Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

fimmtudagur, maí 15, 2008

Hvað er að frétta? Síðasta færsla 26. apríl? Sá að það er aðeins búið að vera að kvarta yfir þessu í Velvakanda og á fleiri stöðum. Verð bara að biðjast afsökunar, nóg af hnöppum að hneppa síðustu vikur. En nú er skólinn búinn, sólin komin, og Sindri farinn. Já, með gleðina í farteskinu legg ég af stað í þriggja vikna reisu til asíu ásamt fríðu föruneyti verkfræðinema. Djöfull held ég að það verði góð lífsreynsla.

Ég hef nefnilega ekkert vit á lifnaðarháttum þarna niðurfrá. Hvað er verið að éta þarna? Asískt í öll mál? Og í hvernig fötum djamma Kínverjar? Djamma þeir í skóm? Tala þeir ensku? Og er virkilega ekki hægt að fara á nuddstofu sem er ekki hóruhús? Ég veit ekki neitt sko. Ég ætla að giska á að ég spjari mig samt.


Ég lofa að henda inn ferskum færslum um upplifun sveitapiltsins unga.