Ég læt sjaldan blekkjast af tilboðum, hef ekki farið á útsölu síðan ég vann í intersport, og hef í raun alltaf varann á. En núna er ég líklega búinn að selja Tal sálu mína því ég samdi um að vera hjá fyrirtækinu næstu sex mánuði gegn því að fá mánaðarlangt fríkort á bónus-video. Ég þykist vita að einhvers staðar í smáa letrinu hafi ég ánafnað Tal allar mínar veraldlegu eigur ef ég fell frá.
Talandi um tilboð og svona þá finnst mér þau oft vera frekar undarleg. Ég nefni tilboðið á Aktu Taktu sem dæmi. Hamborgari og kók á 400? Við vitum öll að enginn borðar hamborgara án þess að bæta við frönskum og millistærð kostar 429. Það gerir 829 sem er hundlélegt. Þetta frábæra afmælistilboð er reyndar hætt núna og hambó, franskar og kók kosta nú 929. Til samanburðar kostar hambó, franskar og kók í golfskálanum í mosó 850, en þeir eru örugglega að selja mikið fleiri borgara þar.
Annað tilboð sem hefur verið mér hugleikið í sumar er það sem er í gangi í Bónus. Í hvert eitt og einasta skipti sem ég hef komið þangað í sumar hafa svínakótiletturnar verið á 30% afslætti. Það voru engar svínakótilettur, en svo komu svínakótilettur, og þegar svínakótiletturnar komu voru þær á 30% afslætti. Er það ekki jafnvel skrítnara en síðasta setning? Mér finnst þetta alla vega alveg fáránlegt. Segið mér bara hvað kjötið kostar í staðinn fyrir að heilla mig með einhverjum gulum afsláttarmiða.
Eða tilboð þeirra ágætu manna sem sjá um stöð2sport2, stöðina sem sýnir enska boltann. Fáðu þér áskrift í 12 mánuði og þú færð 5% afslátt. Það þýðir sparnað upp á 2.628 krónur á ári. Ef ég hins vegar sleppi því að vera áskrifandi í júní og júlí, ÞEGAR ÞAÐ ER ENGINN ENSKI BOLTI Í GANGI, spara ég 8.780 krónur. Og þetta er miðað við verðið sem hefur verið síðasta árið, en það er auðvitað að fara að hækka um 400 kall á mánuði. Helvíti blóðugt að þurfa að borga 4790 krónur á mánuði tveimur árum eftir að maður borgaði 2000 kall, en auðvitað er Guðni Bergs með þátt á laugardagskvöldum þannig að þetta er vel skiljanlegt.
Fleiri tilboð mætti nefna eins og þetta skíta límmiðakerfi hjá Serrano. Þú safnar sirka sautján miðum og færð einn burrito frían, en þarft að kaupa þér gos með honum. Ekki svo að skilja að ég vilji fá frítt gos, en það er fáránlegt að hreinlega VERÐA að kaupa gos til þess að fá frían burrito. Voðalega frír eitthvað.
Hmm, komst allsvakalega á flug þarna. Ætlaði nú bara aðeins að tjá mig og benda báðum lesendum mínum á glænýja bloggsíðu meistara Helga Hrafns sem er farinn til Ástralíu að læra grafíska hönnun. Síðan hans er hér.
Góðar stundir.
Talandi um tilboð og svona þá finnst mér þau oft vera frekar undarleg. Ég nefni tilboðið á Aktu Taktu sem dæmi. Hamborgari og kók á 400? Við vitum öll að enginn borðar hamborgara án þess að bæta við frönskum og millistærð kostar 429. Það gerir 829 sem er hundlélegt. Þetta frábæra afmælistilboð er reyndar hætt núna og hambó, franskar og kók kosta nú 929. Til samanburðar kostar hambó, franskar og kók í golfskálanum í mosó 850, en þeir eru örugglega að selja mikið fleiri borgara þar.
Annað tilboð sem hefur verið mér hugleikið í sumar er það sem er í gangi í Bónus. Í hvert eitt og einasta skipti sem ég hef komið þangað í sumar hafa svínakótiletturnar verið á 30% afslætti. Það voru engar svínakótilettur, en svo komu svínakótilettur, og þegar svínakótiletturnar komu voru þær á 30% afslætti. Er það ekki jafnvel skrítnara en síðasta setning? Mér finnst þetta alla vega alveg fáránlegt. Segið mér bara hvað kjötið kostar í staðinn fyrir að heilla mig með einhverjum gulum afsláttarmiða.
Eða tilboð þeirra ágætu manna sem sjá um stöð2sport2, stöðina sem sýnir enska boltann. Fáðu þér áskrift í 12 mánuði og þú færð 5% afslátt. Það þýðir sparnað upp á 2.628 krónur á ári. Ef ég hins vegar sleppi því að vera áskrifandi í júní og júlí, ÞEGAR ÞAÐ ER ENGINN ENSKI BOLTI Í GANGI, spara ég 8.780 krónur. Og þetta er miðað við verðið sem hefur verið síðasta árið, en það er auðvitað að fara að hækka um 400 kall á mánuði. Helvíti blóðugt að þurfa að borga 4790 krónur á mánuði tveimur árum eftir að maður borgaði 2000 kall, en auðvitað er Guðni Bergs með þátt á laugardagskvöldum þannig að þetta er vel skiljanlegt.
Fleiri tilboð mætti nefna eins og þetta skíta límmiðakerfi hjá Serrano. Þú safnar sirka sautján miðum og færð einn burrito frían, en þarft að kaupa þér gos með honum. Ekki svo að skilja að ég vilji fá frítt gos, en það er fáránlegt að hreinlega VERÐA að kaupa gos til þess að fá frían burrito. Voðalega frír eitthvað.
Hmm, komst allsvakalega á flug þarna. Ætlaði nú bara aðeins að tjá mig og benda báðum lesendum mínum á glænýja bloggsíðu meistara Helga Hrafns sem er farinn til Ástralíu að læra grafíska hönnun. Síðan hans er hér.
Góðar stundir.