Samviskusamur eins og ég er þá hef ég lagt bokkuna til hliðar og hyggst halda henni þar fram yfir próf. Þetta þýðir að ég fékk mér ekki einn bjór í gær þó sannarlega væri tilefni til, enda kosningadjamm í hópi með júróvisjondjammi yfir partý sem maður ætti alltaf að taka. Í staðinn lá ég einn uppi í sófa og fylgdist með kosningatölum, og reyndi að sjá möguleikann á því að systa færi inn á þing, og lagði mat á fjárfestingar fyrirtækja þess á milli. Ekki var annað að sjá en að flestir væru fegnir að kosningabaráttunni væri lokið og ég get rétt ímyndað mér að menn hafi slett ærlega úr klaufunum á kosningavökum flokkanna, hversu smáar eða stórar sem þær voru. Þess vegna, og vegna þess að ég nenni að gera allt nema að læra, fór ég að velta fyrir mér hvaða lag væri vinsælast hjá DJ-um kosningavakanna. Ég komst að eftirfarandi niðurstöðu.
Samfylkingin: We are the champions með Queen. Það er bara basic. Flokkurinn orðinn langstærstur á landinu og sigurvegari í fjórum af sex kjördæmum, þar á meðal suður-kjördæmi. Hugsanlegt að Whatever you like með T.I. hafi líka fengið að hljóma í ljósi ráðandi stöðu flokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn: Tubthumping með Chumbawamba. Get ímyndað mér að það sé stemning í því að öskra "I get knocked down, but I get up again, you´re never gonna keep me down," en kannski er ekki þessi stemning í sjálfstæðisflokknum, ég þekki það ekki. Svo er kannski við hæfi líka að raula millikaflann; "he sings the songs that remind him of the good times. He sings the songs that remind him of the better times."
Frjálslyndir: Fiskurinn hennar Stínu með Áróru. Held að þetta lag sé alltaf sungið þar sem að frjálslyndir koma saman, og ég fíla það. Fiskinn minn, nammi nammi namm.
Vinstri grænir: Stórasta land í heimi með BlazRoca. Hver þarf Evrópusamband þegar hann býr í stórasta landi í heimi? Erpur er sjálfur vinstri-grænn og taka flokksfélagar hans jafnan vel undir í línunum "en ekki tala um ESB, því möppudýrin eru þó skárri hér, en í Brussel."
Framsókn: Sjómannavalsinn með Hjaltalín. Þetta er vinsælasta lagið á Íslandi í dag skv. vinsældalista Rásar2 og hlýtur því að vera það sem fólk vill heyra.
Borgarahreyfingin: Held að það hafi ekki tekist að sammælast um að klára heilt lag á kosningavöku Borgarahreyfingarinnar. Fólk úr ólíkum áttum, með ólíkar skoðanir sem vill ná sínu fram... og allur sá pakki.
Lýðræðishreyfingin: Einn á flakki með Lukku Láka (fann þetta bara á ensku). Muna kannski ekki allir eftir þessu en þetta kom alltaf í endann á Lukku Láka myndunum. Eeeeeiiinn á flakki... eeeiiinn á flakki... einhvers staðar verður þúúúú, ííí nóóótt. Mér fannst Ástþór samt flottur í umræðuþættinum í kvöld, bara svo það komi fram.
p.s. Það er greinilega betra að klára verkfræði heldur en stjórnmálafræði til að spá fyrir um úrslit kosninga.
Samfylkingin: We are the champions með Queen. Það er bara basic. Flokkurinn orðinn langstærstur á landinu og sigurvegari í fjórum af sex kjördæmum, þar á meðal suður-kjördæmi. Hugsanlegt að Whatever you like með T.I. hafi líka fengið að hljóma í ljósi ráðandi stöðu flokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn: Tubthumping með Chumbawamba. Get ímyndað mér að það sé stemning í því að öskra "I get knocked down, but I get up again, you´re never gonna keep me down," en kannski er ekki þessi stemning í sjálfstæðisflokknum, ég þekki það ekki. Svo er kannski við hæfi líka að raula millikaflann; "he sings the songs that remind him of the good times. He sings the songs that remind him of the better times."
Frjálslyndir: Fiskurinn hennar Stínu með Áróru. Held að þetta lag sé alltaf sungið þar sem að frjálslyndir koma saman, og ég fíla það. Fiskinn minn, nammi nammi namm.
Vinstri grænir: Stórasta land í heimi með BlazRoca. Hver þarf Evrópusamband þegar hann býr í stórasta landi í heimi? Erpur er sjálfur vinstri-grænn og taka flokksfélagar hans jafnan vel undir í línunum "en ekki tala um ESB, því möppudýrin eru þó skárri hér, en í Brussel."
Framsókn: Sjómannavalsinn með Hjaltalín. Þetta er vinsælasta lagið á Íslandi í dag skv. vinsældalista Rásar2 og hlýtur því að vera það sem fólk vill heyra.
Borgarahreyfingin: Held að það hafi ekki tekist að sammælast um að klára heilt lag á kosningavöku Borgarahreyfingarinnar. Fólk úr ólíkum áttum, með ólíkar skoðanir sem vill ná sínu fram... og allur sá pakki.
Lýðræðishreyfingin: Einn á flakki með Lukku Láka (fann þetta bara á ensku). Muna kannski ekki allir eftir þessu en þetta kom alltaf í endann á Lukku Láka myndunum. Eeeeeiiinn á flakki... eeeiiinn á flakki... einhvers staðar verður þúúúú, ííí nóóótt. Mér fannst Ástþór samt flottur í umræðuþættinum í kvöld, bara svo það komi fram.
p.s. Það er greinilega betra að klára verkfræði heldur en stjórnmálafræði til að spá fyrir um úrslit kosninga.