Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

fimmtudagur, apríl 29, 2004

ég veit ekki hvað ég á að kalla Hjört á linkalistanum. Kunnugir geta kannski sagt mér skemmtilega sögu af honum sem býður upp á gott nikk. Og svo sendi ég Krissa lengst niður á linkalistanum þar sem hann er aumingi.
jeeee

allt að rúllast upp í skólanum. Lausir hnútar hnýttir í erg og gríð. Á morgun vonast ég til að vera búinn með öll verkefni (en þá er einmitt síðasti skóladagur) og þá mun ég hefja hardkór lestur fyrir íslenskuprófið mikla á mánudag. Ég er samt að plana að fá mér smá öl á morgun en þá heldur merkismanneskjan krissa uppá afmælið sitt, sem ég ætla þó ekki væri nema bara að kíkja í.

Ég er rétt búinn að uppfæra linkalistann og setja inn þá félaga Kára Finns og Hjört. Þeir eru nýmemar í emmhá og frekar fínir fírar.

Ég skellti mér í félagsfræðipróf og það gekk svona ágætlega. Þá er þeim áfanga lokið með öllu og ég spái níu. Íslensku3T3 (tjáning) lauk einnig í dag, og það er sosum erfitt að segja til um einkunn í þessum áfanga, þar sem ég hef aldrei fengið einkunn fyrir neitt verkefni eða þess háttar. Spái níu. Svo klára ég dönskuna líka í fyrramálið með munnlegu prófi. Ég spái 8-9 þar. Ég er því ágætlega bjartsýnn eins og þið sjáið, en ég er minna bjartsýnn á hina áfangana. Kviknaði samt smá von í stærðfræðinni með einkunn uppá 6,5 úr síðustu tvem heimadæmum, auk þess sem ég lauk við að gera smá ritgerð um Fibonacci og rununa hans, en ef hún er nægilega góð á hún að hækka einkunnina um einn heilan. Sjibbí.

Já, alltaf gaman að skrifa um hvernig skólinn gengur. Nú ætla ég að massa síðasta angel-verkefnið í íslensku, læra að tala dönsku (er það ekki bara hálftímaverk?) og fara svo að sofa...

mánudagur, apríl 26, 2004

djöfull er ég ekki að nenna þessari síðustu viku af skólanum. En eftir þessa síðustu viku byrja einmitt prófin, og próftaflan er bara fín að mínu mati. Íslenska á mánudaginn, stærðfræði mánudaginn þar á eftir og efafræði á föstudeginum. Mér var svo tilkynnt við hátíðlega athöfn að ég fengi að halda áfram vinnunni minni (íþróttabúð í smáralind) og mun ég byrja hálftíma eftir prófin eða eikkvað álíka.
Þá taka við 2 og hálfur mánuður af vinnu, þar sem verður lítið gert en þó vonandi haft gaman þegar svo ber undir. Júnímánuður er að sjálfsögðu undirlagður af knattspyrnuveislu, en þá er EM í gangi og tveir leikir á dag held ég barasta. Reyndar sviku ráðamenn míns heittelskaða fyrirtækis mig um að kaupa sjónvarp til að hafa í búðinni, en ég meina, seinni leikirnir eru eftir vinnu og þá er bara að taka upp fyrri leikinn. Fer svona að spá í riðlana þegar nær dregur. Hugsanlega eftir spjall við sérfræðinga eins og pabba og hemma gunn.

Svo er maður nú búinn að versla veiðiferð (til að veiða fisk) og hún er einhvern tímann í sumar. En það besta er náttúrulega ferðin til Costó, en það er eitthvað sem ég á eftir að hlakka til í allt sumar.

Já, þetta er sem sagt sumarið. Ef þið hafið hugsað ykkur að bjóða mér í skemmtilega sumarbústaðaferð (eða rómantíska, ha, stelpur?) þá gæti ég hugsanlega hliðrað til fyrir henni, þannig að látið mig bara vita.

miðvikudagur, apríl 21, 2004

bætti inn einum gæðalink og tók út annan sem ég notaði ekkert.
Þessi gæðalinkur er sko hágæðalinkur því hann er á Katrínu Bjé, besta bloggara Íslands (leyfi ég mér að fullyrða).
ég held að pabbi minn sé með mjög stíflaðar nasir. Hann allavega höndlar það ekki að anda með nefinu á meðan hann borðar, heldur þarf að hafa munninn opinn allan tímann þannig að allt hverfið heyrir í honum smjattið. Allavega, svoldið pirrandi.

Hvað er annars í gangi? Jú, skólinn er að klárast eftir rúma viku, eða það er að segja að þá byrja prófin. Ég fer í þrjú próf, hvert öðru skemmtilegra örugglega. Það er íslenska403 efnafræði313 og súperstærðfræðin. Allt próf sem ég þarf algjörlega að frumlesa fyrir (og reikna dæmi, gert lítið sem ekkert af því), nema kannski efnafræðin þar sem ég hef verið svona ágætlega vakandi. Mér lýst nú samt bara helvíti vel á þetta, aldrei átt í neinum erfiðleikum með íslenskuna, fæ góðan tíma til að mastera efnafræðina, en svo er það stærðfræðin. Svo gæti farið að ég falli í henni, allavega er kennaraeinkunnin þannig, og hún gildir víst 50%. Ég sé fram á að taka hugsanlega þennan áfanga aftur að ári, en það kemur nú allt í ljós.

Ég er nú viss um að engum fannst þetta spennandi. Best kannski að tala aðeins um brjóst og gellur, og fyllerí og slagsmál. Það er nú það sem fólk sækist eftir.
a) Mér finnst afar skemmtilegt hvað sumar stelpur eru getnaðarlegar. Þær gefa deginum alltaf meira gildi.
b) Ég held að svona 70% af vinum mínum hafi lent í slagsmálum síðasta hálfa mánuðinn. Það er gjörsamlega allt iðandi í fightum. Með líkindareikningi hef ég fundið út að ég muni lenda í slagsmálum fljótlega, en ég veit nú ekki með það þar sem ég er alveg ótrúlega rólegur gaur yfirleitt. Hins vegar er ég oft svo kaldhæðinn að það bíður uppá kjaftshögg, en þetta kemur allt í ljós.

Annars svona, yfir á alvarlegri nótur (og hvenær gerðist það síðast? neibb, man ekki heldur). Ef þið ættuð vin sem hefur nauðgað stelpu, og þið vitið það fyrir víst, hvernig er þá best að, þið vitið, taka á því. Ef stelpan, sem þið þekkið engin deili á, gerir ekki neitt í málinu þá er varla hægt að fara til lögreglunnar, og ég á líka erfitt með að sjá að eitthvað græðist á því. Er þá best að tala við einhverjar ráðgjafabeyglur eða er best bara að gossa í að tala við gaurinn? Ekki það að ég standi eitthvað í þessum sporum, en þið vitið, hvað munduði gera?

Svo stefnir allt í fyrirmyndarfyllerí á morgun. Hugsanlega barbíkjú á hægri kantinum og kalli í vinstri að gera góða hluti. Það verður því tekinn nettur blunner eftir skúlann á morgun, enda er klukkan orðin djefilli margt og mikið. Heyrumst.

p.s. ég verð að muna að ég ætla að gera uppgjör fyrir þessa skólaönn á næstu viku.

sunnudagur, apríl 18, 2004

jæja, það var fótboltamót í gærkvöldi hjá emmhá. Ætlaði nú að skrifa aðeins um liðið fyrir mótið og spá í spilin, en það er bara frekar mikið búið að vera að gera og svo var liðið ekki orðið ljóst fyrr en um tvöleytið í gær.
Ég lagði gærdaginn upp eins og landsliðið gerir. Vaknaði klukkan 9 og fór í göngu í kringum Hafravatn, svona til að koma blóðinu á hreyfingu og anda að mér fersku lofti. Kom svo heim og lagði mig, vaknaði og fékk mér staðgóðan málsverð; kjúkling og kók (þarna var ég svona aðeins að byrja að fara út fyrir hina típísku dagskrá hjá landsliðinu á leikdegi). Eftir kjúklinginn, eða bara á meðan á honum stóð, fóru liðsmenn að tínast hingað heim til mín þar sem farið var yfir leikplön og liðsuppstillingu yfir ölsopa.

Í markið var settur enginn annar en badmintonstjarnan og súkkulaðigrísinn Arthúr. Arthúr hafði að eigin sögn ekki snert fótbolta fyrir gærkvöldið, frá því í fimmta bekk. Hann stóð sig bara ágætlega strákurinn þó menn vilji kenna honum um tapið sem sendi okkur útúr keppni. Arthúr skoraði samt eitt mark, og var duglegur við að minnast á það við mig það sem eftir lifði kvölds.
Í vörninni voru svo þrjár stelpuskjátur, hver annarri vígalegri. Þær Halla og Sigga voru ágætar framan af, og er mér þá sérstaklega minnisstætt þegar Halla ýtti við tveggja metra gutta með þeim afleiðingum að hann hrundi í jörðina. Þær stöllur beiluðu hins vegar eftir tvo leiki, eða voru allavega frekar lítið með. Þriðja telpan, Birna Katrín, stóð sig frábærlega, en hún æfir nú líka fótbolta. Til marks um hversu góð þessi vörn var þá vil ég minna á að arthúr var í marki, en samt fengum við ekki á okkur mark nema í 2 leikjum af 5.
Á miðjunni vorum við Ragnar að gera frekar góða hluti. Krissi var svo í strækernum og gott ef að kagglinn sett´ann ekki bara einu sinni.
En við sem sagt unnum fjóra leiki af fimm í riðlinum okkar, þannig að við komumst áfram í 8 liða úrslit. Þar töpuðum við á gullmarki gegn ágætis gaurum sem kölluðu sig FC Smirnoff.
Atvik kvöldsins var tvímælalaust þegar ég fékk þá heimskulegu hugdettu að senda boltann á arthúr markvörð, sem spyrnti boltanum af alefli beint í andlitið á einhverri stelpuglyðru sem gjörsamlega flaug aftur fyrir sig. Vinkonur hennar í liðinu hlupu allar að henni og voru að drepast úr hlátri, sem mér fannst furðulegt en jafnframt alveg drepfyndið.

Eftir þetta afbragðs fótboltamót, sem ég myndi vilja þakka skipuleggjendum fyrir, var haldið á hótel Krissa þar sem var drukkið og haft gaman. Við fórum í svona drykkjuleik þar sem að hvert spil táknar eitthvað ákveðið (eruði að kveikja?), og Krissi dróg spil sem að leyfði honum að setja reglu. Hann setti reglu um að alltaf þegar fólk drykki, þá þyrfti það að segja "Krissi kóngur". Svo seinna mátti ég setja reglu þannig að ég skipaði að fólk þyrfti að bæta við þetta og segja "má sleikja á sér punginn". Helgi toppaði þetta svo með því að setja reglu um að allir þyrftu að segja (Krissi kóngur má sleikja á sér punginn) "og hætta að hafa mök við karlmenn". Þetta þótti mér ágætis feis við hina asnalegu reglu sem Krissi setti í byrjun.

Þá var haldið á Opus þar sem ágætt var að vera. Ég átti, tja, kannski ekki skemmtilegt, en allavega spennandi og langt samtal við vinkonu mína þar sem ég fékk að heyra ýmislegt um ýmsa (og ekkert meira með það). Að samtali loknu sagði hún svo við mig "þú veist að við vorum á trúnó". En nú er ég að pæla, hvað þýðir það að vera á trúnó? ég veit náttla hvað orðtækið þýðir, en ég er að pæla hvort það séu einhverjar alþjóðlegar reglur sem gilda um trúnó. Mér dettur til dæmis í hug að með þessari fullyrðingu vinkonu minnar hafi hún viljað leggja áherslu á reglu 3.14 í regum um trúnó (eða eitthvað), sem segir að "hafi fólk verið á trúnó, og báðum aðilum sé ljóst að svo hafi verið, megi ekki undir nokkrum kringumstæðum segja frá efni samtalsins við nokkuð annað fólk". Nei, nú er ég bara kominn í ruglið.

Mamma mín virðist hafa hringt í helming reykvíkinga í morgun til að reyna að komast að því hvar gullmolinn hennar (þ.e. ég) væri niður kominn. Ég krassaði nebbla hjá krissa og síminn minn var batteríslaus. Ég vil biðjast afsökunar fyrir hönd mömmu hafi hún truflað einhvern mikið í amstri dagsins. Það kemur mér nú lítið á óvart að hún hafi verið orðin áhyggjufull, en fjölskylduplanið er nebbla þannig að ég á að komast í gott djobb og græða mikinn pening þannig að mamma og pabbi geti notið ellinnar. Stóra systir mín fær hins vegar að ráða sér algjörlega sjálf, en er samt í fríu húsnæði og fæði, og getur gert sér að leik að fljúga til hinna ýmsustu staða eins og japan og boston eða vinna sjálfboðaliðastarf fyrir einhverja flippstjórnmálaflokka útí bæ.

Þynnkupítsa var svo snædd á eldsmiðjunni í dag, og hér er ég, hress og kátur að rifja upp atburði gærkvöldsins sem eru sumpartin í móki. Ég var til dæmis að horfa á þátt í sjónvarpinu áðan, og þá var eitthvað par að kyssast, og þá fannst mér allt í einu endilega eins og ég hefði verið að kyssa einhverja stelpu í gær. Ef einhver kannast við það má sú hin sama láta mig vita. Gæti líka verið að þetta hafi bara verið b***** draumur. Takk fyrir svefnplássið krissi.

fimmtudagur, apríl 15, 2004

halló halló

mamma var að sýna mér skrif frá því ég var 6 ára. Þau voru nauðalík skrifum mínum í dag. Það segir mér aðeins eitt, annað hvort var ég fáránlega bráðþroska barn eða er bara með frekar barnalegan rithátt í dag. Hvað svo sem málið er þá gengur skólinn ekki jafnvel og þegar ég var 6 ára. Stærðfræðin er nefnilega, tja, eitthvað að stríða mér. Að öðru leyti er ég barasta að brillera ágætlega.
Páskafríinu eyddi ég að stórum hluta í að aðstoða þrjá ónefnda tíundubekkinga við að læra stærðfræði (og nú hugsa allir; hmmm, helduru að það sé sniðugt að kenna stærðfræði ef þú ert eitthvað slappur í henni? en málið er að þessi stærðfræði sem ég er í er stærðfræðigreining, sem er svona svoldið annað en samræmduprófastærðfræði). Það gekk bærilega þó ég viti nú ekkert hvort ég er eitthvað að hjálpa, geri bara mitt besta. Svo naut ég góðs af því að vera kominn í stórfélagið og fór í ferð og partí, og það var bara fínt...
En já, ég er kominn aftur, en einnig stóra systir mín sem vill fá tölvuna, þannig að þangað til næst (en þá mun ég vonandi tala um hið magnaða fótboltalið sem ég er í og mun taka þátt í MH-mótinu um helgina)... bæ.

föstudagur, apríl 09, 2004

ég ætla að taka mér smá frí frá blogginu. Ekkert alvarlegt, bara svona smá pása þangað til að mig langar til að blogga aftur. Heyrumst.

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Lifi Jóhanna Sigurðardóttir!!!

Nú er ég ánægður með þig kella! Tékkið á þessu krakkar... djöfull væri þetta ljúft! Manni finnst alltaf jafn leiðinlegt að vera að biðja einhvern um að fara fyrir mann í ríkið, en það er samt ekkert að fara að minnka drykkju hjá manni. Þess vegna eru þessi lög bara frábær fyrir mig, takk Jóhanna!

svo lýst mér líka vel á þessa pælingu... allt bara að gerast í áfengismálum á Íslandi...
hmmm, ok, ég býst við að síðasta færsla hafi kannski ekki verið jafn óhemju fyndinn og mér fannst meðan ég skrifaði hana...
annars er maður náttla búinn að vera í frekar miklu rugli í páskafríinu, kláraði samt þessa íslenskuritgerð (sem ég hefði klárað á föstudaginn ef helga, bryndís og ragnar hefðu ekki verið svo miklir þrossar að eyða tíma mínum með búðarápi í smáralind) og skilaði henni áðan niður í mh. Ég var mjög sveittur á umræddum tíma, þannig að það var svekkelsi að hitta óvænt á sómasamt fólk uppí skóla...

Annars fór ég í fyrstu stórfélagsferðina mína á sunnudaginn. Hún var sosum feit eins og búist var við, en aðallega var hún þó sveitt. Þessi ógeðslegi kofi sem við gistum í var algjörlega í rúst þegar ég vaknaði á mánudagsmorgninum. Ekki skánaði það þegar ég kom út því það var einhver kauði bara búinn að æla útum allt... sá gaur hefur fengið sér aðeins of mikið að drekka, og svo var hann kannski líka svoldið veikur bara... en örugglega heví góður gaur samt.
Annars er reglan bara: "what goes on in the room, stays in the room", þannig að ég ætla ekkert að vera að shera fleiru.

Chelsea sló út Arsenal í meistaradeildinni, og Man Utd sló þá út í bikarnum... djöfull var það nú ljúft.

Númer hvað ætli ég fái af páskaeggi? Ef ég fæ ekki páskaegg verð ég ekki sáttur.

laugardagur, apríl 03, 2004

ég er að horfa á söngvakeppni framhaldsskólanna og er svona frekar ósáttur við hvaersu margar feilnótur hafa verið sungnar. En hef skemmt mér heilmikið við að pæla í nöfnunum á lögunum og textunum í þeim. Lag Kvennaskólans heitir Alvöru kona, ég meina hversu fyndið er það?!? Lag HRAÐbrautar heitir Hvað liggur á?... hohoho... Elísa Guðrún frá Verkmenntaskóla Austurlands vildi komast Af þessum stað (sem er kannski ekki fyndið nema hún vilji það í alvörunni). BHS söng Sigurlagið, sem er augljóslega fyndið og átti örugglega að vera það. Og síðast en ekki síst söng Lísa Lind (fulltrúi Laugarvatns) lagið án mín, því ég var svo melluræpur eftir gærdaginn. Ahahahahahahahahaha, ég þyrfti bara að semja bók utan um þennan brandara, hann er svo fyndinn!


Jeeeeeeee, það var verið að kynna sigurvegar kvöldsins, og að sjálfsögðu var sigurskólinn Menntaskólinn við Hamrahlíð!!! Til hamingju Sunna og Silla! Þær voru líka hörkugóðar og settu sinn svip á keppnina, eins og emmháingum sæmir.

Þangað til næst, ekki vera kæst... nei, hmmm, ég verð að finna eitthvað betra... þangað til seinna, veriði kynþokkafull (ég veit að þetta rímaði ekki, ég bara nenni ekki að pæla lengur...)
já í fyrradag voru kosningarnar á morgun, og það þýðir bara eitt: í gær voru kosningarnar. Þetta voru sum sé kosningar til embætta og ráða í emmhá, og var ég kosinn í íþróttafélagið (reyndar ásamt fjórum félögum, en þeir voru bara til að fylla uppí listann því það er bannað að bjóða sig fram einn í ráð og félög). Helstu úrslit voru annars að Bullerjahn var kosinn forseti (sem er fínt, þó ég efist um að hann sé neitt rosalega íþróttalega sinnaður) og partí-gengið sér um að stjórna böllum á næstu önn. Forsetinn og skemmtiráð er svona það mikilvægasta finnst mér, en um önnur úrslit má lesa á nfmh.is.

Eftir að úrslitin höfðu verið kynnt var haldið til ragnars að lepja bjór og heilsa uppá krissann og tilkynna honum úrslitin (en hann er rúmliggjandi eftir einhverja major nefaðgerð). Þaðan var svo farið á opus (sem virðist bara sjá um öll bjórkvöld nfmh) og var það fínt og fín stemmning í fólki. Það var líka gaman að fá klapp á bakið frá svona mörgum sem óskuðu okkur til hamingju með árangurinn (að vera kosnir í íþróttaráð muniði). Klukkan margt fór maður svo að tygja (rétt skrifað?) sig heim, en fyrst var það einn tjillí á nonna. Skilaði honum svo í klóstið áður en ég fór að sofa, en ég held að það hafi nú meira verið sökum smávægilegra veikinda heldur en afleiðingar fillerís.

Á morgun er svo stórfélagsferð (eða stófó eins og þessir reyndustu kalla það) þar sem nýja og gamla stórfélagið (stórfélagið er félagið sem embættismenn, félög og ráð eru í) fara saman í þetta eina skipti. Fróðir menn segja mér að þetta verði feitt sjitt, þannig að ég geri ágætis væntingar um góða gleði.

Hey, ég þarf að fara að hengja upp þvott, þannig að þrátt fyrir eindreginn vilja til að bulla aðeins meira (þó mér finnist þessi færsla nú alveg vera ágæt) verð ég að láta þetta gott heita að sinni...

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Kosningarnar eru á morgun. Ég býst við að lesendur viti að ég er að bjóða mig fram með fjórum félögum til íþróttaráðs, og heitir framboðið okkar x-sport (EN EKKI SPORT-KANÍNUR). Vonandi mætir fólk og kýs því annars gætum við fengið algjöra fokkera í íþróttaráð, og það viljum við nú ekki.
Sjitt. Allt er týnt.

Já, eikkvað smá rugl í gangi hérna. Hér er smá listi yfir hluti sem ég er búinn að týna á síðustu viku (jafnvel vikum) og myndi gjarnan vilja fá aftur:

Jakkafatabuxur. Þær eru svona gráleitar... það hefur komið sér mjög illa síðustu daga að hafa þær ekki, og finnst mér mjög undarlegt að þær séu týndar en ekki jakkinn.

Spariskór. Já, þeir hljóta að vera á svipuðum slóðum og buxurnar, en hvar það er myndi ég gjarnan vilja vita. Þeir eru, uuuu, svartir.

Anorakkur. Afar þægilegur og svartur anorakkur sem ég kaupti í svíþjóð og sakna svoldið. Ég sakna hans reyndar mest.

Úlpur. Önnur er svona hvít/gráleit/brún að lit og er frá hinu margrómaða fyrirtæki Columbia. Hin er svört og frekar kvenleg Nike-úlpa (mig minnir samt að hún sé í skottinu á bílnum hennar Helgu).

Annað sem mætti nefna eru nokkrir síðir bolir (þá helst hvítur og rauður Nikebolur sem var mjög jólalegur og skemmtilegur) sem og stuttir, en ekki man ég eftir neinu fleiru í bili.

Ég vona að fólk geti eitthvað aðstoðað mig með þetta því það er frekar fökkd að hafa enga yfirhöfn þegar maður fer í skólann á morgnana, og geta ekki tekið þátt í jakkafatastemmó í kosningum (sem er samt allt í lagi).