Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

miðvikudagur, apríl 30, 2003

addaði Hildigunni kvenskörungi á linkalistann! gjössovel
og hvað er málið með að kalla mig Herkúles? ég hélt að það væri búið. Svo var ég bara í fótbolta og einhver gaur sem ég þekki ekki rass í bala öskraði bara "hey, Herkúlesk, ég er frír". Álíka makalaust og og og og bara ég þessa dagana. Það stendur þó til bóta ef vel gengur, er alveg kominn með líklegt konuefni, þ.e.a.s. ef hjónaband okkar Katrínar endist ekki. Neinei, ég segi nú bara svona...
þið eruð eflaust að pæla af hverju ég er í svona gömlum fötum, en þannig er mál með vexti. Ég fór nebbla í fótbolta í 3 tíma í dag, bæði á sal og líka útí hlíðaskóla í rigningunni. Svo fattaði ég að ég átti eftir að fara í efnafræði þannig að ég fór í heimsókn til bróður míns í sturtu og fékk föt hjá honum. Fætur mínir eru sárum hlaðnir eftir amstrið, en sárast þykir mér að Katrín skyldi ekki efna loforð sitt um fótboltaeinvígi okkar í millum.

Skólinn er sem sagt búinn í dag, fyrir utan prófin náttúrulega... það er nú gaman. Ég var að pæla hvort ég ætti ekki að breyta litnum á blogginu mínu, alla vega prófa!

þriðjudagur, apríl 29, 2003

svo vil ég náttúrulega óska Krissu hjartanlega til hamingju með afmælið!
ég ætla aðeins að tjá mig um Katrínu Björgvinsdóttur (held hún sé Björgvins, alla vega eitthvað bjé).
Þú sérð hana í skólanum, iðulega íklædda rauðum uuuuuu flauelsbuxum og svo er mjög misjafnt hverju hún klæðist að ofan. Hún er samt líka stundum í pilsi, t.d. gluggatjaldapilsinu margumfræga.
Skapi Katrínar er vandlýst, og ekki fyrir hvern sem er að rannsaka það. Síðustu vikur hef ég þó reynt að skilja skap konunnar og er kominn með niðurstöðu. Þannig er mál með vexti að til að finna út hvort Katrín mun lemja þig eða faðma þig í dag, þarftu einfaldlega að telja stafina sem eru í vikudeginum og draga þá frá fjölda daga í mánuðinum. T.d. í dag er þ-r-i-ð-j-u-d-a-g-u-r, sem sagt ellefu stafir, og þú dregur þá 11 frá 30 og færð út 19. Og ef þú færð út oddatölu þá eru góðar líkur á að Katrín berji þig þann daginn. Ef hins vegar er slétt tala, er um að gera að vera nálægur Katrínu, því hún getur verið svo elskuleg. Þó koma dagar þar sem Katrín er frekar venjuleg (hvað sem það nú þýðir) og eru þeir þegar upp kemur tala sem gengur bara upp í sjálfa sig (t.d. 5,7,11,13,17 oooog 19!).
Katrín er öflug í félagslífinu og er t.d. í leikfélaginu, auk þess sem hún er þess heiðurs aðnjótandi að vera hluti af heilabúkrúinu fræga. Hún er fögur úr fjarlægð og fyndin með eindæmum. Næst mun ég hugsanlega ræða um hvernig ég tel að hjónaband okkar Katrínar myndi þróast, ég held að það gæti verið skemmtilegt...
afsakið bloggleysið í gær en systir mín hertók tölvuna af því að hún þurfti að "farað læra" (eða sem sagt að leika sér á Neopets (frekar barnalegt)). Það var ógeðslega gaman í skólanum í dag, þ.e.a.s. eftir helvítis stærðfræðina, sem þó var bærileg í dag. Þriðji tími fór í að leika sér í snúsnú (sem fyrir fáfróðan almúgann snýst um að hoppa yfir band sem er snúsnúið) með Dísu og Bjössa og Svenna o.s.frv.
Svo eftir ömurlegan enskutíma fór ég í fótbolta og svo í líkamsrækt fór ég líka í fótbolta og svo aftur eftir líkamsræktina. Já, sumarið er sko komið. Samt eitt sem skemmdi daginn sem var munnlegt próf í spænsku, sem ég gat ekkert lært fyrir útaf góða veðrinu...

sunnudagur, apríl 27, 2003

ef einhver getur reddað mér líkamsræktarkorti á 2000 kall þá er mailið mitt doktorsindri@hotmail.com
djöfull er "frelsi" með Botnleðju ótrúlega gott lag! maður kemst alltaf í stuð þegar hann hlustar á það! guð blessi Samfylkinguna!

Annars vil ég minna á nýju könnunina, hún er mjög skemmtileg þessa vikuna!
merkilegt hvaða sálfræði sumir foreldrar nota á börnin sín! til dæmis kom kona með litla strákinn sinn að kaupa skó hjá mér í dag. Það voru tveir sem voru nógu ódýrir (einir svartir og einir hvítir) fyrir hana og strákurinn sagði að hann vildi þessa hvítu...
þá sagði kellingin: núúúú, langar þig meira í þessa?
strákurinn: já
kellingin: já, ekkert mál, þú mátt alveg ráða. En það er best að þú vitir að ef þú kaupir hvítu skóna ferðu til helvítis.
Hvað er eiginlega að fólki? var ekki hægt að ræða málin við strákinn? en ég var sosum ekkert að skipta mér af þessu og seldi henni bara þessa ljótu svörtu skó!

laugardagur, apríl 26, 2003

Stundvísi er orð sem margir MH-ingar kannast vel við. Þeir kannast þó flestir við þetta orð í samhengjum eins og: "reyndu að sýna smá stundvísi krakki" eða "þumalfingur var klukkustund, vísifingur var hálftíma". Systir mín er ein af þeim sem aldrei er á réttum tíma. Í hvert einasta skipti sem sú ágæta kona bregður sér af bæ, liggur handklæði á gólfinu í herberginu mínu, og fötin hennar útum allt (hún geymir fötin sín í mínu herbergi, þótt hún sé með skáp í sínu herbergi (veit ekki af hverju)). Þetta er gjörsamlega óþolandi oft á tíðum, ef maður þarf að fá far með henni eða eitthvað slíkt. Ég hef reynt að tala við hana en hún kemur alltaf með einhverjar afsakanir fyrir síðasta skipti sem hún var sein, hún einhvern veginn áttar sig ekki á því að hún er nær ALLTAF sein!
Eruði með einhverjar hugmyndir um hvernig má breyta þessu? ég er búinn að fá pláss fyrir hana á Spáni næsta haust en þangað til verð ég að lifa við þetta nema þið kunnið einvherja lausn!
ég hef verið að fá e-mail frá fólki síðustu daga þess efnis, að pervertar eins og ég megi sko grotna í helvíti (eða bara hreinlega drepast). Ástæðan er klámbloggið mitt hérna neðar á síðunni. Ég vil því biðjast afsökunar á hvað ég er rosalega mikill pervert og mun ég reyna að bæta ráð mitt.

Ég var að koma úr bíó og þar sem ég bý í gettóinu varð Álfabakkinn fyrir valinu. Fór með vinkonu minni á myndina Johny English með Rowan Atkinson. Nú eru eflaust einhverjir helvítis kvikmyndaspekúlantar að hneykslast á valinu en mín orð til þeirra: "grotnið í helvíti".
Gagnrýnin: myndin fjallar um einkaspæjarann Johny sem er einkar heimskur Breti. Hann fær eikkað mission sem hann leysir með hjálp dyggs aðstoðarmanns og eikkurar kellingar. Söguþráður myndarinnar er hræðilegur en ég var sosum ekkert að sækjast eftir einhverju í þeim efnum. Það sem skiptir máli er að myndin er sprenghlægileg (þ.e.a.s. ef þú fílar eikkað mr.Bean) og vel leikin af allra hálfu. Atkinson er náttúrulega bestur en John Malkowich er líka mjög góður og líka gaurinn sem leikur aðstoðarmann Johny. Myndin fær 7 af 10 því hún er fyndin og er ekkert að reyna að vera neitt annað.

föstudagur, apríl 25, 2003

djöfull! gaurinn tekur allt plássið á blogginu mínu!
ég gerði quiz!

HASH(0x82dd1b0)
You are "the fat niggah"! you like to eat
and though you´re not eating you always have
something to snack on! TV is your best friend,
well, maybe except for the KFC chicken and
Mr.Donut.

hvaða ljóti gaur ert þú?
brought to you by Dr.Sindri

fimmtudagur, apríl 24, 2003

í gær fór ég í skólann í fyrsta sinn síðan ég fór þangað síðast. Svo fór ég í Smáralindina að kaupa fyrir kvöldið því það var ammæli hjá Krissu! Ég fór þangað eftir að hafa grátið í sturtunni í 10 mínútur (systir mín var að flýta sér) út af tapi Manchester fyrir Real. Ég sem sagt fór í bíl með systur minni og Söndru og áður en ég fór í partyið fékk ég góðan fyrirlestur um hræðilegar afleiðingar áfengisdrykkju. En af því að ég er svo kúl þá gaf ég skít í hann og drakk mig fullan.

Partyið var gott með góðu fólki. Samt svoldið leiðinlegt hvernig maður lætur þegar maður er búinn að drekka... ég t.d. lagðist uppí rúmið hennar Krissu um tólfleytið (já, eins og ég viti hvað klukkan var) og horfði á klám! ég meina, hvað er að? þetta er ekki alveg eðlilegt (alla vega ekki í partyi). Þess vegna fór ég að pæla hvernig klám hefur haft áhrif á líf mitt.

Þetta byrjaði allt þegar ég var svona 9 ára og bjó á Þelamörk (rétt hjá Akureyri). Þá fundum við vinirnir gamalt klámblað útí garði. Við geymdum það í kofanum okkar sem við bjuggum til og skoðuðum það reglulega. Svo flutti ég í Skóga þegar ég var 11 ára og hægðist þá nokkuð um. Ekkert klám þar til ég var svona 13. Þá fundum ég og vinur minn spólu í herberginu hjá bróður hans (við vorum að leita að kínverjum eða einhverju til að sprengja). Ég er næstum kominn með leið á henni núna, því ég fékk hana sko "lánaða".
Svo fór ég til Svíþjóðar með fótboltafélögum mínum og það voru allir að kaupa sér spólur þannig að ég keypti 2. Ég fékk líka eina spólu frá Halla hasshaus (vin í skólanum). Svo var ég eina viku að passa afa fyrir 2 árum og Einar frændi lánaði okkur nokkrar spennumyndir til að horfa á þessa viku. Ekki vildi betur til en svo að þegar ég setti fyrstu spóluna í tækið heyrðust þvílíkar stunur. Þá var þetta bara eikkur klámmynd. Afi vildi horfa á hana en ég var alfarið á móti því. Ég talaði við Einar frænda nokkrum dögum seinna og þá kom í ljós að hann hafði óvart látið okkur fá einhverjar myndir sem hann "ætlaði að skila vini sínum"... ég nappaði tveimur spólum.
Svo fann mamma spólurnar inní skáp. Það var vandræðalegasta móment lífs míns. Ég gerði svo nýlega fyrirlestur um Jennu Jameson í dönsku og eftir það er ég litinn hornauga hvar sem ég fer í skólanum. Ég er líka kallaður pornókóngurinn af ættingjum mínum, sem er ekki gaman.
Ég er hættur að horfa á spólurnar eftir mjög svo átakamikla mynd sem heitir Lilya forever. En ég hef greinilega ennþá gaman af þessum myndum, fyrst ég er að horfa á þetta í partyi! ég meina, þetta var nú gott party!

þriðjudagur, apríl 22, 2003

mailið mitt er doktorsindri@hotmail.com
ég fór í bíó í gær á myndina Dreamcatcher. Hún var ákaflega fyndin að mínu mati, en ekki nógu hryllileg (hún er nú einu sinni titluð hryllingsmynd). Hún fjallaði um hvernig geimverur komu sér fyrir inní fólki, sem olli því að fólkið byrjaði að prumpa á fullu, sem er mjög fyndið.
Prófin eru víst að skella á og ég lærði ekkert í páskafríinu (sem betur fer eru enn nokkrir klukkutímar til stefnu) nema heimapróf í efnafræði. Þó hefur mér ekki tekist að klára það og leita ég því hjálpar lesenda...

Málmurinn K(s) hvarfast við vatn skv. jöfnunni: K(s) + H2O(l) -> KOH(aq) + 1/2 H2(g) + 435kJ
hvað þurfa mörg grömm af K(s) að hvarfast við vatn til að mynda 700ml af vetni við 35°c og 750mmHg þrýsting?

sá sem getur þetta fær massíft ríspekt frá mér (og örugglega fleirum) til lífstíðar.

mánudagur, apríl 21, 2003

gleðilega páska!
í dag er páskadagur (tæknilega séð "annar í páskum" en látum gott heita). Ég var vakinn á kristilegum tíma í morgun, til tilbreytingar, eða um tólfleytið. Ég leitaði að páskaegginu mínu með úfið hárið og fann það eila strax (samt ekki á sama stað og í fyrra, eins og kom fyrir litlu systur mína). Borðaði það í morgunmat og fór svo í mat til ömmu. Það var harla leiðinlegt nema þegar við fórum í feluleik af því að ég var bestur.

Elli í vinnunni fullyrðir að ég sé ekki nógu góður fyrir Gettu Betur. Þá fullyrðingu byggir hann á því að ég vissi ekki hvenær Bandaríkin urðu til (en það var víst 1776). En ég efast hvort eð er um að GB sé mannbætandi, samt örugglega fínt að hafa þetta á ferilsskránni. Annars er Elmar að leita sér að eiginkonu. Áhugasamir/samar (ekki alveg klár á því) hafi samband í síma 697-6242. Athugið að Elmar er einungis að leita eftir langtíma sambandi svo þið sem hafið annað í huga verðið bara að leita annað...

Ég veit ekki hvort ég á að þora að fjalla um fleiri vefsíður. Eftir að ég skrifaði um heilabú hrundi vefurinn sökum of mikillar umferðar, sorrí strákar.

föstudagur, apríl 18, 2003

Er ég lýt yfir lífsferil minn virðist mér ég hafa verið fáránlega snobbaður. Alla vega held ég að hluti af mér hafi verið snobbaður síðan ég poppaði út á fæðingardeild Landspítalans. Þetta fór samt ekki að sjást fyrr en um 6 ára aldur. Þá tók ég t.d. ekki í mál að fá páskaegg frá öðrum framleiðanda en Nóa-Síríus. Þetta stigmagnaðist og ég fór að neita að éta annars konar kjúkling en Holtakjúkling, ég vildi ekki borða hakk nema það væri innpakkað í plastbakka og ég vildi ekki drekka mjólk nema úr fernu (ég bjó í sveit þegar ég var minni) og þá bara nýmjólk. Ég neitaði að borða hafragraut nema pabbi minn hefði búið hann til (hmmm, snobba fyrir hafragraut) og ég vildi ekki fara í föt nema þau væru merkt Nike eða Puma eða einhverju álíka vel auglýstu merki.

Ég var sem sagt ömurlegur krakki, en mætti hvort eð er litlum skilning hjá foreldrum. Þau klæddu mig bara í Fruit of the Loom föt ef þau langaði, og grilluðu Móa-kjúkling og steiktu hakk frá Tedda frænda ef þeim sýndist. Ég fékk takkaskó frá Umbro og Mitre, sem eru ágætis skór en mig langaði alltaf meira í Nike. Ég fékk líka Góu, Mónu og Nettópáskaegg mun oftar heldur en Nóa (held ég alla vega). Í dag er ég breyttur maður, þótt ég hafi ekki náð fullnaðarsigri á vandanum. Ég tek bara fyrir einn dag í einu, ég er til dæmis farinn að drekka léttmjólk ef nýmjólkin er búin! svo er bara spurning hvernig páskaegg maður fær sér...

fimmtudagur, apríl 17, 2003

Ég verð að drífa mig að skrifa þetta því föstudagurinn langi er að skella á, og þá má maður ekki gera neitt skemmtilegt.

Ég var í fótbolta við litlu frændur mína tvo og systur mínar áðan. Ég var bestur. Það var gaman.
Doldið fyndið sem kom fyrir Ella (vinnufélaga) í ísbúðinni í Smáralind. Hann var að kaupa ís (í alvöru?) og ungt par var líka að kaupa sér. Kallinn var með einhvern huge ís og var svo að spurja stelpuna hvað hún vildi. Hún var mjög feimin og svaraði:
"bara svona hvítan lítinn"
Kallinn: "OK".
Konan: "má ég kannski fá dýfu?"
Kallinn: "á ég ekki bara að kaupa handa þér bíl líka?"
mig langar að tjá mig aðeins um heilabú. Heilabú hefur verið starfrækt síðan það byrjaði. Fjöldi meðlima er óræður en ég held þau séu ein fjögur fimm stykki. Fyrsta sem ég vil setja út á síðuna er að sjálfsögðu slóðin. Það er ekki öllum fært að muna hana alla.
En ef að tekst að komast inn á síðuna er fátt út á hana að setja. Skemmtilegt spjall á sér þar stað og greinarnar eru frekar góðar. Þær eru ritaðar af einhverjum Líndal og svo Jökli. Líndal virkar á mig sem yfirmáta gáfaður gaur og ég tek mark á skrifum hans. Jökull er hins vegar fyndnari en hann er ekkert að taka fyrir nein voða issjú.
Svo er það hið magnaða blogg Katrínar. Það er frekar fyndið og hún er greinilega bráðgáfað kvikindi. Hún mætti aftur á móti vera duglegari að blogga. Myndasafn heilabús er gott og myndirnar góðar. Kannanirnar eru yfirleitt frekar slappar en stundum fyndnar. Val á manni vikunnar er sérkennilegt eins og sjá má af því að ég hef t.d. aldrei verið valinn.
Síðan í heild fær 4 pepsídósir og stórt rís (því þú átt það alltaf skilið) af 3 langlokum mögulegum. Þetta er u.þ.b. 7,5 af 10,6 mögulegum.

miðvikudagur, apríl 16, 2003

einn stærsti leikur knattspyrnutímabilsins fer fram innan örfárra mínútna. Ég er vitaskuld að tala um Man.Utd. vs. Arsenal. Sjálfur mun ég horfa á leikinn í góðum félagsskap, eða með 9 ára og 4 ára frændum mínum. Ég er nebbla að fara að passa! Sem er merkilegt því ég kann ekkert á börn. Þó ég kunni ágætlega við börn þá er það bara ekki það sama. Held samt að það verði bara gaman sko. Fór í sturtu áðan, skemmti mér ágætlega.

Svoldið fyndið að ég hef örfáu sinnum drukkið á ævinni en samt var ástkær faðir minn að tala við mig á grafalvarlegum nótum um alkóhólisma í gær. Mér fannst það mjög fyndið, en pabba fannst það ekki neitt fyndið. Ég fann myndir af mömmu í dag þar sem hún er í bjórdrykkjukeppni við vinkonu sína. Ég ætla að sýna mömmu myndirnar til að fá hana til að segja pabba að áfengið geri mér ekkert illt. Held líka að það sé alveg satt!
já, og svo er ég búinn að kaupa mér miða til Svíþjóðar í lok júní. Keypti hann í gegnum netið, alveg ótrúlegt hvernig tæknin er orðin! að vísu hafa nýjustu rannsóknir sýnt að sænska konan er mest flatbrjósta af öllum öðrum konum í heiminum. En hver pælir sosum í því...
Í páskafríinu er ég bara búinn að vera í tölvunni, nema jú, ég fór á briddsmót á laugardaginn og tapaði feitan. Og svo fór ég í helvítis vinnuna á sunnudaginn, djöfull þoli ég ekki að fólk skuli fara að verzla á sunnudögum! Það er sko mest pirrandi fólkið sem gerir það! Einhverjar nöldurmömmur sem mann langar mest til að rota með skóhorninu, en maður verður náttúrulega að stilla sig. Arthur er búinn að bjóða mér í party fjórum sinnum síðustu sex daga. Það er eikkvað að manninum. Góða nótt
ok, þetta nýja blogg á eftir að gera góða hluti held ég bara! að vísu er slóðin frekar löng, en auðveld að muna hefði ég haldið. Hmmm, hvað á ég að tala um? kannski fyrst ballið á fimmtudaginn...

Ég var búinn að vera í cs allan daginn þegar Fannar hringdi og spurði hverngi ég hygðist koma mér í partyið hjá Arthuri. Ég sagði Fannari að fara í rass og hélt áfram í cs, þessi leikur hefur slæm áhrif á mig. Endaði með því að mamma tók rafmagnið af íbúðinni og sagði mér að drullast í sturtu og betri föt. Fyrir valinu urðu flauelsbuxur og skyrta úr negrabúðinni í smáralind (en ykkur er eflaust sama). Pabbi skutlaði mér og Fannari uppí Garðabæ og brýndi fyrir mér að fara ekki upp í skottið á neinum bíl, þá gerði ég mér grein fyrir að foreldrar mínir lesa bloggið mitt (bömmer!). Ég var með kippu af Carlsberg og tilbúinn að djamma, sem ég og gerði. Partyið var gott og vel mannað, og ég fór á ballið um ellefuleytið með bjór, hvítvín, vodka og doritos í maganum, vel við skál sum sé en í góðu stuði. Ballið var rosalegt! Krissa og Helga voru svaka hressar, og einnig Lilja og Bubba en Ugla neitaði að dansa annað en köngulóadansinn. Systir mín og vinkonur hennar fóru um og nauðguðu busastrákum en Atli var að runka sér úti á miðju dansgólfi þegar hann var ekki að spila! Flestir voru sem sagt í góðum gír að dilla sér við næntís tónlistina, nema Rakel sem var ein úti í horni eikkað að tjá sig.
Eftir ballið fór ég heim til Arthurs í party, en entist illa og sobbnaði að lokum eftir að hafa í korter reynt að sannfæra Hróa Hött um að koma með pítsu handa mér þótt klukkan væri orðin fjögur. Sem sagt, gott kvöld sem gaman var að.

laugardagur, apríl 12, 2003

já, blogga bráðlega