Ef það fer einhvern tímann svo að ég hætti að blogga þá verður síðasta færslan mín allavega ekki einhver flipppæling um Edduna. Nei ó nei. Síðasta færslan mín yrði einhvers konar tímamótaverk. Hún fengi lesendur til að taka andköf og segja "jááá sæææll", og svoleiðis.
Ég skellti mér á handboltaleik hjá litlu systur í gær. Þarf náttúrulega ekki að spyrja að því að hennar lið vann sannfærandi sigur en það sem mér fannst merkilegt við þennan leik var að heyra hvað fólk lætur flakka af áhorfendapöllunum.
"Fékkstu dómaraskírteinið þitt úr kornfleks-pakka?" og fleiri gamlir gullmolar heyrðust frá foreldrum stelpnanna sem voru að spila. En því miður heyrðust ekki eintómir gullmolar því stundum fóru áhorfendur alveg yfir strikið við það að skíta yfir dómarana. Hafi áhorfendur verið til skammar þá voru þjálfararnir hræðilegir í þessum málum. Öskrandi og nöldrandi í dómurunum allan leikinn. Það virtist bara vera þeirra prinsipp að ef andstæðingurinn skoraði þá var mál að væla í dómurunum. Þeir voru allavega duglegri við það en að leiðbeina stelpunum.
Svo er reyndar eitt í þessu að það kann náttúrulega enginn handboltareglurnar. Annað hvort það eða þær eru mjög óskýrar.
Gaman að segja frá því að ég græddi 100.000 krónur í pókermóti um daginn. Þetta mun líklega hafa í för með sér að ég lendi fyrir fullt og allt í kviksyndi spilafíkninnar og enda á því að selja Volvoinn og skuldabréfin mín svo ég geti spilað meiri póker. Ég held samt ekki. Ég sé fyrir mér að ef ég get grætt 100.000 krónur á dag þá get ég grætt 3.000.000 á mánuði, og það er nú ekki ónýtt. Því miður hefur skólinn verið að taka allt of mikinn tíma af mér til að ég geti hrint þessari áætlun í framkvæmd en það kemur að því.
Ég skellti mér á handboltaleik hjá litlu systur í gær. Þarf náttúrulega ekki að spyrja að því að hennar lið vann sannfærandi sigur en það sem mér fannst merkilegt við þennan leik var að heyra hvað fólk lætur flakka af áhorfendapöllunum.
"Fékkstu dómaraskírteinið þitt úr kornfleks-pakka?" og fleiri gamlir gullmolar heyrðust frá foreldrum stelpnanna sem voru að spila. En því miður heyrðust ekki eintómir gullmolar því stundum fóru áhorfendur alveg yfir strikið við það að skíta yfir dómarana. Hafi áhorfendur verið til skammar þá voru þjálfararnir hræðilegir í þessum málum. Öskrandi og nöldrandi í dómurunum allan leikinn. Það virtist bara vera þeirra prinsipp að ef andstæðingurinn skoraði þá var mál að væla í dómurunum. Þeir voru allavega duglegri við það en að leiðbeina stelpunum.
Svo er reyndar eitt í þessu að það kann náttúrulega enginn handboltareglurnar. Annað hvort það eða þær eru mjög óskýrar.
Gaman að segja frá því að ég græddi 100.000 krónur í pókermóti um daginn. Þetta mun líklega hafa í för með sér að ég lendi fyrir fullt og allt í kviksyndi spilafíkninnar og enda á því að selja Volvoinn og skuldabréfin mín svo ég geti spilað meiri póker. Ég held samt ekki. Ég sé fyrir mér að ef ég get grætt 100.000 krónur á dag þá get ég grætt 3.000.000 á mánuði, og það er nú ekki ónýtt. Því miður hefur skólinn verið að taka allt of mikinn tíma af mér til að ég geti hrint þessari áætlun í framkvæmd en það kemur að því.