Lífið er hverfult. Einn daginn ertu í bestu vinnu í heimi og í saklausri sveiflu með einhverri svakalegri gellu, þann næsta ertu að verða atvinnulaus og færð sms þar sem stendur "ég er ófrísk." Þannig er alla vega lífið mitt.
Ég var sem sagt staddur hjá ömmu í kvöld þar sem fólk snæddi lambakjöt og hafði gaman. Svo fékk ég sms og bara "jæja, ætli strákarnir séu að bjóða manni í öl eða bíó eða eitthvað hressandi?" en neinei, þá var þetta frá númeri sem ég hafði aldrei séð áður og það eina sem stóð var "ég er ólétt." Ég verð að játa að mér finnst eitthvað spennandi við það að verða pabbi og svona en þetta er kannski ekki besti tíminn til þess, og jafnframt væri fínt að vera í sambandi við konuna.
Ég reyndi að hringja í númerið en það var eins og það væri slökkt á símanum. Ég vissi ekki alveg hvort mér ætti að finnast þetta fyndið, spennandi eða skelfilegt. Næstu klukkutímana var ég alla vega með pínu ónot í maganum. Maður hefur heyrt dæmi um svona nokkuð, að menn fái svona smá fréttir bara í sms-i. Svo fór ég nú að komast á þá skoðun að eitthvað mega-lélegt grín væri í gangi. Skildi samt ekki alveg út á hvað það átti að ganga.
Svo fór ég að velta fyrir mér hvort þetta væri bara frá einhverri vinkonu minni sem vildi láta alla sem hún þekkti vita að hún væri ólétt. Bara svona að segja frá sér. Fannst samt að það hefði þá líka mátt standa "hæ hæ og halló" eða eitthvað í skilaboðunum.
Það var svo ekki fyrr en seint um kvöldið að ég náði sambandi við númerið og kona svaraði. Hún átti hins vegar ekki símann heldur 12 ÁRA DÓTTIR HENNAR. Á þessum tímapunkti gerðist svolítið sem ekki gerist oft, en það var það að ég fór að taka málið alvarlega. Þar sem ég er fljótari að hugsa en allt liðið í CSI til samans var ég fljótur að átta mig á stöðunni, vona ég. Tólf ára stelpa hafði sent mér sms um að hún væri ólétt en ætlað að senda það í annað númer. Ég sá ekki annað í stöðunni en að segja mömmunni sólarsöguna og benda henni á að horfa á Juno. Ég vona innilega að ég hafi gert hið rétta í stöðunni og að litla stelpan fái stuðning eins og Juno en ekki skít og skammir.
Svona gerast nú ævintýrin á venjulegum mánudegi.
P.S. Yrði ég góður pabbi?
Ég var sem sagt staddur hjá ömmu í kvöld þar sem fólk snæddi lambakjöt og hafði gaman. Svo fékk ég sms og bara "jæja, ætli strákarnir séu að bjóða manni í öl eða bíó eða eitthvað hressandi?" en neinei, þá var þetta frá númeri sem ég hafði aldrei séð áður og það eina sem stóð var "ég er ólétt." Ég verð að játa að mér finnst eitthvað spennandi við það að verða pabbi og svona en þetta er kannski ekki besti tíminn til þess, og jafnframt væri fínt að vera í sambandi við konuna.
Ég reyndi að hringja í númerið en það var eins og það væri slökkt á símanum. Ég vissi ekki alveg hvort mér ætti að finnast þetta fyndið, spennandi eða skelfilegt. Næstu klukkutímana var ég alla vega með pínu ónot í maganum. Maður hefur heyrt dæmi um svona nokkuð, að menn fái svona smá fréttir bara í sms-i. Svo fór ég nú að komast á þá skoðun að eitthvað mega-lélegt grín væri í gangi. Skildi samt ekki alveg út á hvað það átti að ganga.
Svo fór ég að velta fyrir mér hvort þetta væri bara frá einhverri vinkonu minni sem vildi láta alla sem hún þekkti vita að hún væri ólétt. Bara svona að segja frá sér. Fannst samt að það hefði þá líka mátt standa "hæ hæ og halló" eða eitthvað í skilaboðunum.
Það var svo ekki fyrr en seint um kvöldið að ég náði sambandi við númerið og kona svaraði. Hún átti hins vegar ekki símann heldur 12 ÁRA DÓTTIR HENNAR. Á þessum tímapunkti gerðist svolítið sem ekki gerist oft, en það var það að ég fór að taka málið alvarlega. Þar sem ég er fljótari að hugsa en allt liðið í CSI til samans var ég fljótur að átta mig á stöðunni, vona ég. Tólf ára stelpa hafði sent mér sms um að hún væri ólétt en ætlað að senda það í annað númer. Ég sá ekki annað í stöðunni en að segja mömmunni sólarsöguna og benda henni á að horfa á Juno. Ég vona innilega að ég hafi gert hið rétta í stöðunni og að litla stelpan fái stuðning eins og Juno en ekki skít og skammir.
Svona gerast nú ævintýrin á venjulegum mánudegi.
P.S. Yrði ég góður pabbi?