Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

miðvikudagur, desember 29, 2004

Hey jó. Ég var ekkert búinn að gleyma þessu bloggi, datt bara í hug að það yrði lítið lesið yfir jólaboðin en þeim er núna farið að fækka. Ég hef minna verið að belgja mig út en oft áður en það hefur einfaldlega ekki verið jafn mikið framboð af jólaboðum. Mig grunar að þetta geti á einhvern hátt orsakast af því hvað ég át mikið um síðustu jól.
Annars þá fékk ég pakka eins og gengur og gerist. Samt ekkert marga. Bækur, diska og ársáskrift að World football (minnir að það heiti það) svo eitthvað sé nefnt. Kærust var mér samt gjöf sem innihélt náttbuxur frá vini mínum Joe Boxer. Ég er bara búinn að vera í þeim meira og minna síðan á aðfangadagskvöld. Kallið mig hýran en það er alveg fáránlega gott að tjilla í þessum buxum. Annars hefur lítið markvert gerst þessi jól fyrir utan það sem ég hef áður nefnt á þessu bloggi, að það var japönsk stelpa hjá okkur. Hún er fáránlega jákvæð og hress. Mamma er búin að vera dugleg að tala við hana á ensku og þannig uppgötvaði ég hvaðan ég hef enskuframburðinn minn. Takk mamma, þú gerðir ensku303 að lifandi helvíti fyrir mig (tja, þú og Jón Hanness). Systir mín fór til London í gær og þess vegna fór sú japanska til annarar stelpu í dag. Heimilið er því orðið eðlilegt á ný með tilheyrandi skrílslátum og sóðaskap.

Annars er ég að fara á stúfana á morgun (hér væri hugsanlega hægt að hafa einhvern hommabrandara um að ég ætlaði að riðlast á jólasveininum Stúf en ég er bara orðinn of þroskaður fyrir slíka lágkúru). Ég er, eins og þið vitið, búinn með menntaskólann og datt því í hug að fara og finna mér vinnu. Ég ætla þá í það minnsta að skrá mig atvinnulausan þangað til ég fæ eina. Ég hef komist að því að ég hef ekki hugmynd um við hvað mig langar til að vinna og auk þess er örugglega frekar erfitt að finna slíka vinnu núna. Ég ætla samt að koma við í Morgunblaðshúsinu og athuga hvort það sé ekki eitthvað sem ég get gert. Það væri örugglega skemmtilegt að fá vinnu þar. Annars verður þetta allt að koma í ljós bara.

Nú eruð þið væntanlega farin að velta því fyrir ykkur hvar ég muni halda mig um áramótin og get ég sagt ykkur að ég verð örugglega í faðmi fjölskyldurnnar.... til svona rúmlega 12. Eftir það er erfitt að segja hvert verður haldið en ég er með nokkra útsendara til að uppfræða mig um hvar besta stemmóið er. Later gella.

fimmtudagur, desember 23, 2004

I see friend shaking hands,
saying "how do you do",
they´re really saying:
"I love you"...

jájájá, maður er bara að detta í jólaskapið. Eiginlega orðinn nett jólageðveikur útaf vinnunni sem endar með 13 tíma vinnu á morgun, Þorláksmessu (ég held samt sönsum). Maður verður örugglega svoldið þreyttur þegar maður kemur heim og spurning hversu mikið maður tekur þátt í að skreyta jólatréið. Jólin verða með eilítið öðru sniði en verið hefur á mínu heimili því það ber til um þessar mundir að hjá okkur gistir japönsk vinkona stóru systur minnar. Hún heitir Yuriko en við köllum hana jafnan Smælkið. Hún er svakalega kurteis og lítillát (eiginlega stórkostleg andstæða við systur mína...) og sem dæmi má nefna að þegar ég var að horfa á sjónvarpið áðan þá hoppaði hún framhjá sjónvarpinu til þess að vera sem minnst fyrir.

Ég keypti fyrstu jólagjafirnar í dag og er mjög ánægður með valið hjá mér. Svo er bara að vona að viðtakendur verði álíka ánægðir. Á aðfangadag ætla ég svo að keyra út einhverja pakka og óska fólki gleðilegra jóla. En með þessar gjafir sem ég keypti í dag að þá var ég mjög snöggur að finna þær enda var ég búinn að gera mér nokkra hugmynd um hvað það ætti að vera. Hins vegar tók það mig heilmikinn tíma að pakka þessum gjöfum inn (en það gerði ég á innpökkunarborðinu í Smáralind... alltaf jafn huggó). Óhætt er að segja að þær beri þess merki að ég er ekkert sérstaklega hæfur innpökkunarmaður. Ég kaupi til dæmis helst bara kassalaga gjafir. Ég var líka undir heiftarlegri pressu því það var svo mikið af fólki að bíða í röð á eftir mér. En allt hafðist þetta nú og með hjálp góðs fólks (í vinnunni minni) tókst mér að merkja pakkana og gera þá klára fyrir póstinn á réttum tíma. Röllaði svo bara með pakkana yfir að póstþjónustuborðinu en þá var bara búið að loka fyrir og einhver Grinch mættur sem sagði að klukkan væri nú orðin heila mínútu yfir 10. Ég óskaði honum ömurlegra jóla. Pakkarnir komast engu að síður til skila á réttum tíma því þeir fengu far með góðu fólki (ekki úr vinnunni minni).

p.s. Ef einhver er að fara til útlanda og langar að lána mér playstation-tölvuna sína á meðan þá er ég til. Þær eru víst uppseldar á landinu.

p.p.s. ég útskrifaðist í gær. Kannski blogga ég smá um útskriftina á morgun en það verður að teljast harla ólíklegt því ég verð örugglega dauðþreyttur. Allavega var athöfnin frekar leiðinleg, veislan fín og allt kórónað með pínulítilli drykkju um kvöldið. Ég var næstum farinn að gráta þegar amma flutti ræðu í veislunni minni. Mér leið alveg sjúkt vandræðalega því það voru allir að horfa á mig. Ég var eiginlega í smá losti þegar ræðan var búin og fattaði ekki að fara og þakka ömmu fyrr en mamma benti mér á það með látbragði (hún mamma sér um sína maður. Hún er alveg ótrúleg kona). Svo spilaði og söng frændi minn fallegt lag sem ég man ekki hvað heitir.

Ég fékk líka fullt af pökkum en ég bjóst ekkert sérstaklega við því. Það var mjög gaman. Þær voru mjög góðar og fékk ég til dæmis kokteilblandara (eða hvað það nú kallast), úr, bækur, sjónvarp, hálsmen, lopapeysu og fleira skemmtilegt. Að öðrum ólöstuðum fannst mér gjöfin frá Svenna félaga mínum eiginlega skemmtilegust. Allavega hafði ég afspyrnu gaman að henni þegar ég var að opna gjafirnar mínar í nótt eftir áðurnefnda öldrykkju. Í kortinu stóð:
Til hamingju með útskriftina kallinn! (litli kallinn)
Þessi gjöf er smá hvatning til áframhaldandi drykkju. Life is short - live it.
Kallinn var nú ekki að hafa fyrir því að segja frá hverjum þetta væri en ég er viss um að það var frá honum. En já, ég bjóst nú við að þetta væri handbók um drykkju eða eitthvað álíka en svo kom bara í ljós bók sem heitir Tilvitnanir í verk Halldórs Laxness. Ég er mjög ánægður með þessa gjöf og las meira að segja smá í bókinni í nótt. Ekki veit ég þó hvernig hún er hvatning til áframhaldandi drykkju en ég ætla samt að taka henni sem slíkri og vera ölvaður sem oftast því eins og amma talaði um þá er tíminn takmarkaður og um að gera að nýta hann sem best.

p.p.p.s. ok, þetta var kannski frekar langt p.p.s. Hvað þýðir annars p.s?

p.p.p.p.s. Ef ég blogga ekki aftur fyrir jól:

GLEÐILEG JÓL KÆRU LESENDUR OG TAKK FYRIR GÓÐAR STUNDIR Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA!

laugardagur, desember 18, 2004

Ég ætlaði að blogga um ballið en mér líður bara svo fáránlega illa. Mér leið alveg ágætlega í dag og meikaði vinnuna alveg en núna líður mér hræðilega. Later hundar.

fimmtudagur, desember 16, 2004

"Ég er að horfa inn um gluggann
hjá þér og mér finnst óþægilegt
þegar þú rúnkar þér með kveikt ljósið."

Þetta sms var ég að fá áðan frá góðvini mínum siminn.is. Ef viðkomandi er að lesa þetta þá var ég nú ekkert að rúnka mér. Ég var bara að tala við Krissa á msn og það getur hann staðfest. Annars finnst mér frekar pirrandi að fá nafnlaus sms. En þetta er nú bara ein afleiðing þess að vera þjóðþekkt persóna.
Annars eru menn bara farnir að skipuleggja fyllerí fyrir morgundaginn. Held það sé bara vodki útá sjeríosið og svo drykkja fram eftir degi. Svo skemmtilega vill til að ég er í fríi í vinnunni svo ég ætti að geta joinað. Vissulega samt ákveðin fötlun að vera búsettur uppí breiðholti.

Hey, svo langar mig í playstation2 tölvu. Ef einhver á eitt stykki til sölu á einhverju góðu verði þá má kommenta. Ég vil halda því fram að það sé ekki hægt að vaxa uppúr því að finnast tölvuleikir skemmtilegir. Þetta getur verið alveg heelvíti skemmtilegt. Prófiði bara að taka smá multiplayer í pro evolution með félögunum, með bjór í hönd kannski, og þið skiljið hvað ég á við.

miðvikudagur, desember 15, 2004

Vonandi missti ég það ekki með síðustu færslu.

Annars hef ég svolítið verið að pæla í því hvernig sum orð geta þýtt mismunandi hlutir. Ég er viss um að einhvern tímann mun öllu lífi á jörðinni verða eytt (af okkur sjálfum) og einhvern tímann í framtíðinni mæta nokkrar geimverur frá fjarlægri plánetu. Þær fara kannski að tékka bækurnar okkar en botna ekkert í þeim af því að sum orð geta þýtt eitthvað tvennt eða jafnvel þrennt. Skoðum til dæmis setningu eins og; "það er fullt af göllum á þessu borði". Hvort er verið að tala um Henson-galla eða "galla" sem andstæðuna við "kosti"? Svoldið asnalegt þegar maður fer að spá í þessu ekki satt (en ég fór einmitt að spá í þessu í vinnunni í dag... það var voooða mikið að gera)?

Annars er það jólaball á fimmtudaginn ef það verður ekki orðið uppselt áður en ég drullast til að kaupa miða. Menn eru á því að dagurinn verði nýttur til hins ýtrasta hvað drykkju varðar og að Krissi verði á bíl. Hljómar smooth verð ég að segja.

p.s. dear aliens. If you read this I want you to know that I myself tried to make people think about our language. I wanted it to be easier for you to understand. Maybe I was just before my same time. Best wishes from the doctor. Stay sexy.

Ég veit ekki af hverju ég skrifaði á ensku. Fannst það bara einhvern veginn eðlilegra.

þriðjudagur, desember 14, 2004

Nýjustu tölur hagfræðistofunnar varðandi fjárútlát til vegaframkvæmda á austurlandi sýna...

Þetta skrifaði ég nú bara til að losna við að einhverjir perrar frá rss.molar.is séu að tékka þessa færslu...

Besti barmurinn

Ég er alveg tilbúinn að viðurkenna það að þegar ég vappa um skólann þá veiti ég oft brjóstum stelpna (sem ég vappa framhjá) meiri athygli en nauðsyn ber. En núna, þegar ég sit fyrir framan tölvuskjáinn og reyni að rifja upp hugsanlega sigurvegara í þessum flokki, þá detta mér fá nöfn í hug. Maður er líka nett feiminn við að tala um brjóstin á stelpum sem eru með gaurum, það gæti líka bara kallað á vandræði. Hvað sem því eða öðru líður þá er ein hnáta sem sker sig allsvakalega úr. Katrín Bjé er með langtum föngulegasta barminn í skólanum og þó víðar væri leitað. Að vísu kom íþróttaráðsbusinn okkar hún Heiðrún frekar sterk inn á lokakaflanum og ef þetta væri spurning um magn þá væri lítil samkeppni. En það er eitthvað við brjóstin á Katrínu sem gerir þau svo fönguleg (ég veit ekki af hverju það er eina orðið sem mér dettur í hug...) og því finnst mér hún vel að titlinum komin. Ég er búinn að þekkja hana síðan á öðru ári en hef ekki ennþá getað átt eðlileg samskipti við hana og ég er viss um að Dúdda og Didda (eins og ég kýs að kalla júllurnar) hafa eitthvað með það að gera.

p.s. ef þið eruð sammála eða ósammála megiði endilega tjá ykkur.
Já, ég heyrði útundan mér í dag bossann vera að stríða gaur í vinnunni fyrir eitthvað dót sem hann skrifaði um vinnuna á bloggið sitt (en hvað þetta virðist nú ætla að verða skýr og skilmerkileg setning) og það fékk mig til að rifja upp svipaða hluti sem ég hef lent í.
Ég til dæmis skrifaði einu sinni á þetta blogg hvað ég hataði fyrirtækið mikið sem ég vann hjá á þeim tíma. Ef ég man rétt orðaði ég þetta einhvern veginn svona: "Fyrirtækið er bara fíbbl og má hoppa uppí rassgatið á sér fyrir að gefa mér ekki kauphækkun". Þessu fylgdi svo álíka málefnalegur rökstuðningur. Ég veit ekki hvort það hefði eitthvað verið gert úr þessu ef ekki hefðu staðið yfir verslunarstjóraskipti akkúrat á þessum tíma en ég frétti að þetta hefði ekki verið sérstaklega vel séð. Það má kannski fylgja sögunni að stuttu seinna fékk ég kauphækkun en það hafði þó ekkert með þetta blogg mitt að gera (eða hvað?).

Ég skrifaði líka einu sinni færslu um fólkið sem var að vinna með mér. Það var svo sem gott og blessað því ég talaði jákvætt um alla. Já, eða reyndar alla nema eina stelpu. Niðurlagið í þessari færslu var sirka svona; "sem sagt, allir eru skemmtilegir í vinnunni nema X, hún er sjúkt leiðinleg". Ég veit ekki aaalveg hvað var í gangi hjá mér á þessum tíma en þó mér hafi aldrei fundist X vera neitt sérstaklega skemmtileg þá átti hún aldrei skilið að fá svona færslu.

Þessi mál eru þó léttvæg miðað við það sem ég hef lent í útaf færslum sem fjalla um starfsmenn skólans míns kæra. Ég kannski fjalla um þau eftir að ég fæ skjalið í hendurnar þann 21. des.

sunnudagur, desember 12, 2004

Steik?

Ég hef svoldið verið að pæla hvort ég ætti ekki að veita einhverju fólki titla fyrst menntaskólinn er að baki (eða því sem næst). Ég ætla að byrja á "steiktasti gaurinn".
Samkeppnin í þessum flokki er kannski ekki mjög hörð þegar á heildina er litið, reyndar eru eiginlega bara tveir gaurar sem eiga séns í þennan titil en keppnin milli þeirra er hörð. Þeir eru:

Hjölli: Ég veit reyndar ekki hvað kallinn heitir í alvörunni en ég treysti mér nú til að fullyrða að nafnið sé Hjörleifur. Ég sat með honum á borði fyrstu þrjú árin en af því að hann er á IB-braut þá kláraði hann þetta á þrem árum (reyndar á hann ennþá eitthvað eftir til að útskrifast og sagan segir að hann nenni því ekki og sé alltaf bara í tölvunni). Hann er tvímælalaust einn sá tjónaðasti og dagleg neysla kannabisefna hefur kannski haft sitt að segja með það. Heilu tímana gat hann setið á bekk við borðið okkar og bara horft útí loftið.
Einusinni spilaði ég fótbolta við Hjölla. Hann entist 2 mínútur. Það var mjög fyndið. Svo man ég eftir því þegar við fórum í síðustu bústaðaferð. Þá var Hjölli fífl ferðarinnar því hann varð svo hand eftir nokkra bjóra. Hann má nú samt eiga það að hann var duglegur í bjórnum og örugglega sá eini sem var ennþá að drekka á leiðinni heim.

Golli: Þegar maður sér þennan gaur þá er það eina sem maður hugsar; "ok, þessi gaur er tjónaður". Svo heyrir maður hann tala og þá verður maður bara svangur, hann er svo mikil steik. Það er stundum alveg stórskemmtilegt að umgangast hann Golla. Sumt sem hann segir er svo fyndið að ég ligg í götunni af hlátri. Ég man sérstaklega eftir því þegar við vorum að spila einhvern tímann og Golli fattaði aldrei hvaða spil var í gangi. Allir voru bara "haha Golli, þú ert nú meiri kjáninn". Svo hélt spilið áfram og þá toppaði hann þetta alveg, henti út næstsíðasta spilinu og sagði stoltur; "ólsen". Ég man ekki hvað við vorum að spila en það var allavega ekki ólsen. Ég er ekki að grínast með það að ég grét alveg úr hlátri.

Og sigurvegarinn er... Golli! Hann er að vísu aðeins búinn að róast með árunum en hann er samt alveg heeelvíti steiktur. Ef þú ert að lesa þetta Golli að þá hef ég helvíti gaman að þér. Hér er svo mynd af Golla til að sýna hvað hann er steiktur (honum hefur örugglega þótt alveg fáránlega fyndið að vera með kókdós á myndinni...).

p.s. mér finnst eilítið gelgjulegt að nota orðið "steik". Er einhver þarna úti með betra orð? Ef svo er þá má hann troða því uppí rassgatið á sér því mér gæti ekki verið meira sama.
A hustle here and a hustle there...

Ég er búinn að vera að spá svoldið í þessum höstl-málum hjá mér. Niðurstaðan er sú að ég held að ég muni breyta um taktík frá og með kvöldinu í kvöld (sem ég notabene er að eyða heima hjá mér sökum þreytu og tussuskaps). Hingað til hef ég nefnilega alltaf reynt að nota húmorinn til að töfra stelpur (komast í brækurnar hjá þeim) en þrátt fyrir að hann hafi stundum reynst vel held ég að það sé öruggara að skipta yfir í beittara vopn, nefnilega útlitið. Þegar ég lít í spegil þá kemst ég ekki hjá því að hugsa; "ja hérna hér, þetta er foxy gaur þarna", og ég held ég geti sagt án nokkurs vafa að ófáar stelpur hugsa nákvæmlega þetta sama þegar þær sjá mig. Tilgerðarlegir (og stundum hálfslappir) brandarar geta á örskotsstundu eyðilagt það sem útlitið gerir mig að í augum kvenna, og ég í staðinn litið út eins og einhver andskotans meðaljón. Það gengur náttúrulega ekki. Þess vegna ætla ég í framtíðinni að vera bara þessi þögla og dularfulla týpa sem heldur sig til hlés þrátt fyrir augljósan kynþokka.

Svo ætla ég líka að breyta brosinu. Ég er yfirleitt að lyfta vinstri helming efri varar meira en núna ætla ég nota þann hægri. Sjáum til hvernig það gengur.

föstudagur, desember 10, 2004

Já, ég er sem sagt bara að vinna þessa dagana í þessari líka rólegu jólatraffík (allavega enn sem komið er). Barasta fínt lið sem ég er að vinna með og svo finnst mér eins og kúnnarnir séu skemmtilegri en áður þó ég viti nú ekki hverju það sætir. Mig grunar samt að það gæti að hluta til verið vegna þess að vinnufélagar mínir eru meira í því að bjóða fólki góðan daginn og minna í því að tyggja tyggjó og tjatta á kassa heldur en áður.

Verslunarstjórinn minn heitir Valli. Mér finnst alltaf jafn fyndið þegar einhver spyr; "hvar er Valli?"

Annars er gaman að segja frá því að ég átti að mæta klukkan 3 í dag og svaf yfir mig. Ég hefði örugglega sofið til 5 ef að mamma hefði ekki vakið mig. Mér fannst bara eitthvað svo mikið rugl að vera að stilla vekjaraklukku til að vakna klukkan 2. Hélt ég yrði bara löngu vaknaður.

Svona, þetta ætti að vera nógu stuttur og hnitmiðaður texti fyrir Ragga fagga.

mánudagur, desember 06, 2004

Á ekki að fara að keyra þetta bjórfrumvarp í gegn? Ég treysti því að Jóhanna Sigurðar eða einhver kærkomin pólitíkus leggji allt sitt í þetta.
Kannski tilgangslaust að blogga núna þegar fólk er á fullu að læra fyrir próf og hefur ekki tíma til að skoða síðuna... eða bara ekki.

Tímamótadagur í dag. Ég tók síðasta prófið mitt í menntaskóla (7 9 13?) í dag og gekk dável. Nú tekur bara við algjört sældarlíf í hérna í paradísinni breiðholti, þangað til á morgun en þá þarf ég að mæta til vinnu (gamla góða intersprot sjáiði til). Ég veit ekkert hvað tekur við eftir jólafrí en ef þið eruð með einhverjar sniðugar hugmyndir megiði endilega tjá þær. Ég hef samt verið að spá í þessu og ég held að maður verði bara mikið fullur og þess á milli að vinna sér inn pening fyrir fylleríinu.

Jólafríið stefnir í að verða eintómt fyllerí. Það er svo næs að hafa jól maður. Bara éta gott allan daginn í sjúku tjilli og hafa gaman um nóttina. Verst að maður er alveg hættur að fá einhverjar gjafir. Fæ samt einhverjar þegar ég útskrifast örugglega.


En ok, þegar maður stendur svona á tímamótum, menntaskólinn búinn, þá fer maður að líta yfir ferilinn. Mér finnst ég hafa tekið menntaskólann svoldið eins og Frankie kallinn, á minn hátt. Svoldið spes náttúrulega að fara ári á undan en það verður samt æ algengara enda er grunnskólinn svo skítaléttur.

Fyrst þegar ég kom í emmhá var ég í tjóni. Ég mætti bara í 1000 manna skóla og þekkti núll þarna inni. Man samt ekki eftir að það hafi verið sérstaklega erfitt nema kannski fyrstu dagana. Kynntist fljótlega fleiri busum sem eru sumir góðir vinir mínir í dag. Ég man sérstaklega eftir hvað ég var ánægður með umsjónarbekkinn minn (æjji, svona áfangakerfis-dæmi) fyrir utan einn gaur. Mér fannst hann vera svo mikið að reyna að vera harður gaur að ég meikaði hann bara ekki. Grunaði ekki vitund að við færum saman í fyllerísferð til Spánar og yrðum svona helvíti góðir vinir. Hann heitir nefnilega Hrólfur.
Á fyrsta árinu mínu var ég mikið með gaur sem heitir Halli en hann fór svo í ruglið og endaði á Húsavík eða einhverjum fjanda. Helvíti súrt því hann var fáránlega fyndinn gaur. Svo kynntist ég Krissa og Túra smá. Þetta fyrsta ár var helvíti skemmtilegt og maður var mjög sáttur við hvað það var mikið af dóti í gangi í skólanum. Svolítið annað heldur en í 37 manna skólanum sem ég var í. Ég var samt smá vonsvikinn með hvað það var lítið af flottum stelpum í skólanum en það var samt ein sjúk gella, en hún var á föstu með forsetanum þannig að ég var ekkert mikið að beita doktorstöktunum.
Ég man náttúrulega ekki nákvæmlega allt sem var í gangi fyrsta árið mitt en ég verð samt að minnast á einn kall í viðbót. Það er Atli Bollason. Hann var með mér í nokkrum tímum og fór einhverra hluta vegna nett í taugarnar á mér til að byrja með. Hins vegar breytti maður fljótlega um skoðun og hann er tvímælalaust einn sá skemmtilegasti sem maður hefur hitt. Svo hitti ég líka gaur sem heitir Bakkus og hann var eitthvað; "heeey, viltu ekki joina félagana í heví góðan stemmó?" en ég sagði bara "nei maður, ég ætla að fara að læra stærðfræði maður... later dogg".

Svo á öðru og þriðja ári var maður að kynnast fólki betur og sat á hinu alræmda klukkuborði. Annað ár var gríðarskemmtilegt og var maður alveg óður í þessum föngulegu busastelpum sem komu. Maður kynntist enda þessum Bakkusi aðeins betur og þá kom bara í ljós að þetta er alveg heví góður gaur. Á þriðja ári var ég hins vegar einhverra hluta vegna ekki jafn hress og hálfþunglyndur á stundum. Það lagaðist samt með hækkandi sólu og þriðja árið endaði á yfirburðasigri í kosningum um íþróttaráð sem maður er núna í. Fjórða árið er búið að vera helvíti fínt og maður er búinn að vera mikið góður á því. Pottafundir íþróttaráðs voru gúdd en ég hefði viljað hafa þá vikulega. En núna er þetta allt búið þó maður verði nú örugglega eitthvað að tékka á stemmningunni á næstu önn. Núna þarf maður bara að fara að spá í hvað tekur við og hvað maður vill gera í framtíðinni. Neeeee, róa þann stemmara. "Fetch a beer, flip on the tele", þessi orð Brian Oone hljóma óneitanlega betur.


Phew, svoldið langur texti með kannski ekkert of miklu innihaldi. Fannst bara einhvern veginn eins og mér bæri að gera upp menntaskólaárin eða eitthvað. Ég geri það kannski betur einhvern tímann þegar ég er edrú.

fimmtudagur, desember 02, 2004

Jæja fólk. Það er eitt próf eftir af minni skólagöngu. Ísl503 er á mánudaginn en mér skilst reyndar að það sé strembnasta prófið í skólanum. En svona í tilefni af því að skólinn er að klárast hjá mér þá dimmiteraði ég á föstudaginn. Það var bara helvíti gaman. Að vísu fannst mér sýningin á sal svoldið misheppnuð, en mér fannst hún skemmtileg engu að síður. Svo var haldið niðrí bæ og tékkað á emmerr og alþingi og svona. Skemmtilegt að segja frá því að það var allt troðfullt af Shrek-fígúrum í bænum. Kom svo í ljós að þarna voru bæði Flensborgarar og FÁ-ingar að dimmitera, og höfðu þeir því miður (eða ekki, ég veit ekki...) fengið sömu hugmynd að búningi. Svoldið fyndið.

Um kvöldið var farið í ágætis partí, sem reyndar var blanda af háskóla og dimmisjónpartí einhverra hluta vegna. Undir lok partísins var mér farið að líða alveg fáránlega vel og restina af kvöldinu var ég alveg helvíti hress. Reyndar bara svo helvíti hress að ég á erfitt með að setja kvöldið saman í huganum en það hefur sjaldan komið fyrir mig áður. Ég spjallaði við Soffíu efnafræðikennara og hún var mædí fæn að vanda. Ef ég man rétt reyndi hún að fá mig til að bjóða sér uppá bjór en það er bara eitthvað sem ég geri ekki og vona ég að hún skilji það. Ég get bara ekki hugsað mér að hafa þessa tvo kosti; "fá mér einn bjór og gefa einhverri stelpu bjór" og "drekka tvo bjóra", og velja þann fyrri. Allavega geta stelpur verið vissar um að þær eru AFSKAPLEGA einstakar í mínum huga ef ég bíð þeim uppá bjórglas á djamminu (vóv, hvað er ég? Þriggja ára? Get ekki haldið mig við efnið í 3 setningar...).

Svo var ég í góðum fíling að dansa einhvers staðar (gæti hafa verið á klóstinu for all I know) að þá kemur stærðfræðikennarinn minn (oft kenndur við taglið sitt) gangandi að mér (eða meira svona... jahh, að reyna að ganga með misjöfnum árangri...). Ég man að ég hugsaði; "ohh sjitt, plís ekki fara að tala um stærðfræði maður..." Heyrðu, kemur ekki bara kallinn og klappar á öxlina á mér, bendir á nokkrar stelpuskjátur og segir setningu sem ég vil af virðingu við þennan frábæra kennara ekki hafa eftir hér. Það var mjöööög fyndið (ég bætti inn nokkrum ö-um til að þið skiljið alveg örugglega hvað mér fannst þetta fyndið).

Svo gerði ég líka smá skandal. Við getum orðað það svona: ég sagði svoldið við mestu gelluna í skólanum sem varð til þess að ég mun aldrei geta átt eðlileg samskipti við hana framar. Vel gert doktor... vel gert!

Án þess að ég fari neitt nánar útí þetta kvöld þá var það alveg fáránlega gott þó maður hafi ekki verið með hómíana á hælunum. Hluti þeirra mætti reyndar smá og reyndi að pikka fight við dyraverðina. Þeir eru sniðugir strákarnir.

p.s. ég var Uma úr KillBill í dimmiteringunni. Svoldið hýr búningur en hey, ofurhugi klæðir sig líka svona.