Hundurinn Snoop kom á klakann um daginn. Vissulega fréttnæmt, en öllum blöðum (hvaða samheiti er hægt að nota yfir DV, Morgunblaðið, Blaðið og Fréttablaðið? Nær "blöð" yfir einhverja fleiri fjölmiðla?) landsins fannst líka fréttnæmt slúðrið um það hvað Snoop vildi hafa til taks baksviðs á tónleikunum. Ég man nú ekki alveg listann en þar mátti allavega finna sjónvarp, útvarp (á hvaða rás ætli hann hafi stillt?), X-BOX tölvu, ferska ávexti og fleira.
Nú er ég að verða 19 (tímabært fyrir ykkur að huga að gjafakaupum kæru lesendur) ára og þess vegna örugglega ekki langt að bíða þess að ég verði heimsfræg rokkstjarna eða harður rappari (tæpt samt að ég verði rappari því allir almennilegir rapparar hafa alist upp við erfiðar aðstæður og rappa um það. Ég, eins og flestir Íslendingar, lifi svo fáránlega góðu lífi... hvað á ég að rappa? "Jójó, ég hef ekki efni á að kaupa bíl því ég er að fara í HÍ, bara að ég gæti sungið eins og David Bowie".).
Aaallavega þá fór ég að pæla hvernig minn listi yrði. Ég er viss um að maður myndi svona smám saman átta sig betur á því hvað maður vill en hérna er svona hugmynd að lista:
Nú er ég að verða 19 (tímabært fyrir ykkur að huga að gjafakaupum kæru lesendur) ára og þess vegna örugglega ekki langt að bíða þess að ég verði heimsfræg rokkstjarna eða harður rappari (tæpt samt að ég verði rappari því allir almennilegir rapparar hafa alist upp við erfiðar aðstæður og rappa um það. Ég, eins og flestir Íslendingar, lifi svo fáránlega góðu lífi... hvað á ég að rappa? "Jójó, ég hef ekki efni á að kaupa bíl því ég er að fara í HÍ, bara að ég gæti sungið eins og David Bowie".).
Aaallavega þá fór ég að pæla hvernig minn listi yrði. Ég er viss um að maður myndi svona smám saman átta sig betur á því hvað maður vill en hérna er svona hugmynd að lista:
- Ísskáp fullan af kóki í gleri. Kuldinn í ísskápnum þarf nota bene að vera mjög nálægt því að geta fryst kókið.
- Sjónvarp, Playstation2 tölvu og Pro Evolution Soccer. 4 fjarstýringar og þrír gaurar sem myndu spila við mig og ég myndi alltaf vinna.
- DVD spilara og heimabíókerfi og allt safnið frá Vivid og Seymoure Butts.
- Hvítan, tandurhreinan Lazyboy leðurstól af bestu gerð.
- Grillað nautakjöt, fituafskorið og skorið í hæfilega stóra bita. Gráðaostasósu og franskar eins og á American Style.
- Rjúkandi Santa Fe frá Dominos og ekki spara fokking kjúklinginn.
- Fótboltamark og alvöru markvörð til að standa í markinu. Premier leauge bolti er líka möst.
- Upptaka af leik Man.Utd. og Bayern Munchen í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1999.
- 7 Nuddarar.
- Þvottabala fullan af Skittlesi.
- Stellu í gleri og Víking í dós. Grafið í frosna jörðu eins og í myndinni Blinkende Lygter.