Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

þriðjudagur, mars 31, 2009

Ég er farinn að skilja hvernig þetta kommentadæmi virkar. Ef ég sleppi því að blogga í tvo mánuði er smá möguleiki á því að fá komment frá slatta af fólki en annars mun ég þurfa að gera mér að góðu athugasemdir frá sirka tveimur aðilum, jafnvel þó færslan sem ég skrifi sé álíka löng og biblían.


Mér barst reyndar í dag skemmtilegt komment við eldgamla færslu um körfuboltaspjöldin mín gömlu, frá aðila sem hefur hug á að eignast þau. Ég vil þess vegna taka skýrt fram hér að þessi spjöld eru ekki til sölu nema gegn mjög háu verði (og/eða blíðuhótum þokkagyðja, en þær safna víst sjaldnast körfuboltaspjöldum). Svo háu verði að á þessum tímum þykir mér næsta víst að enginn sé tilbúinn að greiða það.


Helgin sem nú er nýliðin fór að mestu í lærdóm fyrir utan djamm bæði kvöldin. Ég ætti í raun að fá einhvers konar verðlaun fyrir að hafa getað rifið mig upp á sunnudaginn til að fara í skólann og vinna eitthvað hópverkefni (TAF, TARP og TALF... hver hefur ekki gaman að því?).

Einnig ætti ég, ásamt tveimur Röggum einum Magga og einum Krissa, að fá einhvers konar verðlaun fyrir að labba niður í bæ á laugardagskvöldið. Lentum í mesta snjóstormi sem geysað hefur á Íslandi. Drýgðum við allir mikla hetjudáð og minntum á persónur þáttaraðarinnar Band of brothers hvar við börðumst í gegnum storminn og pössuðum okkur á að skilja engan mann eftir en Krissi var mjög nálægt því að gefast upp á Snorrabrautinni. Þá sagði ég við hann: "Hvað ef að gæjarnir sem sigldu að ströndum Normandí hefðu bara skitið í brækurnar og ákveðið að reyna að synda til baka!?!" Svo gaf ég honum kinnhest og hann komst til sjálfs síns, og gott ef hann varð ekki forystusauður hópsins í kjölfarið.

Við komumst sem betur fer lífs af niður í bæ en þessi ferð kenndi mér að meta betur það góða líf sem maður lifir. Það virkaði ekkert á dömurnar. Þær vilja greinilega harða gæjann sem er alveg sama um fokking lífið. Lenti samt í puttastríði við einhverja útlenska stelpu inni á kaffibarnum. Veit ekkert um hver aðdragandinn að því var. Vann stríðið eftir rugl harða baráttu en tapaði dömunni.


Er hægt að vera meira fullorðins en að lesa Íslandsklukkuna áður en maður fer að sofa? Ég er alla vega að því núna. Djöfull sem ég fíla þessa þroskaheftu bóndadurga sem Laxness getur búið til. Ég held jafnvel að innst inni sé ég þroskaheftur bóndadurgur.


Skotland - Ísland er á miðvikudaginn og Raggi T. hefur fært mér þær gleðifréttir að leikurinn verði í opinni dagskrá í frægasta barnaperrahúsi landsins, svo þar finniði mig á miðvikudagskvöld. Ég hlakka óeðlilega mikið til að sjá þennan leik og hvaða byrjunarliði verður stillt upp. Djöfull vona ég svo líka að við vinnum. Ég er mjög bjartsýnn. Reyndar er ég svo bjartsýnn að ég hugsa stundum til þess hvernig það yrði að komast á HM í Suður-Afríku. Menn virðast sammála um að það sé fáránleg hugmynd en ef einhver er tilbúinn að veðja við mig um þetta þá er það sjálfsagt gegn þessum forsendum:

Ísland kemst áfram = ég fæ 100.000 kall frá þeim aðila
Ísland kemst ekki áfram = ég borga þeim aðila 5.000 kall.


p.s. veit einhver ástæðuna fyrir því að páskaegg komu í búðir fyrir hálfum mánuði en samt eru ennþá tvær vikur í páskana? Er fólk almennt að gefa skít í hefðir og étur páskaegg löngu fyrir páskadag?

p.p.s. fór að hugsa málið og datt niður á þá niðurstöðu að kannski sé þetta til þess að fólk geti keypt páskaegg fyrir þá sem búa í útlöndum. Er það ekki líkleg skýring?

fimmtudagur, mars 26, 2009

Jæja, það er kominn tími á þetta.


Ég er reyndar núna búinn að þróa með mér ný álagsmeiðsli sem ég kýs að kalla badminton-úlnliðinn, þannig að það er frekar óþægilegt að vera að hamra á lyklaborðið. Fór sem sagt í fyrsta skipti í badminton í kvöld og þetta er afraksturinn. Ég sé ekki fram á að geta rúnkað mér með hægri næstu daga. Ef ykkur fannst þetta of miklar upplýsingar þá ættuði kannski að lesa aðra dagbók.


En já, vá, hvar skildi ég eiginlega við ykkur? Ég verð bara að biðjast afsökunar á þessu getuleysi síðustu (*fer og tékkar hvenær síðasta færsla var skrifuð*) tvo mánuði eða svo. Samt hef ég haft um svo ógeðslega margt gott að blogga. Reyndar get ég ekki sagt frá því öllu á svona opnu vefsvæði, en djöfull langar mig til þess. Sumt verður að fara í einkadagbókina, þannig er það víst.

Reyndar gerðist eitt (og jafnvel fleira) leiðinlegt á þessum tíma sem liðinn er frá því ég bloggaði almennilega síðast. Ástkærir foreldrar mínir hafa ákveðið að skilja eftir að hafa verið gift í sirka 100 ár ("ha, skilja hvað? afstæðiskenninguna?" hugsar kannski einhver, en hann er þá bara fokking heimskur). Ég veit að þeir sem þekkja foreldra mína eiga örugglega erfitt með að trúa þessu en svona er þetta nú bara. Ég er svona að jafna mig á þessu en ég verð að segja að þessu bjóst ég alls ekki við. Tölfræðin sýnir hins vegar að þetta getur gerst á bestu bæjum. Vonum bara að þau verði hamingjusöm svona í sitt hvoru lagi.


En já, að meira hressandi dóti. Ég held að um það leyti sem ég skellti mér í þessa bloggpásu hafi Gents-menn verið á leið í sumarbústað. Djöfull var það eitthvað sem ég þurfti á að halda. Ef það væri hægt að vinna við að tjilla í heitum potti með ískaldan carlsberg á kantinum úti í íslensku náttúrunni og hlusta bara á þögnina og fuglahljóð til skiptis, þá myndi ég sætta mig við 200.000 á mánuði. Elska þetta. Ekki er svo verra að hlusta á kempusögur og pælingar frá sínum bestu vinum á meðan maður virðir fyrir sér stjörnubjartan himininn og hugsar um hvað lífið er frábært. Nei, djöfull var þetta hommalegt. Ég drakk mjög mikið af bjór þarna og borðaði kjöt, best að það komi fram.


Skólinn hefur auðvitað tekinn sinn tíma síðustu vikur og nú er mjög líklegt að ég muni yfirgefa klakann næstkomandi haust til að sinna honum. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég, Knútur og Eymi (vinir mínir í gegnum verkfræðina og eðalnáungar) höfum ákveðið að skella okkur til Lundar í Svíaríki til að eyða þar vetrinum í landi munntóbaks og ABBA og klára eins og tvær annir af okkar mastersnámi. Ég er orðinn gífurlega spenntur fyrir þessu enda sé ég fram á mikið unaðslíf þarna. Knútur og Eymi eru báðir miklir meistarar og það í raun skiptir ekki máli hvernig þessi skóli er og stemningin í Svíanum almennt, þetta verður snilld hvort sem er. Þeir félagar fóru á kostum í bænum á dögunum á "kvöldi hinna miklu áskorana". Eftir það kvöld höfum við ákveðið að síðasti föstudagur í hverjum mánuði muni vera svokallað challenge-night á meðan við erum þarna úti. Það leggst vel í mig.

Reyndar lenti ég í helvítis veseni þetta sama kvöld. Eins og allir sem mig þekkja vita þá get ég verið ansi veikur fyrir heitum skvísum (hver er það ekki má ég bara spyrja?). Ef þær biðja mig um greiða er alla vega ólíklegt að ég segi nei. Þess vegna kemur það kannski ekki á óvart að þegar stelpa bað mig um að "lána sér skilríki svo hún gæti reddað frænda sínum inn á Hressó" að þá sagði ég bara já. Svo fór hún út með ökuskírteinið mitt og sagðist myndu gefa mér goooood lovin þegar hún kæmi til baka. Líður nú og bíður uns karlsonur fattar að stelpan er kannski ekki alveg svo saklaus. Við kíktum því út og sáum að hún var á bak og burt.

Það varð mér til happs að vera gæddur ómannlegum einkaspæjarahæfileikum en með margslunginni rökfræði tókst mér að fatta að stelpan og frændi hennar hefðu farið á apótekið. Þangað skundaði ég og viti menn, stelpan var þar stödd á barnum í sleik við "frænda" sinn, líklega sigri hrósandi yfir vel heppnuðu skilríkjaráni. Það var því vel vandræðalegur svipurinn sem kom á þau þegar inspector alvitur nálgaðist glottandi við tönn. En þó ég sé pottþéttur í að upplýsa sakamál þá held ég að ég sé ekki góður í að finna refsingu við hæfi. Alla vega lét ég nægja að taka við ökuskírteininu og bjórnum sem strákurinn var að kaupa, og þótti mér það sanngjarnt. Knútur vildi hins vegar murka lífið úr stráknum en þrátt fyrir að vera nafni krúttlegasta ísbjörns heims þá á Knútur það einmitt til að vera mjög ofbeldisfullur þegar hann er við skál.


Hmm, ég býst við að maður geti dottið úr æfingu í bloggskrifum eins og öðru, en þetta fer að verða ágætt. Eitt að lokum. Núna er ég búinn að vera veikur síðustu daga og af því tilefni fékk ég lánaða 3. seríu af desperate housewives hjá systur minni og horfði á hana á einni helgi (djöfull sem ég fíla Susan maður, það er scary). Þá fór ég að hugsa um hvað lífið getur verið mikil rútína, því ég held að nákvæmlega sama staða hafi verið uppi fyrir ári síðan nema hvað að þá kláraði ég 1. og 2. seríu í flensunni. Hins vegar, eftir því sem ég hugsaði málið betur, þá er lífið kannski alls ekki nein rútína. Væri gamla settið þá að skilja, ég að fara til Svíþjóðar og United að tapa fyrir Fulham? Nei ó nei, sem betur fer er ekki allt öruggt í þessum heimi.


p.s. Bara svona til öryggis, ef fólk var ekki búið að sjá þetta, endilega tékkið á þessu vídjói úr Íslandi í dag. Ég lá í gólfinu á kaflanum frá 2:50 mín. til 3:30. Einnig á 6:48 til 6:54. Sértu súr þá held ég að það sé alveg nóg að horfa á þetta. En kannski er ég bara svona mikill fokker.

fimmtudagur, mars 12, 2009

Ég er mjög feginn að kunna ennþá passwordið inná þessa síðu því mér finnst gaman að blogga. Ég mun skrifa mjög góða færslu hérna um helgina til að fagna því að ákveðnu skeiði í mínu lífi sé lokið. Þangað til segi ég bara góðar stundir.

P.S. Þessi færsla telst sem alvöru færsla bara svo það sé alveg á hreinu.