Félagi minn kom að orði við mig um daginn og sagði "Sindri, er ekkert uppi?" Ég svaraði að bragði: "Ha? Eggert? Ég veit ekki einusinni hver það er..."
Eftir þennan misheppnaða brandara spurði ég félaga minn hvurn djöfulann hann ætti við með því að ekkert væri uppi. Hann svaraði því til að ég væri alveg hættur að blogga.
Heldur hneykslaður dreif ég mig á alnetið að athuga hvort þetta væri rétt. Og þetta var sko alveg rétt hjá (nálægt?) félaga mínum. Ég rétt slefa upp í að vera "þriðja hvern dag"-týpan. Og hverjum er ekki sama?
Á föstudaginn fór ég í afmæli aldarinnar hjá tvíburunum Ragnari og Helga. Það var skemmtilegt. Bræðurnir buðu upp á frían bjór og þegar hann var uppurinn kíkti ég á indverska sykurpúðann sem var líka tvítugur og fékk meiri frían bjór. Svo skellti ég mér aftur til tvíbbanna og keypti mér smá bjór. Held það hafi svo einhver tekið hann áður en ég náði að klára hann þannig að ég keypti mér annan bjór. Þrátt fyrir allt þetta bjórþamb voru buxurnar alveg að detta niður um mig á leiðinni í vinnuna í morgun sem segir mér að lítið gengur í að móta bjórvömbina fyrir Spánarferðina í sumar (sem ég er líklega að fara í). Edda hin brjóstgóða smellti nokkrum myndum þarna og af þeim að dæma hef ég verið með eindæmum líflegur þetta kvöld. Tókst bara að halda augunum opnum og allt.
Kvöldið hefði svo ekki getað endað betur því við fórum á Purple Onion og ég fékk mér Chawarma platta. Þvílíkt gúmmelaði. Ég er búinn að borða þetta svo mikið að ég held ég sé að fá leið á þessu, en það er örugglega ekki hægt.
Á sunnudaginn mætti ég helferskur (því það er orð...) í skírn hjá hálfbróður mínum og var öllum boðið í kaffisamsæti hjá séra Karli biskup (a.k.a. Kalli analsleikja (löng saga...)) og bauð hann uppá hellaðar snittur og meððí.
Þessar snittur hafa greinilega gert góða hluti því um kvöldið skoraði ég loksins fyrir Carpe Diem í 11-manna boltanum í 2-2 jafnteflisleik. Ekki gleyma að óska mér til hammara. Reyndar skoraði ég líka klassamark með Vinningsliðinu um daginn og hafa menn talað um að þetta sé mark ársins (grínlaust, ég veit ég ýki svolítið knattspyrnuhæfileika mína en þetta var töff mark).
Öll þessi mörk (eða "bæði" þessi mörk ef þið viljið hafa það svoleiðis) booztuðu egóið svo hressilega upp hjá mér að ég er byrjaður að æfa með ÍR aftur. Djöfull eru strákarnir þar hressir. Skil ekki af hverju ég er ekki löngu byrjaður að æfa með þeim.
Nú eru sumir kannski farnir að hugsa "hvað ætli sé í matinn í kvöld?" eða "hvaða lykt er þetta eiginlega?" en fleiri eru kannski farnir að hugsa "djöfull getur maðurinn blaðrað um fótbolta!" En það er nú bara svo að lífið hjá mér snýst um fótbolta þetta sumarið (og ástina, auðvitað). Eitt utandeildarlið, eitt 7-manna Carlsbergdeildar-lið og svo núna ÍR. Þetta þýðir að ég er mjög mikið í fótbolta og var t.d. á æfingum í gær frá hálfsjö til ellefu. Rosalegur tappi.
En þið haldið ykkur hreinlegum og hafið það kósí. Heyrumst seinna.
Eftir þennan misheppnaða brandara spurði ég félaga minn hvurn djöfulann hann ætti við með því að ekkert væri uppi. Hann svaraði því til að ég væri alveg hættur að blogga.
Heldur hneykslaður dreif ég mig á alnetið að athuga hvort þetta væri rétt. Og þetta var sko alveg rétt hjá (nálægt?) félaga mínum. Ég rétt slefa upp í að vera "þriðja hvern dag"-týpan. Og hverjum er ekki sama?
Á föstudaginn fór ég í afmæli aldarinnar hjá tvíburunum Ragnari og Helga. Það var skemmtilegt. Bræðurnir buðu upp á frían bjór og þegar hann var uppurinn kíkti ég á indverska sykurpúðann sem var líka tvítugur og fékk meiri frían bjór. Svo skellti ég mér aftur til tvíbbanna og keypti mér smá bjór. Held það hafi svo einhver tekið hann áður en ég náði að klára hann þannig að ég keypti mér annan bjór. Þrátt fyrir allt þetta bjórþamb voru buxurnar alveg að detta niður um mig á leiðinni í vinnuna í morgun sem segir mér að lítið gengur í að móta bjórvömbina fyrir Spánarferðina í sumar (sem ég er líklega að fara í). Edda hin brjóstgóða smellti nokkrum myndum þarna og af þeim að dæma hef ég verið með eindæmum líflegur þetta kvöld. Tókst bara að halda augunum opnum og allt.
Kvöldið hefði svo ekki getað endað betur því við fórum á Purple Onion og ég fékk mér Chawarma platta. Þvílíkt gúmmelaði. Ég er búinn að borða þetta svo mikið að ég held ég sé að fá leið á þessu, en það er örugglega ekki hægt.
Á sunnudaginn mætti ég helferskur (því það er orð...) í skírn hjá hálfbróður mínum og var öllum boðið í kaffisamsæti hjá séra Karli biskup (a.k.a. Kalli analsleikja (löng saga...)) og bauð hann uppá hellaðar snittur og meððí.
Þessar snittur hafa greinilega gert góða hluti því um kvöldið skoraði ég loksins fyrir Carpe Diem í 11-manna boltanum í 2-2 jafnteflisleik. Ekki gleyma að óska mér til hammara. Reyndar skoraði ég líka klassamark með Vinningsliðinu um daginn og hafa menn talað um að þetta sé mark ársins (grínlaust, ég veit ég ýki svolítið knattspyrnuhæfileika mína en þetta var töff mark).
Öll þessi mörk (eða "bæði" þessi mörk ef þið viljið hafa það svoleiðis) booztuðu egóið svo hressilega upp hjá mér að ég er byrjaður að æfa með ÍR aftur. Djöfull eru strákarnir þar hressir. Skil ekki af hverju ég er ekki löngu byrjaður að æfa með þeim.
Nú eru sumir kannski farnir að hugsa "hvað ætli sé í matinn í kvöld?" eða "hvaða lykt er þetta eiginlega?" en fleiri eru kannski farnir að hugsa "djöfull getur maðurinn blaðrað um fótbolta!" En það er nú bara svo að lífið hjá mér snýst um fótbolta þetta sumarið (og ástina, auðvitað). Eitt utandeildarlið, eitt 7-manna Carlsbergdeildar-lið og svo núna ÍR. Þetta þýðir að ég er mjög mikið í fótbolta og var t.d. á æfingum í gær frá hálfsjö til ellefu. Rosalegur tappi.
En þið haldið ykkur hreinlegum og hafið það kósí. Heyrumst seinna.