Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

sunnudagur, ágúst 31, 2003

word up folk!
ég nenni ekki að segja frá gærkvöldinu, enda svipar því óneitanlega til föstudagskvöldsins.
Ég sá friendsþátt um daginn þar sem að hið dásamlega par, Ross og Rachel, var að gera svona lista yfir fimm stjörnur (eða "frægt fólk") sem þau mættu sofa hjá án þess að hinn yrði reiður. Það fékk mig til að pæla, hvaða fimm frægar konur myndi ég setja á minn lista....

1. Jenna Jameson
Ha? nei, í alvöru? Já, hún er bara svo fáránlega sexí. Mér er skítsama hversu mörgum hún hefur legið undir.

2. Jennifer Lopez
Það eru til tvær týpur af karlmönnum, þeir sem fíla rassinn á J.Lo, og þeir sem fíla hann ekki. Ég fíla hann vel. She´s all kinds of beautiful.

3. Penelope Cruz
Spænsk gyðja. Ég elska að hlusta á hana tala ensku, það er svo krúttlegt. Svo er hún beib dauðans án þess að reyna það neitt.

4. Ugla Egils
Einstakur kvenmaður. Fríð ásýndum og ég fíla hvað hún er uppátækjasöm.

5. Pamela Anderson
Það er náttúrulega búið að vera draumur síðan ég sá fyrsta Baywatch þáttinn... Þó hún sé orðin svoldið gömul, þá er hún samt ennþá alveg þvílíkur kroppur.

Ég er pottþétt að gleyma einhverjum.... en hér eru einhverjar sem voru nálægt því að komast á listann;
Sylvia Saint, Siv Friðleifs, Elisabeth Hurley, Cameron Diaz, Lucy Liu, Christina Aguilera og Megara.
og hvað gerði el sindrmeizter í gærkveldi. jújú, hann skemmti sér ágætlega.
Byrjaði þetta hlutlausa ágústkvöld (það var nebbla hvorki fallegt né ljótt) á að fara uppí emmhá um svona tíuleytið held ég. Ætlaði eins og alþjóð veit að lýta á Jagúar-tónleika, en neinei, var ekki bara uppselt. Ekki nóg með það, heldur tók einhver fokkin gæslugaur bjórdósina sem ég hélt á. Hann lét hana bara eitthvað til hliðar, og svo sá ég að Óli dönskukennari var í gæslunni og bað hann um að ná í bjórinn. Var þá ekki helvítið hann Frosti (sem mér skilst að sé sonur Jóns nokkurs Gnarr) bara búinn að hella bjórnum oní grasið. Fokkin hálfviti langt aftur í ættir þar á ferð greinilega.
En fyrst að engir voru tónleikarnir, fór ég ásamt ófríðu föruneyti í partí í Toonahverfið, nánar tiltekið í Miðtoon. Þar var stemmning svona í lélegri kantinum. Þó voru hressir einstaklingar inná milli, en í svona partíum alveg eins og í fótboltanum, þá er ekki nóg að einhverjir einstaklingar séu ótrúlega hressir, hópurinn sem heild þarf að vera hress og góður á því. Svo var ekki í þessu teiti. En hvað með það, þetta var ágætt... að vísu sofnaði ég, en ég virðist gera það í hvert einasta skipti sem ég fæ mér ölsopa. Og það er bara ekkert sem getur stoppað það, ég hef sofnað, nokkurn veginn uppí kjaftinum á stelpu.

Meðalgreindarvísitala (erfitt orð ha?) lesenda þessa bloggs, hefur örugglega hækkað. Palli frændi minn tilkynnti mér í fjölskylduboði áðan, að hann læsi bloggið mitt. Hann sagði líka að ég ætti nú að fara að kíkja á hann til danmerkur, en hann býr einmitt þar. Það er nú alveg góð pæling, sérstaklega þar sem það kostar ekki nema einhvern 20þúsund kall.

föstudagur, ágúst 29, 2003

Djöfull er ég búinn að vera latur í blogginu. Segi bara skólinn að byrja og svona... jájá, það er jagúar í kvöld á sveittasta djammstað norðan Magellansunds, sem sagt norðurkjallara.
Annars er skólinn bara frekar venjulegur fyrstu dagana. Busarnir eru helvíti ömurlegir virðist mér. Annars hefur maður náttla ekkert að miða við nema síðasta árgang, sem var alveg frábær (enda fólk fætt ´86 almennt snillingar). Svoldið dularfullt finnst mér, að það er eins og busarnir séu að fela sig eða eitthvað. Það eru kannski svona 80 stykki sem maður sér niðri á matgarði og í fatahenginu. Hvar eru þá hinir 200? mér er spurn.
Annars sáum við Arthur svona 50 busa vera eitthvað að bíða fyrir utan skúrinn (stofa 62, ekki hluti af mh-byggingunni), þetta er ófremdarástand. Mikið vorkenni ég þeim samt ekki rassgat, með meðaleinkunn uppá 8,4 lágmark úr samræmdu prófunum, þá ættu þeir að geta fundið sér sæti sjálfir.

þriðjudagur, ágúst 26, 2003

af kyngimögnuðum kynþokka mínum, og egóisma.
neinei, en ég fór á Pirates of the Carabian (sénsinn að þetta sé rétt skrifað) í fyrradag. Djöfuls afbragðsmynd þar á ferð. Aðalleikarinn er voða sætur, og ég neita því ekki, þvílíkur foli. En allavega, sá gaur var alveg fáránlega góður í þessari mynd. Karaktersmíðin algjör snilld. Þessi mynd er alla vega besta myndin sem er í bíó núna, trúið mér, ég hef séð þær allar. Þetta er svona eiginlega andstæðan við Tomb Raider sem er alveg ömurleg. Fyrstu mínúturnar voru ágætar, en svo gaf Angelina Jolie hákarli á kjaftinn (og þau voru notabene undir sjávarborði, þúst, ræt...) og þá langaði mig helst til að labba út.
Annars er skólinn bara batnandi. Ég er víst með Þóri í íslensku þannig að það er óþarfi að skipta. Svo er spurning með spænskuna. Langar eila meira í dönsku. Samt var verið að segja mér að það mætti ekki fara í töflubreytingu lengur. Hvað er það?

Mig langar í bíl. Svona flottan bíl, en samt ekki svo flottan að krakkar velji hann til að skrapa með bíllyklum. Annars var nú táknræn stund í gær, þegar pabbi kastaði bíllyklunum að fjölskylduvolvonum til mín. Ég greip. Svo rúntaði ég um og allt gekk voða auðveldlega. Frekar þægilegt að keyra þennan bíl.
Konan á skrifstofu sýslumanns horfði á mig eins og fífl þegar ég kom að ná í bráðabirgðaskírteinið viku eftir að ég náði prófinu. Hvað get ég sagt? ég er bara ekkert það spenntur fyrir að stjórna 140 hestafla drápsvél (bíl).

sunnudagur, ágúst 24, 2003

þessi helgi er búin að vera álíka dauf og bragðið af vatni. Fór í ræktina í dag en þá var eitthvað effemm dæmi í gangi, svona opinn dagur þar sem að allir mega koma og skoða sporthúsið. Þannig að það voru ekki nema þessir allra hörðustu sem vildu vera að æfa með alla þessa áhorfendur. Ég ákvað að taka bara "eins og mér sé ekki skítfokkinsama"-týpuna á þetta, og svitnaði aðeins á hjólinu og lyfti einhverjum lóðum. Leið samt frekar illa þegar Magnús Ver var að horfa á mig lyfta. Þóttist greina svip sem sagði "djöfuls aumingi ertu, ég get lyft tífalt meiri þyngd".
Svo fór ég í heitapottinn en neinei, þá var fólk bara líka að skoða aðstöðuna þar. Ég fer aldrei aftur í ræktina á svona degi.
ég setti bækur á sölulista nfmh.is. Ég hafði náttla ekki hugmynd um hvaða prís ég ætti að setja á þær, þannig að ég miðaði bara við að selja þær á því verði sem penninn kaupir þær á. Svo er bara einhver stelpa að selja sömu bækur á tæplega helmingi lægra verði. Ég skammast mín alveg.

laugardagur, ágúst 23, 2003

dömur mínar og herrar, ég ætla bara að vera fyrstur með fréttirnar að vanda. Þvílíkur jarðskjálfti sem ég var að finna fyrir rétt í þessu. Ég er fokkin skíthræddur, eða var, ég hef bara aldrei lent í neinu svona. Er núna að hlusta á rólegan gaur á rás2 sem er að útskýra hvernig maður eigi að ríakta í svona dæmi. Ok, ég á ekki að hlaupa stefnulaust um, best að hætta því. Ég ætla að fara og gá hvort einhver fjölskyldumeðlima fékk mynd í hausinn á sér.

föstudagur, ágúst 22, 2003

jæja, ég er farinn að sjá beib í aksjón, þ.e. Lara Croft...
skólinn byrjaði í dag. það var ágætt. ég tók fjóra tíma í dag og þeir voru; spænska, eðlisfræði, íslenska og stærðfræði.

Spænska313
JÁKVÆTT: einhverjar sætar stelpur. Áfanginn snýst um að horfa á kvikmyndir. Öll verkefni eru unnin á íslensku. Myndirnar eru textaðar. Ekkert lokapróf.
NEIKVÆTT: fullt af verkefnum sem þarf að gera og maður þarf að sýna frumkvæði og eitthvað vesen. Eiginlega bara stelpur í áfanganum og þær virðast vera svona spænskustelpur*. Það á eftir að reyna á hvort Ida fer í "jákvætt" eða "neikvætt". Þarft að mæta í fyrsta tíma á föstudögum ef þú ætlar að sjá myndirnar.

Eðlisfræði103
JÁKVÆTT: fámennt en góðmennt. Góður kennari sem líkist jesús mjög mikið (veit ekki hvort það er jákvætt). Engin námsbók. Sáralítið fall, sem sagt auðveldur áfangi.
NEIKVÆTT: engar námsbækur, þannig að ef þú skrifar óskiljanlegar glósur (úff) þá er ekkert annað sem þú getur lesið. Þarf líka sem sagt að mæta í tíma til að ná viðfangsefninu.

Íslenska303
JÁKVÆTT: mér er móðurmálið vel tamt held ég bara. Snyrtilegur kennari.
NEIKVÆTT: maður þarf að lesa massífar bækur. Hópurinn er frekar slappur við fyrstu sýn. Engin stelpa til að segja mér hvað er í gangi í tímum.

Stærðfræði603
JÁKVÆTT: skemmtileg stelpa sem heitir Sunna, algjör reytari. Ágætlega góður á því kennari.
NEIKVÆTT: erfitt námsefni á hinu mjög svo ömurlega tungumáli ensku. Svona nemendur sem skiptast á nörðabröndurum við kennarann. Mikill heimalærdómur örugglega, alla vega fyrsta fagið sem mér er sett fyrir í vetur.

Athugið að þetta er bara först impressjón, getur ræst úr þessu öllu. Góð pæling að hætta í spænskunni þar sem að fyrsti tími á mánudögum og föstudögum er í spænsku.

*spænskustelpur eru geðveikt góðar í spænsku. Einnig eru þær sérfræðingar í öllum verkefnum, þ.e.a.s. þær gera þau framúrskarandi vel í alla staði. Spænskustelpur láta mig líta illa út.

miðvikudagur, ágúst 20, 2003

hvernig ég myndi stilla upp á móti færeyjum?

                                       Árni Gautur (GK)

Brynjar Björn (DR) - Lárus Orri (DC) - Hermann Hreiðars (DC) - Indriði Sigurðs (DL)

Þórður Guðjóns (MR) - Rúnar Kristins(MC) - Jóhannes Karl (MC) - Arnar Þór (ML)

                          Eiður Smári (SC) - Heiðar Helgu (SC)

ahh, ég var í ræktinni. Já, maður fæðist nú ekki með svona líkama eins og minn. ég er svo stirður að ég get ekki bloggað. líka stirður eftir að hafa þurft að bera tvær kippur af thule í gleri frá híbýlum mínum í breiðholti og alveg niðrá hafnarbakka. Reyndar fékk ég far með strætó frá mjóddinni og niðrá leifsgötu þar sem ég mataðist. En í alvöru, ég labbaði fram hjá svona milljón fólkum með poka af bjór, en öllum var bara skítsama. En ég kvarta ekki. Reyndar hitti ég frændfólk mitt og það gat ekki hætt að stara á pokann, alveg bara "ha, drekkur hann?". Ég bað þau vel að lifa.

þriðjudagur, ágúst 19, 2003

ole ole ole ole, sindri, sindri...
jahahá, ég naháði bílprófinu. Alveg meiriháttar ótrúlegt því í miðju bílprófinu þurfti prófdómarinn að nauðhemla fyrir mig því ég tók ekki eftir einhverri kerlingarhlussu sem var inní hringtorginu sem ég var að keyra inní. Ég skil ekki hvernig í andskotanum hún fór fram hjá mér, og ég skil ekki heldur af hverju í andskotanum ég fékk samt prófið. Ég meina, hvað hefði ég þurft að gera til að falla? setja í bakkgír á miðri miklubrautinni? en að vísu gekk prófið alveg glimrandi fyrir utan þetta. Ég var búinn að ákveða að tala ekki neitt alla ferðina. En þegar kallinn fór að tala um íslendingar gætu ekkert í neinum íþróttum var mér nóg boðið. Ég lét móðan mása um frábæran árangur u17-liðsins í handboltanum og sitthvað fleira. Það var þá sem ég var næstum búinn að keyra á kellinguna. Ég ræð greinilega ekki við að tala meðan ég keyri...

mánudagur, ágúst 18, 2003

ég nenni ekki að blogga meira, áðurupptaldir minnispunktar verða bara notaðir á morgun.
ég ætla að blogga meira í kvöld. núna þarf ég í sturtu og svo í ökutíma, reyndar hinsta ökutímann fyrir bílpróf, sem er á morgun. Brrrrr....

minnispunktar fyrir blogg í kvöld:
sá trainspotting, tala um mína fíkn.
gott að drekka undir berum himni.
er einhver geim í 2for1 til mallorca.
menningarnótt

Hlustaði á kvarasí, hékk svo í portinu bakvið eksódus og rölti svo um það sem eftir var kvölds. Kynntist fullt af stelpum þetta kvöld, eða bíðum við, hefur maður kynnst stelpu ef maður man ekki hvað hún heitir daginn eftir? ég man bara þrjú nöfn, Íris, Guðrún eða Guðný, og Anna. Anna vinnur á subway niðrí bæ. Hún leyfði mér, og aðeins mér, að nota salernið svona sirka milljón sinnum yfir kvöldið. Takk anna.
Svo var verið að tala um að nóttin hefði farið vel fram. Ok, þá hefði örugglega þurft gunfight til að það yrði sagt að hún hefði farið illa fram. Ég hékk niðrá lækjartorgi í kannski klukkutíma, og það var alltaf verið að berja fólk í kringum mig. Gaur sem stóð við hliðina á mér fékk flösku í hausinn. Á milli frussa og skyrpna sökudólgsins, þóttist ég greina að gaurinn hefði átt þetta skilið fyrir að rífa skyrtuna hans.
Ég nenni ekki að segja meira frá kvöldinu því það er aldrei að vita hverjir lesa þetta fokkin blogg. Ég kláraði kippu þannig að bragðkirtlarnir eru greinilega í lagi. Hlýtur að hafa verið eitthvað að bjórnum sem ég drakk á föstudagskvöldið.
ef þið eruð ósátt við bloggleysi, skrifið þá harðort bréf til höfuðpaura Og fokkin Vodafone.

Föstudagskvöldið síðasta:
já, þá fór ég sem sagt til hellu á villtasta djamm ársins á suðurlandi (nei, eyjar eru ekki á suðurlandi). Eftir heljarinnar vesen, sem ekki verður farið nánar útí á opnu vefsvæði, var ég kominn klukkutíma áður en ballið átti að klárast, um tvöleytið sem sagt. Ballið var ekki upp á marga fiska (og þessir fáu voru ekki mörg pund), en það var gaman að hitta krakka sem maður hefur varla séð síðan í grunnskóla.
Svo hitti ég líka verslunarstjórann minn, hún var bara næstum því skemmtileg svona full. Spjallaði samt lítið við hana því hún þurfti að drífa sig á brott með baugsbræðrum (um þetta gæti fær "frétta"ritari Séð og heyrt örugglega skrifað tveggja blaðsíðna frétt). Svo þegar ég kom útaf ballinu kom einhver gaur og sagði að Jóhannes í bónus hefði gefið honum olnbogaskot. Og þar sem ég er nú ekkert ljúflamb, dreif ég mig af stað með gaurnum að leita að Jóhannesi til að lemja hann, en feiti var farinn.
Ég sofnaði um hálffimm held ég, í konunglegum húsakynnum vinar míns að selkoti. Ég drakk einn bjór þetta kvöld, og hann var ógeðslegur. Þar sem ég lá uppí rúmi velti ég því fyrir mér hvort að bragðkirtlar mínir hefðu breyst eitthvað. Sofnaði samt fullviss þess að ég myndi komast að því á menningarnótt.

föstudagur, ágúst 15, 2003

það er bara allt að gerast núna... dísa hringdi í mig vinnuna og sagði mér að drullast til að mæta á gaddastaðaflöt (sem, fyrir fáfróða, er í námunda við Hellu) í kvöld, á töðugjöld (sem, fyrir fáfróða, þýðir djamm). ég nottla setti allt í gang, fékk fannar til að keyra, keypti þrjár kippur af bjór og fékk frí í vinnunni um helgina.
Það sem ég hafði ekki fattað var, að ég var að taka ökutíma eftir vinnu, þannig að ég þurfti að mæta með þrjár kippur af bjór útí bíl í næstsíðasta ökutímann fyrir próf. Óli (ökukennari) var samt bara góður á því og var nokkurn veginn skítsama.
En svo þegar ég kom heim var pabbi alveg "hvað ætlar þú eiginlega að gera með allan þennan bjór?", alveg frekar þungur á brún. Ég nottla bjóst ekki við einhverju svona, þar sem pabbi er yfirleitt góður á því, en sagðist hafa hugsað mér að drekka hann. Þá sagði pabbi að ég þyrfti ekki svona mikið og bað mig um að lána sér kippu því hann gleymdi að fara í ríkið... hahaha, það hlaut að vera. Það var ekkert mál að lána, því ég átti víst fyrir nokkrar dósir af carlsberg eftir frá síðustu helgi.
Svo núna er ég að gera mig kláran fyrir villt djamm fyrir austan eitthvað fjall, öruggur með gistingu, en eini gallinn (lesið gaddlinn) er að hugsanlega þurfum við að vera komnir í bæinn klukkan 11 á morgun því kannski þarf fannar að vinna.
Hlakka samt rosa til að hitta fólk sem ég hef ekki hitt alveg fáránlega lengi.

fimmtudagur, ágúst 14, 2003

talvan mín er í fokki þannig að ég þarf bara að blogga í landsbankanum í mötum og köffum. Annars vil ég bara minna ykkur á hvað þið eruð miklir væsklar og aumingjar að sjá ekki soma ykkar í að óska mér gleðilegs afmælis! nema nottla þið sem senduð mér sms, þið njótið virðingar.
Annars er ég farinn ad hlakka til skólans í fyrsta sinn frá fæðingu. ég ætla að taka hann mjög alvarlega á næstu önn, lesa alltaf heima og taka eftir í tímum. Nei djók, ég ætla samt að reyna að læra eikkvad heima, og líka ad vera nokkurn veginn með á nótunum í tímum, nema í jarðfræði, ekki séns að ég nenni að vera með á nótunum í jarðfræði. Þekki líka fólk sem reddar þessu fyrir mann...

þriðjudagur, ágúst 12, 2003

ammælið mitt á morgun en ég er ekkert voðalega spenntur... eins og skáldið sagði; "everytime I celebrate my birth, it reminds me of my death"
annars er ég byrjaður á óskalistanum, athugið að ég tek við gjöfum fram að næsta afmæli þannig að ekki velja einhverja draslgjöf í einhverju stresskasti. Safnið bara saman peningum í nokkrar vikur og gefið mér eitthvað almennilegt.

Óskalisti:
Náttföt, helst köflótt
Bílpróf, mamma og pabbi ætla að beila á því að borga prófið af því að ég byrjaði að drekka fyrir 17 ára aldur:(
kem með meira seinna, verð að fara að vinna, fleiri sveittir fætur sem vilja komast í nýja skó...

sunnudagur, ágúst 10, 2003

Eftirfarandi skrifaði Jakob nokkur, oft kenndur við hvítt:

"Sindri Sverrison.
Þetta er algjört ljúflamb. Ég sæi hann aldrei fyrir mig í slagsmálum eða eitthvað þess hátta. Sem er náttúrulega bara gott. Hann var með mér í Brids. Pabbi hans spilar Brids."

huhh, ekki veit ég hvað maðurinn á við. Algjört ljúflamb? ég get sko orðið fokkin reiður, og þá vill fólk sko ekkert vera nálægt. Ef einhver lemdi vin minn væri ég vís til að drepa viðkomandi, með berum hnúunum. Annars er nú ekkert að því að vera ljúflamb. Eins og sá stjórnmálamaður sem ég ber hvað mesta virðingu fyrir, Guðni Ágústsson, sagði; "guð blessi íslensku sauðkindina".
kannski maður skelli kobba á linkalistann...
ha? bara verslunarstjóri alla helgina? hugsanleg ástæða þess að ég er að blogga á vinnutíma...
Guði sé lof og dýrð fyrir sinn gleðilega boðskap og að hafa opnað Subway í smáralindinni.
Ég vil að það sé á hreinu hjá öllum að ég tilheyri ekki neinum sértrúarsöfnuði, þrátt fyrir komment um það (það var djók krakkar, kommon).
Annars fór ég í teiti í gær. Það var ágætt. Þessi gaur sannaði hið fornkveðna, að ekki kunna allir vel með vín að fara. Ég var frekar þreyttur í partíinu, en sofnaði ekki, sem er góð tilbreyting (munaði samt litlu...).

föstudagur, ágúst 08, 2003

Vandræðalegasta augnabliikið

Siggi, félagi minn úr vinnunni, var að segja mér frá einu vandræðalegasta augnabliki lífs síns. Hann var að vinna hjá SS með kærustunni hans Hreims (homma) í Landogsonum. Einn daginn voru þau eitthvað að labba, og Siggi bara að horfa út í loftið og hugsa, en alltí einu beygði hún sig niður til að reima, og Siggi bara bombaði aftan á rassinn á henni (sem sagt labbaði harkalega). Ahahahahahaha.
Hvað ætli sé vandræðalegasta augnablik sem ég hef upplifað? já, til dæmis þegar ég var uuuu, manekkialvegnákvæmlega gamall. Þá var ég í svona ammæli og í einhverjum leik, og átti að kyssa stelpu sem við skulum kalla Ingu Júlíu. Og hún bara eikkað byrjaði að stinga tungunni uppí mig og ég bara hrökk til baka. Ekki alveg að ná að halda kúlinu. Gekk betur að kyssa hana á einhverju balli á síðustu önn, þá í ruglinu sem oft áður.
Ég veit að ykkur finnst þetta alveg hrikalega hjákátlegt, en ég finn bara ekkert sem var eitthvað svaka vandræðalegt. Jú, kannski þegar ég byrjaði að skjálfa af stressi þegar ég var með óttogtíttnefndan fyrirlestur um Jennu í dönsku. Það var hræðilegt. Ég gat ekkert lesið af blaðinu það skalf svo mikið. Og ég byrjaði bara eitthvað að sveifla til hausnum, eins og þeir gera sem eru með mikið hár, en málið er að ég var ekkert með mikið hár, þannig að þetta var örugglega fáránlega spastískt (reyndar held ég að geri þetta oft þegar ég er stressaður... skrítið). Ég vona bara að allir hafi verið að horfa á nektarmyndirnar af Jennu á glærunum sem ég var með.
En ég hef sem sagt aldrei ælt yfir neinn, óvart kysst kennarann, pissað á mig í kringlunni eða eitthvað krassandi. Er einhver þarna úti með góða sögu um vandræðalegasta augnablik síns lífs?

fimmtudagur, ágúst 07, 2003

Svo fór ég á svona friðardæmi hjá tjörninni í kvöld. Það var rólegt. Fékk að hitta hinn margumtalaða Gunna, sem er "vinur" systur minnar. Prýðis mannsefni, nema hvað hann reykir. Alla vega, enduðum á kaffihúsi með Viggu, Döggu og Hjalta Snæ (ég er að fíla þann gaur í tætlur, heví næs gaur! dagga og vigga eru líka ágætar). Fékk ókeypis kók og natsjós þannig að það var ferð til fjár.

Athugið að það er aðeins ca. vika í ammælið mitt, sem er þann 13. ágúst. Mig langar í köku og pakka. Ömurlegt að vera orðinn svona gamall...
annars var ég að taka strætó í kvöld (í svona áttunda skiptið í dag) og varð vitni að skrýtinni atburðarás. Ég var bara í rólegheitum að horfa út um gluggann og sá einhvern gaur á aldur við mig labba inn. Svo lýt ég fram og sé að hann er að pönsa strætóbílstjórann. Gaf honum bara tvö þrjú bylmingshögg í andlitið og labbaði svo út... bílstjórinn keyrði svo bara af stað, en ég sá í speglinum að það fossblæddi úr honum. Ég vippaði mér því frammí til að spurja hann hvort það væri í lagi með hann, þar sem ég var ekki alveg að treysta bílstjóra með blóðnasir, en hann bara "neinei, þetta er allt í lagi". Alveg stórmerkilegt. Líka það að öllum í strætónum virtist vera drullusama, nema einhverjum stelpum sem voru þarna. Hinir bara ypptu öxlum eins og þetta væri alltaf að gerast.
hahh, náði prófinu létt!

miðvikudagur, ágúst 06, 2003

skrifegt bílpróf á morgun. Wish me good luck, though not needed, if you know what i mean...
Signý fótboltastelpa úr emmhá og starfsfélagi minn, kom við að kaupa sér heitustu skóna í dag (bleikir adidas) í dag. Hún var á leiðinni á æfingu og því í fóboltadressinu og bara á stuttbuxum. Þegar ég sá henni kálfana, það var á þeirri stundu, sem ég ákvað að ég ætla að byrja að vera duglegari í ræktinni þannig að ég fái kálfa eins og signý. Þeir eru fokkin massaðir.
Lesið þessa drykkjusögu, hún er yndisleg. Spurning um að búa til bíómynd í kringum þetta.

mánudagur, ágúst 04, 2003

Er það veikleikamerki að hafa aldrei verið með stelpu?
Málið er bara að þegar fólk er svona sundur saman, í svona sjöunda og áttunda bekk, þá voru ein til fjórar stelpur í sama bekk og ég...
Og nú er rólegheitadagur. Mánudagar til mæðu mæ ass.
vaknaði svo þreyttur og ekki vitund þunnur á sunnudaginn, um klukkan 9, galvaskur og reddí í smá golf með pabba og fleirum. Það var ágætt. Beilaði svo á veiðitúrnum, enda hef ég ekki hugmynd um neina góða veiðistaði í ánni... svo um kvöldið voru bara rólegheit. Fór í leiki með Önnu Pálu, Söndru, Sigga, Steinunni, Döggu, Hjalta Snæ, Jóa, Andra og einni stelpu sem ég man ekki hvað heitir.
Fórum í svona drykkjuleik (þótt enginn væri drukkinn, virkaði samt fínt) þar sem maður fær nafn á einhverjum einstaklingi á bakið á sér, og á svo að finna út hvaða maður maður er (hahahaha, það skilur enginn hvað ég er að segja). Alla vega, ég var fyrstur að fatta. Ég var Jenna Jameson. Þvílík tilviljun. Kemur Dagga...
Svo fórum við bara í krókódíll krókódíll, og fleiri leiki fyrir þroskað fólk. Svo röltum við vinur minn niðrá tjaldstæði en allt reyndist dautt. Spjölluðum þó aðeins við stelpurnar sem mér hefðu boðist hefði ég mætt í veiðina. Þær voru drulluleiðinlegar. Samt hressar alveg, bara einhvern veginn, þúst, leiðinlegar...
á laugardaginn var ég líka að vinna, með Signýju gellu og Sigga stud. Nei, haha, djók. Svo klukkan hálffimm kom hin frábæra amma mín og sótti mig til að fara hingað, aþþí að ég ætlaði að fara í Skóga að hitta fjölskylduna. Þar var kominn saman stór hópur fólks. Vinafólk mömmu og pabba og vinir önnu pálu, og jeij, einn vinur minn.

Það var alla vega heví gaman um kvöldið. Fór með vini mínum niðrá tjaldstæðið sem var þarna nálægt, og þambaði bjór með einhverju fullorðnu veiðifólki þarna. Þau voru bara heví hress, spjölluðu við okkur um heima og geima og gáfu okkur Budweiser (en vinur minn drekkur ekki og afþakkaði því), frá tékklandi sko, ekkert sull frá BNA.
Þegar ég var búinn að drekka nógu mikinn bjór sagðist ég geta sýnt þeim alla bestu veiðistaðina í ánni sem þau voru að fara að veiða í, og að það yrði pottþétt sól daginn eftir. Þau tóku helvíti vel í að ég færi með þeim að hjálpa þeim að veiða. Gamall gaur þarna sem heitir Einar (og er víst pabbi eða afi allra sem voru þarna), sagði að ég skyldi bara mæta klukkan fjögur daginn eftir, og svo eftir veiðina mætti ég bara velja mér konu. Svo spurðu bara allir hvort ég væri ekki með trúlofunarhring á mér, en ég sagðist nú bara hafa verið í göngutúr. Það fannst öllum voða fyndið.
já, hvar í andskotanum hef ég nú verið? því er vandsvarað, en það verður samt gert...

á föstudaginn var ég verslunarstjóri í einn dag. það var ekki eins gaman og ég hafði gert mér vonir um. Eiginlega bara alveg eins og vanalega nema hvað að þegar fólk var að koma að skila einhverju sem það taldi gallað, þá mátti ég ráða hvað gert yrði fyrir það í staðinn. Það var bara ágætt. Sendi flesta sátta út, þó eitt undantekningartilvik hafi komið mér í óstuð. Svo fékk ég kippu af Carlsberg frá Betu og allir fengu ískaldan bjór þegar búðinni var lokað. Svo gerði ég bara upp kassann og drullaði mér heim að horfa á friends og sofa, því allir voru farnir útá land.

föstudagur, ágúst 01, 2003

ég fór í klippingu í dag. Ég bað hana um að snyrta þetta bara og svona, halda aðeins í lubbann. Það sem hún heyrði var; "klipptu aðeins útí loftið og spreyjaðu vatni við og við". Hún klippti sem sagt eiginlega ekkert af hárinu á mér. Ég hefði náttúrulega átt að segja eitthvað, en ég á bara erfitt með að kvarta við kynþokkafullar konur. Eins og máltækið mitt segir; margur verður af aurum api en kvenmannsbrjóst eru mér að skapi.