Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

þriðjudagur, mars 30, 2004

what´s going on in the brain?

Dísa vinkona mín kom til mín gráti nær í dag því hún taldi sig vera fallna í stærðfræði. Það er naumast að sumir taka námið alvarlega. Ekki það að það er sosum gott og blessað að hafa metnað, en allt er nú gott í hófi sko. Ég fór að pæla hvað ég myndi gera ef ég félli einhvern tímann í stærðfræði (je ræt). Það er mjög erfitt fyrir mig að setja mig í þessa stöðu, ef ég félli í stærðfræði þá væri það bara af því að ég hefði verið að fíflast í prófinu. En allavega held ég að fólki yrði talsvert skemmt ef það heyrði að ég hefði fallið.
Ég hef voða lítinn tíma þessa dagana fyrir lærdóm, en maður verður nú bara að hugsa út fyrir rammann. Græðir maður ekki slatta á því að vera íþróttaráði? jafnvel meira en maður græðir á íslensku403?
jejeje

1. dagur kosninga gekk nú bara afspyrnu vel fannst mér. Krissi spjaraði sig ágætlega í hádegishlénu en þá var smá svona "debate" milli framboðanna til íþróttaráðs. Hann var allavega mikið mun betri en hinir, eða það heyrðist mér á fólki. Maggi mis (einn gauranna í hinu ráðinu) var bara með einhverja stæla eins og þetta væri einhver fokkin battl keppni, ég hefði náttla rústað hann í niðurrökkun en þetta var hvorki staður né stund. Við erum samt svoldið skelkaðir útaf því hinir ætla að gefa kók, það á örugglega eftir að svínvirka á suma. Við verðum bara að vona að þó fólk þiggi eina kókflösku, kjósi það samt eftir því hvoru ráðinu það treystir betur.
En nóg um það.

Mig langaði svona aðeins að tjá mig um morfís-keppnina síðasta föstudag, úrslitakeppnin sem var milli MH og Versló. Mér fannst keppnin yfir höfuð frekar leiðinleg, svona miðað við fyrri keppnir, en það er væntanlega útaf því hvað mikið lá undir að menn eru ekki að taka neina sénsa. Sérstaklega tók ég eftir þessu hjá Dóra sem var bara ekki hann sjálfur í fyrri ræðu sinni. Verslingar komu með stöku góðan brandara í annars frekar leiðinlegum ræðum sem innihéldu mikið af endurtekningum. Mér fannst stuðningsmaður þeirra, Björn Bragi, vera langbestur í þeirra liði og hann náði mjög vel til mín (sem og annara býst ég við, þar sem hann var valinn ræðumaður Íslands). Það breytir því ekki að ég held að Atli Bolla hafi átt þetta frekar skilið, rétt eins og ég tel MH-liðið hafa verið betra, en það er náttla ekki hægt að segja svona án þess að virðast hlutdrægur.
Auðvitað var súrt í broddi að tapa, en aðeins eitt stig skyldi liðin að, og 2 dómarar dæmdu MH sigur á meðan einn (NB ekki oddadómarinn) dæmdi Versló sigur. Jafnara gerist þetta nú varla, eða hvað? Örugglega líka súrt eins og fyrir Atla að vera valinn ræðumaður kvöldsins í þrem keppnum af fjórum sem MH keppti, en vera ekki valinn ræðumaður Íslands því að það munaði þrem stigum á honum og Birni þetta kvöld. Svekkjandi.

Á morgun er dagur 2 í kosningabaráttunni, vonandi fær maður eitthvað gott mönsj hjá fólki.

sunnudagur, mars 28, 2004

já, uuuuu, sko, já.

Það er ekki hægt að segja annað en að þetta blessaða blogg hafi dalað frekar mikið, eftir ónefnda atburði sem tengdust ónefndum pósti um ónefnd kynfæri, ef þið skiljið. Það er vonandi að með hækkandi sól séu bjartari tímar framundan, tímar gleði og bjórdrykkju, fylleríssagna sem komast í bækur og fyndinna atburða sem allir geta glott yfir. Að tímar dramatíkur og rómantíkur, tímar frásagna sem fá lesendur til að standa á öndinni, og tímar færsla sem eru það góðar að fólk fer að íhuga alvarlega að hrinda "Íslensku bloggverðlaununum" í framkvæmd.

Ég er ekki að segja að þetta gerist alveg strax, því jú það er mikið að gera fram að páskafríi og svona. Kosningavika emmhá árið 2004 er að hefjast og ég ásamt krissa, ragga, svenna og hróa ætla að bjóða mig fram í íþróttaráð. Sjibbí.
Núna er sjúkur fundur í gangi á msn, og á eftir hittumst við á leynilegum fundi á leynilegum stað í leynilegum miðbæ leynilegrar höfuðborgar, þar sem farið verður yfir stöðuna; hugsanlega ógn hins framboðsins, hvernig við getum gert kosningabaráttuna skemmtilega og hvaða mál við teljum mikilvægust...

Vonandi sé ég ykkur svo spræk á næstunni, og þið sem búið í netheimum eða í Danmörku vona ég að séuð bara spræk þó að ég sjái ykkur ekki.

Kveðjur; Sindri - fær sér einn og öskrar mö

miðvikudagur, mars 24, 2004

Hverjar eru mestu gellurnar í skólanum?

já, þessari háfleygu spurningu er ósjaldan varpað upp, en misjöfn eru svörin og margbreytileg.

Ég ætlaði að fara að búa til topp 5 lista, en ég er að hugsa um að beila á því... en ég er viss um að þessi titill fékk marga til að lesa áfram, því hver hefur ekki áhuga á gellum?

Nú er svona eiginlega alveg (að ég held) búið að velja nafn á framboðið okkar til íþróttaráðs, og á það að heita X-Fistararnir, svo lengi sem Svenni samþykkir það en hann á nú heiðurinn að þessu nafni þannig að... Ég heyri að mörg ykkar kannast við nafnið, en þetta var jú einmitt nafnið á fótboltaliðinu okkar fyrir jól. Það sem er svo sniðugt við nafnið, er að pælingin er að nota NFMH-hnefann á auglýsingarnar. Fattiði þetta ekki? Ahahahahahahahaha. Þess ber kannski að geta að við erum búnir að eyða sirka hálfum sólarhring (svona þegar allt er tekið saman) í að finna gott nafn, en það má að sjálfsögðu deila um hvort að það tókst.
Áður en við föttuðum þetta fannst mér best að hafa það bara X-Sport, og slagorðið "því við fundum ekkert betra", þannig að ég er feginn að við fundum þetta.

Ætli megi ekki alveg nota NFMH-hnefann? Ætli þetta hafi átt að vera hernaðarleyndarmál? Sjitt.

Og djöfull var fyndin mortarkeppni í dag. Umræðuefnið var unglingar, og voru bæði lið bara fáránlega fyndin og létt á því. En svo þurfti ég að fara þannig að ég veit ekki hvernig hún endaði, gaman væri nú að vita það...

p.s. Elín Jakobs er samt mesta gellan í MH, það þarf ekkert að vera að fara neitt leynt með það þar sem það hlýtur að vera lýðnum ljóst.

mánudagur, mars 22, 2004

fokking sjitt
Við töpuðum í Mortar, en að vísu með frekar litlum mun (eða hvað veit ég um hvað er lítið og hvað ekki), eða um 30 stigum. Ég kúkaði greinilega á mig í keppninni því ég var með fæst stig, já ég endurtek, fæst stig, af öllum keppendum. Ekki gott sjitt. Ég veit ekki hvað fór úrskeiðis, því mér fannst ræðurnar alveg ágætlega feitar, en þetta var greinilega frekar slappur flutningur hjá mér. Ég þoli ekki að tapa, bókstaflega hata það (í alvöru sko!), og mér á örugglega ekki eftir að stökkva mikið bros næstu daga.

Já, djöfulli fúll, hélt að þetta gæti kannski verið einhver áður óþekkt náðargáfa sem ég hefði. Greinilega ekki. Við erum að tala um að ég skoraði lægra en Krissi. Krissi!

En þá er bara að einbeita sér að íþróttaráðsframboðinu. Pælingin er að heita X-Brundkögglarnir, en það er spurning hvernig það félli í kramið hjá fólki.

Já, og með árshátíðina þá nenni ég ekki að segja ítarlegar frá henni en það sem ég sagði í gær. Hún var alveg ágæt en dyraverðirnir voru með skít í gangi sem slakaði frekar mikið á stemmningunni hjá mér.

En þá bið ég ykkur bara vel að lifa þangað til ég blogga næst.

p.s. núna var ég að horfa á stakt hár sem er fast við stólinn, en stendur beint útí loftið, en samt er enginn vindur eða neitt svoleiðis sjitt. Hvað er það?

sunnudagur, mars 21, 2004

váv, ég hélt það væri alltaf tími til að blogga en það er bara ekki alveg svoleiðis. Forgangsröðin hjá mér tekur ekki alveg nógu mikið tillit til bloggheima í dag.
Forgangslisti:
1. Mortar-ræðukeppnin. Já, ég hélt við myndum nú pottþétt detta út á morgun, en Kári Kongó er bara fáránlega góður ræðumaður. Þannig að það gæti verið að þetta taki enn meiri tíma hjá mér, en þá er spurning hvort ég hendi ekki bara inn ræðunum mínum eða eitthvað svoleiðis.

2. Íþróttaráðsframboðið. Já, okkur langar virkilega til að komast í íþróttaráðið og metnaðurinn í hópnum er gríðarlegur. Búnir að keyra um allan bæ að reyna að redda nammi og slíku (því það er alveg slatti af liði sem kýs eftir því hver gefur mest nammi), eyða fjölda klukkutíma í heitapottinum að pæla í nafni (sem enn hefur ekki fengist botn í), taka upp vídjó og reyna að redda plakati til að segja frá helstu stefnumálum.

3. Bloggið. Já, þú ert ekki neðar en þetta kæra netdagbók. Mig langar frekar mikið að segja ykkur frá alveg frekar mikið sérstakri árshátíð sem ég fór á á laugardaginn. Þar hitti ég brjálaða norn frá bandaríkjunum, var kastað tvisvar út með illu af dyravörðunum, drakk og drakk en varð aldrei fullur (eða, ég man alla vega ekki eftir því) og fleira og fleira.

4. Heimadæmi í stærðfræði. Foooookk, kennarinn heldur að það sé ekki allt í lagi heima hjá mér. Sindri litli sem alltaf lærði heima, bara kominn í ruglið.

5. Heimaritgerð í íslensku um konur í ævintýrum. Jájá, skila 2. apríl = gera 1. apríl.

En núna ætla ég að leggja lokahönd á alveg hreint prýðisræðu um ágæti græna litsins.

miðvikudagur, mars 17, 2004

allt að gerast hjá doktornum núna bara...

1. kosningar í mh á næsta leyti (leyti/leiti, ég veit ekki) og spurst hefur að frekar fagrir fírar muni bjóða sig fram í íþróttaráð. Reyndar eru þessir fögru fírar: ég, krissi, hrói, ragnar og svenni. Baráttan um íþróttaráðið gæti orðið allt að því blóðug því spurst hefur að einhverjir þrossar af öðru ári ætli líka að bjóða sig fram. En allavega, þetta verður væntanlega skemmtilegt ef af verður. Svo vona ég bara að það verði einhverjir sprækir að bjóða sig fram í stjórnina.

2. einhverjar pælingar eru í gangi um utanlandsferð í sumar og er það að sjálfsögðu spennandi mál. Þá er bara að vona að gellurnar í intersport (sem by the way eru alveg frábærar í alla staði og munu ávalt skipa stóran sess í hjarta mínu) gefi mér fulla vinnu í sumar.

3. kári kongó og krissi fengu mig til að vera með í svona ræðukeppni innan skólans, sem við skulum kalla Mortar. Auðvitað þurftu þeir ekki að rökræða við mig lengi til að fá mig í liðið, því ég er svo lélegur í rökræðum að það er ekki fyndið (ef þið skilduð ekki það sem ég var að skrifa, prófið þá að renna yfir tekstann aftur eða biðja um aðstoð). Allavega eigum við keppni næsta mánudag, og er umræðuefnið GRÆNN og munum við mæla með þeim ágæta lit. Andstæðingar okkar eru ekki árennilegir, þeir koma allir úr hinu leyndardómsfulla leikfélagi, og heita Halli, Bullerjahn og Hjörtur eða HBH-flokkurinn, eins og ég kýs að kalla þá. Nú þarf maður bara að fara að kynna sér reglurnar í þessu og hripa niður eitthvað sem hægt er að kalla ræðu. Ég veit ekki hvort ég mun standa mig vel, en þetta verður fróðlegt.

Svo er náttla allt að gerast í náminu. Ritgerð, ritgerð, próf, upplestur, skýrsla og bara allur fjandinn. Ég þarf til dæmis að gera ritgerð um bók sem heitir Det forsömte forår fyrir fimmtudaginn, og þarf þessi ritgerð að vera á dönsku, sem er ekki að gera sig. Bara að maður ætti vinkonu sem átti heima í danmörku og er alveg ótrúlega góð í dönsku og hefur líka lesið bókina og er ekki alveg ótrúlega löt.... já, Helga, þessu er svoldið beint til þín!

Til þess að Helga geti kommentað á þennan póst mun ég hér koma með leiðbeiningar til þess:

1) Við enda þessarar færslu stendur annað hvort "Hvað segiði?" eða fjöldi kommenta. Finndu þetta og smelltu á stafina (sjá mynd, ýttu á það sem er inní rauða hringnum með vinstri takka músarinnar).
2) skrollaðu aðeins niður í nýja glugganum sem opnaðist, og skrifaðu kommentið þitt í gluggann þar áður en þú að lokum ýtir á "ok".

Mynd af típískri færslu:Mynd lýkur.

þriðjudagur, mars 16, 2004

ég er ekki viss um að ég taki lífið nógu alvarlega samkvæmt þeim staðli sem samfélag heimsins hefur sett. Ég er ósjaldan hlæjandi, eða með eitthvað fokkin glott á vör. Mér finnst flest sem ég heyri á einhvern hátt fyndið eða kjánalegt, og á eiginlega voðalega erfitt með að hlusta á fólk án þess að koma með goofy fimmaurabrandara inná milli. Ég var til dæmis frekar hissa að fá vinnuna sem ég er í í dag, því allt viðtalið var ég að rembast við að segja eitthvað fyndið í staðinn fyrir að lýsa mannkostum mínum.
Ég samt lít á það þannig að hláturinn lengi lífið og svona, og bara meika ekki dramatík eða rómantík (ja nema þá að afar litlu leyti). Held ég ætti samt að passa hvenær fólk í kringu mig telur fimmaurabrandara ekki við hæfi, bara svona af tillitssemi.
Ef að þið neitið að kannast við að ég sé duglegur að rembast við að búa til brandara, þá gengur það greinilega afskaplega illa, eða þá að þið bara náið mér ekki.

Nei, djók.

sunnudagur, mars 14, 2004

Subway er staðurinn, þar sem herra Ferskleiki er maðurinn.

Já, ég er í svona tjáningaráfanga þar sem við eigum að gera ræður um ýmislegt. Verkefnið fyrir morgundaginn var að búa til ræðu með vandamáli, sem við myndum svo finna lausn á. Hér er ræðan mín:

Í hversdagslífinu geta komið upp ýmis konar vandamál, bæði stórvægileg og smávægileg. Ingi litli er 18 ára snáði sem vaknaði um morguninn þann 6. janúar síðastliðinn, hress og sprækur, og sveif líkt og á bleiku skýi í gegnum skóladaginn. Eftir skóla ákvað Ingi að gera sér dagamun og fara á Subway og fá sér uppáhaldskafbátinn sinn, en hann er með kjúklingabringu, en þess ber að geta að Ingi býr í Borgarnesi þar sem enginn Subwaystaður er. Eftir um klukkutíma akstur, 1000 krónur í göngin og einhverja bensíneyðslu, var Ingi svo mættur á Subwaystaðinn á Ártúnshöfða, brosandi útað eyrum því hjarta hans var fullt af hamingju enda bátur með kjúklingabringu það besta í heimi. En á örskotsstundu var þessu öllu svipt í burtu. Á skilti stóð eftirfarandi; “kjúklingabringurnar eru búnar í bili... við mælum með kalkúnabringu í staðinn og blablabla....”. Þetta var sérstaklega erfitt fyrir Inga að skilja, þar sem að framan á Morgunblaðinu var frétt um offramboð á kjúklingum, og Ingi spurði afgreiðslukonuna hvort ekki væru notaðir kjúklingar í kjúklingabringurnar. En nóg um Inga, rúmum 2 mánuðum seinna er þetta blessaða skilti ennþá uppi á öllum Subway-stöðum bæjarins. Eftir að hafa grennslast fyrir um málið, var mér sagt að bringurnar væru pantaðar erlendis frá, en ekki gat grey afgreiðslustúlkan sem ég spurði svarað því hver ástæðan fyrir seinkun á komu kjúklingabringanna væri.

Sem mikill kjúklingabringufíkill fór ég að velta fyrir mér lausnum á þessu vandamáli. Auðvitað væri hægt að sleppa þessu og fá sér bara kalkúnabringu, en það vita það allir sem reynt hafa að þær eru ekki jafn góðar, og ekki nándar nærri jafn seðjandi. Önnur lausn væri að kaupa bara grænmetiskafbát, og fara svo í nóatún og kaupa nokkrar tilbúnar kjúklingabringur úr heita borðinu. Það er sosum ágætt, en mér finnst það of mikið vesen, og svo skellihló afgreiðslumaðurinn í Nóatúni að mér þegar ég bað hann um að setja bringurnar beint á kafbátinn. Nei krakkar mínir, lausnin er einföld og við vitum það öll. Stjórn Subway á Íslandi þarf að biðja um undanþágu frá því að panta bringurnar að utan, og kaupa kjúklinginn frá íslenskum framleiðendum. Subwaystaðirnir eru orðnir nægilega margir til að þetta fyrirkomulag hefði ekki neikvæð áhrif á rekstur fyrirtæksisins. Þarna er líka komin hugsanleg lausn á öðru vandamáli, sem er offramboð á kjúklingi á Íslandi, og þá er spurning hvort að landbúnaðarráðuneyti getur ekki að hluta til greitt niður kjúklinginn fyrir Subway, þó ég ætli nú ekki að fara með hvort það sé á einhvern hátt framkvæmanlegt. Eitt er ljóst, að forráðamenn Subway verða að gera eitthvað annað í málinu, en að setja upp skilti sem segir að kjúklingabringurnar séu ekki til í bili, og þetta bil er líka orðið allt of langt. En þangað til munum við Ingi, og fjöldi annnara neytenda einfaldlega leita annað.


Athugið að í þessari ræðu er ég að setja mig í hlutverk. Ég hef ekki einu sinni smakkað kjúklingabringurnar á Subway. BMT-inn þar er hins vegar alveg að gera sig! Það sem fékk mig til að gera þessa ræðu var að Arthúr sagði frá þessu bringuleysi, frekar vonsvikinn, og mér fannst svo fyndið að einhver skyldi vera að pæla í þessu. Arthúr sagði líka frá þessu eins og hann væri að segja okkur að einhver hefði dáið.

p.s. Mér finnst ég ætti að fá frían BMT í ár fyrir slagorðið sem ég notaði í titlinum...
Til eru djammlög, lög sem nær allir fíla, og gjörsamlega toga mann út á dansgólfið. Eitt djammlag tel ég þó öllum djammlögum æðra, enda var það örugglega samið og sett á CD á einhverju tveggja vikna filleríi. Já, þið vitið líkast til flest um hvaða lag ég er að tala; "Einn dans við mig" með Hemma Gunn. Lagið er fínt, en það er textinn sem er svo mikil snilld. Þess vegna hef ég ákveðið að leyfa ykkur lesendur góðir að renna yfir hann, til að hrífast en aðallega hlæja.

Ég kom klukkan tólf
einn á ballið til í knallið
fór inn á bar og settist þar
drakk og drakk fór á flakk,
það kostar puð að reyna að koma sér í stuð,
ég er einn í kvöld

úúúú einn dans við mig

klukkan eitt fylltist gólf
siggi kalli gummi njalli palli
jósafat var matargat
og fleiri komu en ég sat
ég reyndi að drekka í mig kjark, (ég býð í hark)

úúúú það var minn tilgangur og mark

Á mig sveif lallalla
Sigga Magga Rut og Ragga Stína Dagga Gudda og ...
runnu um allan sal, ég skal ég skal
og svo var klukkan orðin tvö,
nú fer ég í stuð

úúúú ég fæ mér einn og öskra mö

Inn á bar tómt þras og mas við að ná í glas
halló beibí hvar er kallinn þinn í kvöld,
ertu ein? við skulum kýla svoldið gas

Einn dans við mig...
"ert þú að vinna hérna?"

Ath. fram að næstu greinaskilum er bara texti um atburði í vinnunni. Slíkur texti er ekki spennandi fyrir alla.
Já, ég var í vinnunni í dag, og viti menn, hjón komu að versla skó og kallinn spurði mig þessarar algengu spurningar; "ert þú að vinna hér?". Ég hélt náttla fyrst að þarna væri kominn enn einn mongólítinn sem héldi að ég klæddi mig í Intersport-bol, setti á mig nafnspjald og færi að reima skó í íþróttabúð, bara svona að gamni mínu. En já, ég svaraði náttúrulega játandi, og þá spurði kallinn bara hvort það væri ekki gaman. Ég sagði að það væri bara helvíti fínt, sérstaklega þegar kúnnarnir væru svona góðir á því. Þessi kumpáni minn keypti svo skó og bað að heilsa mömmu... nei, ok, fulllangt gengið en við vorum samt bara mestu mátar eftir þetta. Gaaaman að því.

Ég gerði ótrúlega fyndið grín í vinnunni í dag.

Annars var ég svo sjúkt þunnur (melluræpur kannski bara) þegar mamma vakti mig í morgun (svaf aðeins yfir mig því rafmagnið fór af (vekjaraklukkan stólar á rafmagn) að ég hélt ég þyrfti að hringja mig inn veikan (en það hef ég aldrei þurft að gera). Góð sturta og vænn skammtur af skyri bjargaði samt því sem bjargað varð, og ég var alveg ágætlega með á nótunum í vinnunni.

Ef einhver er óvenjulíkur mér, eða þekkir einhvern sem er óvenjulega líkur mér, og viðkomandi er orðinn 20 ára, þá má hann hafa samband við mig.

Vitiði um eitthvað vandamál, sem hægt er að finna nokkrar lausnir á, en ein lausnin er samt best. Skemmtilegar hugmyndir eru allavega vel þegnar.

laugardagur, mars 13, 2004

Sumir segja að það sé best að blogga ef þú ert fullur til að losna við þynnku... ekki það að ég sé eitthvað fullur (þó að vitaskuld geti svo verið) en ég ætla samt að blogga....

leiksýningin sem ég fór á í gær var fokkin góð, en löng og þess vegna er ég þreyttur í dag. Ég fór á Þetta er allt að koma. Töluðum um hana í íslensku í dag, og það var einhver faggi sem er ekki heitur (en rímar við það) að tjá sig þvílíkt um leikritið að ég hélt við myndum aldrei komast út. Faggadjöfull.

Svo fór ég á ræðukeppnina í kvöld og hún var mad. Orri Jökulsson, Halldór Halldórsson, Atli Bollason, Kári Finnsson. Þetta eru pjúra snillingar, því aðeins pjúra snillingar geta mælt á móti Versló á nógu málefnalegum nótum til að vinna keppnina. Orri er alltaf með alveg fáránlega skemmtilegar pælingar, öðruvísi ræður þar sem hann innir eftir aðstoð annara til að fullkomna verkið. Snillingur! Dóri DNA getur spýtt útúr sér alveg fáránlega góðum pælingum, með orðalagi sem hann einn notar, sem samt er orðalag sem við skiljum öll. Snillingur! Kári Finnsson, sem ég varð fyrir eilitlum vonbrigðum með í síðustu keppni, var bara ótrúlega nettur á því, eins og hann er í daglegu lífi. Snillingur! Atli Bollason sýndi svo ekki verður um villst, að hann er svo góður ræðumaður að hann gæti fengið Davíð Oddssson til að halda sig vera konu, eða okkur almúgann til að trúa að jörðin sé flöt. Slík er mælskusnillin hjá þessum frábæra kauða. Snillingur! MR-liðið var sosum ágætt, og bara jafnvel mjög gott. Það segir mikið um ræðulið MH.

Ástæðan fyrir því að ég er að blogga í þessu annarlega ástandi, er að Raggi faggi (rímar beibí) sagði að ég bloggaði of lítið. Megi hann rotna í helvíti, og ég taka mig á.
ir
Var á bjórkvöldinu en fílaði mig ekkert sérstaklega... Ég er bara meira fyrir partí, ekki beint þessi gaur sem hangir á dansgólfinu allan tímann...

That´s all folks...

p.s. ritskoðað á morgun.

föstudagur, mars 12, 2004

er það bara ég eða er verið að gera minna úr hryðjuverkunum á Spáni heldur en í New York? Er fólk kannski ekkert að kippa sér of mikið upp við það núna, þegar hryðjuverk eiga sér stað? Er þetta bara orðið eins og til dæmis þegar maður fer til útlanda í fyrsta sinn (þ.e.a.s. í fyrsta sinn eftir að maður kemst til vits og ára (eee, já, eða sem sagt sirka 9 ára))? Þá er maður voða spenntur og finnst allt svo framandi og rosalegt, en svo næst þegar maður fer út, að þá er það alveg spennandi, en ekki nándar nærri jafn spennandi.
ég myndi blogga en ég þarf að gera valið mitt. Langur dagur sjáiði til.

þriðjudagur, mars 09, 2004

er ég orðinn slappur gaur?

já, ég er ekki frá því. Mér finnst ég ekki vera alveg nógu hress og kátur þessa dagana. Til dæmis var ég áður fyrr alveg fáránlega fyndinn á þessu bloggi, en þegar ég lýt yfir skrif síðustu vikna mætti halda að einhver hafi stolið brandarahæfileikum mínum. Ég hef engan grunaðan um stuldinn að svo stöddu, en mun rannsaka málið til hlýtar (já, til dæmis þetta, átti þetta að vera fyndið? já, bara kemur!).
Ég held samt ég verði strax hressari þegar ég byrja í ræktinni aftur. Allavega ef ég tek í smá bolta stöku sinnum. Það er örugglega stærðfræði 700 sem er svona niðurdrepandi. Nei annars, stærðfræði er svo skemmtileg, hvað er ég eiginlega að bulla? Held að málið sé að hressa sig við um helgina, eftir ansi erfiða törn í skólanum síðustu 2 vikur, og blanda geði við Kalla vin minn, en það er orðið fulllangt síðan síðast.

Annars var ég að skoða fiskmarkaðsverðin í mogganum í dag (hugsanleg skýring á slappleika mínum...) og rakst á fisktegundir sem ég vissi nú ekki einu sinni að væru til: blálanga, langlúra, skarkoli, ósundurliðað og skrápflúra, svo að eitthvað sé nefnt. Gaman að því.

Mér lýst nú bara ekkert sérstaklega á leik man.utd. og porto í kvöld. Keane bara í banni en Silvestre vonandi klár í slaginn. Held samt að mínir menn muni taka þetta, en ég er samt alls ekki viss.sunnudagur, mars 07, 2004

jæja krakkar
Helgi sem átti að vera mesta fríhelgi vetrarins, með litlu heimanámi og engri vinnu, er nú að ljúka. Ég er ekki byrjaður á heimanáminu. Ég man sosum ekki hvað ég gerði á föstudaginn, eða hvort það var nokkuð sérstakt, en hinir miklu frídagar laugardagur og sunnudagur, fóru í að hitta ættingja. Ekki að það sé neitt slæmt, en það er heldur ekki besta tjillið. Fékk samt gott og vel að éta hjá báðum ættliðum, sem er jákvætt. Frænka mín var með þvílíkar guðaveigar á boðstólum, en því miður var boðið uppá DIET kók með, en fyrir þá sem ekki vita átti diet-kók upphaflega að vera grín. Feitt fólk hélt hins vegar að með diet-kóki væri komin lausnin við vandamálum þeirra, og lifir þessi misskilningur góðu lífi í dag.

Stebbi, vinur minn, kom frá Akureyri um helgina til að æfa íshokkí. Æfingarnar voru á alveg fáránlegum tímum, klukkan eitt um nótt og svo 8 morguninn eftir. Ég meina, mér fannst ég duglegur að skutlast með Stebba, en hann þurfti að fara á þessar æfingar (og íshokkílandsliðsæfingar eru sko fáránlega erfiðar, segja þeir).

Mér dettur barasta ekkert í hug til að nota í ræðuna mína á morgun. Ég á að flytja ræðu þar sem ég nota undirskipuð og hliðskipuð rök, og það finnst mér nú bara hægara sagt en gert. Gott að ég er ekki í morfís.

Síðasta nótt var óskemmtileg, svefnlega séð. 02:30-næ að festa svefn eftir að hafa verið að skutla fólki og fleira. 04:00-vaknaði við Önnu Pálu sem spurði hvort ég væri ekki vakandi og vildi ná í hana niðrí bæ. 08:00-vaknaði við Stebba, enda tími til kominn að leggja af stað á æfingu. 10:40-vaknaði við vinafólk okkar sem mætt var í göngu með foreldrum mínum. 11:30-12:30-vaknaði við Önnu Pálu sem virðist ekki geta skilið að ég vakna við það þegar hún skellir skápahurðum og þess háttar. Einnig kveikti hún á tölvunni í herberginu mínu en fór samt ekkert í hana fyrr en einum og hálfum tíma síðar. Þess ber að geta að systir mín er 20 ára gömul.

Ég býst ekki við að mæta neitt sérstaklega hress í skólann á morgun, en vitaskuld mæti ég með góða skapið eins og alltaf:)

fimmtudagur, mars 04, 2004

Ég vil biðjast afsökunar á ýmsu sem hefur verið skrifað á þetta blogg. Þannig er mál með vöxtum að félagi minn (frekar tæpur gaur reyndar) ætlaði að laga útlitið á síðunni og svona, og þess vegna gaf ég honum passwordið. Svo virðist sem hann hafi misnotað aðstöðuna og skrifað alls kyns óhróður sem kemur sér mjög illa fyrir mig.

Ég er frekar þreyttur og sveittur núna eftir massífa göngu uppá hálfa esjuna. Samt ekkert svaka þreyttur enda í hörkuformi. Ætlaði svo að labba inní skólann á skítugum skónum en þá snöppuðu skúringarkonurnar bara og fóru að rífa kjaft um hvað við nemendur værum fáránlega miklir sóðar. Sosum mikið til í því, en óþarfi að láta þetta eitthvað bitna á hinum (ávalt) saklausa mér.

Djöfull ískrar í bilstönginni.

Spurning um að massa fyrirlestur um danskan mat á morgun. Helga lofaði að hjálpa mér en hún svarar ekkert í símann núna. Undarlegt... Vonandi hef ég líka tíma til að gera efnafræðiskýrslu og, æjjj, verð að fara....

miðvikudagur, mars 03, 2004

Kennararnir geta nú verið misjafnir eins og þeir eru margir...

Annars, talandi um kennara, þá er ég alveg fáránlega sáttur við kennarana mína á þessari önn. Þau eru flest alveg heví næs, og vil ég þá helst nefna Þórunni Klemens sem er alveg frekar góð á því. Halldóra íslenskukennari er líka geðveikt fín (og miðað við það sem ég heyrt um Steingrím og fleiri, þá er ég alveg í skýjunum) og Sigurgeir efnafræðikennari er með skýrari mönnum.
Djöfull er kallinn eitthvað jákvæður í dag. Það er samt bara þannig að þessir kennarar sem ég er með eru frekar fínir (þó sumir mættu vera fyndnari (það er ekki á allt kosið)), allavega miðað við einstaka mongólíta sem maður hefur verið með.

Sumt (næstum flest) sem ég skrifa á bloggið mitt skrifa ég í hugsunarleysi. Mér finnst það altílæ og gefa blogginu frekar skemmtilegan blæ (takið eftir ríminu). Stundum kemur samt fyrir að maður segir eitthvað rugl sem bitnar á öðrum, og þá er erfitt að taka það til baka. Ég verð að hætta með öllu að lýta á bloggið mitt sem dagbók, því það er augljóslega miðill, opinn öllum.

Ég var að keyra framhjá Versló áðan og ég skellti þvílíkri gusu (það voru miklir pollar á götunni sjáið til) yfir tvær saklausar stelpur sem voru að labba meðfram veginum. Það fannst mér alveg drullufyndið (sem segir svoldið um einfeldningslegan húmor minn) en eftir á að hyggja hefði ég náttla átt að stoppa og bjóða þeim far heim, því þær urðu alveg holdvotar...

mánudagur, mars 01, 2004

ég var að pæla. Verslunarstjórinn minn fyrrverandi hvarf á dularfullan hátt fyrir nokkru, án þess að kveðja kóng né prest. Frekar grunsamlegt dæmi. Upp úr því kemur svo í ljós dauður maður í höfninni á Neskaupstað, og morðingjans er enn leitað. Ég er ekki að segja að það sé alveg örugglega samband þarna á milli, en hún heitir Erdila Pedgevicious...

Annars held ég að af öllum konum í heiminum myndi ég helst vilja giftast Elle Woods. Elle, ef þú ert að lesa þetta þá ertu sko alveg nógu "serious" fyrir mig. Hún er bæði ljóshærð og skemmtileg, ekki amalegt kombó það. Nei svona í alvöru þá virkar hún á mig sem alveg geðveikt næs stelpa með sterka sjálfsvitund og flott brjóst.

Svo var bara gella (en "gella" er einmitt annað orð yfir "ósköp venjuleg stelpa") að byrja að vinna í Intersport í gær. Hún er nú bara frekar góð á því finnst mér. Hún er reyndar í MH, en samt hef ég aldrei séð hana svo ég viti.

Fimm daga tjilli, laus við foreldra og skóla, lýkur í kvöld. Eins og skáldið sagði þá "eru ekki alltaf jólin en stundum eru páskar og þá er gaman." Ég er búinn að gera nákvæmlega ekki neitt, utan að vinna í tvo daga og kíkja á nokkra ansi skemmtilega fyrirlestra á alveg mögnuðum Lagningardögum. Ég var að rabba við skólatöskuna mína og hún tilkynnti mér hátíðlega að ég hefði átt að nota eitthvað af tímanum í að gera heimadæmi í stærðfræði og tækifærisræðu í íslensku. Ég sagði henni að halda kjafti.

Í gærkvöldi ætluðum við krissi og hrói að fara á eitthvað dj-hnakka-fest á Broadway. Þegar við mættum (kortér í eitt) minnti röðin sem var fyrir utan, á meðalstóra útihátíð. Við beiluðum fljótlega og fórum í pool þar sem ég tók gott session og rústaði félaga mína svo illa að mér fannst jafnvel við hæfi að biðjast afsökunar. Egóið minnkaði þó aðeins þegar ég í góðum fíling ætlaði að versla mér kók og twix á barnum, og borgaði með kortinu mínu. Kallinn sagði þá: "heyrðu, þú ert 17 ára?" Ég var nú frekar hissa á þessari pælingu hjá honum, þar sem ég var nú bara að kaupa kók, og svaraði játandi. Þá sagði hann að staðurinn væri lokaður yngri en 18 ára eftir klukkan 8. Þetta fannst Hróa alveg ótrúlega fyndið og hann sagði eitthvað: "hohoho, þetta er allt í lagi, hann er í fylgd með fullorðnum, við ætlum bara að taka 2 leiki í viðbót..." Kallinn fór líka að hlæja og sagði það gott og blessað. Ég hata að vera næstum 18.