Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

miðvikudagur, október 31, 2007

Sosum ekkert merkilegt í gangi. Bara komið að ferskum listum.

Inni:
United-Arsenal í hádeginu á laugardaginn
Stór burrito á Serrano
Fara fullur í bíó
Stela snakki fullur
Jólin
Línuhönnun
Kung fu-klám
Stutt hár
Pungbindi
Californication
Póker


Úti
Mikið álag í skólanum
Vetrardekk
Að kæra stuld á snakki
Jólaprófin
Venjulegt klám
Sítt hár
Tapa í fótbolta
Að eiga kærustu
1944
Venjuleg bindi
Nýr PES sem höktir
Endirinn á lokaþætti Californication


Líklegt til vinsælda:
Endurbættur PES
Lays með sýrðum rjóma
Íslenskur handbolti
Mandarínur
Góð tónlist

sunnudagur, október 28, 2007

Maður er náttúrulega með markmið kallinn. Vera helköttaður fyrir páska, massaður í rusl og tanaður í drasl. Þess vegna er ég búinn að vera duglegur í ræktinni upp á síðkastið og ég verð að segja að þar sér maður og hittir alveg furðulegasta fólk.
Ég hef þegar sagt ykkur frá súmóglímukappanum sem æfir ekki súmóglímu. Hann hefur ekki látið sjá sig upp á síðkastið enda skilst mér að hann hafi náð sínu markmiði um að komast niður fyrir hálft tonn. En margar aðrar skondnar týpur eru þarna, t.d.:


Kung fu-klám-tvíburarnir.
Ég reyndar stórefa að þeir séu tvíburar því þeir eru mjög ólíkir í útliti, en húmor þeirra og fas virðist hins vegar eineggja. Heyrði þá á dögunum ræða kung fu-klámmyndir í svona kortér. Ég þekki ágætlega inn á klámheiminn í gegnum vini mína en ég hef nú bara aldrei heyrt að svona nokkuð væri til. Kung-fu-klám? Hvernig í andskotanum virkar það? Heyrðist þeir samt sem betur fer frekar horfa á þetta sér til gamans en til þess að fá úronum. Annars eru þeir alltaf með aulabrandara við hvorn annan sem tilgangslaust er að hafa eftir en láta mig fá tár í augun.


Ætlaði nú að nefna fleiri týpur hérna en ég man ekki eftir neinum öðrum í augnablikinu. Kemur næst. Hafið það gott.

miðvikudagur, október 24, 2007

Þó ég gæfi ykkur 1000 tilraunir þá gætuð þið ekki með nokkru móti giskað á hvað ég var að gera í kvöld, svo ég ætla bara að segja ykkur það. Ég, menningarmógúllinn sem ég er, skellti mér nefnilega á óperusýningu. Sá verk hins unga Helga Rafns í Salnum í Kópavogi og skemmti mér, tja, semi. Reyndar var ég ekki nálægt því að átta mig á söguþræði verksins því ég heyrði ekki nógu vel textana í aríunum. Svo þegar ég var svona eitthvað að átta mig á hvað væri að gerast kom einhver asískur gaur sem söng á frekar bjagaðri íslensku, og þá datt ég alveg út. Sá gaur var skotinn undir lok verksins og ég veit ekkert af hverju. Líklega rasismi.


Annars fór ég náttúrulega að velta því fyrir mér hvort ég ætti ekki sjálfur að gera óperu. Þá rifjaði ég upp hugmyndina hans Magga frá því í sumar um að setja upp rapp-söngleik um klíkustríð milli austur- og vesturbæjarins. Ég fæ alltaf meiri og meiri trú á þessari hugmynd.


Jæja. Hart að halda með liverpool þessa dagana. Þeir liverpool-menn sem ég hef tala við nenna ekki einu sinni að koma með einhverjar aulaafsakanir, það er frekar að við manni blasi vonleysi og volæði. Hins vegar vil ég benda á að poolarar eiga náttúrulega eftir að hafa meiri tíma til að læra og svona núna fyrst að þeir verða ekki mikið lengur með í meistaradeildinni, svo að þetta er nú ekki alslæmt fyrir þá.

þriðjudagur, október 23, 2007

Á föstudaginn umturnast líf mitt til hins betra.


Ég hef öruggar heimildir fyrir því að margrét lára viðarsdóttir sé ekki alveg nógu leiðinleg til að mega ekki vera kosin knattspyrnukona ársins. Þetta er merkilegt mál og skandall ef satt reynist að lið hafi rottað sig saman um að kjósa hana ekki. Það er hins vegar enginn skandall að Hólmfríður Magnúsdóttir hljóti þessa nafnbót miðað við það litla sem ég sá í sumar (sem þó var nokkuð). Gæti alveg trúað því að flestir bakverðir deildarinnar séu strax farnir að kvíða því að láta hana fíbbla sig næsta sumar.


Eftir að hafa venju samkvæmt rústað póker með strákunum síðasta laugardagskvöld í afmæli Magnús Þórðar snillings og gleðigjafa, hófst afskaplega gleðilegt djamm í bænum þar sem Kristján Freyr var góður félagsskapur, enda fáir betri djammfélagar þegar sá gállinn er á honum. Hann mætti samt bæta sig í myndatökubransanum því ég fékk svona 20 gellur til að sleikja á mér andlitið fyrir myndatöku (löng saga) en þegar ég bað hann áðan um að senda mér myndirnar fékk ég eina mynd, og á henni var einhver stelpa sem leit frekar út fyrir að vera að ulla á mig. Treysti því að hann finni út úr þessu.


Og já. Hvað er með föstudaginn? Jú, PES2008. Eigum við að ræða það eitthvað?

föstudagur, október 19, 2007

Djöfull finnast mér 24 stundir vera að koma sterkar inn. Fyrir utan það hvað nafnið á blaðinu er leiðinlegt ("hey ertu búinn að sjá fréttina þarna í tuttuguogfjórum stundum?" er t.d. leiðinlega löng setning) og það að íþróttum er lítið sinnt, þá hef ég líklega lesið mest í þessu blaði síðustu daga og stefna þess virðist höfða mest til mín.

Tökum sem dæmi forsíðumyndir þessara þriggja aðalblaða í dag. Í mogganum er alveg ógeðslega leiðinleg mynd af einhverju málverkakjaftæði, í fréttablaðinu er jafnvel enn leiðinlegri mynd af verkamönnum að vinna, en í 24 stundum var mynd af kaupgröðum Íslendingum í nýrri dótabúð. Mér fannst mjög gaman að sjá hvað fólk getur verið geðveikt í hausnum, bíðandi í röð eftir því að vera smalað inn í búðina í hollum, líkt og rolluskjátum. Hvað er fólk annars að spá? Af hverju ekki að bíða í nokkra daga og fara þegar það er minna að gera? Ætli pælingin sé kannski þessi; "ó beibí, loksins get ég keypt fullt fullt af nýju dóti til að bæta upp fyrir allan þennan tíma sem ég er búinn að gefa skít í krakkana mína!" Maður spyr sig.


Annars er ég með mestu helvítis hálsbólgu sem nokkur maður hefur fengið. Fór áðan til læknis til að tékka hvort þetta væru streptókokkar (eða hvernig sem það er skrifað) og hann spurði hvort ég hefði verið að kyngja rakvélarblöðum. En ég er víst bara með einhvern auman vírus sem er samt djöfullega öflugur. Kannski áfengi um helgina lækni þetta. Menn vilja meina það.


Ítreka aftur að mér finnast 30 rock vera næs þættir. Margir góðir karakterar en Tracy Jordan er klárlega sá besti. Þvílíkur snillingur. Búinn með 15 þætti á tveimur dögum.

miðvikudagur, október 17, 2007

Ég ætla að verða eins og Britney Spears. Ég ætla að verða eins og hún. Ó beibí beibí. Ég ætla að verða eins og Britney Spears. Ég ætla að verða eins og hún.

Sterkt að vera með þetta á heilanum.


Ég er búinn að uppgötva nýja þætti sem ég ætla að fylla fjölskyldutölvuna af og horfa á þangað til tölvan mín kemur úr viðgerð (hva? bara allt að bila hjá doktornum? bíllinn, tölvan... hvað næst?). Það eru gamanþættirnir 30 Rock. Lýst gríðarvel á þá.


Ég gerði þau reginmistök (það er gaur með mér í verkfræði sem heitir Reginn. held samt að hann geri ekki oft mistök) að tippa aftur á sigur Íslands í dag. Býst við að ég sé of lengi að læra. "Róm var ekki byggð á einum degi," segir Eyjólfur þjálfari. Hann hefur þjálfað liðið í hvað? Tvö ár? Róm var örugglega orðin að ágætis bæjarfélagi þá og allavega ekki að tapa 3:0 fyrir Lichtenstein (æjj, ég hef aldrei verið góður í þessu líkingamáli).


Annars eru ýmsir stórir hlutir í gangi hjá mér núna sem ég get ekki farið nákvæmlega út í. Eitt af því er reyndar það að ég ætla að uppfæra gamla MILF-listann frá því herrans ári 2005. Sé núna að hann er náttúrulega ömurlegur og mætti halda að hann hafi verið saminn í einhverjum flýti. Þær sem eru að koma sterkar inn núna, og gætu hugsanlega náð inn á topp 5, eru flestar úr fjölmiðlageiranum (sýnir kannski að rannsóknavinnan er ekki alveg nógu góð hjá mér) og má þar nefna Svanhildi Hólm, Ingu Lind (væri fínt að fá það staðfest að hún eigi í alvöru krakka) og Þórhildi Elínu Elínardóttur sem skrifar bakþanka í Fréttablaðinu (erfitt að segja, þyrfti að fá almennilega mynd af henni). Auk að sjálfsögðu gellunnar á Mogganum sem þurfti stundum að "skjótast til að ná í dóttur sína". Un-fucking-believable.

Þeim sem finnst ég ógeðslegur eiga vissulega rétt á sinni skoðun en er hér með óheimilt að lesa þessa síðu. Nana.

sunnudagur, október 14, 2007

Ég vil meina að alla jafna sé ég nú yfirmáta þolinmóður maður. Núna er hins vegar þolinmæðin gagnvart þessum blessuðu landsliðsþjálfurum íslenska landsliðsins í knattspyrnu á þrotum. Eyjólfur Sverrisson skuldar mér hálfa milljón íslenskra króna fyrir að klára ekki Lettana. Kennir manni að tippa ekki með hjartanu.


Ég hef komist að því að það að eiga bíl er grundvallaratriði fyrir fullorðið fólk í Reykjavík. Eða allavega fyrir mig. Ekkert mál að skjótast upp í skóla og heim úr skólanum með strætó, en allt svona vesen sem fylgir daglegu amstri kallar hárri röddu á bílaeign. Volvoinn er sem sagt í dái og ekki útséð með það hvenær hann vaknar og hvað það mun kosta. Kannski jafn gott því ég safna náttúrulega hraðasektum þessa dagana eins og myndum af Patrick Ewing forðum.


Og nú vil ég aðeins ræða borgarstjórnarmálin. Díjók. Mig langar til útlanda. Með hverju mæliði?

miðvikudagur, október 10, 2007

Grimm hópavinna sem ég hef tekið þátt í síðustu kvöld og daga hefur leitt til lausnar á ofbeldisvandanum í miðbænum, en jafnframt orðið til þess að ég hef ekkert getað bloggað. Sem er miður, því mér liggur margt á hjarta.


T.d. heyrði ég lag um daginn og textinn í því er eitthvað á þessa leið:
"Babe where did you get that body from?" -endurtekið nokkrum sinnum-
"I got it from my mother" -endurtekið nokkrum sinnum-

Já, oft er snilldin einföldust eins og maðurinn sagði. Og oft er fólk í algjöru rugli.


Einnig heyrði ég að það væri til íslensk ung hnáta sem heitir Viktoría París. Ef þessi nöfn klingja einhverjum bjöllum þá er þessi stelpa sem sagt skírð í höfuðið á Viktoríu Beckham og París Hilton. Ekki ónýtt það. Skilst að foreldrarnir séu úr versló. Ég hefði alveg verið til í að heita Cantona þegar ég var lítill. Ekki núna þó.


Nú verður gaman að sjá hversu mörg fyllerí líða þangað til einhver siglir út í Viðey og skellir Batman-merki yfir friðarsúlu-ljósið. Ég tippa á tvær vikur.

sunnudagur, október 07, 2007

Eftir að hafa horft á alveg ógeðslega fyndinn south park þátt sem fjallaði um það að Cartman fann út að hann gæti blótað eins og hann vildi ef hann yrði greindur með tourette, þá skellti ég mér áðan á þing ungra jafnaðarmanna til að sjá systur mína verða formann. Verð að segja að mér finnst frekar skondið að á meðan fólk á mínum aldri er að mynda sér skoðanir á stöðu landbúnaðar á Íslandi og almannatryggingakerfinu, að þá er ég að hlæja að teiknimyndafígúru segja "piss out of my ass" (þið verðið bara að horfa á þáttinn). En svona er þetta bara, fólk fetar ólíkar slóðir í sínu lífi.


Ég held það verði að hringja á vælubílinn fyrir þennan.


FH varð bikarmeistari í knattspyrnu í sumar og Valur Íslandsmeistari, en hvar eru mínir menn í KA? Þegar ég var yngri fékk ég því framgengt að herbergið mitt væri málað gulum og bláum litum því ég var alveg gallharður KA-maður, en ég hef hins vegar minna fylgst með þeim síðustu ár og sef bara í hvítu herbergi þessa dagana. En já, KA endaði í 11. og næstneðsta sæti 1. deildarinnar, og eins og það væri ekki nægilega ömurlegt þá skoruðu leikmenn liðsins 14 mörk í 22 leikjum. Í ellefu af þessum leikjum skoruðu þeir ekki eitt einasta mark. Tek það samt ekki af liðinu að KA var það eina sem vann 1. deildarmeistara Grindavíkur á heimavelli Grindavíkur. Vonandi verður þetta þó betra næsta sumar.