Jæja, það er komið að því að grafa oní fjársjóðskistu þessa bloggs og rifja upp gamlan og skemmtilegan leik. Nefnilega spurningakeppni alþýðunnar. Tíu spurningar verða bornar fram og skulu svör send á e-mailið doktorsindri@hotmail.com. Í verðlaun þetta skiptið er útaðborða fyrir tvo á gráa kettinum og frítt á skíði fyrir alla fjölskylduna á Langjökli. Hér koma spurningarnar:
1) Feðgar lenda í árekstri og pabbinn deyr. Sonurinn er sendur með hraði upp á spítala í aðgerð en læknirinn segist ekki geta framkvæmt aðgerðina, þetta sé sonur hans. Hvernig má það vera?
2) Ef ég færi frá Reykjavík á norðurpólinn, og þaðan til Moskvu, í hvaða átt færi ég frá norðurpólnum til Moskvu?
3) Hverjar eru líkurnar á því að fá tvo ása á hendi í Texas Hold´em póker?
4) Frá hvaða landi kemur konan sem setti tvö heimsmet í sundi á dögunum. Metin setti hún bæði í sömu "tegund" af sundi en annað var 200 metra og hitt 400 metra.
5) Hvenær útskrifast ég með BS-gráðu í iðnaðarverkfræði?
6) Hver er núverandi formaður ungra jafnaðarmanna?
7) Úr hvaða lagi er þetta textabrot og hvaða snillingur samdi textann?
"Tinni er hetja, vinur í raun,
sumir vilja meina að hann drekki á laun"
8) Hver drap Gísla Súrsson?
9) Hvað kostar að taka þátt í lukkuhjólinu á English Pub og hvaða tveir vinningar eru bestir?
10) Hvað er móðir mín með margar tær?
Ég hef ákveðið að stækka vinninginn því ég er nokkuð viss um að enginn geti svarað þessu öllu. Ofan á fyrrgreindan vinning bætist leikhúsferð með mér á Engisprettur í Þjóðleikhúsinu, ísbíltúr og ótakmörkuð ást og kærleikur. Sem og að sjálfsögðu það sem flestir renna kannski hýru auga til... heiðurinn!
Gangi ykkur vel, og ég minni á að þið eigið ekki að svara í kommentum. Sendið á doktorsindri@hotmail.com.
1) Feðgar lenda í árekstri og pabbinn deyr. Sonurinn er sendur með hraði upp á spítala í aðgerð en læknirinn segist ekki geta framkvæmt aðgerðina, þetta sé sonur hans. Hvernig má það vera?
2) Ef ég færi frá Reykjavík á norðurpólinn, og þaðan til Moskvu, í hvaða átt færi ég frá norðurpólnum til Moskvu?
3) Hverjar eru líkurnar á því að fá tvo ása á hendi í Texas Hold´em póker?
4) Frá hvaða landi kemur konan sem setti tvö heimsmet í sundi á dögunum. Metin setti hún bæði í sömu "tegund" af sundi en annað var 200 metra og hitt 400 metra.
5) Hvenær útskrifast ég með BS-gráðu í iðnaðarverkfræði?
6) Hver er núverandi formaður ungra jafnaðarmanna?
7) Úr hvaða lagi er þetta textabrot og hvaða snillingur samdi textann?
"Tinni er hetja, vinur í raun,
sumir vilja meina að hann drekki á laun"
8) Hver drap Gísla Súrsson?
9) Hvað kostar að taka þátt í lukkuhjólinu á English Pub og hvaða tveir vinningar eru bestir?
10) Hvað er móðir mín með margar tær?
Ég hef ákveðið að stækka vinninginn því ég er nokkuð viss um að enginn geti svarað þessu öllu. Ofan á fyrrgreindan vinning bætist leikhúsferð með mér á Engisprettur í Þjóðleikhúsinu, ísbíltúr og ótakmörkuð ást og kærleikur. Sem og að sjálfsögðu það sem flestir renna kannski hýru auga til... heiðurinn!
Gangi ykkur vel, og ég minni á að þið eigið ekki að svara í kommentum. Sendið á doktorsindri@hotmail.com.