Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

mánudagur, maí 30, 2005

Jájá, ég veit ég er búinn að vera svoldið slappur í tussunni á þessu bloggi. Ég er hálft í hvoru frekar sáttur með það því það þýðir að ég hef eitthvað betra við tímann að gera en að vera í tölvunni. Reyndar fer það óstjórnlega í taugarnar á mér stundum að komast ekki strax í tölvu, þegar ég dett niður á einhverjar skemmtilegar pælingar sem mig langar að deila með heiminum.

Annars er það helst að frétta af kjeeeellinum (mér) að þetta var fín helgi þrátt fyrir að ég skyldi vera dræver á einu heitasta djammkvöldi ársins á laugardaginn. Þetta var líka fín helgi þrátt fyrir að ég skíttapaði með Carpe Diem (11 manna utandeildarliðið...) 4-0 á móti einhverjum þullum.

Svo er tjeeedlingin (Dagný) að fara til Spánar með vinkonum sínum. Mér lýst mjööög illa á það. Ég meina, það eru ófáar hættur sem leynast fyrir 4 saklausar íslenskar sveitastelpur á þessari Mallorcu. Ég myndi fara með en því miður virðist ég ekki eiga neina vini sem langar til að gista í herbergi með þremur einhleypum, glæsilegum kellingum í eina viku. Allavega, maður er frekar stressaður yfir þessu...

Ég þarf að hætta. Heyrumst.

mánudagur, maí 23, 2005

5. júní nálgast og ég veit ekkert hvað ég á að gera. Er það iðnaðar, umhverfis eða byggingar? Eða er það kannski sjúkraþjálfun, íslenska, stærðfræði, fjölmiðlafræði, sálfræði eða hvað? Ég ætla samt bara að tjilla á þessu, það er ekki eins og framtíð mín eigi eftir að byggjast að miklu leyti á þessari einu ákvörðun. Eða hvað?

sunnudagur, maí 22, 2005

Gærkvöldið var ágætt þó að gærdagurinn hafi verið ömurlegur. Byrjaði daginn á því að vakna og fór svo með Misser og tvíbbunum að sjá Arsenal-United. Tölum ekki meira um það en úrslitin komu mér sem sagt í skammvinnt en mikið óstuð. Svo var júróvisjón um kvöldið en takmarkaður áhugi þar sem að Ísland var ekki einu sinni með í keppninni. Moldavía, Sviss og Noregur voru öll að gera ágætis hluti en ekki nógu góða því Grikkland rústaði þetta. Við fylgdumst aðeins með þessu í ágætis partíi hjá Kobba basket þar sem var frír bjór og skemmtilegheit. Mér fannst frekar súrt hvað sumir voru tæpir á því og voru að stela fullt af bjór og beila. Ég skil ekki alveg hvað mönnum finnst eðlilegt við það að stela af vinum sínum bara af því að þetta er bjór.

En við sem sagt beiluðum einhvern tímann eftir keppnina, án þess að stela neinu af viti svo ég viti, heim til hennar Björgheiðar í kópavoginn. Þar hitti ég Dagnýju sem dansaði á þeirri þunnu línu sem er á milli þess að vera dauðadrukkinn og að vera meðvitundarlaus. Gaman að því. Því miður var gamanið ekki lengi þarna og liðið fór allt niðrí bæ en ég bar Dagnýju heim til sín svo hún gæti drepist í rúminu sínu. Reyndar þurfti ég að bíða í hálftíma eftir að hún kæmi lyklinum í skráargatið (þetta er ekki myndlíking, ég er að tala um útidyrahurðina fólk) en allt hafðist þetta nú. Stelpan fær mikið credit fyrir að hafa komið sér í vinnuna eldsnemma í morgun.

-FÓTBOLTADÓT- Í morgun vaknaði ég svo við eitthvað skíta sms frá þjálfara utandeildarliðsins sem maggi plataði mig í. Þar stóð hverjir væru í byrjunarliðinu í leiknum í kvöld (fyrsta leik mótsins) og þá var ég bara ekkert í því. Þetta segir mér nú bara að annað hvort kann þjálfarinn ekki nafnið mitt eða að þetta er bara einhver klíka eða þá að þjálfarinn er mongólíti. Það verður allavega bið á því að ég dragi knattspyrnuhæfileika mína í efa og láti mér detta í hug að þeir hafi eitthvað með það að gera að ég sé ekki í byrjunarliðinu. Djöfull á ég samt eftir að koma inná og skora eða gefa stoðsendingu. Ég vona bara að drykkjan í gærkvöldi hafi engin áhrif á formið hjá mér...-FÓTBOLTADÓTI LOKIÐ-

p.s. Hvaða faggadjöflar kusu Lettneska lagið í gær? Eruði að grínast? Skítt með boðskapinn í laginu, þetta voru svo lélegir gaurar að ég gubbaði (og það hafði ekkert að gera með annarlegt ástand mitt í gær) og svo var lagið líka bara hundlélegt.

föstudagur, maí 20, 2005

Who get´s the blame?

  • Selma fyrir að hafa ekki nógu mikið power í þessu hjá sér?
  • Rúnar kærastinn hennar fyrir að skapa landinu óvinsældir á blaðamannfundum?
  • Dansararnir fyrir að sýna ekki nógu mikið tits´n´ass?
  • Gísli Marteinn?
  • RÚV fyrir að halda ekki undankeppni?
  • Þorvaldur Bjarni og Írafársgaurinn fyrir að nota núll frumleika?
  • Kellingin sem samdi textann fyrir að, uuu, semja lélegan texta?
  • Búningahönnuðurinn?
  • Svavar Örn, hommi og hárkall?
  • Selma fyrir að hafa ekki fengið sér stærri brjóst fyrir keppnina (sáuði Ísrael?)?
  • Íslenska þjóðin fyrir að setja of mikla pressu á keppendurna?
  • Íslenska þjóðin fyrir að setja ekki nógu mikla pressu á keppendurna?
  • DV fyrir að stressa Selmu upp með forsíðufrétt um að hún væri í ljótum fötum?
  • Íslenska ríkið fyrir að taka ekki við nógu mörgum innflytjendum (samanber Danir sem auðvitað komust áfram) sem hefði skapað okkur gúddvill hjá þjóðum þessara innflytjenda?
  • Svíþjóð fyrir að vera ekki í forkeppninni og hafa þar af leiðandi ekki getað greitt okkur atkvæði?
Ég skal ekki segja, en þrátt fyrir gífurlega bjartsýni (jafnvel meiri en venjulega) þá erum við dottin úr júróvisjón í ár. En maður er nú ekki að hengja haus yfir þessu því ég er strax kominn með 3 þjóðir sem ég gæti hugsað mér að halda með; Noreg (það er samt svo mainstream skiluru...), Moldavíu (almennilegt flipp!) og Sviss (þær eru flottar maður).

Nú, ef að mönnum finnst það ekki nóg að finna sér nýtt lið þá er alltaf hægt að drekka sig bara blindfullan um helgina og reyna að gleyma þessu. Hér í lokin eru nokkrar hugmyndir að drykkjuleikjum fyrir morgundaginn:
1. Gúller fyrir hvern misheppnaðan brandara hjá kynnunum og Gísla Marteini.
2. Hver og einn velur sér land til að halda með og tekur sopa fyrir hvert stig sem hans/hennar land fær.
3. Gúller fyrir hvert skipti sem söngvarinn/söngkonan fer útaf laginu.
4. Öööö, ég finn ekkert númer fjögur.
Látum þetta bara gott heita en endilega komið með tillögur að leikjum ef þið eruð fyrir það að skemmta ykkur á þennan hátt. Sumir vilja kannski bara súpa sinn bjór í friði og það er í himnalagi.

Að lokum vil ég minna ykkur á að gleyma ekki úrslitunum í bikarnum (Arsenal-United) á morgun kl.2, í öllum þessum júróvisjón-æsingi.

p.s. Sumir vinnufélaga minna eru farnir að kalla mig Sparkie (borið fram "spaorkí" eða eitthvað svoleiðis) því það þýðir Sindri á ensku (þegar það er verið að tala um að eitthvað, t.d. demantur, sindri). Ég gúddera það alveg og er jafnvel að spá hvort ég ætti að nota þetta þegar ég fer í nám til bandaríkjanna í framtíðinni, því útlendingar hafa ávallt átt í erfiðleikum með að bera fram nafnið mitt.

p.p.s. Hvað er samt málið með vinnufélaga og að geta ekki bara kallað mann réttu nafni? Lenti líka í þessu í Intersport og þá var það komið út í "Silli" (sem var þá sambland af nafninu mínu og tilvísun í það hvað ég gæti verið silly). Er "Sindri" ekki nógu þjált í munni eða? Maður spyr sig.

p.p.p.s. -PÚRA FÓTBOLTADÓT- Við spiluðum leik í Carlsberg-deildinni í gær eins og þið ættuð að vita. Fyrsta kortérið eða svo var erfitt og það sást á mönnum. Andstæðingarnir voru með 90% possession og það mátti greina þreytu og vonleysi í leik minna manna. Sumir voru jafnvel farnir að drjúpa höfði. En einn maður var ekki búinn að gefast upp. Einn maður sýndi af sér harðfylgi, eljusemi og gríðarlegan styrk, tækni og þol þegar hann skeiðaði sem verðlaunahross væri, upp völlinn endilangan og skoraði afskaplega laglega í gegnum klof markvarðarins. Þessi maður er að sjálfsögðu ég. Ég er bestur og við unnum 4-0. Ég veit alveg að fótbolti er hópíþrótt en djöfull var ég góður. Later!

fimmtudagur, maí 19, 2005

Já, ég sem sagt í einhverju flippi henti inn umsókn um að fá að fara í tónleikaferð sem útvarpsstöðin KissFM er að sjá um. Svo var ég bara í stífri vinnu í dag og mikið að gera þegar síminn hringir og einhver hommi segir mér að ég "hafi því miður ekki unnið ferð til Parísar að sjá Destinys Child því ég svaraði ekki í símann með réttu orði". Sem sagt, ef ég hefði verið að hlusta á KissFM þá hefði ég vitað orðið og getað unnið fría ferð til Parísar. Ég var í svona hálftíma að fatta þetta eftir að ég skellti á og síðan þá er ég búinn að vera grautfúll. Ég vona að ég nái að hætta að hugsa um þetta fyrir leikinn á morgun í Carlsberg-deildinni. Ruslana hefur að vísu ekki enn svarað en ég hugsa samt að ég spili leikinn frekar en að sjá Selmu þar sem þetta er nú bara forkeppnin.

-AÐVÖRUN! FREKAR MIKIÐ FÓTBOLTADÓT!-
Pabbi minn hefur marg sinnis reynt að segja mér að Guðjón Þórðarson sé fífl. Eða allavega að hann sé mjög tæpur gaur, ef ekki bara þöngulhaus (hvað sem það nú þýðir). Ég hef hins vegar alltaf þvertekið fyrir það en þegar ég fer að hugsa út í þetta þá sé ég að það var örugglega bara útaf því að íslenska fótboltalandsliðið gerði einu sinni jafntefli við Frakka og náðu næstum að gera aftur jafntefli við þá, og svo gerðum við líka jafntefli við Úkraínu. Þegar ég hugsa þetta betur sé ég að þetta er kannski ekki mjög frækilegur árangur, og alls ekki nægileg rök til að þvertaka fyrir að Guðjón sé mjög tæpur gaur. Það er nefnilega nóg af rökum sem leiða að því að hann sé tæpur, t.d. að Stoke var djók, hann beit í eyrað á einhverjum gaur og strunsaði útaf KSÍ-hófinu sama ár af því að Radísubræður gerðu grín að því, og svo er hann bara algjörlega búinn að skíta í brækurnar síðustu daga varðandi þetta Keflavíkur/Notts County mál. Mig langar ekki rassgat að sjá þennan gaur taka við landsliðinu aftur eins og svo margir vilja og ég verð bara að segja að eins og svo fáránlega oft áður þá hafði pabbi rétt fyrir sér hvað varðar þennan gaur.
-HELST TIL ÓSPENNANDI FÓTBOLTADÓTI LOKIÐ-

Ég var að skutla Dagnýju og nokkrum vinkonum hennar á lokaballið áðan. Stelpuskjátan var bara orðin við skál. Sérstaklega gaman að heyra hana útskýra fyrir mér hvar fyrirpartíið væri; "Sko, þetta heitir Krókamýri", Ég: "já, ok, hvar er það?", Dagný: "uuu, sko, þú beygir til vinstri og svo beygiru aftur til vinstri...", Ég: "aha", og fór svo að leita að Krókamýri í símaskránni þrátt fyrir þessar gríðarlega góðu leiðbeiningar (fattaði reyndar svo að Bjössi býr þar þannig að ég rataði þetta alveg).

Ég lagði eitthvað próf fyrir 9.bekk í dag uppí Grafarvogi. Ég hef nú bara aldrei séð stilltari hóp. Maður fékk bara á tilfinninguna að Bjarni Ólafs væri að kenna þessu liði en þá var það bara einhver lítil og ljóshærð, saklaus þrítug stúlka. Ég gat ekki orða bundist og sagði bara "respecta woman! Þú ert greinilega góða hluti hérna". Hins vegar brá mér svolítið þegar ég sá þessa krakka og fór að hugsa til þess að þau væru á sama aldri og ég var þegar ég byrjaði í framhaldsskóla. Þau virkuðu svo ung og óundirbúin (fyrir utan einn gaur þarna sem ég hélt fyrst að væri kennarinn). Þessar pælingar fengu mig til að leiða hugann að því hvað ég hef breyst mikið í útliti, hegðun, framkomu, húmor (samt ekki), fatastíl (back in the days þá voru gallabuxur það síðasta sem ég hefði látið sjá mig í) og fleiru. Því miður hringdi bjallan áður en ég gat velt þessu betur fyrir mér en mér tókst samt að skilja að framhaldsskólaárin eru örugglega þau ár sem hafa hvað mest áhrif á þig í lífinu.


Vá, ég er svo mikið að drepa bara tímann hérna þangað til ég þarf að ná í gellurnar að það hefur tæplega nokkuð af viti komist á blað hérna. En svona í lokin langar mig að spyrja, í hvaða sæti lendir Selma í forkeppninni á morgun? Sá eða sú sem hefur þetta rétt fær heila færslu tileinkaða sér og þar að auki litla bjórkippu (eða stóra en þá verður það líka faxe eða tuborg í dós). Hafa ber í huga að ef engin(n?) giskar á rétt sæti þá fær engin(n?) verðlaunin. Ekki má kjósa eftir að stigagjöfin í keppninni hefst. Hver ætlar svo að halda almennilegt júróvisjón-partí? Það er ömurlegt að hópurinn tvístrist eitthvað út og suður.

miðvikudagur, maí 18, 2005

Föööökkk (þetta er að verða klassískt). Ég hélt ég myndi aldrei sjá eftir því að vera ekki að hlusta á KissFM, en ef ég hefði verið að hlusta áðan þá hefði ég unnið einhverja tónleikaferð til fokking Parísar. Ef þetta á ekki eftir að plaga huga minn næstu dagana... Reyndar plagar þetta mig svo mikið að ég get ekki greint almennilega frá þessu, þannig að ég er bara hættur að blogga og farinn að gráta...
Föööökkk. Stundum er maður svo lengi að leggja saman 2 og 2 og fá út 4 að það kemur manni í koll. Ég var fyrst núna að fatta að ég er að keppa leik núna á fimmtudaginn þegar júróvisjónið er. Það sýgur. Leikurinn byrjar 7, nákvæmlega eins og keppnin. Í besta falli þá missi ég af misheppnuðu introi hjá Úkraínumönnum (Úkraínum?) og slatta af lögum, mjög líklega meira en 10 lögum sem þýðir að ég mun missa af Selmu og dillibossunum hennar. Ég sá að það var ómögulega við svo búið þannig að í vinnunni í dag skrifaði ég í snarhasti bréf og sendi á ruslana@eurovisioninkiev.com en það var svohljóðandi (eða svo skrifað):
Dear Ruslana. Let me first congratulate you with the win last year (mér fannst sniðugt að byrja á smá smjaðri).
I send you this e-mail because I have a serious problem. The thing is that I have to be playing a football game (you know, like Schevshenko) in the Carlsberg-league at the same time as the forcontest is. The game is 2x25 minute long but sometimes it is longer because of delays if someone is for example argueing with the referee or if the ball goes out of the field (it sometimes can go all the way to Breiðholtslaug). So I was thinking if maybe you could delay the contest for ca. 1 hour and 20 minutes because of course I have to take a shower.
Sincerely, Dr. Sindri, a huge fan of yours and your balcony.

En svo sagði félagi minn mér að Ruslana kynni ekkert ensku, þannig að það er ekki einu sinni víst að hún skilji hvað ég er að segja. Ég held samt enn í vonina því ég sé ekki að liðið geti verið án lykilmanns á borð við mig í þessum leik. Þetta hlýtur að reddast.

p.s. Ég skil ekki af hverju ég er ekki farinn að sofa. Ég þarf að leggja próf fyrir einhverja krakka eldsnemma í fyrramálið en ég sé ekki fram á að eiga eftir að geta haldið augunum opnum í heilan klukkutíma í einu, hvað þá að svara skilmerkilega einhverjum spurningum sem þessir krakkadjöflar koma með. Góða nótt.

þriðjudagur, maí 17, 2005

Rokkið dó í smástund um daginn þegar x-ið og skonrokk voru lagðar niður, og radíó reykjavík lenti í einhverju stef-veseni (held ég) og datt þar af leiðandi líka út. Þetta kom sér mjög illa fyrir mig því ég nota útvarpsvekjara til að vakna á morgnana en tókst, eins og gefur að skilja, ekkert að vakna þegar það var bara þögn í útvarpinu. Þetta gerðist meira að segja tvisvar.

En hvað um það. Stuttu seinna kom ný stöð, x-fm, sem mér finnst alveg prýðileg. Eini gallinn við hana eru þessir helvítis sérþættir sem eru stundum á kvöldin. Ég fíla mjög vel þessa morgunþætti og hádegis og eftirmiðdagsþættina, en þessir sérþættir sjúga böll. Ég veit að það er auðvitað eftirspurn eftir svona þáttum sem þeir eru bara að svara, en þetta fer samt í pirrurnar hjá mér. Mér finnst sérstaklega ömurlegur einhver stóneraþáttur sem er á mánudagskvöldum, akkúrat þegar ég er að fara á fótboltaæfingar. Mann langar svona aðeins að kveikja á útvarpinu og heyra eitt gott lag til að koma sér í stuð, en í staðinn fær maður eitthvað hrikalega sorglegt lag sem enginn þekkir. Svo hljómar gaurinn sem sér um þáttinn alltaf eins og hann sé að borða jógúrt eða eitthvað á meðan hann talar, svona rödd sem fær fólk til að vilja skjóta sig í hausinn. Eða, hún er allavega nett pirrandi.
Ég var þess vegna frekar sáttur þegar x-ið byrjaði aftur á föstudaginn og nú get ég hlustað á það á leiðinni á æfingar. Ég hef enda sjaldan verið betri en í kvöld og hinir gaurarnir á æfingu átu bara rykið mitt (já, því þessi frasi virkar á íslensku Sindri). Það var líka kannski eins gott að x-ið kom því ég var kominn með kiss-fm og fm957 í hraðvalið á útvarpinu. Pabbi spurði hvort ég væri orðinn hommi.

En að öðru, eru einhverjir lesendur að fara á ball á miðvikudaginn? Ég nefnilega nenni eiginlega ekki en ég horfi svolítið í það að þetta yrði allra síðasta menntaskólaball sem ég færi á. Það væri gaman að kveðja suma af þessum krökkum almennilega sem maður á ekki eftir að sjá nema lítið af í framtíðinni. Að vísu er líka gríðarlegt fyllerí um helgina en þetta væri þá bara smá upphitun fyrir það... Eru einhverjir geim eða er þetta úti?

sunnudagur, maí 15, 2005

Norwich skíttapaði fyrir Fulham.

Svenni og Raggi T (a.k.a. Raggi hiksti) eiga skilið gott og innilegt hrós, jafnvel knús, fyrir vel heppnað gents-session á föstudagskvöldið. Ég hélt það væri útséð með að ekkert yrði úr kvöldinu en þessir snillingar hristu bara fram úr erminni djúsí kjúklingabringur og rauðvín með því án þess að ég þyrfti að hreyfa litlafingur. Respecta. Hrólfur fær skammarverðlaunin fyrir að vera þræll kapítalismans því hann setti vinnu ofar á forgangslistann og mætti ekki. Ragnar Örn mætti líka seint en var alveg góður þótt hann hafi að vísu ekki viljað drekka eins og hann er vanur. Annars var ég sjálfur mjög fljótt svoldið útúr heiminum en ég kom sterkur inn þegar það var kveikt á playstationtölvunni og... -AÐVÖRUN! FÓTBOLTADÓT- Pro Evolution var settur í gang -FÓTBOLTADÓTI LOKIÐ-. Svo ákvað ég að nenna ekki niður í bæ heldur beila heim með kellu, sem er náttúrulega frekar slappt en það var bara einhvern veginn ekki almennt stemmning í mönnum. Fínt session samt og ég lofa að vera með magnaðasta session sem verið hefur um leið og gamla settið fer til svíþjóðar um miðjan júní.


Jæja, nú styttist í júróvisjónið maður og ég sé ekki annað en að við rúllum auðveldlega inní úrslitin úr þessari forkeppni á fimmtudaginn. Hins vegar gæti orðið strembið að vinna aðalkeppnina á laugardeginum (kannski sem betur fer, peningana sem fara í að halda keppnina á næsta ári mætti betur nýta í t.d. innlenda dagskrárgerð). Ég, sem ágætlega mikill júróvisjónhommi, er búinn að vera að tékka þessi lög og ég sé Grikkland og Bosníu Herzegóveníu (glætan að þetta sé rétt skrifað) og hugsanlega Noreg vera að ógna okkur mest. Ég held hins vegar að sjálfsögðu með gellunum frá Sviss (næst á eftir Íslandi, þ.e.a.s.), þær eru nettar.
Ég er samt að pæla, er Grísli Marteinn að gera nógu góða hluti þegar hann er að lýsa þessari keppni? Mér finnst hann alveg ágætur en ég held að t.d. Páll Óskar myndi gera miklu betri hluti. Eruði með einhverjar hugmyndir?


p.s. -AÐVÖRUN! GÆTI FLOKKAST SEM FÓTBOLTADÓT- Varðandi titilinn á þessari færslu þá hlógum við pabbi dátt þegar við vorum að hlusta á rás2 á rúntinum áðan og einhver ný kelling var að lesa íþróttafréttirnar. Við fórum reyndar ekki að hlæja af því að það var kelling að tala um íþróttir. Málið var að þegar hún var að segja frá úrslitunum í ensku deildinni í dag þá sagði hún þessa gullnu setningu "Norwich skíttapaði fyrir Fulham". Þetta var mjög fyndið því hún las þetta bara með þessari týpísku útvarpsröddu eins og ekkert væri sjálfsagðara, enda er ekkert sjálfsagðara sosum, maður er bara óvanur þessu hjá rás2. Einhverjir hafa nú samt ekki sætt sig við þetta því þegar hún las íþróttafréttirnar seinna í dag var búið að breyta "skíttapaði" í "steinlágu" þó restin af fréttinni væri alveg eins. -HUGSANLEGU FÓTBOLTADÓTI LOKIÐ-

p.p.s. er ég í fríi í vinnunni á morgun eða er ég ekki í fríi? Það kemur í ljós á morgun þegar ég fæ annað hvort símtal frá gaur sem segir "gaur, af hverju í fjandanum ertu ekki mættur í vinnuna?" eða ég fæ ekki símtal.

p.p.p.s. ég veit að þessi færsla er frekar mikil "úr einu í annað"-færsla, svona ekki ósvipuð ræðu hjá Steinunni Valdísi borgarstjóra. Ég skal reyna að vera skipulagðari og skorinorðari í framtíðinni.

föstudagur, maí 13, 2005

Föstudagskvöldið - örsaga.

Runólfur var að velta því fyrir sér hvort hann ætti að fara út og skemmta sér um kvöldið. Hann var líka að velta því fyrir sér hvort hann ætti að láta það viðgangast að sumir kölluðu hann "Rúnka". Hann ákvað loks að fara á djammið og fór á fullt af stöðum en hitti aldrei neinn sem hann þekkti. Ekki fyrr en hann kom á Sirkus. Þar sá hann Eika sem var að vinna með honum á bensínstöðinni. Runólfi var ekki vel við Eika. Eiki kallaði á Runólf; "hey! Rúnki! Af hverju ertu svona seinn? Varstu að r/Rúnka þér?", svo hló Eiki dável og slíkt hið sama gerðu viðstaddir. Þá fór Runólfur að gráta og hljóp í burtu og ákvað að leigja sér hóru og taka hana með sér heim. Svo fékk hann alnæmi og drapst.

Þessi saga á að kenna okkur það að nota smokkinn ef við erum að leigja hórur. Annað er einfaldlega of áhættusamt. Hún á líka að kenna okkur það að menn geta orðið nett súrir í hausnum ef þeir þurfa að vera of lengi í vinnunni.


Annars var ég á fyrsta fundi hjá nýstofnuðum Bachelor-klúbbi í gær. Stjórnin hefur verið mynduð og geta áhugasamir haft samband í síma 8646890 (formaður) eða 8677076 (varaformaður (eða kannski "óformaður"... haha, eða er þetta kannski ekki fyndið? Sjitt...)) til að skrá sig. Þátturinn í gær þótti góður þó skiptar skoðanir væru um hvort Trish ætti að fá að halda áfram (já, gellan sem fór í trekant með 2 giftum konum... þið megið giska hvert mitt álit er). Persónulega fannst mér mikil eftirsjá í klappstýrugellunni og einnig fannst mér ömurlegt að ljóta gellan sem var einu sinni fegurðardrottning skyldi komast áfram. Palmerinn er að playa þetta smooth (þótt hann hafi ekki sett í klappstýruna...) og ég held með Töru. Sjáumst!

miðvikudagur, maí 11, 2005

Þessi færsla er færsla reiðs og biturs manns.

Djöfulsins helvítis andskotans. Í gær vorum við að keppa fyrsta leikinn í Carlsberg-deildinni á móti einhverjum portúgölskum hommum (held þeir hafi heitið FC Kárahnjúkar). Ég hef aldrei á ævinni hatað eitt lið jafn mikið. Þeir voru alltaf að láta sig detta og væla í dómaranum, og svo þegar dómarinn sá ekki til voru þeir að sparka í lappirnar á manni og með einhverja svoleiðis stæla. Nema hvað að við vorum miklu betri í leiknum og uppskárum loksins mark í síðari hálfleik eftir guðdómlegan (ég finn ekki sterkara orð) sprett hjá mér upp völlinn sem endaði með því að ég gaf rúllubolta á einhvern gaur sem kláraði að sjálfsögðu færið. 1-0 var staðan og allt í góðu nema að á síðustu mínútunni kastaði einhver af þessum portúgölsku tussum sér í grasið inní vítateignum okkar og auðvitað dæmdi dómarinn, þessi gunga og drusla sem hann var, víti. Þeir skoruðu, jöfnuðu leikinn og svo var leikurinn flautaður af.

Þetta var afskaplega sárt og örugglega eitthvað sem ég á ekki eftir að losna við úr hausnum næstu vikuna.

Sem fær mig til að hugsa um það hvað ég er oft djúpt hugsi. Stundum er ég kannski að hugsa um einhvern fótboltaleik og ég er svo djúpt hugsi, kannski að hugsa um eitthvað dauðafæri sem ég fékk, og þá tekur hægri löppin kipp hjá mér. Eða þá að ég er að hugsa um eitthvað samtal sem ég hef átt við flotta stelpu og er að velta því fyrir mér af hverju ég hafi ekki orðað hlutina öðruvísi. Svo er ég kannski staddur í strætó að hugsa stíft um þetta og allt í einu segi ég, frekar lágt þó, einhver orð sem ég hefði viljað segja í samtalinu. Skiljiði mig? Þetta getur verið mjög asnalegt, allavega ef einhver heyrir í mér. Þá reyni ég oft að láta eins og ég hafi bara verið að ræskja mig. Æjji, já, þetta er mjög kjánalegt. Ætli þetta sé kallað eitthvað sérstakt?

p.s. djöfull er ég ekki að fíla þegar fólk skellir sér í sjúkrapróf eða þarf að taka endurtektarpróf og er þar af leiðandi búið í prófum seinna.

p.p.s. ef einhver gæti haldið smá gents-fagnað um helgina þá væri ég til.

þriðjudagur, maí 10, 2005

Djöfull er misjafnt hvað það er mikið að gera hérna í vinnunni. Stundum er bara þvílíkt stress í gangi og maður þarf að vinna fram eftir eða um helgar, en stundum er maður bara í keppni við sjálfan sig um hvað maður geti troðið vísifingri langt uppí nefið á sér. Dagurinn í dag er samt búinn að vera skemmtilegur og fjölbreyttur og þurfti ég meðal annars að bregða mér í hlutverk kennara hjá einhverjum níundabekkingum. Helvíti hresst.

Þegar ég var í skóla fór ég í tölvuna alla daga vikunnar og eyddi ómældum tíma í að gera ekki neitt af viti fyrir framan skjáinn. Núna er ég að kíkja í tölvuna svona þegar færi gefst í vinnunni en lítið meira. Ég veit ekki hverju þetta sætir en það er einhvern veginn sá tími núna að maður hefur eitthvað betra að gera. Reyndar tékkar maður ósjaldan á playstation-tölvunni en þetta er samt ekki tölvunotkun í líkingu við það sem var áður.

Ég fór til tannlæknis um daginn og haldiði ekki að helvítis beyglan hafi bara sagt mér að ég þyrfti að fara að minnka gosdrykkju. Jájá, ég er bara með rock solid tennur en það er einhver fokking glerungur sem er ekki að höndla sýruna úr gosinu og appelsínusafanum sem ég innbyrði svo ótæpilega. Ég spurði hana bara hvort hún hefði fengið tannlæknaprófið sitt í cheerios-pakka, það væri ekkert að mér. Þá sýndi hún mér einhverja gráðu sem ég veit samt ekkert hvort var fölsuð eða ekki.
En þá er víst bara komið að því. Ég verð að fara að minnka gosdrykkju. Ófáan kóksopann hefur maður nú sopið en nú er það bara beers, pilsner, vatn eða mjólk og ekkert kjaftæði. Ég vona að mínir nánustu aðstandendur hjálpi mér í þessu markmiði mínu. Planið er að drekka ekki gos nema um helgar til að byrja með, og fara svo bara að sleppa þessu. Hljómar kannski ekki erfitt en, þúst, you have no idea.

Jæja, maður verður víst að vinna eitthvað smá fyrir kaupinu sínu og borða eitthvað í matarhléinu sínu. Við heyrumst bara kids.

p.s. Mér finnst kennarar sem eru tilbúnir að spjalla við taugaveiklaða prófanemendur á MSN, daginn fyrir próf, vera frekar góðir á því.

fimmtudagur, maí 05, 2005

Hvað er málið með þetta geðsjúka veður sem virðist alltaf koma í vorprófunum. Sem betur fer er ég ekki í neinum prófum núna þannig að ég get sleikt sólina eins og ég vil (vill?). Eða, ég gæti það ef að foreldrar mínir væru ekki að nýta sér það til hins ítrasta að ég skuli ekki vera í skóla og láta mig taka til og gera fullt af einhverjum asnalegum heimilsverkum sem ég er svona 7 sinnum lengur að gera heldur en þau.

En nú er þessu lokið og ég ætla að fara að gera eitthvað sniðugt úti í sólinni. Það er hreint yndislegt að fá svona frídag í miðri viku og þurfa ekki að gera neitt. Uppstigningardagur maður. Þetta er svít. Ég veit að vísu ekkert hvað er málið með þennan dag. Myndi samt giska á að jesús hafi "stigið upp" til himna á þessum degi en ég hélt samt að það hefði verið um páskana eða eitthvað. Later!

--hérna ættir þú lesandi góður að hætta að lesa nema kannski ef þú heitir Hjalti Snær eða eitthvað... allavega ekki koma með neitt skítkast um leiðindapælingar því ég varaði ykkur við--
p.s. djöfull er íslenskan skemmtileg maður. Maður hefur til dæmis séð blaðafyrirsagnir á borð við "fjöldi borga þurrkast út í Asíu-flóðunum". Virkar kannski eðlilegt við fyrstu sýn en það er samt svolítið asnalegt að tala um að borg "þurrkist" út þegar það kemur fullt af vatni á hana. Nær að hún "blotnist" út. Einnig er "sigðkornablóðleysi" ein af lélegri þýðingum sem maður hefur séð. Íslenskan á að vera gegnumlýsanleg en þegar maður greinir þetta orð þá fær maður á tilfinninguna að sá sem er með þennan sjúkdóm sé ekki með "sigðkornablóð", sem hlýtur að vera gott mál. Frekar fökt dæmi.