Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

fimmtudagur, mars 29, 2007

Yfirráðgjafi 365: "krakkar, ég er búinn að finna leið til að minnka áhorfið á Sirkus. Ég veit það er nánast ekki neitt en hlustið á þetta: Hvað með að hafa Sirkus lokaða og fólk þurfi að borga til að fá að sjá hana?"

Annars er þetta ekki svo heimskulegt. Mörgum Íslendingum finnast hlutir óþarfir og asnalegir þangað til þeir fara að kosta peninga.

Svo fagna ég tilkomu Reykjavík FM 101,5. Ég gef henni svona 10 mánuði en það verða góðir 10 mánuðir því aðrar útvarpsstöðvar, utan kannski rásar2, eru frekar slappar í tussunni.

Góðar stundir.

p.s. Í haust datt mér í hug ljóð sem ég hef nú fullkomnað og ákveðið að birta:
Hérna er eilítil staka
um laufblöð sem þyrfti að raka.
Safn af blöðum
í löngum röðum,
svo af nógu er að taka.

p.p.s. Ég sé að ef við skiptum út laufblöðum fyrir píku og segjum kannski "safn af hárum frá ótal árum", þá höfum við heldur snarlega breytt um yrkisefni. Svona er nú íslenskan skemmtileg.

p.p.p.s. Ég er kominn með ógeð á að gera heimadæmi. Á næsta ári ætla ég að biðja um undanþágu frá þeim. Klukkið orðið 1 og ég hálfnaður. Ekki gott.

miðvikudagur, mars 28, 2007

Djöfull var gaman að taka bensín áðan. Málið er að ég er kominn með svona afsláttarkort á Shell sem gerir það að verkum að það er jafndýrt fyrir mig að láta dæla á bílinn fyrir mig eins og að dæla sjálfur. Þess vegna valdi ég Shell í dag, stansaði við dæluna, drap á bílnum og labbaði út, svellkaldur. Ég nikkaði til bensínkallsins og sagði "heyrðu strákur, fylltu bara á helvítið". Ég las úr svip hans blöndu af öfund og vantrú á að ég hefði efni á að láta dæla fyrir mig. Ég reyndi að setja upp svip sem segði "well believe it babe". Ég labbaði inn á bensínstöðina og valdi mér möns til að hafa með landsleiknum á eftir, tók upp afsláttarkortið góða og debetkortið mitt, veifaði debetkortinu aðeins til að bensíntitturinn sæi að ég væri ekki að reyna að sleppa við að borga, og rétti svo afgreiðslumanninum það. En viiiti menn. Það var ekki heimild á kortinu. Djöfull þoli ég ekki þegar þetta gerist. Fékk líka engan smá "helduru að ég hafi ekkert betra að gera en að renna kortum í gegn sem er engin heimild á helvítis þrossinn þinn?"-svip frá afgreiðslumanninum. Og þar sem ég var ekki með neinn pening á mér þurfti að fylla út eitthvað eyðublað og vesen, en þetta reddaðist þó og ég þurfti ekki að skila bensíninu.


Já, en svo fór ég í ræktina í gær sem væri ekki í frásögur færandi (frekar en þessi hræðilega bensínsaga) nema hvað að það var þvílík gelluMILF að taka á því á sama tíma (ok, hún var líklega á þrítugsaldri). Og djöfull var hún að reyna við mig. Þoli ekki þegar þetta gerist. Ég var bara í mestu makindum að teygja á og þá mætir hún og fer að gera einhverjar æfingar á hoppubolta sem ég þykist fullviss um að þjóni litlum öðrum tilgangi en að láta viðkomandi lúkka sexí. Svo var hún bara alltaf með einhverjar augngotur sem svo augljóslega áttu að koma eftirfarandi skilaboðum til mín "hæ heiti gaur, ég sé að þú getur lyft alvöru þyngdum, helduru að þú ráðir við alvöru konu" (eins og þið sjáið er ég mjög góður í að lesa augnsvipi). Ég reyndi að svara henni en fékk svitadropa í augun þannig að það klúðraðist eitthvað.


Jájá, eitthvað virðist vera að rætast úr vinnumálum hjá mér. Fór reyndar að velta því fyrir mér hvort að atvinnurekendur væru eitthvað að stunda það að googla umsækjendum. Þá ættu þeir að lenda á þessu blessaða bloggi mínu sem kannski gefur ekki alltaf alveg rétta mynd af mér. En já, það ætti að vera orðið ljóst í næstu viku hvað ég geri í sumar. Spennó bennó.


Páskafríið byrjar 4. apríl og djöfull sem það verður gott að komast í það. Á að skila einhverju svaka hópverkefni þann dag svo það verður ærin ástæða til að fagna á skírdag.


Lifið vel.

sunnudagur, mars 25, 2007

Góða kvöldið góðir hálsar, eða góðan daginn kannski frekar. Sindri heilsar ykkur hér eftir að hafa nýlokið við einhverja þá bestu skitu sem ég hef tekið síðan Ómar hafði hár (vissulega er þó ekkert samhengi milli þessara hluta). Ég vil byrja á að þakka Taco Bell fyrir þeirra framlag með ógeðslegri Burrito sem greinilega fer vel í magann, og jafnframt móður minni fyrir lasagne og Pizza King sem setti rúsínuna í pylsuendann (eins og máltækið segir).
Eftir að hafa lokið mér af varð mér litið í spegilinn og ég komst ekki hjá því að hugsa "það að þessi líkami skuli hafa farið einsamall heim í kvöld er ofar mannlegum skilningi". En kannski er ekki nóg að vera bara með drop dead gorgeous líkama og andlit.

Á þeim 100 metrum sem ég þurfti að labba einsamall heim hérna áðan, eftir að hafa skilið við Schmeichelinn Magga, var ég mikið að velta fyrir mér pólitík og brjóstum. Ég hef ekki enn komist að niðurstöðu um hvaða flokk mig langar til að kjósa í vor og ég á mjög erfitt með að komast að niðurstöðu um hver hin fullkomna skálastærð er. Ég vona að ég komist að niðurstöðu um þetta fyrir 12. maí.

En jæja, ætli sé ekki best að fara að lúlla svo maður hafi bullandi orku í hópverkefni uppí skóla á morgun. Það verður nú mikil gleði.

p.s. svekkjandi hjá MH í gettubetur í gær. Drullusæt (og gáfuð) þessi stelpa í miðjunni hjá þeim. Ánægður samt með MK-inga að spila PES til að hita sig upp á keppnisdegi. Þannig á þetta að vera.

p.p.s. ég ætla að spá því að ég verði veikur á morgun. Svekk fyrir hópinn minn.

mánudagur, mars 12, 2007

Í gegnum tíðina hef ég kosið að vera ekkert að safna óvinum. Það er til fólk sem mér er ekkert sérstaklega vel við, og jafnvel fólk sem ég hreinlega þoli ekki, en ég reyni að gera gott úr því og koma ekki illa fram við það fólk. En í dag á ég 2 sérlega mikla óvini.

Óvinur númer 1: Aría Sharon
Já, þessi aðalóvinur minn er nágrannakona mína, réttara sagt kona sem býr á hæðinni fyrir ofan mig. Á mánudögum er ekki skóli hjá mér og þá finnst mér gott að geta sofið út. Á mánudagsmorgnum kl.9 byrjar hins vegar óperuæfing hjá þessari konu. Óperuæfing er ekki svona söngæfing svo þið skuluð ekki halda að ég sé að vakna við ómþýðan og ljúfan söng um dásemdir lífsins. Nei, ég vakna við eitthvað skrækt og hátt sem hljómar nokkurn veginn svona "aaaaaeeeeeuuuuaaaaaaa" á milli þess sem maður fær nokkur "do re mí fa so la tí do tí la so fa mí re do".
Hún gefur mér oft pásu í hádeginu en svo er hún byrjuð aftur kl. 2 svona til að tryggja að ég geti ekki lært heima. Þetta gerir hún svo nokkra daga í viku.
Ég er að íhuga að fara að læra á rafmagnsgítar og sjá hvað henni finnst um það. Jebba, smá bragð af eigin djöfullega lyfi handa kellu.


Óvinur númer 2: Adolf Hitler
Mér er nú reyndar ekkert meinilla við þennan (Hitler er bara nickname sem ég gaf honum) en hann er samt mikill óvinur. Þessi gaur býr á hæðinni fyrir neðan mig og er veikur í hausnum (hann er sem sagt geðveikur). Það er náttúrulega ekki gott mál. En þetta lýsir sér sem sagt í því að hann flytur háværar einræður fyrir sjálfan sig á hverju kvöldi. Mér hefur ekki tekist að greina orðaskil en honum er greinilega mikið niðri fyrir og er ég frekar forvitinn að vita um hvað þessar ræður snúast hjá honum. Líklegast er hann þó bara að vara við heimsendi eða eitthvað af þessu klassíska dóti sem svona kónar taka upp á að fjalla um.
Hitler er þó eins og ég segi minni óvinur því við erum vakandi á sama tíma. Hann hefur aldrei vakið mig eða truflað mig við námið en hann kemst í stuð seint á kvöldin þannig að ef ég er kannski að horfa á meistaradeildina eða eitthvað annað sjónvarpsefni þá getur verið svolítið truflandi að hafa hann á næstu hæð fyrir neðan.


Annars er pabbi nálægt því að komast í óvinahópinn því hann vekur mig alltaf kl. 8 á mánudagsmorgnum. Það liggur við að ég haldi að það sé viljandi en hann vekur mig sem sagt með því að snýta sér með alveg viðbjóðslega miklum látum. Það er bara ekki eðlilegt að einhver snýti sér með slíkum hávaða. En þetta tekur nú fljótt af svo að ég næ alltaf að festa svefn aftur.


Ég hef svo ákveðið að fara að stunda póker á netinu. Fjárhagsstaða mín er orðin ansi slæm og ég sé ekki annað í stöðunni en að fara að nýta mér mína miklu pókerhæfileika til að rétta hana af. Ég hef því skráð mig á betsson og sett alla mína peninga á reikning hjá þeim, fyrir utan 10þúsund sem ég ætla að eiga til öryggis ef eitthvað skildi klikka (je ræt!).
Ef allt gengur að óskum mun ég geta hætt öllu námi og vinnu og einbeitt mér að pókerspilun í framtíðinni. Fólk hefur reyndar verið að vara mig að ég sé mjög líklegur til að verða spilafíkill en ég held það sé nú allt í lagi að verða fíkill ef maður er jafn góður í póker og ég. Það er ekki eins og maður sé að fara að tapa einhverjum peningum og ef ég tapa einhverjum peningum þá er það bara óheppni og ég sel bara hlutabréfin mín eða fæ lán eða eitthvað til að koma mér aftur af stað. Já, ég er með þetta allt planað.

sunnudagur, mars 04, 2007

Jájá, árshátíð hjá mér og minni verkfræðideild síðastliðinn föstudag. Hún var haldin á hótel Selfossi þannig að gamall draumur rættist um að fara á árshátíð þangað og mega gista. Engin þurrkunta að banna manni það núna.
Annars alveg yndislegt hvað maður gerir stundum heimskulega hluti í ölæði sínu sem maður sér svo eftir í þynnkunni daginn eftir. Ekki að ég hafi eitthvað verið að skandalísera á þessari árshátíð, en sumt vildi maður ekki hafa gert. En bara gaman að því og líka gaman að því að minn maður John O´Shea skildi sýna Liverpool-mönnum hvernig á að klára færi í gær. Þeir sem spila PES að ráði vita að þessi knái Íri lumar á undarverðum þrumuskotum.

Ég fór að sjá undankeppni fyrir Fyndnasta mann Íslands á fimmtudaginn. Helvíti sem ég hafði gaman að því. Reyndar var einn gaur þarna sem var með alveg mjööög tæpt prógram, en hinir voru góðir og svo voru boltar eins og Auðunn Blöndal og Bjarni töframaður (sem ég einhverra hluta vegna hélt að væri afskaplega ófyndinn) sem ég skemmti mér fáránlega vel yfir. Ég er farinn að íhuga þátttöku á næsta ári og mun viða að mér efni þetta árið.

Í bíó er nú mynd sem heitir The Number 23. Við Helgi tvíbbi færðum þá fórn að sjá hana í gær svo að við gætum sagt öllum núna að hún er alveg hræðileg. Dæmi um samtal úr myndinni:
Jim Carrey: "Einn merkasti körfuboltaleikmaður allra tíma var Michael Jordan. Númer hvað helduru að hann hafi verið?"
Kona hans: "Huhh, númer 23!!"
Sonur hans: "Pabbi, ég veit hvar beinagrindin er falin!"

Sem sagt, ekki sjá hana.


Nú er ég búinn að komast að því að ég er í prófi/um (fer eftir dugnaði) 15. maí. Þetta þýðir að mesta djammhelgi ársins verður að engu fyrir mig. Ég er að sjálfsögðu að tala um hina einu sönnu júróvisjónhelgi 11.-13. maí, sem jafnframt er alþingiskosningahelgi (nú eruð þið kannski að hugsa "Helgi, Helgi, Helgi, ætlaru ekkert að tala um annað en Helga í þessari færslu?!?!", ég skal reyna að tala um e-ð annað líka). Ég er að íhuga þann möguleika að sleppa báðum prófunum mínum sem dagsett eru 15. maí eða að djamma bara samt og sjá hvort örlögin vilja ekki að ég nái prófunum.

Það er ekki gott að vera að plana djamm mánuði fram í tímann þannig að ég hef ákveðið að leggja flöskunni. Nú mun ekki verða dreypt á víni fyrr en eftir próf. Ekki nema það sé eitthvað últra tera frábært djamm að gerast.


p.s. ég fór í klippingu á miðvikudaginn. Mér finnst alveg fáránlegt hvað ég er alltaf gorgeous eftir klippingu. Ég hlýt að geta grætt einhvern pening á því hvað ég er heitur. En allavega, hafið það gott.