Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

laugardagur, desember 31, 2005

Gamlársdagur. Þetta þykir mér vera einn besti dagur ársins. Hér er ég búinn að sitja og mönsa leifar af lasagne og fylgjast með Kryddsíldinni, og hyggst ekki afreka mikið meira fram að miðnætti en að koma mér í áramótaboð til ömmu og fylgjast með sjónvarpinu þar. Innlendur og erlendur fréttaannáll eru nefnilega í dálitlu uppáhaldi hjá mér og sömuleiðis áramótaskaupið. Ég reikna samt með lélegu skaupi í ár enda er það skrifað af kvenfólki.

Nýársnótt þykir mér hins vegar stórlega ofmetinn og ég ber sáralitlar væntingar til komandi nætur.
---sjitt, ég missti þráðinn. Davíð er fyndinn gaur maður---
allavega, er það nú ekki svo að þegar maður ber minnstar væntingar þá verður útkoman mögnuðust? Æjj, ég veit ekki.

Um leið og ég nenni kemur hérna inn annáll fyrir árið 2005. Hehe, annáll, næstum eins og anall. Jæja.


Kæru lesendur. Takk fyrir góðar stundir og góð komment á árinu sem er að líða. Megi þeim fjölga á því næsta og megi árið sem senn rennur í garð verða ykkur gjöfult og gæfuríkt.
Ykkar einlægur, Dr. Sindri Sverrisson.
p.s. ég elska ykkur.

fimmtudagur, desember 29, 2005

Já, pókerkvöldinu er lokið. Einhverjir fóru niðrí bæ en ég nennti ekki þannig að ég er kominn heim í hlíðardalinn. Og þá er ég ekki að tala um skoruna á Dagnýju, nei, ég er kominn heim uppí rúm því að Dagný er að fara að ná í einhverja bandaríska beyglu uppá flugvöll klukkan 5 í nótt og ætlar þess vegna að sofa með Eddu og Björgheiði. Frábært.

Góðu fréttirnar fyrir mig eru hins vegar þær að ég vann í pókernum og er því 1500 krónum ríkari í dag en í gær. Sem sannur herramaður ætla ég ekki að monta mig meira af því.
Svo fór ég smá í Pro Evolution og gerði þá merka uppgötvun. Ég hef ekki farið í Pro síðan fyrir próf. Alveg hreint ótrúlegt að hugsa til þess.

Hmm, þar sem ég er nú góður í stærðfræði hef ég komist að eftirfarandi niðurstöðu.
Sindri ekki vera með Dagnýju.
+Sindri vera einn.
+Sindri vera með sjónvarp inni hjá sér.
+Sindri vera með Pro Evolution og Playstation.
= ég er hættur þessu kjaftæði og farinn í Pro.


p.s. af hverju tapaði Man.U? Af hverju vann Chelsea? Svörin við lífsins gátum eru víst vandfundin.

miðvikudagur, desember 28, 2005

Jæja, ég náði eðlisfræðinni allavega. Fékk að vísu 6,5 sem mér finnst skítlélegt, en ég græt sosum ekki að þurfa ekki að taka þetta aftur.

Ég ber miklar væntingar til kvöldsins í kvöld. Kvöldið verður nefnilega einhver bjór-pítsur-póker-pro-ogsitthvaðfleiraogsvobærinn-súpa ef mér skjátlast ekki. Að sjálfsögðu er það félagsskapurinn sem mun gera þetta að góðu kvöldi og ég veit að hann verður algjör eðall í kvöld.

Ég er farinn að titra allur og skjálfa sökum hreyfingarleysis síðustu daga. Ég sé ekki annað í stöðunni en að skokka af mér rassinn þegar þessari færslu lýkur. Vonandi gengur það betur en síðast þegar ég fékk það sterkt á tilfinninguna að Öskjuhlíðin lægi mjög hátt yfir sjávarmáli.
Svo vill maður nú fara að sparka í bolta en því miður fékk ég ekki fótbolta í jólagjöf eins og ég hafði vonast til. Ætli maður spreði ekki í eitt kvikindi bráðum. Verst hvað ég týni þessu alltaf.



Að lokum. Þessi færsla er gott dæmi um það hvað kemur á blað þegar maður er beðinn um að blogga. Maður áir bara að blogga þegar maður hefur eitthvað að segja.

mánudagur, desember 26, 2005

Mikið afskaplega (takið eftir skorti á blótsyrðum, bloggið er í jólabúningi) líður manni nú vel þessa dagana. Aðfangadagskvöld heppnaðist vel þrátt fyrir að skyrtan hafi verið óstraujuð og svona, enda einkenndist aðfangadagurinn af alls herjar stressi og veseni. Við erum að tala um verslunarleiðangur í Kringlunni og Smáralind sem endaði með því að shopaholic-notebook hljómaði sem hin fullkomna gjöf fyrir vinkonu mína. Svo þurfti ég að keyra gjafir útum allan bæ og varð bensínlaus og fleira skemmtilegt. Smá svona "I´ll be home for christmas"-ævintýri. En þetta sem sagt reddaðist allt og kvöldið var frábært þrátt fyrir að ég væri nálægt því að sofna meirihluta þess.

Ég fékk ýmsar góðar gjefir. Fékk meiraðsegja Pro Evolution 5 frá mömmu og pabba, sem var að gera góða hluti. Jahh, nema kannski að því leyti að þau keyptu PC-leikinn þannig að ég þarf að skipta þessu yfir í playstation. Svo fékk ég fleira dót sem ég er mjög þakklátur fyrir.

Ég var mjög steiktur á aðfangadagskvöld og tókst til dæmis að segja stóru systu hvað ég og litla systir ætluðum að gefa henni í jólagjöf. Gaman að því. Seinna um nóttina tapaði ég í Trivial fyrir bróður Dagnýjar og kærustunni hans. Það hlýtur nú bara að þýða að ég hafi verið steiktur. Ég tapa ekki.

Við fórum svo fjölskyldan, sannkristin eins og við erum, í miðnæturmessu eftir að hafa opnað pakkana. Það var ekki hræðilegt. Verst hvað sérann var ekki að ná að tóna vel. Það var eiginlega mjög hallærislegt. En hann fékk mig til að íhuga tilgang jólanna. Með því að gera að umræðuefni sínu jólastressið sem ég hafði fengið snert af þessi jólin, fékk hann mig til að hlusta. Það er víst einhver meiri tilgangur með þessu öllu heldur en að finna einhverja mergjaða gjöf handa konunni eða fá alveg örugglega Pro Evolution í jólagjöf.


Jóladagurinn er búinn að vera mjög notalegur. Vakna seint, horfa á smá sjónvarp með Waldorfsalatskálina hvílandi oná bumbunni, og fara svo í jólaboð og hitta ættingja. Horfði svo á Love Actually. Þvílík mynd. Ég ætla ekki að horfa á hana aftur innan um fólk. Mjög ókarlmannleg viðbrögð hægra augans við vissum atriðum í myndinni eru þess valdandi.


Jæja, nú fara næstu dagar líklega í meiriháttar rólegheit og afslappelsi. Kannski smá vinnu, en annars bara afslappelsi og jólaboð, og kannski smá drykkju og djamm. Djöfull (úbbs) ætla ég að njóta þessara daga.

laugardagur, desember 24, 2005

Gleðileg jól vinir mínir nær og fjær. Hafið það sem allra best yfir hátíðarnar.

p.s. Ég hef aldrei upplifað annað eins stress á aðfangadag og ætla að láta þessa kveðju nægja í stað jólakorta eða sms-a. Ekki móðgast.

miðvikudagur, desember 21, 2005

Hæ, Sindri hér. Ég ákvað bara að segja ykkur að ég tók til í linkasafninu mínu. Ég henti út öllum sem eru algjörar tíkur. Later skater.


Já, ég ætlaði líka að spurja ykkur. Hvenær finnst ykkur best að losa fyrir próf? Er það deginum áður eða er það bara 10 mínútum áður eða hvað er málið? Þetta er náttúrulega þekkt issjú úr fótboltanum þar sem að menn eru með þvílíkar meiningar um hvenær sé best að losa. Margir eru að taka þetta kvöldinu fyrir leik, en sumir vilja losa bara rétt fyrir leik og svo eru þessir extrímistar sem að verða að losa líka í hálfleik. Svona getur nú mannskepnan verið mismunandi. Ég vil nú ekkert vera að upplýsa mína strategíu í þessu en ég get sagt ykkur að ég er ekki kominn með neitt sérstakt plan fyrir próf varðandi þetta. Kannski skiptir þetta engu máli. Þetta verður eitthvað sem maður rannsakar eftir því sem lengra dregur í náminu.

Ef ykkur fannst eitthvað ósmekklegt við þetta innslag þá biðst ég afsökunar. Nei djók, þið eruð bara hommar og tsssjeddlíngar ef ykkur fannst þetta ósmekklegt. Og þá meina ég ekki "hommar" eins og í "samkynhneigður karlmaður", heldur "hommar" eins og í "fokking faggar", ef þið skiljið hvað ég á við.


En nú er ég bara farinn að rausa þannig að ég býð góða nótt. Munið nú að drullast í jólaskap kunturnar ykkar því annars verður kristur pirrípú. Later skater.

mánudagur, desember 19, 2005

Jæja.

Mikil reiðinnar býsn er nú gott að finna axlirnar síga eftir þessi próf. Erfitt að segja hvernig þetta gekk nú allt saman (sem er leiðinlegt því ég verð örugglega spurður um það ótal oft í jólaboðum) en ég ætla að spá að ég hafi náð öllu.
Skólinn er búinn og guð má vita hvenær hann byrjar aftur. Þegar ég gekk útúr prófinu í dag tóku á móti mér englar (held ég) með himnasendingu, nefnilega frían bjór. Ég ætla samt að bíða með þann vökva þangað til á morgun og fara á fótboltaæfingu í kvöld. Annars er það bara vinna frá 10-22 fram að jólum í Intersportinu góða, þannig að maður er nú ekkert dottinn í eitthvað súpertjill.


Þá er því lokið og kominn tími til að blogga um eitthvað annað. En því miður fyrir ykkur er kominn matur hjá mér.

laugardagur, desember 17, 2005

Sindri: Maður ætti kannski að fara að kíkja í klippingu?
Mamma Sindra: Þú gætir líka prófað að fara í sturtu.

Alltaf skemmtilegt að fá svona beint í andlitið að maður sé ekkert mjög ferskur á því.

Tölvunarfræði1 heyrir nú vonandi sögunni til, en á mánudaginn er síðasta prófið (jájá, þetta er nú bara allsvakalega í sjónmáli núna). Það ku vera úr stærðfræðigreiningu og maður er að búast við frekar erfiðu prófi þar. Nenni samt voðalega lítið að fara að læra í dag. Í staðinn er ég búinn að fara í Kringluna, horfa á Manchester-leik og leggja mig. Stuð.

föstudagur, desember 16, 2005

Andlegan stuðning takk frá klukkan 9 til 12 á morgun. Megi JAVA-mátturinn vera með mér.

fimmtudagur, desember 15, 2005

Jæja, próf á morgun sem ég er bara nokkuð bjartsýnn á að gangi vel. Ég er enda búinn að lesa frekar vel hérna í 2 daga og meiraðsegja skrópa í kelerí hjá Dagnýju til að geta eytt meiri tíma í lestur. Það sem leggst hinsvegar verr í mig er prófið á laugardaginn. Og það er ekki bara vegna þess að prófið er á laugardagsmorgni klukkan 9 (halló halló! Á ekkert að taka tillit til djammara og annarra (næstum því rím) sem nýta föstudagsnóttina til annars en að sofa?) heldur er það aðallega vegna þess að það er úr því fagi sem mér gengur verst í. Nefnilega svokallaðri tölvunarfræði. Ég hyggst reyna mitt besta til að bjarga mér með því að fara á eitthvað svaka námskeið á morgun og á föstudaginn. Sjitturinn titturinn hvað ég held að þetta verði leiðinlegt. En á laugardaginn verður þetta búið og ég get farið að snúa mér að stuðfaginu ógurlega; stærðfræðigreiningu. Það verður nú gaman.


Þegar þreytist mitt geð við lærdóminn þá hugsa ég til næsta mánudags þegar prófin verða búin. Hvað ætti ég nú að gera þá? Hugsanlega er ég samt að fara að vinna um kvöldið þannig að það verður þá ekki drukkið fyrr en eftir 10. Og reyndar er ég að fara í bolta klukkan 10 þannig að það verður ekki drukkið fyrr en eftir 11. Og kannski eru ekki svo margir til í drinker eftir 11 á mánudagskvöldi. En hvað veit maður?


Eftir prófin lofa ég allavega að koma með færslur sem snúast um eitthvað annað en prófin og lærdóminn. Hver veit nema brjóst og fleira spennandi komi þá við sögu. Stey tjúnd.

þriðjudagur, desember 13, 2005

Gaman að segja frá því að þegar ég er orðinn þreyttur á prófalestri og finnst eins og það vanti allt Malt í mig, þá pulsa ég mig stundum upp með því að hlusta á Baywatch-lagið. Þá breytist ég snarlega úr stærðfræðilúða í stærðfræðihetju, og finnst eins og að ég muni bjarga mannslífum með því að reikna nokkur dæmi. Vitaskuld verður maður að syngja með laginu hástöfum svo að þetta virki. Því miður gerðist það í dag að ég gleymdi að loka glugganum áður en ég hóf upp raust mína þannig að þegar ég hafði lokið við að syngja þetta snilldarlag þá heyrði ég í einhverjum gaur fyrir utan gluggann segja "hvað er eiginlega í gangi maður?" Gaman að þessu.


Þrjú afmæli í dag. 9 mánaða sambandsafmæli mitt og Dagnýjar, 13 ára afmæli systur minnar og 19 ára afmæli æskuvinar míns.

Systir mín er sem sagt formlega orðin táningur og nú fer gelgjan að hellast yfir hana. Af fenginni reynslu veit ég að nú eru erfiðir tímar í nánd. Fari hún í sama farveg og stóra systir mín mun ekki líða á löngu þar til hún og móðir mín verða á öndverðum meiði í hverju því sem hugsanlega er hægt að hafa skoðun á. Neinei, ég segi svona. Þær rifust nú ekkert mikið.
Gaman að geta þess að litla systir mín bloggar hérna.


Ég ætla ekki að hafa þetta röfl lengra núna. Ég heimta árnaðaróskir með 9 mánaða áfangann.

mánudagur, desember 12, 2005

Jæja, 2 próf af 5 búin. Mér finnst það reyndar alveg fáránlegt ef að ég næ þessari rekstrarfræði. Ég er grínlaust búinn að sofa af mér hvern einn og einasta fyrirlestur í þessu fagi, þótt ég hafi reyndar mætt í þá flesta. Og þar sem þetta er nú háskóli þá held ég að það geti bara ekki gengið. En við skulum nú sjá til.

Ég er líklega að fara að rifja upp gamla takta í Intersportinu um jólin. Ég veit ekki hvers vegna en mér finnst bara drullugaman að vinna svona rétt fyrir hátíðarnar, þegar fólk er að detta í jólaskapið með bros á vör og annað tilheyrandi. Og ég hlusta ekki á rugl um það að Íslendingar séu eitthvað stressaðir og fúlir í jólaversluninni. Þeir eru það allavega ekki þegar þeir koma að versla hjá doktornum.

Annars langar mig alltaf jafn mikið að semja nýtt jólalag þegar jólin nálgast. En því miður þá kann ég bara ekkert að semja lög. Ég kann að semja texta (eða kann og ekki kann, það fer eftir því hvað átt er við) en mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja hvernig menn fara að því að búa til heilt lag bara sisona.
Mér datt samt í hug að mixa jólatexta við lagið Don´t worry be happy. Þetta er ég kominn með:

Þetta er lítið lag frá mér
sem bara má syngja í desember
jólalagið
jólalagið

Ef að jólastressið þreytir þitt geð
gríptu þá mækinn og syngdu með
jólalagið
jólalagið

duuuududurudurudduru
dudduruddurudduru
jólalagið.

Jólin nálgast en veistu hvað?
Það er mikilvægast að slappa af
jólalagið
jólalagið

Gjafir má gefa til fjölskyldu´og vina
en ekki missa þig alveg í geðveikina
jólagið
það var lagið

Jólin koma og jólin fara
hafðu það gott og njóttu þess bara
jólalagið
jólalagið.


Neinei, ég segi nú bara svona. En það væri gaman að fá inn ný og góð jólalög. Uppáhalds jólalögin mín eru jólag Quarashi og Mér hlakkar svo til með Dáðadrengjum. Þau eiga kannski ekki að gera það en þau koma mér samt í gott jólaskap.
Jæja, próf eftir einhvern hálftíma. Ég veit ekki af hverju en allt í einu er ég orðinn mjög stressaður. Ég reyni að leiða hugann frá þessu en svitinn lekur af mér þótt ég sé nýkominn úr sturtu og búinn að maka á mig svitalyktareyði.

Þegar ég kem heim segi ég ykkur kannski frá því hvernig gekk, og líka frá einhverju fleira sem skiptir ykkur engu máli.

Ef þið viljið ná fram ykkar besta í prófunum þá skulið þið ekki ýta hérna. Þessi leikur hefur haft afskaplega slæm áhrif á minn prófalestur. Ef einhver getur útskýrt fyrir mér hvernig fólkið á highscore-listanum fær þetta gríðarlega háa skor þá megiði láta mig vita. Mér tókst samt að komast í 19. borð.

laugardagur, desember 10, 2005

Kommentaðu á nafninu þínu og..

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig

2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig

3. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér

4. Ég segi þér skemmtilega minningu tengda þér

5. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig

Endilega setjið þetta á ykkar blogg líka ef þið viljið kokksokkers.


Sá þetta á blogginu hennar Eyrúnar. Ég er kannski að lofa svoldið uppí ermina á mér að segja að ég geti svarað þessu öllu fyrir alla sem að kommenta, en ég skal reyna mitt besta. Ekki eins og ég hafi eitthvað betra að gera hérna í prófunum.

p.s. 1 próf búið, 4 eftir. Rekstrarfræðin bíður mín á mánudaginn. Rústaði eðlisfræðinni. Samt ekki. Næ henni samt.

föstudagur, desember 09, 2005

Ég hef ekki mikinn tíma en hér koma tvær örfréttir af sjálfum mér.

1. Ég er kominn með fartölvu. Eins og er nota ég hana aðallega til að lesa fyrirlestra úr skólanum frá því í haust, en ég sé strax að ég hef verið að fara á mis við mikið í lífinu. Ég er ekki búinn að finna nafn á hana ennþá en það mun koma bráðum. Góðar tillögur eru vel þegnar.

2. Tvímælalaust heitustu fréttirnar úr íslenska fótboltanum síðan Arnór Guðjohnsen gekk aftur í raðir Vals, voru að detta í hús. Dr. Sindri Sverrisson (sum sé ég) er að öllum líkindum (svona u.þ.b. 96% líkur) að fara að taka þátt í Íslandsmótinu í knattspyrnu næsta sumar. Jebbs. Ég verð, vonandi, sem sagt að sparka í 3. deildinni næsta sumar í staðinn fyrir að vera í Utandeildinni. Mér lýst miklu betur á það og þetta er nú smá hvatning að fara að kíkja í ræktina eftir áramót.
Allavega, það verður gaman að sjá hvernig þetta þróast og hvort við eigum einhverja möguleika í stórlið á borð við Gróttu og Skallagrím.


En ég þarf nauðsynlega að fara að læra. Kærastan mín hefur smitað mig af svokölluðu eirðarleysi, sem er ekki mjög sniðugt. Próf á morgun í eðlisfræði þannig að nú er það bara harkan sex. Ekki ætla ég að standa á gati ef að spurt verður um Carnot-hringinn og þvíumlíkt. Nei ó nei. Góðar stundir.

miðvikudagur, desember 07, 2005

Vodda vodda háda vodda?
Bara ný færsla frá doktornum? Ert þú ekki á kafi í prófum kallinn minn? Jújú, en málið er að þegar ég keypti skólabækurnar mínar af einhverri klassapíu í haust, þá lét hún mig fá einhverjar glósur með. Ég bjóst nú ekki við því að þær myndu nýtast en geymdi þær samt uppí hillu til öryggis. Svo er maður búinn að vera nett nervös fyrir einu tilteknu fagi, þannig að ég tók mig til og tékkaði á þessum glósum. Viti menn! Þetta eru bara súper-prófa-glósur sem maður má btw taka með sér í prófið. Og þess vegna, þess vegna dömur mínar og herrar, er ég að blogga og finnst það bara allt í lagi.


Annars hef ég verið í smá sjálfsskoðun síðustu, jahh, svona síðustu 5 mínúturnar. Ég held að ég sé frekar leiðinlegur gaur á netinu. Það er að segja ég á það til að rífa svoldinn kjaft inná bloggum hjá öðru fólki, gera stólpagrín að stafsetningar- og staðreyndavillum hjá því og þvíumlíkt.

Til dæmis hef ég átt það til að setja inn einhver leiðindakomment hjá Krissa kúk. Það finnst mér ekki alveg nógu góð pæling því ég lít á Krissa sem einn besta vin minn. Þetta hef ég líka gert hjá fleira fólki sem mér þykir vænt um.
Málið er bara að það eru engill á hægri öxlinni minni og púki á vinstri öxlinni. Engillinn segir mér alltaf að finna eitthvað jákvætt við skrif viðkomandi og koma með skemmtileg innlegg í umræðuna. Púkinn kemur hins vegar oftast með eitthvað kaldhæðnislegt komment sem mér lýst miklu betur á. Þá sný ég mér að englinum og spyr hann hvort hann vilji ekki andmæla þessu, en fæ jafnan svar á þá leið að "helvítið hafi nú sitthvað til síns máls". Þess vegna hef ég oft verið með miður skemmtileg komment.

En kannski er ég bara eitthvað að bulla. Kannski er ég aldrei með leiðinda kaldhæðniskomment. Ég hef aldrei verið góður í að líta í eigin barm, enda er hann ekki stór.

föstudagur, desember 02, 2005

Jebbs, vika í prófin og maður er alveg duglegur að læra. Það er samt langt síðan ég eyddi jafn miklum tíma í að skoða blogg á einni viku eins og núna. Ég hef komist að því að flestir sem eru á linkalistanum mínum eru of latir að blogga. En ég meina, ekki get ég sagt mikið sjálfur.


Operation "Amma smyglari" verður hrint í framkvæmd innan örfárra daga og þá fæ ég vonandi fartölvuna mína í hendurnar, sem hefur þurft að bíða af sér þrumur og eldingar, hvirfilbyli og hitabylgjur í hinu svokallaða landi tækifæranna. Það verður nú gaman.


Hausverkur dagsins, og líklega næstu vikna, er í boði Jesús og Dagnýjar. Ég á sem sagt í miklum erfiðleikum með að finna jólagjöf handa skvísunni. Ég er alveg búinn að fá nokkrar hugmyndir en mér finnst eins og þetta eigi að vera eitthvað kynngimagnað dæmi. Vinsamlegast ekki koma með góðar hugmyndir í komment (megið koma með lélegar) en endilega sendið mér sms ef þið eruð með eitthvað solid.


Við Hlynur tókum skemmtilegan leik á þetta í stærðfræðitíma áðan. Markmiðið með leiknum var að komast að því hvaða sjónvarpsþáttur væri sá besti í heimi. Ég get ekki sagt að það hafi komið mér mikið á óvart að Family Guy stóð uppi sem sigurvegari.


Mér finnst mjög leiðinlegt að þeir glaumgosar Raggi T og Svenni séu ekki enn búnir að hringja í mig og boða mig í eitthvað skemmtilegt sjitt um helgina, nú þegar klukkan er farin að ganga 4. Buzzið um þarsíðustu helgi og Kvikmyndaspilið um síðustu helgi var hvoru tveggja að gera mjög góða hluti. Kannski er kominn tími á Pro Evo núna. Maður spyr sig.

Fari svo að þeir komi með einhverja skemmtilega hugdettu ætla ég að vera búinn að læra eitthvað af viti áður, þannig að ég kveð að sinni kæru hálsar.