Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

sunnudagur, júní 29, 2003

Laser-tag, ekki mitt thing!
ég fór í laser-tag áðan med Sebbe (frænda mínum) og vinum hans. Það var ótrúlega gaman. Ad vísu setti ég sænskt met í að sökka í laser-tag en það var bara gaman. Ég er að spá í ad kaupa eitt stykki digital myndavél áður en ég drulla mér heim. Það gæti verið gaman að eiga eina svoleiðis.
Skrítnu Svíar

hehemm, ég var í sænskri fermingarveislu hjá frænda mínum. Hún var frekar óvenjuleg og líka frekar leiðinleg (eins og reyndar ALLAR messur sem ég hef farið í). Fyrst var bara verið að syngja og rugl, en svo byrjuðu skemmtiatriði sem fermingarkrakkarnir sáu um. Fyrsta atriðið var erótískur dans undir amerísku væli, og var það eitt hið fyndnasta sem ég hef séð í kirkju, þó það hafi örugglega ekki verið meiningin.
Svo komu leikrit og söngur og sjitt og ég skyldi ekki neitt og var bara að rembast við að halda augunum opnum. Núna er veislan að byrja og ég á að fara niður ad borða...
Ég hef komist að því ad svíar eru fóní og ekkert mjög stressaðir yfir höfuð. Ég mun halda rannsóknum mínum áfram.

fimmtudagur, júní 26, 2003

Naunaunau, kem til svítjódar og er ekki bara tessi magnada talva hérna! alveg magnad
Svíar eru skemmtileg tjód. Teir eru mjög, tja, pössunarsamir og varkárir med hlutina á hreinu. Sjúkrabíll gaf fram úr okkur ádan med sírenurnar á fullu en passadi samt ad fara ekki yfir hámarkshrada. Tad er magnad vedur og bara gúdd sjitt ad vera hérna. Fraendfólkid mitt hérna stjanar alveg vid mig og er med fáránlega gódan mat.
Núna aetlar fraendi minn ad fara med mig og sýna mér graffiti sem hann er búinn ad gera en mamma hans má ekki vita tad svo tid megid ekki segja!

þriðjudagur, júní 24, 2003

3.Ökutíminn, vinna á Höfða og Svíþjóðarferð
já, fór í þriðja ökutímann og var bara með fb takta (fb = fokking brilljant). Gekk að vísu brösulega að bakka til að byrja með, en þetta kemur.
Var að vinna í Intersport á Höfðanum í dag, það var altílæ en ég meika ekki fleiri daga þarna. Verslunarstjórinn er BARA leiðinleg. Ég meina það, það er ekkert jákvætt við þessa konu, nema það að hún er að fara í barnseignarfrí. Í alvöru, Kaupás er ömurlegt fyrirtæki. Intersport var frábær búð áður en Kaupás keypti hana. Takið eftir því þegar þið eruð að versla í verslunum tengdum Kaupás (Nóatún, Krónan og svoleiðis sjitt). Þær eru undantekningarlaust dýrari en aðrar búðir og samt er ekkert betra við þær. Núna er meira að segja Intersport bara að verða svipað dýr og Útilíf, sem er rugl því við fáum vörurnar á miklu hagstæðara verði heldur en Útilíf. En ég vil ekki vera að nöldra þetta lengur því það er örugglega enginn að fatta hvað ég er að tala um.
Ég fer til Svíþjóðar á fimmtudaginn. Úhú hvað ég hlakka mikið til. Svíþjóð er örugglega svaðalega næs staður. Sem minnir mig á það að ég lenti á svaðalega næs strætóbílstjóra áðan. Ég var ekki með neinn pening á mér og var alveg tilbúinn með ræðuna til að sleppa við að borga. Svo þegar ég kom inn og byrjaði "já, ég er nú eiginlega í svolitlum vandræðum", þá bara benti gaurinn aftur í vagn og sagði "vantar þig skiptimiða". Djöfull fíla ég svona tjillaða gaura.
Öhömurleg fokkin vinna!
já, ég er örugglega í einu ömurlegasta starfi í heimi. Í dag þurfti ég að hjálpa gamalli konu að kaupa skó og hún notaði innlegg. Þess vegna þurfti ég alltaf að skipta á milli og setja hennar innlegg í skóna sem hún var að máta. En vá, þegar ég snerti innleggin hennar blotnuðu fingurnir mínir, ógeðslegur sviti. Mig langaði að segja upp á staðnum. Það er bara ömurlegt að vinna við að fá milljón kvartanir yfir sig og þjónusta hundfúlt fólk fyrir 530 kall á tímann. Ég ætti að vera í svona bol sem stendur á "I don´t get paid enough to be nice to you". Hefur ykkur einhvern tímann liðið svo frábærlega að ykkur langar mest til að fara að versla? nei, ég hélt ekki. Málið er að fólk fer í sund eða að veiða eða er bara með fjölskyldunni eða eitthvað svoleiðis, þegar því líður frábærlega. Þegar fólki líður ömurlega kemur það í Smáralind. Arrrgh. Ef þið vitið um vinnu þar sem ég fæ borgað fyrir að lemja fýldar kellingar þá látið mig vita.
Annars er ég á morgun að fara að vinna uppá Höfða, í hinni Intersport-búðinni. Það verður örugglega ömurlegt. Ég hef nebbla frétt að verslunarstjórinn þar sé hræðileg belja. Alla vega ætla ég bara að taka Eminem-stælinn á þetta ef ég hitti hana, "I don´t take shit from nobody, bitch!" og svo ætla ég að ropa framan í hana. Gangi mér vel að fá kauphækkun en fokk it, hún er ekki raunverulegi yfirmaður minn. Sumum finnst ég kræfur á fólk, tölum um það seinna.
aðeins of oft hef ég hætt lífi mínu með því að stíga uppí bíl hjá Fannari (a.k.a. maðurinn sem stuðaði bílinn 10 dögum eftir að hann fékk prófið), aksturslag hans fer þó síbatnandi og er orðið ágætt núna. Ég gerði mér samt grein fyrir því að ég hafði ekki kynnst hættu, þegar ég steig uppí bíl hjá Dísu núna áðan. Hún er hættuleg umhverfi sínu. Ég hef aldrei svitnað jafn mikið í bíl, ég hélt í alvöru að dagar mínir væru taldir. Þetta var reyndar í fyrsta sinn sem Dísa keyrir sjálfskiptan bíl og í fyrsta skipti sem hún keyrir í bænum án þess að vera undir handleiðslu kennara.
Á morgun fer ég í 3. ökutímann minn. Ég á að læra um hægri-rétt. Það er auðvelt sko, held ég, við sjáum bara til.

sunnudagur, júní 22, 2003

Fólk er stundum að spyrja mig "af hverju doktor? af hverju ekki bara Sindri?". Ég skal segja ykkur hvers vegna.
Þegar (Ekki "ef", "þegar") ég verð orðinn heimsfrægur rappari, gæti það háð mér að ég er hvítur á hörund. Aðallega þegar ég er kannski að hitta einhverja negra úti á götu sem eru líka að meika það í bransanum. Af því að þegar bandarískir rapparar heilsast þá segja þeir "what up dog?", en þetta geta þeir ekki sagt við mig því þessi frasi er aðeins notaður svartra manna á milli, annað er ömurlegt. Hins vegar geta þeir þá sagt "what up doc?" ef ég nota þetta "doktor"-dæmi. Mig grunar að einhverjum kunni að þykja þetta langsótt en svona er þetta bara.
af hverju í andskotanum er ég ekki búinn að blogga síðan á fimmtudaginn? jú, málið er að ég var í fjölskylduferð í Vík í Mýrdal... það var ágætt þó ég kæmist hvergi í tölvu og horfði ekkert á sjónvarp. Þess í stað notaði ég tímann í golf og líka til að leggja mig í lífshættu við að skoða náttúruna. Skemmtilegast þótti mér þegar við fórum upp á fjall sem er við Vík og fundum gamalt hús sem greinilega er nýtt sem dópistabæli við og við. Þarna mátti finna sprautur og annað slíkt, en húsakynnin voru ekki uppá marga fiska, hvorki rafmagn né vatn og allt í rusli. Alveg ömurlegt. Að sögn er þetta hús í einkaeigu, og hefur hreppnum ekki tekist að fá leyfi til að eyða því.
Það að mér skyldi finnast þetta merkilegt fær kannski fólk til að halda að ferðin hafi verið ómerkileg. Hún var það ekki. Afskaplega rólegt og þægilegt. Svo eru fjórir dagar í svíþjóðarferðina miklu. Það verður nú gaman.

fimmtudagur, júní 19, 2003

til allra tjokkóana þarna úti:
haldið að þið séuð töff af því þið eruð alltaf að fá hraðasekt/ ég gef ykkur ekkert ríspekt/ þótt þið þykist geta sagt hvað sé hallærislegt/ og af því þið eruð svo brúnir og takið nítíu í bekk/ en þið eruð löngu búnir og verðskuldið ekkert nema smack/ in da face fokkin lúðar/ lýtið út eins og trúðar/ í hvítþvegnum gallabuxum/ ég skil bara ekkert hvað þið eruð að huxa´ um/ keyrið um á hjondæ kúpp en eruð alveg úti að aka/ já, það er af nógu að taka/ kunnið hvorki að elda né baka/ nema vandræði/ því þið haldið að þið séuð algjört æði/ en það er rangt eins og heimsmynd ykkar/ komið með pólitískt innskot og það er bókað að það klikkar/ svo ósjálfstæðir að þið byrjið að reykja sautján ára/ púið svo eins og fávitar, þið bara kunnið ekki að klára/ haldið að þið séuð nógu kúl til að gera aðra gaura sára/ en við bara vorkennum ykkur, þið eigið fulla samúð hjá mér/ pabbar ykkar redda ykkur vinnu á skrifstofunni hjá sér/ en þið eruð svo ómerkilegir að ég skrifa' ekki meira hér/ endið fertugir giftir lessu/ kynlífið í klessu/ en stingið samt alltaf upp í loftið ykkar kaffibrúna fési/ því þið eigið bíl og hús á fokkin Arnarnesi.

þriðjudagur, júní 17, 2003

ég er búinn að bæta nýju fólki við í linkasafnið, þó það sé nú misduglegt í blogginu... tékkið á því, ef þið viljið.

Í dag er þjóðhátíðardagur og þá fara margir reykvíkingar niðrí bæ og standa í röð á bæjarins bestu þó það sé fáránleg rigning. Með þennan möguleika í huga féllst ég á að kíkja með fjölskyldunni í bæinn (en þessa dagana samanstendur fjölskyldan af Önnu Pálu systur minni) þegar ég var vakinn um þrjúleytið. Við fórum samt frekar á Grillhúsið og fengum okkur hamborgara, í morgunmat, um fimmleytið. Þvílík endemis óregla á manni.
Kíki kannski niðrí bæ í kvöld þótt ég nenni því engan veginn. Sé bara til. Alla vega þá er Metallica góð hljómsveit og ég þarf að klippa á mér táneglurnar, en þangað til næst, sjáumst.

mánudagur, júní 16, 2003

þegar ég kom í vinnuna í dag var ég nokkuð viss um að dagurinn yrði leiðinlegur. Grunur minn var staðfestur af fyrsta viðskipavininum, sem var leiðinleg kelling með Dúddurass*. Dagurinn batnaði þegar Signý kom því hún er óneitanlega skemmtilegri en Eva og Eydís.
Ég er að fara í fyrsta ökutímann klukkan 9. Sjitt hvað ég á eftir að klúðra þessu, ég hef ekki einu sinni startað sjálfskiptum bíl. Held samt að þetta hljóti að vera í genunum.

* Dúddurass er rass sem stendur svoldið út í loftið og er feitur og brussulegur og heitir í höfuðið á Dúddu, sem passaði mig þegar ég var svona 5 ára. Þegar ég segi að fólk sé með Dúddurass, er merkingin tvítæk, þ.e. umræddur aðili er með ljótan rass og umræddur aðili er leiðinlegur.

sunnudagur, júní 15, 2003

amm, ég fór í fjölskyldu- og húsdýragarðinn í gær. Ég veit að ég ætti nú að vera orðinn full gamall fyrir þetta, en ég fór klukkan 1 í nótt. Ástæðan var að ég ætlaði að óska Ragnari til hamingju með afmælið og hann er öryggisvörður þarna. Ég fór með fannari og við fundum einhver hjól þarna og hjóluðum um allt svæðið að leita að öryggisverðinum, frekar skrítið finnst mér, Raggi greinilega ekki mjög öflugur í öryggisgæslunni. Fundum hann svo inní einhverjum skúr að horfa á mynd í brjáluðu heimabíódæmi. Frekar næs vinna sýndist mér. Svo tókum við gólfkerru sem var þarna og rúntuðum aðeins. Það er alveg frábært að vera þarna um nótt. Selirnir sofandi nema einn sem vinkaði til mín. Og bara í rauninni ekkert sem heyrist nema söngur í fuglum... alveg ideal staður til að fara með kærustuna á eða eitthvað rómantískt svona. Já, ég gæti notað þetta í handrit að bíómynd sem ég er að gera. Það væri flott, í staðinn fyrir að biðja hennar á Yankees-vellinum gæti hann beðið hennar í húsdýragarðinum. Svona látið selina færa henni hringinn eða eitthvað. Maður þarf nú eiginlega ekkert handrit þegar maður er kominn með svona rosalegan endi á myndina.
Jæja, fór aðeins fram úr sjálfum mér, en alla vega þá gerði ég ekkert fleira í nótt því við fundum ekkert gott partí. Slappt, ég veit. Svo var ég vakinn klukkan 3 til að fara í fótbolta. Það var gaman af því að ég var bestur.
TIL HAMINGJU DAGGA!!!
og btw, dagga vann fyrstu spurninguna (hef ekki hugmynd um hvernig ég ætti að orða þetta). Í verðlaun fær hún eitthvað kynngimagnað. Til dæmis körfuboltanet... eða eitthvað...

laugardagur, júní 14, 2003

fokk maður. kann einhver að setja í þvottavél? ég er alveg ónýtur
mamma mín var að koma heim úr rauða hverfi Amsterdam. Hún sagði að það hefði verið gaman. Nú eru foreldar mínir flúnir norður í land ásamt litlu systur minni. Stóra systir mín er í tjaldútilegu með ungum jafnaðarmönnum, sem sagt kærastanum sínum. Nú getum við búið til skemmtilegt dæmi:
Í einni fjölskyldu eru mamma pabbi tvær stelpur og strákur.
Fjölskylda - mamma og pabbi og litla systir - stóra systir = strákur
Ég er einn heima. Það er gaman.
ég nenni nú eiginlega ekki að skrifa um partíið í gær, þar sem að katrín hefur greint nokkuð skilmerkilega frá því hér fyrir neðan. En ég hitti stelpu sem ég þekkti þegar ég var 5 ára 6 ára og 7 ára og hún heitir Telma. Ég kyssti hana inní íþróttahúsinu þar sem ég bjó (þegar ég var ca. 6 ára) , á bakvið einhverja hurð, og svo segir ekki frá fyrr en ég hitti hana fyrir hreina tilviljun uppí habbnarfirði í partíi hjá jökli. Skemmtilegt. Ég ætla að skrifa um helsta fólkið sem var í þessu partíi.

Katrín, var allt of full þegar ég kom, og ráfaði bara eikkað um húsið og snýkti sopa.
Birna var á sama leveli.
Fanney var alltaf að reyna að koma mér í kossastand með einhverri stelpu, og það má kannski segja að það hafi tekist þó ég sjái eftir því núna.
Telma var edrú, en samt fáránlega hress og góð á ðí.
Fannar kláraði helminginn af vodkanum mínum og var bara orðinn frekar fyndinn.
Maggi var með tagl eins og David Seaman, það var ógeðslegt.
Svo kynntist ég stelpu sem heitir Birna Katrín, hún æfir fótbolta og er geðveikt fín stelpa.
Jökull var þéttur, heví rólegur og leyfði mér að panta pítsu.
Jón var stór eins og vanalega, og frekar hress.
Sedda var fáránlega flott, en hún er með Einsa sem er gott mál. Einsi var líka hress.
Kári (sem bjó til nfmh.is) var manna hressastur, hann var alltaf að tala um að hann ætlaði að bomba þessa, og boma hina.
Andri ofurheili fór heim með stelpu snemma.
Þóra var með vini hennar Telmu allt kvöldið held ég.

Held ég sé ekki að gleyma neinum sérstökum, en það voru fleiri þarna sem ég man ekki eftir. Það var mjög gaman.ónei falnneu er fariðnn ég svo
halló ég heirtu katrín og ég ér í partúi líka hahahaha það er fdyniðl. og getiði hvaer er hérl íka....hahahahahaha hann mosigagagagagagagga lalalala ég er í stuði jájájájájaja´jfábleeeeeh hahahahahahaha já aælltit er í góðum fíling!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! bereeeeeeeehguewaðn tu39wa'........þessi kippa vsr ekki gefisnts...við erkúles sjúmst jafnvel líka skirfaðru skemmtilegt vhað ertu að gera? ég veit þa' ekki lísaþæþþþþ


halda áfram.........við ættum ðað taka daæmið um jínatan sevið skrifuðum á tölvuna hans hans mosa hahahaha það var um leggangasprautuy1 sem sprautaði kremi...er það ekki fyndið!?!?!?!?! lagið var svona....jónataaaaaaaaaaaaaan jónataaaaaaaaaaaan....sprautaðu kremi í leggöngin á mér!!!!!!!!!!!!!!!!!!! lalalalalallalaalallalal

ó já lífið er svo skemmtilegtvið þeurfum að þrífa á moegun það veruru gaman.,e n ég þarf að rífa líka hjá fr´nkdu hans jökuls sem heitir anna lísa...það´er svo gaman. og birna ligru á mér og er að deyjkaa hahahahaha "nei eg er ekkert a deyja....4r f,d€hahahahaha hú sláð'i á læyjlæa borðið það var fyndsið...lísa það er föstudagur sem minnir mig á lag sem vers´ló samdi....á ég að syngja það? oeki þaéð er fööööööööööööstudags kvöld lalalalalalalalalalllalalalaaaaalalalalaaaaaaa ój ég hata versló fokkin ógaeð afhverju wer ég svona full ég veit það ekki...birna er í ruðum buxum


hahahahahahah´gg var að muna að ég er að adskifa á bliggið hans herkúlesar...hér er líka fanney ohún er svo skemmtileg...hún segir butter in aðbukket!!!!!!!!!1 hahahahaha hvernig geturu veruð vsona fyndiðn? ég erit það ekjki


jökkul segir katrín þþeigiðu...ég þegi ekki

afhverju ekki? ég veit það ekjkk8i hgahahahahah bless fanney
bles
ég er í partíi hjá jökli, það er gaman

fimmtudagur, júní 12, 2003

ég ætla að herma eftir honum, og hafa svona getraun við og við.
Fyrirkomulagið á þessu verður þannig að ég set inn spurningu og þið getið svarað henni á e-mailið mitt, doktorsindri@hotmail.com, eða þá hringt í mig í síma 510-8030 milli klukkan 11 og 7. Það verða frekar goofy verðlaun fyrir hverja spurningu en svo risa aðalverðlaun fyrir að vera með flest rétt í lok sumars.
Og fyrsta spurningin er svona:
Hvenær og hvar tók Ísland þátt í sundknattleik á ólympíuleikum síðast. Þessi spurning er mér ávallt ofarlega í huga því þetta er eina spurningin sem komið hefur í Gettu betur sem MR gat ekki, en ég gat.
Ömurlegar kellingar

Ef það er eitthvað sem ég þoli illa, fyrir utan mýflugur, þá eru það leiðinlegar kellingar. Gott dæmi um leiðinlega kellingu er kona sem kaupir fótboltaskó á strákinn sinn, sem eru 1 númeri of stórir til að spara pening. Það er sosum í góðu lagi, en ekki ef konan er í dýrum og fínum fötum. Það er gott dæmi um leiðindakerlingu.
Annað gott dæmi er verslunarstjórinn í Nóatúni í Smáralind. Ég hugsa um hana þegar ég er að pína mig í ræktinni, það er gott að byggja upp hatur og reiði þegar maður er að rembast við að lyfta.
Alveg merkilegt hvað íslenskar kellingar eru ókurteisar, svona upp til hópa. Inn á milli leynast vitaskuld gæðablóð en flestar eru þær fáránlega ýkt snobbhænsn.

Ég nikkaði til andstöðu áðurnefnds þjóðflokks í dag, Tinnu (sem er dökkhærð stelpa í MH, er í leiklistarfélaginu og svona). Manneskjan geislar af lífsgleði, eða einhverju svoleiðis, í hvert skipti sem þú hittir hana. Það er gaman.

þriðjudagur, júní 10, 2003

Ghetto gettogether
var uti sjoppu i gær að hrækja og reykja með nokkrum krökkum. Það var mjög gaman. Við ræddum heimsmalin, aðallega þo friðarumleitanir við botn Miðjarðarhafs og afskipti Bandarikjanna af þeim. Um þetta mal voru skiptar skoðanir, en niðurstaða var fengin með hopslagsmalum, eins og venja er a þessum samkundum.

sunnudagur, júní 08, 2003

Afi minn á reverseheimsmetið í 100 metrunum. Þ.e.a.s. hann er sá maður í heiminum sem tekur lengstan tíma í að labba 100 metrana, rúman einn og hálfan klukkutíma. Hann er fáránlega fyndinn gaur kominn á þennan aldur. Við vorum að labba á ganginum og hjúkkan var svona við hliðina á honum ef hann skildi detta. Þá þóttist afi detta og hjúkkan alveg kipptist við og ætlaði að grípa hann. hahahahahaha, við afi hlógum okkur máttlausa af heimsku hjúkkunnar.
já, og svo kynntist ég handrukkara í gær. Hann var alveg góður á því, samt frekar krípí gaur. Hann var bara eikkað að bjóða mér dvd-spilara því hann ætlaði sko að fara til gaurs sem stal af honum veiðistöng, og stela af honum græjunum hans og dvd-spilaranum og svona. Einnig fræddi þessi ágæti maður mig um hvernig best væri að fá menn til að borga. Málið er að taka nagla og stinga uppí nösina á þeim sem verið er að handrukka. Svo bara ýtiru þangað til hann borgar. Ég verð að segja að þetta virðist bara helvíti góð aðferð. Alla vega lofaði þessi gaur mér, að ef ég lenti einhvern tímann í vandræðum, þá væri bara málið að hafa samband við sig. Og svo gaf hann mér númerið sitt. Efast um að ég noti það nokkurn tímann, en gaman að þessu.
Teiti

 já, það var sum sé partí í gær. fór til Helgu og það var svona ókei til að byrja með. svo fóru allir í partí til tinnu og þar pantaði ég mér pítsu með einhverjum 2 stelpum og Golla (gaurinn sem er annað hvort nörd eða alveg ógnvænlega góður leikari, hann er samt heví fyndinn og góður á því). Vin minn langaði svo rosa að fara í partí þar sem voru 2 gellur sem við hittum fyrr um kvöldið, en þær voru kókaínsniffandi kvendi, þannig að mér leist ekkert á það.
  Það var ágætt hjá tinnu og ég gerði mér að leik að láta eins og gaurinn í atlas-auglýsingunum, það er illhösslvænlegt (en ég var drukkinn...). Svo ákváðum við að fara bara bara til helgu aftur að horfa á Stellu í orlofi, þannig að ég nappaði bland í poka úr ísskápnum fyrir 600 (Tinna á við offituvandamál að stríða, og hún er greinilega ekkert á leiðinni út úr vítahringnum) og kókflösku. Svo vorum við bara hjá helgu, 3 strákar og 3 stelpur að spila aksjonarí, svoldið eins og í fanta-auglýsingunni nema hvað við töluðum meira kúl heldur en þau.
  Svo fékk ég þá mögnuðu hugmynd að hanga bara þarna þangað til klukkan væri orðin sjö og taka þá strætó heim. En viti menn, strætó byrjar að ganga klukkan 10 (enn og aftur bregst strætó mér) svo ég þurfti að taka leigubíl.

laugardagur, júní 07, 2003

farinn í partí... því ég er svo artífartí...

föstudagur, júní 06, 2003

Auglýsingar

Versló auglýsir nú vilt og galið á strætisvagnaskýlum og í dagblöðum, að skráning í skólann sé hafin. FB er einnig að auglýsa mikið, þó aðeins í dagblöðum að því ég best veit. Og þessir skólar eru svo sniðugir að þeir nota frægt fólk sem stundar nám við skólann, í auglýsingarnar. Versló notar Þorvald Davíð (og líka Saadiu!), og FB notar Bent í Rottweiler. Þetta fær mann til að pæla, hvern eða hverja myndi MH nota? Uglu? varla...og þó, það væri helst hún, ég meina, hún lék í Mávahlátri og svona. Líka Dagga, hún lék náttúrulega í Botnleðju-myndbandi. En við verðum að feisa það, að þær eru enginn Bent. Annars gæti verið sniðugt að nota Morfís-lið eða Gettubetur-lið.
Lárus (rektor) og hans krú hafa greinilega áttað sig á þessu, og því sleppt að nota myndir í auglýsingar MH. Enda held ég að orðsporið sem fer af MH sé eitt og sér alveg nóg til að fjölmargir girnist sæti á langbekk þar.
Gaui litli

þegar Gaui litli var hvað feitastur fór hann eitt sinn á Ak-inn, sem er uppáhalds sjoppan mín.
Gaui: "ég ætla að fá bland í poka"
Afgreiðslustelpa: "eitthvað sérstakt?"
Gaui: "neinei, en slepptu rækjusamlokunum og snickersinu..."
held að ég hafi heyrt þetta í 70 mínútum eða eitthvað...
How to lose a guy in one minute

tell him you don´t do sex...
blogg ur landsbanka Islands...

ja, eg vildi bara staðfesta að eg er reiðubuinn að gerast þakklatur sonur Ragnheiðar, eða eitthvað... jammz, eg er ready i það!
annars er eg a leiðinni i ræktina annað kvöldið i röð. Eg er afar stoltur. Sjaumst.
p.s. eg veit ekki af hverju i andskotanum eg get ekki gert kommur...
Charlies Angels og skítur úr hversdagslífinu

úhú, hvað ég hlakka til að sjá Charlies Angels 2. Þetta er gúdd sjitt, þrjár gellur í góðum aksjón. Ég var að horfa á trailerinn áðan, góð sena úr honum:
Vonda gellan: "I don´t take orders from a speakerphone anymore, I work for myself now"
Cameron Diaz: "well your boss sucks!"

eníveis, getiði hver kom í Intersport í dag! nei, það var Sigurjón Sombie Kjartansson. Merkilegur maður, verð ég að segja. Hann er svona sirka helmingi stærri en ég, og tel ég mig nú frekar háan mann. Hann var að kaupa skó á son sinn, og var mjög hress. Nei, djók, hann var algjör sombie (er ekki hægt að segja það?) eins og vanalega. Ég reyndi svona að vera bara költ sko, en það virkaði illa á hann, sá greinilega að ég er lítill rokkari.
Svo tókst Signýju í vinnunni að fá mig til að taka mér hlé frá hádegishlénu mínu til að afgreiða gaur með hlaupaskó. Þetta hef ég aldrei gert áður. Helvítis hormónar.

miðvikudagur, júní 04, 2003

Erfðaskrá Sindra Sverrissonar, kt. 130886-2729, til heimilis í harðasta gettóinu.

Rúmið (sem ég fékk gefins þegar mamma og pabbi fengu nýtt) fær litla systir mín.
Bláu mottuna og gluggatjöldin í stíl, fær Fannar, því hans eru frekar lame.
Orðabækur og námsdrasl fær Dísa, því hún gæti notað það (nema þessa íslensku, hana fær Bjössi).
HM-fótboltann (sem ég vann í veðmáli í vinnunni) fær Dagbjört, því hún þyrfti (að öðrum ólöstuðum) að fara að hreyfa sig meira.
Fötin mín fær frændi minn í Svíþjóð, og ef hann vill þau ekki þá fátæku börnin í Breiðholti.
Geisladiskarnir mega nú bara fara á haugana, eða nei, selja þá í kolaportinu og kaupa víkingalottó fyrir ágóðann, og nota vinninginn til byggingar íþróttahúss við MH (eða gefa Arthúri þá).
Minn fjórðung af tölvunni fær fjölskyldan.
Ruslafötuna mína fær Atli, en hún er frekar nett.
Walkmanninn fær Krissa.
Græjurnar fær Gissur.
Rúmfötin fær Ragnheiður, en þau eru afar þægileg.
Gemsann minn fær Þórir, því hann á engan.
Fótboltaskórnir fara með mér í gröfina (helst þessir sem ég fermdist í).
Aðrir fótboltaskór skulu vera gefnir áhugasömum.
425.000 í beinhörðum peningum (og hlutabréfum) skiptast í réttum hlutföllum milli þeirra sem skoða síðuna mína reglulega.
Fræga fólkið
Halldór Laxness, a.k.a. Dóri DNA, kom í Intersport í gær. Við áttum innihaldsríkt samtal sem var eitthvað á þessa leið.
Ég: er eitthvað hægt að aðstoða þig?
Dóri: nei, ég kem aftur...
Ég: aiight Arnold!
hahahahahaha, vantar ekki húmorinn hjá manni! Ef þið eruð að velta fyrir ykkur hvort málið sé að þið fattið ekki brandarann, eða hvort hann sé svona lélegur, þá segi ég bara; dig a little deeper...
Lífsháski
já, eins og ég sagði, ég lenti í lífsháska á leiðinni út á vídjóleigu. Fyrst var einhver fokkin dópisti eða eitthvað að labba framhjá mér með scheiffer-hundinn sinn, og þá drapst ég næstum úr hræðslu. Og svo var ég að labba inn í sjoppuna og þá voru einhverjir gaurar að leika sér með loftbyssu fyrir utan. Sem betur fer völdu þeir að skjóta á einhverja fertuga konu (hún var líka tiltölulega auðveldara skotmark), þannig að ég slapp. Maður verður bara að fara að taka með sér vopn eða eikkað, þetta er brjálæði.
með kveðju úr Harlem Íslands.

p.s. ætti maður kannski að gera erfðaskrá til öryggis, umm, ég geri hana bara á morgun
Beautiful Mind
Leikarar: Russell Crowe, Ed Harris og Jennifer Connelly (fékk Óskar)
Leikstjóri: Ron Howard

Tók þessa mynd á leigu áðan (kostaði mig næstum lífið), af þeirri einföldu ástæðu að ég taldi mig geta fundið sjálfan mig í aðalpersónunni. Það tókst ekki fullkomlega.
Myndin er byggð á ævi John Nash (sem vann Nóbelinn í hagfræði ´94), sem var og er stærfræðiprófessor við Princeton í Bandaríkjunum. Hann er fáránlega klár og fyndinn eftir því, og hans æðsti draumur er að uppgötva eikkað gúdd sjitt sem getur leiðbeint heiminum til betri vegar. Allt lítur vel út í byrjun, hann eignast flotta og gáfaða kærustu og tekst að sanna einhverja kenningu sína. En hlutirnir flækjast þegar hann er ráðinn til starfa hjá Pentagon, og allt ætlar hreinlega til fjandans.
Myndin er helvíti góð og allir leikararnir líka, þannig að ég gef henni 80,2% í einkunn, eða "hörkugóð".

Eins og ég sagði fann ég mig ekki fullkomlega í aðalpersónunni. Það er þó minn æðsti draumur að standa í sömu sporum og John, í Stokkhólmi (minnir mig) að taka við Nóbelsverðlaunum í hagfræði, eigandi þessa líka flottu eiginkonu og heilbrigðan strák.

mánudagur, júní 02, 2003

úff púff, frekar þreyttur núna. Það var brjálað að gera í allan dag í vinnunni. Fékk ekki einu sinni kaffi, en ég fæ það sko bara borgað (í bókstaflegum skilningi, ekki orðtakalegum skilningi). Ég mun standa í samningaviðræðum við tvö ónefnd fyrirtæki á næstu dögum, þannig að það væri vel þegið ef þið væruð dugleg að kommenta (bæði tvö), helst oft og undir mismunandi dulnefnum, þannig að það líti út fyrir að vefurinn sé vel virkur. Ykkar verðlaun munu skila sér í hreint últramögnuðu útliti sem hannað verður af manni með hreint últramagnað útlit, og kannski skemmtilegra URLi, ef vel tekst til í samningaviðræðum.
Þið eruð kannski að pæla; "af hverju er svona vond lykt af þér Sindri?" en ástæðan er einföld. Ég var úti á Seltjarnarnesi í fótbolta. Eastside vs. Westside og það var drullu gaman. Auðvitað skipta úrslitin engu máli, enda er ég lítill keppnismaður, og alls ekki tapsár.
Mig langar að deila með ykkur einni fyndnustu auglýsingu sem ég hef séð. Það er þessi hér.
ég hef verið að heyra efasemdaraddir um að Krissa hafi verið með dóp í partíinu í gær, og þær eru reyndar á rökum reistar. Hitt er annað mál að hún var svo blindfull að ég hef sjaldan séð annað eins. Sumir kunna hreinlega ekki með tekíla að fara.

sunnudagur, júní 01, 2003

jæja, ég er kominn heim... þetta var tvímælalaust langslakasta teiti sem ég hef lent í. Svo voru sirka milljón strákar þarna og svona 4 stelpur... ég meina, ég nennti ekki einu sinni að drekka bjórinn minn, það var einhvern veginn ekki þess virði. Bjórinn fékk ég btw lánaðan hjá pabba og það var egils, hann var ekki sérstakur. Allir eru að segja að Thule sé bestur. Það er bara svo ömurlegt að vera með Thule því að allir eru með thule og þá veit maður ekkert hvaða flöskur maður á. Ef þið skiljið hvað ég á við. Mig langar fáránlega (takk atli!) til að uppgötva einhvern annan bjór, sem verður svo uppáhaldsbjór Íslendinga. Þá gætu allir sem ég þekki sagt; "já, ertu með svona bjór, ég þekki Sindra sem uppgötvaði hann". Það væri rosalegt.

Ég er opinberlega búinn að gefa fótboltann upp á bátinn. Buhuhuhuhuhuuhuh, ég á eftir að sakna hans. Ég er bara ónýtur, lappalega séð. Þannig að það er útséð að ég mun ekki hafa atvinnu af fótbolta í framtíðinni, en það hefur verið planið hingað til. Nú er ég alvarlega að spá í verkfræðinni, eða einhverju öðru sem krefst stærfræðiþekkingar...
hi all! ég er í partíi í breiðholti og þetta er frekar rólegt en fínt samt. Samt eitt sem mér finnst alveg ömurlegt og það er að krissa er að kaupa dóp... kað í andskotanum er hún að pæla? ég ætla sko að tala við hana þegar hún kemst niður á jörðina! Annars er ég búinn að drekka einn bjór núna og er í ágætu skapi...
www.doktorsindri.blogspot.com - fyrstur með fréttirnar