Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

laugardagur, nóvember 29, 2003

Snillingar annarinnar

Snillingar annarinnar verða nú valdir í hið fyrsta sinn. Ég mun velja einn snilling í hverjum áfanga í skólanum og verður valið byggt á því hvað mér finnst viðkomandi hafa verið mikill snillingur í tímum.

Líffræði103: Atli heitir hann. Hann er læknaundur. Í nærri hvert skipti sem kennarinn nefndi sjúkdóm þá hafði drengurinn haft kynni af honum. Ótrúlega fyndinn gaur. Myndin af honum er lýsandi fyrir hann (höndin að sjálfsögðu í gifsi). Ragnar var skammt undan fyrir að drekka vodka í tíma og bjóða mér sopa (sem hann svo gerði aftur í efnafræði seinna sama dag).

Stærðfræði603: Hmmmm, frekar góður á því hópur sko. Ég held ég velji samt Sunnu fyrir að vera svona fáránlega hress alltaf sem gerði þennan erfiða áfanga miklu mun léttari. Dabbi (maðurinn sem tók stæ403 í pje) var samt close fyrir að geta gert gott grín að annars mjög fyndnum gaur sem sá um kennsluna.

Eðlisfræði103: Frekar döll hópur sko. Arthúr fær credit fyrir að létta undir þannig að ég held hann fái bara viðurkenninguna snillingur Eðl103.

Efnafræði203: Alveg nokkrir snillingar þarna á ferð og ég er frekar heppinn með hóp þarna held ég. Ég hef ákveðið að slá Mása og Stíg saman í einn mann, Mígur, sem fær næstum þennan titil. Þeir vorum með margar fyndnar pælingar. En Atli var með aðeins fleiri, kannski mætti hann bara betur...

Íslenska303: ég er ekki með nafnið alveg á hreinu en held að það sé Sigurbjörn (eftir upplýsingaleit á innu...) Við gerðum nokkra fyrirlestra á önninni en allir fyrirlestrarnir hjá honum leystust uppí eikkvað rugl nörda stand-up. Sérstaklega þótti mér drepfyndið þegar hann talaði um hvað hann hataði Mörð Valgarðsson njálukarakter mikið (býst við að þið hefðuð þurft að vera þar). Maggi, Þórir og Atli voru góðir á því þó maggi hafi droppað snemma.

Spænska313: frekar slappur áfangi sem einkenndist af svefni og einhverju kvikmyndaáhorfi. Eintómar myglaðar spænskuhórur í þessum áfanga og svo ég, Maggi mis og einhver einn gaur til. Annars kynntist ég þessum spænskuhórum ekkert þannig að það er að sjálfsögðu ekki mitt að dæma og þetta er bara svona slangur. Get eiginlega ekki séð neinn snilling þarna, en þá kannski helst Magga.

Líkamsrækt301: hehe, þokkalega Helga! Hún mætti samt æfa sig betur í dansinum, neinei, ég segi svona...

Kennari annarinnar:
greina mátti mikla samkeppni í þessari keppni og er óhætt að segja að keppni hafi verið jöfn.
6. Ida spænska: kannski var það bara áfanginn, en mér fannst hún bara ekkert skemmtileg...
5. Einar Efnafræði: byrjaði illa og náði sér ekki á strik fyrr en undir lok annarinnar og þá var það því miður orðið of seint.
4. Þórarinn stærðfræði: mjög fyndinn karakter en of mörg heimadæmi öftruðu honum frá hærra sæti.
3. Vala líffræði: hún er náttla snillingur, fljót að afgreiða tímann og svona... ekkert neikvætt að segja um hana sosum, en hún er samt kona.
Baráttan milli fyrsta og annars sætis var svo jöfn að ég hélt að úrslit myndu hreinlega ekki fást. Þau réðust bókstaflega á síðustu klukkutímum annarinnar þar sem að Ásgrímur gullmoli og íslenskukennari sýndi því ekki alveg nógu mikinn skilning að ég var veikur í viku... Einar eðlisfræði steig hins vegar ekki eitt feilspor og ber nafn með rentu, hann er jesús. Hann er því mjög vel að titlinum kominn.
Logi Ólafs (líkamsrækt) fékk ekki þáttökurétt því hann kenndi mér of fáa tíma, og svo kallaði hann mig líka kellingu fyrir að labba í staðinn fyrir að skokka, bastarðurinn.
eins árs og still goin bara!

já, ég er búinn að blogga í eitt ár, ítarlegur (hugsanlega) annáll verður skrifaður í jólafríinu. Núna er prófalestur í gangi en ég nenni nú ekki að lesa mikið fyrir líffræðiprófið, því ef þið pælið í því þá er líffræði alveg fáránlega, uuu, hvað er orðið, já, alveg fáránlega mikið skull... ég er hins vegar farinn að hlakka til stærðfræðiprófsins;)

föstudagur, nóvember 28, 2003

jæja

kallinn er bara að hafa þetta. Aðeins tvær gagnrýnir (í spænskum kvikmyndum) eftir, og klukkan er rétt orðin eitt. Það er óhætt að segja að þessar gagnrýnir eru keimlíkar, en hey, þær eru bara til að sýna að við sáum myndina...

ég er með þraut fyrir heilana þarna úti, sem ég get stoltur upplýst ykkur um að ég get leyst!
hún er svohljóðandi:
Sex stafa tala byrjar á 4. Sé sá stafur tekinn framan af tölunni og skeyttur aftan á hana í staðinn, verður tala þriðjungi minni (sem sagt tveir þriðju) en hún var upphaflega. Hver er talan?

Sú saga verður að fylgja dæminu að árið 1946 þurfti að leysa þetta dæmi til að komast í menntaskóla...(þá væntanlega á stærðfræðibraut eða náttúrufræðibraut)

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

bloggari í neyð (sýna samhug krakkar!)

dag og nótt, kvölds og morgna rembist ég eins og eini hænsnfuglinn sem lifir villt á Íslandi upp við rekaviðardrumb sem komið hefur verið reistur á rönd og grafinn að hluta ofan í jörðu, við að finna eitthvað skemmtilegt til að skrifa inn á veraldarvefinn.
Nú verður hins vegar breyting á. Þannig er mál með vexti að ég er í kvikmyndaáfanga í spænsku, og var mér tilkynnt hátíðlega í dag að ég hefði skilað einni kvikmyndagagnrýni af ellefu, og myndi að öllu óbreyttu því falla í áfanganum. Því hef ég tekið mig til í dag og skrifað eins og fimm gagnrýnir, og ætla mér að skrifa fimm á morgun fimmtudag. Eeeeen, við eigum líka að gera kvikmyndagagnrýni um eina mynd sem sýnd var á Spænskum kvikmyndadögum. Þar voru meðal annara Amores Perros, Tesis og Abre los Ojos. Ef einhver af ykkur lesendum góðir hafið séð eina þessara mynda (eða einhverja aðra á þessum kvikmyndadögum) vil ég hér með óska þess að sá hinn sami geri gagnrýni fyrir mig um myndina, sem ekki þyrfti að vera mjög löng, heldur bara segja um hvað myndin fjallar og hvernig leikararnir stóðu sig og hvernig ykkur fannst myndin. Gagnrýnin má vera hvort sem er á spænsku eða íslensku.
Sá sem þetta gerir hlýtur eilífan hlýhug frá mér, og fær líka kókdós og kúlusúkk fyrir 200 (eða bara eitthvað sem kostar 300). Emillinn minn er doktorsindri@hotmail.com, og ég sit á klukkuborðinu.

Ida (spænskukennari), ef þú ert að lesa þetta þá vil ég bara segja "lýttu um öxl, þetta er falin myndavél". Nei, ég er að gantast... ekki fella mig...
þokkalega vondur maður!

ekki nóg með að nýjasti eigandinn í vídjóleigunni minni sé alltaf með einhverja stæla þegar ég skila aðeins of seint (dísus hvað þetta er löng setning) heldur er hann líka að misþyrma hundinum sínum á hverjum degi. Þessi gaur er algjörlega ekki góður á því. Svo kann hann ekki einu sinni að skrifa Robert De Niro, og hann vinnur á moðerfokkin vídjóleigu!!! algjört rugl (eða skull, eins og tíðkast að segja nú á dögum).
endaþarmsmök

ég var að lesa hið sérstaka helgarblað DV. Þar var ágætis úttekt á 23-4 morðum sem átt hafa sér stað í Reykjavík síðustu fimmtíu árin eða svo. Yfirleitt voru menn að fá þennan típíska 16 ára dóm eða vistun á hæli. Eitt tilvikið skar sig þó nokkuð úr. Þar sagði frá manni sem vaknaði við það að félagi hans var að þjappa hann í óæðri endann. Viðkomandi hefur væntanlega verið eikkvað pirraður yfir þessu, því hann drap serðinn á hrottafenginn hátt. En já, hann fékk bara sex ára dóm þrátt fyrir milljón hnífsstungur og sjitt. Dómarinn (er það ekki hans að dæma í svona málum) hefur þá bara verið eitthvað: "já, ég meina, ég skil hann alveg, ef ég hefði vaknað við slíka nauðgun hefði ég pottþétt drepið gaurinn..." Gaman að þessu, ekki mörg fyndin morðmál sem eiga sér stað á Íslandi.

Talandi um rassaríðingar. Ég hef ákveðið að bæta við linkasafnið mitt og þó fyrr hefði verið (ef ég hefði ekki gleymt því). Hulda sú er kennir sig við grænmeti myndar næsta hlekk í þessari skotheldu keðju bloggara hér til hliðar. Njótið.

sunnudagur, nóvember 23, 2003

what the fuck? hvað er málið með þetta? hún sást kannski tvisvar í Idol-þáttunum en það er linkað á mynd af henni á batman.is. Aldrei er linkað á mig á batman. Samt var ég einu sinni í stundinni okkar. Aftur á móti væri kannski ekkert voðalega gaman að fá link sem segði; "Sindri úr Stundinni okkar"...

Félagi minn í vinnunni manaði mig til að bjóða gellu sem kom að versla hjá okkur, með mér í hádegismat. Það fannst mér frekar fyndið. Jafnframt fékk þetta mig til að pæla; í hvaða starfi er best að höstla? Ekki það að ég muni leggja fyrir mig nám með þetta að leiðarljósi, en þetta fékk mig samt til að hugsa. Fyrst datt mér í hug að líklega væri barnapían besta höstldjobbið. Ég held að það myndi bræða margt konuhjartað, en hins vegar væru konurnar þá líklega eintómar einstæðar mæður. Kannski ekki nógu góð pæling. Klámkóngur? jújú, eflaust hægt að höstla þá konur tengdar þeim bransa. En það væri kannski svoldið leiðinlegt að vita af því að þær væru bara með manni til að fá vinnu við myndatökur og sjitt. Svo líka, hver vill vera með útriðinni klámdrottningu til lengdar (með fyllstu virðingu fyrir Jennu Jameson)?
Hmmm, það er erfitt að komast að niðurstöðu um þetta. Ég held alla vega að tölvunörd sé ekki málið... Kennari? held ekki. Lögga? neibbb. Skrifstofublók? þokkalega ekki! Starfsmaður í verslun? nja, held ekki. Rokkstjarna? já auðvitað, rokkstjarna maður! Eða, eða, eða atvinnumaður í fótbolta! já, Beckham gæti t.d. verið giftur hálfri asíu ef hann vildi (ég get mér þess til að helmingur asíubúa sé kvenmenn).
Hvað með snókerspilari;)
Látið mig vita ef þið finnið eitthvað raunhæft fyrir mig... bara fyrir forvitnissakir.
þetta grunaði mig, bjór GETUR bjargað mannslífum!!

laugardagur, nóvember 22, 2003

þetta fullorðna fólk er svo skrítið.... tralalalala

hahahahaha, ég þurfti að skutla fólkinu (mömmogpabba) í partí áðan útá land (nánar tiltekið í kópavog). Ok ok, ekkert fyndið við það, en svo hringdi pabbi og bað mig um að koma og sækja þau. Svona var símtalið:
rrrrinnnggg rrrrinnnnggg... (ath. ekki hluti af samtalinu, heldur hringingin).
Gamli: komdu blessaður Sindri (með sínum fáránlega staðsettu áherslum, aðaláherslan á "Sindri").
Ég: já hæ
Gamli: Geturu ekki komið og sótt okkur, við mamma þín erum í partíi hérna.
Ég: já, ég vissi það, jújú, ég skal sækja ykkur.
Gamli: Frábært, veistu hvar þetta er?
Ég (í engu skapi til að rifja upp fyrir pabba að ég var að enda við að skutla honum á þennan stað): já, ég hef einhvern grun um það.
Gamli: já, þú hringir þá bara.

Svona getur fólk verið fyndið undir áhrifum. Ekki það að faðir minn er fjarri því ófyndnari edrú, en það er önnur saga (ævisaga?). Hins vegar er mamma miklu mun fyndnari undir áhrifum heldur en edrú. Minnir mig svoldið á Monicu í Friends held ég barasta...

Einhver svaka umræða í gangi á nfmh.is um hvernig jólaballið eigi að vera. Ég veit nú ekki, en einhver sagði mér að Kvennó og MR myndu halda saman, og Versló væri ekki í FF þannig að enginn þessara skóla myndu halda með okkur. En ég væri til í MK helst. Veit ekki með þennan FG, það eru menn að tala um að það sé helvíti tæp pæling. Mér er samt nokk sama, ég er svona meira að pæla hvaða bjór væri sniðugastur. Fyrst það eru nú jól þá held ég að einhvers konar jólabjór væri málið, og er ég þar spenntastur fyrir jólafaxa. Það er jólatuborg inní ísskáp þannig að ég tékka kannski á honum fyrst og sé svo til... eru menn með skoðanir á þessu? ætli hægt sé að hrinda af stað jafn líflegri umræðu um hvaða bjór sé málið á jólaballinu?

föstudagur, nóvember 21, 2003

Að snappa eða snappa ekki...

Ég fór á snappkvöld emmhá áðan. Helvíti fínt. Leitt hvað það voru fá atriði, en þau voru flest góð þannig að þetta var fínt. Að mínu mati besta atriðið vann þessa keppni. Það var hnáta sem heitir Lilja sem sneri baki í áhorfendur, vippaði sér úr öllu að ofan (en ég sá ekkert því ég var akkúrat fyrir aftan hana), makaði málningu á brjóstin á sér, sneri sér við og hélt á ramma utan yfir þau og sagði; "þetta er brjóstmynd". Djöfull fannst mér þetta drepfyndið.
Svo heyrði ég líka brandara sem var svona; hvað þarf marga hvolsvellinga til að skipta um ljósaperu? Svar: báða!!! Það fannst mér líka fyndið...
Alla vega skemmtilegt kvöld, og svo fór ég á karókíkvöld hjá kvennó en beilaði snemma því ég var á bíl og var þess vegna ekki að drekka... skutlaði bara elínu heim og drullaði mér heim.

Svo sá ég þokkalega spennandi Gettubetur-keppni áðan, eða Meltu Pétur, sem sagt innanskólaspurningakeppni MH (önnur umferð). Þar mættust ræðulið skólans annars vegar og valkyrjurnar Anna Tryggva, Ugla og valkyrjinn Ingimar hins vegar. 9-8 endaði þetta en ég horfði með Krissa á keppnina og það er sorglegt til þess að vita að við hefðum líklega unnið, en því miður tókum við ekki þátt sökum veikinda minna í síðustu viku og danmerkurferð krissa.

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

spennusaga úr hversdagslífinu

Það var napur miðvikudagsmorgunn. Frostið beit glerrúðurnar, og grafarþögn ríkti í skólastofunni. Allt í einu, svo snögglega að öllum var brugðið, hreytti efnafræðikennarinn útúr sér orðum með slíkum þunga að hvert mannsbarn hefði fundið fyrir ótta; "Stígur, viltu tala við mig eftir tímann". Smástund leið áður en ég áttaði mig á, að þessum orðum var í raun beint til mín, sem vakti undrun mína, vitandi það að ég heiti Sindri. Skjálfandi röddu svaraði ég; "e e e ertu að tala við mig?" Eftir útskýringar á þessum misskilning og þónokkar bollaleggingar hafði kennarinn komist að niðurstöðu; "já, þú Sindri, talaðu við mig eftir tímann".
Skólabjallan gall við, hærra en nokkurn tímann, og ég gerði mér grein fyrir því að örlögin yrðu ekki umflúin, ég varð að klára þetta samtal. Krakkarnir í bekknum löbbuðu útúr stofunni, fáeinir skildu eftir klapp á öxl mér, hughreystandi en jafnframt merki um að eitthvað hroðalegt væri að fara að eiga sér stað. Ég reyndi að vera kúl en röddin skalf sem fyrr þegar ég talaði við kennarann...
Ég: "hérna e Einar, þú vildir tala við mig..." (ég sá strax eftir að hafa sett fram fullyrðingu, í stað þess að spurja spurningar...)
Einar: "já, þú varst að kvarta yfir einkunninni þinni á síðustu önn og ég ætlaði bara að láta þig vita að ég mun hækka hana, en það væri betra ef þú minntir mig á það með því að skrifa það á lokaprófið í þessum áfanga..."
Ég: "ok flott, geri það"
þá er enn einn gullmolinn kominn á linkalistann minn hérna við hliðina... Signý fótboltagella (og vinnufélagi) fær link en hún er nýbyrjuð að blogga og verður gaman að vita hvort hún er dugleg, eða hvort hún er bara enn einn aumingjabloggarinn.

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

hahahahahahahahaha, Hrólfur snillingur!!! eða ætti ég kannski frekar að segja Hrói Kravitz;)
hmmm, ok, það eru einhverjir strákakjánar að sprengja flugelda fyrir utan blokkina mína... það er svona að búa í breiðholtinu. Nú er orðið ljóst hvernig prófataflan er hjá mér, og er þá við hæfi finnst mér að skoða stöðu mála í þessum fögum:

1. des, líffræði 103: já, þetta leggst nú bara helvíti vel í mig, enda hafa prófin og verkefni í þessum áfanga gengið vel. Frekar pottþétt átta, hugsanleg nía, ólíkleg sjöa.

3. des, stærðfræði 603: svoldið skuggalegt próf, einir þrír tímar að lengd. Við fáum að taka bókina með okkur í prófið, sem segir mér að prófið sjálft hljóti að vera mjög erfitt. Þarna fer líka minn helsti hæfileiki, að læra formúlur utan að, fyrir lítið. 7 eða 8, vonandi ekki minna.

9. des, efnafræði 203: heilir 6 dagar í frí, ég verð líklega dottinn úr æfingu... efnafræðin hefur nú verið hvað erfiðasta fagið í vetur þannig að ég er ekkert sérstaklega bjartsýnn á góða útkomu á lokaprófinu. Þetta gæti orðið sjöa, og finnst mér það einna líklegast miðað við afrakstur veturins.

10.des, íslenska 303: hahahahahahaha, ég hlæ að þessum áfanga, hahahaha. Þetta er bara brandari þessi áfangi. Ég meina, ok, auðvitað verður maður að lesa njálu eða alla vega glósur úr henni, en eftir það held ég að þetta sé pottþétt átta. Líklega ekki nía en gæti gerst með heppni.

11. des, eðlisfræði 103: bind miklar vonir við að fá níu í þessum áfanga, jafnvel hærra. Það hefur gengið drulluvel hingað til í áfanganum og ástæðulaust að halda að það breytist.

Svo er kallinn bara kominn í jólafrí, eða þannig, byrja að vinna seinna um daginn þann ellefta... Einum áfanga er ég samt í í viðbót og það er spænskar kvikmyndir. Ég er ekki að gera góða hluti þar, búinn að skila einni af um 10 kvikmyndagagrýnum... En hvað er málið með að öll prófin mín séu klukkan níu að morgni? hvílík óheppni!

Hin gullna regla bloggarans er að blogga aldrei nema hann hafi eitthvað að segja. Ég er að hugsa um að fara að virða þessa reglu í nánustu framtíð. Nei, djók.

mánudagur, nóvember 17, 2003

af hverju er ég ekkert búinn að læra fyrir efnafræðiprófið?!? jaaa, reyndar af því að mig langar það ekki. En líka útaf öðrum verkefnum, sem aðrir kennarar hafa sett fyrir. Réttara væri samt að spurja; "af hverju var ég að skrá mig í efn203?" Það er með því ósnjallasta sem ég hef gert. Ég held samt að ég sé í eyðu á morgun fyrir tímann, þannig að spurning um að massa þetta þá. Fá kannski smá hjálp frá höllu, það væri topp.

föstudagur, nóvember 14, 2003

hahahahaha, djöfull er þorsteinn guðmundsson fyndinn!

hann er samt því miður ekki jafn fyndinn og Morfíslið MH þegar sá gállinn er á þeim. MH er eimmit að keppa á móti Kvennó í rökræðum í kvöld. Það finnst mér skemmtilegt að horfa á. Ég er veikur í dag. Það var nú skemmtileg tilviljun! Helmingurinn af plönum mínum varðandi kvöldið (fara á morfís og drekka bjór) er því farinn í vaskinn. Hinu má enn bæta úr.

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

tvínefni? þokkalegt samsæri!

ég var að pæla (líkt og gerist og gengur hjá hugsandi fólki)... hvenær ætli íslendingar hafi byrjað að nota fleiri en eitt nafn? Fyrst um sinn hétum við bara til dæmis Gunnar eða Gísli, eða Egill eða jafnvel Auður. Núna heitir heljarinnar býsn af fólki til dæmis Gunnar Smári eða Gísli Freyr. Þarna held ég sé enn og aftur um að kenna helvítis dönunum. Þessir baunar hafa þannig innleitt óþarfa tímasóun í annari hverri skírn, þar sem presturinn þarf að segja tvö nöfn í stað eins. Og þessu lýkur ekki þar. Þegar krakkinn byrjar í skóla þarf kennarinn að lesa upp tvö nöfn í stað eins, tíma eftir tíma, dag eftir dag. Og þegar viðkomandi kvittar undir á hvaða plagg sem vera skal, þá þarf hann að bisa við að skrifa tvö nöfn, þegar styttri tími hefði farið í að skrifa eitt!
Hversu mörgum klukkutímum ætli íslenska þjóðin hafi tapað, fyrir tilstuðlan þessarar ósvífni í Dönum? Og er ekki tími einmitt peningar? kannski þetta væru nógu margir klukkutímar til að við gætum núna hreinlega keypt Danmörku og stjórnað henni að vild? Kannski væru þetta nógu miklir peningar til að við hefðum haft efni á nógu góðum landsliðsþjálfara í knattspyrnu, og ekki tapað 14-2! En því miður sáu Danir þetta fyrir. En þeir sáu ekki fyrir að ég, Dr. Sindri, myndi stíga fram á sjónarsviðið og koma upp um þetta samsæri.
Ég vil hér með hvetja alla til að stuðla að velmegun í landinu og HÆTTA AÐ SKÍRA BÖRNIN SÍN FLEIRI EN EINU NAFNI! Sameinuðum stöndum við, sundruð föllum við.
félagi, ég veit nákvæmlega hvað þú ert að ganga í gegnum!
the day that could have been...

Svona ímynda ég mér að ég hefði bloggað núna í kvöld, ef ég væri ekki veikur:

Ég byrjaði daginn á hressandi danstíma, hvar ég tryllti kvenþjóðina með töktum sem seint eða aldrei verða leiknir eftir. Eftir danstímann tók við líffræðitími þar sem fjallað var um öndun, sem er líklega álíka skemmtilegt og að smyrja sómalanglokur frá morgni til kvölds. Ekki tók betra við í helvítis efnafræðinni þar sem við, enn á ný, ræddum hið mikilvæga atriði efnafræðinnar sem ég kýs að kalla "það sem ég ekki skil". Eftir þessa sóun á klukkutíma í mínu lífi (gefið að Atli hafi ekki mætt í tímann og hvorki Stígur né Mási komið með forvitnilegar pælingar), var komið að *hádegishléi. Var þá etin ostasamloka og trópí og bragðaðist hvoru tveggja venjulega. Íslenskutíminn var skemmtilegur, en svo var komið að því að halda heim. Þar tóku við klukkutímar af lærdómi, því bæði var ég orðinn of seinn með líffræðiverkefni og heimadæmi í stærðfræði. Horfði samt á **Deerhunter (það gerði ég sko í alvörunni), naut vel, og hér er ég kominn. Góðar stundir.

*hádegishlé. Það er nú eitt. Af hverju há-degi? Það er eins og mesti dagurinn sé þá. Eitthvað finnst mér þá skjóta skökku við að ég vakna yfirleitt eftir hádegi (þegar ég þarf ekki að vakna fyrr). Nær væri að kalla þetta eitthvað annað, til dæmis "morgun". Morgunn gæti þá heitið nótt, og nótt gæti heitið seinnipartur kvölds. Þetta finnst mér meika miklu meiri sens.

**Deerhunter er góð mynd. Hún er mjööög sérstök og erfitt að segja í fáum orðum um hvað hún er. Hún er líka mjööög löng og mæli ég því með henni sem veikindaspólu.

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

sindri bloggar-í fyrsta sinn með mæli í rassinum.

Já, það kom að því. Ég er nú veikur í fyrsta sinn í fjölda ára, eða síðan ég veiktist einhver jólin (líklega í áttunda bekk). Þetta gerist að sjálfsögðu á versta tíma, þar sem nær allir kennarar mínir hafa sett fyrir einstaklingsverkefni eða próf sem ýmist gilda 5 eða 10% af lokaeinkunn. Ég held ég geti í mesta lagi sleikt upp svona helminginn af þeim til að fá góðan frest á þessu. Þrátt fyrir þessa veiki (38,7 gráður og hausverkur) mætti ég í skólann í dag, en þess ber að geta að ég mældi mig ekki fyrr en ég kom heim. En af því að ég vorkenni mér svo mikið, þá vil ég hér gera lista yfir það sem má ekki gera/st meðan ég er veikur.

1. Ekkert skemmtilegt má eiga sér stað innan skólans. Þ.e.a.s. eitthvað sem er í frásögur færandi.
2. Enginn kennari má kenna neitt af ráði sem ég myndi þar af leiðandi missa af. Þeir eiga að fara út fyrir námsefnið eins og kostur gefst, en passa jafnframt að tala aðeins um eitthvað leiðinlegt.
3. Engin dagskrá má fara fram í Norðurkjallara né annars staðar, sem ég gæti hugsanlega haft gaman að.
4. Enginn kennari má lesa upp án þess að merkja við mig.
5. Enginn af mínum kennurum má vera veikur, því eins og gefur að skilja væri það mjög svekkjandi fyrir mig að fá ekki frí.
6. Fótboltaæfingu annað kvöld skal frestað, uns ég er orðinn heill.
7. Enginn má brosa.

En annars vil ég biðja fólk sem er með mér í tímum á að segja kennurunum að ég sé veikur, aðallega þig Inga.

sunnudagur, nóvember 09, 2003

úffpúff, ég veit ekki hvort ég á nokkuð að vera að blogga um gærkvöldið. Alla vega ekki þann hluta þess sem ég kýs að kalla "vinnupartí". Ég vona að ég segi ekki of mikið þegar ég segi að ónefndur aðili var laminn af ónefndum aðila en þessi ónefndi aðili sem ég nefndi seinna hafði áður um ónefnt kvöld haft í vissum hótunum við ónefndan bloggara, sem á óskilgreindu tímabili var farinn að óttast um líf sitt. Allt endaði þó, tja, á torskilgreinanlegan hátt, en vonandi nutuð þið slúðursins.

Annars hitti ég ónefnda félaga mína á vissri snókerstofu seinna um kvöldið. Tók óvirkan þátt í að stela vissu magni af bjór þaðan. Síðan keyrðum við 100 metra þaðan, en þá klessti leigubíll inní hliðina á bílnum. Áreksturinn var vissulega lítill, en það stórsá samt á bílnum, og var því kallað á pólitíið (reyndar hringdi einhver, ég tek bara svona til orða). Lögreglan sendi á vettvang tvær undurfagrar lögreglukonur, sem komu til mín og spurðu mig nafns, og gerðust einnig svo kræfar að biðja mig um símanúmer. Ég er nú ekki mikið fyrir svona skyndikynni, en ákvað að láta slag standa og gefa henni númerið hjá mér. Hún hefur ekki enn hringt, sennilega bara feimin eða eitthvað. Svo var ég í einhverju rugli í svona tvo tíma áður en ég fékk far heim.

Liverpool 1 - 2 Manchester Utd.
Auðvitað tóku mínir menn þetta. Samt frekar tæpt, en djöfull var Giggs góður. Gaman að sjá að Liverpool getur alveg spilað bolta, þó þeir séu ekki í sama klassa og rauðu djöflarnir.

laugardagur, nóvember 08, 2003

ok, ragga var ekki nógu sátt við að engin stuðlun væri í jólalaginu. Þess vegna mun ég nú taka mér smá tíma í að byrja uppá nýtt. Fylgist með.

Annars er ég að fara í vinnupartí í kvöld. Frír bjór og læti. Þetta verður örugglega næs, vonandi verður góð mæting.

Sáuði Bachelor síðast?
Ok, mér finnst þessi gaur sem stendur í þessu (Andrew held ég að hann heiti), vera búinn að playa þetta ágætlega hingað til. Hann er búinn, smátt og smátt og á lítt áberandi hátt, að losa sig við ófríðari konurnar. En til hvers að eiga fallega konu ef hún er ekki skemmtileg? Hahahahahahaha, djók. En alla vega, sauðurinn losaði sig við langbesta kvenkostinn í síðasta þætti. Hún var ekki að acta eins og einhvur fokkin mella allan tímann, heldur var svona meira dularfull og spennandi, en gat samt alveg opnað sig. Plús að hún var úberbeib. Alla vega, ég væri alveg til í að gifast henni, eða nei, eða jú, eða kannski.

p.s. þegar ég vafraði um netið í leitan við að komast að því hvað þessi dásamlega kona úr Bachelor heitir, komst ég að því hver vinnur þetta. Og það var engin önnur en.... Nei, ég vil ekki gera ykkur það að segja frá því, en það var Jen. Og einhver Bob gaur úr Bachelorette mun verða næsti piparsveinn. Spennandi, eða ekki.

föstudagur, nóvember 07, 2003

jólalagið 2003

jæja, það er víst best að byrja á þessu þannig að þetta verði reddí fyrir jólin. Ég mun nú bomba fram fyrstu 2 línunum í bloggjólalaginu 2003, og skora hér með á enga aðra en Röggu plögg að koma með næstu tvær (Ragga, sendu þetta áfram ef þú höndlar þetta ekki... hehe, vott ever). Ég hef ákveðið að textahöfundar (bloggararnir sem taka þátt í þessu) þurfi ekki að miða við neitt ákveðið lag þegar þeir yrkja, heldur verði lagið samið þegar textinn er tilbúinn... Efast samt um að það verði gert. Gaman væri að miða við að 1. og 3. lína rími, og að 2. og 4. lína rímuðu.... svo er það í höndum höfunda að skipta milli erinda. Viðlagið verður kannski, samið síðar bara, en það er eins í höndum höfunda. En, með von um að minnsta kosti einhverja þátttöku, let the games begin:

Jólasvínið

Jólaandinn sveimir,
útum allan bæ.

p.s. nafnið er ekki endanlegt, meira svona, vinnuheiti...
Dr. Fighter, hahahahaha

já, ég gleymdi nebbla að segja frá því sem mér fannst hvað skemmtilegast á ballinu og í partíinu. Við Golli félagi minn tókum okkur til og þóttumst vera heví pirraðir útí hvorn annan. Gerðum þetta tvisvar í partíinu. Í fyrra skiptið enduðum við á að fara fram í forstofu, búnir að hóta að lemja hvorn annan, og þá komu Dísa og Dísa (Bryndís og Ásdís) fram og ætluðu að stoppa okkur. Alveg fáránlegt. Svo gerðum við þetta aftur og þá greip Hrólfur utan um mig og hélt mér dauðahaldi og reyndi að róa mig niður með einhverju rugli um að fara ekki að eyðileggja partíið með slagsmálum. Það var sjúkt fyndið hvað hann var alveg að kaupa þetta.

Svo var okkur tvisvar stíað í sundur af gæslunni á ballinu. Ókunnugt fólk forðaði sér nú í burtu í stað þess að róa okkur niður. Það finnst mér ömurlegt hjá því.

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Verzlóballl

já, MH-ingar tóku sig til og störtuðu Verzlóviku (vika sem snýst um að gera grín að Verzló með því að herma eftir þeim, t.d. í klæðaburði og öðru) á mánudaginn og var hápunktur hennar í gærkvöldi, þegar Verzlóball MH fór fram.

Í tilefni þessa dreif ég mig í klippingu á mjög verzlóskri hárgreiðslustofu, Sensus Tech í Smáralind. Ég sló á létta strengi og sagði við hárgreiðslumanninn; "já, geturu gert hárið á mér svona verslólegt? við erum nebbla með verslóball í MH í kvöld þar sem við gerum grín að þessum hommum í Verzló!". Það var ekki gaman þegar maðurinn svaraði; "jú, sko þegar ég var í Verzló....". Algjör fokk hjá mér! Vegna þessa er klippingin sem ég er með núna, líklega bara hefnd hans. Svo þegar hann hafði lokið sér af við að raka næstum allt hárið af mér, spreyjaði hann glimmeri yfir til að kóróna þetta. En þetta var samt alveg fínt og það er þægilegt að geta strokið um frjálst höfuð sér (er ég að nota þetta orðasamband í réttu samhengi? hélt ekki).

Kvöldið byrjaði með partíi hjá Arthúri (sem virðist bara alltaf halda partí þegar böll eru). Það var helvíti fínt. Fín stemmning og ég var orðinn vel léttur þegar ég kom niðrá Pravda (skemmtistaður), þar sem Stjórnin ætlaði að spila fyrir dansi. Við komum reyndar frekar seint, en ég meina, fínt engu að síður. Mér tókst að fá fæv (þið vitið, gemmér five...) frá Siggu Beinteins, sem er náttla bara frábært og fullkomnar kvöldið. Annars var ég bara frekar hýr allt kvöldið, reyna að vera verslólegur, enda múnderingin á mér samkvæmt því. Krumpuskyrta og hvítþvegnar buxur. Ballinu var slúttað um eittleytið og eftir góðan snæðing á Nonna drullaðist ég heim.


Eitt fúlt:
ég hringdi í stelpu sem heitir Lea og pantaði miða fyrir vin minn og hún var alveg heví almennileg og sagði að þetta væri ekkert mál, ég myndi bara nálgast miðann á Pravda. En svo þegar ég kom þangað, þá var það hún Þóra sem var í anddyrinu þannig að ég talaði við hana. Og dísus fokkin kræst hvað hún var ömurlega leiðinleg. Þetta var ekki Þóra sem ég þekki. Hún var á einhverjum major túr og bara þvertók fyrir það að þessi miði væri þarna og sagði bara að það væri ekkert hægt að gera og að vinur minn yrði bara að fara heim. Og hún var ekkert að grínast. Svona leiðindamanneskjur eiga náttla ekki að vera í SKEMMTIráði. HALLÓ! Sem betur fer fann ég þessa Leu inni (með dyggri aðstoð Signýjar járnrass) og þetta reddaðist. En vá...

p.s. vitiði að það kostar 3500 kall að fara í magic tan? ég hringdi þangað og fékk þessar upplýsingar, og ég bara hló og datt nú ekki í hug að einhver nýtti sér þetta. En neinei, það var bara einn laus tími til í gær. Hvað er að Íslendingum? Spreyja á sig brúnkukremi fyrir 3500?

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

jæja, nú ætla ég að skrifa besta póst sem ég hef skrifað.
Hafiði tekið eftir því að í andrésblöðunum, þá er forsíðan tekin með sem blaðsíða númer 1. Þannig eru síðurnar á fyrstu opnu, merktar númer 2 og 3. Þetta er vitaskuld lágkúrulegt bragð hjá herra Karli Barkar og afkomendum hans, til að geta sagt "37 blaðsíður af stórskemmtilegum myndasögum á aðeins 259 krónur (eða hvað það nú er) í næstu búð", í staðinn fyrir að segja 36 blaðsíður...

Þessi póstur getur því miður ekki náð því takmarki sem ég setti mér í byrjun (nema þá ég sé svona óhemju ömurlegur bloggari (ef þú ætlar að halda því fram, gerðu það undir nafni)). Ástæðan er sú að systir mín heimtar að fá tölvuna því ég sé búinn með mínar tíu mínútur. Ég er viss um að Ugla verður stolt af því að eina bloggið sem ég skoðaði á þessum stutta tíma var hennar. Lifið heil.
er það bara ég eða er hárið á mér svoldið eins og gólfteppi? tékkið á þessari mynd meðan þið pælið... ég ætla að spurja jökul um hvernig hárnæringu sé best að nota.

sunnudagur, nóvember 02, 2003

Sökum mikillar göngu á föstudagskvöldinu er ég að drepast úr kvefi og aumingjaskap núna. En ég er samt ekki veikur sko. Neeei, ég verð aldrei veikur. Ég hef ekki orðið veikur síðan fyrir fermingu. Þar ber helst að þakka því hvað ég er mikill herkúles í mér, en hann varð (verður?) aldrei veikur. Atsjú.
djöfull var djúpalaugin skemmtileg núna. Ég horfði á endursýningu áðan þar sem ég japlaði á skyri með vanillubragði. Þetta var eitthvað svona leikhússpakk-dæmi, þ.e. að leikarar voru að taka þátt. Ég er að segja ykkur það, leikarar geta verið drepfyndnir. En kannski voru þeir bara að leika og eru ekkert fyndnir í alvörunni...;=)
jójó, það er víst ekki hægt að blogga ef maður hefur ekki internet-tengingu sem virkar. Þetta hef ég rekið mig á síðustu daga, og vil fyrir hönd Og Vodafone biðjast afsökunar á þessu árans rugli.

Ég var búinn að skrifa heljarinnar póst áðan um fótboltamótið, sem svo virkaði ekki, þannig að hér koma bara glósur úr þeim pósti:
Fyrirpartí hjá einari, allir í góðum fílíng.
Fyrsti leikur: 3-0 á móti stelpum. Geðveik stemmning hjá liðinu.
Annar leikur: 0-0 móti einhverjum edrú fokkerum sem hétu þýsku nafni.
Þriðja og fjórða leik var frestað vegna slagsmála.
Spiluðum alla leikina í röð, og höfðum á endanum unnið alla utan tveggja jafntefla.
Skilaði öðru sæti í riðlinum.
Helgi var blindfullur og var alltaf "strákar við ætlum að rústa þetta mót og ekkert kjaftæði", líka þegar mótið var búið.
Fór á bjórkvöld sem var ágætt.
Gisti hjá Krissa coach, sem stóð sig ágætlega á hliðarlínunni og í markinu í einum leik, þótt hann væri illa meiddur á annari löpp.
Borðaði þynnkupítsu á Eldsmiðjunni sem bragðaðist mjög vel.

Mótið var ógeðslega skemmtilegt eins og alltaf, nema að dómarinn, Hrafnkell rauðhærði, var ömurlegur. Stefnan er að lemja hann eftir skóla. Stemmningin í liðinu var gríðarleg og ég er viss um að þetta lið hefði náð langt ef 2 ónefndir leikmenn hefðu ekki verið nær áfengisdauða en lífi.