Topp 5 listi yfir hluti* sem ég á auðveldast með að sofna út af þessa dagana.
5. Fyrirlestrar í tölvunarfræði. Þvílík átök sem það eru að halda augunum opnum þegar kennarinn labbar um salinn og spyr nokkra útvalda útúr efni fyrirlestrarins. Sem betur fer hef ég ekki lent í því að vera spurður.
4. Lestrarefnið í rekstrarfræði. Allavega hef ég ekki getað klárað blaðsíðu ennþá.
3. Þetta Baugsmál sem er að taka yfir alla fréttatíma. Hver er ekki kominn með leið á því?
2. Fyrirlestrar í eðlisfræði. Ég veit að þetta er flest tengt skólanum en þessir fyrirlestrar slá öll met því gaurinn er svo rólegur að ég get ómögulega hlustað ef einbeitingu í heilan tíma.
1. En langauðveldast finnst mér að sofna yfir... dadadadamm... fótboltaleikjum með Liverpool. "Hyypia gefur langan bolta á Crouch, Crouch nær að toucha boltann og viti menn, ekkert verður úr þessu". Chelsea-menn spiluðu samt ennþá leiðinlegri bolta í gærkvöldi. Hvað er eiginlega í gangi? Vonandi skíta þessi lið á sig í Meistaradeildinni.
Annars, já, svefn hefur ekki fengið mikinn tíma hjá mér í vikunni þannig að ég ætla að fara að skella mér í rúmið, aaaleinn því að Dagný vill frekar lesa um einhvern Bjart í einhverjum Sumarhúsum fyrir eitthvað próf á morgun frekar en að fara snemma að sofa með mér.
*ég var bara svona að pæla. Er það ekki rétt hjá mér að það sé asnalega bein þýðing úr ensku að tala um "hluti" í þessu samhengi (sjá titil færslu)? Samt dettur mér ekkert betra í hug til að segja. Allavega, bara svona leiðinleg íslenskupæling. Góða nótt.
5. Fyrirlestrar í tölvunarfræði. Þvílík átök sem það eru að halda augunum opnum þegar kennarinn labbar um salinn og spyr nokkra útvalda útúr efni fyrirlestrarins. Sem betur fer hef ég ekki lent í því að vera spurður.
4. Lestrarefnið í rekstrarfræði. Allavega hef ég ekki getað klárað blaðsíðu ennþá.
3. Þetta Baugsmál sem er að taka yfir alla fréttatíma. Hver er ekki kominn með leið á því?
2. Fyrirlestrar í eðlisfræði. Ég veit að þetta er flest tengt skólanum en þessir fyrirlestrar slá öll met því gaurinn er svo rólegur að ég get ómögulega hlustað ef einbeitingu í heilan tíma.
1. En langauðveldast finnst mér að sofna yfir... dadadadamm... fótboltaleikjum með Liverpool. "Hyypia gefur langan bolta á Crouch, Crouch nær að toucha boltann og viti menn, ekkert verður úr þessu". Chelsea-menn spiluðu samt ennþá leiðinlegri bolta í gærkvöldi. Hvað er eiginlega í gangi? Vonandi skíta þessi lið á sig í Meistaradeildinni.
Annars, já, svefn hefur ekki fengið mikinn tíma hjá mér í vikunni þannig að ég ætla að fara að skella mér í rúmið, aaaleinn því að Dagný vill frekar lesa um einhvern Bjart í einhverjum Sumarhúsum fyrir eitthvað próf á morgun frekar en að fara snemma að sofa með mér.
*ég var bara svona að pæla. Er það ekki rétt hjá mér að það sé asnalega bein þýðing úr ensku að tala um "hluti" í þessu samhengi (sjá titil færslu)? Samt dettur mér ekkert betra í hug til að segja. Allavega, bara svona leiðinleg íslenskupæling. Góða nótt.