Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

fimmtudagur, september 29, 2005

Topp 5 listi yfir hluti* sem ég á auðveldast með að sofna út af þessa dagana.

5. Fyrirlestrar í tölvunarfræði. Þvílík átök sem það eru að halda augunum opnum þegar kennarinn labbar um salinn og spyr nokkra útvalda útúr efni fyrirlestrarins. Sem betur fer hef ég ekki lent í því að vera spurður.

4. Lestrarefnið í rekstrarfræði. Allavega hef ég ekki getað klárað blaðsíðu ennþá.

3. Þetta Baugsmál sem er að taka yfir alla fréttatíma. Hver er ekki kominn með leið á því?

2. Fyrirlestrar í eðlisfræði. Ég veit að þetta er flest tengt skólanum en þessir fyrirlestrar slá öll met því gaurinn er svo rólegur að ég get ómögulega hlustað ef einbeitingu í heilan tíma.

1. En langauðveldast finnst mér að sofna yfir... dadadadamm... fótboltaleikjum með Liverpool. "Hyypia gefur langan bolta á Crouch, Crouch nær að toucha boltann og viti menn, ekkert verður úr þessu". Chelsea-menn spiluðu samt ennþá leiðinlegri bolta í gærkvöldi. Hvað er eiginlega í gangi? Vonandi skíta þessi lið á sig í Meistaradeildinni.


Annars, já, svefn hefur ekki fengið mikinn tíma hjá mér í vikunni þannig að ég ætla að fara að skella mér í rúmið, aaaleinn því að Dagný vill frekar lesa um einhvern Bjart í einhverjum Sumarhúsum fyrir eitthvað próf á morgun frekar en að fara snemma að sofa með mér.


*ég var bara svona að pæla. Er það ekki rétt hjá mér að það sé asnalega bein þýðing úr ensku að tala um "hluti" í þessu samhengi (sjá titil færslu)? Samt dettur mér ekkert betra í hug til að segja. Allavega, bara svona leiðinleg íslenskupæling. Góða nótt.

þriðjudagur, september 27, 2005

Ég var búinn að skrifa svona 4 blaðsíður af einhverjum húmor/lífspeki-kokteil í gær en því miður lét mamma mín tölvuna frjósa og allt fór í voll (ef það er orð). Í færslunni var álit mitt á klukkleiknum og svo sagði ég afskaplega ítarlega frá 5 staðreyndum um sjálfan mig sem mér datt í hug að lesendur hefðu litla hugmynd um. Ég veit samt ekki hvort ég hef sagt frá þeim áður. Staðreyndirnar voru þessar (og já, takk Magnea fyrir að klukka mig, ég var farinn að halda að enginn vildi gera það...):

Staðreynd 1.
Ég á einhverjar 7 klámspólur sem ég ætlaði að auglýsa til sölu í gær en mér tókst blessunarlega að finna þeim góðan samastað til frambúðar. Þær eru betur settar án mín.

Staðreynd 2.
Ég klúðraði fyrsta tungukossinum fáránlega illa.

Staðreynd 3.
Ég var einu sinni u.þ.b. lopahársbreidd frá því að deyja.

Staðreynd 4.
Ég hef slummað gaur.

Staðreynd 5.
Ég kann ekki rassgat að syngja en mig langar svo ógeðslega mikið til að kunna að syngja að það er mjög sorglegt. Og þá er ég ekki að tala um að kunna að syngja eins og Krissi, heldur kunna að syngja eins og gaurinn í Hives. Það væri mjög nett.


Þá er því lokið og maður ætti að klukka eins og 5 helvíti en ég held það sé bara búið að klukka alla í bloggheimum.

Skemmtilegt JAVA-verkefni bíður mín þannig að við heyrumst bara seinna hundar.

laugardagur, september 24, 2005

Ég get ekki sagt að það að ég skuli ekki vera búinn að blogga í slatti langan tíma, og að ég skuli ekki hafa fengið mér öl í alveg fáránlega langan tíma, sé því að kenna að það sé mikið að gera hjá mér í náminu. Ég held að ástæðan fyrir bloggleysi sé bara sú að mig hefur ekkert langað til þess að blogga, og þegar mig hefur langað til að blogga þá hef ég bara ekki verið nálægt internettengdri tölvu. Maður bloggar náttúrulega ekki bara til að blogga, er það? Nei djók, ég hef oft bloggað bara til þess að blogga (tala nú ekki um ef að líf mitt er að veði).

Af hverju í andskotanum ég hef ekki drukkið síðan égmanbaraekkihvenær veit ég hins vegar ekki. Ég held að Dagný hafi þessi slæmu áhrif á mig. Sama hversu freistandi fyllerí er í gangi að þá þarf hún ekki nema að blikka mig eins og einu sinni til að ég vilji frekar horfa á vídjó uppí rúmi. Reyndar er ég að ljúga núna, það er síst henni að kenna. Ég held það sé bara af því að ég er svo fáránlega latur gaur. Ég nenni ekki einu sinni að þurrka á mér hárið þegar ég kem úr sturtu, og þá er ég ekki að tala um að nota hárþurrku, ég bara nenni ekki að nudda handklæðinu í hárið.

En nóg um þetta maður.
Verkfræðin er góðar hægðir. Reyndar svoldið erfitt dót en ég spjara mig ágætlega. Nema í einhverju sem heitir tölvunarfræði og líka dóti sem heitir rekstrarfræði. Þessi fög eru hvort um sig bara eins og nýtt tungumál en samt eru þau kennd á ensku, uuuu, ef þið skiljið hvað ég á við. Eðlisfræðin er líka nokkuð snúin og svo er stærðfræðigreiningin eitthvað svo óskiljanleg á köflum. En mér gengur ágætlega í Línulegri algebru þannig að ég er nokkuð brattur.

Síðustu viku hef ég verið að passa kött fyrir frænku mína. Og hér er svo skemmtileg tilviljun; ég hata ketti. Þetta hefur því verið nokkuð erfið vika en um leið lærdómsrík og gefandi. Ég var að vona að ég gæti sagt nú í lok vikunnar að við værum orðnir mestu mátar en það andar ennþá frekar köldu á milli okkar. Hann t.d. fattar ekki að það er svolítið erfitt að spila Pro Evolution og klappa ketti á meðan. En ég bleima honum ekki (en hvað þetta er ljótt tökuorð).
Reyndar er ég að ýkja þegar ég segist hata ketti. Ég hata ketti fyrir utan köttinn hennar Dagnýjar, hann Jónas. Alveg satt. Hann er fínn gaur. Hann mætti að vísu aðeins pæla í því hvenær er rétti tíminn til að banka á herbergisdyrnar og hvenær er alls ekki rétti tíminn til að banka á herbergisdyrnar. En annars alveg heví fínn gaur.

Ég verð að fara að læra að drekka kaffi. Ég sef alltaf af mér a.m.k. einn fyrirlestur á dag vegna svefn- og orkuleysis. Ég vil helst ekki drekka kók til að koma mér í gang því mér skilst að það sé mjög óhollt. Ef einhver getur kennt mér gegnum internetið að drekka kaffi þá væri það vel þegið.


Þetta er nú meiri blabla-færslan. Ég ætla að klikka út með yfirlýsingu:
Næstu vikurnar heiti ég því að drekka meira áfengi, hitta fleiri vini, vera hressari og ferskari, betri kærasti, góður sonur og blogga af einhverju viti. Get samt varla látið námið og Pro sitja á hakanum, en við sjáum til.

p.s. verst ef að lesendurnar eru allar flognar.

p.p.s. en hvað p.s.-ið var eitthvað skáldlegt, eða eitthvað svoleiðis.