Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

mánudagur, september 29, 2003

Heimskur, eða ekki heimskur?

það veit ég ekki. Hitt veit ég þó að í fyrsta sinn síðan ég hóf nám í framhaldsskóla óttast ég að ég muni falla í áfanga. Nei ok, róum okkur aðeins, auðvitað fell ég ekki. Það breytir hins vegar því ekki að ég veit ekkert hvað er í gangi í efnafræði 203. Atli fokker og Stígur í vitið eru hins vegar með þetta allt á hreinu og spurja kennarann í þaula um einhverjar ljósbylgjur og skít. Ég skil ekkert sem hefur komið fram í þessum áfanga, og glósurnar sem þessi blessaði ónefndi kennari gerir eru svo óskiljanlegar að hann er með tærnar þar sem hann hefur hælana. En hverjum er ekki skítsama? Ég massa þetta örugglega einhverja helgi eða einhvurn tímann. Svo fór ég líka í gettubetur-próf og gat ekki rassgat. Gerði ekkert nema minnka egóið.

Annars bjargaði ég stelpu frá dauða í dag. Það kom sem sagt einhver stelpa inní eðlisfræði í morgun og öskraði og kallaði að hún þyrfti síma til að hringja á neyðarlínuna. Enginn var beint að átta sig á þessu en svo lét einhver hana fá síma og hún fór fram að hringja. Einar kennari (A.K.A. jesús) kallaði á eftir henni að það væri 911, en áttaði sig svo og kallaði að það væri 112. Svo endaði þetta með því að einar fór fram og tékkaði á þessu og bað mig svo að koma og hjálpa sér. Þá var þarna stelpa sem var búin að vera meðvitundarlaus en var að ranka við sér. Við hjálpuðum henni bara niður til hjúkrunarfræðingsins, eftir að hafa misnotað hana lítillega.
Pælið hins vegar í því ef að ég hefði ekki verið á staðnum. Ef ég hefði bara skrópað Þá hefði kennarinn þurft að kalla á einhvern annan og hver veit nema það hefði verið einhver aumingi sem hefði misst stelpuna? Ætli ég fái einhver verðlaun?

sunnudagur, september 28, 2003

Arrgh, magaverkur

Ég var að vinna um helgina eins og iðulega aðra hverja helgi. Nema hvað að ég gerði mér að leik í gær að lemja samstarfsfélögu mína í magann. Eitthvað varð hún nú þreytt á þessu þegar á leið og endaði með því að hún vitnaði í skáldið og mælti "af hverju lemuru ekki Gilitrutt (þetta er leyninafn því viðkomandi vill ekki láta nafn síns getið) í staðinn". Fullur efasemda um að væskillinn hann Gilitrutt þyldi högg frá sjálfum Sindra Lewis, ákvað ég samt að spurja hann. Hann var fljótur að samþykkja þetta og sagði mér bara að lemja sig almennilega. Gerði ég það en hann haggaðist ekki og sagði mér að gera eins fast og ég gæti. Hann varla haggaðist. Svo spurði hann hvort hann mætti lemja mig í magann. Tuhh, ég hélt það nú og spennti magavöðvana. Svo byrjaði gaurinn eikkvað að röfla og bara allt í einu potaði hann snöggt frekar ofarlega á magann á mér. Ég er ekkert að grínast með það að ég fór bara í gólfið. Djöfull var þetta vont. Þá sagði hann mér að hann væri í einhverri sjálfsvarnaríþrótt. Ekkert verið að tilkynna það fyrst, neinei. Ég er svona að jafna mig hvað á hverju og verð líklega orðinn góður á morgun. Já krakkar, við skulum aldrei vanmeta vinnufélagana, það getur endað illa.

Nú get ég því miður ekki bloggað meira því það var verið að hringja og ég þarf að fara og buffa nokkra Taílendinga. Góða nótt og munið að klæða ykkur vel á morgun því það spáir köldu.

Fokking skítur

ég var búinn að skrifa ógeðslega fyndinn og gáfulegan póst en þá kom eikkvað "this page can not be displayed"-bull. Djöfulsins helvítis skítadjöfull. Aaaarrrrrgggghhhh. Ég hefði pottþétt fengið einhver verðlaun fyrir þennan póst. Er ekki annars málið að starta íslensku bloggverðlaununum. Og íslensku bloggverðlaunin fyrir skemmtilegasta póst ársins 2003 hlýtur.... Sindri!!!! "Já, ég vil bara byrja á að segja við ykkur sem eruð að byrja að þið eigið mjög líklega ekki eftir að njóta jafn mikillar velgengni og ég. Svo vil ég þakka MH fyrir innblásturinn og blogspot fyrir að veita mér þetta tækifæri. Takk takk."

föstudagur, september 26, 2003

Hver er ekki farinn að hlakka til jólanna?

ég get ekki hætt að hugsa til fyrsta desember. Þá finnst mér jólin eiginlega vera kominn og ég hætti að geta einbeitt mér að náminu (sem er óheppilegt því prófin eru í desember). Djöfull vona ég að plebbalegasta verslunarmiðstöð landsins, Smáralind (en ég vinn þar), og hin þarna rétt hjá MH, byrji ekki að setja upp jólaskraut fyrr en fyrsta des. Mér finnst að það ætti að miða allt við fyrsta des., jólalögin í útvarpinu og svoleiðis.
Svo finnst mér að það ætti að lengja dagana í jólafríinu þannig að það verði lengra, hafa aðfangadag svona 35 tíma til að minnka stressið og svona. Svo það sé svart á hvítu þá panta ég að fara í bað klukkan 5, og ég vil fá að vera í baðsloppnum mínum allt kvöldið og brasilíustuttbuxunum innan undir. Ég þoli ekki jakkaföt. Svo vil ég fá fleiri pakka en síðast. Er einhver nýr sem vill skiptast á gjöfum (einhver ríkur þ.e.)?
ég þoli ekki þegar einhverjar fáránlegar beyglur eru að tala við mig um það að útlitið skipti engu máli. Að það sé bara hin innri fegurð sem skipti öllu og blablablabla. Hvað eruði þá að greiða á ykkur hárið? Það sem stuðlar að góðu útliti er fyrst og fremst hollt og gott mataræði og að rækta líkamann. Er þá ekki jákvætt að fólk skuli hugsa um útlitið? Hins vegar er ég sammála því að útlitið skipti ekki öllu máli (nema náttla að þetta sé bara algjör gyðja), en að útlitið skipti engu máli þykir mér nú bara hreinasta kjaftæði. Kannski eiga augu mín eftir að opnast einhvurn tímann (what ever), eins og fólk hefur verið að segja við mig, en þá skipti ég bara um skoðun og afsaka mig með því að ég bjó í sveit og er þess vegna þröngsýnn.
Já, eins og einhverjir bloggarar hafa verið að nefna var njáluferðin í gær bara helvíti vel heppnuð. Arthúr Björgvin er svo mikill snillingur að það ætti að vera mynd af honum í orðabókinni eða eikkvað. Alveg frábært þegar fólk vinnur við eitthvað sem því finnst eins gaman og mér virtist honum finnast að sínu starfi (ef þið skylduð ekki setninguna skuluði bara drullast í aukatíma í afheimskun eftir skóla á miðvikudögum, fávitar).
hvað í fjandanum? hvert fór vinstra augað? ef það skilar sér ekki bráðlega er ég að pæla í að hafa bara tvö hægri augu....

fimmtudagur, september 25, 2003

maður er nefndur Sindri, oft nefndur Herkúles. Hann bjó að Gettói í Reykjavík. Hann var Sverrisson sonar Þóris sonar Jóns sem nam land að Mörk á suð-vesturhluta Íslands. Móðir Sverris var Þóra dóttir Árna frá Rauðu-Skriðu, en frá honum eru komnir flestir þeir höfðingjar sem finnast á norð-austurhluta landsins. Móðir Sindra hét Helena. Hún var drengur góður. Hún var dóttir Páls sonar Tómasar sem gerði garðinn frægan í Skagafirði. Móðir Helenar var Anna dóttir Jóns en hann var talinn hinn spakasti maður og mikið skáld.
Sindri var manna glæsilegastur. Hann gat hoppað upp og skipti engu hversu hátt hann hoppaði, að alltaf lenti hann aftur á jörðinni. Hann var manna hagyrðastur og vitrastur, af þeim mönnum sem ekki gátu séð fram í tímann. Hann gat hoggið 4 menn í einni stroku, og virtist mönnum oft sem æðri öfl væru að verki. Hann var manna frægastur og vinsæll hvar er hann fór. Nú er það að segja að hann gerði garðinn frægan um gervalla evrópu, og er hann nú úr sögunni.

þriðjudagur, september 23, 2003

ég á að gera fyrirlestur með vinkonu minni á morgun í líffræði. Djöfull leggst hann illa í mig. Kann nebbla ekkert í líffræði, sem er skrítið því ég er almennt séð öruggleg frekar gáfaður. Alla vega þá ætlum við að tala um estrógen hormónið, en það hefur meðal annars áhrif á vöxt brjósta hjá konum. Það kemur sér mjög vel því þá get ég notað sömu skýringarmyndir og ég notaði í fyrirlestrinum um Jennu Jameson í dönsku í fyrra.

sunnudagur, september 21, 2003

Hættulegt fárviðri og fokkin íkorni!

Veiðisagan, dagur 1 (föstudagur):
já, þá komum við í veiðihúsið um sirka sexleytið, vel sprækir og hressir (við = fjögur pör af feðgum, átta manns). Fyrst héldum við að það væri verið að grínast í okkur, því húsið var tæpir 10 fermetrar. En neinei, þetta var fúlasta alvara. Hitastigið inni var svona álíka og úti, eða um mínus 600 og 1000 gráður á selsíus (ok, ok, það var alla vega helvíti kalt). Alla vega, um kvöldið duttu kallarnir í það, eins og kalla er von, en við strákarnir spiluðum póker uppá háar fjárhæðir. Ég kom út í plús. Það var svo auðvelt að sofna þrátt fyrir allan kuldann, því það var svo mikið rok að kofinn ruggaði slatti mikið, sem er eins og fólk veit mjög sefandi (ég er ekki að grínast, kofinn fokkin ruggaði!). Við sváfum sex manns inni en tveir sváfu útí bíl.

Dagur 2 (laugardagur:
Jamm, þá var ég vakinn með herkjum um tíuleytið, alveg að drepast úr hálsbólgu eins og allir hinir. Við ákváðum að reyna að fara og veiða, þrátt fyrir rokið, og gekk það illa. Einn fiskur komst á land, helvíti góður, en það var allt og sumt. Svo fórum við í hús og hlustuðum á lýsingu Bjarna Fel á síðustu umferð Landsbankadeildarinnar. KA og Fram björguðu sér frá falli og ekkert nema gott um það að segja. KR tapaði 7-0 og urðu því íslandsmeistar með markatölu í mínus, þvílíkur karakter í liðinu eða hitt þó heldur.
Svo spiluðum við bara póker fram að kvöldmat, og kvöldinu virtist mér að yrði eytt í það sama. En þá gerðist svoldið óskemmtilegt. Félagi minn sá mús inní forstofunni (sem var lokað með eins konar glerhurð), og kallaði á mig. Ég hata mýs og öll svona lítil dýr, og hrökk alveg til baka og öskraði þessa setningu; "sjitt, hún er fokkin stór, hún er eins og fokkin íkorni". Þetta fannst mönnum fyndið, enda voru menn blindfullir. Kvöldið fór svo í að reyna að veiða músina en hún var ekkert smá snjöll. Fyrst létum við ostbita ofan á háf, til að gá hvort að svoleiðis virkaði. Neinei, um leið og við litum undan náði hún í ostbitann og skaust í burtu. Við reyndum þetta aftur og vorum núna tilbúnir að kippa háfnum upp. Það tókst, en einhvern veginn náði hún að smokra sér í gegnum eitt gat á háfnum (ok, hún var ekki mjög stór). Við reyndum fleiri fleiri gildrur en alltaf náði hún að sleppa með ostbitana. Svo allt í einu hætti hún að láta sjá sig. Ég hallast helst að því að hún hafi étið yfir sig. Hún má eiga það þessi mús að hún var ekkert lítið klár, og alveg fáránlega snögg. Ef hún er enn á lífi mun þessi saga væntanlega lifa góðu lífi í músaheimum, og ég verða að athlægi um ókomin ár.

3. dagur (sunnudagur):
Þreyttir, svekktir, glaðir og illa lyktandi, lögðum við snemma af stað heim. Ekkert meira um það.
veiðisagan verður rituð í kvöld... en ég var nebbla að veiða um helgina (fisk sko!).
Fokking Arsenal-fokkers!

Já, einum af stóru leikjunum á seasoninu var að ljúka, Man.Utd - Arsenal. Leiknum lauk með markalausu jafntefli eftir að staðan í hálfleik hafði verið 0-0 (dööööö). En dísus fokkin kræst hvað ég þoli ekki Arsenal. Gaurarnir í liðinu eru svo óþolandi. Sérstaklega Keown, Sol Campbell (sem reyndar var ekki með í dag), Kolo Toure og Lauren. Svo var Lehmann líka helvíti pirrandi í þessum leik. Alla vega, sérstaklega fannst mér atvikið þegar Keown hrinti við Nistelrooy og öskraði á hann, eftir að Nistelrooy klúðraði vítinu. Hvað eru þessir gaurar? 6 ára? Svo eftir leikinn komu þeir bara allir og voru geðveikt að bögga hann, ekki beint íþróttamannslegt. Aaaaaaarrrgghhhhh, ég þoli ekki þetta lið!!!

Hmmmm, þessi póstur er svona álíka innihaldsríkur og með fastmótaða og greinagóða uppbyggingu, eins og ritgerðin mín um vináttu Gunnars og Njáls... hvað ætli ég fái í einkunn fyrir hana?

fimmtudagur, september 18, 2003

Það er víst ein busastelpan með afburðum heimsk og vitlaus. Hún er með 2 vinkonum mínum í jarðfræði, og eitthvað var verið að tala um Norður og Suður- Ameríku, og hvernig þær tengjast. Kennarinn sagði að jörðin hefði myndað svona eins konar brú á milli álfanna. Þá sagði stelpan víst; "já, svona hengibrú þá?". Einnig bað hún jarðfræðikennarann um að útskýra muninn á eðlis- og efnafræði, sem minnti mig óneitanlega á gaur sem er með mér í líffræði. Hann er alltaf að spurja um eitthvað rugl sem tengist efni áfangans ekki á nokkurn hátt.

Djöfull er ég orðinn sterkur af að vera í ræktinni. Ég held til dæmis að lærin á mér myndu örugglega fá einhverja viðurkenningu ef að mannslæri væru seld í kjörbúðum, "mjög vöðvamikið og fitusnautt, gott á grillið eða í ofninn, seld í stykkjum og í heilu lagi". Hins vegar mættu handleggsvöðvarnir allir sem einn stækka meira. Alveg merkilegt að ég skuli hafa leikið mér í fótbolta frá því að ég fæddist, en aldrei dottið í hug að gera armbeygjur eða einhverjar aðrar handaæfingar.
Finnst einhvern veginn réttara að hafa mynd af jennu jameson í staðinn fyrir augun hérna á toppi síðunnar...
ég vil minna á kókbindindisveðmálið. Enn geta nokkrir bæst í þann stóra hóp sem er búinn að giska á hvaða dag ég fell. Ég er svo stoltur að vera búinn að vera í bindindi alveg frá því á aðfaranótt mánudags. Þið hefðuð átt að vera vitni að því þegar ég í einhverju hugsunarleysi greip kókflösku úr ísskápnum og ætlaði að stelast til að fá mér sop af stút. Ég var byrjaður að lyfta flöskunni þegar ég allt í einu áttaði mig og kippti flöskunni burt. Nú er stóra spurningin hvort ég muni falla um helgina.

Mér finnst ég loksins vera farinn að læra hagnýta stærðfræði. Þ.e.a.s. stærðfræði sem ég gæti hugsanlega átt eftir að nota í framtíðinni. Síðastu þrjár annir hef ég nefnilega verið í einhverri, að því ég held, gagnslausri stærðfræði. Ég held þó í vonina um að annað eigi eftir að koma á daginn, og að þessir áfangar hafi ekki verið til einskis.

mánudagur, september 15, 2003

djöfull var ég þreytttur í skólanum í dag. Kannast ekki allir við þessa tilfinningu. Fyrsti tíminn var svo spænsk kvikmynd sem er nú bara ávísun á að maður sofni. Svo kom eðlisfræði sem var nú bara frekar eðlileg (bwahahaha). Þá eyða sem fór í að reyna að gera heimadæmi, án árangurs. Svo var það að vanda furðulegur líffræðitími, sem snerist mikið um steranotkun. En var skóladagurinn búinn? þjáningum mínum við að halda augunum opnum lokið? oooo, nei. Efnafræði 203 var sko eftir. Það var sosum ágætur tími miðað við efnafræðitíma. Kennarinn gat ekki sagt til um hvernig vetni varð til, og benti bara til himna. Það fór í taugarnar á mér. Allt svona fer í taugarnar á mér. Að við skulum ekki geta skilið til fullnustu allt sem er í heiminum. Hversu oft hef ég ekki velt því fyrir mér hvað var áður en guð sagði "verði ljós" (eða hvernig sem lífið á nú að hafa byrjað). En alla vega, þetta fór í taugarnar á mér.

Þetta var sem sagt smá úttekt á venjulegum skóladegi. Hins vegar verður morgundagurinn ekkert venjulegur, þá er sko þingvallaferð og skemmtilegheit (je, ræt).

sunnudagur, september 14, 2003

ég drekk allt of mikið af kóki. Ég drekk kók örugglega á hverjum degi eða eitthvað. Áður fyrr drakk ég kannski kók einu sinni eða tvisvar í mánuði, bara svona með laugardagskvöldmatnum. Núna er þetta oft í skólanum og líka með kvöldmatnum. Mér skilst að kókið sé búið að mynda svona gervifþörf í líkamanum mínum sem gerir þetta að verkum. Þess vegna er mjög erfitt að hætta. Ég ætla samt í kókbindindi núna. Já, héðan í frá ætla ég aldrei að drekka kók. Nei ok, en ég mun ekki drekka kók fyrr en að kvöldi næsta aðfangadags!
Ég ætla að fara af stað með svona veðmálspott. Þið, lesendur góðir, megið giska á hvaða dag ég fell. Þið getið náttla líka giskað á að ég falli ekki. Það kostar 300 kall að vera með. Ég lofa að láta vita um leið og ég fell, enda mun ég ekki taka þátt í veðmálinu. Talið endilega við mig eða skiljið eftir komment. Sá sem er næst því að giska á réttan dag, fær allan pottinn. Bindindið hefst kl. 00:00 í kvöld!

laugardagur, september 13, 2003

rólyndisdagur í vinnunni í dag

Nýi verslunarstjórinn er alveg frábær. Ef hún reykti ekki myndi ég íhuga að giftast henni. Og svo þyrfti hún að vera í betra formi.

Við Einar ætlum að fara af stað með undirskriftalista til að fá sjónvarp í búðina. Hvert svo sem í anskotanum þú ferð út í heim, þá reiknaru nú alltaf með að geta horft á enska boltann á meðan þú verslar í íþróttabúðinni. Af hverju er ekki sjónvarp í sjálfri Intersport? Ef þið viljið skrá ykkur á listann þá mætiði bara í intersport eftir svona hálfan mánuð... Er ekki dúnduráhugi fyrir þessu?

Dagurinn endaði á spennandi hátt. Það komu fjórir litlir negrastrákar í þvílíkum hiphop-fötum með eina gellu með sér. Það sem var spennandi var að þeir voru með loftbyssur. Þeir voru bara svona að sveifla þeim um og segja línur eins "what up hoe?", og "fuck this shit man". Verslunarstjórinn benti þeim á að það væri bannað að vera með byssur og sagði þeim að fara út. Þeir voru alveg slakir, eða eins og þeir sögðu "aiigth, we´re cool, we all cool". Gaman að þessu, hefði samt verið meira gaman ef þeir hefðu reynt að ræna búðina eða eitthvað svona spennandi. Þá hefði ég loksins getað notað securitas-hnappinn sem mig hefur alltaf langað til að nota!

föstudagur, september 12, 2003

ég er frjáls eins og fuglinn...

gott ball í gær. Fór fyrst í partí hjá arthúri og það var alveg nógu gott til að hressa mann við. Fór svo á ballið og kom eikkað þegar Dáðadrengir voru að spila. Helvíti góðir. Svaka stemmning þegar þeir tóku þetta hér, enda skyldi engan undra, fáránlega hresst lag (bara einhver bulltexti sem rímar, og það er bara gott mál). Svo kom Botnleðja og þeir rokkuðu þakið af húsinu, neinei, en þeir voru hressir. Þetta var svona meira eins og tónleikar frekar en ball, sem er bara helvíti fínt.
Ég skemmti mér bara ágætlega, en hef skemmt mér betur. Mest bara í því að hoppa og svitna nálægt sviðinu. Það var ekki hægt að komast að sviðinu því það voru 10 verðir sem héldust bara í hendur og snéru í okkur baki og voru bara eins og klettar. Svo var svoldið fyndið að akkúrat þegar ég var að pæla í að stelast undir handarkrikana á þeim og uppá svið, þá sá ég arthúr vin minn bara vera kominn uppá svið að slamma. Svo bara stökk hann útí fjöldann, alveg í dúndurstuði. Samt ömurlegt að hann skyldi stela svona þrumunni minni (uuu, steal my thunder).

Það var sem sagt uppselt á ballið á miðvikudagsmorgun, og ekki allir náttla sem fengu miða. Menn voru nú ekki að láta það stöðva sig. Einn vinur minn falsaði nú hreinlega bara miða, og komst léttilega inn. Annar reddaði sér inn með því að tala við dyravörðinn... Þyrfti ekki að gera eitthvað til að koma í veg fyrir svona?

miðvikudagur, september 10, 2003

sjitt, mig langar bara á ball núna!
Enn eru þó, hvað, svona rúmir 30 tímar í það. Hvað get ég nú gert til að stytta tímann? uuuuu, ég gæti náttla gert eðlisfræðiskýrsluna, efnafræðiskýrsluna, heimadæmin í stærðfræði, lesið njálu, fundið upplýsingar um spænskan leikstjóra (sem ég man ekki einu sinni hvað heitir) eða lesið líffræði á ensku. Svo er náttla alltaf pæling að fara í ræktina, þúst, rækta líkamann, það getur verið gaman.
En er ég að fara að nenna að gera eitthvað af þessu? uuu, kannski ræktina, en ég held að ég bíði með þennan lærdóm þangað til ég er betur upplagður (ahahahahaha).

Þegar ég keypti miðann minn á ballið gerði ég mér ekki grein fyrir að hann væri svona verðmætur. Við erum að tala um að fólk var til í að gefa mér hægri hendina fyrir miðann (já, hálfvitar! hvað ætli ég hafi að gera við aukahendi? ég gæti náttla notað hana í svona "vantar þig hjálparhönd"-aulabrandara... en það er ekki þess virði). Allt var uppselt í fyrstu frímínútum í dag, sem er alveg ótrúlegt. Then again, þá er botnleðja að spila þannig að...

þriðjudagur, september 09, 2003

ég var að horfa á endursýningu af djúpu lauginni meðan ég borðaði indælis hrísgrjónagraut með slatta af kanil og slurk af nýmjólk (er ég að fara út fyrir efnið hérna?). Þetta eru soraþættir. Stjórnendurnir sjúga þykkan böll, og keppendurnir eru allir svo fáránlega heimskir að það nær ekki nokkurri átt. Til að koma í veg fyrir að einhver komi með svona ömurlegt og grunnhyggið mat á mér, ef ég fer einhvern tímann í svona þátt, ákvað ég að svara nokkrum spurningum með sjálfum mér.
Verst að ég man svo fáar.

Hvar er Dýrafjörður og gætiru hugsað þér að búa úti á landi?
Mitt svar: (vá 2 spurningar í einu, ég höndla þetta ekki) uuuu, dýrafjörður er einhvers staðar á vestfjörðum í gúddí fíling... og já, ég gæti alveg hugsað mér að búa úti á landi, ég er náttla frekar róleg týpa og fíla vel að hafa nógan tíma.

Hver þrífur herbergið þitt og hvað er uppáhaldshúsverkið þitt?
Mitt svar: (hahaha, góð spurning! hver nennir að þrífa eftir makann eða fá mömmuna í heimsókn til þess) já, það er svolítið skemmtilegt að þú skulir spyrja að þessu því ég er einmitt að leita að einhverjum til að þrífa herbergið mitt því mamma er orðin svo löt við það. Skemmtilegasta húsverkið mitt er án nokkurs vafa að moppa, en þá vil ég vera einn í húsinu og helst með Quarashi í botni í græjunum.

Ertu með stúdentspróf?
Mitt svar: (slöpp spurning, en skiljanleg) neibb, en það ætti að vera komið eftir svona 2 ár, ungur enn sjáðu til.

Syngdu uppáhaldslagið þitt!
Mitt svar: (þarna hefði ég fokkin skitið á mig! 1. ég kann ekki að syngja, 2. ég kann ekki heila línu í neinu lagi, 3. ég kann ekki að syngja) uuuuu, já, ok, "we are the champions, my friend... and we´ll keep on fighting, to the end.... we are the champions, we are the champions, no time for losers coz we are the champions, dádádá, of the world!!!" (með hjálp guðs og freddie hefði þetta kannski getað tekist, en mjög líklega ekki. Ég mun æfa þetta stíft.

Væriru til í að eiga fimm börn?
Mitt svar: (úff...) með konunni sem ég elska? nei, ekkert sérstaklega... hef ekkert á móti börnum en að eiga fimm er bara full vinna.

Hver er þinn helsti kostur og helsti veikleiki?
Mitt svar: minn helsti kostur er, uuuu, ja, ætli ég verði ekki að segja útlitið. En minn helsti veikleiki, hmmmm, tja, uuuuu, það er, hmmmm, uuuuu, jaaaa, jú, ætli það sé ekki hvað ég er oft lengi að hugsa mig (húmorinn alltaf góður!!!), og kannski egóið.

Jæja, hvað segiði? er ég ekki að koma ágætlega út? fengi ég deit eða ekki? og hvernig heldur maður kúlinu ef manni er sagt að maður hafi tapað? ég hef tekið eftir því að fólk brosir voða mikið. Ekki er það ánægt yfir að tapa? Ég myndi líklega pönsa þáttastjórnandann eða eitthvað álíka kúl.

sunnudagur, september 07, 2003

já, ég er sem sagt veikur. Eða svona, á mörkunum að vera veikur eða slappur. Reyndar hef ég ekki orðið almennilega veikur síðan í, uuuuuu, kannski svona 8.bekk eða eitthvað. Held það geri manni gott að anda að sér fersku lofti. Nú þegar ég er hættur í fótboltanum er minna um það hjá mér.

Hárið á mér er til trafala. Ég þarf að fara a.m.k. einu sinni á dag í sturtu til að lýta bara ekki út eins og róni. Samt er það tæpt.

Í gær fór ég í keiluhöllina með Birni og fleirum. Björn skoraði á alla í þythokkí og var að segja að hann hefði aldrei tapað í þythokkí. Ég fokkin rústaði hann! nei ok, ég tapaði einu sinni fyrir honum, en svo vann ég hann tvisvar bara öruggt. Djöfull er ég stoltur (and I should be sko!). Ekki nóg með það. Svo fórum við í keilu og ég bara dadara, rústaði alla! Egópróstentan er nokkuð há þessa stundina. Mér finnst ég geta gert allt. Sem minnir mig á það, LSD lætur mann halda að maður geti gert allt (t.d. flogið fram af húsi og svona sniðugt). Þetta sagði Vala líffræðikennari í tíma sem var undirlagður af pælingum um hin ýmsustu eiturlyf, og reyndar viagra og áfengi líka (ein stelpan sem var eitthvað að tengja á milli áfengi og viagra).
En boðskapurinn er: ekki skora á mig í þythokkí og ekki taka lsd.

föstudagur, september 05, 2003

aldrei liðið svona öhömurlega einn einasta skóladag í lífi mínu. Mér leið svo hræðilega í maganum að það var ekki fyndið. Lagaðist að vísu eftir að ég hafði komið niður slatta af pastasalati og kókdós.
Ballið var helvíti gott. Eiginlega var það jafn gott og dagurinn í dag var lélegur. Ég gerðist svo skemmtilegur að æla inná klóstinu á staðnum, í klóstið reyndar, en það var ekki á færi allra (uðakk).
Svo lenti ég í veseni útaf því að ég kleip einhverja stelpu í rassinn. Hef ekki rassgats hugmynd (finnst við hæfi að nota þetta orðasamband...) af hverju ég gerði það, eða hvers vegna ég geri það. Ég ætla alla vega að reyna að hætta því. Alla vega þá var kærastinn hennar ekki alveg svona sáttur við þetta og benti mér vinsamlega á það að hann myndi fokkin stúta mér ef ég snerti hana aftur. Ég var náttla búinn að drekka svo mikið að ég hafði enga stjórn á mér og bara kýldi gaurinn kaldan í andlitið. Leið samt svoldið illa að sjá hann liggja þarna í blóði sínu og kærustuna eitthvað að stumra yfir honum, meðan gæslugaurarnir voru að halda mér.
Neinei, auðvitað lamdi ég gaurinn ekkert. Ég bað hann bara afsökunar og drullaðist. Gaman að þessu. Hins vegar var sem sagt ekki gaman að vakna klukkan 7:05 og fara í skólann... dauðhræddur um að æla í miðjum tíma eða eitthvað. Var náttla frekar óhress í tímum og ekkert að höndla t.d. eðlisfræðitilraunina sem við vorum að gera...
En hvað segiði um lúkkið? massíft ha?

fimmtudagur, september 04, 2003

ég fór í vinnuna í dag að fá einhvern til að fara í ríkið fyrir mig. Eva var búin að lofa en svo þurfti hún að fara þannig að ég átti bara 2 valkosti. Spurja hina stelpuna sem er nýbyrjuð og ég þekki eiginlega ekki neitt. Eða að spurja verslunarstjórann. Ég náttla ákvað að taka fyrri kostinn á þetta, en ég mundi bara ekki hvað hún heitir. Samtalið var einhvern veginn svona:
Ég: hæ, uuu, hérna, hvað ertu gömul? (vá, gat ég komið með eitthvað ömurlegra? alveg eins og ég væri að reyna við hana eða eitthvað fáránlegt)
Hún: haha, ég? ég er 17
Ég: já, ok, þá þýðir víst lítið að biðja þig um að fara í ríkið fyrir mig...
Hún: á fimmtudegi? djöfuls fyllibytta (sagði þetta samt í gríni...)!
Ég: jáhh, það er sko ball í kvöld...
Hún: ég sá þig nú á laugardaginn illa dauðan uppí sófa í partí hjá Gunnu og Jóa (eða what ever þau heita).
Ég: ha? hvað ertu að tala um?
Eftir smástund mundi ég svo eftir að hafa séð hana og reyndi að útskýra fyrir henni að í raun hefði ég bara verið svo þreyttur (sem er alveg satt!)....
Alla vega, þetta var vandræðalegt fyrsta samtal!

En ég þurfti sem sagt að biðja konuna sem öllu ræður, um að fara fyrir mig. Það gerði hún reyndar með glöðu geði, sem er frábært. Þannig að núna er ég að fara á busaball effbje í kvöld, á NASA, þar sem að hommarnir í Sálinni munu sjá fyrir dansi... heyrumst
í samráði við einn besta vefsmið sem ég hef kynnst, Zeddu, er ég núna að koma upp með nýtt útlit á þessu blessaða bloggi... þetta fer að verða klárt...