Ég er farinn að skilja hvernig þetta kommentadæmi virkar. Ef ég sleppi því að blogga í tvo mánuði er smá möguleiki á því að fá komment frá slatta af fólki en annars mun ég þurfa að gera mér að góðu athugasemdir frá sirka tveimur aðilum, jafnvel þó færslan sem ég skrifi sé álíka löng og biblían.
Mér barst reyndar í dag skemmtilegt komment við eldgamla færslu um körfuboltaspjöldin mín gömlu, frá aðila sem hefur hug á að eignast þau. Ég vil þess vegna taka skýrt fram hér að þessi spjöld eru ekki til sölu nema gegn mjög háu verði (og/eða blíðuhótum þokkagyðja, en þær safna víst sjaldnast körfuboltaspjöldum). Svo háu verði að á þessum tímum þykir mér næsta víst að enginn sé tilbúinn að greiða það.
Helgin sem nú er nýliðin fór að mestu í lærdóm fyrir utan djamm bæði kvöldin. Ég ætti í raun að fá einhvers konar verðlaun fyrir að hafa getað rifið mig upp á sunnudaginn til að fara í skólann og vinna eitthvað hópverkefni (TAF, TARP og TALF... hver hefur ekki gaman að því?).
Einnig ætti ég, ásamt tveimur Röggum einum Magga og einum Krissa, að fá einhvers konar verðlaun fyrir að labba niður í bæ á laugardagskvöldið. Lentum í mesta snjóstormi sem geysað hefur á Íslandi. Drýgðum við allir mikla hetjudáð og minntum á persónur þáttaraðarinnar Band of brothers hvar við börðumst í gegnum storminn og pössuðum okkur á að skilja engan mann eftir en Krissi var mjög nálægt því að gefast upp á Snorrabrautinni. Þá sagði ég við hann: "Hvað ef að gæjarnir sem sigldu að ströndum Normandí hefðu bara skitið í brækurnar og ákveðið að reyna að synda til baka!?!" Svo gaf ég honum kinnhest og hann komst til sjálfs síns, og gott ef hann varð ekki forystusauður hópsins í kjölfarið.
Við komumst sem betur fer lífs af niður í bæ en þessi ferð kenndi mér að meta betur það góða líf sem maður lifir. Það virkaði ekkert á dömurnar. Þær vilja greinilega harða gæjann sem er alveg sama um fokking lífið. Lenti samt í puttastríði við einhverja útlenska stelpu inni á kaffibarnum. Veit ekkert um hver aðdragandinn að því var. Vann stríðið eftir rugl harða baráttu en tapaði dömunni.
Er hægt að vera meira fullorðins en að lesa Íslandsklukkuna áður en maður fer að sofa? Ég er alla vega að því núna. Djöfull sem ég fíla þessa þroskaheftu bóndadurga sem Laxness getur búið til. Ég held jafnvel að innst inni sé ég þroskaheftur bóndadurgur.
Skotland - Ísland er á miðvikudaginn og Raggi T. hefur fært mér þær gleðifréttir að leikurinn verði í opinni dagskrá í frægasta barnaperrahúsi landsins, svo þar finniði mig á miðvikudagskvöld. Ég hlakka óeðlilega mikið til að sjá þennan leik og hvaða byrjunarliði verður stillt upp. Djöfull vona ég svo líka að við vinnum. Ég er mjög bjartsýnn. Reyndar er ég svo bjartsýnn að ég hugsa stundum til þess hvernig það yrði að komast á HM í Suður-Afríku. Menn virðast sammála um að það sé fáránleg hugmynd en ef einhver er tilbúinn að veðja við mig um þetta þá er það sjálfsagt gegn þessum forsendum:
Ísland kemst áfram = ég fæ 100.000 kall frá þeim aðila
Ísland kemst ekki áfram = ég borga þeim aðila 5.000 kall.
p.s. veit einhver ástæðuna fyrir því að páskaegg komu í búðir fyrir hálfum mánuði en samt eru ennþá tvær vikur í páskana? Er fólk almennt að gefa skít í hefðir og étur páskaegg löngu fyrir páskadag?
p.p.s. fór að hugsa málið og datt niður á þá niðurstöðu að kannski sé þetta til þess að fólk geti keypt páskaegg fyrir þá sem búa í útlöndum. Er það ekki líkleg skýring?
Mér barst reyndar í dag skemmtilegt komment við eldgamla færslu um körfuboltaspjöldin mín gömlu, frá aðila sem hefur hug á að eignast þau. Ég vil þess vegna taka skýrt fram hér að þessi spjöld eru ekki til sölu nema gegn mjög háu verði (og/eða blíðuhótum þokkagyðja, en þær safna víst sjaldnast körfuboltaspjöldum). Svo háu verði að á þessum tímum þykir mér næsta víst að enginn sé tilbúinn að greiða það.
Helgin sem nú er nýliðin fór að mestu í lærdóm fyrir utan djamm bæði kvöldin. Ég ætti í raun að fá einhvers konar verðlaun fyrir að hafa getað rifið mig upp á sunnudaginn til að fara í skólann og vinna eitthvað hópverkefni (TAF, TARP og TALF... hver hefur ekki gaman að því?).
Einnig ætti ég, ásamt tveimur Röggum einum Magga og einum Krissa, að fá einhvers konar verðlaun fyrir að labba niður í bæ á laugardagskvöldið. Lentum í mesta snjóstormi sem geysað hefur á Íslandi. Drýgðum við allir mikla hetjudáð og minntum á persónur þáttaraðarinnar Band of brothers hvar við börðumst í gegnum storminn og pössuðum okkur á að skilja engan mann eftir en Krissi var mjög nálægt því að gefast upp á Snorrabrautinni. Þá sagði ég við hann: "Hvað ef að gæjarnir sem sigldu að ströndum Normandí hefðu bara skitið í brækurnar og ákveðið að reyna að synda til baka!?!" Svo gaf ég honum kinnhest og hann komst til sjálfs síns, og gott ef hann varð ekki forystusauður hópsins í kjölfarið.
Við komumst sem betur fer lífs af niður í bæ en þessi ferð kenndi mér að meta betur það góða líf sem maður lifir. Það virkaði ekkert á dömurnar. Þær vilja greinilega harða gæjann sem er alveg sama um fokking lífið. Lenti samt í puttastríði við einhverja útlenska stelpu inni á kaffibarnum. Veit ekkert um hver aðdragandinn að því var. Vann stríðið eftir rugl harða baráttu en tapaði dömunni.
Er hægt að vera meira fullorðins en að lesa Íslandsklukkuna áður en maður fer að sofa? Ég er alla vega að því núna. Djöfull sem ég fíla þessa þroskaheftu bóndadurga sem Laxness getur búið til. Ég held jafnvel að innst inni sé ég þroskaheftur bóndadurgur.
Skotland - Ísland er á miðvikudaginn og Raggi T. hefur fært mér þær gleðifréttir að leikurinn verði í opinni dagskrá í frægasta barnaperrahúsi landsins, svo þar finniði mig á miðvikudagskvöld. Ég hlakka óeðlilega mikið til að sjá þennan leik og hvaða byrjunarliði verður stillt upp. Djöfull vona ég svo líka að við vinnum. Ég er mjög bjartsýnn. Reyndar er ég svo bjartsýnn að ég hugsa stundum til þess hvernig það yrði að komast á HM í Suður-Afríku. Menn virðast sammála um að það sé fáránleg hugmynd en ef einhver er tilbúinn að veðja við mig um þetta þá er það sjálfsagt gegn þessum forsendum:
Ísland kemst áfram = ég fæ 100.000 kall frá þeim aðila
Ísland kemst ekki áfram = ég borga þeim aðila 5.000 kall.
p.s. veit einhver ástæðuna fyrir því að páskaegg komu í búðir fyrir hálfum mánuði en samt eru ennþá tvær vikur í páskana? Er fólk almennt að gefa skít í hefðir og étur páskaegg löngu fyrir páskadag?
p.p.s. fór að hugsa málið og datt niður á þá niðurstöðu að kannski sé þetta til þess að fólk geti keypt páskaegg fyrir þá sem búa í útlöndum. Er það ekki líkleg skýring?