Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

föstudagur, febrúar 27, 2004

ætlaði að hætta þessari fýlu útí allt og alla og bara fara á árshátíðina, en þá er bara uppselt á hana. Fokk sjitt. Þannig að ég held bara áfram að vera í fýlu. Kíki kannski í partí hjá Magga en ég veit nú ekki hversu gott sjitt það verður.

Annars var ég að muna frekar fyndinn brandara úr bústaðaferðinni. Við vorum að borða á veitingastað á akureyri og svo þegar við vorum að fara að borga afgreiðslumanninum, gerði Arthúr rop-thingið sitt (þ.e. að ropa og blása svo ropanum framan í einhvern) framan í Hrólf. Þá sagði Hrólfur: "Djöfuls tippafýla er úr þér". Og Svenni bætti við: "já, Arthúr þarf ekki að borga".
Þetta finnst mér alveg sjúkt fyndið, en Arthúr eikkvað fattaði þetta ekki og var alveg; "hvað er svona fyndið? segiði mér! er einhver einkahúmor í gangi?!?". Túri sagði mér svo í skólanum að hann heyrði reyndar ekki það sem Svenni sagði, en ég trúi því nú tæplega.

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

djöfull er Debenhams mikil skítasjoppa! eru bara með lokað á öskudaginn vegna vörutalningar, svo þeir þurfi nú alveg örugglega ekki að gefa krökkunum nammi. Fokkin ömurleg búlla!

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Sumarbústaðarferðin. Ójá.

vegna óviðráðanlegra aðstæðna nenni ég ekki að pósta myndunum úr bústaðnum, en hér kemur sagan (and so it begins)...

Dagur eitt, föstudagur:
17 manna hópur (sem upphaflega átti að vera 12 en varð að lokum 19 því 2 flugu) lagði af stað úr reykjavík á fjórum bílum síðasta föstudag, hress og sprækur og tilbúinn að lyfta sér pínulítið upp. Ég var í tippabílnum með Krissa, Ragnari og Golla, og var stemmning góð. Við vorum komnir svona fimm kílómetra útúr Hvalfjarðargöngunum þegar ég áttaði mig á því að það væru kannski 50:50 líkur á að við kæmumst á leiðarenda, því þá reyndi krissi að gefa frammúr kyrrstæðum bíl og við vorum næstum endaðir útí skurði. Krissi brást þó rétt við öllu og við tékkuðum á borgurunum í Borgarnesi áður en við héldum áfram. Þeir voru asskoti sveittir. Svo lentum við í allskonar veseni á leiðinni (skyggnið var oft svo lítið að við þurftum að stoppa bílinn og bíða þangað til við sæjum næstu stikur) og ferðin tók allt í allt svona 8 tíma eða eikkvað fáránlegt.
Allir komust þó heilu og höldnu í bústaðinn og djammið hófst. Reyndar komust Fannar og Lúcía (en þau eru par) á undan okkur því þau tóku flugvél, og hef ég á tilfinningunni að þau hafi gert margt misjafnt áður en við hin komum (allavega bað fannar mig um að hringja og láta sig vita þegar við værum að fara að koma...).

Arthúr og Hjölli voru meiriháttar mongólítar og byrjuðu að drekka í Hvalfjarðargöngunum og mættu blindafullir í bústaðinn. Einhver sagði að Arthúr hefði migið útum glugga á bílnum á leiðinni, en ég held það sé nú enginn svo mikill mongólíti... Aumingja Elín þurfti að sitja milli þeirra á leiðinni. Greyið.

Annars man ég frekar lítið eftir einhverju sem gerðist á föstudagskvöldinu, held að við höfum aðallega tjillað í heitapottinum og svona, já, bara haft gaman. Frétti svo um morguninn að Ragnar hefði ælt og spúið útum allt uppá svefnloftinu, og að Elín (sem gleymdi að taka með sér sæng) hefði spurt mig hvort hún fengi smá af svefnpokanum mínum, en fengið frekar harðyrt og neikvæð svör (ég kannast hins vegar ekki neitt við þetta þannig að, já, ég er eila bara að selja þetta á sama prís og ég keypti þetta).


Laugardagur:
Arthúr kom til sjálfs síns og var helvíti fínn á laugardeginum, en Hjölli var áfram mongólíti og var bara með fáránlega takta í gangi. Við tékkuðum á stemmningunni á akureyri, en hún var í lágmarki verð ég að segja. Borðaði einhvern sóðalegan kjúklingapastarétt sem kostaði eina og hálfa milljón eða eitthvað fáránlegt.
Kvöldið kom svo bjart og fagurt og alveg hrikalega kalt. Þá voru skankarnir nú hristir aðeins meira. Fjórar tínsur komu frá akureyri en þær voru allar frekar tæpar, svo ekki sé talað um þessa útúrfíruðu babara sem fylgdu þeim (ég var sko á fyrirlestri hjá Dóra DNA í slangri, vona að ég sé ekki í ruglinu).

Það sem ég man svona best eftir frá kvöldinu var hvað Helga og Bryndís voru fáránlega lélegar í drykkjuleiknum. Þar voru settar tvær reglur; "bannað að segja nei, og bannað að segja já". Þetta réðu þær engan veginn við. Tökum dæmi: Ragnar sagði við Helgu; "þú sagðir bannorðið", og Helga öskraði; "nei!". Annað dæmi: Bryndís setti nýja reglu; "ok, það er bannað að segja ok! Ok?".

Bryndís og Krissi reyndu líka að syngja lagið "Nína", en það gekk nú frekar illa fannst mér. Eiginlega fannst mér eins og þau væru að reyna að syngja illa, en svo var nú ekki. Alveg drepfyndið, en þið hefðuð þurft að vera þarna. Eftir matinn þurfti að vaska upp og var okkur Bryndísi skipað að gera það. Bryndís var alveg fáránlega fúl útí hina krakkana fyrir þetta og í hefnisskyni þreif hún allt geðveikt illa. Þegar ég benti henni á að það væri ennþá sósublettur á glasinu urraði hún og frussaði framan í mig. Gaman að þessu.

Það er slatti af fólki sem ég hef ekki minnst á, sem er frekar lélegt. Kannski ég geri svona review yfir alla í bústaðnum á morgun.

Svo gerði ég heví fyndið. Hahahahahaha. Já ok, það var þannig að Krissi setti eina reglu áður en við komum inní bústaðinn. Það var að það mætti ekki skíta í honum. Ef við vildum skíta áttum við að fara yfir í hinn bústaðinn eða fara til akureyrar. En um leið og ég gekk inn um dyrnar hljóp ég inná klósett og losaði alveg rosalega. Krissi var náttla ekki sáttur þannig að hann fór að spinna upp einhverjar sögur um að ég væri alltaf á klóstinu og eitthvað rugl, ég nenni ekki einu sinni að fara útí það hér.

Á leiðinni heim á sunnudeginum voru aðeins þrír bílar til umráða, því bíllinn hans Hrólfs gafst upp á leiðinni norður. Þess vegna þurftum við að vera fimm saman í Micrunni (smábíll) hans Svenna alla leið norður. Það var hræðilegt fyrir minn langa líkama. Ég veit ekki hvort ég býð þess bætur.

Ferðin var í heildina alveg frekar gúdd sjitt. Hrói fær props fyrir að koma þessu í kring.

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Æm beeeekk

ég er alveg í ruglinu hér. Blogga líklega um bústaðaferðina á morgun, en þá hefst þriggja daga frí í skólanum útaf lagningadögum (sem eru svona þemadagar þar sem að maður mætir í diskókeilu eða magadansnámskeið í staðinn fyrir dönsku og stærðfræði).
Ég hlæ eiginlega aldrei í strætó. Í dag gat ég samt ekki stillt mig því það var frekar mikill snilldarróni (róni sem er snillingur) að tala við bílstjórakonuna. Hann var að segja konunni frá því að hann væri kominn með pottþétta leið til að ná í dömur. Hann sagði að hann ætti vini í rauðakrossinum og að hjá þeim mætti hann fá ókeypis föt eftir svona mánuð og þá skyldi hann sko dressa sig upp og verða "eins og klipptur útúr tískublaði", eins og hann orðaði það. Hann sagði að hann myndi verða svo flottur að konurnar mættu bara þakka fyrir ef hann liti við þeim. Þetta fannst mér alveg dásamlegt.

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Erfitt fyrir jafn slappan ræðumann og mig að vera í áfanga sem snýst um að flytja ræður. Á morgun á ég að flytja tækifærisræðu. Aðstæðurnar eru þær að við erum stödd 10 ár fram í tímann, og vinur minn er að opna fyrirtæki. Í opnunarboðinu á ég svo að flytja ræðu. Djöfull á ég eftir að skíta á mig. Það er svo pottþétt að í svona miðri ræðu, þá mun ég frjósa og gleyma alveg hvað ég ætlaði að segja eða hvernig ég ætlaði að segja það. Það væri nú frábært ef kennarinn væri veikur, svona einsog bara það sem eftir er af önninni.
Þið sem ætlið að koma með einhverjar pælingar í komment um að ég eigi að taka mig saman í andlitinu og massa þessa ræðu, bara gleymið því. Ég er alveg fökt.

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Sumarbústaðaferð um næstu helgi til Dalvíkur. Gleðin verður væntanlega við völd, bæði í bústaðnum og á leiðinni. Krissi var samt eitthvað að tala um að blasta Kurt Nilsen á leiðinni, en þá held ég að ég láti hann bara taka farangurinn og fari á puttanum. Ég var að pæla hvaða dót maður tekur með. Er það ekki bara fótbolti, föt, mjólk og matur og kannski sum cd´s? Svo verða karókígræjur og allir eiga að taka eitt lag. Ég er ekkert að auglýsa það en mín versta martröð felur í sér að ég þurfi að syngja fyrir framan annað fólk. Held að þetta reddist nú samt því ég hef verið að sækja söngtíma hjá Siggu Beinteins og Selmu Björns. Ég held að ég taki Hotel Yorba, það er með styttri lögum og svo er það líka gott.
Hvað á maður annars að taka með að éta? Kannski bara burger á grillið eða eitthvað...
Sjoppan í Suðurveri:

Ég veit ekki hvað ég er að pæla að vera ekki enn búinn að minnast á þennan stað. Þetta er að vísu pjúra sjoppa, en þeir steikja samt hamborgara og búa til langlokur fyrir þig. Við Krissi erum á spes díl hjá þeim, burger, nachos og kók á 500 kall. Frekar góður skítur. Borgarinn er bara frekar góður og snyrtilegur (ekki svona tjöbbí) og að borða nachos með er bara frekar mikil snilld. Bara ríspekt til feita gaursins sem er að plögga þessu tilboði. Og ekki reyna að fá þetta tilboð því þetta er bara fyrir vip´s! Ömurleg aðstaða til að setjast niður, en maður getur alltaf rölt með matinn uppí skóla, og gripið Fréttablaðið með sér úr sjoppunni. Gæði: 7,5. Sviti: 25%.

Ég ætla svo að taka þessi yfirlit og setja saman í "Litlu hamborgarabókina" sem kemur út um næstu jól. Upcoming eru staðir eins og Hyrnan, Staðarskáli, Olísstöðin á Blönduósi, Varmahlíð og ef guð (og krissi) gefur; Kántríbær. Ég er nebbla að fara í sumarbústað norður yfir heiðar, nánar tiltekið í nágrenni Dalvíkur.

mánudagur, febrúar 16, 2004

Hamborgarastaðir, framhald...

Bitahöllin: Þessi staður er næstum jafn sveittur og Sveitti kjúllinn. Hann stendur við Gullinbrú og lýtur alveg ágætlega út að utan. Hélt að það væri lokað en það var opið og inni var frekar rónalegt og illa lyktandi lið. Afgreiðslustelpan virkaði þó ágætlega traustvekjandi, þannig að ég pantaði þetta venjulega. Rétt sá inní eldhúsið, og það var nú ekkert til að dásama. Annars var þessi hamborgari svo vondur að í fyrsta skipti á ævinni gat ég ekki klárað hamborgarann minn. Franskarnar voru hins vegar frekar góðar. Staðurinn mætti íhuga að setja minni sósu á borgarann og láta hana ekki leka útum allt, brauðið var útatað í sósu. Einnig að ráða starfsfólk sem er þeim eiginleika gætt að kunna að brosa, en ekki láta eins og einhver hafi heftað kjaftinn á því saman. Gæði: 3,5. Sviti: 70%.

Svo er spurning hvort maður fer að íhuga hollara fæði og hætta þessum hambóbisness.
Hamborgarastaðir.

Hamborgarar eru helvíti fínn matur. Ég hef verið að tékka svoldið á sveittum búllum í höfuðborginni, en veit vel að ég á eftir að skoða marga. Hér er smá gagnrýni um nokkra staði:

Staldrið: Hugguleg afgreiðslustelpa fékk mig til að halda að þetta væri bara hinn fínasti staður. Ég pantaði þetta venjulega, borgara franskar og kók og var bara eitthvað að borga og svona... En nema hvað að svo sé ég inní eldhúsið og þar var ein helvíti sveitt, svona fimmtug kelling að steikja borgarann minn. Langaði mest til að hætta við allt þegar hún klóraði sér í hausnum á meðan hún droppaði nokkrum svitadropum af enninu oná borgarann. Frekar subbuleg kelling. Kláraði samt matinn og var borgarinn ágætur en franskarnar þær slöppustu sem ég hef smakkað. Gæði: 5,0. Sviti: 70-75%.

Ak-inn: Tvímælalaust fremstur meðal jafningja þessi staður, enda stundaði ég hann grimmt í sumar. Svoldið í anda American Style en örlítið subbulegri. Yfirleitt snyrtilegar og hressar gellur að vinna þarna, og svo fær maður að kíkja í moggann og dv á meðan maður snæðir. Franskarnar eru sérstaklega góðar, en hamborgarinn fer svoldið eftir hver er að steikja. Helsti gallinn er stjórinn sem er óhemju leiðinlegur gaur. Gæði: 8,5. Sviti: 20%.

Sjoppan hjá Orkunni v/Kringluna: Gamlar og ljótar kellingar að vinna þarna, í ljótum fötum og illa snyrtar. Sem sagt bara frekar subbulegar. Langaði aldrei í þennan annars ágæta hamborgara, bara af því að þær voru svo ljótar og fúlar. Franskarnar eru líka heví slappar. Þessi staður er ekki eitthvað sem ég get ímyndað mér að sé stundaður að ráði. Samt er hann ekkert ódýr. Það eru því eila ekkert jákvætt um staðinn að segja, en hann er samt ekkert súperslæmur. Gæði: 3,5. Sviti: 60%.

American Style: Fullkomnun hamborgarastaðanna. Selur reyndar líka steikur og svona, en er aðallega hamborgarastaður. Þetta er bara besti klassinn en samt ekkert fáránleg verð í gangi. Gamla kellingin sem er að afgreiða á morgnana mætti samt vera frísklegri. Svo sér maður ekkert kokkana sem mér finnst alltaf gruggugt. Gæði: 9,5. Sviti: hvað ertu að tala um? þetta er stællinn! 0,5%.

Kjúklingastaðurinn Suðurveri, a.k.a. Sveitti kjúllinn: Alveg fáránlega ógeðslegur staður. Þegar þú kemur inn tekur á móti þér vangefin fýla, og hún er sko alltaf alla daga! Strákurinn í afgreiðslunni er ekkert sérstaklega áreiðanlegur, gaur sem myndi hrækja á hamborgarann þinn ef þú segðir eitthvað til að bögga hann. Stundum sé ég kokkinn og hann er ógeðslegur feitur gaur, með svitapolla undir handarkrikunum. Borgarinn er samt góður og franskarnar alveg fínar. Mæli alls ekki með þessum stað samt, held að heilbrigðiseftirlitið viti barasta ekki af honum eða eitthvað. Gæði: 3,0. Sviti: 98%.


Hey, og já, danirnir kunna að gera auglýsingar. Tékkið á þessari...

sunnudagur, febrúar 15, 2004

helga er svo skemmtileg...

laugardagur, febrúar 14, 2004

djöfull var ég eitthvað steiktur á því í nótt þegar ég skrifaði síðustu færslu. Sérstaklega get ég ómögulega skilið þetta hérna: " Já, FG-liðið skeit á sig en vonandi eiga þeitekki eftir að flytja þetta á eurovision". Hvað var ég eiginlega að reyna að segja? Alla vega þá beilaði ég um svona tvöleytið á þessu bjórkvöldi. Skemmti mér ekkert vel og nennti þessu eila bara ekki.
morfís milli fg og mh

já, það var haldin keppni sem kennd er við Morfísuna. áðan og mh rústaði hana. Smá úttekt hérna:

Orri: fyrsta ræða Orra var kannski ekki beint ræða, en hún sýndi á frábæran hátt hvað listin er mögnuð þar sem margt fólk sýndi hæfileika sína. Seinni ræða Orra var mjög fín.

Dóri dna: alveg fáránlega feitur og góður á því. Ræðurnar hans voru svo fyndnar að ég var að drepast. Frábær ræðumaður, eitthvað sem ég efaðist mikið um.

Atli bolla: já, alveg merkilegt með þennan mann að hann bara gerir ekki villur í ræðunum sínum. Þær eru snurðulausar og fáránlega frumlegar og var hann enda kjörinn ræðumaður kvöldsins. Náði samt ekki hamstur-pælingunni, líklega bara flipp.

Kári Finns: Byrjaði fínt en virtist ekki hafa rennt alveg nógu vel í gegnum seinni hlutann af ræðunni. Á pottþétt efitr að bæta sig.


FG-liðið var svo fullt af skít að okkar menn voru farnir að glotta. Sérstaklega meikaði þó stelpan í liðinu bara engan sens. Einnig var þessi nasistagaur alveg útúr korti. Já, FG-liðið skeit á sig en vonandi eiga þeitekki eftir að flytja þetta á eurovision. Þetta var ein skemmtilegasta upplifun sem ég hef lent í. Svo fór ég á bjórkvöld og er alveg ágætur á því núna.... Sjáumst krakkar.

föstudagur, febrúar 13, 2004

það er komið að því. það gerist ekki oft en nú er komið að því! Ég er að fara í klippingu eftir kortér. Og hvað ætla ég að muna? Að láta klippikonuna vita ef ég er ósáttur! Að láta klippikonuna vita ef ég er ósáttur! Láta vita!!! Ok, nóg af peppi. Svo er það bara morfís í kvöld og kannski partious victorious (hvernig sem það er skrifað) á eftir... Heyrumst.
mig dreymdi að DV vitnaði tvisvar í bloggið mitt einhvers staðar inní blaðinu, og svo líka einu sinni á bakhliðinni í einhverri exclusive frétt. Er þetta ekki frekar sjúkt?
það á ekki af manni að ganga (annars er ganga hjá mér næsta fimmtudag en það er önnur saga og frekar leiðinleg). Nú er nýi verslunarstjórinn, sem var búin að vera í svona viku, hætt. Veit ekki af hverju það skeði en hlutirnir virðast vera í svolítilli upplausn núna og spennandi að vita hvernig þetta endar. Ég bauðst til að taka við djobbinu en yfiryfirmennirnir töluðu einhvern skít um að ég væri ekki orðinn lögráða og gæti þess vegna ekki verið yfirmaður í búð. Ansi hreint óskemmtilegt að vera ekki orðinn 18.

Annars var ég að tékka á hlustendaverðlaunumeffemmníufimmsjö. Ekki það að tónlist þeirra fm-manna heilli mig neitt rosalega, en ég hef alveg hommalega gaman af að horfa á svona verðlaunahátíðir. Fór aðeins að pæla í þessum hljómsveitum sem stigu á stokk og ég verð að segja að þó ég færi aldrei ótilneyddur á ball með Írafár, þá er það langbesta hljómsveitin af þessum sveitaballahljómsveitum. Birgitta líka náttla sjúk gella. Annars er þetta fólk frekar tæpir listamenn, en það er bara mitt álit. Eurovision-nefnd Íslands er greinilega á öðru máli. Skil ekki hvað Í svörtum fötum fengu mörg verðlaun, Írafár er miklu betra band. Þori að veðja að þessir gaurar hafa setið sveittir fyrir framan skjáinn að kjósa á netinu. En þessi verðlaun voru bara ágætisskemmtun og gott ef ég sá ekki Siggu í sæta bleika kjólnum sínum, en ég er samt ekki alveg viss.

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Morfís næsta föstudag. Það verður gaman að sjá það. MH mættir FG-ingum og er umræðuefnið; "Listamenn eru aumingjar sem nenna ekki að vinna". MH-ingar eru meðfylgjandi. Ef þetta subject klyngir einhverjum bjöllum þá fjallaði síðasti póstur hjá mér einmitt um þetta mál. Þokkalega mögnuð tilviljun verð ég að segja! Ég er nokkuð viss um að MH-liðsmenn verða sprækir, og hver veit nema þeim takist að láta mig skipta algerlega um skoðun. En svona smá leyndó sem þið megið ekki segja neinum, að ég veit hver kemur í staðinn fyrir Kára sem var að útskrifast. Veit ekki hvort það er eikkvað top secret en það er enginn annar en Halldór "hinn digri" Laxness, a.k.a. Dóri DNA. Annars held ég að liðið haldist óbreytt, þarna verði Atli og Orri og Georg Kári... Vonandi gengur þeim vel.

Hey, ef þetta átti að koma á óvart, nenniði þá að láta eins og þið séuð heavy hissa þegar þið heyrið þetta.

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Stelpur og aksjonarí (og fokkin listamenn).

Já, það var svona smá spila/survivor tjill heima hjá mér í kvöld. Þið voruð öll boðin þó þið hafið flest ekki mætt, en ég erfi það ekki við ykkur. Allavega þá var minn maður, Ethan, ansi nálægt því að detta út í þættinum í kvöld, en einhver hundrað ára sérsveitarmaður var vótaður út.
Svo tók við ágætis spilasessjón sem fór á endanum algjörlega úr böndunum. Tókum actionary á þetta, stelpur á móti strákum, og við strákarnir rústuðum (tæknilega séð) stelpurnar. Reyndar komst þeirra kall á undan á lokareitinn, en síðan hvenær hefur það þýtt sigur. Þær svindluðu sjúkt. Svo var líka ekki hægt að giska á neitt þegar það var svona "allir spila"-dæmi, því píkuskrækirnir í þeim voru svo gríðarlegir.

Ég ætlaði að segja eitthvað heví merkilegt í þessum pósti... hmmmm... neibb, kemur ekki. En nú var ég að klára sjálfstætt fólk, og ég fór að pæla. Ok, Halldór semur þetta snilldarverk sem selst útum alla jarðkringlu, og þá hefði maður haldið að hann ætti nægan pening til að lifa í paradís restina af lífi sínu. En neeeei, hann skrifaði bara fleiri og fleiri bækur. Græðir maður bara ekki sjitt á að skrifa bækur. Jafnvel nóbelsverðlaunabækur. Verða þær að fjalla um galdrakalla eða hobbita til að maður geti grætt eitthvað á þeim?
Og ekki koma með einhverja þvælu um að hann hafi verið listamaður og bara þurft að fá útrás fyrir hugsanir sínar með því að skrifa fleiri bækur. Það er algjört nonsense, frekar að fá útrás fyrir þorstann með sangría í annarri og sweet ass gellu í hinni í sumarhúsi á havaí.
Eða eikkvað, alla vega trúi ég ekki á þetta listamannabúllsjitt. Þetta er eins og með það að menn eru að bíða eftir að andinn komi yfir þá. Það er náttla bara afsökun fyrir því að sleppa því að skrifa, mála o.s.frv. og tjilla bara. Fokkin listamenn sem eru að taka pening skattborgara í formi einhverja fokkin listamannsstyrkja. Held að listaunnendur geti bara notast við listaverk fyrri ára og alda. Hvernig væri að byggja íþróttahús við MH eða stækka laugardalsvöllinn þannig að hann nái allan hringinn, í staðinn fyrir að dæla peningum í einhverja geðsjúklinga sem geta slett málningu á striga? Frekar að þessir menn finni sér mannsæmandi vinnu, geta sosum dundað sér við að mála í frítíma sínum. Ég neita að skilja fólk sem hefur gaman af að skoða málverk, hlusta á klassíska tónlist og svoleiðis rugl. Held það hafi í raun enginn gaman af þessu en fólk er að sýnast til að öðrum þyki það menningarlegt og fágað. Meira ruglið.

Athugið að höfundur tekur enga ábyrgð á skrifum sínum. Hann er með tvískiptan persónuleika og þó að honum gangi vel að halda hinum heimska og illgjarna persónuleika niðri, þá skýtur hann stundum upp kollinum. Nei, djók.

sunnudagur, febrúar 08, 2004

ég er að hugsa um að skrifa skáldsögu. Þannig get ég grætt pening á því að skrifa, öfugt við það þegar ég er að blogga. Hmmm, hvað get ég nú skrifað skáldsögu um. Er ekki best að byrja á því að hugsa einhverja grind. Ok, aðalpersónan er 16 ára gaur sem fellur á samræmdu prófunum, og hvernig líf hans breytist eftir það. Bókin gæti svo endað á því að gaurinn drepur sig inná Litla-hrauni, eftir hremmingar sem ekki væru á nokkurn mann leggjandi.

1. kafli

Merkilegt með tímann að hann heldur alltaf áfram að líða. Ekkert sem við gerum getur komið í veg fyrir það, og eru enda flestir jarðarbúar búnir að sætta sig við það og lifa eftir því. Það sakar þó aldrei að reyna og þess vegna ákvað Þórður að grýta vekjaraklukkunni í vegginn þegar hún gerði sitt besta til að koma honum á lappir. Þórður var nokkuð ánægður með þessa klukku. Hann hafði átt margar en enga sem hafði þolað jafnmörg högg og þessi. Hún var frá Philips. Hann hélt áfram að sofa og rankaði ekki við sér fyrr en klukkan var að verða 12 á hádegi. Það tók því nú varla að vera að fara í skólann úr þessu þannig að hann settist bara fyrir framan sjónvarpið og fékk sér 3 skálar af honeynut-cheerios. Ekki séns að hann nennti að gera nokkuð í dag frekar en aðra daga, það geta líka bara aðrir séð um það. Þegar hann var búinn með cheeriosið (skrítið að hann borðaði alltaf cheeriosið þrátt fyrir vindverkina sem það olli hjá honum) ákvað hann að hringja í Hildi, vinkonu sína, svona bara til að heyra hvort fólk væri í stuði. Hún sagði að hann væri meiri kjáninn að mæta ekki í skólann... "samræmdu prófin byrja á morgun og samt mætiru ekki í skólann í dag! Hvað ertu eiginlega að pæla?"
Þórður: "róleg, ég var bara búinn að gleyma því, þarna, hvað próf er fyrst?"
Hildur: "haha, ertu ekki að grínast? Það er danska!"
Þórður: "uuuu, ef ég hefði verið að grínast þá væri ég allavega ekki mjög fyndinn... Hvað les maður annars fyrir dönskupróf? Orðabókina?"
Hildur: "ég ætla bara að læra sagnirnar betur og málfræðina og svona..."
Þórður: "jájá, heyrðu, ég heyri bara í þér"
Þau kvöddust. Það var engin lygi, Þórður var engan veginn með á nótunum varðandi þessi samræmdu próf. Ekki það að vitneskjan um að dönskuprófið væri á morgun breytti einhverju fyrir hann. Kennararnir segja hvort eð er að maður geti ekki lært námsefnið bara deginum fyrir próf............................

Nahhh, held að þetta sé ekki málið. Spurning um að láta bara Þorgrím Þráins um þetta. Ég held ég ætti frekar að skrifa bók um sérvitring, eins og Bjart í Sumarhúsum.

1. kafli

87,5 til 106,0 en er eitthvað skemmtilegt í útvarpinu? Neeeei. Og af hverju ekki? Ég skal segja ykkur af hverju ekki. Af því að ef það væri alltaf eitthvað skemmtilegt í útvarpinu þá yrði það fljótt þreytt og hætti að vera skemmtilegt. Mannsheilinn er nefnilega svo helvíti slöpp smíð að við getum ekki lifað rútínulífi og notið þess í botn. Nei, við þurfum alltaf að vera að fá einhverja tilbreytingu í lífið, ekkert er nógu gott ef það heldur alltaf áfram að vera svoleiðis. Ég er ekkert að segja að þetta sé slæmt mál, en þetta er staðreyndin. Hugar okkar eru mjög veikir og það kæmi mér ekkert á óvart ef það eru geimverur að horfa á okkur í súpersjónaukanum sínum, og hlæja. Það gæti samt verið að það sé bara þeirra tilbreytingu, fimmhundruðkall fyrir að sjá hina heimsku jarðarbúa. Tíu tíma kort á 3500. Einhver af þessum misjöfnu rithöfundum sem litið hafa dagsins ljós á seinni öldum skrifaði bók um samfélagið eins og það gæti verið ef við værum fær um (innskot höfundar; þetta rímar) að lifa án tilbreytingar.
Ég varð því ekki fyrir neinum vonbrigðum með þessa árángurslausu leit mína í útvarpinu. Ég skellti spólu með meistara Megas í tækið og keyrði af stað. Einhverjum fleirum hafði greinilega dottið í hug að keyra í vinnuna þennan morgun, því það var verulega mikil umferð á götunum og ekki fyrir óvanan að sleppa klakklaust niður í bæ, þar sem ég vinn. Vinnan mín er ekki svo ólík öðrum vinnum. Ég græði pening á henni og eyði tíma í hana. Venjulega frá svona 9 til 5. Það er þó misjafnt og fer mikið eftir því í hvernig skapi ég er. Ég er sjálfs míns herra. Ég er búðareigandi. Þetta er þó engin stórverslun heldur einungis lítil bókabúð, með bókum bæði nýjum og notuðum sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina.
Íslendingar eru bara bókaþjóð í desembermánuði, svona í kringum jólin. Það er því afar óheppilegt fyrir mig hvað þetta varðar, að ég bý á Íslandi. Í dag er mars, held ég, en það skiptir kannski ekki miklu máli. Það er alla vega ekki desember. Það þýðir að líkurnar á að ég sjá viðskiptavin fyrir hádegi eru svo litlar að hægt væri að nota þær í Sjóvá-auglýsingu. Hvað geri ég þangað til? Ég legg kapal í tölvunni. Ég veit ekki alveg til hvers ég er annars með þessa tölvu þarna. Sonur minn keypti hana handa mér og setti hana upp hérna, sagði að allir þyrftu að hafa svona. Ég skil ekki hvernig fólk hefur þá lifað í þúsundir ára án þess að hafa tölvur, en svo allt í einu núna þurfa allir að eiga eina. Ég spái því að fólk verði komið með leið á þeim á næstu tíu árum, enda samskipti við sjálfið og annað mannfólk snöggtum skemmtilegra, heldur en að klikka á músartakka.
Ég get ekki sagt að ég sé mikill fylgismaður vestrænnar menningar og þess hvernig hún flæðir yfir fjölmörg lönd nær og fjær. Læt það samt ekki stoppa mig í því að skreppa um ellefuleytið og kaupa mér seven-up og mars. Það er ákveðin sérviska í mér, byrjaði að gera þetta einn daginn því ég á afmæli 7. mars, og hélt því svo bara áfram. Nú er þetta fastur liður hjá mér á hverjum degi. Stelpan sem er að vinna í dag er þrælmyndarleg. Líklega ein myndarlegasta sjoppustelpa sem ég hef séð. Það virtist hneyksla hana þegar ég tilkynnti henni þetta, og hún svaraði mér engu nema einhvers konar hnussi. Hnuss sem gat ekki þýtt neitt jákvætt. Ég er heldur ekki vanur jákvæðum straumum frá kvenfólki, kannski er ég á annarri tíðni.
sjitt hvað gaurarnir í 70 mínútum eru farnir að gera mikið útá að græða pening. Ég var að horfa á dvd-diskinn þeirra í dag og þá voru auglýsingar á milli sketsa inná disknum! Fáránlega leim. Samt seldu þeir vel yfir 10 þúsund eintök og það á 2000 kall stykkið. Það þarf nú engan spenglærðan stærðfræðing til að sjá að ef hver diskur kostar 100 kall í framleiðslu (það er þó líklega algjört hámark) að þá græða þeir 19.000.000 á sölunni einni. Svo selja þeir þessar auglýsingar líka þannig að peningurinn er alveg frekar mikill sem þeir fá allt í allt, þó það sé vitaskuld slatti af milliliðum sem hirða prósentur hér og þar.
Eníveis þá finnst mér leim hvað þeir ofnota auglýsingarnar.

laugardagur, febrúar 07, 2004

djöfull er útilíf slöpp sjoppa. Ég fór þangað til að gá að einhverjum snjóbuxum fyrir frænku mína sem býr á akureyri, og var að reyna að fá aðstoð en það var bara enginn til að hjálpa mér. Fann svo loksins einhverja gálu þarna og bað hana um aðstoð, en hún þagði bara. Ég talaði hærra og hærra og var næstum farinn að öskra á hana en hún tók bara engum sönsum. Svo byrjaði ég að hrista hana, datt í hug að hún væri í einhverju losti bara, og hristi hana og hristi og svo datt hausinn af henni. Þá var þetta bara gína. En svo fór ég bara því ég fann engan sem var að vinna þarna.

Annars er önnur ónefnd verslun sem óneitanlega tengist mér og er á sama sviði og útilíf nýbúin að gefa út bækling. Ok, og þeir gáfu út bækling með fullt af vörum sem er ekki til neitt af. Til dæmis voru skór þarna sem eru búnir og nokkrar týpur þar sem við eigum kannski 1-3 stærðir! Það er alveg fáránlega leiðinlegt að vinna þegar eitthvað svona dæmi kemur upp því þá þarftu alltaf að vera að afsaka og svoleiðis rugl. Með svona bæklingi held ég að fyrirtækið sé nú bara að grafa sína eigin gröf, því fólk verður svo pirrað og svo hlýtur að kosta eitthvað að búa til svona bækling (þó ég viti ekkert um það).
Annars var fimmti verslunarstjórinn minn á rúmum 2 árum að byrja í vikunni. Vona að hún sé næs, en þetta er mjög óhentugt því manni finnst maður alltaf lenda á byrjunarreit hvað varðar möguleika á kauphækkun og svoleis. Skiptir í raun engu hvort ég hef verið skítlélegur starfsmaður eða súper dúber úber góður starfsmaður (það er samt nær lagi) þennan tíma sem ég hef unnið hjá fyrirtækinu. Svo var innkaupastjórinn líka látinn taka pokann sinn, sem er alveg afskaplega jákvætt því þá rottu hef ég aldrei kunnað vel við.

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

in da ghetto

Minn bara næstum lentur í slagsmálum.
Ég var í fótbolta áðan (núna er klukkan að verða tvö og því fimm tímar þangað til ég þarf að vakna) og á leiðinni heim datt mér í hug að stoppa á hinni alræmdu Select-stöð hérna í breiðholtinu (alræmd fyrir slagsmál sem sagt). Núnú, ég fæ mér ostapulsu með kartöflusalati í annað sinnið í dag, en ætla svo að færa mig úr röðinni en þá er þar ungur drengur (nei nú hljóma ég eins og kelling úr vesturbænum), eða sem sagt einhver gaur sem ætlar ekkert að færa sig. Svo ég hugsa með mér að hið eina rökrétta í stöðunni sé að biðja hann um að færa sig. Eitthvað tók hann því illa og spurði hvort ég væri með bögg. Ekki skildi ég nú alveg hvað maðurinn átti við þar sem að ég hafði beðið hann mjög kurteisislega, og fór mig að gruna að hann væri kannski heimskur. Því vandaði ég mig mjög mikið við að útskýra fyrir honum að til þess að ég kæmist út þyrfti hann að færa sig. Þá virtist mér sem honum væri vanhagað um loft því hann þandi kassann altíeinu og fyllti lungun af lofti. Þar sem mér var þvert um geð að vera skallaður á þessu augnabliki, ákvað ég að reyna að smjúga framhjá honum og það gekk, þó hann væri nú ekkert að rýmka fyrir mér. Hann sagði mér að fokka mér. Svoleiðis máttlaus fúkyrði hafa lítil áhrif á mig og mitt skap, svo að ég drullaði mér bara í burtu.

Þegar ég settist inní bíl og kveikti á útvarpinu, hljómaði hið margfræga lag Elvis Presley; in the ghetto. Það þótti mér skemmtileg tilviljun.
Ein besta vinkona mín og prýðisstúlkan Ásdís Björg, a.k.a. Dísa, á ammæli í dag og vil ég óska henni til hamingju með afmælið. Merkilegt nokk þá gleymdi ég að óska henni til hamingju í skólanum í dag, en það gerðist einmitt líka í fyrra. Þvílíkur sauður sem ég er, en maður bara er ekkert að spá í hvaða mánaðardagur er. Ég var samt búinn að lofa sjálfum mér að muna eftir þessu.
Svona til að ítreka hvað ég er mikill fáviti þá labbaði ég framhjá borðinu hennar Dísu og sá að þau voru með gos og eikkvað svona og ég bara; "hva? af hverju eru þau að fagna eiginlega?"

Ég massaði 2 próf í dag; félagsfræði og efnafræði. Ég mætti samt of seint í efnafræðiprófið því að Helga dró mig og Hrólf nauðuga með sér til sýslumannsins og eikkvað að stússast, en það tók svona langan tíma að ég mætti of seint í prófið. Við fengum okkur samt pulsu á leiðinni þannig að þetta borgaði sig. Ég held það hafi nú alveg borgað sig að mæta svona mettur og góður, til dæmis var ein stelpan byrjuð að borða neglurnar sínar af því að hún var svo svöng og ekki hefði ég nú viljað lenda í því.

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

djöfull er ég heimskur, ég gleymdi að setja link á krissa.
Annars get ég sagt ykkur í óspurðum fréttum að ég er ekki frá því að það sé meira að gera í skólanum á þessari önn heldur en síðustu. Einnig viljiði eflaust vita að ég var í frábærum félagsfræðitíma í dag því við horfðum á high fidelity. Reyndar sat ég við hliðiná einhverri ókunnugri stelpu og var sjálfur með alveg fáránlegt garnagaul. Frekar óskemmtilegt og vandræðalegt finnst mér.

Svo á fólk sem er að lesa bloggið mitt að skrifa í gestabókina. Það finnst mér.

Næstkomandi helgi er fríhelgi hjá mér og þá ætla ég að reyna að skrifa færslu sem er ekki alveg svona efnisrýr.

sunnudagur, febrúar 01, 2004

Í bloggheimum má finna snillinga. Einn hefur bæst í hópinn og það er enginn annar en hinn málglaði kommentari og félagi minn, Krissi! Endilega tékkið á blogginu hans því það er alveg asskoti fyndið, sem kemur sosum lítt á óvart því krissi er hress gaur.

Massíf lærdómsvika að hefjast þar sem inn falla einhver próf, heimadæmi og svakalegur lestur í sjálfstæðu fólki. Gangi mér vel.
öfund er eitthvað sem hefur plagað mannkynið frá dögum Pandóru og kistilsins fræga. Allir hafa fundið fyrir öfund, en engu að síður er mjög erfitt að skilgreina þetta merkilega hugtak. Öfund getur haft slæm áhrif á hvað sem er; fólk, stemmningu og fleira. Traust er á hinn bóginn eitthvað sem nauðsynlegt er fyrir öll sambönd, hvort sem það eru vinasambönd, ástarsambönd eða undirheimasambönd. Sá sem ekki treystir og finnur fyrir stífri öfundsýki á oft erfitt með að höndla þessar heitu tilfinningar og getur það endað með ósköpum þegar menn reyna að fá útrás fyrir þær. Heimurinn er ekki fullkominn og hvað þá mannkindin. Best væri ef að fólk myndi taka því rólega og lifa sig inní bob marley fílinginn; sleppa öllum látum og taka lífinu með spekt. Sjálfum finnst mér erfitt að taka því þegar að einhver treystir mér ekki, tek því eiginlega sem móðgun. Einnig fyrirlít ég það þegar fólk sýnir afbrýðisemi útaf engu, enda þarf engan kjarneðlisfræðing til að sjá að það er óþarfi.

En að allt allt öðru; partíið var fínt.