Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

mánudagur, febrúar 28, 2005

Billabong síðermabolur, brasilíska landsliðstreyjan og einar gráar jakkafatabuxur eru meðal þeirra fata sem ég sakna svoldið. Ég er nefnilega alveg ótrúlega góður í því að týna fötum. Alltaf að týna húfum og sokkum og einnig harla oft öllu merkilegri flíkum. Það finnst mér mjög súrt þannig að ef einhver er með föt heima hjá sér sem gætu passað fyrir 187 cm jock úr breiðholti þá endilega hafið samband.

Annars sé ég að fólk hefur ekki alveg nennt að lesa ævisöguna mína, eða allavega ekki að kommenta eitt lítið komment á hana (nema Dísa, takk takk). Neinei, greinilega ekkert nógu krassandi í þessu hjá mér en ég skal sko segja ykkur það skal ég segja ykkur að ef ég hefði haft 200 síður til að skrifa á og ætlaði að koma bara clean þá hefðuð þið sko fengið fokking djúsí skít. Djúsí skít I tell ya!

Menn hafa svoldið verið að klappa á bakið á mér og segja eitthvað á borð við; "djöfuls greddublogg er þessi síða þín doktor", "róóóóa greddubloggið Sindri minn", "I don´t know what we´re yelling about!!" og "djöfull ertu graður þegar þú ert að blogga kallinn".
Ég verð nú bara að segja að ég skil ekki alveg hvað fólk er að tala um og væri gott að fá nákvæmari útlistanir á því. Ég held það sé líka ekkert vit annað en að mixa smá klám inní þetta því ekki nennir fólk að lesa annað og minni ég á ævisöguna mína þessu til stuðnings. Þannig að hvort sem fólki þykir þetta vera greddublogg eða ekki að þá er það ekkert að fara að breytast.

Í vinnunni um helgina flugu rasistabrandararnir og ég veit ekki alveg hvernig ég fíla þess konar brandara, en mörgum (t.d. Arthúri vini mínum) finnst gjörsamlega ekkert fyndnara þó þeir hafi að sjálfsögðu ekkert á móti niggurum og grjónum þannig séð.
Dæmi um brandara:
Hvað er sorglegt við það þegar 4 svertingjar keyra saman í Volvo og deyja í bílslsysi?
Svar: Þetta er 5 manna bíll.
Hvað finnst lesendum mínum um svona brandara? Er þetta fyndið eða tótallí át? Ég flissa stundum smá en það fer svoldið eftir brandaranum...

sunnudagur, febrúar 27, 2005

Ég var eitthvað að heyra að það væri fyrirtæki í Simbabwe sem ætlaði að hefja framleiðslu á sérstökum bros-pillum sem ættu að hjálpa fólki að brosa meira. Eitt er víst að hann Atli þarf nú ekkert á svoleiðis að halda.

p.s. Þetta er ein hressilegasta mynd sem ég hef séð lengi.

föstudagur, febrúar 25, 2005

Ævisaga Dr.Sindra. Fyrsta bindi.

1.Kafli
Ég fæddist í Reykjavík og bjó þar í eitt ár. Man ekki neitt.

2. Kafli
Flutti þá til Blönduóss og bjó þar þangað til ég var 4 ára. Man lítið sem ekki neitt nema að á daginn var ég í pössun hjá fáránlega góðri fjölskyldu sem samanstóð af Ingu og Grétari (mamman og pabbinn) og Dodda og Nonna (sem voru þá 12 og 13 ára eða eitthvað). Það var gjöðveikt að vera hjá þeim. Svo átti ég heví góðan félaga sem heitir Frímann, en ég veit ekkert hvað varð úr honum eða Unni systur hans, sem var heví fæn. Hmmm, kannski einhver þarna úti geti hjálpað mér með að finna þau?

3. Kafli
Ég hélt uppá 4 ára afmælið mitt í nýju heimili á Þelamörk sem er lítið svæði rétt utan við Akureyri (10 mín. akstur). Þar var skóli og sundlaug og seinnameir íþróttahús og var ég að fíla þennan stað alveg fáránlega vel. Ég byrjaði svo að æfa fótbolta með KA og var mjög efnilegur. Á þessum árum á Þelamörk eignaðist ég litla systur sem heitir Sunna. Fyrir átti ég stóra systur sem heitir Anna Pála. Fyrir þá sem eru slappir í hausnum þá þýddi þetta að ég var orðinn miðjubarn, sem er ömurlegt. Ég fór ári á undan í 1. bekk af því að það var engin dagmamma þarna til að passa mig. Að fjórða bekk loknum (hjá mér) ætluðum við að flytja til Akureyrar en þar áttum við blokkaríbúð (að vísu í Þórsarahverfinu). Þeim áformum var þó cancelað þegar pabbi fékk tilboð um að verða skólastjóri á Skógum undir Eyjafjöllum, sem er hinum megin á landinu. Mamma var í útlöndum þannig að þetta var undir pabba gamla komið og ég man það eins og það hefði gerst í gær þegar hann kom og spurði mig ráða um hvað skyldi gera:
Pabbi: Niggah pleeeease, hvað eigum við að gera maður?
Sindri: Ööööö. Pfff....
Pabbi: Niggah pleeeeeeeease, er ekki bara Skógar málið maður?
Sindri: Öööö, jújú, ef ég fæ að fara til Akureyrar á sumrin að æfa með KA.
Pabbi: Aiight niggah.

4. Kafli
Já, þetta var áður en ég vissi nokkuð um hvað Skógar væru eða hvar það væri. Kom svo ekki bara í ljós þegar ég ætlaði að fara að byrja í 5. bekk í skólanum þarna, að það var enginn annar í 5. bekk!! Ég var sem sagt mættur í einhvern 40 manna skóla in the middle of nowhere og þurfti ég t.d. að keyra í hálftíma til að komast á fótboltaæfingar. Nú, ég ákvað þá bara í samráði (ólöglegu samráði?) við mömmu og pabba að taka bara 4. bekk aftur og tjilla svoldið á þessu. Svo leið og beið og voru þessi ár í Skógum bara helvíti góð líka og maður kynntist alveg nokkrum snillingum sem maður er ekki búinn að hitta nógu mikið hin síðari ár. Reyndar var það þannig frá 4. og uppí 7. bekk að ég var í bekk með einum strák (sem bjó í kortersaksturs-fjarlægð) og einni stelpu en það rættist svo úr þessu í 8. bekk þegar krakkar úr öðrum skóla sameinuðust okkur.
Um jólin í 9. bekk kom pabbi til mín og sagði mér að við þyrftum að flytja í bæinn því skólinn væri svo lítill að það þyrfti að leggja hann niður. Ég reyndi að ná til hans og sagði "niggah pleeeease" en þá byrjaði kallinn bara að syngja "that´s just the way it is... things will never be the same", og þá skyldi ég að hlutirnir yrðu aldrei samir. Svo spurði pabbi hvort ég vildi ekki bara taka samræmdu prófin um vorið og þar sem ég hafði ekkert betra að gera þá sagði ég bara "jújú".
Ég verð reyndar að bæta við þennan kafla að þegar ég var í 8. bekk náði ég 2. sæti í herra Skógaskóli. Þetta er titill sem ég á aldrei eftir að gleyma.

"Veit ekki númer hvað" kafli
Eftir níunda bekkinn flutti ég sem sagt í borgina og hef búið þar síðan og fór í MH og það var rosagaman. Endir.

p.s. nett snubbóttur endir því ég þarf að fara að vinna. En þetta ætti að hjálpa ykkur aðeins að vita hver ég er.

miðvikudagur, febrúar 23, 2005


Já, gellan mín bara kosin með flottastasta maga í heimi skv. því sem ég las í Fréttablaðinu um daginn. Maður getur nú heldur betur fallist á það en mér er samt ekkert sérstaklega vel við að menn séu að spá í svona hlutum hjá gellunni minni.
Later!
Já, ég fór á svona nútímadanssýningu í gær. Nei, ég er ekki orðinn snaröfugur, það er reyndar fjarri lagi. Málið er að frændi minn kom frá Danmörku og var með danssýningu ásamt félögum sínum úr einhverjum dansskóla sem hann er í. Þetta var svona nútímadans sem ég mátti þola að horfa á í einn og hálfan klukkutíma. Eins og frændi minn er nú skemmtilegur þá þótti mér þetta ekki mjög skemmtileg sýning. Það er einhvern veginn eins og það sé enginn tilgangur með þessu rugli. Bara ráfað um í sokkbuxum og höndunum sveiflað í allar áttir.
Ég held allavega að þeir sem eru að semja þessa dansa séu frekar flippaðir gaurar. Einhvern veginn svona ímyndaði ég mér að danshöfundurinn segði dönsurunum fyrir:

Danshöfundur: Jæja krakkar, nú ætlum við að semja dans. Þið gerið bara nákvæmlega eins og ég segi...
Dansarar: Ok.
Danshöfundur: Já, Jói þú átt að hlaupa léttum skrefum um salinn og sveifla höndum. Farðu með stafrófið í huganum og þegar þú lendir á sérhljóða þá skaltu hoppa einu sinni eins og froskur.
Jói: Ok.
Danshöfundur: Já, og þú Stína átt að láta eins og þú sért að leita að ormum í gólfinu... nema að þú átt að leita mjög hratt og hoppa stundum af því að þú ert að flýta þér svo mikið.
Stína: Ok.
Danshöfundur: Já, og Siggi og Palli þið dansið bara um í takt við hvorn annan.... eða nei annars, bara annar ykkar dansar í takt við hinn, það er svo næntís eitthvað að vera að dansa báðir í takt við hvorn annan...
Siggi: Hvor á að dansa í takt við hinn?
Danshöfundur: Mér er sama, bara annar hvor en ekki hinn.
Siggi og Palli: Ok.

Svo er eitt sem stakk mig svoldið líka. Af hverju gátu dansstelpurnar ekki einu sinni reynt að vera getnaðarlegar. Annar helmingurinn af þeim var svartklæddur frá toppi til táar og í lopapeysupilsi (svoldið spes) og hinn helmingurinn var í allt of víðum jogginggalla. Ég einhvern veginn gekk að því sem vísu að ég myndi allavega fá að sjá nokkra flotta kroppa...


Á ég að segja ykkur doldið skondið. Ég er búinn að vera að skrifa þessa færslu smám saman síðan klukkan 9 í morgun. Ég er nefnilega að vinna þannig vinnu í vinnunni núna að ég þarf alltaf að bíða pínustund á milli verka. Þessa síðust málsgrein er ég t.d. búinn að vera hálftíma að skrifa. Góðar stundir.

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Note to self:
1. Skrifa fyrsta hluta ævisögunnar.
2. Skrifa um nútímadans.

Ég hef ekki tíma núna. Kjellinn er svo bissí sjáiði til.

mánudagur, febrúar 21, 2005

Meistari vikunnar að blogga hérna. Jájá, ekki nóg með að maður hafi verið Bloggari Sandkastalans (eða hvað það nú hét...?) og í 7. sæti á árslista beikonsins, heldur er maður bara orðinn Meistari vikunnar hjá Steina eina (sem er samt á föstu, þannig að ég næ ekki alveg hvað hann er að meina). Maður náttúrulega bara í skýjunum hérna og á ég erfitt með að tjá mig og að mynda heilar setningar sem meika sens og standast málfræðireglur og þess háttar skít og segi þess vegna bæbæbæ.

p.s. ég veit ekki hvort það er merki um þroska en um daginn hitti ég mjög fallega ljósku sem var alveg rosalega heimsk. Mér fannst hún ekkert spennandi. Hef ég þó alltaf verið frægur fyrir að slefa mikið yfir þess háttar kvenfólki.

p.p.s. nei djók, ég var alveg slefandi.

sunnudagur, febrúar 20, 2005

Nú þykist ég vita að þið, lesendur góðir, lesið fleiri bloggsíður heldur en bara mína. Það geri ég reyndar líka. Á þessu vafri mínu finn ég oft margt sem hægt er að hlæja að en líka sumt sem er alls ekki hægt að hlæja að. Sumir segja að útlit og slóð bloggsíða (bloggsíðna?) skipti ekki neinu máli ef að textinn sem þar er skrifaður er nógu andskoti hnitmiðaður, fyndinn eða sniðugur. Þetta er ekki rétt. Vissulega getur textinn alveg verið fyndinn, sniðugur og hnitmiðaður (þessi færsla virðist ekki ætla að verða gott dæmi) en bloggsíðan sjálf er alltaf miklu miklu verri ef hún er á þessu andskotans blog.central.is eða ég tala nú ekki um hið ótrúlega hægvirka fólk.is-dæmi. Af hverju í déskotanum er fólk að nota þetta? Ég vil fá skotheld rök fyrir því að það borgi sig að nota síður þar sem það tekur hálftíma að tékka á kommentunum, síður sem einnig liggja oft niðri vegna "of mikillar umferðar" eða einhvers slíks. Hvað er málið? Allavega, þeir sem eru að nota þennan skít, viljiði vinsamlegast kynna ykkur kosti blogger.com og endurskoða stöðuna hjá ykkur.

Þið ráðið hvað þið takið þetta alvarlega, ég var bara svoldið pirraður á að lesa síðuna hans Krissa.

Um daginn tók ég strætó. Það fékk mig til að rifja upp þegar ég fór fyrst einn í strætó. Þá var ég örugglega svona 10 ára eða eitthvað. Vinur minn labbaði með mér útí strætóskýli og sagði að ég ætti að fara út á hlemmi. Nú, ég labbaði bara inn í strætó og gat ekki séð að þetta yrði flókið. Setti bara peninginn í kassann og hélt ég væri sloppinn en það var nú ekki aldeilis! Þegar ég ætlaði að fara að labba aftur í strætóinn lagði strætóbílstjórinn nefnilega fyrir mig mjög krefjandi spurningu: "viltu skiptimiða?" Ég náttúrulega hafði ekki hugmynd um hvað maðurinn var að tala. Til hvers ætti ég að kaupa skiptimiða? HVAÐ Í ANDSKOTANUM GERIR SKIPTIMIÐI?
Þessi lífsreynsla er mér svo minnisstæð að það er ekki alveg eðlilegt. Man líka að þegar við komum á Hlemm vissi ég ekkert að það væri Hlemmur fyrr en að vagnstjórinn sagði mér það (sem betur fer var þetta síðasta stoppistöð strætósins). Já, það er ekkert sniðugt að setja ungan sveitastrák í strætó í stórborginni.

Á morgun eða á þriðjudaginn ætla ég að skrifa fyrsta hluta af ævisögunni minni svo að þeir sem lesa þetta blogg geti kynnst mér betur. Næsta hluta ætla ég að skrifa þegar ég verð þrítugur. Heyrumst.

p.s. ykkur er velkomið að kommenta í hið hraðvirka kommentakerfi sem ég er með.

laugardagur, febrúar 19, 2005

Ok, það var sem sagt Ugla sem bauð mér í afmælið sitt. Það var sætt af henni. Ég hins vegar ákvað að vera bara heima og undirbúa mig andlega fyrir fótboltamótið sem ég ætlaði að spila á í dag. En neeeei, kemur bara í ljós að gaurarnir sem ég ætlaði að spila með (og maður kallar vini sína) eru svo fokking miklir þrossar (úhh, harður gaur) að þeir geta ekki stillt vekjaraklukku eða sagt nei við vinnuveitandann sinn þannig að við vorum 5 sem mættum af 10 gaurum. Ég hef held ég sjaldan heyrt annan eins aumingjaskap eða annað eins beil. Urrgh.

Annars er árshátíðin svona að púslast saman hjá mér. Ekki það að ég hafi verið eitthvað helölvaður, ég er bara frekar tæpur í að muna suma hluti. Ég man samt alveg greinilega núna að það var gella sem ætlaði bara að rúnka mér út á dansgólfinu til að fá link á síðunni minni. Það er nú alveg merkilegt hvað sumir ganga langt, en þetta toppar alveg öll pítsutilboðin og baknuddin sem fólk er búið að vera að lofa mér í staðinn fyrir link.
Annars var ég mikið í að taka í spaðann á fólki sem maður er ekkert búinn að vera að hitta og svona. Já, svo var ég líka súla fyrir tvær góðar gellur með stór brjóst sem héldu að þær væru á strippsýningu, og ég vona að einhver geti staðfest þetta því annars hefur það bara verið draumur.
Aðalmarkmið kvöldsins var að bjóða Soffíu EFN út, en hún var eitthvað treg til. Hún talaði um að það væri fullmikill aldursmunur á okkur (ég reyndar hélt að hún væri svona 23 en þá er hún bara 27... en hvað er aldur?) og ef ég vildi fá símanúmerið hennar yrði ég bara að fletta í símaskánni. Talandi um höfnun, mér leið eins og algjörum kúk. Reyndi bara að slá þessu upp í grín og svona. Það er nú ekki oft sem ég manna mig upp í að bjóða stelpu út þannig að þetta var mjög svekkjandi.

En hvern langar að fara að sjá Verslóleikritið með mér? Ég fór ásamt fleirum á tveggja vikna fyllerí í sumar með aðalgaurnum í sýningunni, og þess vegna finnst mér að einhverjir costó-farar ættu að joina mig í leikhús.
Annars hef ég ekkert að gera í dag þannig að ef einhver vill gera eitthvað eða er með Sýn og vill horfa á Man.Utd.-Everton með mér þá bara bjalliði.

föstudagur, febrúar 18, 2005

Ok, ég var á árshátíð í gær og ég man það svo sterklega að það bauð mér einhver í afmæli eða partí núna í kvöld. Ég man svo skýrt að ég sagði "uuu, hvaða dagur er á morgun?" og fattaði svo að það væri auðvitað föstudagur fyrst þetta var fimmtudagskvöld (svona getur maður nú verið skýr).
Aaaallavega, ef einhver kannast við að hafa boðið mér í teiti í kvöld þá má sá hinn sami hafa samband sem fyrst.

Annars var árshátíðin mjög góð og ýmislegt sem kætti augað (ég er ekki bara að tala um kjeddlingar, Kári Kongó var t.d. mjööög fyndinn).

Svo vona ég að það séu einhverjir geim í gott geim í kvöld. Nei annars, það er víst eitthvað fótboltamót á morgun sem maður ætlar að taka þátt í. Hmm, annað kvöld þá bara? Það er svo ljúft að drekka eftir góðan bolta. Heit sturta og kaldur bjór, það gerist varla betra (jú ok, það gerist alveg betra, en þetta er samt mjög ljúft).

Hádegisfróðleiksmoli dagsins: Melónur eru karlkyns gúrkur. Ég skildi náttúrulega ekkert þær útskýringar sem þessari fullyrðingu fylgdu þannig að ef einhver kannast við að þetta sé rétt þá má sá hinn sami endilega kommenta.
Líka ef einhver veit nákvæmlega söguna á bakvið lagið sem Bubbi og Rúnar Júl syngja um "meinleiðismuggu á mýrdalssandi" eða hvað það nú var. Mér skilst nefnilega að það hafi verið eitthvað nauðgunarmál eða eitthvað þannig dæmi. Ef svo er þá finnst mér túlkun þeirra á laginu dáldið sjeikí.

Ok bæ.

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Í nýju vinnunni minn er ég á msn frá klukkan 8 til 4. Það er að vísu lítið um að aðrir séu onlæn á þessum tíma, en stundum detta inn einhverjir skemmtilegir...
Ég var að spá að hafa svona MSN-samtal dagsins. Ef ég mundi starta því þá væri þetta örugglega MSN-samtal dagsins í dag:

Dr.Sindri says:
Hæbb
Dr.Sindri says:
var tekinn þriðjudagsfyller á þetta?
Dr.Sindri says:
gaman að vera onlæn og svara ekki?
Dr.Sindri says:
hélt það
Arthuro der Magnifico del Toro says:
Hæ Sindri.... Hér situr Joe, Pabbi Arthurs! Ég byð heilsa honum þegar hann kemur heim.
Dr.Sindri says:
hehe, þannig... oki takk
Arthuro der Magnifico del Toro says:
gott þú sagðir ekkert dónó!!!!!!!!
Í nýju vinnunni minni er mötuneyti. Þar safnast allt liðið saman og er þá ýmist spjallað eða gluggað í blöðin. En ég skal ég segja þér það skal ég segja þér að þetta lið er svo fokking gáfað að ég á ekki séns í þessum umræðum. Ég reyni alltaf að fylgjast með og upphugsa eitthvað sniðugt til að segja, en það kemur ekkert í kollinn fyrr en kannski þegar ég er að borða kvöldmatinn minn eða eitthvað. Fólk er bara að kvóta Laxness hægri vinstri og sumir geta meiraðsegja hermt mjög vel eftir skáldinu.
Ég tel mig nú ekki mjög vitgrannan mann en ég er nú samt að heyra margt nýtt þarna. Kannski ég ætti bara að gera eins og Jón gerði og vera með svona fróðleiksmola á hverjum degi, sem ég dett niðrá í hádegismatnum.

Fróðleiksmoli dagsins: Vissuð þið að það er mjög algengt að fólk tali um að einhver "lifi eins og blóm í eggi"? Hélduð þið kannski að þetta orðtæki væri algjörlega gott og gilt? Málið er að hið rétta er að segja að einhver "lifi eins og blómi í eggi". Þetta er útaf því að orðið blómi þýðir í þessu tilfelli eggjarauða. Þannig er orðtakið í raun auðskiljanlegt því eggjarauðan lifir unaðslífi í öryggri umlykjan eggjahvítunnar. Þar hafiði það. Segiði svo að ég skrifi aldrei neitt gáfulegt hérna.

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Já, það komu nokkur góð gisk á það hvaða fáránlega fallega kvenmann ég hitti í Nettó um daginn. Ég var að sjálfsögðu að tala um Emilíu í Nylon. Hún er allsvakaleg verð ég að segja. Hins vegar er hún hér með dottin niðrí 3. sæti því ég sá svo fááááááránlega (á-in eru til áherslu) flotta gellu á gauknum um daginn. Ég var bara heví kúl á því eikkva (er hægt að orða þetta betur?) og var að labba af barnum þegar hún kemur á móti mér og er þetta líka svakalega brosandi (himneskt bros btw.). Ég var svona smá stund að kveikja og svo fattaði ég hver þetta var. Þetta er sem sagt stelpa sem ég á að hafa hitt þegar ég var svona 11 eða 12 ára (en man samt eiginlega lítið eftir því) sem er svo vinkona vinar míns í dag og þannig höfum við hist einu sinni eða tvisvar. Allavega, þá kemur hún bara (skælbrosandi muniði) og smellir á mig rembingskossi á kinnina. Ég gat ekki tekið þessu öðruvísi en svo að hún væri í rauninni að bjóða mér að sofa hjá sér. Því miður kom kærastinn hennar rétt í því sem ég ætlaði að fara að ná í jakkann minn.

Núhh, við svo búið var ekki annað að gera en að klára pool-leikinn, dansa smá (eða hvað það nú kallast sem ég geri þegar ég er að reyna að dansa) og ná sér svo í tvær píur til að taka með heim.
En laugardagskvöldið var sem sagt alveg ágætt þótt að pulsustemmóið heima hjá vini hans Arthúrs hafi ekki verið promising.

Ég sá svo myndina Team America, eftir Southpark-gaurana, á sunnudaginn. Hún þótti mér hroðalega fyndin og þá sérstaklega eitt atriðið. Ég fer alltaf að hlæja þegar ég hugsa um það og það er nú reyndar ekki mjög sniðugt að vera síhlæjandi bara uppúr þurru. Ég er að tala um atriðið þar sem aðalgaurinn er að gera "the signal". Annars er þetta snilldarmynd með góðri ádeilu á allt og alla.

Svo var það bolti í gærkvöldi og ég er bara að drepast úr þreytu í dag. Tölvukallinn í vinnunni var að reyna að útskýra fyrir mér eitthvað dót sem ég átti að gera í tölvunni en eina sem ég heyrði var "og svo áttu að ravis´n´travis áður en þú ravis´n´travis því ef þú ravis´n´travis þá kemur upp eins konar ravis´n´travis..." Ég verð að reyna að hrista af mér slenið og fara svo bara snemma að sofa í kvöld. Maður þarf líka að huga að því að vera vel úthvíldur fyrir síðustu mh-árshátíðina mína á fimmtudaginn. Verst að maður þarf að mæta í vinnu klukkan 8 daginn eftir. Liggur við að maður labbi bara frekar niðrí vinnu heldur en að taka leigubíl heim þetta kvöld...

mánudagur, febrúar 14, 2005

Jæja, nett kreisí helgi er að baki. Smá þreyta í kallinum núna sökum drykkju og djamms og vinnu. Þess vegna ætla ég að sofna á lyklaborðið núna og segja ykkur frá henni seinna. Gúddbæ.

föstudagur, febrúar 11, 2005

Vólí makkarólí. Ég ætlaði að fara að skrifa um sumarbústaðaferðina en það verður að bíða. Ég vil miklu frekar deila því með ykkur að ég var staddur í Nettó áðan og bara svona uppúr þurru þá sá ég fallegustu konu á Íslandi í dag. Og við erum að tala um að hún var að versla í matinn, hún var ekkert nýbúinn að gera sig klára fyrir árshátíðarball eða eitthvað... Sjitt hvað hún er falleg. Hún virtist vera að leita að einhverju og ég var bara næstum búinn að spurja hana hvort ég gæti aðstoðað, en ég ákvað að halda kúlinu því ég held hún fái nú alveg nóg af því að fólk sé að bögga hana í hversdagslífinu.

Og nú spyr ég, hverja haldiði að ég sé að tala um?

p.s. ok, hún er næstfallegust á Íslandi... ég hitti bara ekki þá fallegustu í dag (sá hana samt í sjónvarpinu).
Hafiði einhvern tímann lent í því að þið vitið bara eeeekkkert hvað þið eigið að segja við fólk sem þið svona kannist við, en ekki nógu vel til að eiga saman þögn með því? Þá notar maður (eða allavega ég) oft spurningar eins og "hey, hvað gerðiru um síðustu helgi?" eða "sástu leikinn um daginn?" Ég ætla hins vegar ekkert að tala um einhvern leik heldur að segja ykkur hvað ég gerði um síðustu helgi og reyna að koma því til skila hvað það var fáránlega gaman.


Föstudagur: Já, allt byrjaði þetta á því að ég beilaði snemma úr vinnunni og kláraði að redda vissum hlutum með Krissanum. Svo pikkuðum við upp restina af kompanjionum og lögðum af stað. Öfugt við síðustu ferð þá var bara greiðfært og allt í góðu... en það breytti því þó ekki að við vorum marga klukkutíma á leiðinni af því að hr. Arthúr þurfti aaaallltaf að vera að míga og af því að Krissa geðjast ekki að láta míga útum gluggann hjá sér þá þýddi þetta ófá stopp. Stemmningin á leiðinni var annars fín þó sumir hafa dottað aðeins til að búa sig undir átökin.

Nú, við vorum fyrst á staðinn en stuttu síðar voru allir mættir eða um 13 manns held ég. Föstudagskvöldið var rólegt en ég var alveg að fíla það og leið fáránlega vel þarna í fersku fjallaloftinu, oní heitum pottinum með góðar veigar í glasi. Hins vegar rann snarlega af mér þegar ég uppgötvaði (og ég held að það hafi verið rétt hjá mér) að það væri búið að stela af mér kippu. Það höfðu nebbla komið einhverjir tappar úr næsta bústað og heilsað uppá okkur og ég var náttúrulega alveg viss um að þeir hefðu tekið bjórinn minn.
Þar sem ég er alveg ótrúlega harður gaur ákvað ég að fara bara og sækja bjórinn minn og fórum við fjórir saman að gera það. Ég reyndi að vera svona frekar ófrýnilegur á svip þegar ég bankaði á dyrnar hjá þeim en þá kom í ljós að það var bara árshátíð Sterafélagsins í gangi og þarna inni voru 30 tröll... Ég held að það sem ég sagði hafi orðrétt verið: "já, hérna, ekki tókuð þið nokkuð óvart bjór úr bústaðnum okkar áðan? nei ok bæ", og þetta sagði ég virkilega hratt...
En já, þetta eyðilagði svoldið kvöldið fyrir mér og var þetta því stutt kvöld hjá mér eins og hjá sumum fleirum (þó ekki eins og hjá Hróa sem sofnaði klukkan 12 eða eitthvað).


Laugardagurinn var svo smooth. Hann byrjaði að vísu óþarflega snemma að mínu mati, en ég er maður sem kann að meta að sofa lengi. Eftir smá eftirfylleríshjal og brandara var farið til Akureyrar til að skíta og skola sig. Þegar við komum tilbaka í bústaðinn sá ég svo eina frekar fyndna sjón. Hrólfur og Helgi höfðu ákveðið að fara naktir í pottinn og stóðu uppúr honum til að veifa okkur þegar við runnum í hlað (og það var mjög fyndið því þessir menn geta gert allt svo fyndið).
Kvöldið byrjaði svo með þægilegri drykkju og besta mat sem ég hef fengið lengi. Ég ákvað að búa sjálfur til grillaðar kjúklingabringur og kartöflusalat með sjúkri sósu. Djöfull var þetta gott hjá mér.
Núhh, við vorum svo bara að tjilla í pottinum og svona og fór ég meðal annars í brjóstakeppni við tvær mjööög góðar gellur.
En svo þróaðist þetta kvöld uppí mjög gott djamm þegar fullt af liði úr MA mætti í djammhúsið við hliðiná bústaðnum okkar. Ég nenni ekkert að fara nánar útí þetta kvöld enda smá gloppur í því eins og gengur. En það var mjög gúdd.

Svo kom sunnudagur og hann byrjaði skemmtilega eins og ég hef áður sagt. Ferðin heim var líka mjög hress og svo skelltum við okkur á Aviator um kvöldið. Ég var ekki alveg að meika seinni hlutann af henni en hún er samt mjög góð.


Maður ferðarinnar: Fulli bóndinn sem átti bústaðinn. Hann kom til okkar á föstudagskvöldið, var boðinn bjórsopi, og tókst að hella hálfum bjórnum yfir lopapeysuna sína án þess að taka eftir því. Svo kom hann á laugardeginum og sá Helga og Hróa í pottinum. Talaði eitthvað við þá og kom svo með sjúkt skot á þá um að þeir hefðu nú ekki uppá mikið að bjóða. Hann fær líka plús fyrir að vera ekki búinn að kæra okkur fyrir umgengnina. Ég líka reyndi að eyða verksummerkjum, meðal annars með því að henda brotnum stólum fram af klettum.

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Í dag var öskudagur.

Ég: Jæja, þú hefur bara ákveðið að mæta í búning í tilefni dagsins...?
Kona í vinnunni: Nei.

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Við tölum um að hlutir komi í ljós en að mennirnir fari í ljós. Þetta er svona eitthvað sem ég hef verið að velta fyrir mér.

p.s. ég er búinn að skella mér á margt í bíó og ég vil mæla með Sideways. Hún er gullmoli. Aviator er sosum góð líka.

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Aðfaranótt sunnudags var ég djúpt sokkinn í draumaheiminn þar sem ég lá undir sæng með hægri þumal í munni. Draumurinn var upp á marga fiska. Ég var staddur í bíósal og einhverra hluta vegna var ég einn í salnum. Á hvíta tjaldinu gat að líta sjálfa Keiru Knigthley og var hún satt best að segja léttklædd (og ljóshærð, eins og í Love Actually). En bíðum hæg, einhverra hluta vegna var með henni önnur kona, já, kona sem leit alveg nákvæmlega eins út. Þær litu hreinlega út fyrir að vera tvíburasystur!

Svo undarlega vildi til að í bíósalnum voru engin sæti. Eina húsgagnið var rúm, svo stórt að það hefði rúmað rúmlega 40 rúmenska kúluvarpara. Þar sem ég lá þarna á miðju rúminu kom svífandi bjórglas. Ég þurfti ekki annað að gera en opna munninn til að innbyrða himneskan bjórinn og það gerði ég svo sannarlega. Eftir nokkra teyga var mér litið á bíótjaldið aftur og sýndist mér, já, það var eiginlega ekki um að villast, Keirurnar tvær voru að labba útúr tjaldinu. Þetta var draumi líkast (skiljanlega). Þær löbbuðu afar hægt og getnaðarlega í áttina til mín. Ég var gjörsamlega agndofa þegar þær loksins stönsuðu u.þ.b. hálfum metra frá mér. Þær gerðu sig líklegar til að klæða hvor aðra úr þeim efnislitlu spjörum sem þær höfðu á sér. Akkúrat á því augnabliki sem ég var að fara að sjá hægri geirvörtu Keiru var mér þó kippt útúr draumaheiminum afar snögglega og afskaplega illþyrmilega.

Ég vaknaði við dimmar karlraddir sem kyrjuðu "úgga búgga, úgga búgga" eins og þeim væri borgað fyrir það. Þar sem ég í svefnrofunum reyndi að ná áttum fann ég að ég var gripinn höndum og fótum og rifinn niður úr kojunni sem ég svaf í. Ég barðist um á hæl og hnakka og reyndi í örvæntingu að grípa í dýnuna mína en því miður mátti ég mín lítils gegn margnum. Þegar þeir höfðu komið mér fram í stofu hélt ég að kvalir mínar væru á enda og hugðist ég skammast lítið yfir þessu veseni en fara frekar bara aftur uppí koju og sofa lengur.
En ekki var öllu lokið enn. Útihurðinni var hrundið upp og ég borinn út í ískalt frostið á nærfötunum einum fata. Æstur og ólmur tók ég á öllu sem ég átti til að losna úr greipum ódæðismannanna en baráttan var tilgangslaus. Ósköpin öll enduðu á þann hátt að mér var kastað ofaní heitapottinn á veröndinni og skilinn eftir þar.

Þetta er líklega versta vakning sem ég hef lent í en hún gerðist í bestu sumarbústaðaferð sem farin hefur verið. Ytri-Vík 2005 var sjúk og verða ferðinni, ef að líkum lætur, gerð enn betri skil bráðlega.

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Ég spilaði fyrsta leikinn minn á árinu með ír-liðinu um daginn. Það er skemst (skemmst?) frá því að segja að ég var að skíta í mig allan fyrri hálfleikinn. Það var nú því miður ekki af því að ég væri svona hræddur eða eitthvað þvíumlíkt, neinei, ég var bókstaflega að skíta í mig. Svo var eiginlega ekki tekinn neinn almennilegur hálfleikur (enda var þetta bara æfingaleikur) þannig að ég bað bara þjálfarann um að skipta mér aðeins útaf og fór svo og tók einhverja verstu (mestu?) skitu sem ég hef tekið á ævinni (huggó?). Svo var ég alveg hálfdasaður í seinni hálfleiknum eftir þessi læti í hálfleik þannig að ég þarf í rauninni ekkert að afsaka það að við töpuðum leiknum.

Hey, ein pæling. Af hverju heitir þetta "fyrri hálfleikur" og "seinni hálfleikur" en samt heitir hléið á milli hálfleikanna "hálfleikur"? Þetta er held ég bara léleg þýðing úr enskunni þar sem er talað um "first half", "second half" og "half time".
Svona nokkuð er bara til trafala og gerir útlendingum erfiðara fyrir að læra íslensku. Það þarf alltaf að taka fram hvaða hálfleikur þetta er til að greina hann frá hálfleiknum sem er á milli hálfleika... af hverju er ekki bara hægt að kalla hléið, þúst, "hálftíma" eða eitthvað?


Í nýju vinnunni minni var ég sendur í fyrstu sendiferðina í gær. Oooog í fyrstu sendiferðinni sprakk náttúrulega á bílnum á hinum fjölfarna vegi milli mosfellsbæjar og reykjavíkur. Sem betur fer er ég öllu vanur þegar kemur að bílamálum og skipti um dekk jafn auðveldlega og að bora í nef. Sökum þessa nýt ég nú óbilandi trausts vinnuveitanda til að fara í hvaða sendiferð sem er, sem er gott því ég er að fíla það í ræmur (hvað varð nú um þetta góða og gilda orðatiltæki?).

Í dag þarf ég að kaupa bjór og kjöt fyrir bústaðinn. Ohh, ég er svo mikill karlmaður. Later rúsínupungarnir mínir.

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Jájájá, þabbara þannig.
Ég vil biðja Krissa afsökunar á síðustu færslu en ítreka samt að hann var mjög ljótur. Þess ber samt að geta að alla jafna er Krissi mjög kynþokkafullur.
En nú er eitt bestasta djammið á árinu að skella á næstu helgi. Málið er árleg sumarbústaðaferð norður í land. Spennandi verður að sjá hvort við komumst lífs af eins og fyrr en maður veit náttúrulega aldrei. Málið er að í fyrstu ferðinni stefndi ég lífi mínu og limum í hættu með því að liggja í skottinu á leiðinni frá akureyri til dalvíkur, og í þeirri næstu (febrúar fyrir ári) keyrðum við á 30 km/klst frá blönduósi til akureyrar og sáum ekki útum rúðurnar. Hvernig er annars spáin? Eina sem ég veit er að það á að rigna áfengi og svo spáir vindgangi enda verður Hrólfur kallinn á staðnum (svona prumpubrandarar kannski ekki að gera sig á jafn menningarlegu bloggi sem þessu?).

Annars er ég alveg fáránlega þreyttur á því núna. Þarf alveg virkilega að fara að sofa... Málið er að ég hélt að ég væri búinn að vinna í Sportinu en svo kom í ljós að ég átti einn dag eftir. Þess vegna vaknaði ég við símhringingu frá verslunarstjóranum (sem fannst þetta kannski ekkert sérstaklega sniðugt hjá mér) eftir aðeins um 5 tíma svefn. Þetta var í gær. Um kvöldið var ég svo í bolta til hálfeitt um nóttina og þurfti svo að vakna til að fara í nýju vinnuna klukkan 8! Og þess vegna er ég þreyttur hænsnin mín.

Af hverju er ekki til eitthvað jákvætt orð yfir þögn? Mér finnst þögn oft vera bara frekar næs, sérstaklega ef hún myndast þegar maður gleymir sér við að horfa djúpt í augun á sætri stelpu. En neinei, það eina sem er til eru orð eins og "grafarþögn" og "dauðaþögn". Ekki spennandi það...