Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

mánudagur, júlí 30, 2007

Rómverskur riddari reið inn í Rómarborg

Ég ætla að nota fyrirsagnir á bloggið mitt frá og með núna.

Kjúklingaburrito í matinn í dag. Eitthvað á það eftir að valda mér vonbrigðum. Þessi færsla verður skipulögð kaos.


Ég fór í mat með Magga um daginn, í vinnunni hans hjá OR. Skemmst frá því að segja að ég hef ekki farið út að borða við fínni aðstæður, og maturinn getur varla talist mötuneytismatur. Grillaðar kjúklingabringur, ferskt kartöflusalat og fleira, og svo ljúffengur Magnum-ís í eftirrétt. Hjá mogganum var boðið upp á soðna ýsu.


Margt annað hefur á daga mína drifið. Í gær ákvað ég að hætta drykkju enda farið illa út úr henni síðustu vikur. Meðal annars nánast drukknað í Þingvallavatni en slapp með djúp sár á fótum.


Fór nýlega til Akraness og Keflavíkur. Það er ekki eitthvað sem ég hef oft gert. Gaman að því. Í Keflavík fékk ég svo ógeðslega feita og góða pítsu að ég er alvarlega að íhuga að fara þangað næst þegar ég finn fyrir þynnku. Á Akranesi tók hins vegar klukkutíma að grilla burger fyrir mig á Hróanum þannig að ég, með minn góða átshraða, gat bara rétt klárað helminginn áður en ég þurfti að vera mættur á leik.


Ég er ógeðslega góður í golfi. Varð um daginn Gents-meistari eftir óspennandi og auðvelda keppni á Oddfellow-vellinum í Hafnarfirði. Keppnin var álíka ójöfn og leikirnir sem við spiluðum í Pro Evolution í gær. Einnig er ég frábær í fótbolta og sannaðist það enn á ný þegar ég spilaði leik í Carlsberg-deildinni um daginn. Staðan var 1:0 fyrir harðsvíraða andstæðinga okkar þegar ég kom inn á. Leiknum lauk með 2:1 sigri okkar. Þetta er ekki flókið.


Það styttist í Þjóðhátíð og þar mun ég vera í góðu glensi. Allar óskráðar reglur um Þjóðhátíð eru þegnar í kommentum.

föstudagur, júlí 06, 2007

Ef ykkur finnst fótbolti hrútleiðinlegur og allt sem honum við kemur, þá mæli ég með skrolli fram að "Já, hann hefur marga fjöruna sopið doktorinn."

Það eru hreinlega allir að tala um leik Keflavíkur og Skagamanna í fyrrakvöld, markið sem Bjarni skoraði og viðbrögð Keflvíkinga við því. Ástæðulaust kannski að reifa það eitthvað meira. Reikna samt með að alþjóð vilji endilega fá mitt mat á þessu og hér er það:

Bjarni ætlaði ekki að skora. Það er samt fáránlegt hjá honum að spyrna boltanum svona og "refsa" þannig Keflvíkingum fyrir þann drengskap sinn að sparka boltanum útaf. Talandi um að hafa ætlað að græða hálfa mínútu á þessu, það er ekki drengilegt. Útskýringar þeirra Skagamanna á því af hverju þeir vildu ekki gefa Keflvíkingum mark í staðinn eru líka frekar tæpar.

Það er gaman að segja frá því að ég lenti einmitt einu sinni í svona atviki í utandeildinni. Þá skoraði framherji andstæðingana svona mark og sá var aldeilis ánægður með sjálfan sig og hljóp fagnandi til samherja sinna. Svo kom í ljós að hann var eini maðurinn á vellinum sem hafði ekki áttað sig á hvað var í gangi og hann fékk svo mikið sjokk að hann brast nánast í grát. Ég spurði liðsfélaga mína og andstæðingana hvort það væri ekki bara málið að við fengjum gefins mark, en allir svöruðu því til að þannig gengi þetta ekki fyrir sig, svona eins og atvik af þessu tagi væru bara alltaf að eiga sér stað.
------

Já, hann hefur marga fjöruna sopið doktorinn.

Talandi um að súpa þá líður senn að helgi (eiginlega kannski komin helgi, sólarhringurinn hjá mér náttúrulega ennþá í jafn miklu rugli og Geir Ólafs (þetta er alveg rosalegur "burummtissj"-djókur)). Óvænt frí í vinnunni varð til þess að mig langar allt í einu mikið í útilegu, en rigningarhljóðin sem ég heyri í þessum skrifuðu orðum, auk ammælis á laugardaginn (og reyndar föstudag en ég held ég passi á það enda letihaugur mikill), koma líklega í veg fyrir það. Talandi um þetta afmæli þá er eitthvað öskudagsþema í því þannig að mig vantar búning. Ef einhver veit um eitthvað sniðugt, jafnframt kúl og sneddí, ekki of áberandi en samt hresst og skemmtilegt, þá endilega kommentið. Eina hugmyndin sem ég er búinn að fá er að vera KR-ingur, þannig að hjálp væri afskaplega vel þegin.

Fyrir þá sem ekki vita hef ég á síðustu vikum bætt mig verulega sem strandblaksgaur (jess, gangi ykkur vel með þetta orð dyslexíuhnokkar og -hnátur). Reyndar hef ég uppgötvað óvæntan veikleika hjá mér, sem virðist felast í því að ég breytist í mongólíta þegar ég þarf að taka uppgjöf, en Eyjólfur er allur að hressast (þetta er svona orðtak sjáðu til). Draumur minn hérna áður fyrr var alltaf að fara einhvern tímann til Ástralíu og spila strandblak, leika mér á brimbretti, og höstla gelluna í Fjör á fjölbraut (mögnuðum sjónvarpsþáttum). Nú get ég þó allavega stundað strandblak hérna heima og er það vel. Brimbrettið dettur kannski inn seinna og gellan í Fjör á fjölbraut er örugglega orðin gömul og fúl.


Ég ætla að ljúka þessu á stöku, innblásinn af Helga tvíbba. Nei djók, þetta er bara innblásið af sjálfum mér.

Táfýla dömur ei trekkir að
en til á ég nóg af henni.
Ég fæ mér því kannski fótabað
fljótlega ef ég nenni.

miðvikudagur, júlí 04, 2007

Öflugur blaðamaður eins og ég er þá er ég nú gjörsamlega búinn að fokka upp sólarhryngnum og fékk mér AB-mjólk og sjerjos áðan, takk firir og góðann daginn (en klukkan er rúmlega 2 um nótt). Í ofanálag man ég ekki einu sinni hvort ég er á dagvakt eða kvöldvakt á morgunn. Í síðustu viku vann ég að meðaltali í 12 klukkutstundir á dag en hafði að því gamann og þónokkurt gagn.

Ég verð að biðja ykkur afsökunar á öllum stafsetningarvillunum mínum en ég hef vanið mig á að hafa slatta af slíkum í mínum skrifum svo að gellan sem prófarkarles í vinnunni komi og spyrji mig hvað ég hafi verið að reyna að skrifa. Ef ykkur finnst það sorglegt vil ég biðja ykkur um að hafa það í huga að þetta er ósatt.

Á morgun (seinna í dag, eða hvað sem maður segir) rennur væntanlega upp stór stund í lífi mínu þegar ég panta mér ferð með Herjólfi til Vestmannaeyja til að vera viðstaddur Þjóðhátíð þar. Ég veit ég er kannski full seinn á ferðinni með þetta en ég hafði einhvern veginn reiknað með að það yrði mikið vandamál að fá frí úr vinnunni. Þegar ég nefndi þetta við yfirmann minn kom hins vegar í ljós að maður er ekki maður með mönnum nema hafa farið á Þjóðhátíð og að réttast væri fyrir mig að hunskast þangað, og míga helst í saltan sjó á leiðinni.
InndrNú er hins vegar staðan orðin sú að eina lausa farið með Herjólfi er kl. hálftvö aðfaranótt föstudags. Ætli maður láti sig samt ekki hafa það en ég bið þá sem hugsanlega gætu reddað mér fari á skemmtilegri tíma að láta mig vita.

Á undanförnum dögum hef ég gert þrjá til fjóra hluti sem ég skammast mín alveg gríðarlega fyrir. Ég skammast mín reyndar svo mikið fyrir sumt af þessu að ég kýs að nefna það ekki á opinberri vefsíðu, enda vil ég halda þeirri ofurmennisímynd sem þið hafið af mér, en ég get sagt ykkur frá neyðarlegu atviki sem átti sér stað þegar ég fór með félögunum út að borða um daginn.
InndrÉg settist við borð með Svenna og Ragga T (hinar kunturnar voru að sjálfsögðu ekki mættar enda sjálfsagt þurft að gera sig sæta) og við vorum svalir. Þá mætir einhver stelpnahópur og mér fannst ég endilega kannast við eina í hópnum, og viti menn, þegar hún labbaði framhjá okkur sagði hún alveg örugglega "hæ".
InndrLíður nú og bíður og karlssonur klárar matinn sinn ásamt félögunum. Ég var hins vegar orðinn svo óstjórnlega forvitinn um hver þessi stelpa væri að áður en við fórum vatt ég mér upp að borðinu hennar (en við það sátu einhverjar 20 stelpur ef ég man rétt) og spurði hana hvernig við þekktumst eiginlega.
InndrÞá sagði stelpan "ha? þekkjumst? ég þekki þig ekki neitt", og ég sagði "ha jú, þú sagðir hæ við mig áðan..." og hún svaraði "uuu, nei, það gerði ég nú ekki". Og allar vinkonur hennar sátu þarna og börðust við að hlæja ekki of mikið af hálfvitanum sem ég var. Mikið sem mig langaði til að smella fingrum og láta þessa senu í lífi mínu gleymast um aldur og ævi.

En svona er þetta nú. Ég er að hugsa um að fá mér kríu... og geyma hana í búri niðrí þvottahúsi. Nei djók, ég ætla bara að fara að sofa. Kannski skrifa ég samt fyrst brandarabók.