Mér finnst eins og ég hafi bloggað í gær en komst að því að ég bloggaði síðast á miðvikudaginn. Ekki nógu gott. Tíminn hefur líka flogið síðustu daga við geysiskemmtilega hópvinnu í aflfræði og fleira dásamlegt. Reyndar hefur nokkur tími farið í að spila nýja Pro Evolution Soccer sem ég eignaðist á föstudaginn. Þvílíkur happafengur.
Annars var ég einhverra hluta vegna að horfa á fréttirnar á stöð2 á laugardagsmorguninn. Nema hvað að á eftir fréttum kom smá spjall um veðrið. Og hver haldiði ekki að hafi verið að spjalla um veðrið, svona líka brosmild og kát? Jú, gellan með breiðu júllurnar sem er dyggum lesendum mínum að góðu kunn; Soffía Sveins efnafræðikennari með meiru. Gaman að þessu.
Ég ætla að hafa þetta stutt en að lokum vil ég óska Magga Mourinho og Birnu til hamingju með krakkann sem þau eignuðust í byrjun mánaðarins. Ég kíkti á stelpuna um daginn og ég hata að hljóma hommalega en þetta er helvíti mikil dúlla. Þau neituðu að gefa upp hvað hún yrði skírð en sögðu mér svo að ef þetta hefði orðið strákur þá hefði nafnið Sindri aldrei komið til greina sem mér þótti mjög skrítið því mér fannst þau alltaf glotta kankvíslega til hvors annars þegar ég spurði þau hvað þau myndu skíra barnið ef það yrði strákur. Greinilegt að maður er með gott ímyndunarafl.
p.s. Ég verð einn heima frá miðvikudegi fram á sunnudag þannig að ef einhver vill taka smá Pro með kallinum þá er opið hús.
Annars var ég einhverra hluta vegna að horfa á fréttirnar á stöð2 á laugardagsmorguninn. Nema hvað að á eftir fréttum kom smá spjall um veðrið. Og hver haldiði ekki að hafi verið að spjalla um veðrið, svona líka brosmild og kát? Jú, gellan með breiðu júllurnar sem er dyggum lesendum mínum að góðu kunn; Soffía Sveins efnafræðikennari með meiru. Gaman að þessu.
Ég ætla að hafa þetta stutt en að lokum vil ég óska Magga Mourinho og Birnu til hamingju með krakkann sem þau eignuðust í byrjun mánaðarins. Ég kíkti á stelpuna um daginn og ég hata að hljóma hommalega en þetta er helvíti mikil dúlla. Þau neituðu að gefa upp hvað hún yrði skírð en sögðu mér svo að ef þetta hefði orðið strákur þá hefði nafnið Sindri aldrei komið til greina sem mér þótti mjög skrítið því mér fannst þau alltaf glotta kankvíslega til hvors annars þegar ég spurði þau hvað þau myndu skíra barnið ef það yrði strákur. Greinilegt að maður er með gott ímyndunarafl.
p.s. Ég verð einn heima frá miðvikudegi fram á sunnudag þannig að ef einhver vill taka smá Pro með kallinum þá er opið hús.