Helvíti á jörðu
Ég hef gengið í gegnum margt á minni ævi. T.d. dyr, hlið, göng og fleira. En aldrei á ævinni hef ég upplifað annað eins helvíti eins og síðustu dagar hafa verið. Ég get varla lýst líkamlegum óþægindunum og þó ég reyndi þá yrðu þær lýsingar aldrei neitt voðalega skemmtilegar lestrar. Ef þið finnið fyrir talsverðum slappleika þá mæli ég sem sagt ekki með því að þið harkið af ykkur, drífið ykkur í sturtu og skellið ykkur í tveggja tíma próf í iðnaðartölfræði. Það magnar slappleikann talsvert.
En núna á miðvikudaginn, eftir tveggja sólarhringa stanslausan viðbjóð, fór mér að líða nógu vel til að geta fært mig fram í sófa og horft á sjónvarp. Mér varð litið á dvd-stafla í sjónvarpshillunni og sá þar 1. seríu af þáttum sem heita Desperate Housewives. Hafði heyrt frábæra hluti um þessa þætti frá kvenþjóðinni og Magga þannig að ég ákvað að skella fyrsta þætti í tækið. Það varð ekki aftur snúið. Á tveimur sólarhringum horfði ég á 23 þætti af Despo. Það er u.þ.b. 16 og hálf klukkustund af útúrbótoxuðum úthverfamömmum. Án djóks. Þvílík snilld! Fyndið, spennandi, dramatískt. Ef það er hommalegt að horfa á þessa þætti þá býst ég við að ég sé Friðrik Ómar.
Hafandi gert lítið annað en að horfa á þessa þætti síðustu tvo daga þá finn ég að ég er orðinn mjög náinn aðalpersónunum. Það er ekkert auðvelt að gera upp á milli þeirra enda lít ég á þær allar sem vinkonur mínar, en ef ég ætti að gera vinsældalista væri hann svona.
1) Susan. Ég eeelska Susan. Hún er kannski mesti snillingur sem sjónvarpið hefur alið, og skemmtilega mikill hrakfallabálkur. Alltaf þegar hún dettur á andlitið eða missir handklæðið niður um sig, þá hugsa ég "Susan Susan Susan", hristi höfuðið og brosi út í annað. Svo er hún líka heitust af þeim fjórum, það er ekki nokkur vafi.
98) Bree. Ég sárvorkenni Bree. Hún sem gerir allt fyrir fjölskylduna sína en fær ekkert nema skít og skömm fyrir. Gerði þau mistök að giftast hálfvita og þarf nú að lifa með því. Áður en ég tók þetta massíva session hafði ég séð einhverja 3-4 þætti í sjónvarpinu og hafði alltaf á tilfinningunni að Bree væri hálfviti. Núna er ég kominn með miklu betri innsýn og sé hvað hún á bágt.
99) Gabrielle. Flestum finnst Gabby sjóðandi heit en hún er náttúrulega svona 1,20 sem mér finnst ekki kúl. Svo hata ég hana fyrir það hvernig hún fer með Carlos, þann eðalnáunga. Hún er í raun heppinn að hafa Lynette því annars væri hún neðst.
100) Lynette. Vááááá, hættu að væla kelling. Verandi veikur þá kveið ég öllum þeim mínútum af þáttunum þar sem þessi kona þurfti að vera að díla við krakkana sína. Það tók á taugarnar. En hún kann að velja barnapíu, það má hún eiga.
Þessi færsla var í boði Q-bar.
Ég hef gengið í gegnum margt á minni ævi. T.d. dyr, hlið, göng og fleira. En aldrei á ævinni hef ég upplifað annað eins helvíti eins og síðustu dagar hafa verið. Ég get varla lýst líkamlegum óþægindunum og þó ég reyndi þá yrðu þær lýsingar aldrei neitt voðalega skemmtilegar lestrar. Ef þið finnið fyrir talsverðum slappleika þá mæli ég sem sagt ekki með því að þið harkið af ykkur, drífið ykkur í sturtu og skellið ykkur í tveggja tíma próf í iðnaðartölfræði. Það magnar slappleikann talsvert.
En núna á miðvikudaginn, eftir tveggja sólarhringa stanslausan viðbjóð, fór mér að líða nógu vel til að geta fært mig fram í sófa og horft á sjónvarp. Mér varð litið á dvd-stafla í sjónvarpshillunni og sá þar 1. seríu af þáttum sem heita Desperate Housewives. Hafði heyrt frábæra hluti um þessa þætti frá kvenþjóðinni og Magga þannig að ég ákvað að skella fyrsta þætti í tækið. Það varð ekki aftur snúið. Á tveimur sólarhringum horfði ég á 23 þætti af Despo. Það er u.þ.b. 16 og hálf klukkustund af útúrbótoxuðum úthverfamömmum. Án djóks. Þvílík snilld! Fyndið, spennandi, dramatískt. Ef það er hommalegt að horfa á þessa þætti þá býst ég við að ég sé Friðrik Ómar.
Hafandi gert lítið annað en að horfa á þessa þætti síðustu tvo daga þá finn ég að ég er orðinn mjög náinn aðalpersónunum. Það er ekkert auðvelt að gera upp á milli þeirra enda lít ég á þær allar sem vinkonur mínar, en ef ég ætti að gera vinsældalista væri hann svona.
1) Susan. Ég eeelska Susan. Hún er kannski mesti snillingur sem sjónvarpið hefur alið, og skemmtilega mikill hrakfallabálkur. Alltaf þegar hún dettur á andlitið eða missir handklæðið niður um sig, þá hugsa ég "Susan Susan Susan", hristi höfuðið og brosi út í annað. Svo er hún líka heitust af þeim fjórum, það er ekki nokkur vafi.
98) Bree. Ég sárvorkenni Bree. Hún sem gerir allt fyrir fjölskylduna sína en fær ekkert nema skít og skömm fyrir. Gerði þau mistök að giftast hálfvita og þarf nú að lifa með því. Áður en ég tók þetta massíva session hafði ég séð einhverja 3-4 þætti í sjónvarpinu og hafði alltaf á tilfinningunni að Bree væri hálfviti. Núna er ég kominn með miklu betri innsýn og sé hvað hún á bágt.
99) Gabrielle. Flestum finnst Gabby sjóðandi heit en hún er náttúrulega svona 1,20 sem mér finnst ekki kúl. Svo hata ég hana fyrir það hvernig hún fer með Carlos, þann eðalnáunga. Hún er í raun heppinn að hafa Lynette því annars væri hún neðst.
100) Lynette. Vááááá, hættu að væla kelling. Verandi veikur þá kveið ég öllum þeim mínútum af þáttunum þar sem þessi kona þurfti að vera að díla við krakkana sína. Það tók á taugarnar. En hún kann að velja barnapíu, það má hún eiga.
Þessi færsla var í boði Q-bar.