Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

miðvikudagur, maí 23, 2007

Nú er að myndast ný ríkisstjórn á Íslandi og margir hafa sínar meiningar varðandi hana. Mér finnst sjálfum mjög skrítið að lesa pistil eftir pistil eftir pistil eftir stjórnmálaskýrendur sem agnúast út í val á ráðherrum með frösum á borð við "já mér hefði nú fundist að Ágúst Ólafur hefði átt að fá sæti, hann er búinn að vinna fyrir því" eða "þessi og hinn hefði nú átt að fá sæti eftir alla þá hollustu sem hann hefur sýnt flokknum".
Það sem ég skil ekki er sem sagt ástæðan fyrir vali í ráðherrastóla. Er sem sagt ekki pælingin að velja í embætti eftir því hvaða einstaklingur hefur mest vit á málefnum viðkomandi ráðuneytis? Eru ráðherrarnir bara til sýnis og hafa í raun lítið að segja sjálfir? Mér finndist til dæmis mjög undarlegt að velja bónda með spænskunám á bakinu (eða dýralækni með próf í fisksjúkdómafræði) til að vera næsti fjármálaráðherra, jafnvel þótt hann hafi staðið sig mjög vel í störfum fyrir flokkinn sinn.
Allavega, þetta voru sem sagt skilaboðin. Ég vil að hinum hæfustu til hvers verks verði úthlutað því verki. Mér sýnist það hafa verið gert að mestu vel í þessari nýju ríkisstjórn. Þó mér finnist ótrúlega pirrandi að sjá veg Guðlaugs Þórs verða meiri.


Ég veit hvað þið eruð að hugsa; "haha, Sindri að tala um eitthvað svona kjaftæði... djöfuls rugl".
En annars var ég að tékka á mæspeisinu mínu í dag og þá var þessi hérna stelpa að biðja mig um að vera vinur hennar:

--Mynd hefur verið fjarlægð að ósk lesanda--

Afskaplega vingjarnleg stelpa og gerði ég mér miklar vonir um að við gætum þróað með okkur ánægjulegan vinskap. En í staðinn er tölvan mín núna komin með vírus. Vonandi var þetta ekki of mikið tæknimál fyrir ykkur en ef svo er þá getiði allavega notið myndarinnar eða hneykslast yfir henni.

laugardagur, maí 19, 2007

Þá eru prófin að baki og doktorinn kominn í tveggja vikna frí áður en að við tekur vinna. Það er langt síðan ég hef dottið í svona frí þótt jólafríið hafi verið ekki fyrir alls löngu. Málið er að það eru vissar skyldur sem fylgja því að vera í jólafríi, eins og að fara í sturtu og fleira. En þetta frí er þess eðlis að ég get bara gert nákvæmlega það sem ég vil. Ok, og þá fer maður að spá, hvað á að gera í 2 vikur?

a) Fara til útlanda? Þetta er hugmynd frá mömmu. Gallinn er að fjárhagurinn er tæpur þessa dagana þótt það styttist í námslánin. Athyglisverð hugmynd þó en of dýr.

b) Fara hringinn? Mér finnst persónulega fáránlega feit hugmynd að skella sér einn á Volvonum og keyra hringveginn allan. Engir ferðafélagar til að rífast um hvert skal halda og mikill og góður tími til að leggjast í djúpar pælingar um lífið, innblásnar af fagurri náttúru landsins. Eeeen því miður er Volvoinn með smá stæla núna þannig að hann bíður þess að komast í viðgerð. Einnig væri þetta örugglega dýrara en að fara til útlanda, sérstaklega vegna þess að Volvoinn framleiðir ekki beint bensín.

c) Skrifa bók? Fróðir menn hafa reyndar bent mér á að það taki lengri tíma en 2 vikur að skrifa bók. Ég held að það sé bara kjaftæði. Ég myndi bara sleppa því að vera svona latur eins og flestir rithöfundar.
Hugmyndir að efni bókarinnar eru tvær. Annars vegar er það að skrifa um einstæða tveggja barna móður sem fær svo krabbamein. Börnin eru 7 ára stelpa og 13 ára strákur. Strákurinn finnur að hann er orðinn karlmaðurinn á heimilinu og þarf að taka ábyrgð. Sagan er skrifuð frá hans sjónarhorni.
Hins vegar er það að skrifa um líf stráks á mínum aldri sem fremur sjálfsmorð. Hún myndi heita "Sjálfsmorð - stutt ævisaga". Ég geri mér grein fyrir að þetta er ekkert sérlega hresst umfjöllunarefni en ég held það væri mikið hægt að nota svartan húmor hérna.

d) Vera fullur? Það er allavega það sem ég hef verið að gera. Reyndar hef ég líka verið að sitja yfir prófum í smá aukavinnu. En já, búinn að kíkja aðeins á djammið svona í tilefni þess að prófunum er lokið og fór til dæmis í partí í gær þar sem allt var vaðandi í gellum. Ég ákvað að gefa mig á tal við eina þeirra og áttum við gott spjall þangað til að hún sagðist vera í Árbæjarskóla. Það fannst mér mjög fyndið.


Þannig er nú það. En ef einhver vill gera eitthvað flippað þá er ég sem sagt dottinn í gott frí til mánaðamóta sem ég ætla að njóta vel.

föstudagur, maí 11, 2007

Haldið ekki bara að doktorinn hafi rifið sig upp snemma í dag og skellt sér í klippingu. Ó jú. Brá heldur betur í brún þegar ég mætti á stofuna þegar þessi líka gullfallega stelpa tók á móti mér. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar að kynnast henni á meðan ég væri í stólnum og reyndi á lúmskan hátt að skafa skítinn úr eyrunum án þess að hún sæi.

Sindri: "Jæja, þá er maður bara mættur í klippingu. Ég átti tíma hérna kl. 12."
Gullfallega gyðjan: "Já, það passar. Ætlaru að bíða aðeins..."

Svo heyri ég bara að það er kallað "Siiiggaaa", og allt í einu fer jörðin að titra og skjálfa líkt og jarðskjálfti sé hafinn. Ég man að ég hugsaði með sjálfum mér að auðvitað hefur þetta alltaf bara verið tímaspursmál hvenær það kæmi almennilegur jarðskjálfti hérna í Reykjavík. En þetta var enginn jarðskjálfti. Nei ó nei. Þetta var gellan sem átti að klippa mig. Gullfallega gyðjan var sem sagt ekkert að fara að klippa mig, svo best ég veit gæti hún alveg hafa verið að vinna við að vera gullfalleg, heldur var það kona sem var svo óhemju feit að það að hún geti staðið í lappirnar ögrar lögmálum náttúrunnar. Nú er ég ekki að reyna að vera leiðinlegur en ég átti bara mjög bágt með að trúa að hún gæti lyft þessum handleggjum sínum nægilega hátt til að geta klippt á mér hárið.
Vegna þessa var ég alveg óhemju þunglyndur í stólnum á meðan á klippingunni stóð og nennti ekki einu sinni að kíkja í spegilinn til að athuga hvort þetta væri vel gert. En ég held samt að þetta sé fínt. Vel gert hjá stelpuskjátunni. Munið svo að taka eftir að ég er nýklipptur næst þegar þið sjáið mig.

Og ef ykkur finnst ömurlegt af mér að vera að skrifa þessa færslu þá vil ég bara ítreka hversu mikil vonbrigði þetta voru fyrir mig. Svona eins og ég ímynda mér að stelpu liði ef hún væri að fara í klippingu hjá Johnny Depp en kæmist svo að því að Gaui litli ætti að klippa hana. Og ef ykkur finnst ég ennþá vera ömurlegur að þá er ég bara að djóka.

fimmtudagur, maí 10, 2007

Ég ætla bara að biðja fólk um að hætta öllu væli yfir að lélegt lag okkar skildi ekki komast áfram. Það hefur ekkert að gera með þá staðreynd að við búum vestast í álfunni. En það fór ekki svo að Tyrkir kæmust ekki áfram. Klassi strákar.

Aðeins eitt próf eftir áður en að við tekur tveggja vikna frí, hvorki meira né minna. Það verður næs.

Ég er þreyttur.

Bæ.

mánudagur, maí 07, 2007

Hvað er betra á þessum sólríka og fallega degi (sem reyndar byrjaði á því að ég vaknaði við snarbilaða randaflugu sem var að reyna að komast útum gluggann minn... byrjaði sem sagt þennan fallega dag á því að fremja morð) en að fá sér morgunkorn og glugga aðeins í Fréttablaðið? Örugglega margt en hins vegar var þetta það sem ég gerði og voru þar tvær fréttir sem ég vil endilega impra á.

Í fyrsta lagi velti ég fyrir mér hvað Valsstelpum í handbolta finnst um þjálfarann sinn sem var að skrifa undir nýjan samning hjá liðinu. Skv. þessari frétt hafnaði hann því að þjálfa karlalið Fram á þeim forsendum að hann gæti ekki eytt nógu miklum tíma í það. Hins vegar, skv. þessari frétt, er kallinn heldur betur til í að stjórna meistaraflokk kvenna, svona eins og það taki bara ekkert effort. Merkilegt alveg hreint. En ok, ég gef honum það að hann telji sig ekki þurfa að vinna jafn mikið því hann sé svo vel inn í kvennahandboltanum nú þegar. Óþarfi að æsa sig yfir þessu doktor.


En hins vegar fannst mér þessi hérna frétt alveg hreint ótrúleg. Ingunn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri neytendasviðs hjá N1 er þar að verja þá ákvörðun þessa auma fyrirtækis (sem við skulum ekki gleyma að tók þátt í samráði um bensínverð um árabil) að gefa ekki upp verð á bensíni á sölustöðum fyrirtækisins. Ástæðan að hennar sögn er sú að "þetta er ekki það sem neytandinn vill sjá á heimasíðunni". Já, nákvæmlega. Af hverju í andskotanum ætti ég ekki að vilja sjá bensínverðið á heimasíðunni? Barst fyrirtækinu kannski kvörtunarbréf frá konu í vesturbænum:

"Kæru forsvarsmenn N1. Ég fór á heimasíðuna ykkar um daginn í mesta sakleysi mínu en þar gat að líta, mér til mikillar furðu, verð á bensíni á útsölustöðum ykkar. Þetta er ekki eitthvað sem ég vil sjá á heimasíðu sem gefur sig út fyrir að vera heimasíða bensínfyrirtækis og vænti ég þess að eitthvað verði gert í málinu. Kveðja, ein ekki sátt."

Allavega, mér finnst þetta vera til háborinnar skammar og einkar lélegt af þessu fyrirtæki. Ég vona bara innilega að Ingunn og félagar muni ekki hafa ástæðu til að vitna í Queen í framtíðinni (líka vegna þess að þetta eru svo fokk leiðinlegar auglýsingar).

sunnudagur, maí 06, 2007

Jæja, Tessi kallinn bara í sjónvarpinu. Þetta fær mig til að velta fyrir mér hvort að fótboltaiðkun hafi verið rétta skrefið hjá mér. Hvað ef ég hefði frekar skellt mér í klassískan söng? Væri ég þá kannski að syngja á Upton Park fyrir leiki hjá West Ham, með risaskilti af mér upp um alla veggi í Lundúnaborg. Ég held ég hafi allt til að bera til að vera góður óperusöngvari nema þá kannski helst að mig vanti betri söngrödd. Gott mál.

En já, í gær var ég í prófi og til að verðlauna mig fyrir að hafa lokið 3 af 5 prófum ákvað ég að eyða kvöldinu í hópi góðra manna. Tókum smá póker og svo var beðið eftir stóra bardaganum milli Mayweather og Oscar de la Hoya. Klárlega voru það mikil mistök því þetta var alveg merkilega lélegur bardagi sem þó hélt manni vakandi til 5. Ekki gott mál.

Um daginn var mér boðið að fá ATLAS-kort og einn af stóru plúsunum við að joina var að ég myndi komast í einkaklúbbinn. Ég hélt náttúrulega að ég væri mættur í fáránlega djúsí bransa og myndi aldrei þurfa að borga neitt fyrir nokkurn skapaðan hlut framar. Svo ákvað ég áðan að nýta þetta kort og panta petsör (pítsur) á Hróa Hetti en þar átti maður að fá 2 fyrir eina með því að nota einkaklúbbskortið án þess að þurfa að kaupa brauðstangir eins og þessir fokking aular sem eru ekki með einkaklúbbskort. En neinei, þá kostar bara 2900 kall að fá þessar 2 pítsur (þrátt fyrir að lægri verð séu uppgefin á heimasíðu fyrirtækisins, en hvenær er hægt að taka mark á vefsíðum?).
Ég gat ekki orða bundist og sagði við símadömuna hjá Hróa að mér liði nú bara eins og það væri verið að taka mig í rassinn. Hún sagði reyndar bara "kallinn minn, ef þú heldur að þetta sé eins og að láta taka sig í rassinn þá hefur þú ekki verið tekinn í rassinn". Svo bað ég hana vel að lifa. Ekki gott mál.

Var að komast að því um daginn að það er hægt að veðja á Betsson hvaða lönd komast áfram í júróvisjón. Ó beibí, nú er komið að því að vinna allan peninginn minn aftur. Ef Tyrkland kemst ekki áfram á fimmtudaginn skal ég hundur heita (og vera 30 evrum fátækari). Gott mál.

p.s. það þarf eitthvað að gerast til að ég merki ekki við Vinstri græna á laugardaginn. Ég er ekki viss um að það væri endilega niðurstaða mín ef ég byggi í öðru kjördæmi. Spennandi verður að sjá hvort eitthvað gerist í vikunni.

þriðjudagur, maí 01, 2007

Jæja, United skíttapaði og er dottið útúr Meistaradeildinni. Voru náttúrulega mjög slakir nær allan leikinn og við þurfum ekkert að tala meira um það. En hitt er annað mál að það þarf eitthvað að fara að endurskoða nafnið á þessari deild. Meistaradeildin? Af hverju eru þá ekki meistaralið að spila til úrslita? Þetta ætti frekar að heita "Deild liðanna sem eru ekki einu sinni nálægt því að verða meistarar í sínu landi og geta þar af leiðandi einbeitt sér að fullu að því að spila evrópuleikina" (reyndar ekki mjög þjált nafn en það mætti skoða það betur). Inter er nú þegar búið að vinna ítölsku deildina og Liverpool er nær því að lenda í 10. sæti en að lenda í 1. sæti í ensku deildinni.

Jájá, nú væri klárlega gott að geta grátið í hlýjan barm en það náttúrulega hefur ekkert verið að ganga í höstlinu. Gróf upp gamla færslu af því tilefni og ákvað að skella henni hérna inn. Þessi "gamla færslan"-liður hefur því verið endurvakinn og hver veit nema þetta verði árlegur liður. En hér er færslan, sem notabene var skrifuð á því herrans ári 2004.


--Gamla færsla byrjar--

A hustle here and a hustle there...

Ég er búinn að vera að spá svoldið í þessum höstl-málum hjá mér. Niðurstaðan er sú að ég held að ég muni breyta um taktík frá og með kvöldinu í kvöld (sem ég notabene er að eyða heima hjá mér sökum þreytu og tussuskaps). Hingað til hef ég nefnilega alltaf reynt að nota húmorinn til að töfra stelpur (komast í brækurnar hjá þeim) en þrátt fyrir að hann hafi stundum reynst vel held ég að það sé öruggara að skipta yfir í beittara vopn, nefnilega útlitið. Þegar ég lít í spegil þá kemst ég ekki hjá því að hugsa; "ja hérna hér, þetta er foxy gaur þarna", og ég held ég geti sagt án nokkurs vafa að ófáar stelpur hugsa nákvæmlega þetta sama þegar þær sjá mig. Tilgerðarlegir (og stundum hálfslappir) brandarar geta á örskotsstundu eyðilagt það sem útlitið gerir mig að í augum kvenna, og ég í staðinn litið út eins og einhver andskotans meðaljón. Það gengur náttúrulega ekki. Þess vegna ætla ég í framtíðinni að vera bara þessi þögla og dularfulla týpa sem heldur sig til hlés þrátt fyrir augljósan kynþokka.

Svo ætla ég líka að breyta brosinu. Ég er yfirleitt að lyfta vinstri helming efri varar meira en núna ætla ég nota þann hægri. Sjáum til hvernig það gengur.


---Gömlu færslu lýkur---

Því er ekki að neita að þessi aðferð svínvirkaði á sínum tíma þannig að það er aldrei að vita nema eitthvað fari að gerast í ástarmálum doktorsins.

En ég kveð að sinni og minni (rím) á að maður er manns gaman og þess vegnar er gott að tala saman (líka rím).