Ég vildi að ég hefði þennan x-factor sem ég hafði þegar ég var hvað heitastur í blogginu. Eins og eflaust fleiri gera, þá tékka ég stundum gamlar færslur og þær eru eitthvað svo fyndnar og ferskar. Svo er líka gaman að sjá hvað hið ólíklegasta fólk var duglegt að kommenta á síðuna og bæta einhverju skemmtilegu við það sem ég hafði að segja. Annað hvort er þetta fólk algjörlega hætt að lesa hérna, eða sér ekki neinn tilgang í því að bæta við færslurnar mínar.
Já, þetta er skrítið. Það er bara núna eins og ég sé bara búinn með brandarana og sé álíka ferskur og spaugstofan. Kannski ný síða sé málið, byrja frá grunni, droppa doktorstitlinum og koma með eitthvað ferskt.
Eða kannski er bara málið að hætta þessu kjeeeftæði.
En að öðru. Ég hef verið að velta fyrir mér hvernig það sé að vera rithöfundur. Græðir maður eitthvað á því að gefa út bækur hér á Íslandi (athugið að ég hef ekki minnsta áhuga á að skrifa bækur af einskærri hugsjón... monní monní monní)? Á hvernig bíl keyrir Hallgrímur Helga? Er Arnaldur Indriða set for life eftir að hafa skrifað allar þessar metsölubækur? Getur einhver svarað mér?
Ef ég skrifa bók þá held ég að sé allavega málið að detta oná einhverja internasjónal hugmynd. Kannski sögu sem að gerist í flugvél. Flugvélar eru voðalega internasjónal. Annars reyndist nú Bjartur í Sumarhúsum vera voða internasjónal. Jæja, ég er sosum ekki að fara að gefa neitt út um jólin, velti þessu aðeins lengur fyrir mér og verð kominn með skruddu fyrir þau næstu.
Já, þetta er skrítið. Það er bara núna eins og ég sé bara búinn með brandarana og sé álíka ferskur og spaugstofan. Kannski ný síða sé málið, byrja frá grunni, droppa doktorstitlinum og koma með eitthvað ferskt.
Eða kannski er bara málið að hætta þessu kjeeeftæði.
En að öðru. Ég hef verið að velta fyrir mér hvernig það sé að vera rithöfundur. Græðir maður eitthvað á því að gefa út bækur hér á Íslandi (athugið að ég hef ekki minnsta áhuga á að skrifa bækur af einskærri hugsjón... monní monní monní)? Á hvernig bíl keyrir Hallgrímur Helga? Er Arnaldur Indriða set for life eftir að hafa skrifað allar þessar metsölubækur? Getur einhver svarað mér?
Ef ég skrifa bók þá held ég að sé allavega málið að detta oná einhverja internasjónal hugmynd. Kannski sögu sem að gerist í flugvél. Flugvélar eru voðalega internasjónal. Annars reyndist nú Bjartur í Sumarhúsum vera voða internasjónal. Jæja, ég er sosum ekki að fara að gefa neitt út um jólin, velti þessu aðeins lengur fyrir mér og verð kominn með skruddu fyrir þau næstu.