Sagan af gleraugunum hans Magga
Einu sinni voru gleraugu sem hétu Gler. Gler voru með fagurgráum spöngum og umgjörð sem sást ekki, og voru úr hreinu títaníum. Mörg önnur gleraugu öfunduðu hreinlega Gler, því þau vissu að Gler voru mjög verðmæt gleraugu.
Einn dag, fyrir svona 3 til 4 vikum, voru Gler á ferð með eiganda sínum, honum Magga. Maggi hafði fengið far á fótboltaæfingu með Dr. Sindra, vini sínum. Af því að Maggi æfir ekki með Gler á nefinu þá ákvað hann að skilja þau eftir í bílnum. Gler höfðu samt engar áhyggjur, þau voru vön að bíða eftir Magga meðan hann sparkaði í bolta.
Þennan dag gerðist samt svolítið dularfullt. Þegar Maggi kom aftur í bílinn þá leit hann ekki við gleraugunum sínum. Hann bara hélt áfram að spjalla við þennan Sindra vin sinn og hundsaði Gler. Svo þegar Maggi fór útúr bílnum heima hjá sér, þá skildi hann Gler bara eftir í bílnum.
--Saga endar--
Þessi saga er byggð á sönnum atburðum. Fátt er vitað um afdrif gleraugnanna frá þessu augnabliki. Allir þeir sem ferðast hafa með Volvonum hans Sindra og telja sig vita eitthvað, bara eitthvað, um málið eru beðnir um að hafa samband við Sindra eða Magga eða bara kommenta á þessa færslu.
p.s. ef þið föttuðuð þetta ekki að þá gleymdi Maggi sem sagt gleraugunum sínum í bílnum mínum fyrir nokkrum vikum og ég hef ekki rassgats hugmynd um hvar þau eru. Eina sem mér dettur í hug er að einhver hafi óvart tekið þau útúr bílnum án þess að fatta það og muni svo ekki hvar hann fékk þessi gleraugu. Eða eitthvað. Mér finnst þetta allavega að hluta mér að kenna svo ég myndi meta það mikils ef einhver gæti hjálpað mér.
p.p.s. I, wanna rock and roll all night, and party every day!! En ég er að fara að keppa á morgun. Óskið mér góðs gengis.
Einu sinni voru gleraugu sem hétu Gler. Gler voru með fagurgráum spöngum og umgjörð sem sást ekki, og voru úr hreinu títaníum. Mörg önnur gleraugu öfunduðu hreinlega Gler, því þau vissu að Gler voru mjög verðmæt gleraugu.
Einn dag, fyrir svona 3 til 4 vikum, voru Gler á ferð með eiganda sínum, honum Magga. Maggi hafði fengið far á fótboltaæfingu með Dr. Sindra, vini sínum. Af því að Maggi æfir ekki með Gler á nefinu þá ákvað hann að skilja þau eftir í bílnum. Gler höfðu samt engar áhyggjur, þau voru vön að bíða eftir Magga meðan hann sparkaði í bolta.
Þennan dag gerðist samt svolítið dularfullt. Þegar Maggi kom aftur í bílinn þá leit hann ekki við gleraugunum sínum. Hann bara hélt áfram að spjalla við þennan Sindra vin sinn og hundsaði Gler. Svo þegar Maggi fór útúr bílnum heima hjá sér, þá skildi hann Gler bara eftir í bílnum.
--Saga endar--
Þessi saga er byggð á sönnum atburðum. Fátt er vitað um afdrif gleraugnanna frá þessu augnabliki. Allir þeir sem ferðast hafa með Volvonum hans Sindra og telja sig vita eitthvað, bara eitthvað, um málið eru beðnir um að hafa samband við Sindra eða Magga eða bara kommenta á þessa færslu.
p.s. ef þið föttuðuð þetta ekki að þá gleymdi Maggi sem sagt gleraugunum sínum í bílnum mínum fyrir nokkrum vikum og ég hef ekki rassgats hugmynd um hvar þau eru. Eina sem mér dettur í hug er að einhver hafi óvart tekið þau útúr bílnum án þess að fatta það og muni svo ekki hvar hann fékk þessi gleraugu. Eða eitthvað. Mér finnst þetta allavega að hluta mér að kenna svo ég myndi meta það mikils ef einhver gæti hjálpað mér.
p.p.s. I, wanna rock and roll all night, and party every day!! En ég er að fara að keppa á morgun. Óskið mér góðs gengis.