Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

sunnudagur, júní 20, 2004

barabababa... "ég elska það"

Ég veit ekki hverjir það eru sem hafa umboð fyrir McDonalds skyndibita á Íslandi, en ég vil þakka þeim fyrir að styrkja útsendingar á EM í knattspyrnu. Hins vegar langar mig mest til að skjóta þá fyrir hreint og beint hræðilegar auglýsingar. Ég veit ekki hvort það eru til lög, en þau ættu þá allavega að vera til, sem banna svona hrikalega leiðinlegar auglýsingar. Ég leyfi mér að fullyrða að þetta rennur ekki vel í Íslendinga. En burtséð frá því hvort það eru til lög sem banna svona leiðindi, þá finnst mér það hreint og beint hneykslanlegt ef ekki eru til lög sem skylda fyrirtæki til að nota íslensk slagorð. Fyrr má nú vera makkdónaldísering ef á eyrum fólks bylur einhver helvítis engilsaxneska í öllum auglýsingum. Ég er ekki að segja að McDonalds sé eina fyrirtækið sem þetta gerir (þó mér finnist eins og fyrirtæki hafi hingað til lagt metnað sinn í að íslenska slagorð á sem bestan hátt, sbr. Subway), en ég hef bara orðið svo var við þetta sökum mikils áhorf á fótboltann þessa dagana.

Já, það gekk ágætlega að veiða og ég beilaði á bústað. Ég er endurnærður eftir 3 daga í tærri náttúru Íslands, og góðan mat sem og sól og heitapottsafslöppun. Þessi veiðiferð var því ekki jafn spennandi og sú sem ég fór í síðast (muniði ekki? þegar ég var að reyna að veiða músina og við gistum í kofa sem var næstum fokin sökum hrikalegs óveðurs...), en sú ferð verður einmitt vonandi endurtekin í ágúst. Segi nú ekki að ég hlakki til að fara til vinnu á morgun, en ég hlakka til fótboltaæfingar í kjölfarið. Svo er Akureyrarferð með boltanum næstu helgi. Gaman að því.

Ok, ef einhver góðhjartaður getur lánað mér vídjó (sem væri þeim kostum gætt að geta tekið upp) þangað til EM er búið (4. júlí) þá má sá hinn sami endilega láta mig vita! Ég lofa að fara einstaklega vel með það, sem og eigandann um ókomna tíð.

p.s. ég hlustaði á Svarfdæla-sögu af spólu á leiðinni í veiðina. Sjíííí hvað Þorsteinn svörfuður og Klaufi og þessir gaurar voru kúl.

miðvikudagur, júní 16, 2004

til íþróttafréttamanna RÚV:

1. Aldrei nokkurn tímann segja frá úrslitum í fyrri leik dagsins, þegar þið lýsið seinni leiknum. Þetta eyðileggur algjörlega fyrir þeim sem missa af fyrri leiknum en hafa tekið hann upp og ætla að horfa á hann eftir seinni leikinn... Fattiði?

2. Hættiði með þetta helvítis fréttayfirlit í miðjum leik. Það er ekki eins og fólk setjist niður til að horfa á fréttayfirlitið, og ef það er svona mikilvægt af hverju má þá ekki bara hafa það í hálfleik? Þetta virðist vera algjör óþarfi og ég á bara mjög erfitt með að skilja þá pælingu að í úrslitaleik EM í knattspyrnu muni verða fréttayfirlit í miðjum leiknum. Þetta nær ekki austanátt, vestanátt, sunnanátt eða bara nokkurri átt.


Annars var ég nú bara að afgreiða skó í dag í mestu makindum, þegar Eiður Smári mætti bara á svæðið ásamt Auðunni Blöndal úr 70 mínútum. Þeir voru að playa sig hrikalega kúl, allavega sérstaklega Auddi. Það var helvítis helvíti að ég skyldi ekki eiga skóna sem Eiður var að spurja um. Hann samt keypti bara 12000 króna skó sem voru hálfu númeri of stórir. Talandi um að skíta pening.

Ég kom inná í heilt kortér eða svo, í bikarleik gegn Gróttu í gær. Unnum verðskuldað 6-0, en staðan var 4-0 þegar ég kom inná. Það þarf því engan stærðfræðing til að sjá að liðið skorar meira með mig í liðinu heldur en án mín... ekki satt?

Pælið í því hvað sumar stelpur eru fáránlega flottar. Nei, ég nenni ekki að halda áfram með þetta... pælið bara í þessu.

þriðjudagur, júní 15, 2004

Að vera byrjaður aftur að æfa fótbolta hefur eiginlega snarbreytt lífi mínu. Bloggið mitt er orðið arfaslakt (það alla vega nennir enginn að kommenta), ég sofna um miðnætti, er hættur að horfa á OC en líður alveg fjári vel (takk fyrir að spurja). Lítið hefur farið fyrir opinberum filleríum eins og lesendur hafa kannski tekið eftir, og mun ég íhuga hvort miklar breytingar verða gerðar þar um eða hvort ég einbeiti mér að því að sparka í tuðru.

Voruði að tékka England-Frakkland í gær? Ég held það ætti að leggja spurningalista fyrir þá sem að vilja komast í enska landsliðið. Hann gæti verið svona:
1. Ertu útlenskur (sem sagt ekki með enskan ríkisborgararétt)?
2. Ertu kona?
3. Ertu Liverpoolmaður?
Hafir þú svarað einhverjum þessara spurninga játandi ertu óhæfur til að spila fyrir hönd enska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hafir þú svarað spurningu 2 eða 3 játandi, viljum við benda þér á að reyna að komast í enska kvennalandsliðið.

Já, svo gleymdi ég að segja frá helvíti fyndinni æfingu í síðustu viku. Við vorum að skalla á milli og sá sem klúðraði átti að fara úr einni flík. Endaði leikurinn með því að einn stóð bara úti á miðju grasi á sprellanum. Þetta var mjög fyndið og í raun hetjulegt að gossa í þetta því það var stelpuæfing á næsta velli og líka leikur hjá fimmta flokki. Þess ber samt að geta að hann hélt fyrir, en engu að síður kúl.

Jæja lömbin mín, þangað til næst... þá skuluði bara gera eitthvað annað.

laugardagur, júní 12, 2004

ok ok, maður er náttúrulega í vinnu og svona, og svo er maður byrjaður að æfa aftur (og það eru nærri æfingar uppá hvern dag) og það er líka fáránlega gott veður í höfuðborginni. Þannig að ekki vera neitt að furða ykkur yfir bloggleysi.

Fyrsta æfingin mín á sunnudaginn, og svo var bara fyrsti leikurinn á miðvikudaginn. Við unnum Stjörnuna 4-2, og ég er ekkert að segja að það hafi verið allt mér að þakka, en jú ég kom inná þegar það voru 5 mínútur eftir. En það er drullugaman að leika bolta í þessu frábæra veðri. Svo er líka frábær mórall í liðinu.

Ég er svona líka andskoti gamall í mér að ég er að fara í veiðiferð næstu helgi (að viku liðinni). Þá er ég ekki að tala um "veiðiferð" eins og einhver misheppnaður snickers-strákur gæti skilið það orð, heldur veiðiferð þar sem að maður veiðir fiska. Mér þykir það bara mjög næs, en verst er að krissi ætlar að halda bústaðardjamm þessa helgi. Það er nú frekar mikil synd.

Ég er búinn að vera að vinna eins og maður með geðrænar truflanir (maniac), eða alla daga síðan skólinn kláraðist. Að vísu fékk ég skyldubundið frí á hvítasunnudegi og á annan í hvítasunnu, en annars hefur þetta verið stanslaus vinna. Frekar fínt bara í vinnunni, skemmtilegir starfsfélagar og oft á tíðum kostulegir viðskiptavinir.

Hey, þarna, hafiði verið á Costa del sol (eða Costó, eins og við köllum það)? Ég var að pæla hvað maður gerir í peningamálum. Þarf ég að vera að taka með mér cash eða dugar að vera bara með debetkort? Eða þarf ég kannski að fá mér KREDITkort (en það stingur algjörlega í stúf við þá stefnu mína að kaupa mér aldrei neitt nema ég hafi efni á því)?!? Jæja, ef einhver veit eitthvað um þetta þá þigg ég hjálp, og einnig ef einhver veit af hverju ég fæ stundum slátt í ristina (ætli einhver skilji hvað ég á við?). Gúðar stondir.

p.s. ég er í kb-banka (það er að segja, ég er með flestöll mín bankaviðskipti hjá KB-Banka, en ég er bara heima núna).
ok ok, maður er náttúrulega í vinnu og svona, og svo er maður byrjaður að æfa aftur (og það eru nærri æfingar uppá hvern dag) og það er líka fáránlega gott veður í höfuðborginni. Þannig að ekki vera neitt að furða ykkur yfir bloggleysi.

Fyrsta æfingin mín á sunnudaginn, og svo var bara fyrsti leikurinn á miðvikudaginn. Við unnum Stjörnuna 4-2, og ég er ekkert að segja að það hafi verið allt mér að þakka, en jú ég kom inná þegar það voru 5 mínútur eftir. En það er drullugaman að leika bolta í þessu frábæra veðri. Svo er líka frábær mórall í liðinu.

Ég er svona líka andskoti gamall í mér að ég er að fara í veiðiferð næstu helgi (að viku liðinni). Þá er ég ekki að tala um "veiðiferð" eins og einhver misheppnaður snickers-strákur gæti skilið það orð, heldur veiðiferð þar sem að maður veiðir fiska. Mér þykir það bara mjög næs, en verst er að krissi ætlar að halda bústaðardjamm þessa helgi. Það er nú frekar mikil synd.

Ég er búinn að vera að vinna eins og maður með geðrænar truflanir (maniac), eða alla daga síðan skólinn kláraðist. Að vísu fékk ég skyldubundið frí á hvítasunnudegi og á annan í hvítasunnu, en annars hefur þetta verið stanslaus vinna. Frekar fínt bara í vinnunni, skemmtilegir starfsfélagar og oft á tíðum kostulegir viðskiptavinir.

Hey, þarna, hafiði verið á Costa del sol (eða Costó, eins og við köllum það)? Ég var að pæla hvað maður gerir í peningamálum. Þarf ég að vera að taka með mér cash eða dugar að vera bara með debetkort? Eða þarf ég kannski að fá mér KREDITkort (en það stingur algjörlega í stúf við þá stefnu mína að kaupa mér aldrei neitt nema ég hafi efni á því)?!? Jæja, ef einhver veit eitthvað um þetta þá þigg ég hjálp, og einnig ef einhver veit af hverju ég fæ stundum slátt í ristina (ætli einhver skilji hvað ég á við?). Gúðar stondir.

p.s. ég er í kb-banka (það er að segja, ég er með flestöll mín bankaviðskipti hjá KB-Banka, en ég er bara heima núna).

mánudagur, júní 07, 2004

já, eftir þessa thrilling helgi þá getur maður lítið sagt. Það eina sem helst gæti talist jákvætt við hana er að ég fór á fótboltaæfingu í fyrsta sinn í eitt og hálft ár (meira fótboltablogg Jón...) og í bíó með góðum vini mínum, Jóa. Við sáum Tróju og það verður að segjast að hún er ágætis afþreying en á heildina litið alveg frekar mikið junk. Of mikið af einhverjum "Luke, I am your father"-mómentum (eruði að ná þessu?), þar sem að Brad Pitt og Orlando Bloom (sem mig langaði að kýla í hvert skipti sem hann kom í mynd, óþolandi karakter sem hann var að leika) horfa íbyggnir á svip upp í loftið, og segja svo eitthvað hrikalega dramatískt.

Já, fór sem sagt á fótboltaæfingu í gærkvöldi og gekk bara ágætlega. Fór svo aftur í kvöld og var bara að kúka í brækur.

Ég fékk nóg af letinni og vitleysisgangnum í Ella í vinnunni þegar hann var búinn að vera í klukkutíma upp á kaffistofu. Strunsaði upp og reif í hnakkadrambið á honum til að koma honum niðrí búð en drengurinn var bara ekkert að taka neitt sérlega vel í það. Upphófust þá stimpingar sem einkenndust helst af klóri frá Ella sem ég er ekki enn búinn að jafna mig á. Helvítis kellingin (nei, reyndar er hann fanta sterkur).

Megnið af fína og fræga fólkinu hefu lagt leið sína í intersprot síðustu daga. Það hafa verið poppstjörnur, gettubetur-goðsagnir og sjónvarpstjörnur á borð við Birgittu Haukdal, Döggu, Hjalta og Jón fimmhundruðkall (úr ædolinu). Ég afgreiddi þó bara Jón, en hann var í góðu dulargervi og ég fattaði ekki að þetta væri hann fyrr en hann tók niður sólgleraugun (sem hann hefur gert um það leyti sem hann fattaði að hann var innandyra), og spjallaði lítillega við perluvinina Hjalta og Döggu, en ekkert fór á milli okkar húsavíkurmærinnar.

Mér var hent útúr strætó í morgun af því að ég gat ekki borgað. Heimur versnandi fer. Fattaði ekki að ég var búinn með strætómiðana mína en hélt kannski að þetta myndi reddast, en strætóbílstjórinn var bara svona líka strikt á því. Fuss og svei.

Það komu til mín tvær hressar kellur að kaupa sér skó um helgina. Þær gáfu mér 10 í einkunn fyrir afgreiðsluna. Það fannst mér vingjarnlegt af þeim því ég fékk ekki 10 í neinu í skólanum.

Jæja, þá er maður búinn að létta aðeins af sér. Nú kynni einhver að halda að ég hafi verið að míga, en ég var nú að meina að nú er ég búinn að segja það sem mér liggur á hjarta. Góðar stundir.

laugardagur, júní 05, 2004

gærkvöldið var bara moðerfokkin snælduvitlaust hjá mér. Sjííííí, ég hef bara sjaldan lent í öðru eins. Ókei, við hittumst bara heima hjá Ella (félaga mínum úr vinnunni) og vorum bara að drekka bjór og svona, allt í góðu, við bara nokkrir að drekka. Nema svo bara skellum við okkur í bæinn og allir bara heppí og góðir á því. Röllum um og spjöllum við stelpur og svona, fékk meira að segja ágætis aksjón og símanúmer hjá einni þokkalega smooth gellu með sjúkan rass. En allavega, svo hringdi einhver gaur í einhvern gaur sem var með okkur, og þá voru einhverjir gaurar með einhver læti við gaurana sem hringdi í gaurinn, þannig að við bara fórum og ætluðum að lemja þá gaura. Svo komum við á staðinn þar sem að gaurarnir voru, héldum að þeir væru svona 4 eða eikkvað, en neinei, lyftan opnaðist og þá voru bara 40 gaurar þarna inni. Allir gaurarnir sem voru með mér voru lamdir alveg fáránlega illa en mér tókst, sökum stórkostlegs líkamsstyrks að lumbra á nokkrum áður en ég stökk út um rúðu á húsinu og lenti oná þvottasnúrum í einhverjum bakgarði. Nema hvað að innaf bakgarðinum var piparkökuhús ekki ósvipað því sem við þekkjum úr sögunni um Hans og Grétu. Í stað illgjarnrar nornar bjuggu þarna 7 íðilfagrir kvenmenn sem ég eyddi þessari eftirminnilegu nótt með áður en ég þurfti að mæta í vinnuna klukkan 11.

Já, nokkurn veginn svona ímynda ég mér að gærkvöldið hefði getað orðið ef ekki hefði verið fyrir svefn. Ég nefnilega var búinn að plana að fara til Ella um kvöldið, og þaðan í einhvers konar fagnað, og ætlaði að leggja mig frá svona 9 til 11. En neinei, ég bara svaf frá 9 til 9 um morguninn. Alveg fáránlegt en mér leið samt alveg fáránlega vel þegar ég vaknaði. Kannski þessi mikli svefn hafi líka hjálpað mér eitthvað því ég brilleraði alveg í sölumennskunni í dag. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur kannski ekki náð svona góðum svefni, því það má allavega segja að þeir hafi ekki beint brillerað í dag. Til hvers að spila fótboltaleik ef þú hefur fyrirfram ákveðið að fara ekki í eina einustu tæklingu?

Ætli mér takist að sofna í kvöld?

miðvikudagur, júní 02, 2004

ég held að ef einhver félagi minn kæmi útúr skápnum væri það frekar slæmt mál. Tja, það hefði allavega sína ókosti. Helst þá að vinsælustu umræðuefnunum myndi fækka um helming, en þau eru "kellingar" og "fótbolti". Coming to think of it þá sé ég ekki aðra augljósa ókosti. Harla undarlegar pælingar verður að segjast.

Það fór þá ekki svo að gellurnar í landsliðinu næðu skemmtilegum úrslitum. Þvílík synd. Ég hafði bullandi trú á þeim. Helvíti öflug hún Margrét Lára þarna í strækernum hjá þeim.

Kallinn vildi bara vera meðvitaður um gang mála á Íslandi í dag, þannig að ég horfði á Kastljósið. Ég var ekki alveg að fíla þetta lið sem settist gegnt spyrlunum, utan kannski lögfræðiprófessorsins sem reifst við Jón Steinar.
Fyrir framan kassann datt mér í hug þessi staka:

Þú hlýðir í öllu heiglinum prúða,
frá hæstvirtri druslu eru orð þín og greinar.
Heiðblárra ertu strengjabrúða,
brún er þín tunga minn kæri Jón Steinar.

Ég er ekki alveg búinn að ákveða hvað þessi bragarháttur heitir. Einnig vænti ég þess að fólk sé ekki að taka slíkan leirburð alvarlega.

þriðjudagur, júní 01, 2004

Viva la resistancé (vonum bara að þetta sé rétt skrifað).

Já, djöfull er ég ánægður með þessar auglýsingar hjá kvennalandsliðinu, en ekki þó jafn ánægður og ég er með glæsilegan árangur hjá þeim í riðlinum. Nú vona ég bara að fólk drattist úr leisíbojunum eða sleppi indítónlistarkvöldinu í þetta eina skipti, og mæti niður á Laugardalsvöll klukkan 5 á morgun. Stórleikur gegn stelpunum með kynþokkafyllsta tungumálið, Frökkum, sem getur komið "stelpunum okkar" í efsta sæti riðilsins. Væri maður til í að sjá Ísland keppa á EM svona einu sinni?!?

Ég var að labba með Elmari í Smáralindinni í dag og þegar við löbbuðum fram hjá einhverjum stelpum þá blikkuðu þær okkur. Ég held samt að þær hafi bara verið að reyna við mig, af því að Elmar er svo ljótur.

Ég vænti þess ekki að svona íþróttatengd færsla höfði til margra fastalesenda, en fokk dat sjitt. Mætið nú á völlinn.