Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

mánudagur, desember 31, 2007

Nei, þið eruð ekki lent á blogginu hans Össurar. Ég fer líka stundum seint að sofa. Ég ætla að fara yfir árið í stuttu máli. Verkfræði í jan, feb, mar, apr og maí. Íþróttafréttir í jún, júl og ág. Verkfræði í sep, okt, nóv og des.

Eins og þið sjáið þá nenni ég ekki að gera upp annars skemmtilegt ár. Ég er að verða alveg óhemju latur. Látum tvo topplista fyrir liðið ár duga að sinni Binni.


Topp 5 vaxið mest í áliti.
1) Þjóðhátíð í Eyjum. Hélt aldrei að þetta væri svona magnað partí.
2) Blaðið, sem nú heitir reyndar 24 stundir. Fíla það jafnvel betur en fréttablaðið.
3) Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Var nú ansi neðarlega en ég er kominn á það að þetta sé fín kona. Ekki bara vegna þess að hún er sammála mér um auglýsingahléið í skaupinu.
4) Golfíþróttin. Þetta er tussuskemmtilegt þegar maður hittir kúluna.
5) Lögreglan. Hélt alltaf að hún vissi ekki hvernig ætti að minnka ofbeldi í miðbænum. Veit núna að þetta er auðvitað spurning um monní.


Topp 5 droppað í áliti.
1) Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Hélt að þetta væri nokkuð solid gaur. Núna held ég að hann sé gamall og kalkaður.
2) Serrano. Culiacan er að valta yfir þá í burritounum. Þar að auki kom lækkun virðisaukaskatts fram í verðinu hjá Culiacan á meðan að Serrano hækkaði það bara. Aular.
3) Íslenska landsliðið í knattspyrnu. Þó ég sé ekki í mínu besta formi leið mér stundum eins og ég gæti gert meira fyrir liðið en sumir sem tóku þátt í leikjum ársins.
4) Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool. Hann var ekki rankaður hátt en gott ef hann er ekki að fara ennþá meira í taugarnar á mér en áður. Það er svona um það bil alltaf leiðinlegt að horfa á Liverpool-leiki.
5) Ómar Ragnarsson. Hress fréttamaður en helvíti leiðinlegur stjórnmálamaður. Annars geldur hann þess að ég átti erfitt með að fylla þennan lista.


Eníveis. Þakka liðið og óska ykkur velfarnaðar á komandi ári. Verðum í bandi.

sunnudagur, desember 30, 2007

Kannski svolítið seint í rassinn klipið en gleðilega hátíð kæru vinir. Vonandi hafa veitingar af öllum gerðum runnið ljúflega ofan í ykkur síðustu daga, þið fundið smá frið í hjarta ykkar og notið góðra stunda með ykkar nánustu. Ég fíla jólin alveg fáránlega vel og er það enda ekki skrítið. Ég er nefnilega alveg óeðlilega rólegur og latur gaur en það er fólk í kringum mig yfirleitt ekki. Á jólunum komast hins vegar flestir á mitt level og tjilla af miklum móð, sem er mér að skapi. Og nú nenni ég ekki að skrifa meira. Hafið það gott áfram.

p.s. eru allir búnir að sjá þetta skemmtilega brot úr Miss Teen USA:

laugardagur, desember 15, 2007

Drepa, ríða eða giftast?


Við fjölskyldan fórum áðan í leikinn þar sem eru nefndir þrír aðilar og maður þarf að velja hvern af þeim maður vill drepa, hverjum maður vill giftast og hverjum maður vill sofa hjá. Allt mjög eðlilegt.

Ég skellti Birgittu Haukdal, Vigdísi Finnbogadóttur og Elínu Hirst á pabba. Honum fannst þetta frekar borðleggjandi; drepa Vigdísi, giftast fréttakonuninni og þjappa Húsavíkurmærina. Fátt út á þetta að segja.


Því næst sneri ég mér að mömmu og valdi Hemma Gunn, Ómar Ragnarsson og Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson. Hún spurði hvað í andskotanum það ætti að þýða að velja svona gamla kalla. Ég reyndi að útskýra fyrir henni að þar sem hún varð fimmtug í gær gæti ég ekki verið að velja einhver unglömb. Hún sagðist ekki einu sinni nenna að svara þessu.

Ég ákvað þess vegna að skella einhverju skemmtilegra á hana og byrjaði; "Ok, ég nefni þá þrjá nýja. Logi Bergmann..." og þá greip mamma fram í fyrir mér og sagði "já, drepa hann." Ég reyndi að benda mömmu á að hún ætti ennþá eftir að heyra hina valkostina en hún var staðráðin í að stúta gamla íþróttafréttamanninum. Hinir tveir sem ég nefndi svo voru Jón Ólafs úr Nýrri danskri og Sigmar úr Kastljósinu. Hún vildi frekar sofa hjá tónlistarmanninum og giftast Simma. Ætla ekkert að setja út á þetta.


Þá var röðin komin að ástkærri systur minni sem fékk að velja milli þeirra Dags B., Gísla Marteins og Loga Bergmann. Hún hugsaði sig um í svona tvö sekúndubrot og ákvað að stúta Gísla, sofa hjá Loga og giftast borgarstjóranum. Allt í góðu en ekkert sérstaklega gaman fyrir hann Gísla litla. Hlutskipti hans breyttist hins vegar snarlega þegar ég setti hann í hóp með Sigurði Kára og Guðlaugi Þór. Þá vildi Anna Pála giftast Gísla, sofa hjá Sigurði Kára og auðvitað drepa Guðlaug Þór.


Anna Pála setti Ölmu í Nylon, Ingu Lind úr Íslandi í dag, og Þóru úr Kastljósinu á mig. Enga myndi ég vilja drepa en væri mér stillt upp við vegg myndi ég stúta Þóru, setja í Ölmu og giftast Ingu Lind (bara til að geta sofið oftar hjá henni). Finnst klárlega ekkert út á þetta að setja.


Kvenlesendur þessarar síðu mega svo svara mér; hvern mynduð þið drepa, hverjum ríða, og hverjum giftast af þessum þremur:
Pétur Jóhann Sigfússon, leikari.
Jón Ásgeir Jóhannesson, viðskiptagaur.
Krummi í Mínus, tónlistarmaður.

Karllesendur mega svo svara; hverja mynduð þið drepa, hverri ríða, og hverri giftast:
Steinunn í Nylon, dökkhærð tónlistarkona.
Inga Lind Karlsdóttir, sjónvarpskona í Íslandi í dag.
Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrnukona.

mánudagur, desember 10, 2007

Af hverju er Jerry Springer ekki lengur með The Jerry Springer Show? Þessir þættir voru klárlega hin mesta snilld, sama hvort þeir voru feik eða ekki. Alltaf svo suddalega twisted kringumstæður sem komu upp. Gat til dæmis alveg gerst að gella mætti í þátt með kærastanum sínum og sagði honum að hún væri í raun og veru karlmaður. Og að hún væri að halda framhjá honum með mömmu hans. Svo mætti mamman í settið og allir fóru í slag á meðan Jerry hristi hausinn og dæsti, eins og gamall maður sem hefur upplifað allt. Sköllótti náunginn með hnakkaspikið sem sá um að leysa upp slagsmálin var í miklu uppáhaldi hjá mér. Örugglega skemmtileg vinna að standa í því.


Annars er ég búinn að vera að læra síðustu daga eins og gefur að skilja, en fokkaði gjörsamlega upp sólarhringnum í nótt með því að horfa á Hatton og Mayweather boxa. Fyrsta prófið er á þriðjudaginn og auðvitað er það klukkan 9. Gangi mér vel að vakna. Fór útí sjoppu til að kaupa mér kók og mönsj áðan en var með hugann fullan af línulegum afleiðujöfnuhneppum. Þetta endaði með því að ég keypti mér Diet Coke (uðakk) og Doritos með einhverju sem heitir paprikubragð en er nær því að vera smjörbragð (líka uðakk). Gaman að þessu.


Ég veit ekki hvort ég næ að blogga eitthvað aftur fyrr en 20. desember því prófadagskráin hjá mér er þéttari en nunnurassgat eins og þeir segja. Veit að þetta veldur sjálfsagt miklum vonbrigðum en við skulum sjá hvernig málin þróast. Óskið mér endilega góðs gengis ef þið megið vera að því. Góðar stundir.

föstudagur, desember 07, 2007

Litla systir er að æfa handbolta á fullu og ég hef verið að kíkja svoldið á leiki hjá henni uppá síðkastið. Það er alveg stórskemmtilegt. Ekki eingöngu eru leikirnir yfirleitt spennandi og dramatískir heldur eru áhorfendurnir oft alveg magnaðir. Ég var búinn að segja ykkur frá áhorfendunum sem hraunuðu yfir dómarann allan tímann í leik um daginn, en á miðvikudaginn tók jafnvel enn betra við þegar það lá við bitch fight á pöllunum.

Þannig var að liðsfélagi systur minnar, ÍR-ingur sem sagt, ætlaði inn úr horninu en lenti á varnarmanni HK svo þær lágu báðar eftir óvígar. Þá byrjuðu ÍR-áhorfendur að heimta víti en ekkert var dæmt svo þeir byrjuðu að fussa og sveia og kalla dómarann illum nöfnum.

ÍR-kona: "Bíddu af hverju er þetta ekki víti? Þú sérð að hún er að reyna að meiða hana!"

HK-kona: "Fyrirgefðu vina þetta er nú dóttir mín sem að var þarna og ég sé nú ekki betur en að hún hafi meitt sig sjálf, og þú skalt sko vita að dóttir mín myndi aldrei gera flugu mein!"

ÍR-kona: "Nei er það? Hún gerði það nú bara samt þarna!"

Á þessum tímapunkti voru konurnar farnar að gera sig líklegar til að standa upp og útkljá málin og við pabbi vorum ekki alveg vissir um hvað við ættum að gera. Það var eiginlega ekki hægt að hlæja alveg strax því konurnar voru svo grafalvarlegar. Sem betur fer, eða því miður, var þarna reynslumikil kona sem settlaði málin með einhverju þvaðri um að við fullorðna fólkið værum fyrirmyndir og þyrftum að hafa það í huga. Ég vona innilega að hún mæti ekki á næsta leik.

mánudagur, desember 03, 2007

Ný bloggfærsla.

Efnisyfirlit færslunnar:
1. Bull um próflestur og Kópavog.
2. Bull um íþróttamann ársins og sjálfan mig.
3. Þrjár kvartanir.
4. Viðskiptahugmynd.


Ég er ekki búinn að vera sá duglegasti í prófalestrinum en þetta er allt að smella í gang núna. Ég finn það á mér. Annars er þetta námsefni nú bara eins og að rata í Kópavogi. Ef maður kann það þá er maður í fínum málum. Talandi um Kópavog þá virðast Kópavogsbúar ekki vera í neinum takti við aðra Íslendinga því bílastæðið í ræktinni var alveg stappað af bílum í dag, fyrir jól. Venjulega er nú alltaf sprenging eftir jól en af því að Kópavogsbúar eru eitthvað van þá þurfti ég að leggja bílnum mínum í hundrað metra fjarlægð frá ræktinni. Eins og ég sé að fara í ræktina til að labba eitthvað maraþon hérna.


Ég var að velta því fyrir mér hver ætti skilið að verða íþróttamaður ársins 2007. Mér finnst engin/n skara fram úr og hef því ákveðið að tilnefna sjálfan mig. Ég sé fyrir mér að valið á mér verði útskýrt með rökum á borð við þessi; "Sindri hefur glímt við erfið meiðsli á læri en smám saman unnið sig upp úr þeim og er nú farinn að sparka í bolta einu sinni í viku við góðan orðstír. Hann náði meira að segja einum leik með liði sínu Vinningsliðinu í Carlsberg-deildinni síðasta sumar, og leiddi það til sigurs. Það má með sanni segja að framtíðin sé björt hjá þessum frábæra íþróttamanni."

Og þakkarræðan mín:
"Ég vil að sjálfsögðu byrja á að þakka fyrir mig, þetta er mikill heiður. En fótbolti er liðsíþrótt og ég væri ekki hérna í dag ef ekki væri fyrir öflugan stuðning liðsfélaga minna í Vinningsliðinu. Hugarfar er gífurlega mikilvægt í íþróttum og ég hef alltaf haft hugarfar atvinnumanns sem er kannski það sem hefur skilað mér hingað. Þessi verðlaun eru mér hvatning til að halda áfram á sömu braut og leiða Vinningsliðið í úrslitakeppni Carlsberg-deildarinnar næsta sumar."


Að öllu rugli slepptu langar mig til að kvarta yfir eftirfarandi:

1) Páll Magnússon útvarpsstjóri hefur gefið það út að ef eitthvað fyrirtæki er tilbúið að borga þrjár milljónir muni það fá auglýsingatíma í miðju áramótaskaupinu. Djöfuls rugl. Ætla rétt að vona að ekkert fyrirtæki sjái sér hag í því að slíta í sundur skaupið. Páll ákvað líka að jóladagatal sjónvarpsins í ár yrði eitthvað sem var búið til um svipað leyti og Hrafna-Flóki nam land. Þá hefur íþróttadagskrá sjónvarpsins aldrei verið lélegri. Í hvað er eiginlega verið að eyða peningum þarna í Efstaleitinu? Brjóstin á Ragnhildi Steinunni? Það þarf þá ekki að eyða meiru því þau eru fullkomin.

2) Rob Styles.

3) Og síðast en ekki síst langar mig að kvarta yfir þeim sem hata femínista. Sé þreytandi að hlusta á röfl í öfgafemínistum þá er ógeðslega leiðinlegt að hlusta á væl í þeim sem finna femínistum allt til foráttu.
Eins og allir lifandi Íslendingar vita var verið að stinga upp á því að ráðherrar hættu að heita ráðherrar fyrst að konur geta nú gegnt því embætti. Bara sama pæling og að gaurar eru flugþjónar en ekki flugfreyjur. Ég get ekki sagt annað en að þetta sé allt í góðu. En þeir sem hata femínista eru náttúrulega fljótir til og spyrja gáfulegra spurninga á borð við "á þá ekki að breyta þingmaður líka? Og þarf þá ekki línuvörður að heita línuvarða líka?" Alveg ótrúlega pirrandi.
Þegar ég pæli betur í þessu er ég kannski meira pirraður út í heimskt fólk almennt.


Annars er ég búinn að ákveða hvað ég ætla að gera þegar ég útskrifast. Ég ætla að opna Victoria´s Secret-búð á Íslandi. Nærbuxur á kvenmenn eru bara orðnar þannig að þetta er hið fullkomna viðskiptatækifæri. Þær eru svo þunnar og efnislitlar, sem þýðir að það verður hræódýrt að senda þetta, en að sama skapi eru þær seldar á glæpsamlegu verði á Íslandi. Verð að tékka á þessu. Og ef einhver verður búinn að gera þetta áður en ég útskrifast þá verður hann laminn. Ég er hér með búinn að panta þetta.

p.s. Er ekki annars til eitthvað sem heitir Victoria´s Secret-búð? Eru kannski Victoria´s Secret-vörur seldar á Íslandi? Spyr sá sem ekki veit.

p.p.s. Hversu mikið ætla ég að skemmta mér 20. desember? Mjög mikið. Þangað til má fólk sleppa því að hringja í mig um miðjar nætur og skemmileggja nætursvefninn minn, nema náttúrulega að það sé um McDonalds-neyðartilvik að ræða.