Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

sunnudagur, júní 25, 2006

Figo kunta og Portúgaladrullur.

sunnudagur, júní 18, 2006

Sælar!!!

Og nú huxiði "fööökk, enn ein skyldufærslan frá doktornum... gaurinn er náttúrulega löngu hættur að nenna þessu..."
RANGT!
Ég er mættur heitari en nokkru sinni fyrr.
Jæja, og hvað er svo að frétta? Ekki skítur sem flýtur. Fyrir utan náttúrulega að mín heittelskaða átti afmæli í gær (mikið rétt, alveg eins og Johnny boy) og óskum við henni náttúrulega öll hjartanlega til hamingju með það!! Kannski maður ætti að semja ljóð.... Hmmm...

Dagný.

Dagný er 19 ára fljóð
og um hana fjallar þetta ljóð.

Höfundur: Sindri.


Var að sörfa og rakst á ljótustu mynd sem náðst hefur af mér á ævinni.



Ef þið vitið um verri mynd, endilega hendið inn hlekk.


Á morgun losna ég við gamla settið og verð minn eigin húsbóndi í 2 vikur. Það er naís. Þannig að ef ykkur langar að kíkja á leik með kallinum þá megiði endilega hafa samband. Verðum bara í bandi, ha? Okidoki later thug.

Bæ.

föstudagur, júní 16, 2006

Ég fer alveg bráðum að vilja blogga aftur, en núna vill ég bara vera þunglyndur með mína ljótu tognun sem rifnaði upp á æfingu á miðvikudag, sem þýðir að ég get ekki spilað í 6-8 vikur. Helvítis djöfulsins helvíti.

Later.

sunnudagur, júní 11, 2006

Uuu, söngleikurinn um rafmagnið sem Orkuveita Reykjavíkur er með í auglýsingunni sinni. Þetta er eitthvað súrasta djók sem ég hef séð. Tjekk it.


Ég veit ekki hvað er í gangi hjá mér þessa dagana sem kemur í veg fyrir að ég blogga. Vissulega er HM byrjað en það tekur nú bara einhverja 6 klukkutíma á dag frá manni. Svo er að vísu vinnan líka 8 tímar á dag, þannig að maður er með skipulagða 14 tíma á dag. Eitthvað verður maður að sofa og svo þarf að minna konuna á að maður er ekki dauður, það er bara HM í gangi. Svo eru það fótboltaæfingarnar sem fara nú vonandi að komast á fullt hjá mér enda lærið að verða nett á kantinum.

Jáhh, ok, ég sem sagt veit núna hvað er í gangi hjá mér þessa dagana sem kemur í veg fyrir að ég blogga. Og nú vitið þið það líka.


Allt snýst um fótbolta þessa dagana og þess vegna kannski óþarfi að kvelja lesendur með meira blaðri um hann. Vil samt geta þess að mitt lið Holland vann Serba í dag og fara ágætlega af stað. Ef þið sjáið Holland vinna getiði bókað kallinn í góðu skapi þann daginn.


Ég var að fatta að það eru rétt rúmar 3 vikur í að ég leggi land undir fót ásamt heiðursmönnunum og vinum mínum í Gentz. Förinni er heitið í mekka evrópskrar menningar, á æskuslóðir manna á borð við Sergio, Pablo og svo ég tali nú ekki um Antonio. Já, við höldum til Kanaríeyja, nánar tiltekið á eyju þá er Tenerife heitir. Djöfull sem maður hlakkar til. Tveggja vikna menningarferð með skemmtiívafi, þar sem maður mun, ef allt gengur að óskum, ná sér í góða brúnku, skemmda lifur og upplifun sem maður gleymir ekki á meðan heilinn starfar eðlilega. Þetta verður rosalegt, þeink jú verí næs.


Fótbolti, fótbolti, fótbolti. Fótbolti í sjónvarpinu og fótboltaæfing sem ég ætla að kíkja á (þótt ég geti enn ekki tekið þátt). Bið ykkur vel að lifa og ég reyni að halda mér á tánum, en lofa engu.