Jæja, nú verður maður að drífa sig að losa gærkvöldið útúr systeminu því það er æfingaleikur á eftir. Í gærkvöldi töpuðum við nefnilega illa og verðskuldað á móti
Byssunum í Pro. Spilað var hjá beikondrengnum Guðjóni sem bauð uppá topp aðstæður með 40 tommu flatskjá og látum.
Í fyrsta roundi var spilað 1 á 1 og ætli sé ekki best að rýna aðeins í leikina:
1. Krissi kjaftur vs. Gunni "mætti oftar halda kjafti" FreyrJebbs, tveir kjaftforir kappar mættust þarna. Krissi hélt sig við Barca á meðan Gunni valdi England. 5-3-2 varnarsinnað kerfi Gunna skilaði honum engu að síður 3 mörkum í fyrri hálfleik. Krissi klóraði í bakkann í seinni og minnkaði muninn í 1 mark á síðustu sekúndunni.
Bjóst fyrirfram við sigri Gunna en vissi að allt gæti gerst. Fannst hann vinna nokkuð sannfærandi og Krissi virka frekar stressaður (en ég var veikur og með óráði og getur alveg skjátlast)
2. Raggi "bigfoot" Örn vs. Jón "verktaki" OrriMan ekki hvaða lið þeir völdu sér en þetta var nokkuð sannfærandi sigur Orra, 3 eða 4-0. Slappur dagur hjá tvíburanum en hann er að stíga upp úr meiðslum og kemur sterkari inn næst, það er ljóst. Orri verð ég reyndar að segja að er fáránlega góður, eins og ég hafði reyndar heyrt.
3. Helgi "husslah" Hrafn vs. Hlynur "bræðiskast"Ánægður með að sjá Helga velja Man U og vissi fyrir fram að Hlynsi myndi velja Arsenal eins og alltaf. Helgi byrjaði vel og komst í 2-0 í fyrri hálfleik. Hlynur minnkaði muninn í 2-1 fyrir hlé en þar við sat og fyrsti sigur Gents í höfn. Helgi stóð sig þarna mjög vel gegn erfiðum andstæðing.
4. Svennsterinn vs. Gaui rauðhærðiMilan-lið Svenna gegn United-liði Gauja. Gaui komst í 1-0 eftir snarpa sókn en Svenni svaraði að bragði með góðu marki frá Sjevvaranum. Gaui komst svo í 2-1 og eftir það var þetta alltaf brekka fyrir Svenna. 3. tap Gents og það var ljóst að eitthvað þurfti til að peppa upp liðið.
Menn horfðu í kringum sig og spurðu "liðið er í lægð, hvaða hugrakki maður getur stigið fram fyrir skjöldu núna og unnið sigur fyrir okkur?" Ég horfði ekki í kringum mig. Ég vissi að tíminn var kominn. Það er bara einn Herkúles.
5. Dr. Sindri vs. Kári "blabla" KongóÉg valdi Milan-liðið gegn Juventus-liði Kára í von um að Shevchenko og félagar myndu lækka rostann í Kára. Mér fannst ég eiga fyrstu mínúturnar og fann egóið pumpast upp. Það leið svo ekki á löngu þar til ég var búinn að skora fyrsta markið, 1-0. Kári fann fá svör við öflugri vörninni en fann loks glufu í formi aukaspyrnu sem hann skoraði einkar laglegt mark upp úr.
Í seinni hálfleik var ég alveg hættur að geta einbeitt mér og fannst hausinn vera að springa. Ef ekki hefði verið fyrir pepp liðsfélagana hefði ég vel getað hugsað mér að beila heim og skríða undir sæng til að losna við flensuna. En maður fékk svo gott pepp að það var ekki annað í stöðunni en að vinna þennan leik, og sigurmarkið þótti mér frekar laglegt. 2-1 endaði leikurinn og staðan orðin 3-2 í viðureignum liðanna.
6. Raggi "hatar ekki dribblið" T vs. Grímur "litla nasty byssa"Man lítið eftir þessum leik því ég var stöðugt á varðbergi gagnvart Kára, sem virðist nálgast það að vera jafn tapsár og ég. Grímur vann þennan leik fullstórt og Chelsea-lið Ragga var ekki sjón að sjá frá því í bústaðnum þegar það vann mig tvisvar. Raggi verður að hafa meiri trú á sjálfum sér því ef hann hefur ekki trú á sigri að þá hafa tölvukallarnir hana ekki. Það er löngu sannað.
7. Raggi "beiler á útlandaferð" Þór vs. Gunni "varnarmúr" ÞórRaggi stóð sig ágætlega á móti einum besta manni Byssnanna. Stungusendingarnar hjá honum sköpuðu hættuleg tækifæri en allt kom fyrir ekki. Gunni setti inn tvö og vann sigur sem virtist svo sem aldrei í mikilli hættu.
Einstaklingskeppnirnar enduðu sum sé 5-2 Byssunum í hag, og þá tók við tvíliðakeppni. Skemmst frá því að segja (þar sem ég þarf að drífa mig að taka mig til fyrir leikinn á eftir) að Byssurnar unnu alla leikina þar og eru því ótvíræðir sigurvegarar í þessu Pro Evolution-uppgjöri. Mér fannst við samt ekkert standa okkur illa en ætli við þurfum ekki að æfa okkur aðeins meira fyrir næstu keppni. Góð byrjun væri að kaupa leikinn.
Ég vil þakka Byssunum fyrir góða keppni. Svo þarf að drífa í að negla stað og stund fyrir alvöru fótboltaleikinn.
Óskið mér svo góðs gengis í leiknum á eftir kæru lesendur. Ekki samt að ég þurfi á því að halda.