Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Arrgh, ég skrifaði færslu og strokaði hana svo óvart út. Af hverju beila ég ekki bara á verkfræði og fer í leikskóla. Djöfulsins vesen!!

p.s. kannski vantar mig einhvern grunn því ég tók held ég bara einn vetur í leikskóla.

mánudagur, nóvember 28, 2005

Ég lærði eiginlega ekki neitt um helgina. Eða, það er að segja, ég skoðaði skólabækurnar lítið um helgina. Þess í stað gerði ég mjög metnaðarfullt skipulagsrit. Ef mér tekst að halda mig við planið mun ég örugglega gera ágæta hluti á prófunum. Ég mun líka mjög líklega vera algjörlega búinn á því gleðidaginn mikla, þann 19. desember nk.


Heitasta slúðrið í dag er að Hinn íslenski Bachelor hafi ekki verið að gera góða hluti í bólinu með einni af topp þremur í þættinum. Við rósaafhendinguna kom hún allavega öllum í opna skjöldu með því að þiggja ekki rós. Ég get að vísu ekki ábyrgst þetta slúður fullkomlega en ég hef þetta úr því sem næst innsta hring.


Hausinn á mér er fullur af stærðfræðiformúlum eins og er þannig að ég á erfitt með að einbeita mér að þessum skrifum. Ef ég væri þið væri ég ekkert að kíkja hérna á þetta blogg fyrr en gleðidaginn mikla. Góðar stundir og gangi ykkur vel í prófum, þau ykkar sem þreytið svoleiðis.

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Ég hefði þurft að læra í kvöld. Ákvað samt að taka góða copy/paste-æfingu í staðinn. Það skilar sömu einkunn.

Ég gerði líka þau miklu mistök að horfa á leik með Liverpool sem þeir þurftu ekki að vinna. Það eru leiiiiðinlegir leikir. Það er að vísu ekkert að marka mig því mér liggur við að hata marga leikmenn Liverpool. Þeirra helstir eru Luis Garcia og Crouch.

Ég var að gera þá merku uppgötvun að ég hef ekkert að segja. Þangað til næst, góðar stundir.

-edit-
Jú, nú veit ég! Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað ég óttast mest. Ég hef komist að því að eitt það hræðilegasta sem ég gæti ímyndað mér væri að verða blindur.
"Nú?" segir kannski einhver. Jú, staðreyndin er að það eru þrír hlutir sem ég elska hvað mest í lífinu:

Fótbolti. Að spila fótbolta er líklega það skemmtilegasta sem ég geri. Það fer þó svolítið eftir félagsskapnum. Ég gat samt leikið mér tímunum saman einn í fótbolta þegar ég bjó í sveitinni. Skrokkurinn hefur að vísu fengið að kenna svolítið á þessu hobbíi mínu. Ég get t.d. ekki snert tærnar á mér ef ég er með beinar lappir. Ég rétt næ niður fyrir hné reyndar. Ég er líka svo hjólbeinóttur að, jahh, lappirnar á mér mynda eins konar hjól. Það er samt vel þess virði. Ég skil ekki af hverju ég spila ekki fótbolta oftar.

Pro Evolution. Ekki langt síðan ég byrjaði að spila þennan tölvuleik en hann hefur breytt lífi mínu. Ég bókstaflega gæti ekki hugsað mér að vera blindur og eiga ekki möguleika á að spila þennan leik. Ég hugsa að ég myndi jafnvel reyna að spila hann áfram og fá einhvern til að lýsa aðstæðum fyrir mér.

Flottar kellingar. Þriðja og síðasta áhugamálið. Reyndar er í augnablikinu og um ókomna tíð aðallega ein kelling sem ég horfi til. Maður hatar samt ekkert að tékka Keiru Knigthley eða Jessicu Ölbu. Ef ég yrði blindur yrði þetta samt tekið frá mér og ég yrði að gjöra svo vel og notast við heilabúið til að rifja upp hvernig þær lýta út. Ég er samt með góða mynd af Dagnýju og Keiru í kollinum en ég held ég fari og leigi Sin City á morgun svona just in case.


Ég ætla næstu daga að íhuga vandlega hvort það er eitthvað sem ég óttast meira en að verða blindur. Gaman væri að vita hvað það er sem lesendur óttast mest. Er það kannski óttinn um að ég muni einhvern tímann hætta að blogga?

p.s. ég var að fatta að ég get ekki horft á Sin City á morgun. Ég er að fara á tónleika. Ég veit þetta hljómar ekki líkt mér en frændi minn er að gera sér ferð frá Austurríki með fylgdarliði til að spila í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi, og ég ætla að tékka á kallinum.

mánudagur, nóvember 21, 2005

Ahh, þungu fargi af mér létt. Eðlisfræðiskýrslan er nokkuð reddí og sneddí.

Helgin fór sum sé aðallega í að klára hana en mér gafst samt tími til að kíkja á Kongó með Hlyni þar sem við tókum smá Pro Evolution. Ég er hógvær þegar ég segi að ég var langbestur þarna. Vonandi verða þeir duglegir að æfa sig þangað til við endurtökum þetta.

Í gær fór ég á fótboltaæfingu uppí Risann, nýja fótboltahúsið hjá FH. Það er skemmst frá því að segja að ég var geðveikur. Hugsið ykkur knattspyrnumenn á borð við Ronaldo, Ronaldinho, Henry, Nistelrooy og John Terry, blandið þeim saman og þá eruð þið nokkuð nálægt því að ímynda ykkur hversu hrikalega góður ég var í gær.

Ég ætla ekki að hafa þennan póst mikið lengri því ég þarf að ná strætó. Þess má geta að ég er bestur í heiminum að ná strætó.


p.s. ég hló alltaf þegar fólk sagði að maður missti húmorinn smám saman ef að maður færi í verkfræði. Núna er ég samt farinn að svitna.

föstudagur, nóvember 18, 2005

Gamla færslan. (skoðið fyrst næstu færslu fyrir neðan)
(fimmtudagur, september 25, 2003)

Maður er nefndur Sindri, oft nefndur Herkúles. Hann bjó að Gettói í Reykjavík. Hann var Sverrisson sonar Þóris sonar Jóns sem nam land að Mörk á suð-vesturhluta Íslands. Móðir Sverris var Þóra dóttir Árna frá Rauðu-Skriðu, en frá honum eru komnir flestir þeir höfðingjar sem finnast á norð-austurhluta landsins. Móðir Sindra hét Helena. Hún var drengur góður. Hún var dóttir Páls sonar Tómasar sem gerði garðinn frægan í Skagafirði. Móðir Helenar var Anna dóttir Jóns en hann var talinn hinn spakasti maður og mikið skáld.

Sindri var manna glæsilegastur. Hann gat hoppað upp og skipti engu hversu hátt hann hoppaði, að alltaf lenti hann aftur á jörðinni. Hann var manna hagyrðastur og vitrastur, af þeim mönnum sem ekki gátu séð fram í tímann. Hann gat hoggið 4 menn í einni stroku, og virtist mönnum oft sem æðri öfl væru að verki. Hann var manna frægastur og vinsæll hvar er hann fór. Nú er það að segja að hann gerði garðinn frægan um gervalla evrópu, og er hann nú úr sögunni.


Um gömlu færsluna:
Þarna var ég greinilega að missa mig yfir Njálu í íslensku303. Ég er sérstaklega ánægður með hoppubrandarann. Hann er geðveikur.
Topp 4 hlutir sem kveikja í mér:

1. Eldspýtur
2. Kveikjari
3. Bálköstur
4. Þessi gaur


Þetta stefnir í rólega helgi hjá mér. Og þá á ég ekki við að ég muni liggja með tærnar uppí loftið, borandi í nef, horfandi á enska boltann með bjór í annarri og, tjahh, hin er náttúrulega bissí.
Ónei. Ég verð að gera eðlisfræðiskýrslu þessa helgina um svokallaða hverfitregðutilraun sem ég gerði um daginn. Þessi skýrsla ku skipta miklu máli.
Hlynur snillingur er einmitt að fara að gera sams konar skýrslu. Hann lagði til að við myndum hittast á morgun og "malda í móinn", eins og hann orðaði það. Ég er spenntur að vita hvað hann átti við með því.

Ef einhver veit hins vegar um stað og stund fyrir Pro Evolution-session um helgina þá er ég til, en ég mun þó ekki drekka neitt þessa helgi. Nema það gangi þeim mun betur að læra á morgun.


En að öðru. Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að skoða gamlar færslur sem ég hef gert. Mér finnast þær mergjaðar. Ég get ekki annað en ímyndað mér að flestir sem lesa þetta séu mér hjartanlega sammála um það. Þess vegna hef ég hér með ákveðið (bara rétt í þessu) að starta nýjum "lið" (og þar með eina "liðnum") á þessu bloggi, nefnilega "Gömlu færslunni". Þannig mun ég setja inn gamla færslu annan hvern föstudag frá og með deginum í dag.

Valið verður gjörsamlega handahófskennt. Ég legg til að aðrir bloggarar geri slíkt hið sama. Það er að segja ef þeir vilja vera tussuslappir copycats sem geta ekki fundið uppá sínum eigin "bloggliðum".
Þetta verður nú gaman.

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Ok, það er náttúrulega ekki hægt að einbeita sér að flóknum eðlisfræðidæmum þegar það eru stelpur við hliðiná manni að tala um brjóstin á sér.
Hey.
Ég henti inn link á Byssurnar.
Það eru góðir gaurar sem voru flestir með mér í MH.
Koma mér svoldið á óvart með góðu bloggi.

Henti líka inn link á Dagnýju og Björgheiði.
Þær eru samt drullulatar að blogga.
Vonandi verður þetta þeim hvatning.

Annars má ég ekki vera að þessu. Later.

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Jæja jæja. Nú fer það að nálgast að ég komi loksins höndum yfir fartölvuna mína góðu. Með tilkomu hennar sé ég fram á bjarta tíma í þessu bloggi mínu, en svarta tíma í náminu. Ég held ég gæti hæglega dottið í þann pakka að spila Football Manager eða einhvern annan snilldarleik, í stað þess að reyna að hlusta á þessa endalausu fyrirlestra alltaf hreint. Það eru allavega nokkrir svoleiðis gaurar með mér í tímum.


En um helgina var nú heldur betur glatt á hjalla. Hjallinn verandi miðbær Reykjavíkur og helgin verandi bara laugardagskvöldið. Ekki það að föstudagskvöldið hafi verið neitt leiðinlegt.
En já, sum sé, á laugardaginn hélt Krissi uppá afmælið sitt sem hann átti síðasta mánudag (díjók, meina þriðjudag). Ég, Svenni og RaggiT gáfum honum bestu gjöfina.
Það er margt sem er svolítið blörrí frá kvöldinu og finnst mér það frekar skrítið því ég lendi nú eiginlega aldrei í því. Hérna er listi yfir kjaftasögur sem ég hef heyrt en get ekki staðfest:

1. Að ég hafi gefið Dagnýju, kærustunni minni, fokkjú-merki þegar hún var nýkomin í afmælið.

2. Að Arthúr hafi komið og verið í glasi.

3. Að Svenni hafi verið í afmælinu.

4. Að ég hafi slappað Berg í andlitið og hann hafi þess vegna misst bjórinn sinn í gólfið. Svo gaf ég honum líka fokkjú-merki.


Ég var hins vegar ekki rassgat fullur miðað við RaggaT. Ég man eftir að hafa komið tilbaka af REX (tölum um það síðar) og þá voru Dagný og vinkonur að reyna að tjónka við Ragga og komu svo og sögðu mér að þær hefðu látið hann fá 1000 til að kaupa bjór en svo hefði hann bara ekkert keypt bjór og vildi ekki láta þær fá peninginn.

Mér varð litið til Ragga og ég átti erfitt með að skilgreina hvort hann sat við borðið eða lá við borðið, en hann virkaði allavega frekar mikið útúr heiminum.

Ég ákvað að slá á létta strengi og spurði hvort það væri ekki allt í sóma hjá kjeedlinum. Hann starði bara á romm/kók-glasið sitt og sagði ekki neitt.

Þá reyndi ég að fá hann til að skila peningnum til stelpnanna. Enn sagði Raggi ekki neitt, en hann afrekaði þó að lyfta annarri hendinni og benda á glasið sitt. Ég lagði saman 2 og 2 og fékk út að kallinn hefði eytt peningnum í áfengi handa sjálfum sér. Ég lét þess vegna stelpurnar fá þússer og hélt áfram að reyna að tala við Ragga en einu viðbrögðin sem ég fékk var smá bros, en svo hélt hann bara áfram að stara.

Gaman væri að vita hvernig í andskotanum kallinn kom sér heim um kvöldið.


En já, sem viðurkenningu fyrir að vera besti leikmaður Vinningsliðsins í sumar gaf Maggi Mourinho mér 2 miða á Hostel-eftirpartýið á REX þar sem sjálfur Tarantino átti að vera staddur. Ég bauð Krissa með mér og saman máttum við híma í helvítis almenningsröðinni í margar mínútur (hvað ætli ég viti hversu lengi?) á meðan mini-celebs eins og Ragga Gísla og Helgi Bensínorku-hommi fengu að fara inn (sem betur fer þurfti Helgi að væla eins og pelabarn því annars hefði ég orðið mjög pirraður, og það vill náttúrulega enginn að gerist).

Að lokum komumst við samt inn og hittum á Tarantino skælbrosandi með 66° norður húfuna sína. Hann kom að barnum þar sem við Krissi sátum og var með sjálfa Björk Guðmunds undir arminn. Hún var alveg helvíti mikið utan í honum þannig að það var erfitt að ná sambandi við hann.

En Krissi kallinn áttaði sig ekki alveg á því að þetta væri Björk. Hann röflaði eitthvað við mig um hvað hann "þoldi ekki þessar íslensku mellur sem þyrftu að hawka stjörnurnar þegar þær mættu á djammið".

Áður en ég vissi af var svo kallinn búinn að rífa í öxlina á Björku og ýta henni í burtu eins og hverri annarri glyðru. Það var samt bara fínt múv hjá honum því það var svo vond lykt af stelpunni. Við röfluðum svo eitthvað skemmtilegt við Tarantino áður en við drulluðum okkur út. Því miður virtist mestöll stemmning hafa dáið í partíinu á meðan við vorum í burtu, þannig að ég var ekki lengi í viðbót áður en ég fékk Dagnýju til að koma með mér heim.


Já, þannig var nú þessi sjóferð. Nú þarf maður að fara að slaka aðeins á í þessu og læra smá fram að prófunum, sem byrja núna 10. des. og eru búin 19. des. Ég er viss um að margir hafa dúnduráhuga á að vita hvernig próftaflan mín er. Hún er svona:
lau. 10. des. 09:00 - 12:00
09.21.11-056 Eðlisfræði 1 V (191)

mán. 12. des. 13:30 - 16:30
08.21.21-056 Rekstrarfræði (150)

fim. 15. des. 13:30 - 16:30
09.10.14-056 Línuleg algebra og rúmfræði (195)

lau. 17. des.09:00 - 12:00
08.71.12-056 Tölvunarfræði 1a (197)

mán. 19. des. 13:30 - 16:30
09.10.11-056 Stærðfræðigreining IB (191)

Þarna er maður svona minnst spenntur fyrir Tölvunarfræðinni. Stærðfræðigreiningin og Rekstrarfræðin eru spurningamerki. Ég massa algebruna og eðlisfræðina.

Svoldið gaman hvernig þessi færsla er orðin. Öllu hrúgað saman í alveg endalaust langan texta. Til hamingju þeir sem kláruðu að lesa þetta.

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Maður hefði nú getað lært eitthvað í dag en ég ákvað að taka forskot á jólafríið, yndislega frábæra og æðislega jólafríið, og eyða öllum deginum í Pro Evolution og vinna frönsku deildina. Mjög gefandi.

Krissi kallinn átti bara afmæli á mánudaginn og heldur upp á það á laugardaginn. Skemmtilegt. Þá er ég eini herramaðurinn í gents sem getur ekki verslað í ríkinu á eigin skilríkjum.


Mig langar alveg óhemju mikið til að fjárfesta í bíl. Til að geta fjárfest í bíl þarf tvennt; peninga til að kaupa bílinn og svo pening til að geta borgað bensín, tryggingar, viðgerðir, dekk og þvíumlíkt í framtíðinni. Ég á einhverja peninga en ég sé fram á námslán ef maður ætlar að drífa í þessu. Það er samt ekki svo slæmt.

Þá er bara spurning hvernig bíl maður á að kaupa sér. Ég er nú ekki bílfróður maður, því miður. Þess vegna finnst mér að einhver góðhjartaður ætti að finna draumabílinn fyrir mig. Helstu kröfurnar eru að hann gangi og sé ekki ljótur. Ef við tökum þetta aðeins lengra þá er ég að leita að sparneytnum bíl frá þessari öld sem er ekki farinn upp í of háa keyrslu. Og engar sketsí tímareimar eða svoleiðis kjaftæði. Hann mætti gjarnan vera dökkur að lit.

Ég enda líklega á smábíl. Var að spá í Yaris því ég held að Toyota sé tákn um gæði (veit ekki hvaðan ég hef það). Kannski einhvern eins og þennan. Æjj, ég veit ekkert um þetta maður.


Ég ætla að reyna að lesa eitthvað áður en ég sofna þannig að ég segi bara góðar stundir.

p.s. Í sturtunni í morgun byrjaði ég að semja jólalag. Stefni á að klára það í næstkomandi sturtum. Það heitir Kúkalagið. Nei djók, það er bara vinnuheiti.

mánudagur, nóvember 07, 2005

Pælingarnar þrjár.

-AÐVÖRUN-
Þessi færsla er ekki jafn skemmtileg og sagan um geiturnar þrjár.
-AÐVÖRUN LOKIÐ-

1. Fyrsta pælingin er nú alltaf sísta pælingin. Ég var bara svona að velta fyrir mér afleiðingum þess að Kjalarnes varð hluti af Reykjavík fyrir nokkrum árum. Maður þarf nú ekki að vera neinn kjarneðlisfræðingur til að skilja að þ.a.l. varð styttra frá t.d. Borgarnesi til Reykjavíkur heldur en áður. Þá hlýtur maður að velta fyrir sér hvort það hafi þurft að breyta öllum þessum skiltum sem búið er að drita niður um allt land, þar sem segir hversu langt sé til Reykjavíkur. Það hefur nú örugglega ekki verið gaman.

2. Fólk svindlar stundum í spilum og það er gott og blessað (nei, það er reyndar ekki blessað, en það sem sagt skiptir ekki máli). Hins vegar takast þessi svindl misvel. Stærsta og veigamesta spilasvindl mannkynssögunnar hlýtur að vera þegar einhverjum gaur tókst að sannfæra spilafélaga sína um að ásinn væri hæstur í spilum. Það er gjörsamlega engin lógík á bakvið það. Ásinn er númer eitt, og svo kemur tvistur sem er númer tvö, og svo þristur númer þrjú, o.s.frv. Alveg hreint magnað að þetta skuli vera svona. Þegar Krissi verður forseti legg ég til að hann beiti sér að fullu afli fyrir því að þessu verði breytt og ásinn verði alltaf lægstur.

3. Dagný á reyndar eiginlega þriðju pælinguna. Hún var að pæla í því hvað konur með strappon fengju eiginlega útúr því að banga aðrar stelpur í analinn, því þær væru alltaf stynjandi í klámmyndum. Ég held ég geti nú svarað þeirri spurningu. Augljóslega losnar heilmikil kynferðisleg spenna við þessa iðju og svo getur vel verið að þessir strapponar örvi einhver sniðug svæði. Ég meina, ekki eru þær að feika þetta, það er eitt sem víst er.


En svo að ég segi ykkur nú hvað ég var að gera um helgina að þá var ég aðallega að vinna háleynilegt verkefni fyrir háleynilegt fyrirtæki. Svo þurfti ég náttúrulega að drekka á laugardeginum, sem var bara ágætt og BUZZ-ið hans Ragga var að gera fína hluti, þó á kostnað Pro Evolution sem er náttúrulega ekki gott.

Ég er búinn að ákveða að lenda í einhverju djúsí fyllerísævintýri í jólafríinu. Svona alvöru ævintýri þar sem maður vaknar upp daginn eftir inná klósetti hjá gamalli konu á Reyðarfirði, án þess að hafa hugmynd um hvernig það gerðist. Það væri sko djúsí.
Eða gera eins og vinur mágs míns (kall systur minnar = mágur?) sem var á fylleríi á Laugarvatni og ákvað svo um nóttina að taka leigubíl með vini sínum til Keflavíkur, fljúga til London og sjá Ísland spila við England í fótbolta. Það væri sko djúsí. Samt dýrt líka.

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Fólk horfir á mig og hugsar: "Sindri maður, þetta er svo soft gaur. Hann myndi ekki gera flugu mein." Það er nú samt ekki heilagur sannleikur. Þegar ég var yngri var ég t.d. alveg fáránlega harður gaur. Nei djók. Ég átti samt mína spretti.

Ég fór að pæla í þessu eftir spjall við Svenna kall og Ragga T, um það að allir hefðu örugglega verið í leynifélagi þegar þeir voru litlir. Ég var nefnilega í leynifélagi. Leynifélagi sem bjó til sinn eigin kofa til að geta gleymt klámblað sem félagið átti á öruggum stað. Við sórum okkur í bræðralag (er ég að orða þetta rétt hérna?) a la Gísli Súrsson, en létum samt vera að blanda blóðinu okkar saman (við vorum ekki það harðir). Helstu markmið félagsins voru að hittast og lesa klámblaðið.


En ég var líka í prakkarafélagi þegar ég var yngri. Prakkarafélaginu Prakkarafélagið hf., nánar tiltekið. Afrekaskrá þess félags var ekki ýkja löng en það var stofnað af mér, systur minni og vinkonu hennar. Eina prakkarastrikið sem ég man eftir var þegar við fórum seint um kvöld inná
einhvern leikvöll í Hvassaleitinu og gerðum einhvern óskunda. Lokahnykkurinn var svo sá að míga í rennibrautina. Held að það hafi verið lögfræðingurinn hún systir mín sem gerði það.


En já, til að það sé nú á hreinu að ég get verið alveg fáránlega harður gaur, og að þið hugsið frekar "Sindri maður, hann virkar á mann sem frekar ljúfur gaur en þegar hann tekur sig til þá er hann alveg fáránlega harður gaur", þegar þið sjáið mig næst, að þá vil ég enda á að segja ykkur að kallinn hefur sko brotið 2 rúður upp á sitt einsdæmi.

Annað skiptið var þegar ég tapaði fyrir systur minni í borðtennis. Ég tók því ekki vel og eftir að hafa slefað af bræði í nokkrar sekúndur tók ég mig til og hljóp á eftir systu til þess að lemja hana með borðtennisspaðanum. Helvítið hljóp undan svo ég sá mér þann kost vænstan að þruma spaðanum aftan á hnakann á henni. Það vildi þó ekki betur til en svo að hún smeygði sér undan spaðanum þannig að í staðinn að gefa henni gat á höfuðið þá mölbraut ég stóra rúðu sem var á bakvið hana.

Hitt skiptið hlýt ég að hafa verið í einhverju rugli. Það voru vinnuframkvæmdir í gangi nálægt heimilinu mínu og þess vegna voru stundum vinnutæki þarna nálægt. Einn daginn var ég að labba framhjá vörubíl með félaga mínum og hann stakk uppá því að brjótast inn í vörubílinn. Mér fannst þetta prýðishugmynd og eyddi þarna drjúgum tíma í að reyna að brjóta rúðuna með grjótkasti. Það tókst á endanum við mikinn fögnuð. Minni var fögnuðurinn þegar heim var komið því þetta komst upp og mamma var ekki sátt. Þetta endaði með því að ég þurfti að baka skúffuköku og fara með til verkamannanna og biðjast fyrirgefningar. Það var ekki auðvelt.


Nú hugsið þið kannski: "Sindri, af hverju í djöflanum ertu að segja okkur
þetta? Þetta er svo samhengislaus og illa gerð færsla að mig langar að æla
", en ég vildi bara koma ykkur í skilning um að ég get verið mjög harður gaur (og augljóslega er það að stofna leynifélög og brjóta rúður mjög hart!). Svo var Dagný líka í sturtu og ég þurfti að drepa tímann á
meðan.

Að endingu vil ég geta þess að ég elska Dagnýju útaf lífinu.

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Ég get verið mjög heimskur. Það fattaði ég t.d. í gær.

Var á fótboltaæfingu (sem var í sjálfu sér mjög heimskulegt því að ég er meiddur... ég gat ekki sofnað um kvöldið fyrir sársauka í löppinni og er uppdópaður í skólanum þessa dagana) á sunnudagskvöldið. Eftir æfinguna ákvað ég að rukka Hrólf um 500 kall fyrir bústaðnum:

Sindri: Jó Hró! Meikaru að borga 500 kall fyrir bústaðnum?
Hrólfur: Ekki málið kall, ég er akkúrat með 500 kall á mér.
Sindri: Flott mál.
Hrólfur snýr sér að Krissa til að klára eitthvað spjall en hvað geri ég? Jú, ég labba bara með Jóa útí bíl. Keyri svo uppí Grafarvog, hleypi Jóa út, stoppa á McDonalds og sé að það er búið að loka, stoppa á BurgerKing og sé að það er búið að loka, stoppa á rauðu ljósi í Kópavogi og fatta þá loksins að ég steingleymdi að taka við 500 kallinum hjá Hrólfi.

Svona foráttuheimska hlýtur bara að komast í einhverjar metabækur.
Ég ímynda mér að margir sem eru að lesa þessa stafi hafi fyrir nokkrum sekúndum verið að hugsa "ahh, djöfull vona ég að snillingurinn hann Sindri sé búinn að blogga um bústaðarferðina miklu". Þannig að ég ætla að hripa eitthvað um hana. Munið svo með mér að skrifa um "pælingarnar þrjár" við tækifæri.

En þessi ferð var alveg að gera sig mjög vel að mörgu leyti. Það var samt eitt sem að dró nokkuð úr góða skapinu hjá mér, því ég, Svenni og RaggiT gleymdum að kaupa okkur að éta. Ég hélt að það myndi reddast, en allt kom fyrir ekki. Dagný hélt ég væri að gera grín þegar ég bað hana um að koma með mat á laugardeginum, og Raggi Þór þorði ekki að biðja Balla um að stoppa í búð af því að Balli var að flýta sér svo mikið. Þetta þýddi að eina næringin sem ég fékk yfir helgina var hambó og franskar í þjónustumiðstöðinni þarna, og svo hálf pylsa með hamborgarasósu (sem ég eldaði alveg sjálfur, þeink jú verí næs) á laugardagskvöldinu. Ég er hissa að vera á lífi.

En þetta var nú bara bætt upp með meira þambi og svo mönsaði ég líka duglega af doritosi.

Svo ég byrji nú á byrjuninni (fullseint fyrir það kannski) að þá endaði þetta með því að við strákarnir fórum einir á föstudagskvöldinu. Stelpurnar ákváðu að trúa veðurfréttamönnum og Vegagerðinni (þvílíkir rugludallar) og vera heima í fyrsta óveðri vetrarins. Veðrið var svo bara fínt og Raggi sannaði af hverju hann heitir Trausti líka því aksturlag kallsins var fumlaust í meira lagi.

*úbbs, ég prumpaði feitan og ég sit inní tölvuveri með fullt af fólki. Gellan við hliðiná mér er ekki sátt.*

Allavega, skandall föstudagskvöldins var tvímælalaust sá að ég skyldi tapa fyrir Krissa í sjómann. Það þýðir að ég er lélegastur í sjómann af öllum í gents. Ég ætla að nýta þetta ár sem ég hef til góða og massa mig til andskotans.

Á laugardagsmorgninum var alveg frekar mikið gott að geta lagst upp í sófa og spilað Pro í þynnkunni. Það entist þó ekki lengi því tjeddlingarnar mættu á staðinn frekar snemma. Þá var ekki annað að gera en að fá sér bjór, fara útí pott og hafa gaman. Við höfðum gaman langt fram á nótt. Ég fokkaði upp tímaskyninu og man ekkert hvenær hvað gerðist. En þetta eru svona þau atriði sem eru mér helst í huga:

1. Þegar ég skellti klámmyndinni sem Helgi fékk í afmælisgjöf, í tækið. Myndin var nýbyrjuð þegar að bankað var á gluggann. Mér brá svolítið, hélt að þetta væri Svenni eða einhver nigger, og svipti gluggatjöldunum frá. Neinei, þá var bara mútta hans Krissa mætt á svæðið. Já, ég get alveg sagt ykkur að mér leið svona frekar kjánalega, enda ekki auðvelt að útskýra af hverju í andskotanum það var klámmynd í gangi í sjónvarpinu. Ég faldi mig undir sæng þangað til að hún var farin.

2. Þegar ég söng lagið "Dagný" (eftir Sigfús Halldórsson) fyrir Dagnýju. Ég held að það sér rómantískasta augnablik sem nokkur hefur upplifað (í mannkynssögunni). Verst að Dagný var áfengisdauð (eða sofandi, eins og hún kýs að orða það).

3. Þegar Edda María sagði lööööngu draugasöguna sem var svo ekki með pönslæni. Þvílík vonbrigði.

4. Þegar allir voru í singstar og ég íhugaði að svipta mig lífi til þess að losna við þessi óhljóð.

5. Þegar að ég byrjaði að syngja og allir hlustuðu hugfangnir á.

6. Þegar ég vann pakkaleikinnn og fékk ekki tippahring eins og Krissi. Ég fékk eitthvað svona súkkulaðikrem, sem, jahh, gæti nýst fólki sem lifir syndugu líferni.

Annars má maður nú ekki segja of mikið frá þessari ferð því maður veit aldrei hvað fólk vill að fari á internetið. Ferðin var engu að síður hörku góð og ég vil þakka fólki fyrir góða helgi.

p.s. fyrir þá lesendur sem að ekki fóru í ferðina, og fannst þessi færsla þar af leiðandi örugglega frekar leiðinleg, að þá bið ég ykkur að örvænta ekki. Bráðum segi ég ykkur frá pælingunum þrem sem hafa verið að brjótast um í huga mér. Og þær eru svo djúsí djúsí, að safinn lekur af þeim og ég þarf að hafa 50 lítra tank undir þeim til þess að safinn leki ekki burt. Jahá, þær eru nákvæmlega svona djúsí.