Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

sunnudagur, desember 31, 2006

Loksins fóru kommentin að flæða. Últra mega rosa svaka sáttur með það.

Annars...

Mér finnst þessi háskóli bara frekar fökt dæmi. Ég eyddi ekki einni mínútu í að læra efnafræði alla þessa önn sem var að líða, en samt fékk ég ágætis einkunn í faginu og skoraði vel yfir meðaltal. Ég eyddi hins vegar talsverðum tíma í að læra stærðfræðigreiningu jafnt og þétt yfir alla önnina en skeit svo upp á bak í prófinu og fékk engan skeini og féll. Einnig finnst mér mjög furðulegt að aðrar deildir en verkfræðideildin fá alltaf 4 einingar fyrir áfanga sem að ég fæ bara 3 einingar fyrir. Eitthvað mjög undarlegt við það dæmi allt saman.

En ég var samt aðeins að ýkja með fyrstu setningu þessarar færslu. Ýkja og líka að reyna að segja eitthvað nýmóðins og svalt. Mér finnst háskólinn fínn.


Annars óska ég landsmönnum öllum til sjávar og sveita gleðilegs árs og þakka þeim sem lögðu sitt að mörkum við að gera árið 2006 alveg hreint mjög gott ár í lífi mínu. Ársuppgjörið kemur svo ef ég verð í stuði og kannski einhverjir mega flippaðir árslistar eða eitthvað þvíumlíkt.
Hafið það gott um áramótin.

fimmtudagur, desember 28, 2006

Það myndi nú kannski ekki drepa ykkur að kommenta. Hér er maður að segja frá kærustumissi og óska ykkur gleðilegra jóla en uppsker eitt og eitt komment vegna þess að þið aumu lesendur með ykkar feitu putta getið ekki andskotans til að skrifa eitthvað hlýlegt en jafnframt skondið og skemmtilegt í kommentakerfið. Urrgh.

Annars hafa jólin verið góð. Mikill svefn, mikið tjill, mikið PES, mikið borðað og héðan í frá verður svo líka mikið af hreyfingu. Fór í fyrsta skiptið í ræktina í gær í heila 3 daga. Þar var mættur gaur sem ég get svo svarið fyrir að er fyrirmyndin af Fat Bastard í Austin Powers-myndunum. Hann er alveg fruntalega feitur, og svona þegar maður fer að spá í það þá er hann eiginlega eins og jólatré í laginu en samt með mjög feitar lappir. Hvernig þessi maður ætti að geta klætt sig í sundskýlu get ég ekki skilið, en kannski er það líka óþarfi því að spikið lekur alveg yfir þetta allra heilagasta. Ég tók allavega extra vel á í magaæfingunum eftir að hafa séð þetta ferlíki.

laugardagur, desember 23, 2006

Doktor Sindri óskar lesendum öllum nær og fjær gleðilegra jóla. Hafið það sem allra best yfir hátíðarnar.

p.s. svona til öryggis ef þið hafið ekki heyrt kveðjuna í útvarpinu.

föstudagur, desember 22, 2006

Jæja, byrjum þessa færslu á gamla góða jæjanu. Mikið er nú mikið búið að ganga á síðustu viku eða svo. Prófin kláruðust loksins á þriðjudaginn og því fylgdi mikil gleði, þó mér hafi ekki gengið eins vel og ég hefði viljað. Vonum að einkunnirnar verði skemmtilegar en ég er hvort eð er svo tapsár að ég er aldrei sáttur nema kannski ef ég yrði efstur í einhverju fagi, annars er þetta bara eins og maður hafi tapað fyrir þeim sem eru fyrir ofan mann.

En fréttir af prófum blikna í samanburði við það sem ég þarf að segja ykkur núna lesendur góðir. Þannig er nú það að við Dagný erum hætt saman. Eftir 20 mánuði er þessu sambandi nú lokið og mér finnst alveg stórfurðulegt að vera að skrifa þessi orð. Slúðurtíkurnar sem þið lesendur eruð vonist kannski eftir að fá að heyra um einhvern mega dramatískan atburð sem olli þessu en þetta gerðist allt í góðu og við erum áfram góðir vinir. Samt hefur mér ekki liðið neitt sérstaklega vel síðustu daga en fróðir menn segja mér að það sé alveg eðlilegt og gott mál.


En að öðru. Á eftir prófatíð kemur stundum jólatíð og þannig er það nú. Því miður er systir mín hin stóra í heimsreisu mikilli þessi jólin og getur því ekki séð um að kaupa jólagjafirnar fyrir mig. Þetta hefur þýtt mikið álag á minn auma líkama við að finna góðar gjafir handa þeim nánustu. Fór í Kringluna í dag til að klára þetta en ég gat ekki verið þar nógu lengi til þess. Þvílík læti, ös og margmenni. Ég lét mér nægja að sjoppa í vínbúðinni og kaupa eina gjöf. Þetta þýðir hins vegar að á morgun verður mikið kapphlaup við tímann hjá mér því eins og alþjóð veit þá er heil umferð í enska boltanum á morgun sem maður þarf að fylgjast með.

Mér er búið að detta svo margt í hug til að blogga um í prófunum en aldrei einhvern veginn nennt að koma mér í það. Núna er ég samt búinn að gleyma því öllu. Nei bíddu, ég ætlaði að segja ykkur frá því þegar ég var í aflfræðiprófi að sýna mínar bestu hliðar. Allt í einu fór ég bara að heyra hrotur og hugsaði með mér "sjöss, verður að skutla magic í einhvern hérna... hvað er í gangi eiginlega?" Heyrðu, þá var þetta bara konan sem sat yfir okkur steinsofnuð með tilheyrandi hrotum og látum. Þetta uppskar óvænta og mikla kátínu í þessu annars strembna prófi.

Annars lofa ég að vera duglegri í skrifum núna. Læt örugglega heyra frá mér áður en að klukkan slær 6 á sunnudaginn!

föstudagur, desember 15, 2006

3 próf búin. 2 eftir. Á þriðjudaginn klárast þetta og þá set ég ykkur inn í málin. Þangað til þá vil ég leggja fyrir ykkur eina spurningu.

Ef maður er að hjóla á þrekhjóli og púlsinn er í 170 slögum, á maður þá að hætta strax eða er það bara allt í lagi? Álit pabba er að það sé væl að vera einu sinni að spá í þetta og auðvitað eigi maður að hjóla þótt púlsinn sé svoldið hár. Mamma sagðist þess vegna geta byrjað að skrifa minningargreinina ef ég ætlaði að reyna svona á hjartað. Hvað segið þið mér ó fróðu lesendur?

fimmtudagur, desember 07, 2006

Jæja, þá er búið að tilkynna hvaða rithöfundar eru tilnefndir til íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár. Maður bíður alltaf jafn spenntur yfir þessu. Verð að segja að þarna var ýmislegt að koma á óvart á meðan að annað var nokkuð fyrirsjáanlegt. Ég ætla þó ekki að reyna að halda öðru fram en að allir höfundarnir hafi átt skilið að vera tilnefndir, enda annað fjarstæða. Auðvitað saknar maður alltaf einhverra verka en þannig er þetta nú bara þegar velja skal og hafna.

Nei djók, bækur aðrar en þær er lúta að verkfræði hef ég ekki gluggað í lengi, og ekki ætla ég að taka upp á því í þessari prófatíð sem nú er í gangi.


Annars er mér hugleikin sú venja er tíðkast hér á landi að óska hverjum þeim sem tekur upp á því að hnerra, blessunar guðs. "Blessi þig", "Guð hjálpi þér" og fleiri frasar heyrast jafnan þegar fólk hnerrar. En hvaða gagn er að því? Ótal mörgum sinnum í gegnum tíðina hefur fólk sagt eitthvað þessu líkt við mig en ég hnerraði í dag þrátt fyrir það. Þess vegna hef ég ákveðið að þessi venja sé alveg off. Héðan í frá mun ég alltaf segja "mundu eftir lýsinu" þegar fólk hnerrar. Það ætti að hjálpa fólki frekar en að telja því trú um að það þurfi bara að bíða eftir að guð blessi það.

sunnudagur, desember 03, 2006

Djöfull sem ég er pirraður á auglýsingum Ölgerðar Egils Skallagrímssonar. Þið vitið hvað ég er að tala um. Ljóshærðu krúttlegu stelpuna sem syngur jólalög með fallegu barnslegu röddinni sinni. Fokking p**a. Ég var kominn með leið á þessum auglýsingum í hitteðfyrra en viti menn (!), þær eru byrjaðar aftur! Ég er viss um að víkingurinn og skáldið skapstóra frá Borg myndi snúa sér við í gröfinni ef hann frétti af þessu (og ef hann væri lifandi í gröfinni og væri kannski orðinn þreyttur í bakinu útaf því að hann væri alltaf í sömu stellingu... og líka ef hann var ekki lagður í bát og brenndur eins og gert var við höfðingja á þessum árum). Geta forráðamenn Ölgerðarinnar ekki allavega fengið þessa stelpu til að syngja nýtt lag eða er hún í dag bara orðin unglingur með meðfylgjandi ókrúttlegum unglingabólum? Þá væri allavega hægt að finna eitthvað annað krútt til að syngja ný lög, eða þá bara taka einhverja allt aðra stefnu, því það er mikill misskilningur að halda að þessar auglýsingar séu ómissandi hluti af jólaundirbúningi fólksins í landinu. Mér geðjast allavega ekki að láta appelsín inn fyrir mínar varir meðan þessar auglýsingar ganga og ég fordæmi hér með þá ættingja sem reyna að bjóða mér uppá slíkt í jólaboðum. Kók eða Víking-bjór þangað til að þessu helvíti verður breytt.

laugardagur, desember 02, 2006

Jájá, doktorinn bara orðinn heimsforeldri. Það eru náttúrulega ekki allir sem hafa efni á því en ég ákvað að drífa í þessu áðan. Ég væri að ljúga ef ég segði að hluti af ástæðunni hefði ekki verið möguleikinn á að tala við Unni Birnu (en hún var meðal þeirra sem svöruðu í símann fyrir Unicef í kvöld í tilefni dags rauða nefsins, svona svo ég setji ykkur inn í það sem ég er að tala um). Nei, nú var ég að plata. Ég veit ekki af hverju ég hringdi inn akkúrat núna í kvöld og lét skrá mig sem heimsforeldri.

Þetta stríðir klárlega á móti því mottóinu mínu að gefa skít í góðgerðamál þangað til ég verð orðinn ríkastur allra. En það er eitthvað furðulegt að gerast í hjartanu mínu þessa dagana. Ég er farinn að eyða peningum í góðgerðamál og annað slíkt eins og ég fái borgað fyrir það (þ.e.a.s. ef ég fengi meira borgað heldur en ég væri að eyða í góðgerðamálin... uu, þið skiljið? já?). Núna um daginn keypti ég einhvern björgunarsveitarkall til að styrkja björgunarsveitirnar, svo keypti ég jólarós af einhverjum stelpum til að þær gætu farið í skólaferð til Danmerkur, og loks þetta í kvöld. Ef ég fer ekki að herða mig endar þetta örugglega með því að ég verð að fækka Subway og Serranos-heimsóknum mínum eða sleppa því að sjá Saw3 í bíó.

Og þetta er sko ekki jólaandinn sem er að hellast yfir mig. Ég er klárlega ekki tilbúinn að meðtaka jólin strax. Kveikti á útvarpinu í dag og heyrði jólalag og ég varð hreinlega að skipta um rás. Ekkert jóladót fyrir mig takk fyrr en eftir 19.des, því þá verð ég búinn í prófum og get farið að njóta jólaundirbúningsins. Þessir 5 dagar sem ég hef þá fram að aðfangadagskvöldi fara reyndar líklega í það að reyna að búa til jólagjafir handa þeim nánustu, því ég get náttúrulega lítið keypt þar sem ég virðist ætla að eyða öllum peningnum mínum í góðgerðastarfsemi þetta árið.

En já, prófin nálgast og ég er byrjaður að undirbúa mig fyrir þau. Er búinn að búa til hið árlega "geðveika plan sem getur ekki klikkað", en það er plan sem ég geri fyrir hvern dag í desember fram að síðasta prófdegi um það hvað ég ætli að lesa og hvenær, svo að mér gangi vel í prófunum. Árlegt segi ég, því ég hef bara gert þetta einu sinni og það var um síðustu jól og heppnaðist vel. Ég reyndi þetta í vor en þá tókst mér bara að búa til hálft plan áður en ég gafst upp og fór að spila Pro. Þetta var mjög einkennandi fyrir námsfýsni mína á síðustu önn. En nú er öldin hin sama og ég ætla að gera betur og reyna að standa við þetta geðveika plan sem ég er búinn að gera.

Bið ykkur vel að lifa og huxa um það í hjörtunum ykkar hvort þið getið séð af ekki nema kannski 1000 krónum á mánuði til að styrkja börnin í Afríku. Þá getiði allavega kíkt á unicef.is. Það myndi líka auka möguleika mína aftur á því að verða ríkasti gaur í heimi.