Dauður úr öllum æðum? Hræddur um ekki. Ég er alveg helvíti kátur og hress og finnst nú alveg kominn tími á að láta ykkur kæru lesendur vita hvað er búið að vera að gerast síðasta mánuðinn, en hann er sannarlega búinn að vera viðburðaríkur.
Fyrst vil ég samt segja að þú lýtur helvíti vel út.
"Then we had the fun with the beers." - ferð Sindra til Asíu í máli og myndum.1. kafli. Dansað í Danmörku.Nýbúinn með síðasta prófið mitt hélt ég út í leifsstöð ásamt 30 föngulegum verkfræðinemum. Þaðan flugum við eldhress til Danmerkur og ég gat skoðað Kaupmannahöfn í fyrsta skipti á ævinni (believe it babe). Ég er ekkert sérstaklega heillaður, en í góðum hópi er allt gaman. Ég man ekki alveg hvað við gerðum í Danmörku annað en að tana og djamma, en mér veitti svo sem ekki af hvoru tveggja eins og sjá má.
2. kafli. Sólarhrings ferðalag.Eftir eina nótt í danaveldi flugum við til Kína með viðkomu í Singapúr. Það var ógeðslega gaman því í flugvélinni var hægt að leika sér í gömlum nintendoleikjum og kláraði ég Super Mario tvisvar, auk þess að horfa á óskarsverðlaunamyndina National Treasure II. Svo fékk ég blautan þvottapoka og góðan mat. Klassi.
3. kafli. Shanghai, Kína.Shanghai er aðeins öðruvísi en Skógar. Lentum þar í þriggja daga þjóðarsorg vegna hrikalegra jarðskjálfta sem sviptu tugi þúsunda lífi. Allt glens var illa séð í þann tíma. Sem betur fer var því lokið þegar United mætti Chelsea í úrslitum meistaradeildarinnar, klukkan 3 um nótt. Vegna framlengingar og vítaspyrnukeppni náði ég engum svefni áður en við þurftum að mæta í vísindaferð í Glitni daginn eftir, svo ég var álíka hress þar og Ástþór Magnússon.
Ég fór allra minna ferða í Kína með þessum ágæta manni.Ég hristi hins vegar af mér slenið fyrir landsleik Kína og Íslands þar sem Sverrisson skoraði jöfnunarmark á lokaandartökum leiksins. Eftir góðan leik var svo fullkomið að komast í ekta kínverskt nudd (sem sagt ekkert vafasamt), djöfull var það gott. Fannst reyndar svoldið spes að vera nuddaður innan í eyrunum, en ég meina, nýtt land nýr kúltúr og allt það.
En Kína var sem sagt mjög kúl. Það sem kom mér á óvart var eftirfarandi:
1) Maturinn sem ég fékk var yfirleitt vondur.
2) Kínverjar eru hættir að nota Kínahatta.
3) Það eru meiriháttar háhýsi í Shanghai.
4) Það eru klárlega til hotties í Kína, samanber fararstjórinn okkar.
5) Ef maður biður um að fá að fara út í sveit í Kína er farið með mann í lítinn bæ þar sem búa bara 5-6 milljónir manns.
Sumum Kínverjum fannst mjög fyndið að sjá ljóshært og hvítt fólk.4. kafli. Singapúr, Singapúr.Ótrúlega flott borg og eitthvað sem ég þurfti á að halda eftir slömmið sem stór hluti Shanghai er. Á leiðinni upp á hótel vorum við hrædd með sögum af fjársektum fyrir að henda rusli og hengingum fyrir að nota fíkniefni. Tveir ósiðir sem ég þurfti því að halda í lágmarki þessa daga sem við vorum í Singapúr. Það eru á að giska þúsund verslunarmiðstöðvar á hvern ferkílómeter í Singapúr þannig að maður hefði nú alveg getað verslað þar, sérstaklega ef peningar yxu á trjám því ekki er þetta ódýrt land. Gaman að hafa komið þangað og heimsókn í Tiger-bjórverksmiðjuna þar sem hinn frábæri Baron-bjór var meðal annars teigaður, var hressandi.

Í Singapúr djammar fólk í gullhjólastólum.
5. kafli. Phuket, Taílandi.Nýlentur í Phuket labbaði ég ásamt Knúti snillingi niður á strönd til að tana. Á leiðinni sá ég 10 stelpur flissa og horfa á okkur, og svo gekk ein þeirra til mín, kleip í hægri geirvörtuna mína og fór að hlæja. Þá fór ég að velta fyrir mér hvar ég væri lentur. Svo sögðu þær setningar sem við fengum að heyra oft á dag hvar sem við fórum um Phuket:
"Halloooo massage", "happy ending" og "Love you long time".
Mjög hressandi. Taílenskar nuddstofur eru sem sagt aðeins öðruvísi en þær kínversku og eru víst ennþá fleiri líkamspartar nuddaðir en í Kína.
Hópurinn skellti sér svo á djammið, sem var mjög svipað og í Reykjavík. Fyrir utan að allar taílensku stelpurnar voru á undirfötum eða eingöngu naríum, og í stað þess að sitja við barinn eða dansa á dansgólfinu dönsuðu þær við súlur uppi á barborðum. Hressandi tilbreyting.
Nú hugsa kannski margir; "fékkstu ekki hálsríg af því að sitja við barborðið og horfa á allsberar kellingar?" en Taíland er nú bara svo frábært land að það er séð við þessu. Inni á karlaklósettinu var nefnilega hnykkjari að störfum sem sá um að laga hálsríginn og nudda á manni axlirnar fyrir ca. 20 krónur.
Máni og Snorri voru hundfúlir með djammið í Taílandi.Við tókum líka gott einkadjamm á afskekktri eyju (Phi-Phi) eina nóttina og var það klárlega eitt skemmtilegasta kvöld ferðarinnar. Kl. 3 um nóttina lékum við svo annan landsleik, nú við Taíland á ströndinni. Selurinn Snorri og ísbjörninn Knútur sáu um markaskorunina að þessu sinni í naumum 5:4 sigri.
6. kafli. Bangkok, Taílandi.Til að kóróna góða ferð eyddum við síðustu tveimur dögunum í Bangkok, borg sem oft hefur verið kölluð Bangkok suðursins (ég þakka). Á daginn er það athyglisverð borg með ótrúlegum minnisvörðum og athyglisverðum eróbikkhópum. En á kvöldin breytist borgin í sveittasta djammstað veraldar. Við löbbuðum meðal annars framhjá hórustað þar sem í gættinni stóðu leðurklæddar stelpur með svipur sem spurðu hvort ég væri búinn að vera óþægur. Við sáum einnig konu spila borðtennis með líkamspart sem ég er nokkuð viss um að var ekki gerður fyrir slíkt, og hann var allavega ekki gerður í þeim tilgangi að stinga þangað rakvélarblöðum miðað við svipinn á konunni.
Ég passaði mig á að vera nálægt Knúti í Bangkok því hann er svo lífsreyndur.
7. kafli. Flogið heim.Lítið meira um það að segja. Svaf mestallan tímann.
Til að súmmera upp þá var þessi ferð alveg yndisleg og klárlega þess virði að eyða í hana hálfri milljón. Vel við hæfi að kveðja verkfræðinámið að sinni með þessari ferð og vonandi á maður svo eftir að sjá einhver af þessum andlitum oftar í framtíðinni (og þegar ég segi andlit þá meina ég náttúrulega bikiníklædda kvenrassa og þegar ég segi einhver þá meina ég náttúrulega þessa heitustu).
Ég kveð með hressandi og hommalegri mynd af mér og Bjössa, og bið lesendur að veita athygli glensaranum Eyma sem var frábær herbergisfélagi í ferðinni, og lét ekkert á sig fá að vera kýldur svo illa í punginn að hann ældi.

Coming up á þessari síðu eru svo skemmtilegar pælingar um útskrift, framtíð, Holland, fiskveiðistefnu Íslendinga og fleira.
Ykkar einlægur, Sindri.
p.s. ég tók að sjálfsögðu engar myndir sjálfur í Asíu enda er ég auli. Þakka Nella og Maggý kærlega fyrir lánið á myndum.