Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

þriðjudagur, janúar 31, 2006

Ok, ég er orðinn þreyttur á þessu kjaftæði. Nú vil ég fá að heyra hvað lesendur segja.
Eru rassamælar virkilega dottnir út sem aðal hitamælirinn hjá flensufólki? Er fólk virkilega farið að nota skeikul nútímatæki á borð við munnmæla og eyrnamæla? Hvað segiði? Hvernig mæliði hitann í veikindum?

Svara svo! Vonn, tú, þrí gó!
Þetta er sólid dæmi.

mánudagur, janúar 30, 2006

Ok, ég hef tvennt að segja.

1. Raggi T er byrjaður að blogga og hann fer beint á topp linkalistans með von um að kappinn verði öflugur. Ég hef heldur ekki ástæðu til að trúa öðru. Endilega farið öll á bloggið hans og sjáið hvað honum finnst ég góður í Pro. Það hlýjaði mér um hjartarætur.

2. Edda Ósk er best (kærustur ekki meðtaldar). Í þessum veikindum mínum þá eru allir vinir mínir bara "jó Sindri! Get a grip man. Hættu að vera veikur og mættu í skólann píka. Koddu á fyllerí aumingi. Mættu í bolta kelling." En enginn er að mæta með kók og kúlusúkk handa mér eins og ég geri þegar fólk er veikt, og spurjið bara Uglu Egils ef þið efist. Nema hvað að Edda er bara búin að lofa að koma með allar seríurnar af Friends til mín og kók og kúlusúkk og snakk og svona! Þetta kalla ég almennilegt. Vinir mínir mættu taka sér þetta til fyrirmyndar.

sunnudagur, janúar 29, 2006

Jæja, nú verður maður að drífa sig að losa gærkvöldið útúr systeminu því það er æfingaleikur á eftir. Í gærkvöldi töpuðum við nefnilega illa og verðskuldað á móti Byssunum í Pro. Spilað var hjá beikondrengnum Guðjóni sem bauð uppá topp aðstæður með 40 tommu flatskjá og látum.

Í fyrsta roundi var spilað 1 á 1 og ætli sé ekki best að rýna aðeins í leikina:

1. Krissi kjaftur vs. Gunni "mætti oftar halda kjafti" Freyr
Jebbs, tveir kjaftforir kappar mættust þarna. Krissi hélt sig við Barca á meðan Gunni valdi England. 5-3-2 varnarsinnað kerfi Gunna skilaði honum engu að síður 3 mörkum í fyrri hálfleik. Krissi klóraði í bakkann í seinni og minnkaði muninn í 1 mark á síðustu sekúndunni.
Bjóst fyrirfram við sigri Gunna en vissi að allt gæti gerst. Fannst hann vinna nokkuð sannfærandi og Krissi virka frekar stressaður (en ég var veikur og með óráði og getur alveg skjátlast)

2. Raggi "bigfoot" Örn vs. Jón "verktaki" Orri

Man ekki hvaða lið þeir völdu sér en þetta var nokkuð sannfærandi sigur Orra, 3 eða 4-0. Slappur dagur hjá tvíburanum en hann er að stíga upp úr meiðslum og kemur sterkari inn næst, það er ljóst. Orri verð ég reyndar að segja að er fáránlega góður, eins og ég hafði reyndar heyrt.

3. Helgi "husslah" Hrafn vs. Hlynur "bræðiskast"
Ánægður með að sjá Helga velja Man U og vissi fyrir fram að Hlynsi myndi velja Arsenal eins og alltaf. Helgi byrjaði vel og komst í 2-0 í fyrri hálfleik. Hlynur minnkaði muninn í 2-1 fyrir hlé en þar við sat og fyrsti sigur Gents í höfn. Helgi stóð sig þarna mjög vel gegn erfiðum andstæðing.

4. Svennsterinn vs. Gaui rauðhærði
Milan-lið Svenna gegn United-liði Gauja. Gaui komst í 1-0 eftir snarpa sókn en Svenni svaraði að bragði með góðu marki frá Sjevvaranum. Gaui komst svo í 2-1 og eftir það var þetta alltaf brekka fyrir Svenna. 3. tap Gents og það var ljóst að eitthvað þurfti til að peppa upp liðið.

Menn horfðu í kringum sig og spurðu "liðið er í lægð, hvaða hugrakki maður getur stigið fram fyrir skjöldu núna og unnið sigur fyrir okkur?" Ég horfði ekki í kringum mig. Ég vissi að tíminn var kominn. Það er bara einn Herkúles.

5. Dr. Sindri vs. Kári "blabla" Kongó
Ég valdi Milan-liðið gegn Juventus-liði Kára í von um að Shevchenko og félagar myndu lækka rostann í Kára. Mér fannst ég eiga fyrstu mínúturnar og fann egóið pumpast upp. Það leið svo ekki á löngu þar til ég var búinn að skora fyrsta markið, 1-0. Kári fann fá svör við öflugri vörninni en fann loks glufu í formi aukaspyrnu sem hann skoraði einkar laglegt mark upp úr.
Í seinni hálfleik var ég alveg hættur að geta einbeitt mér og fannst hausinn vera að springa. Ef ekki hefði verið fyrir pepp liðsfélagana hefði ég vel getað hugsað mér að beila heim og skríða undir sæng til að losna við flensuna. En maður fékk svo gott pepp að það var ekki annað í stöðunni en að vinna þennan leik, og sigurmarkið þótti mér frekar laglegt. 2-1 endaði leikurinn og staðan orðin 3-2 í viðureignum liðanna.

6. Raggi "hatar ekki dribblið" T vs. Grímur "litla nasty byssa"
Man lítið eftir þessum leik því ég var stöðugt á varðbergi gagnvart Kára, sem virðist nálgast það að vera jafn tapsár og ég. Grímur vann þennan leik fullstórt og Chelsea-lið Ragga var ekki sjón að sjá frá því í bústaðnum þegar það vann mig tvisvar. Raggi verður að hafa meiri trú á sjálfum sér því ef hann hefur ekki trú á sigri að þá hafa tölvukallarnir hana ekki. Það er löngu sannað.

7. Raggi "beiler á útlandaferð" Þór vs. Gunni "varnarmúr" Þór
Raggi stóð sig ágætlega á móti einum besta manni Byssnanna. Stungusendingarnar hjá honum sköpuðu hættuleg tækifæri en allt kom fyrir ekki. Gunni setti inn tvö og vann sigur sem virtist svo sem aldrei í mikilli hættu.


Einstaklingskeppnirnar enduðu sum sé 5-2 Byssunum í hag, og þá tók við tvíliðakeppni. Skemmst frá því að segja (þar sem ég þarf að drífa mig að taka mig til fyrir leikinn á eftir) að Byssurnar unnu alla leikina þar og eru því ótvíræðir sigurvegarar í þessu Pro Evolution-uppgjöri. Mér fannst við samt ekkert standa okkur illa en ætli við þurfum ekki að æfa okkur aðeins meira fyrir næstu keppni. Góð byrjun væri að kaupa leikinn.

Ég vil þakka Byssunum fyrir góða keppni. Svo þarf að drífa í að negla stað og stund fyrir alvöru fótboltaleikinn.


Óskið mér svo góðs gengis í leiknum á eftir kæru lesendur. Ekki samt að ég þurfi á því að halda.

föstudagur, janúar 27, 2006

Jæja, ég er eins og áður segir búinn að vera að höstla kvefdruslu síðustu dagana og hún virðist ekkert vera að fara. Kannski af því að í staðinn fyrir að liggja heima uppí rúmi, lepjandi hóstasaft og meððí, að þá ákvað ég í gærkvöldi að fara og spila æfingaleik. Aftur töpuðum við en núna var liðið allavega að spila fótbolta. 3-1 og ég held þið þurfið ekki að spyrja hver skoraði fyrir mitt lið, þrátt fyrir að hafa bara spilað annan hálfleikinn. En í gærkvöldi var sem sagt lélegasta veður sem ég hef spilað í lengi, rokrassgat og bullandi rigning. Svo virðist sem þetta hafi ekki haft góð áhrif á kvef mitt og hósta, og ég held maður sé kominn með hita oní þetta líka (þetta er þó skv. óstaðfestum heimildum en verður staðfest með miður geðfelldum aðferðum þegar ég kem heim).

Gott að ég var líka að gera 4 tíma eðlasfræðatilraun með þessa flensu, og ég veit ekki með ykkur en ég er allavega frekar fljótur að pirrast þegar ég er veikur. Þurfti ég ekki endilega að lenda með einhverjum gaur í tilraun sem reyndi svo á þolrifin með sínum auladjókum (ekki fyndnir auladjókar eins og mínir) og óþolandi hægagangi að hausinn á mér var að sjóða yfir. Neinei, þetta er örugglega fínn gaur, en eins og ég segi að þá var ég að drepast úr pirrleika sökum veikinda.


Gaman að sjá íslenska handboltalandsliðið í gær. Ég ætla samt að bíða með að kalla þá "strákana okkar" þangað til líða tekur á milliriðilinn og aðeins ef okkur gengur vel. Það er annað en íþróttafréttaritararnir á Rúv. Um leið og við náðum 5 marka forskoti að þá voru þetta sko aldeilis "strákarnir okkar", og Guðjón Valur hét ekki lengur Guðjón Valur heldur bara Gaui.
Ég vona að þeim gangi vel í kvöld en truth to be told þá er ég ekki bjartsýnn. Það verður þó bara að koma í ljós hvernig gengur og maður fylgist spenntur með.


p.s. til Byssna:
Eins og ég skil þetta núna þá er þetta hjá Kongó uppí Breiðholti kl. 1800 á morgun. Þið verðið 7 og við verðum líklega 8.
Þið þurfið að segja hvað vantar af fjarstýringum, tölvum og sjónvörpum (ekki að ég geti plöggað TV). Hlakka til að spila við ykkur og vonandi verður þetta skemmtileg keppni.

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Ég vil fara að negla niður hvernig þessi Pro-keppni á að vera, hvar og hvenær. Nú virðist sem það sé búið að taka áskorunina hans Krissa og gjörbreyta henni svo hún henti Byssunum sem best. Menn tala m.a.s. um 1 á 1 keppnir. Það finnst mér skrítið því ég hélt að þetta væri ekki keppni um hvaða einstaklingur væri bestur, heldur hvor hópurinn sé betri. En þið ráðið þessu svo sem, eina sem ég er að segja að mér finnst þetta smám saman vera að breytast í áskorun Byssnanna á Gents. En þetta verður gaman.

Staður og stund mætti verða staðfestur sem fyrst. Sælar.

p.s. fyrir þá lesendur mína sem vita ekki fokk um hvað ég er að tala þá vil ég benda ykkur á að eftir sigurfærsluna mína á sunnudaginn þá verður þessum Pro-færslum lokið.

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Mjög ókarlmannleg kvefdrulla herjar á mig auman manninn þessa dagana. Ég hata það. Tók góðan gúlsopa af lýsi áðan og vonast til að braggast á undraverðan hátt fyrir æfingaleik annað kvöld. Ekki nóg með að maður sé með kvef, hósta og hugsanlegan hita heldur er ég búinn að vera helaumur í mjóhryggnum síðan á laugardaginn. Með þessu áframhaldi breytist líf mitt ekkert við það að verða gamall maður.

Tékkaði hluta af íslensku tónlistarverðlaununum. Sannaði enn og aftur fyrir sjálfum mér að ég fylgist of lítið með tónlist. Ég veit ekki einu sinni hvað eða hver Bennihemmhemm er. Samt vinna þeir verðlaun sem bjartasta vonin. Jájá, skjóta bara Tessann á bólakaf.

Mamma átti gott golden moment þar sem familían fylgdist með verðlaununum: "Hann Gunni er nú bara að verða að ekki neinu", en fyrir þá sem ekki fylgdust með hátíðinni að þá var Felix Bergsson kynnir og honum til halds og trausts var þarna þunn pappamynd af Dr. Gunna.


Jæja, óskið mér nú skjóts bata og góðs gengis í leiknum á morgun (og jafnframt meiri spilatíma heldur en einn hálfleik) ella verðið úti eins og Reynisstaðabræður, grásleppurnar mínar.

mánudagur, janúar 23, 2006

Djöfull er ég að drepast hérna. Tók fótbolta á þetta í 3 tíma í gærkvöldi og skrokkurinn er ekki alveg að höndla þetta. Fyrst var það fyrsti æfingaleikurinn fyrir 3. deildina. Hann gekk ömurlega og mér leið hreinlega illa á sálinni. Skallinn frá Rio á 91. mínútu létti þó brúnina á mér og ég ákvað að treysta mér til að fara á æfingu með strákunum. Þar voru allir geðveikt hissa að ég skyldi ekki nenna að hlaupa neitt þegar við vorum búnir að spila í 1 og hálfan tíma.

Og núna finn ég til á milljón stöðum og á í miklum erfiðleikum með að labba eðlilega. Mig langar helst að taka Þyrnirós á þetta og fá mér að lúlla í eins og eina öld og gá hvort ég skáni ekki.

En við skulum nú binda enda á þetta væl og taka upp léttara hjal. Á laugardaginn mun líklega fara fram opinber Pro Evolution-keppni milli GENTS og Byssnanna. Þessar byssur eru búnar að vera duglegar að rífa kjaft og þykjast geta eitthvað, og ég er ekki að reyna að vera leiðinlegur en maður myndi ekki hata að þessi Gunni Þór myndi troða meira munntóbaki uppí kjaftinn svo það heyrðist minna í honum. Miðað við það sem ég hef séð til þessara gaura þá, án þess að vilja hljóma kokkí, tel ég mig vera bestan. Að vísu tala þeir um Gunna Þór eins og hann sé eitthvað goð í Pro en ég tek það nú ekkert of alvarlega. Það verður bara gaman að sjá hvernig þetta fer.

laugardagur, janúar 21, 2006

Gærkvöldið var helvíti fínt til svona 3 eða eitthvað. Tók Pro og bjór á þetta með Hlyni, Grimma og Kára kongó. Gaman að spila við einhverja sem maður þekkir ekkert spilastílinn hjá. Eftir u.þ.b. þriggja tíma sessjon fórum við niður í bæ og var förinni heitið á Hverfis til að vera viðstaddir listakynningu Röskvu.

Eins og ég hef áður getið þá finnst mér stundum að ég ætti að vera menningarlegri. Þess vegna hljómaði listakynning mjög vel. En viti menn, þarna var sko ekki verið að kynna listir og menningu, nei ó nei, það var verið að kynna hverjir væru á framboðslista Röskvu fyrir stúdentakosningarnar. Frábært maður. En þetta var samt alveg djöfulli gaman. Sérstaklega fyrir tilstuðlan Bjarna Más, mágs míns. Rumurinn sá greip mig um leið og ég kom inn og splæsti á mig staupi og bjór. Svo kallaði hann á barþjóninn "þetta er mágur minn! ég ætla að hella hann fullan! Jájá, gera hann blindfullan!" Ég hló nú bara góðlátlega.

En þetta var já bara helvíti fínt þarna í gærkvöldi og ég skemmti mér dável. Ég fékk svo far með Gaua heim ásamt Grími og Hlyni. Mér fannst eitthvað dauft yfir hópnum á heimleiðinni þannig að ég ákvað að bregða á smá sprell. Þegar Gaui stoppaði á rauðu ljósi þá snaraði ég mér útúr bílnum og þóttist æla á gangstéttina í dágóðan tíma. Þetta fannst strákunum mjög fyndið enda lék ég þetta mjööög vel. Svo náði Grímur þessu öllu á vídjó á símanum sínum. Sá þetta áðan og ég verð að segja að þetta er mjög líkt því að ég sé að æla. Gaman að þessu.


Á morgun fer ég svo og horfi á upptökur á Meistaranum þar sem systir mín er að fara að keppa og líka Jónas (MEISTARI). Það verður stemmning. Seinnipartinn er það svo leikur Utd. og Liverpool og svo fyrsti æfingaleikurinn fyrir 3. deildina næsta sumar. Fróðlegt að sjá hvort menn geti klárað heilan leik.

Ég myndi blogga meira en ég þarf að hitta mína heittelskuðu. Kennið henni um.

mánudagur, janúar 16, 2006

1. bústaðaferðin 2006 er afstaðin og hún var fokk góð.

Aldrei þessu vant var rennifæri alla leið á áfangastað þrátt fyrir að lagt hafi verið í hann föstudaginn 13. Þegar ég steig inní þennan líka helvíti flotta bústað fékk ég strax á tilfinninguna að þetta yrði klassahelgi. Sú varð líka raunin. Föstudagskvöldið fór í heljarinnar drykkju hjá öllum sem vettlingi gátu valdið (sem sagt öllum) en enginn minglaði við mjöðinn af jafn mikilli áfergju og Ragnar Örn. Sú saga gengur að kappinn hafi klárað 18 bjóra en ég get ekki ábyrgst að það sé rétt. Ég veit bara að þegar ég sofnaði virkaði hann ekki mjög líklegur til að kunna að telja.


Ég man engin voðaleg díteils frá föstudagskvöldinu sem verð eru birtingar eða mega birtast, en ég kynntist allavega smá 4 af vinkonum Dagnýjar sem ég hef eiginlega aldrei hitt áður. Þær virkuðu allar æði pæði. Líkur sækir líkan.
Það síðasta sem ég man var þegar ég var alveg að sofna og Svenni sagði mér að Helgi væri líklegur til að drepa mig í svefni fyrir að stela rúminu hans. Það var notalegt.


Af ótta við að heitapottsmisþyrmingin sem ég varð fyrir í þarsíðustu bústaðarferð yrði endurtekin, vaknaði ég um hádegisbil. Ó hve ljúft var að vakna, þrátt fyrir örlitla þynnku, og geta farið að spila Pro Evo. Það var svona nokkurn veginn það eina sem ég gerði (fyrir utan að éta eina langloku... eða meira svona hálfa langloku) allt fram til klukkan svona 4.

Ég held að þá höfum við farið í eitthvað asnalegt Actionary þar sem að nýju stelpurnar í bústaðnum (Vala og Hulda, sem komu s.s. á laugardeginum) svindluðu heví mikið. Þess vegna er í rauninni allt í lagi að ég hafi tapað því þær svindluðu. Eða, þúst, ég tapaði í rauninni ekki því þetta var ógildur leikur fyrst þær svindluðu. Það hlýtur að vera.


Svo grillaði ég piparsteikina mína og ég er ekkert að grínast með það að hún heppnaðist fullkomlega... miðað við aðstæður. Eftir það var komið að alls herjar drykkju sem hófst að vísu með einum mjög svo skemmtilegum leik (sem Edda Ósk og Dagný fá props fyrir að skipuleggja). Hann virkar þannig að það eru þrír vinir saman í liði og 3 vinkonur. Svo er spyrill sem spyr fullt af spurningum eins og t.d. "hver er frekastur?" Svo eru keppendur með spjöld með nöfnunum þremur (ég var t.d. með nöfnin Sindri, Helgi og Krissi) og eiga að velja hvaða nafn þeir vilja hafa. Ef allir sögðu það sama fékk liðið stig.

Gaman að segja frá því að það var einróma álit okkar félaganna að ég væri bestur í Pro. Einnig var Krissi talinn samkynhneigðastur (meira að segja af sjálfum sér). Sumt var hins vegar alveg fáránlegt eins og þegar spurt var hver væri bestur í íþróttum. Algjört kjaftæði hjá strákunum að velja sjálfa sig. Og líka hver væri tapsárastur. Þeir sögðu báðir að ég væri tapsárastur sem er náttúrulega bara alls ekki rétt.

En sem sagt, við töpuðum leiknum allt út af Krissa og Helga og ekki útaf mér. Og við hefðum líka kannski getað unnið ef að við hefðum ekki verið að keppa á móti þeim sem sömdu spurningarnar! Þetta var nú meira kjaftæðið og þessi leikur var eiginlega ekki gildur myndi ég segja.


Eftir þetta tók ég 5 tíma á þetta í pottinum með bjór í hönd. Ég treysti mér ekki í Singstar-keppni og eiga það á hættu að tapa enn einu sinni. Það var alveg óhemju ljúft að lepja bjórinn í tæru sveitaloftinu. Gott spjall við gott fólk undir góðri tónlist í góðu veðri. Þetta gerist varla betra.


Á sunnudeginum var ég vakinn snemma til að taka til í bústaðnum. Það væri orðum aukið að segja að ég hafi farið um sem hvítur stormsveipur, þótt ég hafi verið sem ná í framan. Hins vegar eru það engar ýkjur að hún Lilja fór um bústaðinn með skúringagræjurnar látandi eins og Soffía frænka í Kardemommubænum (Soffía var öflug í þrifunum, var það ekki?). Þökk sé henni og reyndar fleirum vorum við því ferðbúin klukkan rúmlega 2. Við hins vegar lögðum af stað tæplega 4. Ástæðan? Jú, það var sprungið á bílnum hans Helga og bíllinn hennar Eddu Óskar var rafmagnslaus. Ég hef því kosið að líta héðan í frá á sunnudaginn 15. sem óhappadag.

Allt reddaðist þetta þó þökk sé fumlausum bifvélavirkjatöktum mínum og máski annara. Ég var kominn í bæinn kortér í 6 og fór beint á fótboltaæfingu sem eins og áður segir (í síðustu færslu) var alveg skelfilega erfið. Eftir hana fór ég heim og reyndi að éta, tókst það ekki, og fór svo aftur á æfingu með strákunum. Það er því óhætt að segja að ég hafi verið búinn á því þegar ég lagðist á koddann í gærkvöldi.


En takk fyrir helgina þið ferðafélagar. Ég kalla ykkur góð ef þið kláruðuð helminginn af þessari lesningu. Hvert verður farið í febrúar?

sunnudagur, janúar 15, 2006

Mér leið jafn ógeðslega illa á æfingu áðan eins og mér leið fáránlega vel um helgina. Þetta var alveg yndislegt. Það er eitthvað strike í gangi í toppsettinu hjá doktornum núna, þannig að ég ætla ekki að reyna að skrifa fleiri stafi.

Takk fyrir ferðina kids.

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Ég er í skýjunum. Lífið brosir við mér á þessum ágæta degi í Reykjavíkurborg. Var ekki bara að koma í ljós að ég náði tölvunarfræði með feita sjöu. Þá held ég að maður geti nú verið sáttur við síðustu önn og mál til komið að fara að einbeita sér að þeirri sem nú er byrjuð að líða. Fimm kúrsar sem virðast hver öðrum strembnari en þetta verður bara að koma í ljós.

En ég er líka í skýjunum (þetta orðatiltæki, hefur það eitthvað með lag Bítlanna um Lucy og demantana í skýjunum að gera?) vegna þess að um helgina er það ein magnaðasta bústaðarferð sem sögur fara af. Það held ég maður tapi sér í gleðinni. Ítarleg úttekt á hvað ég skemmti mér fáránlega vel kemur um leið og það rennur af mér.

Bæbb.

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Mér finnst bloggið mitt vera besta blogg í heimi. Þetta kann að hljóma sem blaður í sjálfumhverfum uppa en þetta er engu að síður skoðun sem ég stend fast við. Hins vegar eru á alnetinu alveg fáránlega mörg blogg. Maður hefði kannski haldið að eitthvert þeirra væri svo gott að hægt væri að lesa það án þess að þekkja til viðkomandi, en ég hef hins vegar ekki lent á slíku bloggi ennþá.

Allar bloggsíður sem ég skoða eru í eigu fólks sem ég a.m.k. kannast við. Sumar þeirra eru alveg feiknagóðar og þær sem ég skoða oftast (og hljóta þar af leiðandi að vera einna bestar að mínu mati, ekki satt?) eru síðan hennar Eddu, hans Krissa, AtlaBolla og kpt. Katrínar (sem fær aftur link í dag þrátt fyrir að hafa sært hjarta mitt um daginn). Einnig er blogg Byssanna að koma sterkt inn þótt maður vildi nú fá tíðari færslur (haha, pælið í því ef ég hefði gleym að ýta á Space-takkann, þá vildi ég fátíðari færslur... ahh, þetta gerði daginn fyrir mig) hjá þeim úr því þeir eru nokkrir saman með þetta. En ég er allavega búinn að vera duglegur á refresh-takkanum, bíðandi eftir framhaldi af sögunni hans Kára.
Engu að síður eru engar af þessum síðum að mínu mati betri en mín eigin.

En núna um daginn rakst ég á síðu sem, jahh, gerir sig a.m.k. líklega til að velta blogginu mínu úr sessi (sem uppáhalds síðunni minni). Þetta er síðan hans Hauks, bróður hennar Björgheiðar. Í sérstöku uppáhaldi hjá mér er færslan hans frá 21. nóvember. Hún er svo hljóðandi: "hæ þetta er haukur þann 21. nóv. Verð að fara bæ bæ."
Það er allavega langt síðan ég hef skemmt mér jafn vel við lestur einnar færslu. Ég er hreinlega furðu lostinn að krakki í 4. bekk geti haft svona góðan húmor. Maður les þessa færslu og hugsar "ha? bíddu bíddu, af hverju varstu þá að blogga?" en svo fattar maður að það er náttúrulega þessi absúrd húmor sem snáðinn hefur náð svona góðum tökum á.
Ég veit ekki með ykkur en ég bíð allavega spenntur eftir næstu færslu.

En ef þið vitið um sérdeilis prýðilegt blogg sem vert er að gefa gaum þá megiði endilega nefna það í kommentum. Þangað til seinna.

mánudagur, janúar 09, 2006

Jamm og já.
Það tilkynnist hér með að Kristján Freyr (a.k.a. MURK-Krissi) vann í Besta leik í heimi. Mér finnst þetta svolítið dularfullt, bjóst svona fyrirfram ekki við að hann myndi klóra sig fram úr púsluspilinu og enn síður við því að hann gæti giskað á réttan gaur. En maðurinn sem spurt var um er sem sagt George Best, blessuð sé minning hans. Til hamingju Kristján.

Ég sé það núna að ég hef gleymt að geta einnar reglu. Hún er sú að ef giskað er á rétt svar í fyrstu tilraun að þá falla verðlaunin niður. Mér þykir miður að þetta hafi ekki komið nógu skýrt fram en þetta leiðréttist þá hér með.


Núna þarf ég að fara að fokkast eitthvað í Autocad þannig að ég heyri í ykkur seinna. Já, skólinn er byrjaður. Jibbíkóla.

föstudagur, janúar 06, 2006

Besti leikur í heimi.

Innspíraður af Guðjóni byssu og fleiri köllum sem eru með svona leiki í gangi á blogginu sínu ætla ég að starta einum. Þetta verður svona vísbendingaleikur og ætli hann verði ekki með tveggja vikna millibili (eða bara eitthvað, eins og ég er vanur).

Svo að reglurnar séu á hreinu er bara leyft eitt gisk á kjaft fyrir hverja vísbendingu, og ef þið eruð einhverjir nóboddís sem ég þekki ekki þá verðiði að gera grein fyrir ykkur.
Verðlaunin verða, fyrir utan þá viðurkenningu að vera sigurvegari í Besta leik í heimi, ekki af verri endanum; ávísun upp á pullu með öllu og kók á bæjarins bestu! Ef viðkomandi geðjast ekki pylsur þá er líka hægt að fá bjórkippu fyrir að giska rétt í fyrstu tilraun. Bjórunum í kippunni fækkar svo með hverri vísbendingu.

Í þetta skiptið verða vísbendingar í formi púsluspila og það er ykkar að nota myndirnar til að komast að því um hvern er spurt.


Hér kemur þá 1. vísbending og hafið í huga að spurt er um manneskju.

----mynd var fjarlægð vegna ósæmilegs typpis----

Gúdd lökk.

p.s. ég er engin HTML-a þannig að ég get ekki fínpússað þetta núna. Púslið verður bara að fara yfir einhverja linka hérna. Ljóta vesenið.

fimmtudagur, janúar 05, 2006

Ég ætla bara að koma klín hérna. Ég er menningarhálfviti. Ég hef alveg óhemju takmarkaðan áhuga á tónlist og sá áhugi nær varla lengra en svo að hlusta yfirleitt á útvarpið þegar ég er að keyra. Ég fer ekki á listasýningar af neinu tagi, hvort sem um er að ræða myndlistar, skúlptúr eða hvað sem þetta heitir. Eina skiptið sem ég hef íhugað að fara á listasýningu var þegar ég heyrði að eitt verkanna væri klámmynd.

Ég horfi alveg ágætlega mikið á kvikmyndir en ég er samt mjög aftarlega á merinni miðað við marga sem ég þekki. Þetta er þó kannski það listasvið sem ég er hvað sterkastur á og ég er opinn fyrir kvikmyndum af ýmsasta tagi.

Í leikhús fer ég ekki oft. Stöku nemendasýningu hef ég farið á síðustu ár en voðalega lítið á önnur verk. Mér finnst samt alveg ágætlega gaman í leikhúsi þannig að ég ætti að geta bætt mig á því sviði. Finnst einhverjum öðrum gaman að fara í leikhús?


En ég held samt að ég sé alveg í ágætum málum miðað við aldur og fyrri störf (þó aðallega aldur). Ég vildi samt að ég vissi meira um tónlist og tónlistarmenn. Að lesa plötudóma er t.d. eins og að lesa dönsku fyrir mig, skil alveg slatta en svo koma orð sem ég botna bara ekkert í. Hvað merkir t.d. "R´n´B-skotið"? Hvað merkir blúskennt? Hvað er glysrokk?
Svo veit ég ekki neitt um neinar hljómsveitir fyrir utan kannski Hives. Ég les stundum viðtöl við fólk sem getur ekki svarað því hver sé uppáhalds hljómsveit þess, vegna þess að það séu svo margar hljómsveitir. Ég á hins vegar erfitt með að nefna hljómsveit sem ég man eftir fleiri en þrem lögum með.

Kannski maður ætti að gera eitthvað í þessu? Fara að grúska í tónlist, eins og það er kallað. Nei, mig langar nú meira í Pro.

Ég ákvað að leyfa þessum hugsunum að streyma nokkuð óhindrað niður á blað. Þær fóru að flæða á meðan ég hlustaði á plötu Hjálma sem ég fékk í jólagjöf. Þægileg plata. Ég set samt Rass í gang á meðan ég er í Pro.

Hafðu það gott.

p.s. ég er ekki mikið fyrir grobb, en við erum að tala um 8 í rekstrarfræði og moðerfokking 9 í línulegri algebru. Þeink jú verí næs.


mikið rétt kæru lesendur, mikið rétt.

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Já góðir hálsar og barkakýli. Ég hef lifað í blekkingu. Öll þessi ár, sem nú nálgast óðfluga að verða 20 (sjibbí), hef ég staðið í þeirri trú að konur væru ekki með barkakýli. Nú, svo var það að ég ætlaði að leiðrétta Dagnýju þegar hún talaði eins og hún væri með barkakýli að hún sagði mér að það væri bara kjaftæði að stelpur væru ekki með barkakýli. Ég hló góðlátlega og sagði henni að láta ekki svona, og hélt að úr því að ég er karlmaðurinn í sambandinu að þá væri þessu samtali lokið. En Dagný var svo sjor á þessu að hún gaf sig ekkert.

Eftir að hafa spurt fjölda fólks og aflað mér heimilda á alnetinu og í fræðibókum hef ég svo komist að því að hún hafði bara hárrétt fyrir sér. Stelpur eru með barkakýli. Að vísu skagar þeirra barkakýli ekki út eins og á strákum, en þær eru vissulega með það engu að síður.

Ég, eins og áður segir, spurði fjölda fólks um þetta og hef þess vegna í leiðinni komist að því að eitthvað stendur menntakerfið sig ekki nógu vel þegar kemur að því að fræða fólk um líkamann. Faðir minn góður og gettubetur-snillingurinn hún systir mín svöruðu því t.d. umsvifalaust til að konur væru ekki með barkakýli. Og ef einhver kann skólabækurnar utan að þá er það systir mín.


Af öllu því sem ég hata í lífinu að þá hata ég einna mest að hafa rangt fyrir mér. Ég vil að sjálfsögðu samt vera leiðréttur þegar ég fer með fleipur, en guð og Óðinn hvað ég hata það samt. Ég vona bara að Dagný geri ekki of mikið úr því að hún hafi haft rétt fyrir sér og ég rangt fyrir mér.

Eða hvað? Eru konur kannski ekki með barkakýli?

mánudagur, janúar 02, 2006

Árið 2005.

Fyrir það fyrsta á ég erfitt með að trúa þeirri staðreynd að nú sé komið árið 2006. Ég gúddera það með naumindum að það sé kominn janúar. En á þessum tímamótum er tilvalið að rifja aðeins upp hvað ég hef haft fyrir stafni á árinu. Ég ætla samt ekki að hafa þetta langt.


Eftir að hafa útskrifast í desember 2004 voru nokkrir möguleikar í stöðunni varðandi vorönnina 2005. Taka smá Háskóla á þetta, fara til útlanda, eða vinna bara. Ég tók skrifstofuvinnu á þetta, sem var mjög gefandi (í vasann). Vann þar og svo einn mánuð í Intersportinu þangað til að skólinn byrjaði. Eftir vandlega íhugun komst ég að engri niðurstöðu um hvað ég vildi gera þannig að ég ákvað að prófa verkfræðina. Gekk svo ágætlega í henni og mun halda áfram á þessu ári.


En árið var ekki bara vinna og skóli. Janúar og febrúar eru ekki í mjög fersku minni hjá mér en í mars gerðust þau undur og stórmerki að ég gekk út. Þá á ég ekki við að ég hafi fengið nóg af því að vera inni og farið út og fengið mér frískt loft, nei, ég fann mér kvonfang. Hún heitir Dagný Eva. Eftir að hafa verið hrifinn af henni til nokkurs tíma ákvað ég að manna mig upp, drakk svo mikið öl að ég var nærri áfengisdauða, og spurði hana hvort það væri ekki fín hugmynd að við byrjuðum saman. Það er henni að þakka að þetta ár hefur verið virkilega ljúft.


Sumarið 2005 var ég voða mikið að sprikla í fótbolta. Ákvað að prófa að spila í Utandeildinni með Carpe Diem og svo var ég líka í Carlsberg-deildinni með Vinningsliðinu. Mér gekk persónulega alveg ágætlega en hvorugt liðanna hafði heppnina með sér og við enduðum um miðja deild.

Í sumar fór ég líka eitthvað út á land. Mig minnir að ég hafi farið til Akureyrar en ég man það samt ekki. Jú, bíddu, við fórum örugglega þangað í bústaðarferð. Nei, það hefur verið í febrúar. Æjji, ég man þetta ekkert. En ég fór allavega til Ólafsvíkur á færeyska daga fyrstu helgina í júlí. Um verslunarmannahelgina var það bara rómantísk helgi með Dagnýju, lasagne og rauðvíni ef ég man rétt.

Í ágúst byrjaði ég svo í háskólanum og fann alveg fyrir pínku stressi því ég hafði heyrt miklar tröllasögur um hvað námið væri strembið í verkfræðinni. En þetta reyndist svo vera viðráðanlegt þótt ekki hafi farið mikið fyrir djamminu hjá mér á þessari önn. Fór samt í góða bústaðarferð í boði Eddu Óskar og komst að því að ef ég er að fara í bústað að þá kemur aftakaveður. Alltaf.

Í skólanum kynntist maður smám saman nokkrum krökkum sem reyndust vera gæðafólk. Að sjálfsögðu allt nördar eins og allir í verkfræði en engu að síður gæðafólk. Án þeirra hefði maður örugglega ekki meikað þennan skít.

Prófin og jólin eru enn í fersku minni lesenda svo ég ætla ekki að rifja þau upp.


Á heildina litið hefur þetta ár verið helvíti gott. Mig er samt sárlega farið að langa til að komast til útlanda og trúi því og treysti að meðlimir gents, og jafnvel fleiri, séu á leiðinni þangað.
Ég kynntist slatta af alveg sérdeilis prýðilegu fólki; vinkonum Dagnýjar og fólki í skólanum og vinnunni, en minnkaði einhverra hluta vegna sambandið við marga aðra. En svona er kannski bara gangur lífsins.

Hafið það gott og haldið áfram að kommenta svo líf sé í þessu bloggi. Með ást, Dr. Sindri.

p.s. þeir sem geta rifjað upp árið almennilega fá mikið hrós frá mér. Ég get alveg ómögulega rifjað upp hvað var að gerast og hvenær, en ég reyndi mitt besta.