Nei, þið eruð ekki lent á blogginu hans Össurar. Ég fer líka stundum seint að sofa. Ég ætla að fara yfir árið í stuttu máli. Verkfræði í jan, feb, mar, apr og maí. Íþróttafréttir í jún, júl og ág. Verkfræði í sep, okt, nóv og des.
Eins og þið sjáið þá nenni ég ekki að gera upp annars skemmtilegt ár. Ég er að verða alveg óhemju latur. Látum tvo topplista fyrir liðið ár duga að sinni Binni.
Topp 5 vaxið mest í áliti.
1) Þjóðhátíð í Eyjum. Hélt aldrei að þetta væri svona magnað partí.
2) Blaðið, sem nú heitir reyndar 24 stundir. Fíla það jafnvel betur en fréttablaðið.
3) Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Var nú ansi neðarlega en ég er kominn á það að þetta sé fín kona. Ekki bara vegna þess að hún er sammála mér um auglýsingahléið í skaupinu.
4) Golfíþróttin. Þetta er tussuskemmtilegt þegar maður hittir kúluna.
5) Lögreglan. Hélt alltaf að hún vissi ekki hvernig ætti að minnka ofbeldi í miðbænum. Veit núna að þetta er auðvitað spurning um monní.
Topp 5 droppað í áliti.
1) Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Hélt að þetta væri nokkuð solid gaur. Núna held ég að hann sé gamall og kalkaður.
2) Serrano. Culiacan er að valta yfir þá í burritounum. Þar að auki kom lækkun virðisaukaskatts fram í verðinu hjá Culiacan á meðan að Serrano hækkaði það bara. Aular.
3) Íslenska landsliðið í knattspyrnu. Þó ég sé ekki í mínu besta formi leið mér stundum eins og ég gæti gert meira fyrir liðið en sumir sem tóku þátt í leikjum ársins.
4) Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool. Hann var ekki rankaður hátt en gott ef hann er ekki að fara ennþá meira í taugarnar á mér en áður. Það er svona um það bil alltaf leiðinlegt að horfa á Liverpool-leiki.
5) Ómar Ragnarsson. Hress fréttamaður en helvíti leiðinlegur stjórnmálamaður. Annars geldur hann þess að ég átti erfitt með að fylla þennan lista.
Eníveis. Þakka liðið og óska ykkur velfarnaðar á komandi ári. Verðum í bandi.
Eins og þið sjáið þá nenni ég ekki að gera upp annars skemmtilegt ár. Ég er að verða alveg óhemju latur. Látum tvo topplista fyrir liðið ár duga að sinni Binni.
Topp 5 vaxið mest í áliti.
1) Þjóðhátíð í Eyjum. Hélt aldrei að þetta væri svona magnað partí.
2) Blaðið, sem nú heitir reyndar 24 stundir. Fíla það jafnvel betur en fréttablaðið.
3) Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Var nú ansi neðarlega en ég er kominn á það að þetta sé fín kona. Ekki bara vegna þess að hún er sammála mér um auglýsingahléið í skaupinu.
4) Golfíþróttin. Þetta er tussuskemmtilegt þegar maður hittir kúluna.
5) Lögreglan. Hélt alltaf að hún vissi ekki hvernig ætti að minnka ofbeldi í miðbænum. Veit núna að þetta er auðvitað spurning um monní.
Topp 5 droppað í áliti.
1) Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Hélt að þetta væri nokkuð solid gaur. Núna held ég að hann sé gamall og kalkaður.
2) Serrano. Culiacan er að valta yfir þá í burritounum. Þar að auki kom lækkun virðisaukaskatts fram í verðinu hjá Culiacan á meðan að Serrano hækkaði það bara. Aular.
3) Íslenska landsliðið í knattspyrnu. Þó ég sé ekki í mínu besta formi leið mér stundum eins og ég gæti gert meira fyrir liðið en sumir sem tóku þátt í leikjum ársins.
4) Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool. Hann var ekki rankaður hátt en gott ef hann er ekki að fara ennþá meira í taugarnar á mér en áður. Það er svona um það bil alltaf leiðinlegt að horfa á Liverpool-leiki.
5) Ómar Ragnarsson. Hress fréttamaður en helvíti leiðinlegur stjórnmálamaður. Annars geldur hann þess að ég átti erfitt með að fylla þennan lista.
Eníveis. Þakka liðið og óska ykkur velfarnaðar á komandi ári. Verðum í bandi.