Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

mánudagur, september 27, 2004

jæja, við fokkuðum upp paintball-mótinu á laugardaginn og erum þ.a.l. ekki á leiðinni til London. Það var alfarið Hrólfi að kenna að við töpuðum og þess vegna í raun sanngjarnt að kallinn bjóði okkur til London (reyndar er hann búinn að skutla mér svo oft á Mözdunni sinni að samanlagður kílómetrafjöldi er örugglega orðinn rúmlega 3 ferðir til London). Ég sá því ekkert í stöðunni annað en að drekkja sorgum mínum um kvöldið.

Svo skemmtilega vildi til að stórfélagsferðin var farin þetta kvöld. Með bjór í kæliboxinu góða, svefnpoka og bjór í hönd var ég mættur uppí emmhá um hálfáttaleitið. Mætingin var mun betri og fallegri en í síðustu ferð sem ég fór (sem er reyndar jafnframt hin stórfélagsferðin sem ég hef farið...(sem er reyndar jafnframt eitthvað sem skiptir engu máli)), og hressleikinn sveif að sjálfsögðu yfir vötnum (eða í þessu tilviki bjórum).
Ferðin var mjög fín og það sem bar kannski hæst var að harðjaxlarnir félagar mínir, þeir Hrói og Ragnar, drápust illa og vöknuðu svo útúrkrotaðir og illa farnir. Einnig fannst mér frekar fyndið að einn businn var byrjaður að æla áður en við komum uppá Hellisheiði (sem hlýtur að vera einhvers konar met... (og já, look who´s talking)). Hann var svo dauður mestalla ferðina, en gaf sér þó tíma til að vakna einu sinni og skalla spegil. Hress patti þar á ferð greinilega.
Í gær fann ég fyrir eilítilli þynnku sem KFC og nöldur í mömmu tókst í sameiningu að magna dável (eruði að ná þessari setningu?).

Íslenska503 er farin að verða ansi strembin. Við eigum að gera 6 blaðsíðna ritgerð um ljóðabók (en ég á það sameiginlegt Bjarti nokkrum að vera meinilla við ljóð sem ekki falla að einhvers konar rímformi, og því miður virðast allar ljóðabækur sem okkur standa til boða vera uppfullar af þess konar kveðskap (sem sagt "ekkert rím"-kveðskap) og á meðan við gerum hana eigum við að undirbúa klukkutíma fyrirlestur um listir á þriðja áratugi tuttugustu aldar. Svoldið strembið dæmi sér á báti, en ég tala nú ekki um þegar maður þarf að sinna öðrum áföngum.

Júnæted virðist vera að taka við sér. Gott mál. Þá fæ ég kannski einhvern til að koma með mér á leik í vor.

miðvikudagur, september 22, 2004

Djúsí paintball.

Jámm, ég fékk að prófa paintball í dag í úrslitum undankeppninnar í emmhá. Þurftum bara að spila 2 leiki því strákarnir voru búnir að taka riðlakeppnina, en helmingurinn af þeim gat ekki mætt í dag þannig að ég joinaði liðið. Það má segja að ég hafi verið svona 14 sinnum betri en allir hinir gaurarnir. Eftir daginn kýs ég eiginlega að líta á mig sem Michael Schumacher paintballsins (fyrir utan það að ég er sexí...). Með algjöra yfirburði á öllum sviðum en hógvær fram í fingurgóma. Já, þannig er ég.

Nú er ég að fara í fótbolta með 20 manna hópi sem hittist uppí egilshöll á miðvikudögum. Ég er bestur í hópnum. Þetta er ekki ósvipað því að Shaq færi að spila körfubolta við 5. flokk kvenna hjá Hetti á Egilsstöðum. Samt alveg gaman að þessu.

Ég er að pæla í að hætta í vinnunni. Ég hef bara engan tíma til að vinna aðra hverja helgi því ég er svo mikilvægur.

Af hverju ertu ekki löngu hættur að lesa þetta rugl? Fíbbl.

sunnudagur, september 19, 2004

Grétar Ólafur Hjartarson, ég elska þig.
var síðasta færsla eitthvað leiðinleg? Af hverju kommentaði enginn á hana? Og hvernig get ég fengið hina dyggu lesendur sem ég var með til að byrja aftur að lesa síðuna...? ég klúðraði þessu alveg með þessari pásu. Nú er það bara að byrja uppá nýtt. Koma með eitthvað ferskt (nýtt útlit kannski?) og láta lýðinn vita að dr. Sindri er mættur aftur. Annars er kannski bara kominn tími á að beila á þessari vefslóð. Byrja með einhverja nýja sem engar mömmur vita um. Þetta er farið að hljóma eins og verkefni sem ég get unnið í jólafríinu. Hef þetta bara rólegt hérna þangað til.

Annars er ég að spá hvaða vinnu ég get fengið mér eftir jól og um jólin. Ef þið vitið um eitthvað krassandi fyrir fola sem hefur unnið við verslunarstörf í þrjú ár, þá látið mig vita.

Djöfull er fússer málið í svona veðri... ég held samt að ég verði að undirbúa mig fyrir 20% stærðfræðipróf í fyrramálið. Sjibbí.

föstudagur, september 17, 2004

Eins og áður hefur komið fram á þessu yndislega bloggi, að þá er ég byrjaður í skólanum. Venju samkvæmt ætla ég því að fylgja hefðinni og gera eins og alltaf og segja ykkur hvernig fögin (áfangarnir) leggjast í mig.

Íslenska503:
Á að vera erfiðasti áfanginn í skólanum, en þetta hef ég frá fólki sem hefur ekki tékkað á stæ703 svo að ég blæs á þetta. Byrjunin hefur altént ekki verið svo strembin, en þegar fram í sækir á maður reyndar að hrista fram úr erminni klukkutíma fyrirlestur og fimm blaðsíðna ljóðaritgerð, þannig að það er best að steinhalda kjafti. Bjarni Ólafs heitir kennarinn og maður hefur á tilfinningunni að hann sé lúmskt geðveikur en feli það frekar vel. Hópurinn er fínn og í honum er meira að segja ein gella sem ég hef ekki séð áður í emmhá.

Eðlisfræði213:
Plehh. Fokkin afstæðiskenning. Mamma þín er afstæð Berti. Ég er ekkert að ná þessum áfanga en er heldur ekkert að stressa mig á honum. Kennarinn gefur líka ekkert tilefni til þess; alveg fáránlega góður gaukur sem reitir af sér fimmaurabrandarana eins og hann fái borgað fyrir það. Hópurinn mætti vera þéttari, en kannski ekki við miklu að búast í svona óstuðsáfanga.

Stærðfræði533:
Alveg ágætis stærðfræðiáfanga með alveg merkilega næs kennara. Gunnar Freyr heitir hann og er algjör andstæða við Þórarinn sem ég hafði í fyrra. Hann er bara fáránlega rólegur en samt fyndinn, og lætur mann fá á tilfinninguna að lífið snúist ekki bara um stærðfræði (öfugt við Þórarinn sem myndi aldrei höndla að drekka kaffi, hann myndi bara fríka út). Hópurinn er ósköp venjulegur og þægilegt að þekkja slatta þarna uppá að fá hjálp við heimadæmin.

Jarðfræði103:
Tvímælalaust næstleiðinlegasti áfangi sem námsskráin hefur uppá að bjóða (í fyrsta sæti er undanfari þessa áfanga; Nát113). Kennarinn er hins vegar hinn geysiskemmtilegi Goggi Douglas og það hjálpar. Efni áfangans er á engan hátt spennandi og liðið í tímunum á engan hátt krassandi (utan Drésa, sem er sprækur).

Danska403:
Frekar ísí góíng áfangi með hressu fólki.

Til að rúlla þessu saman þá eru tímarnir alveg ágætir en eðlisfræðin er frekar slöpp á því. Mér finnst mjög leiðinlegt að vera ekki í neinum áfanga þar sem eru busar, því þeir eru svo hressir og skemmtilegir.
Jæja, ég og heimalingarnir mínir í íþróttaráði erum búnir að velja busa til að vera með okkur út skólaárið. Við völdum stelpu sem heitir Heiðrún og er hún mjög frambærileg (hún er með stór brjóst). Það verður fróðlegt að vita hvernig hún fellur inní strákahópinn, en hún virkaði mjög hress og góð á því (og með stór brjóst).

Ég er að vinna í matsölunni í skólanum og ég hélt að stelpan sem er að vinna með mér væri með mestu bumbu í heimi. Fattaði svo smám saman að hún hlýtur að vera ófrísk. Fékk það svo staðfest, guði sé lof.

Ég skellti mér svo á busaball emmhá á miðvikudaginn og var það prýðisskemmtun. Ég fíla það svo vel að botnleðja sé búin að spila á 2 síðustu busaböllum. Mér finnst að þeir ættu að búa til sérstakt mh-busa-lag. Ég ætla bara að láta ósagt hvað gerðist á ballinu, en það var vel sveitt. Ég má þó til með að nefna að ég mannaði mig loksins upp í að tala við eina fallegustu stelpu sem ég hef séð á ævinni. Hún virkaði skemmtileg en svoldið feimin.

Ég var að spá að prófa tennis með Dabba sigger. Ef einhver lumar á tennisspaða þá má sá hinn sami láta mig vita.

fimmtudagur, september 09, 2004

Ath. Áður en við byrjum þarf kannski að koma fram að ég fór til Costa del Sol ásamt 4 félögum og þrem stelpum. Ath. lokið.

Costó highlights:

Hmmsa, ég átti 18 ára afmæli úti á Costó (og já btw, HVERNIG VÆRI AÐ DRULLAST TIL AÐ SENDA KVEÐJU Á MANN!! hálfvitar...) og þetta var mjög ljúfur afmælisdagur. Byrjaði meira að segja með köku í rúmið (venjulegri súkkulaðiköku en ekki hassköku, eins og var búið að hóta). Svo var nú bara venjulegur dagur minnir mig, þ.e.a.s. þangað til kvöldið rann upp.
Ég man ekki hvað við fengum okkur að borða, en eftir matinn tók við hefðbundin drykkja á svölum hótelsins. Eftir að hafa þambað einhvurn slatta lá leiðin á hinn íslenska Viking-bar (þar sem Íslendingar söfnuðust mikið saman). Þar fékk ég svoldið mikið meira að drekka í tilefni fæðingarinnar og þegar klukkan var orðin meira heldur en hún var þegar við komum, þá stakk Krissi uppá því að farið yrði með mig á strippklúbb. Það var og gert og var það merkileg lífsreynsla. Afmælisgjöfin var svo einkasjóv frá einni allsvakalegri gellu. Reyndar var þetta svoldið skrítið EINKAsjóv, þar sem við vorum 8 saman í herberginu. Ég man ekki alveg nógu vel eftir sjóvinu en ég man að þetta var gaman. Það var líka fyndið þegar hún ætlaði að fara að dansa í kjöltunni á Helgu, sem fílaði það ekkert stórvel. Allavega var þetta massíft gott afmæli og gaman að halda uppá það svona í góðra vina hópi.

Annað highlight held ég að hafi verið þegar ég smakkaði Absenth (ég hef ekki hugmynd um hvernig það er skrifað) í fyrsta sinn. Þá fórum við á eitthvað svaðalegt diskó og vorum að dansa í góðum fíling. Mér finnst ekkert gaman að dansa þannig að ég fór að spá hvernig ég gæti skemmt mér betur. Þá sá ég að það voru svona dansbúr fyrir ofan barinn, þar sem að atvinnudansarar voru að dansa. Þegar þeir tóku sér breik ákvað ég að ég gæti eiginlega ekki látið þetta tækifæri fram hjá mér fara. Ég hljóp af stað, klifraði uppá barborðið og hífði mig upp í eitt dansbúrið. Þar dansaði ég trylltum dansi (og svei mér ef ég var ekki byrjaður að fækka fötum) og það eru engar ýkjur að hver einasti kjaftur í húsinu (nokkuð margir kjaftar sko) var farinn að fylgjast með mér, hlæjandi að þessum ferska Íslending.
Eftir svona 20 sek. komu verðir og köstuðu mér út, og ég stóð einn ("einn" í þeirri merkingu að ég þekkti engan) eftir á einhverju torgi og vissi ekkert hvað ég átti af mér að gera. Þá komu einhverjir ítaladjöflar og fóru að tala við mig og ég var nú býsna skelkaður, því ég hef alltaf haldið að Ítalir væru fávitar. En þessi voru svona líka helvíti skemmtilegir að tala við svo ég skemmti mér stórvel.

Man ekkert eftir neinum sérstökum hápunktum öðrum sem ég vil nefna. Þessi ferð var frábær þó maður hafi nú verið komin með nóg af þessum tilbúna ferðamannastað eftir 2 vikur. Köttur útí mýr, fékk sér Absenth og sá ofskynjanir. Endir.
ó beibí, þið hélduð þó ekki að ég væri hættur? Reyndar var ég eiginlega hættur en við skulum sjá hvort ég kann ekki ennþá öll helstu múvin. Fyrstu setningarnar, og jafnvel fyrstu færslurnar, verða kannski ekki jafn gríðarlega fyndnar og spennandi eins og þið eigið að venjast, en þetta kemur allt saman. Svo.... hvað hef ég verið að gera?

1. Þegar við skildum við doktorinn síðast var hann á leiðinni til útlanda, nánar tiltekið á hina menningarsneyddu strönd sem spánverjar kenna við sól. Þar skemmti ég mér ásamt fríðu föruneyti í 2 vikur sem einkenndust af gamani og glensi. Ég man nú ekki allt sem gerðist, og margt gerðist sem ekki verður imprað á á alheimsvefnum. Ég ætla samt að gefa ykkur smá highlights í næstu færslu.

2. Skólinn var svo byrjaður þegar ég kom heim þannig að maður þurfti strax að kúpla úr tjillgírnum uppí "vakna snemma og reyna að læra"-gírinn. Skólinn er samt búinn að vera frekar ljúfur það sem af er, og nóg að gera eftir að við félagarnir komumst í íþróttaráð. Ég er til dæmis búinn að fá yfir mig vatn, hveiti, sinnep og tómatsósu í einhvurjum gjörning hjá okkur á busakynningu (þar sem hvert ráð kynnir sig... æj, ég nenni ekkert að útskýra þetta). Já, uuu, látum þetta duga af skólanum þar sem færslurnar í vetur eiga örugglega eftir að snúast mikið um hann.

3. Nei, ég held það sé ekkert þrjú. Nema jú, ég er búinn að vera frekar slappur síðan við komum frá Costó. Ég er svona mitt á milli þess núna að vera heill og hálfur maður.