En tökum upp léttara hjal. Meistaradeildin er á morgun og miðvikudaginn og ef þið viljið græða pening þá skal ég segja ykkur hérna hvernig þetta fer:
Liverpool - Chelsea.
Fyrri leikurinn fór 1-0 fyrir Chelsea. Þessi leikur fer 0-0 og ekkert markvert gerist nema að Kuyt fellur við inní vítateig Chelsea-manna en ekkert er dæmt. Mjög umdeilt.
Sem sagt, Chelsea fer áfram og það er líka mun sanngjarnara í ljósi þess að Liverpool er bara að hugsa um meistaradeildina og hvílir bara menn í deildinni.

Eins og þið sjáið þá skammast Gerrard sín svo mikið fyrir að spila með svona tæpu liði að hann reynir að halda fyrir liverpool-merkið.
En á miðvikudagskvöld verður miklum mun meiri skemmtun í gangi. Þá eigast við annars vegar skemmtilegasta lið í heimi og hins vegar ítölsku eðalmennin í AC Milan. Fyrri leikur liðanna fór 3-2 fyrir United svo það er á brattann að sækja fyrir mína menn á San Siro því það er erfitt að hafa fengið á sig 2 mörk á heimavelli. Mikið veltur á því úr hvaða mönnum verður að velja í vörninni en annars er það nú þannig að það þarf bara að skora fleiri mörk en andstæðingurinn og ég hef fulla trú á að við skorum eitthvað þarna.

Þessi mynd náðist af Ronaldo þar sem hann bað til guðs að G.Neville kæmi aftur í hægri bakvörðinn. Guð sagði honum að hann myndi hugsa málið ef Ronaldo hætti að vera með svona hommalegan svip. Hvað Ronaldo var að gera í portúgölsku landsliðstreyjunni sinni á þessum tíma er ekki vitað.
Mín spá er að United vinni 2-1 eftir að hafa komist í 2-0. R-in tvö skora bæði.
Jæja, á miðvikudaginn er markmiðið að þróa hugbúnað betur en hugbúnaður hefur áður verið þróaður því þá fer ég í próf í þróun hugbúnaðar. Þess vegna ætla ég að reyna að kíkja í bækur núna. Bið ykkur vel að lifa.
p.s. mér finnst þessi klippa fáránlega fyndin. Mr. Goma hélt að hann væri að fara í atvinnuviðtal hjá BBC en var ruglað saman við internetsérfræðing frá Apple og tekinn í viðtal í beinni um niðurhal á netinu. Fréttin um þetta er hérna.