Note to self:
Volvoinn er ekki hljóðeinangraður og þess vegna ekki sniðugt að hlusta á ömurlegt píkupopp og syngja með þegar þú ert á rauðu ljósi.
Annars, kannski pínu tengt þessu, þá gerði ég mér ferð upp í Mosfellsbæ í gær sem væri kannski ekki í frásögur færandi nema hvað að á leiðinni heim hlustaði ég einmitt á útvarpið, eins og gengur og gerist, og þar var á ferðinni þáttur þar sem að fólk gat hringt inn í einhvern gaur sem sagðist vera skyggn (eða hvað það nú kallast). Ég verð að segja eins og er að ég fyrirlít allt svona kjaftæði. Hvaða rugl er það að einhver gaur geti bara náð sambandi við dáið fólk? Þetta er líka svo fáránlegt alltaf, þeir ná alltaf bara geðveikt lélegu sambandi og dána fólkið talar bara í einhverjum gátum...
Miðill: "Já, ég er hérna að ná sambandi við mann. Gamlan mann. Er afi þinn dáinn?"
Hlustandi: "neeei... en kærastinn minn var að missa afa sinn!"
Miðill: "Já! Það passar. Þetta er hann. Hann talar um að það sé mikill stresstími að fara í gang hjá þér og kærastanum þínum og þið verðið að passa ykkur að halda sönsum."
Hlustandi: "Já ok. Athyglisvert. Já! Þetta passar allt saman! Það eru einmitt að koma próf hjá okkur í skólanum! Þetta er alveg ótrúlegt."
Miðill: "Já, jújú, nákvæmlega. Hann segir líka að þið þurfið að passa upp á peningana ykkar. Hefur það einhverja merkingu fyrir þig?"
Hlustandi: "Hmmm... já! Hann hlýtur að vera að meina í sambandi við jólin! Það passar akkúrat, þau eru alveg að koma!!"
Miðill: "Akkúrat, akkúrat... hann talar líka um eitthvað rautt. Rautt, rautt, áttu einhverja rauða flík?"
Hlustandi: "Já! Ég á rauða flíspeysu!"
Miðill: "Já, hann er að segja að þú eigir að nota hana oftar. Það sé orðið kalt í veðri... en ég er að missa sambandið við hann... já, jæja, ég þakka þér fyrir að hringja elskan. Vonandi að þú hafir haft gagn af þessu og guð geymi þig."
Hlustandi: "Já, takk! Þetta var alveg frábært! Ótrúlega nytsamlegar upplýsingar sem ég hefði aldrei getað fengið nema frá dánu fólki! Geðveikt! Takk!"
Nokkurn veginn svona var símtalið sem ég hlustaði á og þetta staðfesti bara þá trú mína að þetta miðilsdót er bara algjört kjaftæði. Ég vil ekki vera með mikinn hroka en ég er yfirleitt frekar efins varðandi fólk sem að trúir á svona. Samt fínt útvarpsefni að hlusta á ruglið sem vellur upp úr svona miðlum, þegar maður er jafn viss og ég um að þeir séu bara að bulla. Ég vil samt ekki alveg útiloka að einhvers staðar í heiminum sé einhver sem geti náð sambandi við látið fólk en ég held samt að nær allir þeir sem gera út á það að vera miðlar séu bara í bullinu.
En hvað segja lesendur? Ekki vera feimin þótt ég sé með þessa stæla hérna. Segið mér! Hafið þið farið á miðilsfund? Eruði að kaupa það að fáir útvaldir hér á jörðu geti náð sambandi við hina látnu? Hefur enginn þeirra haft samband við jesú og Júlíus Sesar og einhver svona celeb?
p.s. gaman að segja frá því að í gærkvöldi horfðum við Dagný smá á Friends í tölvunni minni. Ég mætti svo galvaskur í dag með tölvuna mína á bókasafnið í VR2 þar sem verkfræði- og raunvísindanördar lesa bækurnar sínar, kveikti á henni og þá glumdi náttúrulega rödd Chandlers yfir allt vegna þess að það hafði verið þáttur í gangi þegar tölvan hibernateaði í gærkvöldi. Tölvan mín var svo að sjálfsögðu svaka lengi að vinna úr þeirri ákvörðun minni að slökkva á hljóðinu. Þvílíkt aulamóment.
Allavega... later!
Volvoinn er ekki hljóðeinangraður og þess vegna ekki sniðugt að hlusta á ömurlegt píkupopp og syngja með þegar þú ert á rauðu ljósi.
Annars, kannski pínu tengt þessu, þá gerði ég mér ferð upp í Mosfellsbæ í gær sem væri kannski ekki í frásögur færandi nema hvað að á leiðinni heim hlustaði ég einmitt á útvarpið, eins og gengur og gerist, og þar var á ferðinni þáttur þar sem að fólk gat hringt inn í einhvern gaur sem sagðist vera skyggn (eða hvað það nú kallast). Ég verð að segja eins og er að ég fyrirlít allt svona kjaftæði. Hvaða rugl er það að einhver gaur geti bara náð sambandi við dáið fólk? Þetta er líka svo fáránlegt alltaf, þeir ná alltaf bara geðveikt lélegu sambandi og dána fólkið talar bara í einhverjum gátum...
Miðill: "Já, ég er hérna að ná sambandi við mann. Gamlan mann. Er afi þinn dáinn?"
Hlustandi: "neeei... en kærastinn minn var að missa afa sinn!"
Miðill: "Já! Það passar. Þetta er hann. Hann talar um að það sé mikill stresstími að fara í gang hjá þér og kærastanum þínum og þið verðið að passa ykkur að halda sönsum."
Hlustandi: "Já ok. Athyglisvert. Já! Þetta passar allt saman! Það eru einmitt að koma próf hjá okkur í skólanum! Þetta er alveg ótrúlegt."
Miðill: "Já, jújú, nákvæmlega. Hann segir líka að þið þurfið að passa upp á peningana ykkar. Hefur það einhverja merkingu fyrir þig?"
Hlustandi: "Hmmm... já! Hann hlýtur að vera að meina í sambandi við jólin! Það passar akkúrat, þau eru alveg að koma!!"
Miðill: "Akkúrat, akkúrat... hann talar líka um eitthvað rautt. Rautt, rautt, áttu einhverja rauða flík?"
Hlustandi: "Já! Ég á rauða flíspeysu!"
Miðill: "Já, hann er að segja að þú eigir að nota hana oftar. Það sé orðið kalt í veðri... en ég er að missa sambandið við hann... já, jæja, ég þakka þér fyrir að hringja elskan. Vonandi að þú hafir haft gagn af þessu og guð geymi þig."
Hlustandi: "Já, takk! Þetta var alveg frábært! Ótrúlega nytsamlegar upplýsingar sem ég hefði aldrei getað fengið nema frá dánu fólki! Geðveikt! Takk!"
Nokkurn veginn svona var símtalið sem ég hlustaði á og þetta staðfesti bara þá trú mína að þetta miðilsdót er bara algjört kjaftæði. Ég vil ekki vera með mikinn hroka en ég er yfirleitt frekar efins varðandi fólk sem að trúir á svona. Samt fínt útvarpsefni að hlusta á ruglið sem vellur upp úr svona miðlum, þegar maður er jafn viss og ég um að þeir séu bara að bulla. Ég vil samt ekki alveg útiloka að einhvers staðar í heiminum sé einhver sem geti náð sambandi við látið fólk en ég held samt að nær allir þeir sem gera út á það að vera miðlar séu bara í bullinu.
En hvað segja lesendur? Ekki vera feimin þótt ég sé með þessa stæla hérna. Segið mér! Hafið þið farið á miðilsfund? Eruði að kaupa það að fáir útvaldir hér á jörðu geti náð sambandi við hina látnu? Hefur enginn þeirra haft samband við jesú og Júlíus Sesar og einhver svona celeb?
p.s. gaman að segja frá því að í gærkvöldi horfðum við Dagný smá á Friends í tölvunni minni. Ég mætti svo galvaskur í dag með tölvuna mína á bókasafnið í VR2 þar sem verkfræði- og raunvísindanördar lesa bækurnar sínar, kveikti á henni og þá glumdi náttúrulega rödd Chandlers yfir allt vegna þess að það hafði verið þáttur í gangi þegar tölvan hibernateaði í gærkvöldi. Tölvan mín var svo að sjálfsögðu svaka lengi að vinna úr þeirri ákvörðun minni að slökkva á hljóðinu. Þvílíkt aulamóment.
Allavega... later!