu sinni haldið rönni í 20 mínútur þó þeir séu með Ómar Ragnarsson í settinu. Ef menn geta það ekki þá geta þeir eins hætt þessu. Þegar það kemur þögn í spjallþætti þá hefði maður haldið að stjórnendurnir væru kannski með eins og eina spurningu á takteinunum en neinei. Ef ekki hefði verið fyrir góðan sans Sérans sem var þarna fyrir því hvað stjórnendurnir voru slappir í tussunni þá hefði þessi þáttur minnt á, þið vitið, einnar mínútu þögn eða eitthvað (já, enn er ég ekki að standa mig sérstaklega vel í viðlíkingum).
Stundum spyr ég mig "hvernig halda þessir menn eiginlega vinnunni?" en svo fatta ég að það getur ekki verið að ég viti svarið fyrst ég er sjálfur að spyrja að þessu. Já, það borgar sig stundum að vera gáfaður.

p.s. Ég treysti því að fólk sé allavega komið með góða hugmynd um hvað það ætlar að gefa mér í afmælisgjöf því ég á náttúrulega afmæli eftir akkúrat viku, fyrst að það er komið fram yfir miðnætti. Dagný ætlar að gefa mér vikufrí til að sletta úr klaufunum og hössla dömur eins og mig lystir á meðan hún fer til Spánar í einhverja nunnuferð með vinkonum sínum. Það hljómar ágætlega. Mamma og pabbi ætla að gefa mér tösku. Það hljómar ágætlega líka, nema þá að það þýði að þau vilji að ég fari að pakka dótinu mínu í tösku og drullist til að verða fullorðinn og flytji að heiman. Maður spyr sig. En þið hin hafið sem sagt ennþá viku til að velja gjöf. Lifið heil.

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Já ok, veikindin mín voru greinilega bara fótboltaleysi að kenna. Allavega var ég bara að horfa á fótboltaleik í sjónvarpinu og við það varð ég strax hressari. Djöfull var þetta líka góður leikur. Áfram FRAMarar!

Hvernig væri svo að kommenta eitthvað meira heldur en bara "bloggaðu meira fucking fíbblið þitt". Þið vitið, mér finnst gaman að fá komment sko.

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Í 5 ár spilaði ég fótbolta með Knattspyrnufélagi Rangæinga en núna þegar ég er fluttur í borgina að þá er ákveðið að búa til stuðningslag fyrir félagið. Ég er mjög mjög svekktur. Af hverju gat Viktor þjálfari ekki leyft okkur stráknunum að búa til svona stuðningslag?
Ég skora samt á alla sem þetta lesa að smella hér því þetta lag er sannkallað konfekt fyrir eyrun. Njótið.

mánudagur, ágúst 01, 2005

Mér líður ekki vel. Réttara sagt líður mér helvíti djöfullega. Aðallega á líkama en þó nokkuð á sál. Líkamleg vanlíðan stafar af aumingjaskap sem sumir kjósa að kalla flensu og einkennist af óeðlilegri hitnun líkamans, svima, hósta og kvefi. Þetta er að sjálfsögðu eitthvað sem ég, karlmaðurinn sem ég er, á erfitt með að horfast í augu við og þess vegna ákvað ég að fara áðan bara út að skokka og hrista "slenið" af mér. Og núna líður mér sem sagt djöfullega. Ekki bætir það ástandið að ég skuli vera algjörlega vanhæfur um að skipuleggja matarinnkaup fram í tímann og þess vegna er eina næringin sem finna má í húsinu lífræn AB-mjólk, rúsínur, morgunkorn og útrunnin léttmjólk (svona eins og það sé ekki nógu slæmt að það skuli ekki vera til nýmjólk að þá er léttmjólkin útrunnin).

Á sálinni líður mér heldur ekkert sérstaklega en ég veit ekki af hverju það ætti að stafa. Hugsanlega eru einhver tengsl á milli líkamlegrar vanlíðunar og þeirrar andlegu. Kærastan mín hefur enn ekki sagt mér upp, ég hef ekki verið rekinn úr vinnu og ég kemst örugglega inn í HÍ. Ég býst þess vegna við að þetta séu fráhvarfseinkenni á mjög alvarlegu stigi vegna þess að ég hef ekki komist í almennilegan fótbolta í svo langan tíma. Nú þegar ég sá fyrir mér að ég gæti kannski kíkt á æfingu á morgun að þá þarf ég endilega að fá einhverja drullukuntuflensu.


En yfir í skemmtilegri mál. Á laugardaginn borðaði ég einhverja bestu máltíð sem farið hefur inn fyrir mínar varir. Skrapp á Argentínu með Svenna og Ragga T og það var engu til sparað. Fordrykkur, forréttur, aðalréttur og eftirréttur og svo drykkur og vindill (þó ég hafi reyndar passað á vindilinn) í koníaksstofunni á eftir. Þetta er alveg eitthvað sem ég gæti vanist. Yndisleg humarsúpa og nautalundir sem migu uppi í kjaftinum á mér. Þessi rólegheitastemmning er mér líka mikið að skapi enda eyddum við þremur og hálfum tíma þarna inni. Þetta var magnað dæmi og Svenni og Raggi fá stubbaknús fyrir að vera klassa gott companion.

p.s. ef einhver á allt FRIENDS-safnið og vill vera heeeví góður félagi og fá mögnuð verðlaun þá má sá hinn sami koma til mín á morgun með t.d. 2. og 3. seríu. Ég held nefnilega að ég verði frekar veikur á því á morgun. Sjáumst lúðar.