Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að konur séu ekki jafn fyndnar og við hinir brjóstalausu. Þess vegna grunar mig að ákveðið hafi verið að senda Tinu Fey af himnum ofan til að breyta þessari karlrembusvínslegu skoðun minni. Hún er nokkurn veginn alveg eins og draumaeiginkonan mín ætti að vera. Sæt, hress og alveg ótrúlega skemmtileg. Eða það er hún alla vega þegar hún er að leika aðahlutverkið í 30 rock. Ég geti ekki beðið eftir að þriðja serían detti inn af þessum eðalþáttum.
Að öðru. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þennan kompásþátt um daginn sem var búið að gera svo mikið úr. Ég var að vonast eftir einhverju saklausu fórnarlambi handrukkara sem myndi fá mig til að fella tár (skrifaði fyrst "fá mig til að væta kverkarnar" en svo mundi ég hvað það þýðir) en í staðinn var mér boðið upp á einhvern þann vafasamasta náunga sem ég hef á ævinni litið. Átti maður að vorkenna honum og hugsa um hvað allt væri komið í óefni á Íslandi? Ég alla vega fann ekki fyrir snefil af vorkunn.
Landsleikur við Frakka á morgun þar sem jafntefli dugar til að Ísland komist á EM. Hver hefði trúað því? Ég væri alveg óhemju mikið til í að vera í Frakklandi á leiknum en í staðinn sé ég fram á að horfa á leikinn í sjónvarpinu, þunnur. Ef einhver vill bjóða mér í vöfflur og meððí á meðan á leiknum stendur þá vinsamlegast skiljið eftir skilaboð í kommentum.
p.s. Ég er ennþá að bíða eftir réttum svörum við spurningunum tveimur frá því í þriðju síðustu færslu. Við réttu svari fæst bíódeit en ég skal viðurkenna að seinni spurningin er mjög erfið fyrir þá sem vita ekki nákvæmlega hvaða bíltegund ég ek.
Að öðru. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þennan kompásþátt um daginn sem var búið að gera svo mikið úr. Ég var að vonast eftir einhverju saklausu fórnarlambi handrukkara sem myndi fá mig til að fella tár (skrifaði fyrst "fá mig til að væta kverkarnar" en svo mundi ég hvað það þýðir) en í staðinn var mér boðið upp á einhvern þann vafasamasta náunga sem ég hef á ævinni litið. Átti maður að vorkenna honum og hugsa um hvað allt væri komið í óefni á Íslandi? Ég alla vega fann ekki fyrir snefil af vorkunn.
Landsleikur við Frakka á morgun þar sem jafntefli dugar til að Ísland komist á EM. Hver hefði trúað því? Ég væri alveg óhemju mikið til í að vera í Frakklandi á leiknum en í staðinn sé ég fram á að horfa á leikinn í sjónvarpinu, þunnur. Ef einhver vill bjóða mér í vöfflur og meððí á meðan á leiknum stendur þá vinsamlegast skiljið eftir skilaboð í kommentum.
p.s. Ég er ennþá að bíða eftir réttum svörum við spurningunum tveimur frá því í þriðju síðustu færslu. Við réttu svari fæst bíódeit en ég skal viðurkenna að seinni spurningin er mjög erfið fyrir þá sem vita ekki nákvæmlega hvaða bíltegund ég ek.